Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 40
Helgarblað 9.–12. desember 201636 Menning Þ að er óhjákvæmilegt að bera aðra skáldsögu Orra Harðar­ sonar, Endurfundi, saman við þá fyrstu, Stundarfró, sem kom út fyrir aðeins tveimur árum. Það er svo margt líkt með bókunum hvað varðar meginvið­ fangsefni og þær gerast á sama tímabilinu, lýsa tíðaranda á Íslandi fyrir um aldarfjórðungi. Að­ alpersónur beggja bóka, Arinbjörn í Stundarfró og Ágúst í Endurfund­ um, eru báðir æsku­ menn hinna brostnu vona. En þeir eru um leið andstæður. Arin­ björn er álitinn vera efni í stórskáld, hvort sem hann er það eða ekki, en hann sóar hæfileikum sín­ um í drykkjuskap. Hann er glæsilegt kvennagull, flugmælskur og hroka­ fullur. Ágúst er hins vegar andhetja. Það að hann skuli hafa haldið í kvik­ myndanám er dæmigert fyrir hugs­ unarhátt hans kynslóðar: hæfileika­ laus maður fer í kvikmyndanám sem hann ræður ekkert við en telur sig eiga erindi í eingöngu af því hann hefur mikinn áhuga á kvikmyndum og hefur hangið mikið á vídeóleig­ unum í bænum. Fólk af hans kyn­ slóð ætlaði allt að meika það og í öðru hverju húsi leyndust stórkost­ legir listamenn. Ágúst er ekki drykkfelldur einsog Arinbjörn heldur átvagl sem er meira en 20 kílóum yfir kjörþyngd þrátt fyr­ ir ungan aldur. Hann er innhverft ungmenni með lítið sjálfstraust, dáð­ laus og lokaður. Hann er sumpart meira ögrandi og áhugaverðara ver­ kefni í persónusköpun fyrir rithöf­ und en Arinbjörn, hvers glæsileiki var efniviður í heillandi andrúmsloft sögunnar. Það er meira krefjandi að gera meðalmennskuna áhugaverða. Það tekst ekki fylli­ lega í Endurfundum og sagan hefði þurft á því að halda að þeir möguleikar sem til staðar eru til að skapa meiri fléttu í plottinu hefðu verið nýttir. Ágúst Bergsson kemur til heima­ bæjarins Akraness með skottið á milli lappanna eftir að hafa flosnað upp úr námi í kvikmyndagerð í Bandaríkj­ unum og misst frá sér unnustuna í faðm konu. Lesendur kynnast fjöl­ skyldu Ágústs (hann flytur aftur inn á foreldra sína) og fjölmörgum skrýtn­ um karakterum í bænum. Á þeim tíma sem sagan gerist gerir Ágúst enga tilraun til að endurnýja metnað sinn heldur fer að stunda láglauna­ störf í heimabænum. Mesta eftir­ væntingu lesandans vekja ástamál Ágústs en nokkur framvinda með til­ heyrandi óvissu verður í þeim. Framan af sögunni eru gefin fyrir­ heit um áhugaverðar flækjur sem síð­ an verður ekkert úr. Í fyrsta lagi rík­ ir mikil spenna milli foreldra Ágústs og lesandinn fær á tilfinninguna að þarna leynist eitthvert leyndarmál. En engar skýringar á þessu verða í sögunni nema hvað faðir Ágústs sýnir tengdadóttur sinni fullmikla vinsemd og athygli án þess að nokk­ uð ósæmilegt virðist þar vera á seyði. Systir Ágústs hefur óbeit á bróður þeirra og þau talast ekki við. Á þessu fæst aldrei nein skýring í sögunni og er það vægast sagt sérkennilegt. Enn fremur laðast Ágúst mjög að gullfal­ legri mágkonu sinni og henni virðist líka afar vel við hann. Sú spenna fjar­ ar hins vegar út og ekkert verður úr ósiðlegum samdrætti. Saga sem um tíma lætur eins og hún ætli að verða mjög dramatísk verður þannig í heildina fremur tíðindalítil. Allt það dramatíska er þegar búið að gerast: Það er búið að svíkja Ágúst í ástum, hann er búinn að gefast upp á náminu, hann er kominn heim og alla söguna er hann að sleikja sárin og rifja upp fortíðina fremur en að lenda í nýjum hrakn­ ingum. Það er ekkert að því að skrifa tíðindalitla skáldsögu en stíllinn í Endurfundum ber ekki uppi tíð­ indaleysið. Þó að Orri sé í sjálfu sér ágætur stílisti og fundvís á skemmti­ legt orðfæri þá skapar hann ekki í þessari sögu andrúmsloft sem les­ andinn vill gleyma sér í, heldur er maður frekar að bíða eftir að eitt­ hvað áhugavert gerist. Afar mikið púður fer í að lýsa sérkennilegum karakterum á Akranesi, sem vafa­ lítið eru í bland uppdiktun og afurð lifandi fyrirmynda. Lýsingarnar eru vel gerðar en sagan er ofhlaðin af þeim og í stað þess að þær dragi les­ andann inn á sögusviðið fer honum að líða eins og utanbæjarmanni í fé­ lagsskap heimamanna að skiptast á sögum sem koma honum ekki við. Það er eitthvert ójafnvægi í upp­ byggingu Endurfunda sem truflar lestrarupplifunina. Stundarfró var glimrandi góð skáldsaga, hlaðin heillandi andrúmslofti, vel fléttuð, viðburðarík og spennandi. Í Endur­ fundum er of mikið efni og of lítil söguframvinda. Of mikið af litlum frásögnum, of mikið af aukapersón­ um á aðeins 230 blaðsíðum. Þegar komið er fram yfir miðja sögu er enn verið að kynna til leiks skrýtna aukakaraktera úr bæjarlífinu á Akra­ nesi, þegar fyrir löngu á að vera búið að draga upp mynd af sögusviðinu fyrir lesandanum. Orri Harðarson er hæfileika­ ríkur höfundur og Endurfundir er ekki slæm skáldsaga. Hún stendur hins vegar ekki undir þeim vænting­ um sem Stundarfró vakti og stendur henni langt að baki. Kannski eru þessar bækur of lík verkefni með of stuttu millibili. n Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Endurfundir Höfundur: Orri Harðarson Útgefandi: Sögur útgáfa 231 bls. „ Í Endurfundum er of mikið efni og of lítil söguframvinda. Of margir þræðir, of lítil úrvinnsla Orri Harðarson S agan Bangsi litli í sumar­ sól fjallar í stuttu máli um Bangsapabba og Bangsa litla sem verða fyrir því óláni að leggjast í vetrardvala uppi á þaki óperu húss. Erillinn í og við bygginguna vekur þá um hávetur og í framhaldinu villast þeir í leikfanga­ búð. Þar verður Bangsapabbi við­ skila við Bangsa litla og í fram­ haldinu upphefst mikið ævintýri. Það sem er sérstakt við söguna og skapar henni sérstöðu í samanburði við aðr­ ar barnabækur eru myndirnar. Þær standa einar og sér og þekja stærstan hluta sögunnar. Hvert einasta smá­ atriði er úthugsað og börnin hafa einstaklega gaman af því að finna bangsana tvo á hverri opnu sem leiðir lesandann áfram úr snjó og slabbi um borð í skemmtiferðaskip og inn í frum­ skóginn svo eitthvað sé nefnt. Höfundur bókarinnar, Benjamin Chaud, er einn ástsælasti teiknari og barnabókahöfundur Frakka. Saga hans um Bangsa litla er grípandi, yfir gripsmikil og teikningarnar setja algjörlega punktinn yfir i­ið. n G læpasagnahöfundurinn Stefán Máni brá sér sannar­ lega í splunkunýtt hlutverk þegar hann skrifaði söguna Daprasta litla stúlka í öllu heimin­ um. Söguþráðurinn reynir töluvert á ímyndunaraflið og sýnir svart á hvítu að það er ekk­ ert alltaf auðvelt að vera barn þar sem fullorðnir ráða ríkj­ um. Aðalpersónan sem heitir Lovísa Perlufesti Blómas­ dóttir er daprasta prinsessa í öllum heiminum. Hún býr í kastala uppi á drungalegu fjalli í dimmu landi og er mjög einmana. Í raunveruleikanum á Lovísa sem er því miður ekki alvöru prinsessa, ósköp hefðbundið nafn, venjulega foreldra og lítinn ómögu­ legan bróður. Lovísa heitir í raun og veru Agnes og líkt og flest börn þá er hún uppátækjasöm og með hug­ myndaflugið í lagi hvort sem hún er döpur eða kát. Stefáni Mána tekst vel upp með söguna sem flétt­ ast skemmtilega saman. Það sem betra er er að því oftar sem bókin er lesin þá uppgötvar barnið, og legg­ ur meiri áherslu á, eitthvað nýtt í sögu­ þræðinum. Sem er mjög hressandi fyrir foreldri sem hefur lesið í gegnum haug af barnabók­ um sem virðast margar skrifaðar eftir sömu formúlunni. Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti bókina nokkuð vel. Myndirnar eru fallegar og drunga­ legar í bland þegar við á. Skemmti­ lega blanda sem allir krakkar hefðu gaman af að lesa eða hlusta á. n Skemmtileg blanda Grípandi bók Kristín Clausen kristin@dv.is Bækur Bangsi litli í sumarsól Höfundur: Benjamin Chaud Þýðandi: Guðrún Vilmundardóttir Útgefandi: Angústúra 32 bls. Kristín Clausen kristin@dv.is Bækur Daprasta stúlkan í öllum heiminum Höfundar: Stefán Máni og Bergrún Íris Útgefandi: Sögur útgáfa 38. bls. Metsölulisti Eymundsson 1.–7. desember 2016 Íslenskar bækur 1 AflausnYrsa Sigurðardóttir 2 PetsamoArnaldur Indriðason 3 Stjörnuskoðun Sævar Helgi Bragason 4 Pabbi prófessor Gunnar Helgason 5 Vögguvísurnar okkarÝmsir 6 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson 7 HeiðaSteinunn Sigurðardóttir 8 Íslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir/ Linda Ólafsdóttir 9 ÖrAuður Ava Ólafsdóttir 10 Svartalogn Kristín Marja Baldursdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.