Tíminn - 23.03.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.03.1943, Blaðsíða 2
134 TÍMmN, liriðjmlagiim 23. marz 1943 34. blað 'gímirm Þriðjudag 23. marz JÓNAS JÓNSSON: Enn um Hallgrímskírkju I. Þó að Framsóknarflokkurinn sé ekki fjölmennur 1 höfuS- staðnum, hefir hann haft úr- slitaáhrif á mörg hin þýðingar- mestu menningarmál. Eitt af þeim málum eru safnaðarmál Reykjavíkur. Áður en Fram- sóknarflokkurinn tók að skipta sér af þeim málum, voru í Reykjavík tveir prestar í þjóð- kirkj usöfnuðinum með um 30 þús. sálir í umsjá sinni, og ein kirkja. Nú eru hér fimm safn- aðarprestar á vegum þjóðkirkj- unnar i höfuðstaðnum. Ein kirkja er í smíðum í Laugar- nessókn. Fjársöfnun er hafin til að reisa nýja kirkju í bænum sunnan og vestan verðum. Þriðja kirkjan og sú stærsta þarf að koma, og það sem fyrst, handa söfnuðinum í austur- bænum. Þar eru starfandi'tveir prestar með 12 þús. manna söfnuð. Þeir eru algerlega kirkjulausir og messa í skóla- gangi og kennslustofu í óhent- ugum barnaskóla. II. Hallgrímssöfnuður er stærsti söfnuður á íslandi. Fólkið 1 þessum söfnuði vill eiga sína eigin kirkju, og helzt hafa hana bæði stóra og vandaða. Fyrir fimm árum bað safnaðarstjórn- in ríkisstjórnina að fela Guð- jóni Samúelssyni að gera teikn- ingu af væntanlegri Hallgríms- kirkju á Skólavörðuhæð og standa síðan fyrir byggingunni. Samhliða þessu voru hafin stór- felld samskot í söfnuðinum og utan hans vegna þessarar kirkjugerðar . Ræður safnaðar- stjórnin nú yfir meiru fé heldur en nokkur sóknarnefnd á íslandi hefir nokkurntíma haft milli handa, þegar lagt var út í að reisa nýja kirkju. Guðjón Samúelsson hefir unnið að undirbúningi þessarar kirkjugerðar um nokkur und- anfarin ár, með löglegum og bindandi samningi við sóknar- nefndina og ríkisstjórnina. Að vísu var hér ekki um neitt fjár- gróðamál að ræða fyrir húsa- meistara ríkisins. Laun hans eru um 8000 krónur, og hann hefir ekki fengið einn eyri sem aukaþóknun fyrir vinnu sína við Þjóðleikhúsið, háskóla- bygginguna eða Landspítalann til að nefna aðeins þrjár af hin- um fjölmörgu opinberu bygg- ingum, sem hann hefir staðið fyrir. Hins vegar mundi hann hafa átt rétt á að fá 200 þús. kr. fyrir að standa fyrir bygg- ingu Hallgrímskirkju, ef hann væri embættislaus húsameist- ari og fylgdi taxta þeim, sem Sigurður Guðmundsson, Einar Sveinsson og Gunnlaugur Hall- dórsson hafa verið að lögfesta í stéttafélagi sínu. III. í vor sem leið hafði Guðjón Samúelsson lokið aðalteikningu af Hallgrímskirkju og látið gpra líkan af smíðinni. Sóknarnefnd og biskup höfðu fylgzt með verki hans og voru sérstaklega ánægðir með hina glæsilegu hugmynd húsameistara. Sama var að segja um þáverandi kirkjumálaráðherra. Líkanið af Hallgrímskirkju var síðan sýnt opinberlega blaðamönnum, tíð- indamanni útvarps og síðan öll- um almenningi á fjölförnum sýningarstað. Mbl. var sérstak- lega hrifið og öll hin blöðin og allur almenningur fylgdi í sömu slóð. Fjársöfnun hélt áfram. Allt benti til að Reykvíkingar' og fleiri landsmenn myndu sam- einast um að reisa veglega lúterska kirkju á Skólavörðu- hæðinni, kirkju, sem yrði sórhi landsins og höfuðstaðarins. Sóknarnefndin og húsameist- ari álitu fjarsteéðu að byggja meginkirkjuna meðan stríðið stendur,^ en þeir vildu byggja aðra af tveim hliðarálmunum nú i vor, þannig að prestarnir í Hallgrímssöfnuði gætu mess- að á hverjum helgum degi í virkilegri kirkju, sem væri eign safnaðarins. Þessi bygging var þó ^kki stærri eða efnisfrekari en það, að til hennar hefði ekki þurft að eyða meira fé og bygg- ingarefni heldur en notað er í tveggja íbúðarhús hér í bæn- um. Að loknu stríðinu ætti svo að halda áfram meginbygging- unni. Hér var frá hálfu sókn- arnefndar sýnt í einu hug- kvæmni og hófsemí, líkt og þeg- ar hagsýnir einstaklingar ráða fram úr sínum vandamálum. IV. Alllr þeir, sem bygging Hall- grímskirkju kom við, voru ein- huga um framkvæmdina. Sókn- arnefndin gerði fyrir sitt leyti Marquls W. Oiilcls: Veðurspár og herraaður 1 þessari styrjöld eru veðurfregnir strangt hernaðarleyndar- mál. Vitneskja um væntanlegar veðurbreytingar getur ráðið úr- slitum, sigri eða ósigri, í orrustum. Það voru þýzku veðurfræð- ingarnir, sem björguðu Scharnhorst og Gneisenau frá Brest. BúSrædingar Þjóðviljans Sósíalistar hafa nú með stuttu millibili sent tvo af sínum bú- vitrustu og þekktustu liðsmönnum fram á ritvöllinn til að leggja bændastétt landsins lífsreglurnar. Eru það þeir Halldór Kiljan hinn katólski og Arthúr Alexander Guðmundsson fyrrverandi matvælaeftirlitsmaður. Halldór Kiljan sannaði það með skáldlegum rökum, að íslenzkt dilkakjöt væri „sorp“, *og sveitabúskapur „sport fyrir idíóta“. Arthúr Alexander sannar hins vegar með sinni landskunnu rök- vísi, að framleiðsluverð á mjólk sé nú 60 aurar á hvern mjólkur- lítra og sé mjólkin því seld fast að einni krónu dýrari lítrinn en vera ætti! Við skyldum nú ætla, að Art- hur Alexander léti verða sitt fyrsta verk að komast í þessa gullkistu, sem öllum stendur opin, úr því að hann er nú laus við hið erilsama starf sitt við hið svonefnda matvælaeftirlit. En, þótt undarlegt kunni að virðast, hefir hann látið þetta gull ganga úr greipum sér. Bóndi einn í nágrenni bæjar- ins, hringdi til Tímans, er hann hafði lesið Þjóðviljagrein Al- exanders, og skýrði svo frá, að maður þessi hefði nú sömu að- stöðu til búrekstursins og aðr- ir bændur á bæjarlandi Reykja- víkur. Hann hefði umráð yfir býli í útjaðri bæjarins, sem væri mjög vel fallið til svína og hænsnaræktar. Áður hefði ver- ið rekið þar myndarlegt kúabú, og hefði Arthúr Alexander byrj- að að reka þar svína og kúabú. En fyrir skömmu síðan seldi hann allan húsdýraáburð, sem til var á búinu og sagðist ætla að leigja bæði hlöðu og gripa- hús til einhvers iðnreksturs, því að ekkert væri upp úr kúa- búskap að hafa! Að vísu eru nokkra vikur síðan þetta gerð- ist, en mjólkin hefir ekkert hækkað síðan, svo að óskiljan- legt er, hvernig Alexander hef- ir farið að skipta svona um skoðun. Þótt búrekstur sé dýr á bæjarlandi Reykjavíkur, og margir bændur hafi orðið að láta meira eða minna af lönd- um sínum af hendi til bæjarins,, eða herinn lagt þau undir sig, hefir verið hægt að fá slægju- lönd í Fossvogi eða á Korpúlfs- stöðum, svo að þeir, sem gripa- hús höfðu, gátu haldið í stofn- inn. Og um það verður ekki deilt, að sé einhversstaðar eitt- hvað upp úr búskap að hafa, þá er það hér, rétt við húsdyr kaupendanna. Þannig fórust þessum dugn- aðarbónda orð, og var auðheyrt, að honum sveið það, er slíkt rekald á fjörum mannlífsins sem Alexander Guðmundsson gerðist til þess að reyna að hafa skóinn ofan af heiðarlegum mönnum, er berjast við aö halda framleiðslu sinni áfram, þrátt fyrir fólkseklu og óstjórn- legan kostnað við búreksturinn. T. d. sagði þessi bóndi, að venju- legt kaup ársmanna hér í ná- grenni bæjarins væri 7000— 8000 kr. auk fæðis og húsnæðis. En árið 1939, sem oft er vitnað til, greiddi hann vinnumanni 700 kr. um árið auk venjulegra hlunninda. Þarna hefir kaup- gjald því 10-faldazt. Og svo vilja spekingar á borð við Alexander halda þvi fram, að framleiðslu- kostnaður mjólkur hafi ekki hækkað að neinum mun. Saga Arthúrs Alexanders verður ekki rakin að þessu sinni. En sem dæmi um sérstaka teg- und framtakssemi má geta þess, að fyrir nokkrum árum tók hann að venja komur sínar í fjósin hjá bændum hér í ná- grenninu. Kvaðst hann sendur af mjólkursölunefnd til eftir- lits með mjólkurvörum þeirra. Lét hann afhenda sér rífleg sýnishorn af mjólk til „rann- sókna“ og heimti síðan gjald af þeim, er nam 12 kr. fyrir hverja kú yfir árið. Smám saman fengu bændur vitneskju um, að mjólkursölunefnd vildi ekkert við þessar sendiferðir kannast. Sneru þeir sér þá til héraðs- læknis, af því að þeir vissu að sendimaður var starfsmaður hjá honum við matvælaeftirlit og spurðu hverju það sætti, að þeim væri gert að greiða fyrir sýnishornatöku, þar sem vitað væri, að t. d. matvörukaup- menn þyrftu ekkert að greiða, þótt tekin væru sýnishorn hjá þeim. Héraðslæknir kvað það að vísu í verkahring Alexand- ers að taka sýnishorn af mjólk, sem seld væri ógerilsneydd í bæinn, en hitt væri algerlega án sinnar vitundar, að hann tæki fyrir það sérstakt gjald, enda hefði hann enga heimild til þess frá sér. Að þessu upplýstu hættu bændur að greiða Arthúr Alex- ander gjaldið, og brá þá svo við, að hann hætti rápinu um fjós þeirra. Vera má, að unnt væri að segja sögu þessa „mjólkureftir- lits“ ítarlegar en hér hefir ver- ið gert, ef frekari tilefni gefast. En þetta ætti að nægja sem sýnishorn af „lífshlaupi“ og fjárafla-bruggi hans. Rógurínn og aiurdaverðið í blöðum þeirra flokka, sem reyna að afla sér fylgis í kaup- stöðum með því að ala á ríg milli bænda og launafólks, er því jafnan haldið fram, að verð landbúnaðarafurðanna hafi hækkað miklu meira en kaup- gjaldið og megi rekja til þess hinn óeðlilega vöxt dýrtíðar- innar. Til þess að taka af allan vafa um þetta efni, þykir rétt að birta yfirlit um útsöluverð mjólkur í Reykjavlk og tíma- kaup Dagsbrúnar í dagvinnu árin 1914—1939. Heimildin, sem byggt er á, er Árbók Rvíkur. Yfirlit þetta fer hér á eftir. í fremra dálki er mjólkurverðið (lítra) og í síðara dálki tíma- kaupið: 1914 kr. 0,22 kr. 0,35 1915 — 0,22 — 0,40 1916 — 0,30 — 0,45 1917 — 0,44 — 0,60 1918 — 0,80 — 0,60 1919 — 0,72 — 1,16 1920 — 1,00 — 1,30 1921 — 0,90 — 1,20 1922 — 0,64 — 1,20 1923 — 0,64 — 1,20 1924 — 0,65 — 1,40 1925 — 0,60 — 1,40 1926 — 0,50 — 1,40 1927 — 0,50 — 1,20 1928 — 0,44 — 1,20 1929 — 0,44 — 1,20 1930 — 0,44 — 1,36 1931 — 0,44 — 1,36 1932 — 0,44 — 1,36 1933 — 0,40 — 1,36 1934 — 0,40 — 1,36 1935 — 0,40 — 1,36 1936 —■ 0,40 — 1,36 1937 — 0,40 — 1,36 1938 — 0,42 — 1,45 1939 — 0,42 ' — 1,45 í janúar síðastl. var tímakaup Dagsbrúnar kr. 5.69, í febrúar kr. 5.52 og er nú kr. 5.50. Við þetta bætist nú 4% orlofsfé og verður þá tímakaupið með desembervísitölu kr. 5,92, jan,- vísitölu kr. 5,74 og febr.vísitölu kr. 5.72. Nú er líka dagvinnu- tíminn 8 klst., en var 10 klst áð- ur. Verkamaður, sem nú vinnur I 10 klst., fær tvær klst. greidd- ar með eftirvinnukaupi. Það eru hlunnindi, sem geta hækkað laun hans verulega frá því, sem áður var. Mjólkurverðið hefir verið alla þessa mánuði kr. 1.75 líter. Fyr- ir eins tíma vinnu 1 dagvinnu hefir verkamaðurinn því fengið nær 3y3 mjólkurlítra. Það er aðeins örlitlu broti úr lítra minna en hann fékk. fyrir einn- ar klst. vinnu árin 1934—1939, svipað og hann fékk fyrir sömu vinnu 1931—1932 og um þriðj- ungi til helmingi meira en hann fékk á árunum 1914—1930. Ástæðan til þess, að sam- anburðurinn fyrir allt þetta tímabil verður einna óhagstæð- astur fyrir mjólkina 1934—1939, er sú, að atvinna var yfirleitt stopul á þessum tíma og verka- menn höfðu því kauptaxtann það háan, að hann tryggði þeim viðunanlega afkomu, þótt þeir hefðu ekki stöðuga vinnu. Þegar litið er á hinn gífur- lega aukna framleiðslukostnað landbúnaðarins, verður .ekki annað sagt, en að það lýsi sann- girni hjá bændastéttinni, að hlutföllin milli mjólkurverðs- 4ns og tímakaups Dagsbrúnar skuli nú vera mjög svipuð og þegar þau voru bændunum ó- hagstæðust á árunum 1914—39. Þetta mætti vera umhugsun- arefni fyrir þá, sem hafa gert það að atvinnu sinni að spilla sambúð bænda og launafólks með rangfærslum um afurða- verðið og illkvitnislegum get- sökum í garð bænda. Hvorki bændur eða verka- menn mega láta slíkan áróður blekkja sig, Það er beggja hag- ur að báðum líði vel. Viðunan- legt kaupgjald verkamanna skapar góðan markað fyrir landbúnaðarvörurnar. Viðun- anlegt afurðaverð handa bænd- um vinnur gegn fólksflóttanum á mölina og auknu atvinnu- leysi þar. Þ. Þ. Veðrið er nú orðið vopn í hernaði engu síður en flugvélar og skriðdrekar. Sannleikurinn er sá, að hínar nýju hernaðarvél- ar koma ekki að hálfu gagni án vísindalegrar veðurspár. Veðurfræðingar sitja nú með sveittan skallann á degi hverj- um við að reikna út veðrið á öllum ófriðarsvæðum. „Það mun verða rigning á Madagaskar á þriðjudaginn kemur. — Mon- súninn mun ganga niður í Burma á miðvikudaginn. — Við Murmansk mun létta til á fimmtudaginn. — Ameríski her- inn á íslandi má búast við dimmri þoku og þykkviðri í vikulokin." Slíkar veðurspár fær herstjórnin á öllum vígstöðv- um, og þær geta ráðið miklu um ákvarðanir, sem þar eru teknar. Þjóðverjar hafa m>tað veðrið sem nýtt vopn Jfá upphafi stríðsins. Með aðstoð þess komu þeir herskipunum Scharnhorst og Gneisenau gegnum Ermar- sund fyrir nefinu á brezka flug- flotanum. Þetta vakti mikla at- hygli, en í raun og veru var ekkert dularfullt við það. Und- irbúningur hafði farið fram vikum saman eða mánuðum til þess að gera þetta. Vel má gera sér i hugarlund, hvernig það fór fram. Flotafor- ingi nazista, Reader aðmíráll, heimtaði blátt áfram af veður- fræðingum sínum það veðurlag, sem til þurfti. „Ég vil hafa þykkt loft og lágskýjað, slæmt | skyggni og ísingarhættu fyrir flugvélar undir skýjunum. Enn- fremur verður þetta veðurlag að breiðast norður eftir sundinu, eftir því sem skipin færast í þá átt. Gerið mér aðvart, þegar þið eruð tilbúnir með þess konar veður.“ Að likindum höfðu veður- fræðingarnir þessa aðferð til að framkvæma skiþun aðmíráls- ins: í kortasafni sínu leita þeir að minnsta kosti 5 ár aftur í tímann. Þar sjá þeir, að hið umbeðna veðurlag gat aðeins átt sér stað með lægðum af vissu tagi, sem voru algengast- ar 1 febrúar. Síðustu árin hafði þess háttar lægð alltaf farið yf- ir Ermarsund um miðjan febr- úar. En auk þess höfðu þeir nær- tækari gögn. Af nýjum veður- fregnum gátu þeir þegar 9. febrúar reiknað út, að vind- sveipur yfir N.-Atlantshafi mundi fara yfir Ermarsund eft- ir 2VZ sólarhring. Aðfaranótt 11. febrúar héldu allar- nauðsynlegar ráðstafanir til að hægt yrði að byrja á kap- ellunni í vetur eða í síðasta lagi í vor. Biskup var hinn örugg- asti fyrirsvarsmaður í öllum þessum framkvæmdum. Skipu- lagsnefnd lagði fyrir sitt leyti samþykki sitt á hið glæsilega „plan“ um Skólavörðuhæðina og höfuðkirkju á miðju torginu. Byggingarnefnd Reykjavikur með Guðmund Ásbjöi'nsson, formann bæjarstjórnar, og Bjarna Benediktsson, borgar- stjóra, samþykkti kirkjubygg- inguna mótatkvæðalaust. Málið virtist nú vera komið í höfn. Fyrir siðasakir á að leggja samþykktir byggingarnefndar fyrir bæjarstjórn. Sú venja er yfirleitt dautt form. Bæjar- stjórnin hefir þegjandi og um- yrðalaust samþykkt hvern ein- asta skúr, sem reistur hefir ver- ið í Reykjavík, og auk þess hin tilþrifalausu kassahús hinnar óskáldlegu byggingarfræöinga, sem reist hafa verið í hundrað- tali í bænum á síðustu 20 árum. Þegar málið kom á bæjar- stjórnarfund kvaddi Valtýr Stefánsson, ritstjóri Mbl., sér hljóðs og óskaði að ákvörðun um Hallgrímskirkju yrði frest- að. Studdu kommúnistar* í bæj- arstjórninni tillöguna og ein- hverjir fleiri. Fyrir næsta bæj- arstjórnarfund hafði Valtýr Steíansson komið sem sjálf- boðaliði og áhugamaður á fund sóknarnefndarinnar í Hall- grímsprestakalli með hinar furðulegustu ráðagerðir. Valtýr Stefánsson lagði til, að sóknarnefndin eyðilegði alla vinnu sína og Guðjóns Samúels- sonar frá undangengnum 5 ár- um. Sóknarnefndin átti enn- fremur að fremja það lögbrot, að afhenda mál, sem henni bar skylda til að leysa, í hendur alóviðkomandi manna. Sam- kvæmt tillögu V. S. átti að skapa nýja byggingarnefnd, úr bæjarstjórn, þinginu, úr sókn- arnefnd, nokkra presta o. s. frv. Sú nefnd átti að taka við for- ustu í byggingarmáli Hall- grímssafnaðar. Síðan átti að gera eins konar útvirki um þessa nefnd. Þar áttu að vera allir prófastar landsins, og einn leik- maður úr hverju prófastsdæmi. Þessi mikli og sundurleiti söfn- uður átti að hrinda áfram máli (Framh. á 3. síðu) skipin frá Brest. Þau sigldu um Ermarsund daginn eftir. í frétt- um befir verið sagt frá því, að regn og slydda hafi veriö svo þptt og ísingarhættan svo gií- urleg, að brezkar sprengjuflug- vélar treystust ekki að ráðast á skipin. Veðurfræðingar okkar vita einnig aðferðina við slíkar „af- greiðslur“ á hernaðarveðri. Til skamms tíma hafa veðurspár verið gerðar eftir veðurhorfum, sem gera mögulegt að fara nærri um veðurlag á næstu 24 eða 36 klst. Nú eru gerðar veð- urspár til langs tíma sam- kvæmt vitneskju um hreyfing- ar meginloftstrauma þeirra, er koma frá heimskautum jarðar og hitabelti, og enn fremur samkvæmt hreyfingum í há- loftunum, sem virðast vera all- reglubundnar frá ári til árs. Ó- reglulegar hreyfingar má oft- ast sjá fyrir með talsverðri ná- kvæmni. Þessi veðurvísindi eru svo langt á veg komin, að herfræð- ingar geta notað veðrið jöfnum höndum til sóknar og varnar. Þjóðverjar notuðu það, er þeir hófu ófriðinn. Margir undruð- ust „heppni" þeirra í Póllands- styrjöldinni, er veður hélzt þurrt og bjart á þeim tíma árs, er regn og aurbleyta er algeng- ust. En veðurfræðingar nazisla höfðu reiknað út, að. hernaður mundi ekki tefjast af stórrign- ingum í sept. 1939. Árás Þjóðverja á Noreg var gerð í þykkviðri og dumbungi snemma í aprílmánuði. Síðari hluta mánaðarins var veður ó- venju bjart, sem kom sér vel„ er bægja skyldi brezka flotan- um frá landinu. Innrás Þjóð- verja i Grikkland og Krít var gerð á þeim tíma, er loft- og landher átti víst bjart veður. En hvað skal segja um inn- rásina í Rússland, sem hófst í júní 1941, en lenti síðan í hinni verstu vetrartíð, sem komið hefir í 100 ár? Hitler kenndi veðrinu um óhöpp sín. Veður- fræðingarnir mundu svara því, að sökin lægi hjá herstjórninni: Mótstaða Rússa hefði veriö van- metin og varð ekki brotin á bak aftur meðan hið tiltölulega þurra og bjarta haustveður hélzt, sem réttilega hafði spáð verið. Talið er að Japanar hafi sín- ar aðferðir til að gera veðurspár löngu fyrir fram. Veðurbreyt- ingar hreyfast oftast frá vestri til austurs, og þetta gæti gefið Japönum tækifæri til að velja sér hentugt veður til skyndi- legra loftárása á vesturströnd Ameríku. Yfirforingi ameríska loft- hersins, H. H. Arnold, hefir mikinn áhuga fyrir nýjum og bættum veðurfregnum. Einn af fremstu veðurfræðingum loft- hersins heitir Irving P. Krick, höfuðsmaður. Hann hefir um nokkurra ára skeið haft ágætar tekjur af langtíma veðurspám og haldið uppi kennslu í veður- fræði við verkfræðiskólann í Kaliforníu. Hafa margir yngri veðurfræðingar hlotið menntun sína þar. Fyrir rúmum 10 árum tók Krick sjálfur þátt í námskeiði í veðurfræði við þennan skóla. Einn af kennurum hans var Beno Gutenberg, sem verið hafði veðurfræðingur þýzku herstjórnarinnar í fyrra stríð- inu. Kom hann Krick fyrst á lagið með langtíma veðurspár. Árið 1934 fékk Krick styrk frá Rockefellerstofnuninni til að kynna sér slíkar veðurspár í Noregi og Þýzkalandi, en þar hafði mest og bezt verið að þeim unnið. Eftir heimkomuna stofn- aði Krick veðurstofu vegna iðn- fyrirtækja. Flest kvikmyndafélög leituðu aðstoðar Krick, eftir að þau höfðu sannfærzt um að dagleg- ar veðurspár hans reyndust réttar í 97 skiptum af hverjum 100. Veðurspár fyrir næstu 4— 5 daga voru sendar til félag- anna og samkvæmt þeim undir- bjuggu þau upptöku og störf undir beru lofti. Talið er að þetta hafi sparað þessari iðn- grein 6 miljónir dollara á ári. Annar viðskiptavinur var vá- tryggingafélag í Brooklyn. Frá veðurstofu sinni í Pasadena sendir Krick fregnir um, hve- nær rigna muni eða ekki muni rigna í Brooklyn. Félagið hefir samkvæmt þessu vátryggt úti- skemmtanir og þvílíkt gegn regni og hagnast vel á. Fjöldi samgöngufélaga, orku- vera og símafélaga greiða Krick árlega föst laun fyrir veður- spár. Að vetrinum haga kola- og olíufélögin flutningum sínum og aðdráttum eftir veðurfregn- um frá Pasadena. Að sumrinu hagar Coca-Cola félagið vöru- dreifingu sinni eftir fregnum Krick um væntanlegt hitastig og þurrviðri í ýmsum héruðum landsins. Snjókeðjusalar gæta þess að birta auglýsingar sínar á þeim tíma, er Krick gerir ráð fyrir snjókomu eða^ slyddu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.