Tíminn - 16.10.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.10.1943, Blaðsíða 3
100. lilað TlMIIVN. langardaginn 16. okt. 1943 399 DÁNARMINlVIrVG: Þorgeir Þorsteinsson bóndi, Hlemmískeiði Einn af þeim mönnum ,sem ég hefi kærastar minningar um frá mínum æskuárum, var Þorgeir Þorsteinsson frá Reykj- um. Nú þegar hann er látinn, koma fram í hugann ýmsar minningar, sem leiða fram mörg ánægjuleg atvik frá þeim árum, en eru þó nokkrum sársauka blandin, þegar hann er horfinn úr hópi vina og vandamanna. Þorgéir var fæddur á Reykj- um í Skeiðahreppi 16. marz 1885, og var því aðeins 58 ára er hann lézt 20 ágúst sl. For- eldrar hans voru Þorsteinn Þor- steinsson bóndi á Reykjum og Ingigerður Eiríksdóttir danne- brogsmanns sama staðar. Var Þorgeir næst yngstur 15 syst- kina, er flest komust til full- orðinsára, og eru 6 þeirra nú á lífi. Fyrir tvítugsaldur fór Þorgeir að heiman til Ingveldar systur sinnar, er þá bjó á Álfsstöðum. Frá þvl dvaldi hann ekki að staðaldri á Reykjum, þó hann maður hreppsbúa í þeim málum út á við. Ef ég ætti að lýsa Þorgeiri í fáum orðum, mundi ég hafa þá lýsingu þannig: Hann var fjör- maður mikill, bjartur yfirlitum, aðlaðandi í viðkynningu og gleðimaður. Söngmaður var hann ágætur og fús á að taka lagið, hvar sem hann var stadd- ur, enda var sönghneigð honum teldi það lengi sitt heimili, því í blóð borin. Afi hans, Eiríkur á það var honum kært, og heim fannst honum hann alltaf kom- inn er hann var þar. Frá þessum tíma, og þar til hann stofnaði sjálfur heimili stundaði hann alla algenga vinnu, en var oft mest við smíð- ar, því hann var hagleiksmað- ur mikill, eins og hann átti ætt til. Faðir hans var dverg- hagur bæði á tré og járn, einn af þeim ólærðu mönnum, sem á flest lagði gjörva hönd. Hefir smíðagáfa jafnan fylgt Reykja- ættinni, allt frá Illuga smið, sem Þorgeir var ættliður frá — og til þeirra yngstu í æt.tinni. Árið 1914 byrjaði Þorgeir bú- skap á hálfri jörðinni Hlemmi- skeiði, móti Bjarna bróður sín- um. Það sama ár kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Vilborgu Jónsdóttur smiðs. Varð þeim 8 barna auðið, er öll eru á lífi og uppkomin, það yngsta fermt sl. vor. Þá Þorgeir byrjaði búskap var jörðin ekki aðgengileg. Húsakynni léleg, tún meira og minna þýft, girðingar lélegar, og annað fleira í því ástandi, sem þá almehnt gilti um jarðir í leiguábúð. Á þessum árum hefir hann keypt jörðina, byggt hvert hUs að stofni og gert mikla ræktun. I Jafnframt því að mennta börn sín, sem hann lét sér mjög annt um, hefir honum tekizt að skapa það býli, sem framfleytir | nú þeim fénaði, er fáir hefðu látið sé'r detta í hug fyrir 30 árum að hægt væri að gera. Verk þessi voru að mestu unnin af hans eigin höndum, I og eru nú minnisvarði þess manns, sem að öllu leyti gat hjálpað sér sjálfur, með aðstoð dugmikillar og ágætrar konu, sem verið hefir lífsförunautur hans og stutt hann til alls þessa. Jafnframt þessu stundaði hann nokkuð smiðar utan heim- ilisins, því að alltaf hafði hann tíma til þess að vinna verk fyrir aðra, þótt heimilisannir kölluðu •að. En hversu mikið er þá starf húsmóðurinnar, þegar heimilis- faðirinn er oft að heiman, sem jafnframt því að stjórna heim- ilinu verður að sjá um stóran barnahóp? Allt frá því fyrsta tók Þorgeir mikinn þátt í félagslífi hrepps- ins, því Ungmennafélag Skeiða- manna var stofnað 1908. Var hann einn af stofnendum þess, fyrsti féhirðir og hélt því starfi í 10 ár. Var hann alltaf með- limur þess, en nú um nokkur ár heiðursfélagi. 1909 var Sparisjóður Skeiða- hrepps stofnaður. Hvatamaður að stofnun hans var Jón Jóns- son smiður, síðar tengdafaðir Þorgeirs. Var Jón gjaldgeri sjóðsins allt til dauðadags; eða til 1931. Tók þá Þorgeir við því starfi og leysti það af hendi með hinni mestu prýði meðan hans naut við. Þorgeir átti sæti í stjórn búnaðarfélags hrepps- ins, í hreppsnefnd var hann sl. 5 ár o. fl. Hann var samvinnu- maður eindreginn, og trúnaðar- Reykjum, var söngelskur maður Var hann um langt skeið for- söngvarl í Ólafsvallakirkju. Hef- ir sönggáfan jafnan fylgt Reykjaættinni. Þótt Þorgeir nyti ekki annar- ar skólamenntunar í æsku en algengrar bændafræðslu, tókst honum að afla sér þeirrar þekk- ingar, sem útheimti til að leysa öll þau störf af hendi með ágæt- um, er honum væru falin. Má t. d. nefna, að hann skrifaði mjög fallega rithönd, og var oft valinn skrifari á hreppsfundum. Þorgeir var verkmaður ágæt- ur og verkhagur, samvinnuþýð- ur og fús til hjálpar þá á reyndi. Heimili hans bar hinn mesta myndarbrag, og var og er gott þangað að koma, enda bar þar oft gest að garði, sem öllum var tekið með jafrimikilli alúð. Þorgeir var jarðsunginn að Ól- afsvöllum 1. þ. m. og var þar samankomið yfir 200 manns úr ýmsum áttum. Hefir slíkt fjöl- menni sjaldan sézt hér við slíkt tækifæri, og sýnir það bezt þær vinsemdir, er hann naut af þeim, er honum kynntust. Og nú ert þú horfinn úr hópi þeirra samferðamanna, frænda og vina, sem þú hefir starfað með um 30 ára skeið. Við hefð- um óskað, að sá tími hefði orðið lengri, því vissulega fannst okk- ur að þú ættir enn morg verk- efni óleyst. Og þó þú sért ekki lengur til að taka í hönd vina við heimilis- dyr þínar, þá mun ég og aðrir kunningjar þínir geyma þær minningar, um góðan dreng í skemmtilegum fjölskylduhóp á glæsilegu heimili, sem við kom- um svo oft á. Við minnumst þessa um leið og við vottum þín- um nánustu samúð okkar og þökkum þér samstarfið. Mér finnst því viðeigandi að taka hér upp orð skáldsins: „Hver, sem vinnur landi og lýð, treysta skal, að öll hans iðja allt hið góða nái að styðja þess fyrir hönd, er hóf hann stríð. Og: Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa guðs um geim." E. J. Lesendur! VekiS athygll kunningja yð- ar á, a8 hverjum þeim mannl, sem vlll fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. SkrlfiO eöa símið' til Tímans og tilkynnið honum nyja ástorií- endur. Siml 2323. Nólseyjar-Páls þáttur FRAMHALD Seint í maímánuði 1807 voru mál loks komin í það horf, að Nólseyjar-Páll og samnefndarmenn hans gátu lagt af stað. Var þó einn þeirra eftir sökum veikinda. Hafði heimanbúnaðurinn gengið treglega, en að lokum auðnaðist Páli þó vinna bug á öll- um þeim hindrunum, sem yfirvöldin lögðu í veg fyrir hann. Fær- eysk alþýða hafði skotið saman um 2000 peysum til þess að greiða með ferðakostnaðinn, en þegar til kom, bannaði verzlunarstjór- inn í Þórshöfn Páli að hafa annað með sér utan skipsvistir. Hins vegar þóttist hann mundu heimila honum að senda peysur með skipum konungsverzlunarinnar til Kaupmannahafnar, en vildi þó enginn heit gefa um það, hvenær slíkt gæti orðið. Urðu málalok þau, að Páll og förunautar hans sigldu með skipsvistir einar, og var skipið rannsakað af umboðsmönnum yfirvaldanna í Færeyjum áður en það fékk að létta akkerum. Þó tóku þeir með sér 300 peysur, sem þeir kváðust ætla að nota sem rúmfatnað á sjónum. En þegar til Kaupmannahafnar kom, tóku tollverðir þessar peysur allar traustataki. Eftir nokkurt þjark harðneitaði verzlunarstjórinn þar Páli um leyfi til þess að flytja vörufarm heim og fékkst ekki einu sinni til að skila aftur peys- unum, er tollverðirnir höfðu lagt hald á. Við þau málalok í Kaupmannahöfn hélt Páll og förunautar hans suður til Kílar í Holtsetalandi. Þar sat þá Friðrik ríkisarfi, síðar Friðrik konungur VI, er stjórnaði Danaveldi ókrýndur frá 1797, að faðir hans, Kristján VII., lét af völdum vegna brjálsemi, til 1808 að konungur dó. Gengu nú sendimenn fyrir ríkisarfann, og tók hann þeim virkta-vel. Lögðu þeir fram bænaskjal Færeyinga um lækkun vöruverðs í eyjunum og fluttu mál þjóðar sinnar einarðlega. Tók ríkisarfi vel á öllu og tjáði sig hlynntan því, að Færeyingar fengju leiðréttingu mála sinna, meðal annars að Færeyingar yrði látnir hafa á hendi vöruflutninga fyrir konungsverzlunina, svo að þeir gætu orðið dugandi sjómenn og „færir til að reka sjálfir verzlun á eigin skipum, ef þeim verður, er fram líða sturidir, með konunglegri tilskipun miskunsamlegast leyft að njóta verzl- unarfrelsis," eins og komizt var að orði í bænarskjalinu. Þóttu Færeyingum þessar undirtektir ríkisarfans að vonum góðar. í bréfi 31. júlí 1807 fól svo ríkisarfinn rentukammarinu að gera ráðstafanir til þess, að Páll fái vörur í skip sitt til heimflutnings, en án þess þó að verzlunarstjórnin hlyti hneysu af, og veita sendimönnunum jafnfrámt leyfi til þess að selja þær 300 peysur, sem geymdár voru í tollbúð Kaupmannahafnar, svo að þeir gætu keypt svefnföt til heimferðarinnar. Bendir ríkisarfinn á, hví- líkur atorkumaður Nólseyjar-Páll sé, og hafi hann meðal annars smíðað fyrsta skipið, er smíðað hafi verið í Færeyjum. Eigi hann skilið stuðning sem mestan, en ekki óvild og tortryggni. Er þetta bréf kom til stjórnardeildarinnar, höfðu þó tveir sendi- mannanna fengið andvirði peysanna greitt að sínum hluta, þ^ eð þeir höfðu tekið sér far heim til Færeyja með öðru skipi. 7. ágúst skrifar ríkisarfinn rentukammarinu að nýju. Hefir honum þá bersýnilega borizt bréf frá því, þar sem lagzt hefir verið á móti málum Færeyinga, þar eð konungur hafi grætt drjúgum á Færeyjaverzluninni með þeim verzlunarháttum, sem verið höfðu síðustu árin. Þessu svarar ríkisarfinn á þá leið, að þessi orð staðfesti einmitt, að vöruverð í Færeyjum hafi verið óhæfilega hátt eða færeyskar afurðir hafi, að öðrum kosti, verið of lágu verði goldnar. Nú sýndist allt leika í lyndi. Nólseyjar-Páll virtist hafa unnið hug ríkisarfans með^djarfmannlegri framkomu sinni, einbeittleg- um og góðum málflutningi, dug og manndómi, og borið sigur úr býtum í harðskeyttri baráttu sinni við þá purkunarlausu rang- lætismenn, er haldið höfðu Færeyjum í heljargreip. Þjóð hans átti í vændum bætta skipan mála sinna og var sjálf að byrja að rumska af volæðis-svefni sínum. Fyrr en varði gat-að því rekið, að einokuninni yrði aflétt. Páll hlýtur að hafa dreymt glæsta drauma um viðreisn þjóðar sinnar. En oft er erfitt að spá, hvað framtíðin ber í skauti sínu. Margt býr í þokunni. Englendingar sögðu Dönum stríð á hendur. Sjö-ára-stríðið var skollið á. Sjálft Danaveldi var í háska, og þá höfðu Danir auðvit- að ekki mikinn tíma til þess að sinna málum færeyskra kotunga. Þau ár, sem í hönd fóru, urðu Færeyingum þungbærari heldur en öll hin undangengnu eymdarár. Siglingar féllu niður, þvi að enskir víkingar voru á sveimi við eyjarnar og lögðu hald á kaup- skip, er leið áttu um þær slóðir. Varð því ægilegur skortur á öll- um erlendum nauðsynjavörum í eyjunum, ekki sízt korni, unz 1810 að nokkuð rættist úr. Voru Færeyjar þá með ensku skip- unarbréfi lýst hlutlaust land. Þau árin, sem hungursneyðin var geigvænlegust, einkum 1808 og 1809, varð fólk að leggja sér þang til munns til þess að halda í sér tórunni. í Norðureyjum, þar sem fólk var yfirleitt enn sárfátækara en á hinum eyjunum, var ástandið þó hörmulegast, enda urðu aflabrögð þar léleg, alger uppskerubrestur og meira að segja engin grindahlaup. Þar var ekki sjaldgæft að finna fólk dautt á fjörunum með þangblöð í munninum. í syðstu eyjunum, einkum Suðurey og Sandey, var ástandið mun skárra, því að þar var kornvöxtur góður og nokkr- ar grindagöngur. En eigi að síður svarf þar mjög hart að alþýðu manna þessi löngu og myrku styrjaldarár. Nólseyjar-Páll var enn í Kaupmannahöfn, er stríðið skall á, og hann var sjónarvottur að því, er Englendingar tóku danska flotann á sitt vald, og hríð þeirri, er þeir gerðu þáað Kaup- mannahöfn. Hann var nýbúinn að fá leyfi stjórnarvaldanna í Höfn til þess að flytja kornfarm heim til Færeyja á ábyrgð konungsverzlunarinnar. En nú varð hann einnig að sækja undir högg Gambiers, enska flotaforingjans. Hlaut hann áheyrn hjá flotaforingjanum, greindi honum frá bjargarleysinu í Færeyjum og fékk að lokum ferðaleyfi, undirritað af Gambier sjálfum, er tryggja átti honum greiða heimför, þrátt fyrir yfirgang hinna ensku víkingaskipa. Komst hann heilu og höldnu heim til Fær- eyja um haustið með skip sitt hlaðið korni. Var farminum skip- að á land á Suðurey. Haustið 1807 og framan af ári 1808 var tíðindalítið í Færeyj- um. En uggur var mikill í fólki vegna styrjaldarinnar, og lét Nólseyjar-Páll halda vörð alan veturinn norður í Vogi og huga vandlega að grunsamlegum skipaferðum. Samband ísl. samvinniifélaga. Vér vátryggjum vörur og innbú fyrir Sam- bandsfélögin og viðskiptamenn þeirra. Enginn ætti að fresta að vátryggja eignir sínar, því elds- voði getur orðið á hverri stundu. Nokkur eíntök aí sögunni Björn formaður eftir Davíð Þorvaldsson og KALVIBIR eftir sama höfund iás't í bókaverzlunum næstu daga. Tilkynniné Viðskiptaráðið hefir ákveðið lagningu vara frá 11. marz og 2 breytingu á reglum um verð- júní 1943. Samkvæmt henni er ekki heimilt að reikna álagningu á inn- lendan sendingarkostnað, heldur skal honum bætt við verð vörunnar eftir að heimilaðri hámarksálagningu hefir verið bætt við kaupverð á innflutningshöfn eða framleiðslustað. Þegar á- kveðið hefir verið hámarksverð á vöru, er á sama hátt heimilt að bæta við það sannanlega áföllnum sendingarkostnaði frá fram- leiðslustað eða innflutningshöfn til sölustaðar. Reglur þær, er gilda frá og með 11. október 1943 um verðlagn- ingu vara, eru birtar í heild í 59. tölublaði Lögbirtingablaðsins. Reykjavík, 13. október 1943. Verðlagsstjórinn. Tílkynníng Viðskiptaráðið kaffibæti: hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á I heildsölu: kr. 6,00 pr. kg. í smásölu: kr. 7,00 pr. kg. Ofangreint verð er miðað við framleiðslustað. Annars staðar mega smásöluverzlanir bæta við hámarksverðið sannanlegum sendingarkostnaði til sölustaðar og auk þess helmingi umbúða- kostnaðar, þegar varan er send í trékössum. Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda að því er snertir kaffibæti, sem afhentur er frá verksmiðjum frá og með 14. október 1943. , * * Reykjavík, 13. október 1943. Verðlagsstjórinn. Áskriftargjald Tímans utan Reykjavlkur og Hafhar- fjarðar er kr. 30.00 árgangur- inn, ? ? Síðara bíndið aí hinní bráðskemmti- legu og stórfróðlegu bók V$EIR GERÐU GARÐINN FRÆGAN 4ÚTBREIÐIÐ TÍMANN ? kemur í bókaverzlanir innan skamms. Bóndi - Kanpir |iú bnnaðarblaSiS FREY?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.