Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 34

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 34
Rætt viö Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK í Reykjavík er fólgin í boóskapnum sem félögin flytja Kjartan Jónsson hóf störf sem framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík sl. haust. Hann starfaói áóur um árabil hjá Sambandi ís- lenskra kristniboósfélaga, bæói í Kenýu og síóan hér á landi, þannig aó segja má aó hann sé aó færa sig á milli þessara systurhreyfinga. Bjarmi tók Kjartan tali af þessu tilefni. Viótal: GunnarJ. Gunnarsson Hvernig leggst það í þig að taka að þér starf framkvtsmdastjóra KFUM og KFUK í Reykjavík? — Agætlega. Eg er alinn upp í þessum félögum frá því ég var drengur og þau hafa verió mitt andlega heimili síðan. Eg hefverið í öllum deildum KFUM, dvalið og starfað í Vatnaskógi og stundaó mitt félagslíf fyrst og fremst innan þeirra. Margir af mínum bestu vinum eru þar. Þegar ég var kristniboði í Afríku leit ég á félögin sem minn aóalsendisöfnuð. Það er því Ijóst að þau eru mjög stór hluti af sjálfum mér. Eg tel mig þekkja félögin, sögu þeirra og hefð, mjög vel. Starfsemi KFUM og KFUK er víðfeðm og ótrúlega margir leggja hönd á plóginn. Hópurinn sem tengist þeim er langt frá því einsleit- ur. Þaó er áskorun að reyna að tengja fé- lagsmenn og hinar ýmsu greinar starfsins betur saman með það tvíþætta markmið að styrkja trú félagsmanna á frelsarann Jesú Krist og auka löngunina til aó standa saman að útbreiðslu trúarinnar á hann í gegnum hinar mörgu starfsgrein- ar félaganna. Reiknarðu með að þetta verði frábrugðið starfi þínu fyrir Kristniboðssambandið? — Ég tel að margt sé líkt með starfinu í KFUM og KFUK og SIK. Við erum með útgáfustarfsemi, samkomustarf og fleira í þeim dúr. Samstarfsfólkið er margt það sama. Von mín er sú að ég geti notað tíma minn og krafta sem mest í að byggja félögin upp sem kristileg félög og þurfi ekki að fylla hendur mínar af mál- um varðandi fjármál og eignaumsýslu þó að slíkt verði ekki með öllu umflúió. Tíminn verður svo að leiða í Ijós hvort þetta tekst. Þau lögmál safnaðarupp- byggingar sem ég og samstarfsfólk mitt lögðum til grundvallar í kristniboósstarfi okkar í Kenýu eru í grundvallaratriðum þau sömu hér á landi. A hvað villt þú leggja áherslu í starfi KFUM og KFUK? - Félagsfólk KFUM og KFUK hefur jafnan verið brautryðjendur í kristilegu starfi á meðal barna og unglinga hér á landi. Félögin hafa uppfyllt óuppfylltar þarfir í þjóófélaginu. Þau hafa náð mjög góðum árangri í þessu starfi. Sumar- búðastarf þeirra er á heimsmælikvarða. Barna- og unglingastarfið var blómlegra fyrr á árum en nú er, en segja má að búið sé að flytja þaó aó nokkru leyti út því aó þjóðkirkjan rekur nú blómlegt barnastarf, oft mannað starfsfólki úr fé- lögunum sem hefur fengið sína starfs- þjálfun þar. Lítið kristilegt starf er fyrir unglinga og ungt fólk á aldrinum 15-35 ára. Ég tel aó leggja beri mjög aukna á- herslu á starf á þeim vettvangi á kom- andi árum. KFUM og KFUK í sumum ná- grannalönudum okkar, t.d. Þýskalandi, eru fýrst og fremst ungmennafélög. Hér vildi ég að aðaláherslan lægi, en áfram væri starf fýrir fólk á öllum aldursskeið- um, frá barnsaldri fram á eftirlaunaald- ur, eins og verið hefur. Það er Ijóst að nýjir tímar krefjast þess að við skoðum starfsaðferðir okkar og séum opin fyrir nýjum. Fagnaðarerindið er eilíft, því má aldrei breyta, en umgjörðin, starfsaó- ferðirnar, eru um margt tímanlegar og því verður að aðlaga þær samtíðinni hverju sinni. Friðrik Friðriksson skildi þetta og var óhræddur við að nota þær starfsaðferðir sem hann taldi aó gætu orðið fagnaóarerindinu til framdráttar. Við getum enn lært mikió af honum. Það er mjög brýnt að unnin verði stefnumót- 34

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.