Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
Fimmtudagur
skoðun 16
20. janúar 2011 FIMMTUDAGUR
1
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
Lára Stefánsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Íslands, blandar saman gömlu og nýju.Hlý föt fyrir dansara
Þ ótt flestir Íslendingar þurfi að huga að hlýjum klæðnaði yfir vetrarmán-uðina er það dönsurum sérstaklega mikilvægt til að forða því að líkaminn stífni upp eins og Lára Stef-ánsdóttir, dansari og skólastjóri Listdans-skóla Íslands, veit.„Ég þarf að klæðast mjög hlýjum fötum til að fá hita í kroppinn og finnst mikilvægt að vera í góðum ekta efnum eins og ull, sem andar en er samt hlý,“ segir Lára. Uppáhaldsflík Láru er mokkakápan sem hún klæðist en hún getur snúið henni við og þannig ýmist haft hana alveg hvíta eða látið skinnið snúa fram. „Mér finnst fötin þurfa að að vera þægileg og óþvingandi þannig að maður sé frjáls. Minn klæðn-aður tekur líka mið af því að ég þarf að geta kennt í þeim og hreyft mig, auk þess sem hann þarf líka að vera fínn til að nota dagsdaglega í vinnunni. Því á ég mikið af leggings sem ég get æft í en henta líka hversdags. Annars finnst mér skemmti-legast að blanda saman nýju og gömlu.“Lára hefur í nægu að snúast en auk þess að stýra Listdansskólanum er hún þessa dagana að æfa í Svanasöngnum sem sýndur verður 4. febrúar í Íslensku óperunni. Ljóðatónlist Franz Schuberts er þar flutt af tónlistarmönnum í sam-starfi við dansara en Kennet Oberly, sem sviðsett hefur mörg sérstök verk, sviðsetur Svanasönginn fyrir dansara. juliam@frettabladid.is
STÓRÚTSALA40-70% afsláttur!
teg. 4500 - í
D,DD,E,F,FF,G
skálum á kr.
6.990,-og fæst í hvítu, húðlitu
og svörtu.
NIMIZER NÝKOMINN AFTUR !
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is
Vertu vinur
Smoothing
4500
Þessi föngulegi herramaður sýnir hér föt úr
haust- og vetrarlínu karla 2011-2012 frá Moschino,
þar sem innblásturinn er sýnilega sóttur í heim
íþróttanna. Línan var kynnt til sögunnar á sérstakri
tískuviku karla í Mílanó nú fyrir skemmstu.
Sérblað • Fimmtudagur 20. janúar 2011
Tölvur og tæki.
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Fartölvur
veðrið í dag
20. janúar 2011
16. tölublað 11. árgangur
MENNTUN Draga á saman um
helming í starfsemi bókasafna
grunnskóla Reykjavíkur og skera
niður námsráðgjöf um tíu pró-
sent, samkvæmt nýrri fjárhags-
áætlun menntasviðs borgarinnar.
Auk þess á að lækka viðbótar-
stjórnendakostnað um tíu pró-
sent, sem og kostnað vegna mat-
ráða í mötuneytum, við ritara og
umsjónarmenn húsnæðis.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins nemur heildarupp-
hæð fyrirhugaðra hagræðingar-
aðgerða frá rúmum 5 40
milljónum til tæpra 570 millj-
óna króna, eða sem svarar 3,9
prósentum af heildarútgjöldum
Reykjavíkurborgar vegna grunn-
skóla.
Fyrirhugaður niðurskurður
var kynntur í skólaráðum grunn-
skólanna síðastliðinn fimmtudag.
Fyrir dyrum standa síðan viðtöl
menntasviðs við einstaka skóla-
stjóra þar sem farið verður yfir
hvernig þeir sjá fyrir sér að ná
settum markmiðum. Endanleg
útfærsla í einstökum skólum á
svo að liggja fyrir hinn 15. næsta
mánaðar.
Heimildir blaðsins herma að
líklega þurfi að koma til upp-
sagna í einhverjum skólum, en
umfang þeirra liggi ekki fyrir.
Eigi að segja upp eða gera breyt-
ingar á starfshlutfalli almennra
starfsmanna þurfi það hins
vegar að gerast fyrir 1. febrúar.
Ef segja þarf upp kennurum þarf
það að gerast fyrir 1. maí.
Niðurskurðinum er skipt í
þrennt, en endurskipulagning
á skólastarfi á að skila yfir 100
milljóna króna sparnaði. Breyt-
ingar á innri leigu þar sem hætt
yrði að nýta sem nemur 8.000 fer-
metrum af húsnæði eiga að skila
nálægt 160 milljónum og marg-
víslegar hagræðingaraðgerðir
sem skólastjórnendur eiga sjálf-
ir að útfæra eiga að skila tæplega
300 milljónum.
Komi allur fyrirhugaður nið-
urskurður til framkvæmda er
ljóst að áhrif á skólastarf verða
umtalsverð. Sér í lagi gætir þar
áhrifa í 9,4 prósenta samdrætti
í úthlutuðum kennslustundum,
en það er sá rammi sem skólan-
um er ætlað að starfa innan til að
uppfylla kröfur um lögbundinn
kennslustundafjölda og bjóða upp
á sveigjanlegt skólastarf. Þessar
breytingar eru sagðar koma afar
misjafnlega niður á skólum eftir
stærð. Vitað er um dæmi þar sem
niðurskurður úthlutaðra kennslu-
stunda þýðir niðurskurð sem
svarar einni til einnar og hálfrar
kennarastöðu.
- óká
Spara á 540 milljónir
í skólum Reykjavíkur
Ný fjárhagsáætlun menntasviðs Reyjavíkur kveður á um 3,9 prósenta hagræð-
ingu í rekstri grunnskóla borgarinnar. Skólastjórnendur vinna nú að áætlun
um hvernig ná eigi tökum á hallarekstri skóla og mæta boðuðum niðurskurði.
FÓLK Selfoss er nánast á öðrum
endanum vegna framgöngu
Þóris Ólafssonar með „strákun-
um okkar“ á HM í Svíþjóð. Þórir
hefur farið á
kostum í undan-
förnum þrem-
ur leikjum, var
meðal annars
lykilmaður í
endur komunni
gegn Austurríki
á þriðjudags-
kvöldið. Faðir
Þóris, Jón Ólaf-
ur Óskarsson,
segist ekki geta farið út í búð eða
í sund án þess að vera klappað á
bakið og stráknum hrósað. „Það
eru búin að vera mikil veislu-
höld hérna og treyjan hans Þóris
hangir fyrir ofan sjónvarpið.“
- fgg / sjá síðu 38
Stolt fjölskylda á Selfossi:
Treyja Þóris yfir
sjónvarpinu
Dikta í Þýskalandi
Hljómsveitin Dikta ferðast
nú um Þýskaland og endar
ferðalagið á fótboltaleik í
Portsmouth.
fólk 30
– Lifið heil
www.lyfja.is
kl. 7-1 í Lágmúla kl. 8-24 á Smáratorgi
Hjá okkur er opið alla daga
langt fram á kvöld
LAUGAVEGUR 56
WWW.NIKITACLOTHING.COM
ÚTSALAN
ER HAFIN!
40-60%
AFSLÁTTUR
OPIÐ:
Mán-Fim 10-18
Fös 10-19
Lau 10-16
Tískusýning 66°Norður
Haust- og vetrarlínan sýnd í
New York.
allt 2
Fjölmiðlavaktin 30 ára
Verðmæti skapast í
fjölmiðlum.
tímamót 20
ÉLJAGANGUR um landið norðan-
vert en þó úrkomulítið norðaustan-
lands. Slydduél eða skúrir sunnan
til. Strekkingsvindur eða allhvasst
nokkuð víða.
VEÐUR 4
3
2
1
3 3
ÖRYGGISMÁL Íbúar í Vestur-Land-
eyjum hafa sent þingmönnum
kjördæmisins, innanríkis-
ráðuneytinu, Vegagerðinni og
Almannavörnum ákall um að tafar-
laust verði tryggð flóttaleið undan
væntanlegu hamfaraflóði vegna
eldsumbrota í Kötlu.
Eina rýmingar- og flóttaleiðin
frá bæjunum frá aðsteðjandi
hættu liggur um langa leið á móti
flóðöldunni sem er líkleg til að
myndast við eldgosið, eins og
fram kemur í bréfi þeirra.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, odd-
viti Rangárþings ytra, tekur undir
óskir fólksins og segir úrlausn
málsins aðkallandi. Það hafi lengi
verið á dagskrá sveitarfélagsins.
Guðfinna vill ekki gera lítið úr
mikilvægi samgöngubóta víða um
land en segir að huga megi að því
sem ekki kosti mikið, eins og þessi
framkvæmd. „Þegar gaus í fyrra
gerði fólk sér grein fyrir að það er
alvara á ferðinni. Flóð frá Kötlu
er jú margfalt stærra en það sem
við upplifðum þá.“ - shá
Íbúar óttast Kötlugos:
Vilja flóttaleið
undan stórflóði
JÓN ÓLAFUR
ÓSKARSSON
HARPA HJÚPUÐ Á NÝ Iðnaðarmenn eru teknir til við að festa nýtt stálvirki fyrir glerhjúp Ólafs
Elíassonar á suðurhlið tónlistarhússins Hörpu. Stálvirkið var þegar komið upp en í ágúst síðastliðnum uppgötvuð-
ust í honum alvarlegir gallar, sem gerðu það að verkum að hjúpurinn hefði ekki staðist mesta vindálag. Því þurfti
að taka hann niður og selja í brotajárn. Tjónið, sem lenti að mestu á kínverskum verktaka, nam hundruðum
milljóna króna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Gefur allt sem hann á
Alexander Petersson hefur
farið algjörlega á kostum
með íslenska landsliðinu á
HM.
sport 34