Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VERKFALL Í SKÓLUNUM Grunnskólakennurum og viðsemj- endum þeirra tókst ekki að semja á fundi sínum í gærkvöldi, og eru grunnskólakennarar því komnir í verkfall. Um 45 þúsund grunn- skólabörn verða því heima í dag, en verkfallið nær til um 4.300 grunn- skólakennara. Kennt verður í einka- skólum í Reykjavík, en flestir þeirra eru með sérsamninga við sína kenn- ara. FH meistarar í knattspyrnu FH-ingar tryggðu sér Íslands- meistaratitilinn í gær í fyrsta skipti í sögu félagsins þegar þeir lögðu KA að velli, 2:1, á Akureyri. Emil Hall- freðsson og Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son skoruðu mörkin fyrir FH en Hreinn Hringsson setti mark KA sem er fallið í 1. deild ásamt Víkingi. ÍBV varð í öðru sæti með 31 stig og ÍA í þriðja með jafnmörg stig. Jaðarflokkar bæta við sig Jaðarflokkar bættu verulega við sig fylgi í kosningum sem fóru fram í tveimur sambandslöndum Þýska- lands í gær, Brandenburg og Sax- landi, en bæði eru þau í austurhluta landsins. Nýnasistar fengu 9,6% fylgi í Saxlandi og sósíalistar, arftak- ar Kommúnistaflokksins sem fór með völd í Austur-Þýskalandi í 40 ár, fengu 28% þar og um 23% í Brandenburg. Stóru stjórn- málaflokkarnir tveir, jafnaðarmenn og kristilegir demókratar, töpuðu báðir fylgi. Úrslitin eru m.a. rakin til þeirrar óánægju sem gætir í austur- hluta Þýskalands með afrakstur sameiningar landsins fyrir 14 árum. 40 af 140 vísað frá námi Fjörutíu umsækjendur af þeim 140 sem sóttu um inngöngu í nám og starfsendurhæfingu fyrir geðsjúka í haust á vegum Fjölmenntar og Geð- hjálpar fá ekki inni vegna fjárskorts. Aðsókn í námið hefur aukist jafnt og þétt frá því kennsla hófst í húsnæði Geðhjálpar við Túngötu á vorönn 2003 og er þetta í fyrsta sinn sem vísa verður fólki frá. Valdaskiptum lokið í Kína Hu Jintao, forseti Kína, tók í gær við formennsku í hermálaráði kín- verska Kommúnistaflokksins af Jiang Zemin, fyrrverandi forseta landsins. Þar með er lokið valda- skiptum sem segja má að hafi hafist í nóvember 2002 þegar Hu var gerður að formanni Kommúnistaflokksins. Hu trónir nú einn á toppi valdapíra- mídans í Kína, rétt eins og Jiang gerði allt frá árinu 1989 þegar Deng Xiaoping settist í helgan stein. Ekki er þó talið útilokað að Jiang muni hafa einhver áhrif á bakvið tjöldin. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 18/19 Viðskipti 10 Dagbók 22/24 Minn staður 11 Víkverji 22 Erlent 12 Leikhús 25 Daglegt líf 13 Menning 25/29 Umræðan 14/15 Bíó 26/29 Bréf 14 Ljósvakar 30 Afmæli 15 Veður 31 Forystugrein 16 Staksteinar 31 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl Leifur telur að tjónið í brunanum hafi numið um 200–300 milljónum. Hann segir að húsið, sem var um 2000 m², hafi verið „þokkalega“ tryggt en bæturnar dugi þó varla fyrir tjóninu. „Það er aldr- ei nógu vel tryggt. Það á ekki að brenna hjá manni. Þá gerði maður ekki annað en að tryggja, LEIFUR Halldórsson, sem á og rekur Klumbu ehf. ásamt fjölskyldu sinni, segir að starfsfólk fyr- irtækisins verði aðstoðað við að finna vinnu en ef það takist ekki verði það áfram á launaskrá fyr- irtækisins. Unnið sé að því að endurreisa starf- semi Klumbu í Ólafsvík. Fiskvinnsluhús fyrirtækisins brann til kaldra kola aðfaranótt laugardags. Leifur segir alveg ljóst að fyrirtækið taki aftur til starfa í Ólafsvík. Enn sé þó ekki búið að ákveða með hvaða hætti það verði gert en þegar ákvörðun liggi fyrir þurfi framkvæmdir ekki að taka nema nokkra mánuði. Aðspurður segir hann ekki mögulegt að koma upp e.k. bráðabirgðaaðstöðu, of dýrt sé að koma fyrir búnaði í húsum sem svo þurfi að fjarlægja. Hjá fyrirtækinu unnu 27 manns og er fyr- irtækið með stærri vinnustöðum í Ólafsvík. Leifur segir að reynt verði að útvega fólkinu störf hjá öðrum fyrirtækjum á svæðunum. Þeir sem ekki fái vinnu verði áfram á launaskrá Klumbu. „Við munum sjá um fólkið,“ segir hann. það kostar sitt,“ segir hann. Rætt hafi verið við fulltrúa tryggingafélagsins, Sjóvá-Almennar hf. Fundað verður með starfsfólki Klumbu í dag og því skýrt frá stöðunni hjá fyrirtækinu. Byrjað er á því að hreinsa þann hluta brunarústanna þar sem víst er talið að eldurinn kviknaði ekki. Rannsókn- arlögreglumenn frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík hófu rannsókn á upptökum brunans á laugardag og von er á sérfræðingum í rafmagns- málum á morgun. Tímabundið áfall Klumba var einn af fjórum stærstu vinnustöð- um í Ólafsvík en tvær aðrar fiskverkanir eru með fleira starfsfólk. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir að verði áform eigenda fyr- irtæksins að veruleika sé aðeins um tímabundið áfall að ræða. Í Ólafsvík búa um 1.050 manns og því munar talsvert um störfin í Klumbu. Kristinn segir að bæjarfélagið muni fylgjast vel með mál- inu og veita þá aðstoð sem mögulegt er. Stefna ótrauðir að uppbyggingu Klumbu í Ólafsvík „Við munum sjá um fólkið“ Morgunblaðið/Alfons Leifur Halldórsson í Klumbu. HÓTEL Skaftafell í Freysnesi hef- ur verið opnað á nýjan leik eftir að gríðarlegar skemmdir urðu á því í ofsaveðri aðfaranótt sl. fimmtu- dags. Búið er að setja nýtt þak í stað þess sem fauk af vestustu álmu hótelsins og verður álman væntanlega tekin í notkun á mið- vikudag. Jón Benediktsson, annar eigandi hótelsins, sagði að maður hafi gengið undir manns hönd við að bjarga verðmætum og síðan end- urreisa það sem vindurinn feykti í burtu eða skemmdi. Um 8–10 manns hafi unnið að viðgerðum um helgina. Efnið var pantað á föstu- dag og á laugardag voru þaksperr- urnar reistar. Þakjárnið átti að setja á í dag. Á miðvikudag verður hægt að taka flest herbergi hótels- ins í notkun. Um 50 rúður brotnuðu í illviðr- inu en ekki verður hægt að ljúka við að glerja fyrr en í lok vikunnar. Austasta álma hótelsins færðist til í heilu lagi um hátt í einn og hálfan metra. Jón segir að ekki verði gert við álmuna í bráð en það komi þó ekki mjög mikið að sök. Í álmunni hafi starfsmenn hótelsins gist auk þess sem þar var leigt út svefnpokapláss. Þá verði gert við aðrar skemmd- ir á hótelinu eftir því sem efni og aðstæður gefa tilefni til. Jón segir að hótelið hafi verið vel tryggt, með fok-, innbús- og rekstrartryggingu, og ætti að fá nánast allt tjónið bætt. Búið að opna í Freysnesi RIMASKÓLI og Laugalækjarskóli urðu í fyrsta og öðru sæti á Norð- urlandamóti barnaskólasveita í skák, sem haldið var í Laugalækj- arskóla í Reykjavík um helgina. Rimaskóli sigraði sveit Finna í loka- umferðinni, og Laugalækjarskóli lagði Svía. Lið Rimaskóla lauk keppni með 15 og hálfan vinning, Laugalækj- arskóli hlaut 15 vinninga, og lið Sví- þjóðar frá Malarhöjdenskóla lenti í þriðja sæti með 12 vinninga. Þar með lauk fjögurra ára sigurgöngu sænska liðsins í keppninni og bik- arinn endaði í höndum Rimaskóla. Hjörvar Steinn Grétarsson, 11 ára skákmaður úr Rimaskóla, tefldi á fyrsta borði fyrir lið sitt og var að vonum í skýjunum með árangurinn. Hann segir að mótið hafi verið mjög sterkt, enda keppa lands- meistarar allra Norðurlandanna í 1. til 7. bekk. Hjörvar er enginn nýgræðingur í skák, enda byrjaði hann að læra mannganginn fimm ára gamall. „Ég byrjaði ekki í fótbolta af því að mér fannst þetta miklu skemmti- legra, þó að fótbolti sé nú líka skemmtilegur. Þetta var samt draumurinn, að verða góður í skák, svo ég hélt áfram,“ segir Hjörvar, áður en félagarnir í skáksveit Rimaskóla draga hann í fleiri myndatökur. Morgunblaðið/Þorkell Lið Rimaskóla var að sjálfsögðu í skýjunum yfir árangrinum. Frá vinstri: Hjörvar Steinn Grétarsson, Ingvar Ás- björnsson, Sverrir Ásbjörnsson, Hörður Aron Hauksson og Júlía Rós Hafþórsdóttir. Íslenskir skólar í 1. og 2. sæti Norðurlandamót barnaskólasveita í skák HALLUR Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir ekki ljóst að svo stöddu hvernig framkvæmd greiðslumats verður háttað eftir ára- mót en stjórn sjóðsins sagði í síðustu viku upp samningi við banka og sparisjóði sem hafa séð um greiðslu- mat fyrir almenning. Sjóðurinn hafi þrjá mánuði til þess að ganga frá því. „Við höfum möguleika á að gera þetta sjálfir og höfum möguleika á að semja við aðra aðila á markaði. Við erum bara að skoða alla möguleika.“ Að sögn Halls hafa bankarnir séð um að rukka viðskiptavini fyrir þjón- ustuna og hefur enginn kostnaður fallið á Íbúðalánasjóð vegna greiðslumatsins. Gjörbreytt staða Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í síðustu viku að ástæða þess að samningnum hafi verið sagt upp sé gjörbreytt staða á íbúðalánamarkaði, með tilkomu íbúðalána bankanna. Ástæða hafi þótt til að fara yfir þessi mál á ný. Bankarnir bjóða núna íbúðalán á 4,2% vöxtum til allt að 40 ára. „Höfum möguleika á að semja við aðra aðila“ Óvíst um framkvæmd greiðslumats hjá Íbúða- lánasjóði eftir áramót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.