Tíminn - 08.01.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.01.1944, Blaðsíða 3
» 2. blað TÍMINrV, laugardaginn_8. jan. 1944 FIMMTUGUR llelgl Krlstjansson kjötmatsmaður, Húsavík Helgi Kristjánsson, kjötmats- maður í Húsavík, varð fimmt- ugur 30. okt. s. 1. Hann fæddist að Hólakoti í Reykjadal í Suður- Þingeyiarsýslu. Poreldrar hans voru Kristján Hjálmarsson bóndi þar og Ólína Guðmunds- dóttir kona hans. Þau áttu mörg börn, voru fátæk og urðu að láta Helga frá sér, þegar hann var 9 ára gamall. Ekki lenti hann samt á hrakningi, því frá 11 ara aldri ólst hann upp hjá hinum landskunnu bændum Agli og Jóhannesi Sigurjónssonum á Laxamýri. Á þessu stórbýli lærSi Helgi að vinna vel og hefir hann kunnað það síðan. Þegar Helgi var tvítugur, fór hann til Noregs, en eftir eitt ár hélt hann aftur heimleiðis, því að hann er maður átthagaelsk- ur. Árið 1922 gekk hann að eiga Þuríði Sigtryggsdóttur frá Jarlsstöðum í Aðaldal og hóf búskap á Húsabakka í sömu sveit. Eftir fjögur ár missti hann konu sína og hefir verið ekkju- maður síðan. Tvö börn eignaðist hann með konu sinni, Sigríði og Hrein. Er Sigríður nú gift kona í Húsavík, en Hreinn er námsmaður að Laugarvatni. Strax og frysting kjöts til út- flutnings hófst hér norðan lands fór Helgi að kynna sér hana og mat á kjöti til fryst- ingar. Haustið 1931 gerðist hann kjötmatsmaður við slátur- og frystihús Kaupfélags Þingey- inga í Húsavík og hefir verið það síðan. Hefir hann þótt vandlátur matsmaður, enda urðu innleggendur í K. Þ. ekki varir breytingar við „hið stranga gæðamat", sem fyrirskipað var í haust sem leið og virðist hafa valdið breytingum allvíða. Helgi hafði að undanförnu metið inn- legg þeirra eftir eins ströngum reglum. Ber þetta mati hans gott vitni. Helgi er bókhneigður maður, vaskur til verka, ósérhlífinn og hjálpsamur, drengur góður og vinsæll. Á afmælisdaginn tók margur hlýtt í hönd honum. Barst honum fjöldi heillaóska- skeyta í bundnu og óbundnu máli; þar á meðal þetta: „Byrjað er ögn að héla þitt hár. En hvað er að fást um það? Þinn hugur er stæltur, handleggur knár — og hjartað á réttum stað. Syngi þér minningar ljúflingslag. — Á laufblaði -siglum . við Rín. — Verði þér allt til yndis í dag og árin, sem bíða þín." Þann dag stofnaði Helgi sjóð til minningar um konu sína. Af- henti hann konum í Aðaldal, — ættarsveit hennar, — sjóðinn til eignar og umráða samkvæmt velgerðri skipulágsskrá. Ekki er úr leið að geta þess, til viðbótar áðurnefndum mann- kostum Helga Kristjánssonar, að hann er eindreginn sam- vinnumaður og Framsóknar- maður — og fer aldrei dult með það. K. K. Samsæti Hinn 10. des. síðastliðinn héldu Lónsmenn í Austur- Skaftafellssýslu frú Ragnhildi Guðmundsdóttur rjósmóður í Svínhólum, heiðurssamsæti, en hún varð 64 ára þann dag. Var henni afhendur vandaður hæg- indastóll frá sveitungum, og nokkur peningaupphæð frá Lónsmönnum, sem búsettir eru á Höfn í Hornafirði, og fylgdu þessu beztu afmælisóskir. Allmargt fólk kom saman í Svínhólum þennan dag, og var Ragnhildi þakkað 26 ára heilla- drjúgt ljósmóðurstarf, og henni og manni hennar, Þorleifi Bjarnasyni bónda, þökkuð sú mikla gestrisni og greiðasemi, er þau hafa synt í nær 40 ár, sem þau hafa búið í Svínhólum, en bærinn stendur við þjóðveg- inn vestan Lónsheiðar og hefir löngum |verið áningarstaður flestra þeirra, sem yfir heiðina hafa farið. Nú hefir Ragnhildur látið af ljósmóðurstörfum og við þeim tekið ungfrú Ragna Stefáns- dóttir í Hlíð. Húsfreyjur sveitarinnar sáu þarna um veitingar og skemmti fólk sér við ræðuhöld, spil, söng og samræður langt fram á nótt. S. J. Áskriftarí*iald Tínians utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. Vinnið ötullega fyrir Thnann. Útbreiðið Tímann! Bandaríkjunum mun verðbólg- unni væntanlega haldið í skefj- um og ekki gefinn laus taum- urinn. Verkalaun munu verða hærri og verkamannasamböndin munu eflast. Stjórnmálaáhrif þeirra munu eflast, en mörgum starfsvenjum þeirra mun breytt, — sumum af frjálsum vilja, öðrum með reglugerðiim af hendi fylkja — eða ríkis- stjórnar. Samvinnuverzlun mun færast í vöxt og samsala í heil- um iðngreinum tekin upp. Heilbrigðisráðstafanir munu verða auknar og endurbættar. Sjúkrahús verða stækkuð. Tala þeirra, er starfa að félagsmál- um, mun að líkindum vaxa til muna. Skattar hljótá að halda á- fram að vera háir um mörg ár, hvaða stjórnmálaflokkur sem með völdin fer, til þes að rísa undir ríkisskuldum, er nema um 250 biljónum dollara. En þegar eftir stríðið. Miklum birgðum ar lækkaðir til þess að ýta und- ir framtak og viðskipti, og skapa þannig miljónum manna atvinnu þegar í stað. Milliríkjaverzlun mun að miklu leyti undir eftirliti og rekin með fjárhagslegri aðstoð ríkisstjórnanna um langt skeið eftir stríðlð. Miklum birgðum hráefna, sem nú eru tepptar vegna stríðsins, mun verða dreift og deilt út undir eftirliti, til þess að eyðileggja ekki mark- aðinn. Mikil eftirspurn mun verða eftir skipakosti á lang- leiðum. Menn munu finna hjá sér hvöt til þess að starfa og „græða". Hvötin til að græða mun herða á mönnum á marg- an hátt til að framleiða áhöld og aðra hluti, er daglega mega að haldi koma. Iðnrekendur eru nú þegar farnir að hugsa fyrir aukinni framleiðslu en minni álagningu eða hagnaði á hvern einstakan hlut, —- betri dreifingaraðferð, meiri atvinnu handa fleiri mönnum, meiri tekjum í hendur almennings, meiri kaupgetu, betri líf safkomu og lifnaðarháttum. Efnahagslega mun verða betra að lifa i heimi hér, — eftir stríðið. Ahdlega gæti það orðið betra, ef við fyrirhugum og vinnum að því, að svo megi verða. Cpp frá áþján FRAMHALD Dag einn flugu þau tíðindi eins og eldur í sinu um öll þræla- úrverfin, að fitthvað mikilfenglegt ætti að gerast heima í „hús- inu" næsta morgun. Engu mannsbarni kom dúr á auga þessa nótt. Allir vöktu og biðu hins mikla dags. Árla morguns kom sendiboði út á ekrurnar og skipaði öllum þrælunum að koma heim að „húsinu" og hlýða þar á boðskap, sem fluttur yrði. Móðir Bookers leiddi börn sín við hönd sér í hópi márgra ann- arra svartra mæðra af ekrunni. Húsbóndinn og allt skyldulið hans stóð úti á svölunum, og það var miklu fremur hryggð en reiði eða gremja, sem skein úr svip bess. Ef til vill tók það sér nær, þegar allt kom til alls, að eiga nú að skilja við þetta fólk, sem hafði svo lengi lotið stjórn þess, heldur en að missa eign sína. Ókunnugur maður, foringi úr her Norðanmanna, ávarpaði fólkið og las síðan þá tilskipun Bandaríkjastjórnar, að allir ófrjálsir menn skyldu leystir úr ánauð. Síðan tilkynnti hann Svertingjunum, sem þarna voru saman komnir, að þeir væru frjálsir menn, sem heimilt væri að fara hvert sem þeir vildu og takast þau störf á hendur, er þá fýsti. / Móðir Bookers stóð hjá börnum sínum, er þessi orð voru sögð. Skyndilega laut hún niður að þeim, kyssti þau marga kossa á munn og kinnar og enni. Tárin streymdu úr augum hennar. Hún hafði loks lifað þá stund, sem hún hafði svo oft beðið herra himins og jarðar að láta yfir sig koma. Börnin hennar voru frjálst fólk. » Fagnaðarópin kváðuvið, þegar liðsforinginn hafði lokið máli sínu. Gleði Svertingjanna var engri beiskju blandin á þessari stund. Enginn maður lét í ljós neina óvild í garð fyrri húsbænda sinna og eigenda. En fagnaðarlætin urðu undarlega skammvinn. Fólkið var ekki fyrr komið heim í kofa sína en það vaknaði til íhugandi og talsvert uggandi vitundar um þá ábyrgð, er hlaut að fylgja nýfengnu frelsi. Þetta fólk var eins og tíu eða tólf ára gömul börn, er allt í einu væru svipt forsjá og ættu sjálf að sjá sér farborða. Hvernig átti það að afla sér lífsviðurværis, skapa sér heimili, ala upp börn sín og mennta þau og leiða sjálft sig til einhvers þroska og viðurkenningar í lífinu? Og það var alls ekki að undra, þótt fagnaðarlátunum linnti skyndilega .ahdspænis þessum alvarlegu vandamálum. Fáir höfðu áður gert sér grein fyrir þessu. Það var ekki sízt fyrir gamla fólkið, sjötuga og jafnvel áttræða öldunga, að skuggalega horfði. Frelsi hafði það að sönnu öðlazt, err það var gamalt og lúið, og þess var lítil von, að það gæti séð sér farborða meðal ókunn- ugs fólks, auk þess sem næsta erfitt veittist að rífa sig upp úr því umhverfi, er það hafði svo lengi vanizt. Það leið því ekki á löngu, unz elztu þrælarnir fóru að laumast heim að „húsinu", og nú var erindið að ræða við fyrri eigendur sína um framtíð- ina. Var ekki skárst að vera kyrr? Margir voru feimnir og all- óframfærnir fyrst, en það liðkaðist um málbeinið og djörfungin jókst, ef ekki var ólíklega tekið undir málaumleitanina. Þegar hinir fyrstu höfðu fengið góð erindislok, fóru fleiri að dæmi þeirra. En svo voru auðvitað aðrir, og þeir voru margir, sem fremur kusu að notfæra sér frelsið en sitja um kyrrt í gömlu kofunum. í þeim hópi var flest ungtfólk og ævintýragjarnt, er hugði lífið og gæfuna blasa við sér með hið nýja frelsi í aðra hönd. Því mið- ur hafa þær djörfu vonir ekki rætzt sem skyldi. Lögin ein eru ekki þess megnug að veita fólki frjálsræði og lífshamingju, þótt góð séu og réttlát. Þar þarf meira til. Það fór líka svo, að þótt margt leysingja streymdi fyrst í stað frá ekrunum til þess að njóta sætleika frelsisins á öðrum stöð- um, leið ekki á mjög löngu, unz margir þeirra hurfu aftur til fyrri heimkynna sinna og tóku þar upp þá vinnu, er þeir höfðu vanizt og kunnu helzt til og oft í þjónustu fyrri húsbænda sinna, ef þeir höfðu þá ekki flosnað upp i róti. ófriðarins. Móðir Bookers hafði verið gift. Maður hejinar var þræll á ekru einni í grendinni. En ekki var það oft, að hann átti þess kost að sjá konu sína, stundum jafnvel aðeins einu sinni á ári — um jólin. Hann undi þrældómnum illa og hafði flúið frá húsbændum sínum, er her Norðanmanna nálgaðist, líkt og margir fleiri gerðu, sloppið heill á húfi úr mörgum mannraunum og hættum, er mættu flóttamanninum við hvert fótmál, og var nú setztur að í litlum bæ í Vestur-Virginíu, skammt frá Charleston.. Þar vann hann að saltbrennslu. Þegar Svertingjarnir höfðu verið lýstir frjálsir, gerði hann konu sinni, móður Bookers, orð og bað hana að flytja búferlum til sín. Hún tók því pjönkur sínar og lagði fótgangandi af stað með börn sín. En leiðin var löng og lá yfir sjálfan Allegheny- fjallgarðinn. í margar vikur héldu þau áfram vestur á bóginn, fótsár og langþreytt, og áttu oftast náttstað undir berum himni. Fábreyttan og nauman matinn elduðu þau á útihlóðum og höfðu mosa og sprek til eldsneytis. En loks komust þau þó til fyr- irheitna landsins. Ekki var þó nýja heimilið miklu glæsilegra heldur en gamla hreysið hafði verið. Þorpið, sem þau settust að í, hét Malden. íbúarnir voru bæði hvítir og svartir og allt þar á milli, og drykkju- skapur, spilafíkn, ófriður og áflog var þar hversdagsbrauð. Allir unnu þorpsbúar á einhvern hátt við saltbrennsluna, og ekki voru margir dagar liðnir, er Booker og bróðir hans voru einnig byrjaðir að starfa við saltbrennslu. Þar komst hann fyrst í kynni við bókmerki, því að salttunnur þær, sem stjúpfaðir hans fyllti, voru merktar með tölustafnum 18. Hann var fljótur að læra að þekkja þá, hvar sem hann sá þá, og það leið meira að segja ekki á löngu unz hann gat líka skrifað þá, þótt hann hefði enga hugmynd um neina aðra tölustafi eða bókleg tákn. Booker hafði ávallt langað mjög til þess að læra að lesa. Sem smábarn hafði honum fundizt líf sitt hljóta að verða ein- hvers virði, ef hann aðeins gæti lesið blöð og bækur, hversu aumt sem það yrði að öðru leyti. Þau mæðginin höfðu ekki lengi verið í nýja heimkynninu í Vestur-Virginíu, þegar hann bað móður sína að kaupa sér einhverja bók. Og gamla konan varð við þess- ari bón drengsins síns. Einhvern veginn tókst henni að komast yfir gamalt stafrófskver, er hún færði syni sínum að gjöf. Þótt hún væri sjálf gersneydd allri bókþekkingu, lék henni mjög hugur á, að börn sín hæfust upp úr niðurlægingu fáfræðinnar, þroskuðu gáfur sínar og öðluðust nokkra menntun. Hún rétti börnum sínum því fúslega hjálparhönd í þessum sökum, eftir því sem hún gat, og geta hennar á þessum vettvangi var furðu- mikil, miðað við erfiða aðstöðu. Booker tók stafrófskverinu tveim höndum og sat yfir þvi öllum stundum, þegar tóm gafst frá saltbrennslunni. En erfiðleikar Samband ísl. samvinnufélaga. Viðskipti yðar við kaupfélagið efla hag þess og yðar sjálfra. P A L Rœstiduft — er fyrir nokkru, komið a markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. Notíð © P A L rœstiduft Reykjavik. Sími 1249. Slmnefni: Sláturf&ag. Reykbus. - Frystikús. Nioursuouverksmioja. - Bjúgnagurð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrvál. Bfúgu og aíls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystíhusi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Kg^jasölnsamlagl Reykjavíkar. 4ÚTBREIÐIÐ TIMANN + þeir, sem hann átti við að stríða, voru ærið miklir. Þárna í þorp- inu var enginn Svertingi, sem kynni að lesa, og gæti kennt hon- um að stafa, og hvítan mann þorði hann ekki að biðja slíkrar bónar. En þótt sukksamt væri í Malden og mörgu áfátt um hátt- semi og hugarfar, vaknaði þó þar brátt öflug hreyfing um að stofna 'skóla, þar sem svörtu fólki yrði kennt að lesa og skrifa. Eftir langa mæðu tókst að fá Svertingja einn frá Óhió, sem verið hafði hermaður, til þess að veita hinum fyrirhugaða skóla for- stöðu. Hvert Svertingjaheimili skyldi leggja ofurlítið að mörkum til þess að greiða kennaralaunin og mat skyldi hann snæða til skiptis í kofunum í þorpinu. Fátæklega var að vísu til skólans stofnað, en hann komst þó á laggirnar. Þetta var fyrsti Svertingjaskólinn í þessu héraði. Enginn var of ungur og enginn of gamall til þess að stunda nám í honum. Fólkið þusti þar saman, og hinni einlægu, heitu löngun þess til þess að nema og fræðast verður ekki með orðum lýst. Jafnskjótt og nægt kennaralið fékkst, var kennt þar frá því árla á morgn- ana þar til síðla á kvöldin. Fimmtugt og sextugt fólk, karlar og kerlingar, grúfði sig yfir stafrófskverin fram á rauðanótt, rýndi og spurði, stafaði og stautaði og kvað að. Heitasta ósk þessa gamla fólks var sú að geta lesið ritninguna áður en það dæi. Það lætur að líkum, að Booker var einn af þeim, er fyrstir vildu ráðast til námsins. En hér var sú hindrun í vegi, að stjúpfaðir hans vildi ekki leyfa honum að haötta vinnunni við saltbrennslu og gefa sig að náminu af alhug. Honum fannst fjölskyldunni ekki veita af kaupi hans. Móðir hans reyndi að hugga hann og hughreysta og fékk því um síðir framgengt, að hann var tekinn í kvöldskólann. Það kom fljótt í ljós, að. hann var afburðagóður námsmaður. Þótt kennslustundirnar væru fáar og strjálar, sóttist honum námið vel, og þegar fram í sótti, gat fóstri hans ekki staðið í vegi fyrir því, að hann byrjaði nám í dagskólanum. En þó var það því skilyrði háð, að hann færi á fætur klukkan fjögur á nóttunni og ynni í fimm klukkustundir áður en hann færi í skólann. En hann gerði þetta með glöðu geði og rækti hvort tveggja vel, starf sitt og námið, þótt hugur hans væri allur við hið siðarnefnda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.