Tíminn - 08.01.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.01.1944, Blaðsíða 4
8 TÍMIM, laiigardagiim 8. jao. 1944 2. blað Erlent yfirlit (Framh. af 1. siðu) Önnur ástæða kollvarpar líka samanburðinn við 1918. Það eru loftárásirnar. Markmið þeirra er að eyðileggja hergagnaiðnaðinn, samgöngukerfið og fram- kvæmdastjórnina yfirleitt. Harris flugmarskálkur segir, að lofther Bandamanna hafi 50 þýzkar borgir í takinu. Harðast hefir Hamborg orðið úti; um 70% hennar er í rústum. Essen, Köln, Hannover og Mannheim- Ludwigshaven eru litlu betur leiknar. Mikilvægasti árásar- staðurinn er þó Berlín. Þar er um 10% af þýzka hergagnaiðn- aðinum, langstærsta járnbraut- armiðstöðin og þaðan liggja all- ar æðar framkvæmdastjórnar- innar. Stórfelldustu árásunum hefir líka verið beint gegn Berlín í seinni tíð og árangurinn hefir orðið mikill. A. m. k. u4 hluti Berlínar er í rústum, með- al annars sjálfur miðbærinn og nokkur helztu iðnaðarhverfin. Mörg borgarhverfin vantar Ijós og vatn, hundruð þúsund manna verða að flytja í burtu til við- bótar við þá, sem áður eru farn- ir. Harris segir, að loftárásum þessum verði vægðarlaust hald- ið áfram, unz þetta hjarta Þýzkalands sé hætt að slá. Þýzki áróðurinn er gleggst tákn þess, að árangur loftárás- anna er geigvænlegur. Þar ber nú orðið mjög á hótunum um hefnd. Þar mæta Þjóðverjar strax þeirri tálmun, að lofther þeirra verður stöðugt van- máttugri en lofther Banda- manna. Þeir hafa þó vafalaust nokkur hundruð sprengjuflug- véla í Vestur-Evrópu, en senni- lega þykir þeim öruggast að spara þær til innrásarinnar. Smáárásirnar, sem þeir hafa gert á London og ýmsa' bæi í Suður-Englandi seinustu vik- urnar, eru algerlega þýðingar- lausar. Þá er það leynivopnið margrædda. Bretum er kunnugt um, hvað það er og neita ekki þeim möguleika, að það geti valdið nokkru tjóni í London. En Þjóðverjar eru bersýnilega ekki ennþá tilbúnir að nota það, og það mun sýna sig, hvort þeim finnst það svari kostnaði. því að það mun aldrei ráða neinu um úrslitin. (Líklegt þyk- irí að hér sé um eins konar langdrægar sprengjuvörpur að ræða. Gizkað hefir verið á, að Bretar hafi m. a. verið að eyði- leggja slík tæki í hinum hörðu loftárásum, sem gerðar hafa verið á Norður-Frakkland sein- ustu daga). Margir telja, að loftárásirnar á Þýzkaland muni leiða til sið- ferðilegs niðurbrots hjá al- menningi. Slíkt væri vissulega æskilegt, en ekki er vert að treysta því ofmikið. Það eitt er víst, að enn hafa ekki árásirnar leitt til múghræðslu eða virkr- ar mótspyrnu, heldur öllu frek- ar til sljóleika og áhugaleysis. Siíkt veikir vinnugleðina og dregur úr afköstum, en leiðir ekki til byltingar. Leynilögregl- an er líka vel á verði. Verði bylting í Þýzkalandi kemur hún vart neðan frá, þ. e. frá fólkinu sjálfu. Hún verður að koma of- an frá, en líkurnar til þess eru ekki miklar, því að nazistafor- ingjarnir og hershöfðingjarnir vita, að skipbrot þeirra verður sameiginlegt, ef Þýzkaland verður að gefast upp. Banda- menn reikna ekki heldur með neinni uppgjöf Þjóðverja fyrr en þýzki herinn hefir beðíð full- kominn ósigur. Tilgangur loftárásanna er ekki að valda byltingu í Þýzka- landi. Það myndi vissulega verða gleðilegur, en óvæntur, árang- ur. Tilgangurinn er að eyðileggja getu Þjóðverja til að heyja styrjöld, flýta fyrir hernaðar- legum ósigri þeirri. Þegar hafa 20—30% þýzka hergagnaiðnað- arins verið eyðilögð á þann hátt. Auk þess koma stórauknir sam- gönguerfiðleikar og torveldari framkvæmdir á allan hátt. Vegna loftárásanna verða Þjóð- verjar að hafa 1 y2 milj. í loft- varnarliðinu, auk margra hundraða þúsunda manna, sem verða að vera við ruðning og viðgerðir. Allt þetta lamar þýzku hervélina stórkostlega og veikir varnarmátt hennar gegn hinni stórfelldu lokasókn Banda- manna, sem óðum nálgast. Auglýsið í Tímanum! 1884 10. janúar 1944 Góðtemplarareglan á Islandi 60 ára. Afmælisdagskvá: Siiiinudagiir 9. jamiar: Kl. 11 f. h.: Messað í Fríkirkjunni: Séra Árni Sigurðsson. — Templarar mæta kl. 10.30 í G.-T.-húsinu og ganga þaðan hópgöngu til kirkju. Kl. 1.30 e. h.: Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli. — Stjórnandi: Albert Klahn. Kl. 2 e. h. Ræða af svölum Alþingishússins: Menntamálaráðherra Einar Arnórsson, (ræðunni útvarp- að). Lúðrasveitin leikur þjóðsönginn. Kl. 4 e. h.: Stórstúkufundur (stigveiting). Kl. 8.30 e. h.: Samkvæmi í Sýningarskálanum. Efnisshrá: a) Gestir boðnir velkomnir. b) Hátíðarræða: Kristinn Stefánsson, stórtemplar. c) Söngur: Dómkirkjukórinn. d) Ávörp. e) Stiginn dans. Kl. 9 e. h.: Afmælisfagnaður í G.T.-húsinu. Mánudagur 10. janiiar: Kl. 8 síðd.: LEIKSÝNING f IÐNÓ: Frumsýning leikritsins TÁRIÐ, eftir Pál Árdal. Kl. 8 síðd.: Sameiginlegur hátíðarfundur stúknanna í Reykjavík. - Embættismenn allra stúkna mæta með ein- kenni. Kl. 8.30 síðd.: Útvarpserindi: „Reglan 60 ára“: Árni Óla, stórkanzlari. Innheímtumenn Tímans eru vinsamlega bcðnir að senda allt það, SEM ÞEIR ERU ISÍ iVIR AÐ IWHEIMTA af áskriftargjöldum, og þurfa upnhæðirnar að vera koinnar til innheimtu blaðsins fyrir loh jumíurmánaðar. lnnheimta Tímans Herstiórn Banda- ríkjamanna . . . (Framh. af 1. síðu) Mysuostur frá Akureyri, nýkominn Samband ísl. samvinnufélaga skaga. Eftir nokkurt hringsðl yfir skaganum var haldið aust- ur með ströndini, yfir Krýsu- vík, Herdísarvík, Selvog og Ölf- usá, en síðan sveigt upp yfir Árnessýslu og flogið skáhallt yfir Flóa, Grímsnes, Laugardal og Biskupstungur og upp til öræfa, allt inn yfir Langjökul. Þar var aftur sveigt til vesturs, svo að vel sá um gervallt Borg- arfjarðarhérað. Síðan var loks haldið heimleiðis aftur yfir Skjaldbreið, Botnssúlur og Kjöl og lent á flugvellinum. Rómuðu það allir af hvílíkri mýkt Tourtellot hershöfðingi stýrði flugvélinni, enda er hann kunnur flugsnillingur. Þetta flug mun hafa orðið öllum, sem þátt tóku í því, til óblandinnar ánægju, enda var veðrið svo fagurt sem bezt varð á kosið. Það var nýstárlegt tækifæri til þess að kynnast landinu, sjá það frá sjónarhæð, sem tiltölulega fáir íslending- ar hafa enn átt kost á að ná. En við lifum nú á öld flugsins, og hver veit nema það verði títt á næsta mannsaldri, að þeir, sem vilja kynnast landinu, leigi sér flugvél á heiðríkum góðviðrisdegi og fljúgi yfir þær stöðvar, er þeir kjósa. Og hver veit nema flug verði fyrr en varir einn þátturinn í landa- fræðikennslu skólanna? Á víðavaugi (Framh. af 1. síðu) ekki síður reiðubúinn til að ræða við Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka, ef hann býður upp á heiðarlegt umbótasamstarf og teflir fram mönnum, sem ekki eru margreyndir að svikum. Það má Sjálfstæðisflokkurinn líka eiga, að hann á nóg af slíkum mönnum og þarf því ekki að láta þvílíkan mannaskort vera þránd í götu samstarfs við aðra flokka. GAMLA BÍÓ—h—<—o— M ó ð u r á s t (Blossoms in the Dust). Sýnd kl. 9. * TARZAN hinn ósigrandi (Tarzan Triumphs) Sýning kl. 5 og 7. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Aðgm. seldir frá kl. 1. —o—o—NÝJA BÍó Svarli svanurinn (The Black Swan). TYRONE POWER, MAUREEN O’HARA. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýning kl. 5, 7 og 9. Aðgm. seldir frá kl. 1. Leikfélag Reykjaviknr „Topn gnðannaM Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar Katrínar Sæmundsdóttnr frá Austvaðsholti. JÓN ÓLAFSSON OG BÖRN. Hjartans þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur sam- úð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður, fósturföður, tengdaföður og afa okkar ÞORSTEINS GUÐMUNDSSONAR, Hrauni, Tálknafirði. — Guð blessi ykkur öil. Ólafía Indriðadóttir, börn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn. Innilegt hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Jónu Rannveigar Jónsdóttur frá Syðra-Velli. SYSTKINI HINNAR LÁTNU. Spaðkjöt Heiltunnur frá Rorgarfirði eystra. — Hálftunnur frá Djápavogi og Flatey á Breiðafirði. Sendum heim með stiittuiu fyrirvara. Samband isl. samvinnuf élaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.