Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 14
UMRÆÐAN 14 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ SVEITARSTJÓRNARMENN hafa lítið tjáð sig um yfirvofandi verkfall grunnskólakennara en loksins gerðist eitthvað. Grunn- skólakennarar hafa bent á það sl. 8 ár að það fjármagn sem sveitarfélögin fengu frá ríkinu er þau tóku að sér grunnskólana hafi verið allt of lítið og nú eru sveit- arstjórnarmenn farn- ir að viðurkenna það. Stefanía Traustadótt- ir, bæjarstjóri á Ólafsfirði, segir í við- tali við ,,Morgunvakt- ina“ 17.9. að mikið hafi bæst við í starfi grunnskólans og kröfurnar stöðugt aukist hvað varðar framboð og gæði án þess að nokkurt fjár- magn hafi fylgt frá ríkinu. Hún segir einnig að í raun hafi fjárframlög ríkisins í gegnum jöfnunarsjóð lækkað töluvert mikið þrátt fyrir að nem- endum hafi ekki fækkað og þarfir þeirra enn þær sömu. En það er ekki bara Stefanía sem staðfestir það sem grunnskóla- kennarar hafa verið að segja sl. 8 ár heldur tjáði Stefán Jón Hafstein sig loksins um kjaradeiluna. Hann eins og Stefanía heldur því fram að ríkið svelti sveitarfélögin og þess vegna hafi þau ekki fjármagn til að greiða kennurum það sem þeim ber. Hann segir einnig að sveit- arfélögin hafi tekið við grunnskól- anum í mikilli fjárhagskreppu og sveitarfélögin hafi þess vegna þurft að leggja töluvert fé til grunnskólans til að forðast neyðar- ástand. Nú er ekki til meira fjár- magn til að greiða grunn- skólakennurum mannsæmandi laun vegna þess hve lítið meðlag sveitarfélögin fengu með grunn- skólanum við yfirfærsluna frá ríki til sveitarfélaganna. Grunnskóla- kennarar áttu lítinn sem engan þátt í að meta kostnaðinn við yf- irfærsluna frá ríki til sveitarfélaga og bera því ekki ábyrgð á þeirri fjárhagskreppu sem sum sveit- arfélög segjast vera í. Grunnskóla- kennarar eiga ekki að gjalda fyrir vitlausa útreikninga og manndóms- leysi sveitarstjórnarmanna með lágum launum. Úr orðum Stefáns Jóns í ,,Ísland í dag“ sl. föstudag mátti lesa að grunnskólakenn- arar væru ekki of- haldnir af launum sín- um og þyrftu jafnvel meiri hækkanir en aðr- ir án þess að hann rök- styddi það öðruvísi en að launin væru lág. Ég ætla að bæta úr því og rökstyðja kröfugerð grunnskólakennara. Grunnskólinn hefur lengst um 2 skólaár á síðustu 7–8 árum án þess að árleg vinnu- skylda grunnskóla- kennara hafi aukist en hún er enn 1.800 stundir eins og hjá flestum öðrum. Þess- ari miklu viðbót hefur hreinlega verið troðið inn á grunnskólakenn- ara m.a. með styttri undirbúningstíma fyrir kennslu. Mennta- málaráðherra Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir stað- festi þessa viðbót í fjölmiðlum fyrir skömmu. Sú aukna vinna sem þessi lenging kallar á hefur ekki skilað grunnskólakennurum nokkrum launahækkunum. Enda grunn- skólakennarar með tæplega 20% lægri laun en meðallaun innan BHM þrátt fyrir að hafa bætt á sig þessum 2 skólaárum frá því að sveitarfélögin tóku við grunnskól- anum. Ef þetta réttlætir ekki ,,sér- meðferð“ grunnskólakennara þá má einnig benda á að sveigjanleiki starfsins hefur algerlega horfið og margháttuð réttindi s.s. undirbún- ingur fyrir kennslu, sjálfstæði kennara til endurmenntunar, kennsluafsláttur o.fl. hafa verið skert. Af þessu sést að mikið hefur bæst við starf grunnskólakennara og hvorki þeir né sveitarfélögin hafa fengið fyrir það greiðslur. Aðrir launþegar myndu ekki kalla það launahækkanir að fá greitt fyr- ir eitthvað sem þeir ,,eiga inni“ en það er einmitt það sem grunn- skólakennarar fara fram á í yf- irstandandi kjaraviðræðum. Loksins, loksins! Jón Pétur Zimsen fjallar um grunnskóladeiluna Jón Pétur Zimsen ’Úr orðumStefáns Jóns í ,,Ísland í dag“ sl. föstudag mátti lesa að grunnskóla- kennarar væru ekki ofhaldnir af launum sínum.‘ Höfundur er grunnskólakennari. ÉG Á yndislegan strák, 9 ára. Hann er mjög vel gefinn. Hann teiknar bet- ur en margir aðrir. Hann er snill- ingur að búa til heilu borgirnar og hús úr Lego. Hann getur smíðað flug- vél í réttum hlutföllum án þess að hafa teikningu. Hann spilar mög vel á gítar. Hann kann vel að nota verkfæri og er snillingur í að laga hluti. Hann er fljótur að sjá hvernig vélar virka. Hann er með mjög góða þrívídd- arskynjun. En hann á erfitt með lestur. Hann ruglast oft á stöfum og er lengi að lesa. Þess vegna gengur honum ekki eins vel og flestum hinum krökkunum í móðurmáli, stærðfræði og lestri. Hann missir oft einbeitinguna, því þetta er erfitt. Hann er í 4. bekk. Nú er hann að fara í fyrsta sinn í samræmd próf. Þar þarf hann að taka próf í tvo klukkutíma í íslensku og stærðfræði. Ég hef áhyggjur. Þegar sonur minn fer að bera saman sínar einkunnir og annarra í bekknum, hvað hugsar hann þá? Hugsar hann kannski að hann sé ekki eins klár og hinir? Held- ur hann kannski að hann sé vitlaus? Hann er jafn klár og hin! En hann skynjar hlutina ekki eins og hin. Af hverju er ekki prófað í sköpun og list- um? Af hverju er ekki prófað í teikn- ingu, smíðum eða að setja saman vél- ar? Af hverju eru samræmd próf? Samræmd próf sýna ekki getu barnanna. Samræmd próf sýna bara eina hlið á kunnáttu og getu barna. Nú er verið að tala mikið um fjöl- greind. Af hverju er þetta ekki tekið til greina þegar verið er að meta kunnáttu og getu barnanna? Ég á þrjú börn í skóla, í 4. bekk, 6. bekk og 10. bekk. Hin eldri tvö hafa átt mjög auðvelt með að læra, hafa verið fljót að læra að lesa. Þess vegna hefur þeim gengið vel í samræmdu prófunum sem þau hafa tekið. En það er ekki þar með sagt að þau séu greindari eða klárari en litli bróðir. Ég veit að það eru margir snill- ingar þarna úti, sem eru í sömu spor- um og sonur minn. Þau eru mjög klár, en bara ekki í því sem prófað er í, t.d. í samræmdu prófunum. Þau eiga bara erfitt með að læra að lesa. Heilinn þeirra starfar aðeins öðruvísi. Þau skynja hlutina öðruvísi. Þau sjá betur það sem er í þrívídd en stafi á blaði. Mörg eru eða verða listamenn. Mörg þeirra munu ná langt í lífinu. Ef þau bara ná að horfa framhjá þessum stimpli sem samræmdu prófin setja á þau. Leyfum mismunandi hæfileikum barna okkar að njóta sín. Reynum ekki að troða þeim öllum í sama mót- ið. Þau eru mismunandi. Þess vegna eru þau svo frábær! GUÐRÚN ÁRNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, Uppsalavegi 29, 640 Húsavík. Samræmd próf! Frá Guðrúnu Árnýju Guðmundsdóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ FER í hönd evrópsk sam- gönguvika dagana 16.–22. sept- ember. Þar sem hún er kynnt á vef Reykjavík- urborgar stendur: „Greiðar götur!“ Þarna liggur meinið. Mér sem bifreiðareig- anda á höfuðborg- arsvæðinu er nú nóg boðið. Allt frá því að R- listinn tók við völdum í Reykjavík, hefur verið stöðnun í umferð- armálum borgarinnar. Yfirlýst stefna þeirra í umferðarmálum var að umferðarrýmd í Reykjavík yrði ekki aukin. Allt skyldi gera til þess að minnka um- ferð. Þrengja götur, setja fleiri þröskulda eins og hraðahindranir og þrengingar. Ekki byggja neitt til þess að bæta umferðarstreymið um borgina. Nei, heldur draga úr því. Sífellt er verið að spá í einhverja útópíu þar sem raflestir og almenningssamgöngur hvers konar myndu taka við öllum fólksflutningum og best væri að ganga og eiga engan bílinn, enda lýkur umferðarvikunni á hinum svokallaða „bíllausa degi“. Þetta er svo gjör- samlega úr takti við nútímann. Bifreiðaeign á höfuðborgarsvæðinu hefur stóraukist und- anfarin ár, eins og kemur fram í meðfylgj- andi línuriti sem unnið er samkvæmt heim- ildum frá Hagstofunni. Þarna sést hve mikil aukning hefur orðið á bifreiðum á höfuðborg- arsvæðinu. Það þýðir ekki að fara í heimsreisur og skoða lestarkerfi og lifa í þeim draumaheimi, að hægt sé að leysa umferðarvandann, sem skapast hefur, með því að einn góðan veðurdag komi að því að almenn- ingssamgöngur verði til þess að leysa af hólmi einkabílinn. Hann er þarfasti þjónninn. Hann er til staðar og honum fer fjölgandi, því hann er sá ferðamáti, sem fólk velur í dag. Það er eitt brýnasta verkefni borgaryfirvalda að sinna bættum samgöngum. Þeim ber skylda til þess! Það er alveg ótrúleg sóun á verð- mætum að vera sífellt að auka tím- ann sem það tekur að fara á milli borgarhluta með því að halda að sér höndum og gera ekki neitt. Að ég nú tali ekki um þau umferðarslys sem „ljósastýrðu“ gatnamótin skapa. Þau eru kapítuli út af fyrir sig. Formaður samgöngunefndar Reykjavík- urborgar lét hafa eftir sér að það þýddi lítið að setja upp mislæg gatnamót á Miklubraut og Kringlu- mýrarbraut af því að þá myndi vandamálið bara flytjast yfir á næstu gatnamót! Ef svona hefði ver- ið hugsað varðandi brúun ánna á hringveginum, þá væri ekki ein ein- asta brú komin, því það þyrfti þá að setja brú líka á næstu á! Auðvitað ættu Kringlumýrarbraut, Mikla- braut og Sæbraut að vera komnar með mislæg gatnamót á öllum meg- ingatnamótum. Ef byrjað hefði verið fyrir 10 árum eins og til stóð sam- kvæmt aðalskipulagi, þá værum við betur á vegi stödd í dag. Betra er þó seint en aldrei og mál komið að byrja á þessu verki og hugsa til framtíðar, en ekki koma með bráðabirgðaúr- bætur eins og fyrirhugaðar eru á gatnamót Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Bifreiðaeigendur eru langþreyttir á aðgerðarleysinu og það kemur að því að langlundargeð þeirra þrýtur. Evrópsk samgönguvika „Greiðar götur“ Geir Thorsteinsson fjallar um umferðarmálin á höfuðborgarsvæðinu ’Það er eitt brýnastaverkefni borgaryfir- valda að sinna bættum samgöngum. ‘ Geir Thorsteinsson Höfundur er með MBA-próf og er bif- reiðareigandi á höfuðborgarsvæðinu. FORMAÐUR stjórnar Rann- sóknasjóðs svarar grein minni frá 10. þ.m. með verulegu yf- irlæti í grein 13. þ.m. Ég ætla ekki að hefja stælur við hann í Morg- unblaðinu um þessi mál enda hæpið að það yrði áhugaverð lesning. Grein mín hefur þó orðið til þess að leið- beiningar með um- sóknareyðublöðum hvað varðar launalið eru nú mun skýrari en áður og nú er skilgreint hvað átt er við með fastur starfsmaður en það var vissulega afar óljóst áður og olli vandamálum og misskilningi hjá mörgum. Ég hef farið yfir leiðbein- ingarbæklinga um sjóði Rannsókn- arráðs fyrir styrkárið 2003 og leið- beiningar fyrir Rannsóknasjóð fyrir styrkárið 2004 og hvergi er minnst á að ekki megi styrkja fastráðna starfsmenn rannsóknastofnana í þeim. Á þeim kynningarfundum, sem haldnir hafa verið fyrir umsækj- endur undanfarin ár minnist ég þess ekki að þetta hafi komið til umræðu en hins vegar hefur verið skýrt frá því hvaða taxta leyfilegt hafi verið að nota við kostnaðaráætlanir. Nokkrar blikur eru nú á lofti varð- andi fjármögnun hag- nýtra rannsókna á Ís- landi eftir verulegan uppgang sl. 10 ár. Fjórða og fimmta rammaáætlun EB, þar sem sótt er um verkefni á grundvelli gæða og færni, skilaði Rb afar góðum árangri og er ásamt góðum árangri í umsóknum í innlenda sjóði ein helsta orsök þess að velta stofnunar- innar hefur aukist um 9% á ári að meðaltali allt þetta tímabil og rannsóknir eflst verulega. Í ljós hefur komið að 6. rammaáætlunin, sem er hálfnuð, er aftur á móti afar erfið og ef fer sem horfir verður 7. áætlunin ekki betri. Þannig hafa systurstofnanir Rb á Norðurlöndum ekki fengið neitt bita- stætt verkefni úr 6. áætluninni og Rb var að fá sitt fyrsta í þessum mánuði. Því er afar mikilvægt að möguleikar á fjármögnun hagnýtra rannsókna aukist frekar hér innanlands til mót- vægis. Þar er vissulega jákvætt að auka á framlög til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs en fjármagn til hagnýtra rannsókna minnkaði í raun með sameiningu Vísindasjóðs og Tæknisjóðs í Rannsóknasjóð. Varðandi byggingariðnaðinn er gam- an að geta sagt frá því að Rannsókn- arráðið í Noregi hefur tekið bygg- ingastarfsemi sem áherslusvið næstu 5 ár og veitir til rann- sóknaverkefna á því sviði um 300 míkr. Þar er einnig rætt um að eitt prómill af árlegri veltu í bygging- ariðnaði renni til rannsókna og þró- unar í greininni. Væri án efa hag- kvæmt fyrir okkur á Íslandi að auka rannsóknir í byggingariðnaði með svipuðum hætti. Breytt rannsóknaumhverfi Hákon Ólafsson fjallar um Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins ’Nokkrar blikur erunú á lofti varðandi fjármögnun hagnýtra rannsókna á Íslandi eftir verulegan uppgang sl. 10 ár. ‘ Hákon Ólafsson Höfundur er forstjóri Rb. FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.