Tíminn - 16.10.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.10.1943, Blaðsíða 2
398 TlMITVIV, langardaginn 16. okt. 1943 100. blað » 'gptmmn Arásirnar á Laufiardagur 16. oht. störf sexmannanefndarínnar Pólítískt hlutverk bændastéttarmnar Sjaldan hefir pólitískt hlut- verk bændastéttarinnar verið meira og torveldara en nú. Sjaldan hefir það líka boðið glæsilegri sigurlaun, ef vel tekst. Bændastéttarinnar bíður nú að hrinda ófyrirleitnustu árás- um, er á hana hafa verið gerðar, og tryggja jafnhliða framtíð frjálsra bænda, er búi við batn- andi kjör. Bændastéttarinnar bíður einnig að gæta jafnvægis- ins í þjóðfélaginu og hindra öfgamenn til hægri og vinstri í því að koma hér á ofríkisstjórn eftir rússneskri eða suður-ame- rískri fyrirmynd. Bændur hafa vissulega feng- ið auknar sannanir fyrir því, seinustu dagana, að þeir þurfa að hafa sterkan flokk á Alþingi. Þar eru nú gerðar öflugri til- raunir en nokkurru sinni fyrr til að vega að bændum, og þeirri viðleitni verður fylgt fastar eft- ir, ef bændur styrkja ekki flokk sinn til aukins viðnáms. Árás kommúnista á mjólkur- félög bænda á Suðvesturlandi er glöggt dæmi um þetta. Kommúnistar flytja frv. um að taka eignir þessara félaga af þeim, án raunverulegs endur- gjalds, og að banna þeim að fást við vinnslu og sölu mjólkurinn- ar. Framsóknarmenn hófu strax baráttu gegn þessu ofbeldi og hafa haldið uppi þróttmiklum rökræðum gegn málinu í marga daga. Aðrir, flokkar virtust í fyrstu ekki veita þvi athygli, hvers konar ofbeldismál var hér í uppsiglingu og margir þing- menn Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins tóku tillögum kommúnista líklega. Nú munu margir Sjálfstæðismanna ekki treysta sér til að fylgja þessu máli. En óvíst hefði orðið um af- stöðu þeirra, ef hin öfluga mót- staða Framsóknarmanna hefði ekki vakið þá. Útflutningsuppbætur á land- búnaðarvörur eru annað dæmið. Samkomulagið í landbúnaðar- vísitölunefndinni var byggt á því, að bændur fengju hið um- samda verð fyrir allar vörur sín- ar. Annars gátu bændur ekki borið svipað úr býtum og aðrar vinnandi stéttir. Kommúnistar höfðu hugsað sér að svíkja þetta í framkvæmd með því að láta ekki greiða neinar uppbæt- ur á útflutningsvörurnar. Þá hóf Framsóknarflokkurinn baráttu fyrir því, að bændum yrði tryggt það verð fyrir útflutn- ingsvörurnar, sem vísitölunefnd taldi nauðsynlegt að þeir fengju. Fjórtán þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa nú heitið þessu máli liðveizlu sinni. Sex þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar enn neitað að veita málinu stuðning og myndu vafalaust hafa fengið fleiri flokksbræður sína til þess, ef þeir hefðu ekki óttazt Fram- sóknarflokkinn. Bændum er sagt, að þeir geti stöðvað ásókn andstæðinga sinna, ef þeir efli samtök sín utan þingsins. Þetta er ekki nema hálfur sannleikur. Þeir tímar fara í hönd, að málum stéttanna verður meira ráðið til lykta á Alþingi en nokkurri sinni fyrr. Það er rétt hjá kommúnistum, að Alþingi er að verða meginvettvangurinn fyrir átök stéttanna. Bændum er því vonlaust að halda hlut sínum, nema þeir hafi öflugan og vaxandi flokk á Alþingi. Bændum hefir líka alltaf verið að skiljast þetta betur og betur á undanförnum árum. Þeir hafa alltaf verið að efla Fram- sóknarflokkinn. Bilið milli fylgis hans og annarra flokka í sveitum hefir alltaf verið að aukast. Þess vegna var Fram- sóknarflokkurinn einn hinna eldri flokka, sem bætti fylgi sitt á síðasta ári, þrátt fyrir vöxt kommúnista. Bændum er það þó enn meiri lífsnauðsyn að efla og styðja Framsóknarflokkinn á komandi Síðarí hlutí aí ræðn Bjarna Asgeirssonar við iyrstu umræðu um mjólkurfrumvarp kommúnista Samkomulagið í sex- maima-nefndiniii. Ég vil þá með nokkrum orðum snúa mér að ræðu háttv. þing- manns Hafnarfjarðarkaupstað- ar (Emils Jónssonar). Ýmsu úr ræðu hans er þegar svarað hér að framan og öðru af þeim hv. þingm. Vestur-Skaft. (Sveinb. Högnasyni) og Austur-Húnvetn- inga (J. Pálmasyni). Þingmaðurinn virtist nú ekki hafa neina tröllatrú á að frum- varp þetta væri allra meina bót í mjólkurmálunum, og kemur mér það ekki á óvart um jafn greindan og venjulega sann- gjarnan mann. Hitt er svo ann- að mál, að margt í málefna- flutningi hans var í þetta skipti allt annað en greindarlegt eða sanngjarnt. Hann gerði þetta frumvarp ekki nema að litlu leyti að umræðuefni, og snerist ræða hans mest um niðurstöður sex-manna-nefndarinnar, og verðlagið á landbúnaðarvörun- um. Það má nú segja um ósam- komulagið út af samkomulagi sexmanna-nefndarinnar, þetta sem skáldið sagði forðum: Und- arlegt með tíkina. Á undanförn- um árum, þegEfr að mest var rif- izt um verðlagið á landbúnaðar- vörunum og kaupgjaldið, var iðulega að því vikið bæði í ræðu og riti, hver nauðsyn væri á árum. Þeir þurfa að efla hann til að hrinda hinum ófyrirleitnu árásum, sem á þá eru gerðar. Þeir þurfa að efla hann til að koma fram réttmætum málum þeirra. En þeir þurfa lika að efla hann til fleiri hluta. Það er hlut- verk bænda að gæta jafnvæg- isins í þjóðfélaginu. Það er sótt gegn frelsi þjóðarinnar og um- bótaviðleitni frá tveimur hlið- um. Annars vegar eru kommún- istar, sem vilja hneppa þjóðina í kúgunarviðjar eftir fordæmi Rússa. Hins vegar eru hinir ný- ríku stórgróðamenn, sem dreym- ir um ótakmarkaða yfirdrottn- un auðmanna, líkt og viðgengst í hinum frumstæðu lýðveldum Suður-Ameríku. Aðeins sterkur og öflugur flokkur bænda, er safnar hugsandi miðstéttarfólki og verkalýð kauptúna og kaup- staða undir merki sitt, getur af- stýrt þessari þróun og stýrt þjóðarvagninn áfram á braut viturlegra, hagnýtra framfara á lýðræðisgrundvelli. Þ. Þ. því að fá þetta rifrildi út úr þinginu og út úr stjórnmálun- um, með því að fulltrúar verka- manna og bænda semdu sín á milli um hvorutveggja og reyndu að finna sanngjarnt hlutfall þar á milli. Og um tíma var þetta orðið að slagorði — ekki sízt hjá ýmsum fulltrúum verkamanna. Svo tók Alþingi, sem ég hélt að hefði verið búið að fá nóg af þessum deilum, þessar kröfur svo alvarlega, að það lögfesti þessa tilraun, sem eitt aðalatriði í dýrtíðarlögun- um. Svo var nefndin ákveðin — tveir mehn frá hvorum — bændum og verkamönnum, og til þess að tryggja það, að niður- stöður nefndarinnar yrðu ekkert handahóf, voru lögskipaðir í nefndina tveir beztu kunnáttu- menn, sem þjóðin átti völ á í þessum málum, hagstofustjór- inn og forstöðumaður búreikn- ingaskrifstofu ríkisins. Og til að tryggja enn betur að reynt yrði að ná viðunandi niðurstöðu, var ákveðið að niðurstöður nefndarinnar skyldu því aðeins öðlast gildi að fullt samkomu- lag allra nefndarmanna yrði um þær í öllum aðalatriðum. Ég hygg, að þeir hafi verið margir, sem kviðu því, að slík niðurstaða myndi ekki fást'um svo viðkvæmt deilumál á þess- um sundrungartímum í þessu sundrungarlandi. En svo gerðist hið óvænta. Nefndin verður sammála um niðurstöðuna, og skilar sameiginlegu áliti. Úr því átti þetta að vera leyst — og niðurstöður nefndarinnar að vera fullnaðardómur í málinu, sem ekki yrði véfengdur og ekki áfrýjað. — f fyrstu var sem menn fögnuðu þessum úrslitum, svo óvart, sem þau komu. En Adam var ekki lengi í Paradís. Fljótlega byrjuðu árásir á nið- urstöðurnar og samkomulagið — og nú eru umræðurnar um störf nefndarinnar komnar á það stig, að engu líkara er en samkomulagið í sex-manna- nefndinni sé eitthvað það háska- legasta, sem hent hefir 1 þessum málum. Hefnd Alþýðn- flokkslns. Það er ekki óeðlilegt að þingm. Hafnarfj. hafi forustuna hér innan þings um að ráðast á álit sexmannanefndarinnar, þar sem það er flokksblað hans, Al- þýðublaðið, sem hefir tekið þá forustu utan þings. Ég veit að það eru fleiri af gömlum sam- starfsmönnum háttv. þingmanns og flokks hans, sem hafa orðið þetta mikil vonbrigði. En ástæð- an er auðsæ. Alþýðuflokkurinn hefir fallið fyrir þeirri freist- ingu að beita sósíalista sömu bardagaaðferðum og þeir beittu Alþýðuflokkinn áður. Á meðan Alþýðuflokkurinn var í stjórnarandstöðu og varð oft að taka ábyrga afstöðu í við- kvæmum málum, — sem auðvelt var að gera óvinsæl meðal ým- issa manna, þá notuðu kemm- únistar, sem nú kalla sig sósíal- ista, aðstöðu sína til að afflytja málum og rægja Alþýðuflokk- inn fyrir að fylgja þeim. Á þennan hátt tókst þeim smátt og smátt að reita fylgið af Al- þýðuflokknum og ná sjálfir all- miklu af því fylgi og valdi, sem hinir höfðu áður. Þannig eru þeirra flokks- menn nú í meirihl. í Alþýðu- sambandi íslands og gátu þeir ráðið . fulltrúavalinu í sex- mannanefndinni. Og sumir telja að fulltrúi starfsmanna ríkis og bæjar í nefndinni sé einnig í stjórnmálum af sama sauðahúsi. Nú var því skipt um hlutverk þessara flokka frá því, sem áður var. Nú voru það sósíalistar, sem þurftu að taka ábyrga afstöðu í þessu vandamáli og gerðu það í bili, með því að fulltrúi þeirra eða fulltrúar tóku þátt í nefnd- störfunum og undirskrifuðu nefndarálitið. Þá gat Alþýðu- fiokkurinn ekki lengur setið á sér að láta þá finna til sinna eigin vopna og beita þá sömu aðferðum og þeir höfðu áður beitt Alþýðuflokkinn. Þess vegna er ráðizt á starf og niðurstöðu sexmannanefnd- arinnar í Alþýðublaðinu og síð- an af þingm. Hafnarfjarðar, af öllu því hlífðarleysi, sem hugs- azt getur, í þeirri von að geta með því komið höggi á Sósíal- istaflokkinn, sem þeir telja að hafi staðið að nefndarálitinu. En þetta herbragð Alþýðu- flokksins hefir reynzt þeim vita haldlaust eins og vita mátti. Sósíalistar láta ekki króa sig svona inni. Þegar þeir sáu hina aðsteðjandi hættu, hlupu þeir auðvitað eins og fætur tog- uðu frá öllu samkomulagi og allri ábyrgð og skildu fulltrúa sinn eða sína eftir eina „bölvun- inni íklædda" og þóttust hvergi hærri koma. Og til að afsaka þessa augnabliksyfirsjón að fara að taka ábyrga afstöðu í vanda- sömu máli, hafa þeir svo reynt að friðþægja með því að láta Þjóðviljann keppast við Alþýðu- blaðið um að ráðast á og afflytja álit sexmenninganna — og þing- menn sína flytja hvert frum- varpið af öðru til að ráðast á hagsmunamál og félagssamtök þeirra manna sem þeir eru á- sakaðir fyrir að hafa verið of hliðhollir í sexmannanefndinni Þeir eru svo sem búnir að hvít- þvo sig af þeirri grein. En meðferðin á þessu máli er gott sýnishorn af þjóðmálaá- standinu, sem klofningurinn í verkalýðsflokkunum hefir skap- að. Flokkarnir gera með þessum aðförum hvor annan óstarfhæf- ann. Hvorugur þorir fyrir hin- um að taka ábyrga afstöðu til hinna viðkvæmustu mála vegna þess að þeir óttast að þeir verða affluttir fyrir það og rægðir og rændir fylg'i og áhrifum. Gagnrýnlit á störfnm sex-manna-nefnd- arinnar. Annars verð ég að segja það, að umræðurnar, sem farið hafa fram í blöðunum og í þinginu um álit sexmannanefndarinnar, eru í hæsta máta óviðkunnan- leg. Alþingi tekur sér það vald að fyrirskipa ákveðnum mönn- um að leysa erfitt, en aðkallandi verkefni. Þeir verða við þessu og leysa starf sitt af höndum á tilskildum tíma eftir beztu samvizku. Þegar svo starfi því er lokið, leyfa blöð sumra stjórn- málaflokkanna, og jafnvel þing- menn, sér að ráðast á hinn dólg- legasta hátt á menn þessa og störf þeirra — og lýsa þeim eins og argasta prangara-svindli. Nú vita það allir, sem menn þessa þekkja, að þeir eru hinir samvizkusömustu í störfum sín- um. Hagstofustjóri er þekktur að því að beita hinni ýtrustu ná- kvæmni og vísindalegri vand- virkni í öllu sínu starfi, og al- veg hið sama er vitað um for- stjóra búreikningaskrifstof- unnar meðal þeirra, sem hafa kynnt sér vinnubrögð hans. Með þessum mönnum veljast svo til starfsins, af hálfu laúna- manna, mjög skýr og athugull hagfræðingur, svo og verkamað- ur, sem aldrei hefir verið borið það á brýn, að hann héldi ekki jafnan fram ýtrustu kröfum verkamanna — hvað sem ann- ars hefir um hann verið sagt. Svo er látið í veðri vaka, að full- trúar bændanna í nefndinni hafi vafið þessum mönnum öll- um um fingur sér og' sagt þeim fyrir um niðurstöðurnar — með frekju og yfirgangi. Fyrr mega nú vera ásakanir á báða bóga. Nei, þó að um einn eða annan einstakan lið í áliti sexmenn- inganna kunni að vera álitamál, þá er nefndin sjálf — og vinnu- brögð hennar full trygging fyr- ir því, að niðurstöður hennar eru næst því rétta, sem komizt verður í þessu flókna og vanda- sama máli — hvað sem líður fleipri og fullyrðingum háttv. þingm. Hafnarfj. (E. J.) og ann- arra, sem eru að reyna að snúa álitsgerð hennar í villu. Eitt af því, sem þingm. Hafn- arfjarðar fann nefndinni til foráttu, var það, að í stað þess að finna vísitölu landbúnaðar- vara, hafi hún snúið sér að því einu að fara að skapa bændun- um tekjur. — Þetta er með öllu óréttmætt. Nefndin gerði ná- kvæmlega það, sem fyrir hana var lagt, eins og menn geta sannfært sig um með því að lesa þá grein, sem um þetta fjallar í dýrtíðarlögunum. Hún fann grundvöll að vísi- tölu landbúnaðarafurðaverðsins, með því að reikna út, hve mik- inn þátt hver einstakur kostn- aðarliður í búrekstrinum vegur í heildarframleiðslukostnaðin- um og getur þar af leiðandi jafnan séð, hve mikið fram- leiðslukostnaður meðalbúsins hækkar eða lækkar, með því að athuga verðbreytingu hinna einstöku kostnaðarliði. En nefndinni var einnig fyrirskip- að að ákveða bóndanum kaup- gjald þannig, að þeir bæru úr býtum fyrir þann tlma, er þeir hafa unnið að framleiðslunni, álíka kaupgjald og aðrar vinn- andi stéttir í landinu hafa haft á sama tíma. Báðar þessar nið- urstöður liggja fyrir í störfum nefndarinnar. Biireikninganilr. Þá gerði þingmaðurinn lítið úr þeim grundvelli, sem nefndin byggði starf sitt á\— en það voru hinir 40 búreikningar búreikn- ingaskrifstofunnar. Nú vil ég minná þingmanninn á það, að þeir búreikningar, sem lagðir voru til grundvallar fyrir vísi- tölu framfærslukostnaðar í landinu, og launabætur allra launamanna, eru reiknaðir eftir um allt land, voru ekki nema 40 — og allir teknir í Reykja- vík. Einnig má geta þess, til (Framh. á 4. síðu) Eftir heímsókn í húsmæðra- kennaraskólann Húsmæðrakennaraskóli ís-1 lands hefir starfað í eitt ár, og næsta sumar, hinn 1. júní, ljúka | námsmeyjarnar kennaraprófi og útskrifast. Það er þó mikils til of snemmt að fella fullnaðar- dóm um skólann og störf hans, enda fer því fjarri, að ég sé þess umkominn. En það er þó skylda og menningarhlutverk blaða og blaðamanna að vekja athygli fólks á því, sem er að gerast í þjóðfélaginu, og því ætla ég í fáum orðum að geta nokkurra atriða úr starfi hans. Eins og kunnugt er starfaði skólinn í fyrra vetur í kjallara háskólabyggingarinnar. Stund- uðu nemendurnir þá margvís- legt og allstrangt undirbúnings- nám, bæði verknám og bóknám. Aðalþáttur bóknámsins var þá efnafræði. Með vorinu var skólinn flutt- ur að Laugarvatni, og þar var hann starfræktur í sumar. Lærðu námsmeyjarnar þar og höfðu með höndum margvísleg störf, er lutu ?J) búskap og heimilisstjórn. Meðal annars stunduðu stúlkurnar garðrækt, og var ungfrú Jóna Jónsdóttir garðyrkjukona frá Sökku kenn- ari þeirra í þeim efnum. Auk þess lands, sem skólinn hafði til ræktunar sameiginlega, hafði Ihver stúlka 30 fermetra skák út laf fyrir sig og ræktaði þar tólf | algengustu tegundir grænmet- is. Annaðist hver stúlka sinn reit að öllu leyti sjálf, gróður- setti plönturnar, hirti um þær og tók upp, er haustaði. Einnig hirtu stúlkurnar hænsni og svín (gyltan gaut 5. júlí og ól átta grísi), önnuðust mjaltir, hleyptu skyr og sinntu öðrum mjólkurstörfum og bú- verkum. Þær fóru einnig til grasa norður á Kjöl og tíndu mikið af grösum, og síðsumars tíndu þær ber, bjuggu til saft- ir, suðu niður, störfuðu að slát- urgerð og mörgu fleira. Hefir þessa dagana, eftir að skólinn flutti aftur í kjallara háskóla- byggingarinnar, verið haldin sýning á því, er soðið var niður í skólanum, — fyrsta sýningin af því tagi, sem efnt hefir verið til hér á landi. Á þessari sýningu voru eigi færri en 70 tegundir hvers kon- ar niðursuðuvara. Yrði það of langt að telja upp allt, sem þar gat að líta, enda lítið á slíkri upptalningu að græða. Hitt skiptir líka meira máli, að þessi sýning var með frábærum myndarbrag og mjög smekkvís- lega um allt búið. Ef til vill var nýstárlegast að sjá grænkál (sem er næringar- efnaríkasta jurt, er ræktuð er hér á landi) og ber geymd í skyri. Kvað sú geymsluaðferð vel gefast og virðist hún vera mjög hentugt fyrir sveitaheimili. Einnig var á sýningunni hrá- aldinmauk, er þarfnast mun minna sykurs, heldur en þegar maukið er soðið. Slátur, sem í voru fjallagrös að verulegu leyti í stað rúgmjöls, var þar á boðstólum, og sagði forstöðukona skólans, ungfrú Helga Sigurðardóttir, að vel mætti nota fjallagrös í slátrið að tveim þriðju á móti rúgmjöli og ágætt að hafa rúgmjöl og grös til helminga. Loks skal ég geta um niður- soðið kjöt, sem enginn vatns- dropi hafði verið látinn á. Það var skorið í sneiðar og steikt og síðan soðið þurrt í krukkunum. Með þessu móti verður kjötið þurrara og þéttara og alveg eins og nýtt væri, þegar það er tek- ið upp. Vetrarkennslan í skólanum er nú í þann veginn að hefjast. Verður mikil áherzla lögð á æf- ingakennslu, og byrjaði nám- skeið fyrir ungar stúlkur, 14 —16 ára í gær. Kenna náms- meyjarnar þeim við leiðsögn ungfrú Helgu. Þetta námskeið stendur í tvo mánuði. Eftir nýár hefst síðan annað námskeið ungra stúlkna. Það stendur í 2 —3 mánuði, og verður kennsl- unni hagað á sama hátt og á fyrra námskeiðinu. Af bóklegum námsgreinum verður í vetur lögð mest áherzla á uppeldisfræði, og mun dr. Broddi Jóhannesson kenna hana. En auk þess verður einn- ig kennd efnafræði, næringar- efnafræði, heilsufræði, lífeðlis- fræði, búreikningshald, stærð- fræði, grasafræði og íslenzka. Verklegar námsgreinar verða meðferð ungbarna, hjálp í við- lögum, fæðurannsóknir, hreins- un og pressun fata og hrein- gerningar á heimilum. Ég hefi freistað að telja hér allmargt upp í þeirri von, að það gæti gefið lesendum blaðs- ins, er ekki eiga kost að kynnast starfi skólans af sjálfs raun, ofurlitla hugmynd um hann, þótt slík lýsing geti aldrei orð- ið fullnægjandi. Hér á í hlut merkileg stofnun, sem skylt er að gefa gaum að og leggja rækt við. Þann stutta starfstíma, sem hún á að baki sér, hefir hún átt við erfið starfsskilyrði að búa. Er fé vissulega varið til margs, sem tvísýnna er að til gagns og þjóðþrifa horfi, heldur en þótt að henni væri betur hlynnt. Undanfarin ár hafa fáir og tiltölulega smáir húsmæðra- skólar starfað í landinu. En margir þeirra hafa verið góðir skólar og gagnlegir og sumir hinar ágætustu þjóðþrifastofn- anir. Þessir skólar hafa ekki getað tekið á móti nema nokkr- um hluta þess sægs ungra stúlkna, er viljað hafa stunda nám í þeim. Nú mun víða vera í undirbún- ingi stofnun nýrra húsmæðra- skóla, enda er það rökrétt þróun í menningarmálum þjóðarinnar. Fjöldi stúlkna í öllum héruðum landsins bíður eftir því að eiga kost á húsmæðraskólanámi, stétt kennslukvenna með inn- lenda menntun, sem sniðin er við íslenzka staðhætti, er að verða til, og verkefni fyrir menntað fólk, sem numið hefir og tamið sér myndarskap og háttvísi, eru næg í gróandi þjóð- félagi. Menning hugar og hand- ar er meira að segja undirstaða slíkrar grózku. Við íslendingar erum þannig gerðir, líkt og fleiri mannanna börn, að okkur þykir vænt um hrósið. En þó er jafnan bezt að hafa það, sem sannast. Og það er mála sannast, að okkur hefir til þessa verið allmikið ábóta- vant í umgengni, reglusemi og myndarskap. Við höfum ekkli öll haft glöggt auga fyrir sannri prýði og þokka, til dæmis á heimilum okkar. Ég hefi mesta trú á góðum húsmæðraskólum til þess að ráða bót á þessu og svipuðum ágöllum íslenzkrar menningar. En þetta er aðeins ein hlið á málinu. Önnur hlið er svo hin hagræna, heilsufars- lega o. s. frv. Ég trúi því, að á öllum þessum sviðum muni mega sjá árangur af starfi Húsmæðrakennara- skóla íslands, þegar fram líða stundir, ef svo verður haldið á- fram sem nú er stefnt. J. H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.