Morgunblaðið - 05.05.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1970, Blaðsíða 1
Miklum áfanga náð: Vígsla Búrfellsvirkjunar og álversins MIKLUM áfanga var náð á íslandi um helgina með vígslu hins nýja orkuvers við Búrfell og vígslu iðjuvers islenzka Álfélagsins í Straumsvik, fyrsta stór- iðjuvers á íslandi. Við Búrfell ræsti for- seti íslands, dr. Kristján Eldjárn, afl- vélar Búrfells í lok vígsluræðu sinnar á laugardag. En á sunnudag lagði dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra homsteininn að steypuskála álversins og Jóhann Hafstein, iðnaðarmátaráðherra flutti vígsluræðuna. Við báðar þessar vígslnathafnir var fjöldi virðulegra gesta, forseti íslands og forsetafrú, íslenzkir ráðherrar og frúr þeirra, fulltrúar erlendra ríkja á ts- landi, alþingismenn, borgarstjóri, for- ustumenn í orkumálum, stjóm álfélagsins og fjöldi erlendra gesta, m.a. viðskipta- málaráðherra Dana og fyrrum efna- hagsmálaráðherra Sviss, svo og fulltrú- ar lánastofnana og annarra, sem þátt hafa átt i þessum miklu framkvæmd- um. Vígsluathöfnin við Búrfell hófst kl. 1.30 e.h. á laugardag. Gestir voru um 600 talsins. Höfðu þeir ekið úr Reykja- vík um morguninn og snætt hádegis- verð í boði Landsvirkjunar í Ámesi, hinu nýja glæsilega félagsheimili Gnúp- verja. Þar bauð Steinþór Gestsson, al- þingismaður og bóndi á Hæli gesti vel- komna í Gnúpverjahrepp og lýstilands háttum. Og Eiríkur Briem, framkvæmda stjóri Landsvirkjunar lýsti framkvæmd um við Búrfell. Vígsluathöfnin sjálf fór fram í stöðv- arhúsinu við Búrfell. Þar fluttu ávörp Jóhannes Nordal, stjómarformaður Landsvirkjunar og fyrir hönd eigenda orkuversins, Jóhann Hafstein iðnaðar- málaráðherra og Geir Hallgrímsson, borg arstjóri, auk forseta Islands sem flutti vígsluræðuna. Eru allar ræðumar birt- ar hér í blaðinu. Að ræðum loknum lék Lúðrasveit Reykjavíkur þjóðsöng- inn. Og að svo búnu ræsti forseti afl- vélamar og þungur gnýr barst að eyr- um gesta, er vatn Þjórsár tók að snúa hverflum þessa mikla orkuvers. Þá skoðuðu gestir mannvirkin við Búr- fell og í Þjórsá undir leiðsögn Lands- virkjunarmanna. Og á heimleið var kom ið við í Félagsheimilinu Amesi, þar sem bomar voru fram veitingar. Aliðjuver Islenzka Álfélagsins var vígt við hátíðlega athöfn á sunnudag. Forsætisráðherra, dr. Bjarni Benedikts- son lagði hornstein að verksmiðjunni og iðnaðarráðherra Jóhann Hafstein lýsti álverið formlega tekið til starfa. Um 700 manns vom viðstaddir vígslu- athöfnina, sem fram fór í steypuskálan- um. Viðstödd vora forsetahjónin, herra Kristján Eldjám og frú Halldóra Ingólfs dóttir, ríkisstjóm og aðrir gestir, erlend ir og innlendir. Halldór H. Jónsson las upp texta bók- m fellsins, sem fór í hornsteininn og dr. Bjami Benediktsson lagði hann. Að þeirri athöfn lokinni söng Karlakórinn Fóstbræður lag undir stjóm Ragnars Björnssonar. Þvi næst flutti Jóhann Haf stein iðnaðarráðherra vígsluræðuna. Að henni lokinni vora flutt þrjú ávörp. Fyrstur talaði Jóhannes Nordal, formað- ur stjórnar Landsvirkjunar, þá Stefán Jónsson, forseti bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar og Emanuel R. Meyer, stjómar- formaður Alusuisse. Ræður og erindi þessara fjögurra síðastnefndu eru birt- ar í heild í Mbl. í dag. Ræðumenn kynnti Ragnar Halldórsson forstjóri tSALs. Fyrir og eftir athöfnina lék Lúðra- sveit Hafnarfjarðar undir stjórn Hans Ploders. Herra KRISTJAN ELDJARN: Þjóð- in hefur endurheimt Þjórsárdal. Orkuverið sögulega táknrænt Vígsludagur orbiuversins milkfla sem kenmt er við Búrfelil er söguleg stund, sem fer ekki fram hjá neinum. Sú sögulega stund hefir hins vegar liðið fram hjá í þögn, þegar íslendingur gerði sér í fyrsta sinn ljóst, að jökul- VÖtnin, siem frá örófi allda höfðu fallið lausbeizluð til sjávar, heft farir manna um landið, og vald- ið einu saman tjóni á lífi og eign um landsmanna, mundi mega hemja og temja til þjónustu við lífið, svo að ekkert annað afl í náttúrunnar ríki á landi voru kæmist þar í hálfkvist við. Frá þeirri stundu og til dags- ins í dag, þegar hugsýnin blas- ir við sem áþreifanleg stað- reynd, er ekki ýkja langt, ekki einu sinni á mælikvarða hinnar stuttu sögu mannabyggðar í þessu landi. Það minnir á, að ekki er alltaf allt sem sýnist um landsgæði og náttúruauðlegð. fs land er oft kallað snautt land af náttúrugæðum, en á þessari stundu veit þó enginn nema sitt- hvað sem enginn gefur gaum nú, verði til auðlegðar talið þeg- ar tímar líða. Það er rétt og sjálfsagt að halda fram þeirri stefnu, sem nú er hafin, að leita með vakandi athygli og nútíma- legum rannsóknum alílis þess, seim náttúra landsins kann að bera í skauti sínu og verða má til að efla hag þjóðarinnar með skyn- samlegri nýtingu. Um leið ber að glæða þá vitund, sem vöknuð er, að oss beri að fara vel með landið, græða gömul sár þesis og Herra Kristján Eldjám valda ekki nýjum í hugsunar- leysi. Allir ættu að geta verið sammála um að þetta tvennt verð ur að haldast í hendur, nýting náttúrugæðanna til þjónustu við landsfólkið, og tillitið til fegurð ar, hreinleika og fjölbreytni landsins. Ef árekstrar verða milli þessara tveggja sjónar- miða, og þeir munu alltaf verða, er engin leið önnur en að at- huga alla málavöxtu af sann- girni og víðsýni og taka síðan stefnu í samræmi við þá athug- un. Það er áhrifamikið og sögu- lega táknrænt, að þetta mikla orkuver skuli hafa risið einmitt hér í Þjórsárdal. Svo má að orði kveða, að á mörkunum milli byggðar og óbyggðar í þessu landi hafa lengi staðið átök milli lífs og dauða og ýmsum veitt betur í aldanna rás. Á hag stæðum skeiðum hefur byggðin sótt inn til landsins, en hörfað aftur undan, þegar harðnaði í áxi. Þetta hefu'r verið eins og víg lína, sem sveiflast fram og aftur eftir því hvor betur má hverju sinni. Af menjum þessara átaka, menjum náttúruafla og manna- vistar er hægt að ráða í mikla sögu af lífskjörum og lífsbar- áttu þjóðarinnar í landinu þess- ar ellefu aldir, sem hún hefur búið hér. Þegar öll dæmi eru dregin saman, kemur í ljós, að þjóðin hefur misst úr hendi sér nær þriðjung þess gróins lands, sem hún tók við í öndverðu. Hún hefur hörfað úr mörgu því vígi, sem eitt sinn dugði henni vel til sóknar og vamar í lífs- ins þágu. Eitt af þessum vígjum var Þjórsárdalur. Þegar menn komu fyrst til íslands og könnuðu landið, skyggnir á gæði þess undir bú, var þessi dalur grasi og skógi vaxinn og það miklu lengra inn til lands en þar sem nú stöndum vér. Þeir sem hing- að komu í landskönnún hafa horft yfir dalinn og sagt eitt- hvað álíkt því sem haft er eft- ir einum hinna fomu manna, sem hugðist festa bú í hinum nýja heimi fyrir vestan hafið: Hér er fagurt, og hér vildi ég bæ minn reisa. Og bæir risu upp hver á fæt- ur öðrum, við rætur fjalla, og urðu heil sveit. Einn þessara fornu bænda kom hingað þar þar sem vér erum í dag, og efndi til bæjargerðar þar sem kallað var að Sámsstöðum, ónafngreindur maður í sögunni, um h.ann vitum vér ekki annað en það, að hann var einn þeirra sem stofnuðu til mannlífs í þessu landi, reisti bæ sæmilegan og valdi honum fagran stað. Hér hefur verið mikið land og gott en landnámsmanninn hér undir Sámsstaðamúla hefur ekki grun að, hve skamma hríð sú dýrð skyldi standa. Hann vissi ekki að hann reisti bæ sinn á sjálfri víglínunni. Landið þoldi búsetuna illa. Ágangur mannsins og kvikfjár hans hefur eytt landkostum hraðar en náttúran ’’ megnaði að bæta jafnharðan hér uppi undir hálendi landsins. Og um það bil tveimur öldum eftir landnám hafa svo orðið snögg þáttaskil, þegar eldgos með miklu öskufalli dundi yfir byggðina, flæmdi bændur á brott og greiddi götuna fyrir uppblástur og sandfok. Auðnar- öflin hrifsuðu aftur til sín það land, sem um sinn hafði veitt nokkrum landsins börnum líf og skjól. Og langar aldir liðu. Skömmu fyrir síðastliðin aldamót kom skáld og fræðimaður hingað að Sámsstöðum til þess að rann- saka bæjarrústirnar, sem hér getur enn að líta við hliðina á orkuverinu nýja. Þessi maður sá hvernig hér hafði verið háttað húsum, hann fann eldstæðið lága, þar sem bóndinn og skyldulið hans hafði ornað sér i vetrarkulda og hann fann steinkoluna, sem lýst hafði heimamönnum í vetrarmyrkri. Og allt umhverfis sá hann hvít- an eyðisandinn þar sem eitt sinn hafði verið gróið tún. Og hann hugsaði sitt um örlög landsins og þjóðarinnar. Annað skáld >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.