Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 24
DAGBÓK 24 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag og á morgun verður þú sérlega bjartsýn/n varðandi starfið þitt. Þú sérð möguleika á að geta gert umbætur og orðið enn vinsælli. Jibbí! Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur háar hugmyndir um frí, leikhús, skemmtanageirann og barnafræðslu. Þú hefur líka ákveðið takmark í íþróttum. Treystu á eðlisávísunina. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Áform þín varðandi heimili, fjölskyldu og fasteignir eru víðtæk og einkennast af bjartsýni. Þú ert í miklu stuði! Þér tekst allt sem þú ætlar þér. Láttu þig dreyma stóra drauma. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert svo sannfærandi í dag að fólk treystir þér í einu og öllu. Þessi jákvæði ákafi gerir þér kleift að selja, markaðs- setja, hafa áhrif, kenna, skrifa og sann- færa alla sem þú hittir í dag. Heimurinn þarf að passa sig! Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Peningar eru völd. Og líka kraftur. Þú fylgir þessari meginreglu í dag. Þú kemst að því hverju þú getur áorkað með pen- inga á milli handanna – sérstaklega ef þú ert gjafmild/ur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér finnst þú meiri háttar í dag og á morgun. Það er vegna þess að Júpíter hinn heppni er samsíða sólinni. Það gefur þér ótrúlegan kraft og mikið sjálfstraust. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Af mörgum ólíkum ástæðum sérðu nú gildi þess að taka sér tíma til að horfa á grasið gróa og lykta af rósunum. Ys og þys lífsins gæti rænt þig því eina sem þú átt – hinni líðandi stund. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hópvinna er upplögð fyrir þig í dag. Þiggðu öll boð um hana. Farðu í klúbba, félög og samtök. Mættu á ráðstefnur. Segðu vinum þínum frá framtíðardraum- unum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fólk álítur þig mikla áhrifamanneskju í dag. Nú er tækifærið til að bera á borð stórar hugmyndir og byrja ný hættuspil. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Í dag finnst þér gaman að skipuleggja ferðalög. Samræður við aðra um heim- speki, trúarbrögð og stjórnmál æsa þig upp. Þú sérð svo marga möguleika í öllu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Dagurinn í dag og á morgun eru ein- staklega hagkvæmir þegar kemur að gjöfum, peningum, framlengdum lánum, minnkuðum skuldum, arfi, tækifærum og yfirburðum. Annað fólk getur hjálpað þér núna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ýmis sambönd munu breytast til batn- aðar í dag og á morgun. Þér finnst þú heppinn að eiga þitt fólk að – og það ertu. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eru stjórnendur. Þau geta haldið utan um og stjórnað hvaða uppákomu sem er. Þau skilja þarfir hóps og geta fengið fólk til að vinna saman. Þau geta lagað hluti og sambönd. Eiginlega eru þau ferlega klár og hagkvæm í hugsun. Þetta ár gæti orðið það mikilvægasta í lífi þeirra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Dans SÁÁ félagsstarf | Tveggja kvölda dans- námskeið verður haldið í húsi I.O.G.T. Stang- arhyl 4, mánudag og þriðjudag kl. 20, verð kr. 1500 bæði kvöldin. Félagsstarf Árskógar 4, | Bað kl. 8–12, handavinna kl. 9–12, smíðar kl. 13–16.30, handavinnustofa kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bridsdeild FEBK Gullsmára | Eldri borg- arar spila brids að Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffitár með ívafi kl. 13.30–15.30, línudans kl. 18–19, samkvæmisdans framhald, kl. 19–20 samkvæmisdans, byrjendur kl. 20–21. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvenna- leikfimi kl. 9.30, 10.20 og 11.15. Opið í Garða- bergi kl. 13–17, Ullarþæfing kl. 13. Paula Sejr Sörensen hefur opnað einkasýningu í mynd- list í Garðabergi. Opið alla virka daga nema þriðjudaga kl. 13–17. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, postulínsmálun, keramik, perlusaumur, kortagerð. kl. 10 fótaaðgerð og bænastund, kl. 12 hádegismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58, | Kl. 9 til 16 opin vinnu- stofa og frjáls spilamennska, kl. 9–11 jóga. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun þriðjudag 21. sept. Sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu | Brids í félagsheimilinu í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fóta- aðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 9.30–11.30 skrautskrift, kl. 11–12 leikfimi, kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13- 16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Þórðarsveigur 3 | Á mánudögum er spiluð félagsvist kl. 13.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | „Konur eru konum best- ar“. Samskipta- og sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur. Skráning í síma 462 7700 kl. 9– 12. Digraneskirkja | Haustferð aldraðra í Digra- neskirkju. Á morgun þriðjudag verður farið austur í Hreppa. Lagt verður af stað frá Digraneskirkju kl. 11. Fararstjóri Kristján Guðmundsson. Upplýsingar hjá Önnu Sig- urkarlsdóttur í síma 554 1475. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | kl. 19, hefst Alfanámskeið nr. 2 og unglinga Alfa. Skrán- ing er enn í gangi. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Þriðjudaginn 21. september kl. 19 hefst Alfanámskeið nr. 1. Skráning er enn í gangi. Allir velkomnir. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 fálmkenndur, 8 djörf, 9 trjátegund, 10 dvelst, 11 al, 13 í nánd við, 15 andinn, 18 hnífar, 21 sunda, 22 sæti, 23 trufl- ar, 24 heillaráðs. Lóðrétt | 2 möluðu korni, 3 slæpt eftir drykkju, 4 lömuð, 5 stoðir, 6 óns, 7 grasflötur, 12 komist, 14 heiðurs, 15 sæti, 16 ófagra, 17 ótuktarleg, 18 veður djúpan snjó, 19 missirinn, 20 draga úr. Lausn síðustu krossgátu Lárétt |1 fanga, 4 frost, 7 nefna, 8 ólmur, 9 rúm, 11 tóra, 13 þróa, 14 gáfur, 15 höfn, 17 ábót, 20 ára, 22 lýgur, 23 urtur, 24 syrgi, 25 afans. Lóðrétt | 1 fánýt, 2 nafar, 3 afar, 4 fróm, 5 ormur, 6 torga, 10 úlfur, 12 agn, 13 þrá, 15 hölds, 16 fagur, 18 batna, 19 tarfs, 20 Árni, 21 aula. HM í einmenningi. Norður ♠Á642 ♥Á532 N/AV ♦K83 ♣D6 Vestur Austur ♠G1083 ♠75 ♥4 ♥G87 ♦52 ♦ÁD96 ♣ÁK8754 ♣G1093 Suður ♠KD9 ♥KD1096 ♦G1074 ♣2 Dobl á geimsögn getur oft þjónað þeim tilgangi að létta vörnina. Kan- adamaðurinn Eric Kokish notaði dobl- ið í þeim tilgangi gegn fjórum hjörtum Bobby Wolffs: Vestur Norður Austur Suður Nyström Gawrys Kokish Wolff -- 1 tígull Pass 1 hjarta 2 lauf 2 hjörtu 3 hjörtu * 4 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass * Góð hækkun í laufi. Kokish er agaður spilari og laus við alla léttúð í sögnum, en hann átti ÁD í tígli á eftir opnaranum og það gat verið brýnt að beina makker á rétta braut í vörninni. Hann beit því á jaxlinn og doblaði fjögur hjörtu. Kannski myndi það kveikja á perunni hjá makker. Svíinn Frederik Nyström lagði niður laufásinn og Kokish lét gosann til að sýna fjórlit (samkvæmt varnarreglum mótsins). Nyström hugleiddi næsta leik. Í ódobluðu spili hefði hann vafalít- ið spilað hlutlaust laufkóng í öðrum slag (eins og flestir gerðu), en dobl makkers kallaði á meira afgerandi að- gerðir. Spaðinn gat varla skilað miklu (og gat auk þess beðið), svo Nyström skipti yfir í tígul. Bingó: Kokish tók á ÁD og gaf Nyström stungu. Einn niður og 24 stig af 24 mögulegum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is  1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rb5 d6 6. c4 Rf6 7. R1c3 a6 8. Ra3 b6 9. Be2 Bb7 10. Be3 Be7 11. 0–0 Re5 12. f3 0–0 13. Db3 Red7 14. Hfd1 Dc7 15. Hac1 Hac8 16. Kh1 Hfe8 17. Rab1 h5 18. a3 Db8 19. Bf2 h4 20. Bxh4 Rc5 21. Da2 Rfxe4 22. Rxe4 Rxe4 23. Bxe7 Rf2+ 24. Kg1 Rxd1 25. Bg5 d5 26. Bxd1 De5 27. Bd2 dxc4 28. Hxc4 Bd5 29. Hxc8 Hxc8 30. b3 Hc1 31. Rc3 Staðan kom upp á sterku skákmóti sem lauk fyrir skömmu á Indlandi. Liv- iu-Dieter Nisipeanu (2.686) hafði svart gegn Chandu Sandipan (2.555). 31. … Dd4+ 32. Kf1 Bxb3! 33. Dxb3 Dxd2 34. Dxb6 Hxc3 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Brúðkaup | Gefin voru saman 26. júní sl. í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sig- urjónssyni þau Kristín Ebba Stefáns- dóttir og Vignir Þór Traustason. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Skugginn/ Barbara Birgis Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni STÓRBROTIN verk hinna öldnu meistara á borð við 17. aldar listmál- arann Rembrandt hafa í árhundruð vakið spurningar meðal fólks um hvernig þeir hefðu eiginlega farið að því að skapa meistaraverk sín. Nú hefur prófessor í taugalíffræði við Harvard-háskóla, Margaret S. Liv- ingstone, lagt fram þá kenningu að hollenski listmálarinn hafi verið til- eygður í grein í The New England Journal of Medicine sem kom út á fimmtudag. Frá þessum niðurstöðum var greint í New York Times. Eftir nákvæma skoðun á 36 sjálfs- myndum eftir listmálarann fræga, telur Livingstone að margt bendi til að Rembrandt hafi verið tileygður og þess vegna ósjálfrátt ekki notað nema annað augað til margra hluta. Þannig gæti hann hafa átt auðveldara með að „fletja út“ myndir sem hann sá, og færa það sjónarhorn síðan beint yfir á tvívíðan strigann. Livingstone bendir á að það geti auðveldað fólki mjög að loka öðru auganu þegar byggja á þrívíða mynd upp á flatri mynd. „Myndlistarkenn- arar hvetja nemendur sína til að loka öðru auganu þegar þeir eru að læra að skissa,“ bendir hún á. Kannski þurfti Rembrandt ekki einu sinni að gera það. AP Er hægt að sjá hvort Rembrandt var tileygður á þessum sjálfsmyndum? Kunsthistorisches Museum, Vín Tileygður Rembrandt? SÆUNN Grímsdóttir opnaði á dögunum sýningu á vatnslitamyndum að Húna- braut 13 á Blönduósi. Húsnæðið er í eigu bróður hennar, Gísla Grímssonar, sem ný- verið opnaði þar bókhaldsþjónustufyr- irtæki en áður var þetta útibú Íslands- banka. Þetta er fyrsta málverkasýning Sæunnar en landslag er henni hugleikið eins og sjá má á myndinni úr Vatnsdalnum þar sem hún er fædd og uppalin. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Sýnir á Blönduósi Staður og stund http://www.mbl.is/sos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.