Tíminn - 15.01.1944, Blaðsíða 1
RITSTJORI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
f RITSTJÓRASKRIFSTOPUR: í
i EDDUHUSI Lindargötu 9A. j
' Simar 2353 og 4372. (
1 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
EDDUHÚSI Lindargötu 9 A. \
1 Sími 2323. _______________I
28. árg.
Reykjavík, laugarclagiim, 15. jan. 1944
5. Mað
Erlent yfirlit;
Stjórnm
Dana e
stríðið
Pyrir nokkru síðan var birt í
leyniblöðum þeim, sem gefin eru
út í Danmörku, ávarp frá hinni
leynileg^u frelsisnefnd, er starf-
ar í Danmörku og skipuð mun
mönnum úr öllum flokkum. Á-
varp þetta, sem að miklu leyti
fjallar um endurreisn lýðræð-
isins í Danmörku, eftir að
Þjóðverjar hafa verið hraktir
úr landi, hefir verið birt í ýms-
um sænskum blöðum og „Frit
Danmark" í London. Ávarpið
hefir talsvert . verið rætt í
sænskum blöðum og „Prit Dan-
mark" tekur undir það í öllum
aðalatriðum.
í ávarpinu segir svo um end-
urreisn lýðræðisins 1 Dan-
mörku:
— Tafarlaust eftir að her-
náminu lýkur skal konungur
skipa nýja stjórn á grund-
velli stjórnarskrárinnar. Kosn-
ingar til þings skulu fara fram
í seinasta lag,i innan hálfs árs.
Hin nýja stjórn, sem konung-
urinn tilnefnir, skal fyrst og
fremst sjá um:
1. Tafarlausa fangelsun allra
þeirra, sem eru nazistiskt sinn-
aðir.
2. Sjálfboðasveitirnar, sem
börðust með Þjóðverjum, séu
bannaðar, og þeir, sem voru í
þeim, fangelsaðir.
3. Frávikning embættismanna
og annara starfsmanna, er hafa
verið Þjóðverjum hliðhollir.
4. Afnám allra fyrirmæla og
fyrirskipana, sem sett hafa ver-
ið að tilhlutun Þjóðverja.
5. Allir pólitískir fangar frá
tíma hernámsins skulu látnir
lausir.
6. Þeir, sem misst hafa ^mb-
ætti sín vegna andstöðu við
Þjóðverja, fái þau aftur.
7. Undirbúning nýrra kosn-
inga, sem fari í síðasta lagi
fram innan sex mánaða.
Verkefni hins nýkjörna þings
og þeirrar stjórnar, sem það
kann að skipa, skulu m. a.
vera þessi:
1. Skipun þingnefndar, sem
athugi hvort einstakir ráð-
herrar eða embættismenn hafi
unnið sér til sakfellingar í sam-
bandi við hernám landsins 9.
apríl 1940.
2. Skipun þingnefndar, sem
athugi hvort einstakir ráð-
herrar eða þingmenn hafi
unnið sér til sakfellingar á tíma
hernámsins.
3. Setning laga um afstöðuna
til embættismanna, sem reynst
hafa nazistiskir eða af öðrum
ástæðum . óhæfir til að vera
þjónustumenn lýðræðisríkis.
(Framh. á 4. síöu)
Seinttstu Iréttir
Rússar hafa tekið borgina
Sarny í Póllandi og eru lengst
komnir 100 km. inn í Pólland.
Rússar hafa farið inn í Pólland
á nokkrum nýjum stöðum. Þá
hafa þeir sókn á allbreiðu svæði
á Gomelvígstöðvunum og eru
þar búnir að umkringja borgina
Mosir.
Roosevelt hefir lagt fjárlög-
in fyrlr þingið. Nema útgjöldin
100.000 milj. dollara. Um 90%
þeirra fara til hernaðarþarfa.
Gert er ráð fyrir. stórfelldri
skattahækkun.
í loftorrustunum miklu, sem
voru háðar yfir Þýzkalandi á
þriðjudaginn, tóku 1200 ame-
irískar flugvélar þátt. Ameriku-
menn segjast hafa misst 60
fiugvélar, en eyðilagt 152 þýzk-
:ar. Þjóðverjar segjast hafa
skotið niður 139 amerískar
flugvélar.
Tveir piítar fFemja
þrettáo innbroí
Allmörg börn uppvís
að piófnuðum
Um áramótin kvað mjög ramt
að hvers kyns þjófnaði hér í
bænum. Hefir rannsóknarlög-
reglan unnið kappsamlega að
rannsókn þessara mála, og er
nú svo. komið, að sannazt hefir
um nær alla þjófnaðina, hverjir
að þeim eru valdir.
Boðaði Sveinn Sæmundsson
yfirlögregluþjónn blaðamenn á
fund sinn í gær og skýrði þeim
frá árangri rannsóknarinnar.
— Það eru tveir piltar, annar
17 ára en hinn 18 ára, sem sekir
eru um meginþorra þeirra inn-
brota, sem framin hafa verið
upp á síðkastið. Hafa þeir alls
framið þrettán innbrot á
skömmum tíma, flest í samein-
ingu, og auk' þess framið rán
og stolið bifreið.
Ránið frömdu þeir snemma
í desembermánuði. Hittu þeir
ölvaðan mann í miðbænum og
gáfu sig á tal við hann og stungu
upp á því, að þeir auruðu saman
fyrir brennivínsflösku. Lagði
maðurinn þegar fram 2t)—30
krónur. Það þótti þeim lítið, og
varð af þessu orðaskak og jafn-
vel stympingar og skildi
drukkni maðurinn þá við pilt-
ana. Sáu þeir að hann gaf sig
á tal við lögregluþjón í Austur-
stræti og hugðu, að hann væri
að kæra þá. Komu þeir sér sam-
an um að veita honum ráðningu
fyrir tiltækið. Veittu þeir hon-
um eftirför vestur í bæ, en þar
vék hann sér inn í húsasund.
Þótti þeim bera vel í veiði, eltu
hann inn í sundið og slógu hann
til jarðar. Eftir það rændu þeir
hann tveim veskjum, er í voru
400 krónur, og skildu síðan við
hann. Kærði maðurinn yfir
þessu síðar, en mundi lítið um
einstök atvik.
Innbrot þau, sem þessir sömu
piltar frömdu tveir saman, voru
sjö alls. Var það í Slippbúðina
við Ægisgötu, Verzlunina „Snót"
á Vesturgötu, Bláu búðina við
Aðalstræti, „Tau og tölúr" við
Lækjargötu, Verzlunina „Vísi"
á Laugavegi 1, Nora magasín
við Pósthússtræti (það innbrot
mistókst) og brauðbúð G. Ólafs-
son & Sandholt við Laugaveg. Á
þessum síðastnefnda stað stálu
þeir peningakassanum, er síðar
fannst brotinn uppi við Grettis-
götu. Þeir stálu alls staðar pen-
ingum, — fannst þó lítið til um
smámynt — og tóku ekki vörur,
nema á einum stað. Þar lögðu
þeir hönd á dálítið af snyrtivör-
um og kvenglingri.
Auk þessa brauzt annar þess-
arra pilta inn einn síns liðs í
veitingastofu á Skólavörðustíg
8. Hinn brauzt einn í Raftækja-
verzlun Lúðvíks Guðmundssonar
við Laugaveg og stal sendibíl.
Við þriðja mann brutust
drengir þessir inn í Lækjargötu
(Framh. a 4. siðu)
Nti ÁTÖLDU EKKI DAGBLÖPIN II JÓLKlltSKOKTINX
Nanðsvn öflngri ráðstafana til
að halda austnrleiðinni opinni
Hrakningar
Austra
Vélbáturinn Austri, sem fór
héðan í róður á sunnudags-
kvöldið og farið var að óttast
um, komst til Patreksfjarðar á
miðvikudagskvöld eftir mikla
hrakninga.
Austri fór héðan kl. 11 á
sunnudagskvöld. Kl. 8 á mánu-
dagsmorgun bilaði vélin. Hún
komst aftur í gang kl. 2 e. hád.,
en þá var komið hvassviðri og
myrkrið fór í hönd, og var því
sett ' Ut bauja og andæft við
hana til kl. 2 um nóttina, þá
bilaði vélin aftur og rak bát-
inn í 8 klst. Þá sáu skipsmenn
vitann á Malarrifi og settu upp
segl og sigldu vestur að landi.
Er komið var á móts við Önd-
verðarnes, rifnaði fokkan, og
rak bátinn allan þann dag og
næstu nótt. Var þá ofsaveður,
í birtingu á miðvikudagsmorg-
un sást til lands og var þá sett
upp segl og siglt í átt til lands.
Kl. 3 um daginn komst vélin
aftur í gang, enda hafði öll
skipshöfnin unnið að því að
koma henni í lag. Var nú hald-
ið áfram til lands, en reyndist
vera Látrabjarg. Sýndi „loggið",
að skipið hafði verið rúmar 30
sjómílur undan bjarginu. Til
Patreksfjarðar var komið kl.
9,30 á miðvikudagskvöld.
Hvað líður Krisuvíkurveginum?
Seinasta hálfan mánuðinn hefir iðulega verið hörgull á
mjólk hér í bænum vegna þess að ekki hefir verið bílfært aust-
ur yfir fjall. Snjóalög hafa þó ekki verið meiri en það, að næsta
auðvelt hefði verið að halda leiðinni alltaf opinni, en vegna
slælegrar stjórnar vegamálastjóra á þessum málum, hefir það
ekki verið gert.
Þótt mjólkurskorturinn að þessu sinni hafi suma dagana verið
mun tilfinnanlegri en t. d. í haust, hafa dagblöðin í Reykjavík
verið næsta róleg yfir honum og alls ekki virzt koma til hugar að
átelja hann með einu orði. Hljóðið í þeim hefði vafalaust verið
annað, ef félög bænda hefðu átt að halda leiðinni opinni, en ekki
vegamálastjórinn. Það sýndu skrif þeirra bezt í haust.
Míkíl sprengíog
Mikil sprenging varð í ná-
grenni Húsavikur á miðviku-
dagsmorgun. •
Var sprengingin svo mikil að
hús nötruðu í þorpinu, en eng-
ar skemmdir munu þó hafa orð-
ið.
Er talið að tundurdufl hafi
sprungið í um 10 km. fjarlægð
frá þorpinu.
Hversu illa er séð fyrir þess-
um málum af hálfu vegamála-
stjórans, má m. a. marka af því,
að ekki er til nema ein snjó-1
ýta á austurveginn og hún er
venjulega ekki notuð fyrr en'
seint og síðar meir. Samningar
munu þannig við herstjórnina, j
að hún sér um mokstur á há-
heiðinni, og stendur sjaldnast á
honum. Hins vegar er iðulega
ófært beggja megin. Þannig
urðu t. d. mjólkurbílar lengi
tepptir í Svínahrauni á dögun-
um, því að ekki var sinnt um að
hefja mokstur þar fyrr en þeir
voru orðnir fastir og bílstjór-
arnir búnir að ganga til byggða
og biðja um hjálp.
Það er iðulegt, að vegamála-
"stjórnin lætur ekki hefjast
handa um snjómokstur fyrr en
mjólkurbílarnir eru lengi búnir
að reyna að komast yfir fjall-
ið og hafa orðið að snúa aftur.
Ef vel ætti að verá, þyrfti ruðn-
ingsliðið að fara á undan mjólk-
urbílunum, þegar hætta er á
að þeir stöðvist, og vera búið
að ryðja brautina, þegar þeir
koma.
Ef sómasamlega væri séð fyrir
þessu máli, ætti vegamála-
stjóri að hafa 3—4 snjó-
ýtur á austurveginum og
ruðningsliðið ætti alltaf að vera
á varðbergi, þegar snjóalög eru.
Fyrir Reykvíkinga er það svo
stórt hagsmunamál að fá nóga
mjólk í bæinn, að ekkert hirðu-
leysi má eiga sér stað í þessu
efni. Fyrir bændur er það og
vitanlega stórt hagsmunamál,
að mjólkin komizt á markaðinn.
Það, sem fyrst og fremst ber
þó að stefna að í þessum mál-
um, er að fá snjólausan veg
austur yfir fjall.
Athugun, sem gerð var á
Krísuvíkurleiðinni síðastl. laug-
ardag, sýndi að hún var vel fær
bílum, en þá komust bílar naum
lega yfir Hellisheiði eftir mik-
inn mokstur. Ef Krísuvíkurveg-
urinn væri kominn, myndi því
engu hafa þurft að kosta til snjó
mokstra á austurleiðinni sein-
ustu vikur og svo myndi vissu-
lega oftar verða.
Seinustu þrjú árin hefir
ekkert verið unnið við Krísu-
víkurveginn og hefir þó ríkið
veitt til hans 380 þús. kr. á þess-
um árum.. Því er borið við, að
verkamenn hafi ekki fengizt. En
það er líka kunnugt, að vega-
málastjóri er ekkert hlynntur
veginum.
Þetta má ekki þannig lengur
ganga. Það verður að fara að
hraða Krísuvikurveginum. Áður-
greindar 380 þús. kr. eiga nú að
vera handbærar til vegarins, auk
fjárveitingar á þessu ári. Þetta
er svo stórt hagsmunamál Reyk-
víkinga og manna austanfjalls,
að það má ekki fresta því leng-
ur.
Að endingu er svo vert að &-
huga þetta: Hvað hefðu Reykja-
víkurblóðin sagt uhi samtök
bænda, ef þau hefðu átt að
halda austurleiðinni opinni og
ekki gert það betur en raun
hefir á orðið undanfarið? Hvað
hefði þá verið sagt um mjólkur-
skortinn nú? Og hvað hefðu
þau sagt, ef bændur hefðu feng-
ið stórfé til snjólauss vegar og
ekki látið vinna fyrir það?
Fundur Framséknar-
manna um lýðveld-
ismálið
Framsóknarfélögin í Reykja-
vík halda sameiginlegan fund
um stjórnarskrármálið í Kaup-
þingssalnum kl. 2 á sunnudag-
inn. Rætt verður um sambands-
slitin við Danmörk og breytingar
á stjór'narskránni í tilefni af
því.
Ólafur Jóhannesson lögfræð-
ingur verður frumælandi.
Framsóknarmenn í Reykjavík
eru eindregið hvattir til að
sækja þennan fund.
W
Ottast um Max Pemberton
Hans varð síðast vart við Snæfellsnes á þriðjudagínn síðastL
Á viðmvangi
REYKJAVÍKURDEILDIN
RÆÐUR.
Nefndarkosningar fóru fram í
sameinuðu þingi og þingdeild-
um á miðvikudaginn. Tvennt
vakti sérstaka athygli í kosn-
ingunum.
Annað var það, að Sjálfstæð-
isflokkurinn vék Ingólfi á Hellu
úr fjárveitinganefnd og setti
Sigurð Kristjánsson í staðinn.
Reykjavíkurdeild Sjálfstæðis-
flokksins hefir talið Ingólf taka
um of tillit til þess, að hann
væri kosinn á þing af bændum.
Hins vegar þykist hún vita, að
Mosaskeggur muni ekki of ríf-
legur 'í fjárveitingum til land-
búnaðarins.
Hitt atriði var það, að nokkrir
Sjálfstæðismenn hjálpuðu Al-
þýðuflokknum til að fá mann
kosinn í landbúnaðarnefnd efri
deildar og felldu þannig annan
manninn á lista Framsóknar-
flokksins, en hann átti þar
rétt til tveggja manna. Bænda-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
höfðu barizt fyrir því, að flokk-
urinn léti þessa kosningu af- '
skiptalausa. En Reykjavíkur-
deildin tók það ekki til greina.
Hún vildi heldur fá uppbótar-
mann úr sveitakjördæmi til að
fjalla um málefni landbúnað-
arins.
Má á þessu tvennu marka,
hvor deildin er sterkari í Sjálf-
stæðisflokknum.
Að öðru leyti urðu nefndar-
kosningar ekki sögulegar og eru
nefndirnar að mestu leyti skip-
aðar sömu mönnum og á sein-
asta þingi.
MÓTSÖGN.
Þjóðviljinn er öðru hvoru að
minnast á Eystein Jónsson. Fær
hann þann vitnisburð þar, að
hann sé heimskur, leiðinlegur
og getulaus.
Við þessi skrif Þjóðviljans er
það fyrst og fremst að athuga,
að það virðist talsvert einkenni-
legt, að blaðið þurfi að eyða
miklu rúmi sínu til að skamma
Eystein, ef hann er ekki meiri
maður en það lýsir honum.
BADOGLIO OG ÞJÓÐVILJINN.
í sumar kom vart út það blað
af Þjóðviljanum, að ekki væru
þar skammir um Badaglio og
Bandamenn skammaðir fyrir að
láta sér koma til hugar að gera
við hann friðarsáttmála.
Svo gerðist það, að Rússa-
stjórn viðurkenndi Badoglio-
stjórnina.
¦ Síðan hefir ekki verið minnst
á Badoglio í Þjóðviljanum og
enn síður að Bandamenn hafi
verið ásakaðir fyrir að viður-
kenna stjórn hans.
Hvað hefir valdið þessum
sinnaskiptum Þjóðviljans? Er
það ekki enn sama svívirðing-
in og það var í sumar að viður-
kenna stjórn „barnamorðingj-
ans í Abessiniu", eins og Badog-
lio mun þá hafa verið titlaður
í Þjóðviljanum,
Undanfarna daga hafa menn mjög óttast um afdrif togarans
„Max Pemberton", sem ekkert hefir spurzt til síðan á þriðju-
dagsmorgun. Var hann þá staddur undan Jökli.
Hefir verið marglýst eftir skipinu og leit hafin að því. Einnig
hefir verið gengið á fjörur við Snæfellsnes, ef ske kynni, að
þar fyndist reköld. En allt hefir komið fyrir ekki.
Fer hér á eftir skýrsla, er
Halldór Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðarfélagsins,
hefir látið blöðunum 1 té:
Max Pemberton fór héðan á
veiðar frá Reykjavík fimmtu-
daginn 30. desember og stund-
aði veiðar út af ísafjarðardjúpi.
Mánudaginn 3. janúar kom
Max inn á Patreksfjörð og setti
þar á land annan vélstjórann,
sem hafði meiðzt. Var ráðinn
vélstjóri á Patreksfirði i stað
hans og lagðar á land 35 tunnur
af lýsi, og síðan haldið aftur á
veiðar.
Á mánudaginn hinn 10. janú-
ar kl. 17 barst útgerð skipsins
svohljóðandi skeyti frá skip-
stjóranum: „Kem um eða eftir
miðnætti", og aftur kl. 19.40:
„Kem ekki fyrr en á morgun",
þ. e. þriðjudaginn 11. þ. m. Átt-
,um við þá von á skipinu, þar
til við fréttum eftir öðru skipi,
að heyrzt hefði til Max kl. 7,30 á
þriðjudagsmorgun við Jökul, og
höfum við nú fengið staðfest-
ingu á því, að þá sendi Max á
venjulegum kalltíma togaranna
þeirra í milli svohljóðandi orð-
sendingu: „Lónum innan við
Malarrif."
Þegar skipið var ekki komið
hingað á miðvikudaginn, töld-
um við að töfin stafaði af því,
að það hefði ætlað að afla frek-
ar við Jökulinn, en töldum þó
um hádegi á miðvikudag ástæðu
til þess að senda fyrirspurn í
símskeyti til skipstjórans um,.
það, hvar skipið væri statt. Ekki
hefir tekizt að ná neinu sam-
bandi við skipið. —
Síðan snemma á fimmtudags-
morgun höfum við haldið uppi
spurnum um skipið, bæði á sjó
og landi, og fengið þær upplýs-
ingar, að mánudaginn 10. janú-
(Framh. á 4. síðu)
Sambandsslit
við Danmörku
Þingsályktunartillagan um
niðurfellingu sambandslaganna
við Danmörku, er stjórnarskrár-
nefndin hefir samið og ríkis-
stjórnin lagt fram fyrir sam-
einað Alþingi, var þar til fyrri
umræðu í gær.
Með tillögunni töluðu forsæt-
isráðherra, Eysteinn Jónsson,
Ólafur Thors og Einar Olgeirs-
son, en Stefán Jóhann and-
mælti henni.
Umræðunni var ekki lokið og
heldur áfram á mánudaginn.
Verður nánar sagt frá henni
síðar.