Tíminn - 23.03.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.03.1943, Blaðsíða 3
34. hlað TÍMINN, þrigjadagiim 33. marz 1943 135 Pálmi Hannesson: Mar^eir Jónsson Ogmundarstödum Enn um Hallgrímskirkju Margeir Jónsson, bóndi að Ögmundarstöðum í Skagafirði, andaðist að heimili sínu þann 1. þ. mán., og er þar á bak að sjá gildum bónda, merkum fræðimanni og mætum dreng. Hann fæddist að Ögmundar- stööum 15. okt. 1889 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum: Jóni Björnssyni, hreppstjóra, og konu hans, Kristínu Steins- dóttur, bónda í Stóru-Gröf, Vigfússonar, og stóðu að honum veigamiklar bændaættir skag- firzkar öllum megin. Snemma þótti Margeir námgjarn og gerhugull, einkum á íslenzku og sögufræði. Fýsti hann mjög að ganga skólaveg, en mátti því ekki við koma, fór þá í Hóla- skóla, en síðan kennaraskól- ann og lauk þaðan kennara- prófi vorið 1911. Eftir það stundaði hann barnakennslu og unglinga á vetrum, en vann foreldrum sínum á sumrum til ársins 1918. Þá kvæntist hann fyrri konu sinni, Helgu Páls- dóttur, Friðrikssonar, og reisti bú á Ögmundarstöðum, fyrst hálflendunni, en síðar allri jörðinni, er föður hans leið. Bjó hann þar síðan, ekki allstórt, en vel, bætti jörðina mjög að töðum og húsum, enda stund- aði hann "búskapinn af alúð meðan heilsan entist og þó raun lengur, allt til dauðadags. Árið 1919 missti Margeir fyrri konu sína, eftir rúmlega árs sambúð, en kvæntist aftur árið 1925 Helgu Óskarsdóttur, Þorsteins- sonar, mikilli dugnaðar- og myndarkonu, er lifir mann sinn. Eignuðust þau 4 efnileg börn, en eftir fyrri konuna átti hann son, Friðrik, er lauk stúdents-' prófi í Reykjavík vorið 1941, góðan pilt og hinn mannvæn- legasta. Vorið 1934 veiktist Mar- geir fyrir brjósti og varð að dveljast langdvölum á Kiúst- neshæli næstu árin, komst þó síðar til sæmilegrar heilsu, en varð aldrei albata. Nú settist lungnabólga að þessu meini og dró hann til dauða, mjög fyrir aldur fram. Jafnan sýslaði Margeir við fræðslustörf með búskapnum, hvenær sem tími vannst til frá öðrum störfum, og lagði við þau mikla rækt. En er heilsan brást, urðu tómstundirnár fleiri en áður, og þær notaði hann til hlítar. Reit hann þá bókina, Bómullar- og kornkaupmenn þurfa mjög á veðurfregnum að halda. Eitt hveitifirma taldi sig hafa grætt 300 þús. dollara á einu ári með því að haga kaup- um sínum og sölum eftir veður- fregnum Kricks. Félag, sem ræktar „jólatré“ í Kanada og á Nýfundnalandi skipti við Krick. Trén eru ekki höggvin fyrr en þau hafa feng- ið fyrsta harða frostakaflann að vetrinum, og síðan eru þau látin liggja 1—2 daga á jörðinni áður en þeim er komið undir þak. Mikil snjókoma þessa daga veldur bæði erfiðleikum og kostnaði. Á tímabilinu okt.— des. 1940 spöruðu ráðleggingar Kricks þessu félagi slíkt stórfé, að það sendi honum þakkar- skeyti og endurnýjaði samninga við hann. Þegar skeytið kom, bar svo við að Arnold hershöfð- ingi var staddur í skrifstofu Kricks. — Þóttu honum þetta næsta furðulegt, að maður, sem sæti vestur í Kaliforníu gæti sagt fyrir veður á Nýfundna- landi með 5 daga fyrirvara. „Heyrðu Krick“, sagði hann, „Þetta vil ég fá handa flug- hernum“. Þannig atvikaðist það, að Krick gerðist ráðunautur flug- hersins og kennari í veðurspám fyrir herforingja. En eftir 7. des. -urðu veðurfregnir hernað- arleyndarmál og varð Krick þá að hætta að birta leiðbeiningar sínar. Eins og sakir standa, velur Krick veðrið til hernaðarfram- kvæmda. Einkum nýtur flug- herinn góðs af reynslu hans og þekkingu. Frá Washington er öllum herjum Bandaríkjanna erlendis gert aðvart um veður- skilyrði með viku fyrirvara. Frá miðöldum í Skagafirði, og munu flestir játa, að þar hafi vandasömu efni verið gerð góð skil. Auk þess dró hann að sér margvíslegan fróðleik um ætt- fræði og mannfræði, en mestan hug lagði hann þó á söfnun ör- nefna og annarra heimilda um staðfræði, enda varð hann þar ótrúlega mikið ágengt. Dró hann víða efnið að og átti geysimikil örnefnasöfn, einkum þó frá Skagafirði og nálægum héröðum. Nú síðast vann hann að skrásetningu örnefna á veg- um Örnefnanefndar. Það starf leysti hann af hendi með þeirri alúð og nákvæmni, sem honum var gefin umfram flesta menn aðra. Margeir heitinn var í hærra lagi á vöxt, vel farinn og allra manna prúðastur í framkomu og háttum, kíminn hokkuð í kunningjahóp, en tillögugóður um öll mál, vinfastur og vina- margur. Sjúkdóm sinn bar hann með hóglátri karlmennsku, lét hann þroska sig, en ekki beygja, var jafnan glaður í bragði og léttur í máli, síhugsandi og sí- starfandi, en sá þó glöggt, hvert stefndi. Mikill skaði er í missi slíkra manna frá mörgum störfum hálfunnum. Hitt ber þó að líta og þakka, sem unnið er, og mun Margeir Jónsson jafnan verða talinn í hópi hinna merkustu fræðimanna í íslenzkri bænda- stétt. FiskístoSninn og styrjöldin — Alit fræðimanna — Dr. E. S. Russel, forstjóri fiskirannsóknastofu landbún- aðar- og fiskveiðaráðuneytis- ins, hélt nýlega fyrirlestur í Konunglega Listvinafélaginu í London (Royal Society of Arts) um botnvörpuveiðar og fiski- mergð („Trawling and the stock of fish“). Mr. R. S. Hud- son, landbúnaðar- og fiskiveiða- ráðherra, var fundarstjóri, en viðstaddir voru ýmsir menn, sem standa framarlega í út- gerðarmálum, bæði úr hópi embættismanna og útgerðar- manna. Einnig voru þarna full- trúar frá Norðmönnum og ís- lendingum, og öðrum framandi þjóðum, er sérstakan áhuga hafa fyrir botnvörpuveiðum. Dr. Russel rakti sögu botn- vörpuveiðanna frá upphafi, og sýndi með tölum og línuritum fram á áhrif þeirra á fisk- mergðina. Verða þessar tölur, sem íslenzkir fræðimenn munu hafa aðgang að á annan hátt, ekki raktar hér, en aðeins bent á eitt atriði, sem fyrirlesarinn lagði sérstaka áherzlu á: hve fiskmergðin jókst, eftir að mið- in höfðu fengið hvíld í síðasta ófriði. Dr. Russel kvað nú svo komið, einkum í Norðursjó og jafnvel að nokkru á íslands- miðum, að aukin og-bætt veiði- tæki þýddu ekki aukinn afla, heldur þvert á móti, vegna þess, að gengið væri á stofninn og fiskurinn veiddur of ungur. Eftir ófriðinn mætti ganga út frá því vísu, að fiskmergðin hefði aukizt aftur, og„ nú væri að vara sig á því að lenda i sömu villunni og síðast. Það yrði að gera ráðstafanir til þess að vernda stofninn. Fyrir ófriðinn hafi fyrstu sporin verið stigin um möskvastærð, og alþjóða- samþykkt verið gerð um það atriði. Þetta væri nauðsynlegt, og rétt að ganga lengra á þeirri braut, en það þyrfti að gera frekari ráðstafanir um tak- markanir á veiðunum. Mr. Hudson skýrði frá því, að þetta mál væri til athugunar hjá brezku stjórninni, og hefðu viðræður farið fram milli hen- ar og þeirra bandamanna- stjórna, sem hlut ættu að máli, um nýjar og strangari sam- þykktir. Nokkrar umræður fófu fram á eftir, þar sem ýmsir útgerð- armenn tóku til máls, m. a. Mr. F. Parkes, frá Boston Deep Sea, sem ýmsir íslendingar þekkja. (Framh. af 2. slOu) Hallgrímssafnaðar í Reykjavik. Til að auka starfsfjörið og framkvæmdasemina átti mál- ið að leggjast undir almenna prestastefnu. Samhliða þessum miklu nefndargerðum átti að hætta við byggingu Hallgríms- kirkju. í stað þess átti bæjar- stjórn Reykjavíkur að leggja söfnuðinum til lóð, og sóknar- nefnd aö byggja þar eins konar vöruskemmu fyrir það fé, sem búið var að gefa til Hallgríms- kirkju. í þessari vöruskemmu áttu séra Jakob Jónsson og séra Sigurbjörn Einarsson að messa og framkvæma helgiathafnir fyrir stærsta söfnuð á íslandi þangað til hin nýja nefnd með öllum próföstum landsins og sýnodos höfðu skapað glæsilega safnaðarkirkj u handa Hall- grímssókn Rvíkur. Þegar þar var komið, ætlaðist V. S. til að bæjarsjóður Reykjavíkur leggði í hina tilvonandi kirkju álíka fjárhæð og þá, sem söfnuðurinn leggði málið fyrirhugaða pakk- húsi safnaðarins. V. Ráðagerð V. S. er allmerkileg að ýmsu leyti, en m. a. af því að hún bregður birtu yfir getuleysi íslenzka höfuðstaðarbúa að eignast byggingar til almennrar þarfa og til að prýða bæinn, V. S. fer fram á við sóknar- nefndina, að hún bregðist skyldustörfum sínum, afhendi framkvæmdir sínar i hendur ófæddrar loftkastalanefndar, rjúfi sáttmála við ríkið og húsa- meistara landsins, um ákveðna byggingaframkvæmd, og freista að lokka sóknarnefndina til að eyða fé Hallgrímskirkju í ó- merkilega skúrbyggingu. Aldrei hefir eyðilegging neinnar kirkju- byggingar verið betur skipulögð en með því að eyða byggingar- fénu til óviðkomandi mála og fela framkvæmdina óviðkomandi mönnum. Fulltrúar í loftkast- alanefnd V. S. ættu að vera 11, prófastar og aðstoðarmenn þeirra samtals um 40, og yfir 100 prestar á sýnodos. Hér áttu sannarlega við orð Gröndals um ómögulegleikann á því, að allir menn í tiltekinni sýslu gætu sameinazt um að smíða eitt línu- skip. Sóknarnefndin hafnaði loft- kastalasmíði V. S. Málið kom fyr- ir bæjarstjórn. Þá var kommún- istum beitt fyrir vagninn, og þeir látnír standa fyrir stöðvun þess máls, að stærsti söfnuður landsins mætti nota sína eigin peninga til að byrja að gera skýli yfir kirkju og helgistörf sinna kirkjulausu presta. Vitað er, að kommúnistar vilja- gera kirkjulífi landsins allan þann skaða, sem þeir megna. í fjárveitinganefnd beittu fulltrú- ar þeirra sér gegn því að ríkið hjálpaði tveim söfnuðum, öðr- um í Húnaþingi, en hinum á Snæfellsn^si til að endurbyggja kirkjur sem fuku. Það þurfti sterka „Sjálfstæðismenn“ i rit- stjórn Mbl. til að nota kommún- ista í bæjarstjórn til að tryggja það, að hálf Reykjavík hefði enga sóknarkirkju. Við þessi á- tök í bæjarstjórn stóð ein kona, frú Soffía Ingvarsdóttir, á heil- brigðum grundvelli í málinu með Guðmundi Ásbjörnssyni og Bjarna Benediktssyni borgar- stjóra. VI. Þeir menn, sem stóðu að þess- um fjandskap við málstað Reykjavíkur, voru þrír bygging- armenn, Sigurður Guðmunds- son, Einar Sveinsson og Gunn- laugur Halldórsson. Þeir bera sára kinn eftir mikinn mót- gang um atvinnu í sambandi við kirkjubyggingar, einkum Sig- urður Guðmundsson. Mun hann hafa tekið þátt í samkeppni um Saurbæjar- og Akureyrarkirkju, og má vera að hinir tveir hafi þar verið, annarhvor eða báðir. Dómnefnd dæmdi allar teikn- ingar, sem komu, bæði Saur- Var tekið vel í ræðu Dr. Rus- sell’s, og frá útgerðarmanna hálfu einkum bent á nauðsyn þess að ganga fast eftir því að útlendingar hlýddu ákvæðun- um um möskvastærð á sama hátt og það væri heimtað af Bretum. bæjar- og Akureyrarkirkju, ó- nothæfar með öllu. Hafa les- endur Tímans séð fjórar af þessum teikningum og geta myndað sér skoðanir af þeim sýnishornum. Tveim teikning- um hafði verið skilað aftur frá Saurbæ, til höfundanna. Ég skoraði á þá að birta þær teikn- ingar, en þeir færðust undan, og látast hafa týnt þeim. Lítið hefir höfundunum þótt varið i þessar teikningar, ef þeir hafa ekki geymt eftirrit. Vita þetta allir, og að ástæðan til að teikn- ingarnar voru sagðar týndar var sú, að það var ekki álitið að baráttan við Hallgrímskirkju yrði léttari ef „úrvalsverkin" frá Saurbæ kæmu fyrir almenn- ingssjónir. Einn af dómnefnd- armönnum lét svo um mælt, um Saurbæjarkirkju S. G., að hún hefði verið líkust fjárhúsi með hlöðu. Nálega engir veggir, en hátt ris, og þá að líkindum gengið inn í þakið. Sigurður Guðmundsson, Ein- ar Sveinsson og Gunnlaugur Halldórsson vildu gjarnan rök- ræða málið opinberlega, meira en þeir höfðu gert, en félags- bræður þeirra bönnuðu þeim að birta nokkuð um málið á á- byrgð félagsins. Hafði E. S. skrifað nokkuð um Hallgríms- kirkju í Mbl. og rekur þar hver staðleysan aðra.. Kom þá í ljós, að hann vissi ekki einu sinni stærðarhlutföll á Hall- grímskirkju og leikhúsinu ekki hversu talað mál og söng- ur er flutt með nýtízku tækjum um stóra kirkju, ekki um hlutfallið milli tölu sóknarmanna og kirkjustærðar eins og þau eru víðasthvar í borgum nálægra landa. Kom fram sérstakur viðvaningsbrag- ur á öllu, sem þeir félagar létu frá sér fara í rituðu máli. Þann- ig kunnu- þeir ekki að undirrita plögg sín með embættisnöfnum félagsstjórnarinnar, heldur settu merki undir, eins og þeir hefðu fengið mannfélagsmennt- un sína hjá englunum uppi í bláloftum tilverunnar. VII. Valtýr Stefánsson hefir orðið íyrir því óhappi að beita sér, á móti þvi, eftir því sem hann hafði krafta til, að Sundhöllin, leikhúsið og Arnarhvoll yrðu byggð og fullger. Ekki skorti V. S. vitsmuni til að sjá að hanp hafði rangt fyrir sér í öllum þessum tilfellum og að bærinn hefði orðið enn fáiækari og; ömurlegri ef stefna hans hefði endanlega ráðið. Um leikhúsið eru nú allir samdóma, að það sé bæjarskömm og þjóðartjón að stöðva byggingu þess. Sú lexía ætti að geta verið holl leiðbein- ing þeim bæjarfulltrúum, sem gerðu sitt til að stöðva kirkju- býggingu HallgHmssafnaðar í bæjarstjórn Reykjavíkur. Andófsliðinu í kirkjubygg- ingarmálinu má skipta í þrennt. Fyrst eru fáeinir byggingar- meistarar, sem eru mæddir yfir ósigrum sínum uaa Saurbæjar- kirkju og Akureyrarkirkju, þar sem húsameistara tókst að leysa vandann, eftir að verk keppendanna voru dæmd ónot- hæf. Þeir vita, að ef þeim tekst nú að stöðva Hallgrímskirkju, þá verður engin kirkja, sem nafn er gefandi, byggð í þeirra tíð, því að þá er sundrað öll- um þeirra heilstyptu samtök- um, sem nú vinna að málinu. Sjálfir geta þeir þess vegna aldrei fengið þær 200 þús. krón- ur, sem þeir reikna með að ein- hver þeirra ætti að geta fengið, ef húsameistari ríkisins leysti ekki verkið í lágt launuðum vinnutíma sínum. Sjálfir geta þeir aldrei grætt á eyðileggingu málsins. Þeir geta því aðeins fengið þá ánægju að hindra að Hallgrímssöfnuður fái kirkju, og bærinn stórbyggingu, sem bregð- ur lífblæ yfir hinn eyðilega kassastíl viðvaninganna í húsa- gerðarlist. Önnur liðsveitin eru áróðursmenn kommúnista. Flokkur þeirra vill engar kirkj- ur og enn síður sannan kristin- dóm. Þriðji aðilinn eru menn eins og Valtýr Stefánsson. Þess- ir menn hafa ráðið miklu um stjórn bæjarins fram á síðustu tima. Þeir hafa haft lítinn metnað fyrir bæinn. Þeim hefir fundizt nóg að einstaka sóma- (Framh. á 4. slOu) Samband ísl. samvinnufélagu. Hafið eftirfarandi i huga! Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað til félags- manna í hlutfalli við viðskipti þeirra. Blautsápa frá sápuverksmiðjimni Sjöfn er almennt við* urkennd fyrir gæði. Flestar húsmæðnr nota Sjafnar-blautsápu Úrvals hangikjöt af þingeyskum sauðum — nýreykt — fæst í öllum helztu matvörubúðum bæjarins. Heildsöluafgreiðsla i | 1080 símum: 2678 | 4241 Nt BÓK: Ha^fræði eftir Guðlaug Rósinkranz, er komín út og Sæst í bókaverzlunum Bókin er í 15 köflum: Lífsnauðsynjar, þarfir. — Framleiðslan. — Náttúran og jarðrentan. — Vinna og vinnulaun. — Féð og fjárrentan. — Tækni og skipulag. — Verzlun og viðskipti. — Verzlunarstefnur. — Peningar. — Erlendur gjaldeyrir. — Bank- ar og starfsemi þeirra. — Hagsveiflur. — Félagsmál. — Fram- leiðslumagn og fólksfjölgun. Þetta er gagnleg bók fyrir alla þá, sem vilja kynna sér þjóð- félagsmál eða taka þátt í þeim. Sýmngarskálinn Kirkjustræti 12u verður tii leigu frá 1. maí n. k. fyrir fundar- höld og ýmiskonar félagsstarfsemi. IXánari npplýsingar gefur Karl Bjarnason brunavörð- ur, Bjarkargötu 14, sími 36°7. ÍTSÖLISTAIHU TÍ5IMS t BEYKJAVÍK Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 ................. simi 2260 Þorsteinsbúð, Hringbraut 61.......................... — 2803 Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ...................... — 5395 Leifskaffi, Skólavörðustíg 3 ......................... — 2139 Bókaskemman, Laugaveg 20 B.......................... Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu ........................... _ 5325 Söluturninn, Hverfisgötu ............................. — 4175 Sælgætisbúðin Kolasundi ............................ Verzlunin Ægir, Grófinni............................ Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ........ — 1336 Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6 ................ — 3158 Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 ....................... — 1754 Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29 ................... — 1916 Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 29 ................ — 4040 ■**' r'*” - <• Gleymið ekkí að borga Tímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.