Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 13
Ásta Thoroddsen, lektor í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands og klínískur sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og Kristín Þórarinsdóttir, lektor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akur- eyri og verkefnastjóri í skráningu hjúkrunar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Samræmt fagmál í hjúkrun: notkun hjúkrunargreininga í klínísku starfi* Lykilhugtök: hjúkrunarskráning; hjúkrunargreiningar; flokkunarkerfi Útdráttur NANDA-hjúkrunargreiningar hafa verið þýddar á íslensku og nýleg tilmœli Landlœknisembœttisins um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga gera ráð fýrir notkun NANDA-hjúkrunar- greininga við skráningu hjúkrunarvandamála. Gerð var lýsandi, afturvirk rannsókn á hjúkrunargrein- ingum í hjúkrunarskrám 1103 sjúklinga á endurhœfingar- og taugalækningadeild og tveimur lyflœkningadeildum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort skráðar hefðu verið hjúkrunargreiningar fyrir sjúklinga, algengi þeirra almennt og i ákveðnum sjúklingahópum og hvort þœr vœru samkvæmt flokkunarkerji NANDA. Fyrir greiningu gagna þróaði aðalrannsakandi kvarða sem byggist á PES-viðmiðunum. Sjúkraskrár án hjúkrunar- greininga voru 40%. Alls var 2171 hjúkrunargreining í úrtak- inu. Hver hjúkrunargreining var flokkuð út frá heiti hennar, skráðum einkennum og orsakaþáttum. Nœrri 60% hjúkrunar- greininga voru samkvœmt flokkunarkerft NANDA. Alls komu 88 mismunandi tegundir hjúkrunargreininga jýrir í úrtakinu. Fimm algengustu hjúkrunargreiningarnar voru breyting á líðan, skert sjálfsbjargargeta, skert líkamleg hreyjigeta, and- leg vanlíðan og hœgðatregða. Stœrsti sjúklingahópur i úrtak- inu hafði sjúkdómsgreininguna „cerebrovascular accident Þrír jjórðu greininganna flokkuðust undir þrjá heilsufars- lykla: sjálfsbjörg, hreyjingu, virkni og þjálfun; vistmuni og skynjun; og næringu, efnaskipti og húð. Skráning líkamlegra hjúkrunarvandamála er því í miklum meirihluta. Rannsóknin bendir sterklega til þess að hjúkrunargrein- ingar auk sjúkdómsgreininga dragi upp mun heildstæðari og skýrari mynd af heilsufarslegu ástandi sjúklinga en sjúkdóms- greiningin ein. Unified nursing language: Utilization of nursing diagnoses in clinical practice Abstract NANDA nursing diagnoses have been translated into Icelandic and recent recommendation by the Directorate General in Health has suggested use of NANDA diagnoses for docu- mentation of patients’ problems. A retrospective chart review was conducted and 1103 nursing charts from patients on a neuro-rehabilitation unit, and two internal medicine units ana- lyzed. Charts without nursing diagnoses were 40%. The nursing diagnoses statements analysed were 2171. The purpose of the study was to explore if nursing diagnoses had been documented for admitted patients, prevalence in general and in certain patient groups and if they were according to the NANDA taxonomy. For the analysis of data the principal investigator developed a grading scale based on the PES criteria. Each nursing diagnosis was classified according to the label, signs and symptoms and etiology factors documented. Almost 60% of the nursing diagnoses were according to the NANDA taxonomy. Eighty-eight dijferent types of diagnoses were in the sample. The most prevalent nursing diagnoses were altered comfort, self care deficit, impaired physical mobility, emotional discomfort, and constipation. The largest patient group in the sample had been diagnosed with cerebrovascular accident. Three quarters Ásta Thoroddsen lauk meistaraprófi í hjúkrunarfræði ffá University of Rochester, Rochester, New York, árið 1989. Hún er lektor við hjúkrunar- fræðideild Háskóla lslands, starfar með þróunarhópi um skráningu hjúkrunar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og er ráðgjafi hjá eMR. astat@hi.is fpw' Kristín Þórarinsdóttir, lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1985 og meistaraprófi i hjúkrunarfræði frá Manchesterháskóla - Háskólanum á Akureyri 2002. Hún er lektor við Háskólann á Akureyri og verkefnastjóri í skráningu hjúkrunar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. kristin@unak.is * Ritrýnd grein Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 78. árg. 2002 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.