Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 9 Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Flauelsdragtir Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Haustlínan frá komin St. 42-60 NP pelsar - stuttir og síðir leðurjakkar - kápur mokkajakkar - kápur leðurpils 100% Cashmere fatnaður Opnunartilboð Pelsfóðursjakkar og -kápur með 50% afslætti Opnum eftir sumarlokun Full búð af nýjum vörum Mörkinni 6, sími 588 5518. Vattúlpur, dúnúlpur, ullarúlpur og dúnkápur Hattar, húfur og kanínuskinn Opið virka daga frá kl. 10-18 Opið laugardaga frá kl. 10-16 Nýjar vörur Verð kr. 8.900 Námskeiðin eru að hefjast Upplýsingar í síma 845 7835 Guðlaug, Ragnar og Páll Bókband Hallveigarstíg 1, s. 588 4848 Jakkar, buxur, peysur og bolir í miklu úrvali Einnig rúskinnsjakkar og kuldastígvél Sjón er sögu ríkari MEÐ vistakstri má með góðu móti draga úr eldsneytisnotkun öku- tækja um 15–20% og munar víst um minna á tímum síhækkandi elds- neytisverðs. Ökukennarafélag Íslands í sam- vinnu við Hópbíla stóð fyrir sýni- kennslu í vistakstri. Með tölvu, sem tengd var við vél bílsins, var hægt að sýna eldsneytiseyðsluna. Gunn- laugur Norðquist Magneuson, bíl- stjóri hjá Hópbílum, segir lygilegt hversu mikið dró úr eyðslunni þeg- ar hann fór eftir tilmælum öku- kennarans Hrannar Bjargar Harð- ardóttur sem leiddi hann í allan sannleika um vistakstur. „Ef ein- hver hefði sagt mér þetta hefði ég haldið að hann væri að ljúga,“ sagði hann. Þá stuðlar vistaksturinn líka að umferðaröryggi því áhersla er lögð á að hafa gott bil milli bíla. Vistaksturinn var liður í sam- gönguvikunni. Morgunblaðið/Þorkell Bílstjórinn Gunnlaugur Norðquist Magneuson og ökukennarinn Hrönn Bjargar Harðardóttir. Lygilegur sparnaður með vistakstri NEMENDUR í Menntaskólanum við Sund hafa hafið undirskrifta- söfnun til að mótmæla nýlegri breytingu á gatnamótum Skeiðar- vogs og Gnoðarvogs, en skólinn stendur rétt við gatnamótin. Gunnar Örn Indriðason, nemandi í MS, segir að á gatnamótunum hafi áður verið hringtorg og umferðin gengið snurðulaust fyrir sig. Þegar nemendur komu í skólann aftur í haust var hringtorgið horfið og komin umferðarljós í staðinn. Gunn- ar segir að þar séu iðulega miklar umferðarteppur eftir að ljósin komu, og nemendur í MS séu ósáttir við að ekki hafi verið haft samráð við þá vegna þessara breytinga. Gunnar hefur skrifað borgaryfir- völdum bréf vegna málsins þar sem hann spyr um ástæður þess að farið var í framkvæmdina, kostnað við hana og hvers vegna ekki var haft samráð við nemendur MS. Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, segir að mikið hafi verið kvartað yfir hraðakstri í Skeiðar- vogi og því hafi sú tillaga komið fram að setja umferðarljós í stað hringtorgsins til að hægja á umferð- inni. Árni segir þetta hafa verið kynnt vel í hverfinu og nú sé búið að framkvæma þessar breytingar. „Það kemur mér auðvitað dálítið á óvart að síðan skuli koma upp radd- ir í hverfinu, því það hefur nú sjald- an verið viðhaft jafn mikið samráð og var með Skeiðarvoginn. Þannig að þetta er eitthvað sem ég verð að skoða með þeim,“ segir Árni. Hann segir að bent hafi verið á uppsöfnun á milli nýju ljósanna og Suðurlandsbrautar og það verði skoðað í framhaldinu hvort hún verði til vandræða. Það sé þá frekar auðvelt að greiða úr því, en það þurfi að koma í ljós hver þörfin er í vetur. Nemendur mótmæla brott- hvarfi hringtorgs JÓN Víðir Steindórs- son verkstjóri er lát- inn, 64 ára að aldri. Jón fæddist á Teigi á Seltjarnarnesi 15. júní 1940, en foreldr- ar hans voru hjónin Oddný Hjartardóttir húsfreyja og Stein- dór Kristinn Ingi- mundarson verk- stjóri. Jón Víðir ólst upp á Teigi á Seltjarnar- nesi en flutti til Hafnarfjarðar árið 1967 og bjó þar alla tíð síðan. Hann hóf ungur störf við fiskverkun og sjómennsku. Hann var lengi verkstjóri hjá Loftorku í Hafnarfirði. Hann starfaði hjá Garðabæ frá 1993, en síðustu árin vann hann við Hofsstaðaskóla og í haust hóf hann störf við nýju íþróttamiðstöðina í Garðabæ. Eftirlifandi eiginkona Jóns Víðis er Rannveig S. Guðmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn, en fyrir átti Jón Víðir eina dóttur. Útför Jóns Víðis verð- ur gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Vegna mistaka birtist auglýsing um jarðarförina ekki í sunnudagsblaðinu eins og ráð var fyrir gert. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Andlát JÓN VÍÐIR STEINDÓRSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.