Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 28
40 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. Kaupmaðurinn frá Feneyium Benettonfyrirtækiö er sakað um aö nota sjokkerandi aðferðir til að selja peysur sínar og gallabuxur. Allt umtal er góö auglýsing, segja hins vegar stjórnendur fyrirtækis- ins. „Við viljum gera auglýsingar sem snerta fólk,“ segir einn eigendanna, Luciano Benetton, í viötali við tímaritið Scanorama. „Það er pen- ingasóun að bara tala um fram- leiðsluna." Aðalstöðvar Benettonfyrirtækis- ins eru í sautjándu aldar húsi í Ponzano Veneto, skammt frá Fe- neyjum á Ítalíu. Alls eru það 6.400 verslanir í 100 löndum sem selja Benettonvörur. Áætlaó er að árs- salan í fyrra hafi verið sem nemur um 115 milljörðum íslenskra króna og er það 12 prósent aukning frá árinu áður. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að árssalan tvöfaldist innan fimm ára þrátt fyrir heimskreppu í fataiðnaðinum. Kína og fyrrum Sovétríkin hrópa á Benettonvörur og nýlega hafa verið geröir samn- ingar við Egyptaland, Tyrkland og Indland. Ljósmyndari með snjallar hugmyndir Luciano segir auglýsingarher- ferðimar ekki hefðu verið mögu- legar án ljósmyndarans Toscani. „Hann fær snjallar hugmyndir og hefur hæfileika til að túlka það sem er að gerast í heiminum. Hann hef- ur líka reynslu og veit hvað hann er að gera.“ Oliviero Toscani hefur unnið í París fyrir tímarit eins og Vogue og Elle 1 nær tvo áratugi. Árið 1984 hóf Benetton hina frægu herferð sína, „All the Colors of the World“, þar sem ungt fólk af ýmsum litarháttum var myndað saman. Árið efdr kom heríerðin „United Colors". Á auglýsingunum var fólk, fánar og tákn frá ýmsum löndum. Óvinir voru myndaðir sem vinir: Bandaríkin og Sovétrík- in, Grikkland og Tyrkland. Á einni myndanna fóðmuðust arabi og gyð- ingur. Sú mynd leiddi til fyrsta ágreiningsins um auglýsingar Be- nettonfyrirtækisins. Árið 1989 var gerð auglýsing með mynd af blökkukonu með hvítt barn á brjósti. Vegna mótmæla blökkumanna var þessi auglýsing tekin úr umferð í Bandaríkjunum en hún vann til verðlauna á Ítalíu, í Frakklandi, Hollandi, Danmörku og Austurríki. Sterkari andstæður Fyrir tveimur árum voru ekki lengur neinar Benettonvörur í aug- lýsingunum og ekki heldur neinn texti. Myndimar urðu táknrænni og andstæðumar sterkari: hvítur hundur og svartur köttur, svört hönd sem lætur boðhlaupskefli í hvíta hönd. í fyrra snemst auglýsingar Be- nettonfyrirtækisins um lif og dauða og umhverfismál: nýfætt bam, kirkjugarður með hvítum krossum, smokkar í Utum, prestur sem kyssir nunnu. Auglýsingamar vöktu gífurlega athygli og oft mikla reiði. Mörgum þykir fyrirtækið hafa gengið of langt. ítalir áttu til dæm- is erfitt með að sætta sig við auglýs- inguna með kossi prestsins og nunnunnar. Auglýsingin með smokkunum var bönnuð í fjölda - vill auglýsingar sem vekja athygli Benettonsystkinin, Luciano, Carlo, Gilberto og Giuliana. Nýfætt stúlkubarn. Ein umdeildasta auglýsing Benettonfyrirtækisins. Koss prests og nunnu. ítalir áttu erfitt með að sætta sig við þessa aug- iýsingu. landa. Auglýsingin með kirkju- garðinum var birt um svipað leyti og Persaflóastriðið braust út og var Benettonfyrirtækið sakað um að ætla sér að notfæra sér stríðið til að kynna vörur sínar. Þessi auglýs- ing var tekin úr umferð. Ljósmyndarinn Toscani segir að Luciano hafi beðið sig um að taka mynd sem tengdist stríðinu, mynd sem táknaði afleiðingar stríðs, að það væra engir sigurvegarar. Nýfætt stúlkubam og deyjandi eyðnisjúklingur Ein umdeildasta auglýsing Be- nettons hingað til er myndin af nýfædda stúlkubaminu. Toscani segist hafa verið gripinn löngun til að taka mynd sem fjallaði um lífið, efttr að hafa tekið kirkjugarðs- myndina fyrmefndu. Gagnrýnend- m- sögðu að ekki mætti tengja sölu á fatnaði jafn heilögum atburði og fæðing er. Oliviero Toscani Ijósmyndari. Luciano Benetton, forstjóri Benet- tonfyrirtækisins. Herferð Benettons í ár þykir jafn- vel enn meira ögrandi þar sem á einni auglýsinganna er mynd af deyjandi eyðnisjúklingi í örmum fjölskyldu sinnar. Ljósmyndarinn er bandarísk kona, Therese Frare, en Toscani ber ábyrgð á útfærsl- unni. Hann er sannfærður um að aug- lýsingar framtíðinnar, og þá ekki bara frá Benettonfyrirtækinu, muni tengjast enn meir ýmsum þjóðfélagslegum málefnum. Keyptu fyrstu prjónavélina fyrir26árum Benetton hefur ekki aöeins staðið fyrir nýjum straumum í auglýs- ingagerð og markaðsmálum heldur einnig í sölu á peysum, í allavega skærum litum. Luciano, tveir bræður hans og systir stofnuðu fyrirtækið fyrir 26 áram. Á leið úr vinnu eitt kvöld spurði Luciano systur sína Giuli- önu hvort þau ættu ekki að stofna eigið fyrirtæki. Giuliana, sem þá var 18 ára, vann í pijónaverk- smiðju og Luciano starfaði í fata- verslun. Þau fengu lánaða peninga hjá vinum og vandamönnum og keyptu fyrstu pijónavélina sína. Giuliana sat við véhna langt fram á nætur og Luciano seldi peysurn- ar. Enn er það Luciano sem sér um markaðsmálin. Giuliana hefur yf- iramsjón með hönnun og bræður hennar og Lucianos, Gilberto og Carlo, sjá um íjármál og tæknilegar nýjungar. Benettonsystkinin hafa keypt fyrirtækin Prince, sem framleiðir tennisspaða, Nordica, sem fram- leiðir skíðaskó, og Rollerblade sem framleiðir línuskauta. Luciano sér ekkert því til fyrirstöðu að þau færi út kvíamar enn meir. „Eina hættan er að maður slaki á í þeirri trú að maður hafi náð toppnum," segir hann. „í rauninni era alltaf nokkrir metrar framundan."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.