Tíminn - 16.10.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.10.1943, Blaðsíða 4
400 TÍMIM, langardaghm 16. okt. 1943 100. blafS Ræða Bjarna Asgeírssonar tJR BÆNUM Fyrsti skemmtifundur Framsóknarfélaganna í Reykjavík á þessu hausti, verður haldinn í Lista- mannaskálanum næstkomandi þriðju- dagskvöld. Til skemmtunar verður: Framsóknarvist, ræðuhöld og dans. Aðgöngumiðar verða seldir á afgreiðslu Tímans á mánudag og þriðjudag. Súðin verður sjófær um mánaðamótin næstu. Hafa miklar endurbætur verið gerðar á skipinu. Færeyska lögþingið hefir ákveðið að veita 10.000 kr. til kaupa á herbergi í Stúdentagarðinum handa færeyskum stúdent. „Oliver Tvist“ * eftir Charles Dickens er komin út í þýðingu Hannesar J. Magnússonar kennara á Akureyrl. Er þessi nýja út- gáfa vönduð að frágangi og myndum skreytt. Bókabúð Æskunnar gefur bókina út. „Maður frá Brimarhólmi“ heitir stór skáldsaga eftir Friðrik Ásmundsson Brekkan, nýkomin í bóka- búðir. Friðrik Á. Brekkan er kunnur rithöfundur, þótt nú um skeið hafi fátt komið út eftir hann, nema smá- sagnasafn, „Níu systur“ í fyrravetur. — Víkingsútp-áfan gefur þessa nýju skáldsögu út. Verðlagsbrot. Nýlega hafa eftirgreind fyrirtæki á ísafirði verið sektuð, sem hér segir fyrir brot á verðlagsákvæðum: Verzl- un Guðmundar Björnssonar. Sekt og ólöglegur hapnaður kr. 350,00. Verzl- unin hafði selt kartöflur of háu verði. — Ennfremur Veitingastofan Vitinn. Sekt og ólöglegur hagnaður kr. 200,00. Of margar tölur og annað verra. Nýlega er komið út ritgerð með þessu nafni eftir Kjartan Jóhannes- son starfsmann hjá ríkisbókhaldinu. Eru þar gagnrýndir ýmsir liðir skatta- málanna og framkvæmd þeirra. Rit- stjóri Þjóðólfs hafði lofað að birta ritgerð þessa, en útgáfustjórn blaðs- ins tókf fram fyrir hendur honum og synjaði um birtingu. Blíndraheímílí Eitt af þeim verkefnum, sem Blindravinafélag íslands vinn- ur að, er að koma upp heimili fyrir blinda menn. Er mikil nauðsyn á, að úr þeirri fram- kvæmd verði áður en mörg ár líða. í dag selur félagið merki til fjáröflunar handa heimilinu og heitir á alla, sem styðja vilja að bættri aðbúð blinda fólksins, að efla blindraheimilissjóðinn og kaupa merkin, svo að heimilið rísi þeim mun fyrr upp. Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) ar ættu ekki hægt um vik að semja sérfrið, þar sem þeir væru algerlega háðir Þjóðverj- um um aðflutninga á kolum, olíu, gúmívörum, vélum, verk- færum og ýmsum neyzluvörum, og Þjóðverjar hefðu sjö herfylki í Norður-Finnlandi. Svíar ræða mjög um framtíð Finnlands og kemur þeim öllum saman um, að það sé ekki síður hagsmunamál Svíum en Finn- um, að Finnland haldi sjálf- stæði sínu. Þing sænsku verka- lýðsfélaganna, er haldið var í haust, lét sömu skoðun í ljós. Hins vegar leggja sænsku blöðin áherzlu á, að Finnar verði að gera sitt ítrasta til að hafa góða sambúð við Rússa og fram- tíð Finnlands verði eigi tryggð til fullnustu, nema slík sambúð komizt á. Telpuhosur dökkbrúnar, nýkomnar. H. Toft SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5 SÍMI1035 S T Ú L K U R óskast til fiskflökunar. Hátt kaup. Frítt húsnæði í nýtízku húsum. HRAÐFRYSTISTÖÐ VESTMANNAEYJA. Vinnið ötuliegu fyrir Timann. (Framh. af 2. síðu) samanburðar, að sams konar reikningar annars staðar á Norðurlöndum voru a. m. k. fyr- ir styrjöldina sízt fleiri tiltölu- lega en hér, og eru þó byggð- ar á þeim hagfræðilegar niðurstöður um afkomu land- búnaðarins eins og hér er gert. Nú halda búreikninga 6—7 af þúsundi bænda. í Danmörku munu þeir vera lítið eitt fleiri, en í Noregi og Svíþjóð aðeins 3—4 af þúsundi. Og enn má bæta því við, að búreikningar í þessum löndum eru næstum allir einfaldir, — en hér eru þeir tvöfaldir og sundurliðaðir og því stórum auðveldara á þeim að býggja. En nú var ekki eins og nefndin tæki reikninga þessa og niðurstöður þeirra gagnrýnis- laust. Hún lét sannprófa þá með samanburði á skattskýrslum, búnaðarskýrslum og verzlunar- skýrslum o. fl., þar til hún hafði sannfært sig um, að þeir sýndu rétta og raunverulega mynd af meðalbúum í landinu. Þá fyrst byggði hún á þeim. Kaup bóndans. Ég geng hér fram hjá ýmsum einstökum liðum í gagnrýni þingmannsins, með því að þeim hefir þegar verið svarað af öðr- um. En þar sem allar hans ádeil- ur stefndu aö, var sú fullyrðing hans, að kaupgjald bóndans væri óhæfilega hátt reiknað. í því sambandi gat hann þess að kaup bóndans samkv. búreikn- ingunum ,hefði verið fyrir stríð kr. 1000, — en væri nú metið 14.000 eða meir en fjórtánfald- að. Nú er þetta út af fyrir sig rangt. Þegar bóndanum var reiknað 1000 kr. í kaup, var konu hans og börnum innan 16 ára aldur einnig reiknað kaup og þeim öllum framfærsla af búinu. Nú er kaup og framfærsla alls þessa fólks fólgið í þessum 14 þús. kr. og verður þá munurinn engan veginn óeðlilegur. — En hvers vegna var kaup bóndans fyrir stríð reiknað 1000 krónur aðeins. Það var af þeirri ein- földu ástæðu, að reikningar búsins sýndu það, að afkoma þess leyfði ekki hærri kaup- greiðslur. Meðalbóndinn var með öðrum orðum rétt rúmlega mat- vinnungur. Nú veit ég ekki, hvort á að skilja þennan samanburð hjá þingmanninum þannig — að hann telji að kaup þetta hefði átt að haldast svipað eða lítið breytt hjá bóndanum á sama tíma og allar aðrar stéttir og einstaklingar margfölduðu sín- ar tekjur. En eitt er víst, að ef slíkri stefnu hefði verið fylgt í landinu, þá hefðu vandamálin í sambandi við landbúnaðaraf- urðirnar orðið með nokkrum öðrum hætti en þau eru nú — m. ö. o., þessi vara væri þá ekki til á markaðnum. Óttiim við matarskort Ég minnist þess, hvern ótta margir báru í brjósti í upphafi stríðsins um það, að hér gæti orðið matvælaskortur í landinu vegna erfiðra aðdrátta á nauð- synjun og vegna þess,að hinnar innlendu matvælaframleiðslu í landbúnaðinum yrði ekki nægi- lega gætt. Þessi ótti jókst stór- um við það, er þess varð vart, hve starfsemin. við sjóinn dró ört að sér vinnuaflið frá land- búnaðinum. Verð á sjávarafurð- um margfaldaðist á stuttum tíma og eftirspurnin var ótak- mörkuð. Hins vegar lokuðust ýmsir beztu markaðir landbún- aðarins í útlöndum..og vörum eins og kjöti var haldið niðri í verði, t. d. í Englandi, með greiðslum úr ríkissjóði. Hér var því ójafn leikur. Síðan bættist starfsemi setu- liðsins við, þannig, að allir, sem vildu, gátu fengið störf utan landbúnaðarins, sem greidd voru með ævintýralegum vinnulaun- um. Afleiðingar þessa urðu vit- Veklð athygli kunnlngja yð- ar á, að hverjum þeim mannl, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauösyn- legt að lesa Tímann. anlega þær, að fólkið þusti frá landbúnaðarstrfunum hvaðan- æva og þess gætti mjög, að bændur voru farnir að leita til þessara starfa — og jafnvel gengu frá jörð og búi. Það voru margar bollalegg- ingar uppi um það, hvernig helzt yrði við því spornað, að framleiðsla landbúnaðarins færi í auðn og fólkið yrði matvæla- laust í landinu innan um allar seðlafúlgurnar, sem fylltu vasa landsmanna. Það var hreyft þeirri hug- mynd að koma á þegnskyldu- vinnu við'landbúnaðarstörf o. fl., o. fl. — sem þó fáir fengust til að líta við, því að hver vildi sitja við þann eldinn, er bezt logaði, eins og gengur. Það ráð, sem þá var upptekið og eitt sýndist tiltækt eins og komið var, — var það, að haga verð- laginu á lanbúnaðarvörunum þannig, að bændum yrði unnt að íá ginhverja hjálp við fram- leiðslustörfin, en þó einkum til þess, að þeir neyddust ekki til að yfirgefa bú sín í atvinnuleit í kaupstöðunum til að geta orðið að einhverju leyti þátttakendur í hinni auknu velmegun lands- manna — heldur fyndu hvöt hjá sér til að leggja sig fram við matvælaframleiðsluna, sem þjóðin mátti hvað sízt við að vanrækja. Bændur voru yfirleitt meira og minna skuldugir, og þeim var það nauðsyn að fá hag sinn bættan í hlutfalli við aðra. Það var því alveg óhjákvæmi- legt, bæði vegna innlendu mat- vælaframleiðslunnar og fram- tíðar landbúnaðarins, að búa þannig að bændum, að þeir gætu yfirleitt unað hag sínum við landbúnaðinn og fram- leiðslustörf hans. Og þetta hefir tekizt öllum vonum framar. Bændur hafa staðið það vel að framleiðslumálum sínum, að hér hefir yfirleitt verið gnægð þfirra hluta, sem þeim er unnt að leggja í þjóðarbúið — eða svo hefir það verið til þessa. Þrátt fyrir það, að vandræði með starfsfólk í þágu landbún- aðarins, hafi verið stórkostleg víða um land, verður ekki séð ( annað en að framleiðslu land- I búnaðarins hafi verið haldið fullkomlega í horfinu .— og verður að telja það út af fyrir sig afrek af bændastéttinni, sem gat því aðeins náðst, að bændur leggðu óvenju hart að sér — auk þess, sem hagkvæmt tíðarfar mikinn hluta þessa tímabils, gerði sitt til. Nú skyldi maður ætla, að þetta yrði að einhverju metið af þeim, sem framleiðslu þeirra njóta í landinu. En hér hefir viljað bera á því sem víðar, að menn kunna ekki til fulls að meta það, sem þeir hafa gnægð af — og þekkja ekki hvað er að vanta. Þakkirnar til bænda. Ef menn hér á landi hefðu fengið þótt ekki væri nema viku eða mánaðartíma að kynnast af eigin raun því ástandi, sem matvælaskorturinn skapar nú í fjölda landa um allan heim — í stað þess að vaða í allsnægtum, þá hefðu þeir máske kunnað að meta betur en nú er, gildi þeirra starfa, sem bændurnir annast — og það afrek, sem þeir hafa leyst af höndum í matvæla- framleiðslu fyrir þjóð sína — afrek, — sem ég tel hiklaust að gangi næst starfi þeirra manna, sem segja má að nokkru leyti að hafi tekið þátt í styrjöldinni til að halda uppi siglingum að og frá landinu — sjómannanna. í stað þess er starf þeirra þakkað með því, að þeir eru hundeltir og svívirtir í blöðum landsins dag eftir dag og viku eftir viku, — menn þeir, er bændur hafa falið forustu í fé- lagsmálum sínum og á Alþingi, og bændastéttin sjálf — næst- um eins og þetta væru land- ráðamenn. Þetta er gert jöfnum höndum af þeim, sem skrifa hina „ábyrgu“ stjórnmálaleið- ara þessara blaða, og þeirra, er stjórna kjaftakerlingadálkum blaðanna, þar sem „Konen ved* Vandposten“ safnar saman öll- um slúður- og slefsögum bæjar- ins bæði sönnum og lognum og leggur út af þeim. Þær þykir rógsmönnum bændanna góm- sætt sælgæti til að smjatta á, um framleiðslu þeirra og fram- leiðsluvörur, starfshætti og jafnvel lifnaðarhætti. Margt af þessu kjaftæði er svo rotið og niðrandi, að það nálgast at- vinnuróg, þótt enginn hafi enn- þá tekið þessar kjaftakindur svo alvarlega að draga þær fyrir lög og dóm. Nei, bændur eiga sannarlega aðra viðurkeninngu skilið fyrir það, hvernig.þeir hafa brugðizt við þeim margvíslegu erfiðleik- um, sem stríðsástandið hefir lagt í götu þeirra. Og einhver þjóð mundi telja sig sæla að hafa heldur afgang en að skort- ur sé á ýmsum helztu matvæla- nauðsynjum, þótt hún þyrfti að leggja á sig nokkúrn auka- kostnað því til tryggingar. Bændnr og iðnaðarmcnn. Það þótti mér óskiljanleg þröngsýni af þingm. Hafnar- fjarðar að amast við því, að kaup bænda væri að einhverju leyti miðað við tekjur iðnaðar- manna, þó að það yrði heldur til að hækka kaupgjald bóndans. Báðar stéttirnar vinna að framleiðslu „neyzluvara" hver á sínu Sviði. Ég tel að bóndinn þurfi til að bera álíka starfs- menningu og iðnaðarmaðurinn, þó á annan hátt sé. Bóndinn vinnur að jafnaði lengri vinnu- tíma en iðnaðarmaðurinn og þarf að stjórna hinum marg- háttuðu störfum búsins auk þess sem hann ber fjárhagslega ábyrgð á útkomunni, og verður að taka á sig hallann af upp- skerubresti vegna ótíðar o. s. frv. Samt telur þingmaðurinn ekkert að athuga við það, að kaup iðnaðarmannsins marg- faldist með því að margfalda verðið á iðnaðarvörum, sem líka í ýmsum greinum hefir hækkað ekki síður en verð á landbúnað- arvörunum, en sér ótal hættur og ósanngirni í því fólgnar, ef bóndanum er leyft þetta sama. — Mér finnst þetta einkennileg „jafnaðarmennska". Krókódílatárln. Að síðustu flutti þingmaður- inn hjartnæma prédikun, um þann voða, sem stafaði af dýr- tíðinni, sem verðið á landbún- aðarafurðunum væri einn liður í, — fyrir útflutningsframleiðslu landsmanna og alla afkomu. — Mikið var. En þingmaðurinn ætti að beina þeim umvöndun- arorðum til annarra en bænd- anna. Hann ætti að snúa máli sínu til þeirra manna, sem bæði með löglegum og ólöglegum ráð- um unnu að því að rífa niður allar þær hömlur, sem reynt var að setja gegn hinu ægilega dýr- tíðarflóði — með þeim afleið- ingum sem nú eru öllum kunn- ar. Það er tilgangslaust að fella krókódílatár í þinginu nú, útaf því, sem komið er. Þingmaður- inn ætti að gráta afdrif þeirra mála í einrúmi heima hjá sér eða flokki sinna sálufélaga, sem á úrslitastund tóku þá ákvörð- un að sleppa öllum hömlum gegn dýrtíðarflóðinu. Því að þessir menn höfðu ekki leyfi til að vera svo heimskir að sjá það ekki, að hóflaus hækkun kaup- gjalds og launa, hlaut að hafa í för með sér hækkun vöruverðs- ins í landinu, bæði á framleiðslu vörum landbúnaðarins og iðn- aðarins — og auka þannig dýr- tíðina. Nýkomíð Irá Ameríku sloppa- og skyrtutölur, — hvítar og mislitar. HEILDVERZLEN JÓIIAMS KARLSSONAR & CO. Síml 1707. TÍMINN er víðlesnasta anglýsingablaðið! - OAMLA ....... Skuggi dular- fulla mannsins. ,Shadoow of the thin man' WILLIAM POWELL, MYRNA LOY. Sýnd kl. 7 og 9. Bannað fyrir börn innan 16 ára. Kl. 31/2—614 GLÆFRAMAÐUR. „It happened to one man“ WILFRID LAWSON, NORA SWINBURNE. Bönnuð fyrir börn. Mániiin líður (The Moon is Down). Stórmynd eftri sögu JOHN STEINBECK. Aðalhlutverk: Sir Cedric Hardwicke, Dorris Bowdon, Henry Travers. Bönnuð fyrir börn yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Leikfélag Reykjavíkur „Lénharður fógeti“ 4 Sýning’ aiuiað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag. F ramsóknarf élögí n í Reykjavík halda skemmtifund í Listamannaskálanum þriðjudagskvöldið 19. október og hefst kl. 8.30. SKEMMTIATRIÐI: 1. Framsóknarvist, 2. Ræður, 3. Dans. Aðgöngumiðar fást í afgreiðslu Tímans á mánudag og þriðju- dag. Tryggið ykkur aðgöngumiða í tíma og mætið stundvíslega til þess að geta komizt að spilaborðunum. Mýfar bæknr Kolbeinn Högnason í Kolla- 'irði er löngu þjóðkunnur mað- ir fyrir lausavísur sínar sem :ru margar afburða smellnar og íafa flogið um land allt beint if vörum hans. Hitt hefir ekki öllum verið jafnkunnugt, að Kolbeinn er að minnsta kosti jafnvígur á löng kvæði, og að mörg af kvæðum hans eru með því bezta, sem ort hefir verið á íslenzka tungu. Fyrir skömmu sendi hann frá sér þrjár ljóðabækur KRÆKLUR, OLNBOGABÖRN og HNOÐNAGLA Alls um 500 blaðsíður. í Kræklum og Olnbogabörnum eru kvæðin, en í Hnoðnöglum eru lausavísur hans. Ljóða- vinir um land allt munu fagna útkomu þessara bóka. Mandolínkennslubókin eftir Sigurð H. Briem er komin í bókaverzlanir. Nú geta menn lært að spila á þetta vinsæla og handhæga hljóðfæri. Setningafræði Björns Guðfinnssonar er komin í bóka- verzlanir. Bók þessi hefir áður verið seld eingöngu ríkisút- varpinu, en verður hér eftir seld hjá bóksölum um land allt. Bókaverzluu ísaioldar. Úrvals spaðkjöt ór mörgum lieztu f járhéröðum laiidsius kem- ur næstii daga í lieilum og hálfum tuimiim. Tekið við pöntunum í síma 1080. Samband ísl. samvínnufélaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.