Tíminn - 15.01.1944, Qupperneq 2

Tíminn - 15.01.1944, Qupperneq 2
18 TÍMINIV, langardagiim 15. jait. 1944 5. blað ^ímtrm Laufiurdayur 15. jjan. Tekjuhallínn á fjár- lögunum og verð- lækkunarskatturínn Meðal almennings er mjög rætt um hina ógætilegu af- greiðslu fjármála á seinasta þingi. Þótt tekjur og gjöld jafn- ist nokkurn veginn á fjárlög- unum; má reikna með halla á þeim, þar sem ýmsir tekjuliðirn- ir eru mjög ríflega áætlaðir. Auk þess samþykkti þingið ýms lög og þingsályktunartillögur, er leiða af sér meiri og minni út- gjöld. Mikill halli er því fyrir- sjáanlegur á ríkisbúskapnum, ef stjórnin fylgir fyrirmælum þingsins út í yztu æsar. Það hefir verið reynt að telja fjármálaráðherra óábyrgan fyrir þessari afgreiðslu fjármálanna. -Fullyrðing sú byggist á því, að fjárlagafrv. hans hafi' verið miklu lægra en fjárlögin urðu endanlega hjá þinginu. Þessi mismunur stafar af því, að fjár- málaráðherra hafði nær engin framlög til verklegra fram- kvæmda í frv. sínu. Hins vegar áætlaði hann hinn beina rekstr- arkostnað ríkisins mjög svipað og þingið. Þeir, sem athuga fjárlögin, munu komast að raun um, að framlögin til verklegra framkvæmda eru sízt of ríflega áætluð og jafnvel hlutfallslega lægri en oft áður. Hins vegar mun sennilega öllum vaxa í augum hinn gífurlegi beini rekstrarkostnaður ríkisins og stofnana þess, allur hinn mikli starfsmannafjöldi og launafúlg- an til hans: Við þessum megin- þætti útgjaldanna hafði fjár- málaráðherrann ekkert hróflað, en þangað hefði þó verið eðli- legast, að hann beindi geiri sín um. Þingið hefir heldur ekki gert það, enda stóð það ver að vígi vegna minni kunnugleika Það er athyglisvert, að Vísir deildi áður fyrr mjög hastar- lega á fjármálastjórn Eysteins Jónssonar fyrir það, að hinn beini kostnaður við ríkisrekstur- inn væri orðinn alt of mikill. Síðan hafa tveir aðalmenn Vís- is verið fjármálaráðherra, Jak ob Möller og Björn Ólafsson. í fjármálaráðherratíð þeirra hef ir hinn beini kostnaður ríkis- rekstrarins síður en svo farið lækkandi, þótt dýrtíðargreiðsl- um sé sleppt. Það hefir hvorki verið fækkað starfsmönnum eða lækkuð laun frá því, sem áður var, heldur hefir starfsmönn- um víða verið fjölgað til stórra muna og laun verið hækkuð, án þess að dýrtíðarbætur séu með taldar. Kostnaðurinn við ríkis reksturinn er nú orðinn miklu meiri en í tíð Eysteins Jónsson- ar, þótt dýrtíðaruppbótum sé sleppt. Þeir menn, sem mest deildu á Eystein Jónsson, hafa því síður en svo reynzt færir um að hafa eins föst tök á rík- isbúskapnum og hann. Með réttu er tæpast hægt að ásaka þingið fyir það, þótt það hækkaði útgjöld til verklegra framkvæmda og óhjákvæmi- legra dýrtíðarráðstafana (verð- uppbótanna). Það verkefni, að lækka hinn beina rekstrar kostnað ríkisins, mun þinginu líka tæpast fært að leysa, nema fjármálaráðherrann eða sér- staklega tilkjörin nefnd hafi forustuna. Virtist það t. d. at- hugandi, að þremur óvilhöllum fjármálamönnum verði falið að gera tillögur um endurskipun ríkisbúskaparins, samfærslu ýmsra starfsþátta, skipulegri vinnubrögð og annað það, sem gerði hann haganlegri og ó- dýrari. Það, sem þingið vann sér mest til óhelgis í sambandi við fjárlagaafgreiðsluna, var að afla ekki nægilegra tekna til að mæta útgjöldunum. Slíkt var næsta auðvelt. Það þurfti ekki einu sinni nýja skatta eða tolla. Það þurfti aðeins að framlengja þá skatta, sem fyr ir voru. Undirrót tekjuhalla fjárlaganna hjá Alþingi er sú, að það lækkaði skatta á stór- gróðamönnunum með því að fella verðlækkunarskattinn. Bjarni Bjarnason, laugarvatm Blaðagreðoar um n.VJ- an *tfórmiiálaf lokk í Tímanum hafa birzt þrjár greinar, sem ég man eftir, í til- efni af grein, sem Egill Thor- arensen ritaði í 8. tbl. Bóndans um nýjan stjórnmálaflokk. Tvær greinanna voru eftir bændur í Árnessýslu og ein eftir ritstjórá þessa blaðs. í þessum fáu línum verður ekki að því vikið, hvort við þurfum nýjan stjórnmálaflokk. Persónulega hefi ég lengst af verið ánægður í mínum flokki og einlægt fundizt Framsókn- arflokkurinn, undir forustu Jón- asar Jónssonar, sinna vel og drengilega nauðsynjamálum al- þjóðar, þó málefni sveitanna hafi afdráttarlaust, samkvæmt stefnuskrá flokksins, gengið fyrir öðrum málum. Hitt er annað, að slík vinnu- brögð, að flokkar og flokksbrot sameinist og að flokkar skipti ] um nöfn, eru næsta hversdags- leg. Hefir gerzt mikið af því hér á landi og ekki sízt á síðustu árum. | Tveir af þeim stjórnmála-, flokkum, sem nú starfa hér á ! landi, eru endurskírðir. Engum manni blandast hugur um, að það var hagkvæmt fyrir íhalds- flokkinn að taka nafnið Sjálf- stæðisflokkur, auk þess að tveir flokkar sameinuðust um leið. Hið sama má segja um kom- múnistana, þegar þeir tóku nafnið Sósíalistaflokkur. Einn- ig þá sameinuðust tvö flokks- brot. Svona mætti lengi telja, en þar eð þetta eru hversdags- leg pólitísk vinnubrögð, eru allar málalengingar óþarfar. Að sjálfsögðu læt ég E. Th. um það, hvers konar flokka- byltingu hann hugsar sér. Ég ætla, að allir, sem nokkurn gaum gefa stjórnmálum, sjái að flokkaskipting sú, sem nú er á íslandi, hlýtur að breytast mjög bráðlega. Þó einstaklingar og blöð sýni slíkri tilhugsun andúð, mun það lítið stoða. Halda menn, að verkamannaflokkarn- ir verði tveir eða fleiri til lang- frama? Óðum fækkar þeim, sem trúa því, að allra-stétta-flokks-kenn- ing Sjálfstæðisflokksins sé sönn og þjóðinni gagnleg. Treystir nokkur því, að til verði dáðrík bændastétt á ís- landi til lengdar, ef bændurnir ekki sameina sig í samstillta hagsmunaheild til sóknar og varnar? Eru hugsandi menn sann- færðir um, að sú sameining, sem vitanlega kemur fyrr eða síðar, beri nafn einhvers nú- verandi flokka? Mér þykir lang sennilegast, þegar bændurnir vakna af illum draumi niður- drepandi margra ára innbyrð- is deilna, skíri þeir flokk sinn Það er vissulega ekki hægt að hugsa sér ábyrgðarlausari framkomu hjá Alþingi en þetta. Ríkissjóður hefir ekkert fé til þeirra stórfelldu framkvæmda, er bíða framundan. Hann hefir sama og ekkert lækkað skuldir sínar á stríðsárunum. En nokkrir menn hafa safnað of- fjár. Samt afgreiðir seinasta Alþingi fjármál ríkisins með bersýnilegum tekjuhalla til þess að geta lækkað skatta á stór- gróðamönnunum. Það voru þrír flokkar þings- ins, er stóðu að þessari fjár- lagaafgreiðslu, Sjálfstæðis- flokkurinn, Sósíalistaflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn. Þeir samþykktu allar útgjaldatillög- ur á fjárlögum og utan þeirra; sérstaða Alþ.fl. og Sósíalistafl. til verðuppbótanna var þannig, að þeir voru með því að hafa þessa upphæð á fjárlögum, en vildu skipta henni milli bænda, sjómanna og verkamanna. Framsóknarflokkurinn einn hafði þá sérstöðu, að hann lagði áherzlu á að framlengja verð- lækkunarskattinn og vildu láta hann mæta verðuppbótunum. Þannig hefði tebsjuhallaaf- greiðslan verið fyrirbyggð. En hinir flokkarnir lögðust allir á móti þessu. Þeir kusu heldur að hafa tekjuhalla á ríkisbúskapn- um en að geta ekki lækkað skatta á stórgróðamönnum. Sjálfstæðisflokkurinn gerði þetta vegna þess, að hann er flokkur stórgróðamanna, Sósí- alistaflokkurinn vegna þess, að hann yill hrun og upplausn og Alþýðuflokkurinn vegna þess, að hann áttaði sig ekki á málinu, eins og oft vill verða hjá þeim flokki. Þetta er harmsaga fjármála- afgreiðslunnar á Alþingi 1943. Meirihluti þings kaus heldur skattalækkun á stórgróðamönn- um en tekjuhallalausan ríkis- búskap. Þ. Þ. ' einhverju alveg nýju nafni og ] meira að segja velji sér ný andlit 'til forustu, ef þeir menn, sem fyrir eru þegar aldan rís, ekki 'skilja hreyfinguna. j Þrír af fjórum núverandi ' stjórnmálaflokkum geta ekki ‘ átt langa tilveru án stórbreyt- inga. Framsóknarflokkurinn hefir langmesta möguleika til að lifa og færast í aukana að óbreyttu nafni og stefnuskrá. Þó fer því fjarri, að ég segi að ekki komi til mála að',endur- 1 skoða bæði nafn flokksins og ' stefnuskrá. Komi breytingar ' ekki til greina undir neinum (kringumstæðum, hlýtur þetta j hvorttveggja að vera fullkomn- ara en önnur mannanna verk. i Vil ég vona að svo reynist, en ég vil ekki fullyrða það. Alþingismenn allra flokka lýstu með sterkum orðum í eld- j húsdagsumræðunum á síðasta (Alþingi, í hvert óefni væri j komið í þeirri stofnun. Slík lýs- ing af munni sjálfra þingmann- anna, var ekki til þess fallin, að örva kjósendur til þess að styðja að baki fulltrúa sinna í örlagaríkum störfum á hættu- legum tímum. * „Hver höndin upp á móti annari“. „Engin ábyrgðartilfinning". „Þingið hefir gefizt upp við dýrtíðarmálin vegna viljaleysis þingmanna á að leysa þau“. Þannig setningum var kastað út til okkar hlustenda frá Al- þingi af sjálfum þingmönnun- um. Vilja málgögn flokkanna, að þjóðin sé svo sinnulaus að veita þessu enga athygli. Hver sá, sem veitir svona lýsingu athygli og kemur með till. um breytingar á slíkri æðstu stofnun þjóðar- innar, er í mínum augum mað- ur að meiri. í öllum þessum fyrrnefndu blaðagreinum, var vikið með talsverðum þjósti að A. Th. í sambandi við atvinnumál bænda á Suðurlandi. í tilefni af þessu sjónarmiði vil ég benda á, að enginn einn maður á jafnstór- an hlut í efnalegri afkomu bænda á Suðurlandi eins og E. Th. Auk þess að hann hefir staðið í eldi daglegrar baráttu, ber hann höfuðábyrgð á stærstu verzlunar- og framleiðslufyrir- tækjum bændanna á Suður- landi, kaupfélaginu og mjólk- urbúinu. Barátta Framsóknarflokks- ins á Alþingi í sambandi við af- urðasölulögin var eins og barna- leikur hjá starfi þeirra E. Th. og Sveinbjarnar Högnasonar. í daglegum framkv. mjólkurlag- anna, barátta við íhald, margs konar hleypidóma og skamm- sýni. Árangur baráttu E. Th. sést nú greinilegast á heimilun- um á Suðurlandi og mun það honum gott veganesti. Allir, sem þekkja E. Th., vita að tillögur hans, hvernig sem hann formar þæx, eru miðaðar við það tvennt, annars vegar að bændurnir tapi ekki þeirri að- stöðu, sem þeir hafa þegar náð með margra ára harðri baráttu og hins vegar við það ástand, sem ríkjandi er á Alþingi og þingmennirnir sjálfir hafa lýst og nefnd „ófremdarástand". Bjarni Bjarnason Laugarvatni. Mér þykir rétt að bæta nokkr- um athugasemdum við grein Bjarna Bjarnasonar, þótt hún sé auðsjáanlega skrifuð til að mýkja sár Egils Thorarensen eftir þau þungu högg, sem nokkrir árneskir bændur hafa veitt hugmynd hans hér í blað- inu, en ekki til að styðja þá varhugaverðu „viðleitni til flokksmyndunar”. Mátti vel vænta þess af Bjarna skóla- stjóra, sem er viðurkenndur fyrir sterka samúð með vinum sínum, þótt skoðanir hans og þeirra falli ekki altaf saman. Ég get ekki tekið undir það með B. B., að nafnbreytingarn- ar, sem íhaldsmenh og kommún- istar hafa gert á flokknum sín- um, séu lofsverðar eða til fyr- irmyndar. Þær voru sprottnir af því, að báðir þessir flokkar vildu breiða yfir fortíð sína og raunverulega stefnu. Þeir vildu láta almenning halda, að þeir værn orðnir annað en þeir höfðu verið og að þeir væru betri en . þeir í raun réttri voru. Nafn- j breytingar þeirra voru aðeins ; prettir og fals. Slíkt er vissu- lega ekki til eftirbreytni og al- l’ger óþarfi fyrir þá flokka, sem j hvorki þurfa að fara í felur með ; fortíð sína eða stefnu. . Ég get vel tekið undir það með B. B„ að flokkaskiptingin hér á landi þarfnist breytingar. En það yrði áreiðanlega ekki breyting í rétta átt, ef fylgt væri tillögu E. Th. eða annarra, sem kunna að vera svipaðrar skoðunar, að Framsóknarflokk- urinn verði lagður niður eða honum stórlega breytt. Það er annars staðar en hjá Fram- sóknarflokknum, sem breyting- anna er þörf. Framsóknarflokk- urinn er sá flokkurinn, er þjóðin má sízt missa, og um- bóta- og samvinnustefna hans er sú stefna, sem þjóðin getur Páll Jónsson, skólastjóri: Skagaströnd og framtíð hennar Frá því er sagt í íornum fræðum, að víðast hvar hafi landið verið skógi vaxið miJli fjalls og fjöru, þá er landnáms- mennirnir námu hér land. Firð- irnir voru fullir af góðfiski, hvalir syntu inn í fjarðarbotna, og selir léku við kópa sína hvar- vetna á ströndunum. Þannig hefir þá verið hér á Skagaströnd. Húnaflói mjög fiskisæll, eins og hann er enn. Nóg af hvölum, og selir veltu sér víða á ströndinni og léku við kópa sína þar, sem nú standa hús kauptúnsbúa. Allt dýralíf hefir þá verið hér mjög unaðslegt. Er fram liðu tímar urðu miklar breytingar, sér- staklega á gróðrinum. . í stað skóganna, sem án efa hafa verið hér allt frá sjó og upp í fjallahlíðar, eru nú víða örfoka melar, gróðurlitlir lyng- móar og blautir flóar og mýrar. Skagaströnd var fögur sveit í landnámstíð, og hún er það enn. Nú er það verkefni þeirrar kynslóðar, sem nú lifir, og þeirra næstu að græða upp hina ör- foka mela og breyta lyngmóun- um, flóunum og mýrunum í frjósöm ræktarlönd. Fyrst snú- um við okkur samt að sjónum. Úr Ægi verðum við aö ausa þeim auði, sem þar er geymdur og breyta honum aftur i fram- kvæmdir á landi. Hér á Húna- flóa er gnægð fiskjar bæði vet- ur og sumar. En það vantar enn nothæfa höfn á Skagaströnd. Það hafa þegar verið lagðar í hafnarbætur miklar fjárhæðir, en sjómennirnir geta ekki geymt báta sina á höfninni ör- uggir um, að þeir skemmist ekki. Nú þarf að moka upp höfnina sjálfa, lengja aðal- bryggjuna, svo að við hana geti lagzt bæði togarar og strand- ferðaskip. Ennfremur þarf að lengja svo grjótgarðinn, sem þegar er byrjað á, að hann nái fram að aðalbryggjunni. Með því myndast fyrirhuguð báta- höfn í höfninni sjálfri. Þegar þetta er gert, er fyrst hægt að reka sjávarútveginn örugglega á 10—20 smálesta vélbátum (,,dekkbátum“) líkt og í öðrum stærri verstöðvum hér á landi. Nú eru að rísa hér upp tvö frystihús. Þá virðist líka tíma- bært að búa svo um höfnina, að hægt sé að geyma fiskiskip í henni milli róðra, án skemmda. Hér þarf ríkið að koma verulegá til átaka meir en orðið er. Það stendur ekki á sjómönnunum á Skagaströnd. Þeir hafa sýnt ó- trúlegan dugnað við erfiða sjó- sókn. Þeir verða að setja báta sína á land á kvöldin og niður að morgrii, stundum dag eftir dag, þegar róið er, og oft verða þeir í myrkri og stórsjó að fara á opnum „trillubát“ að leita að öðrum opnum vélbát, sem er með bilaða vél á fiskimiðunum og draga hann til lands. Hér er ekkert björgunarskip á flóan- um. Úr þessu þarf að bæta, og það fyrr en síðar. Þá er landið ekki síður verð- mætt. Frá því á landnámsöld hefir verið rekinn hér, eins og annars staðar, rányrkjubúskap- ur. Skógurinn er horfinn en í hans stað hafa komið flóar og mýrar og örfoka land. Túnin þarf að slétta og stækka, enda eru til nóg túnstæði. Flóana og mýrarnar þarf að þurrka upp og breyta þeim fyrst í valllendi og síðar í tún. Valllendi er miklu verðmætara, þó það sé notað aðeins til beitar búpenings bænda, heldur en flóar og mýr- ar.Búnaðarsamband Húna- vatnssýslu þarf að eignast skurðgröfu, sem grafi skurði til uppþurrkunar, ekki aðeins hér á Skagaströnd, þó hún hafi hér mikið verkefni, heldur líka í flestum sveitum sýslunnar. Á eftir skurðgröfunni þurfa svo að koma dráttarvélar, með plóg og herfi, sem vinna landið og slétta. Landbúnaðurinn er orð- inn svo dýr í rekstri núna, að við getum ekki stundað rán- yrkjubúskapinn lengur. Bænd- urnir verða að fá ræktuð lönd. Næsta stórmál Skagastrandar, og það sem verður að leysast mjög fljótt, er rafmagnsmálið. Hvernig verður það leyst? í Skagaheiði, sem liggur austan við Skagastrandarfjöllin, er fjöldi stöðuvatna, og frá þeim falla ■ ár bæði til austurs, í Skagafjörð, og til vesturs, í Húnaflóa. Nú tvö síðastliðin sumur hafa verkfræðingar komið og ferð- azt um til að athuga hér skil- yrði til vatnsraforku, ekki að- eins fyr’ir Skagastrandarkaup- tún, heldur líka til notkunar fyrir sveitina. í bæði skiptin hafa þeir athugað svokallað Langavatn og möguleikar á að ná úr því vatni í Hofsá á Skaga- strönd. Takist það, fæst mikil raforka, því hægt mun að reisa þrjár aflstöðvar við ána, ef Langavatni er veitt í hana. Rafmagnsleysið er nú eitt af vandamálum Skagastrandar- kauptúns. Hér fást nóg hráefni til iðnaðar, sérstaklega fisk- iðnaðar, en það vantar aflið til að reka iðnaðinn. Þetta afl er rafmagnið. Hér þarf ríkið að koma til átaka. Shagaströndin er strjálbýl, og vegakerfi sveitarinnar ekki gott, enda er hún ein af þeim sveitum, sem afskekktar kallast. Um leið og vega-, síma- og raf- magnskerfi sveitarinnar verður skipulagt, sem verður að gera mjög bráðlega, þarf að flytja þá bæi, sem standa ’Upp við fjöllin, eða mjög langt frá sam- göngukerfinu, f veg fyrir það. Það er nóg landrými og nógir ræktunarmöguleikar fyrir þá bændur, sem búa á afskekktari býlunum til þess að reisa ný býli sízt án verið, ef hún á að kom- ast heil úr öngþveiti líðandi, stundar. B. B. talar um það, að þegar bændastéttin vaknar af „illum draumi“ og sameinast, þá sé vart líklegt, að þau samtök beri nafn „einhvers núv. stjórn- málaflokks". Síðar talar hann um, að Framsóknarflokkurinn sé sá núv. flokka, sem „hafi langmesta möguleika til að lifa og færast í aukana að óbreyttu nafni og stefnuskrá". Undir þessi síðari ummæli hans get ég fullkomlega tekið, og því fæ ég ekki heldur skilið það, að sam- einingarflokkur bænda þurfi nýtt nafn, eins og B. B. virðist álíta í annarri andránni. Fram- sóknarflokkurinn hefir verið og er einmitt þessi sameiningar- flokkur Uænda, jafnframt og hann hefir safnað undir merki sitt öðrum hugsandi mönnum, er aðhyllast hina skynsamlegu umbóta- og samvinnustefnu hans. Með hverju árinu, sem hefir liðið, hafa fleiri og fleiri bændur safnazt undir merki hans, eins og kosningaúrslitin sýna bezt. Alveg sérstaklega hefir þetta verið áberandi á síðari hluta síðastl. árs vegna hinnar einbeittu baráttu flokks- ins .fyrir málstað bænda á haustþinginu. Þegar þeir fáu þingfulltrúar, sem Sjálfstæðis- flokkurinn á enn í sveitakjör- dæmum, tala við kjósendur sína, hafa þeir það sér helzt til lofs, að þeir hafa staðið fast með Framsóknarflokknum I öllum aðalmálum sveitanna. Framsóknarflokkurinn er m. ö. o. orðinn svo sterk samfylking bændanna, að þingmenn ann- arra flokka úr sveitakjördæm- um þora yfirleitt ekki annað en að fylgja honum, þegar um stærri hagsmunamál bænda er að ræða. Með slíkri þróun verð- ur þess ekki langt að bíða, að Framsóknarflokkinn skipar ekki aðeins mikill meirihluti bænda- stéttarinnar, eins og nú er, heldur svo að segja öll bænda- stéttin. Það eina, er gæti spillt slíkri þróun, sem er bændunum svo nauðsynleg, vaéri það, að einhverjir menn annað hvort af misskilningi eða pólitísku brask- eðli færu að glingra við„viðleitni til nýrrar flokksmyndunar“, er sagt væri að ætti að sameina alla bændur, en myndi aðeins verða til þess, veikja þá sterku pólitísku fylkingu, sem bændur hafa þegar myndað. Trúi ég ekki öðru en að Bjarni Bjarnason muni ekki síður nú en 1934 standa fast gegn slíkri klofningsviðleitni. B. B. telur það koma vel til mála „að endurskoða nafn Framsóknarflokksins og stefnu- skrá“. Ég get vel samsinnt því, (Framli. á 4. síðu) en nota fjalllendið til beitar sameiginlega fyrir bæjarröðina, sem rís upp meðfram vegun- um. Við þetta vinnst ótal margt. Byggðist færist saman, allir bæ- ir hafa meir not af vegakerf- inu. Síma- og rafmagnsnot verða meiri og ódýrara. Bænd- ur gætu notað meir sameigin- lega flutningatæki o. fl. o. fl. Það er ekki ótímabært að ræða um þetta við ríkisstjórnina og Búnaðarfélag íslands. En það ætti að hafa forgöngu í slík- um málum sem þessum. Það var sagt frá því nú fyrir stuttu í ríkisútvarpinu, að sveitir Eng- lands væru aldrei betur ræktað- ar en einmitt nú. Það virðist vera, að -Englendingar skilji betur en við íslendingar, hvaða gildi landbúnaðurinn hefir fyr- ir þjóðirnar, þegar þær verða að lifa sem mest af sinni eigin framleiðslu. Englendingar vona að sveitirnar þeirra haldi á- fram að vera fagrar og vel rækt aðar, en á sama tíma eru bænd- ur hér á landi kallaðir, af stór- um flokk manna, sníkjudýr þjóðarinnar, sem ekki eigi til- verurétt. Það er eitthvað öfugt við framtíðarskipulag okkar, þegar annað eins og þetta á sér stað. Takmarkið hér á Skagaströnd verður þetta: Bændur þurfa að fá vega-, síma- og rafmagns- not. Býlin þurfa að færast að veginum, og það þurfa að koma fleiri bæir og bændur. Alveg eins og sjómenn þurfa að fá bætta höfn á Skagaströnd og stærri báta. Inn frá botni Húna- flóa liggja beztu sveitir sýsl-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.