Tíminn - 15.01.1944, Page 3

Tíminn - 15.01.1944, Page 3
5. Mað TIMINN, laugardagiim 15. jjan. 1944 19 Sjötíu og fimm ára: Kristján Sígurðsson bóndi á Halldórsstöðum Hinn 19. okt. s. 1. átti Krist- ján Sigurðsson bóndi að Hall- dórsstöðum í Kaldakinn 75 ára afmæli. — Að kveldi þess dags sóttu hann heim sveitungar hans, um hundrað manns. Þegar allir voru komnir á staðinn, var sezt að kaffi- drykkju, en að henni lokinni hófust ræðuhöld og söngur, er stóð langt .fram á nótt. Að lok- um var stiginn dans fram und- ir morgun. Við þetta tækifæri var Krist- jáni fært skrautritað ávarp, þar sem honum voru þökkuð mörg og dáðrík störf í þágu sveitar og sýslu. — Ennfremur voru honum afhentar, — -í til- efni dagsins — þúsund krónur í peningum, er leggjast skyldu í minningarsjóð þriggja látinna kvenna, en ein þeirra er kona Kristjáns, sem látin er fyrir nokkrum árum. Kristján Sigurðsson er fædd- ur að Þóroddsstað 19. okt. 1868, en fluttist ungur með foreldrum sínum að Halldórsstöðum og hefir dvalið þar æ síðan. Kristján hefir aldrei gengið í neinn skóla um sína daga, hann er að öllu leyti sjálf- menntaður. Honum hafa verið falin mörg störf, sum umfangs- mikil og ábyrgðarrík. Hefir hann jafnan leyst þau svo af hendi, að aldrei hefir þurft upp á að telja. — Kristján var einn af stofnendum „Sparisjóðs Kinn- unga“ og hefir verið formaður hans í rúm 40 ár. Sjóðurinn hef- ir aukizt og dafnað í höndum hans og aldrei tapað syo mik- ið sem einum eyri. — Kristján hefir setið í stjórn héraðsskól- ans að Laugum, allt frá byrjun og verið féhirðir hans fram á þennan dag. Það er erfitt verk að bera ábyrgð á fjárreiðum héraðsskóla, þar sem verið er að hrinda í framkvæmd miklum byggingaraðgerðum af litlum efnum, en Kristján hefir stað- izt þá raun prýðilega. Sam- starfsmenn hans minntust þess nýlega á viðeigandi.hátt. Fengu þeir Ríkarð Jónsson til að gera af honum varanlega mynd og gáfu Laugaskóla til minningar um mann, sem mikið hafði á sig lagt fyrir starf og stefnumál héraðsskólanna. í hreppsnefnd Ljósavatns- hrepps sat hann samfleytt í 31 ár. Hin síðustu ár hefir hann átt sæti í stjórn Kaupfélags Sval- barðseyrar og verið formaður félagsstjórnar. — Um mörg ár var hann söngkennari og for- göngumaður söngmála í sveit sinni. í 50 ár var hann organ- leikari í sóknarkirkju sinni, að Ljósavatni. Þannig mætti lengur telja ýmis störf er Kristjáni hafa verið falin, en rúmsins vegna verður því sleppt. Alls staðar þar sem Kristján unnar. Það væri ekki lítill bú- hnykkur fyrir þær, ef hér risi upp síldarbræðslustöð, fiski- mjölsverksmiðja o. fl. og þar gætu þeir þá fengið allan þann fóðurbæti, sem þeir verða nú að sækja til fjarliggjandi staða, og fá oft ekki, þegar hans er mest þörf. Þá ætti hér að geta blómgast saman mikill sjávar- útvegur og gagnsamur landbún- aður. Þá er enn ein atvinnu- grein, sem mætti stunda hér á Skagaströnd, og sú, sem ekk- ert hefir verið gert að hingað til. í Skagaheiði, sem liggur austan við Skagastrandarfjöll er, eins og áður er sagt, mikið af vötnum, smáum og stórum. í hverju vatni er silungur bæði stór og fallegur. Sumt er sjáv- arsilungur, en mest er af vatna- silungi bæði bleikju og urriða. Er ekki þarna falið verkefni fyrir kaupstaðafólkið, Reykja- víkurfólkið, til að stunda, þegar það fer í orlofsferðir sínar á sumrum? Væri það ekki hyggi- legt og gott fyrir það að fara með tjald sitt austur í Skaga- heiði, eins og við segjum, og veiða þar silung, bæði í ám og vötnum. Það mun margur fyll- ast vantrú og ekki taka undir, þegar ég segi, að silungurinn er svo auðveiddur, síðari hluta hefir komið fram, hefir hann vakið á sér álit og traust og það sem mestu skiptir, að hann hefir aldrei brugðizt trausti annarra. Má með sanni segja að sæti hans hafi jafnan reynzt vel skipað. Fer svq ætíð þar sem fullur drengskapur ræður gerð- um manna. Þótt Kristjáni hafi verið fal- inn margháttuð störf, utan sveitar og innan, sem krafizt hafa fjarvista og tafa frá heimastörfum, hefir hann þó jafnan búnast vel og verið ým- ist hæstur eða með hæstu gjaldendum til sveitarsjóðs í hreppi sínum. Kristján var kvæntur frænd- konu sinni, Guðrúnu Sigurðar- dóttur frá Draflastöðum, hinni ágætustu konu. Er hún látin fyrir nokkrum árum. Varð þeim hjónum 5 barna auðið, eru 4 þeirra á lífi, en einn son, upp- kominn, misstu þau árið 1928, hið álitlegasta mannsefni. Auk þess ólu þau hjón upp 3 fóst- urbörn. Þau Halldórsstaðahjón áttu því láni að fagna að byggja upp og eignast hið ánægjuleg- asta heimili, þar sem jafnan hefir ríkt innbyrðis friður, ein- ing og reglusemi, enda hefir Halldórsstaða-heimili um langt skeið verið rómað fyrir risnu og myndarskap. Kristján á Halldórsstöðum er einn hinna traustu íslenzku stofna, sem vaxið hafa og þrosk- azt í jarðvegi sveitanna. Hann hefir tileinkað sér hið bezta og hagnýtasta, sem hann hefir séð og heyrt í skóla lífsins og reynslunnar. Slíkur skóli hefir verið hans menntaskóli. Þar hefir hann þjálfazt og þroskazt í hug og hjarta, svo hann hefir reynzt hinn nýtasti maður og unnið hvert sitt starf af þreki og manndómi hins forsjála manns. Og þess vegna er það að vinir hans fjær og nær minnast hans nú, á þessum tímamótum ævi hans og óska honum allra heilla nú og i framtíð. Baldvin Baldvinsson. sumars í ánum í heiðinni, þar sem hann er í hrygningar- stöðvunum, að það má raka honum á land með venjulegri járntindahrífu. Mér hefir verið sagt, að hér áður hafi það verið venjuleg veiðiaöferð hjá fólki, sem síðast bjó í Hofsseli, (býli, sem síðast var í byggð af mörg- um seljum í heiðinni), að þá var silungurinn veiddur í poka. Mjög stór strigapoki var lagð- ur í ána og víðitág hélt opinu sundur, snærisstrengur var festur í op pokans og í árbakk- ann beggja vegna. Þegar vitjað var um, var byrjað á því að draga pokaopið saman pg upp úr vatninu; þar með var silung- urinn lokaður inni. Til þess að koma því í fram- kvæmd, að skemmtiferðafólk geti stundað þarna veiði sér til gamans, þarf að byggja sumargistihús á Skagaströnd, eöa úti í sveitinni skammt utan við Skagaströnd, og taka þar á móti sumargestum. Bændur þyrftu að geta lánað hesta og veitt ferðamönnum fylgd til veiðivatnanna. Á gistihúsinu ættu þessir gestir að hvíla sig, en fara veiðiferðir með veiði- stöng, vatnapramma og tjald, austur í heiði og stunda „sport“. Þetta væri ólíkt hollara og betra Upp frá áþján FRAMHALD Þannig komst Booker í skólann í Hampton. En ekki voru þar meö allar þrautir á enda. Hann var örsnauður, og honum reið því á að fá að vinna sem mest fyrir uppihaldi sínu. Hann bar óskir sínar upp við forstöðukonuna, Maríu Mackie. Hún tók mála- leitan hans vel, því að hún hafði þegar komizt að raun um samvizkusemi hans og einlægan vilja til þess að mannast og brjótast áfram í lífinu. Hún gerði honum því þegar kost á að hafa umsjón með nokkru af húsum stofnunarinnar. Þetta þáði Booker meö þökkum. Starf hans var falið í því að halda allmörgum stofum hrein- um og kveikja upp í ofnunum á morgnana. En auk þessa átti hann að stunda námið. Vissulega var þetta erfitt og ekki um annað að velja fyrir drenginn heldur en að fara á fætur klukkan fjögur á nóttunni, ef hann átti að halda til jafns við skólasyst- kini sín, er betur voru sett. En hann stóðst þessa raun, af því að hann vildi sigra. Dvalarkostnaðurinn í skólanum var tíu dalir á mánuði, auk 70 dala kennslugjald sá ári. Stóðust á vinnulaun Bookers og dvalarkostnaðurinn. En þá var eftir að öngla saman fyrir kennslugjaldinu. Eins og áður er sagt var hann sjálfur ger- samlega févana. Einu fjárráð hans var dálitil peningasending, sem honum barst frá Jóhanni bróður sínum, nokkru eftir kom- una til Hampton. En frá honum var ekki mikils styrks að vænta, því að hann var jafn snauður og Booker sjálfur. Hér þurfti því meira við. Og nú var það Samúel Chapman Armstrong hefshöfðingi sjálfur, stofnandi skólans og upphafsmaður þess- arar skólahugmyndar, sem skarst í leikinn. Hann útvegaði Booker nauðsynlegan styrk til þess að greiða kostnað við fullnaðarnám 1 Hampton frá manni einum í Massachusetts, er þótti fé sínu á engan annan-hátt betur varið en að styrkja fátæka unglinga, sem líklegir voru til frama, til nytsams náms. Þar með var ráðið fram úr þessum kröggum. Nú var aðeins sá vandinn einn óleystur að afla peninga fyrir föt og bækur. Eins og gefur að skilja, var Booker ekki ríkur að fötum, er hann kom í skólann, en á hinn bóginn var mjög rík áherzla lögð á það, að allir væru þokkalega til fara. Arm- strong hershöfðingi leit sjálfur eftir þvi á hverjum morgni, að skór nemendanna væru vel burstaðir, fötin hrein og heil og hvergi vantaði hnapp. Hér stóð Booker að vonum illa að vígi, í snjáðum og margþvældum fötum, sem á hverjum degi mátti vænta, að ný göt dyttu á. Hann hafði varla við að stagla þau og bæta og sá engin ráð til þess að eignast ný föt. En enn var heppnin með honum, og þó var það ekki heppni eingöngu, því að mestu réði það traust, er hann hafði sjálfur áunnið sér í skól- anum með framgöngu sinni. Skólinn fékk fatasendingu mikla frá stofnun einni í Norðurrikjunum og skyldi henni skipt milli þurfandi og verðugra nemenda í Hampton. Kennararnir höfðu bæði tekið eftir fátækt Bookers, námfýsi, gáfum og trúmennsku. Hann hlaut því rífan skerf af þessari fatasendingu. Þóttist hann eftir það fær í flestan sjó og engu þurfa að kvíða. Flest það, sem orðið gat honum til trafala í skólanum, hafði leyszt á bezta veg. Dvölin í Hamptonskóla varð Booker til mikilla heilla. Þar fékk hann fyrst að njóta þeirra lífshátta, sem siðmenntuðu fólki þykir sæma. Þar settust allir að dúkuðum borðum á vissum tim- um dags og snæddu matinn með fullri háttprýði. Þar baðaði fólk sig að loknu dagsverki, og þar burstuðu allir tennur sínar og skoluðu munninn kvölds og morgna. Og þegar lagzt var til hvíldar,- var háttað í rúm með góðum sængurbúnaði og hvítum verum og lökum. Þrifnaður og reglusemi ríkti um aíla hluti, og slíkt stefndi ekki aðeins að því að varðveita hreysti líkam- ans og auka, heldur voru hin sálrænu áhrif miklu þýðingar- meiri. Þetta nýja líf jók sjálfsvirðingu nemendanna og gerði þá að betri, meiri og sannari mönnum. Skólavistin markaði alg.er tímamót í lífi sumra, og mjög margir báru þessa uppeldis óræk merki til æviloka. Margt mætra manna starfaði við skólann í Hampton, en af ollum, sem Booker Washington kynntist, hafði þó Armstrong hershöfðingi mest og dýpst áhrif á hann. Um hann komst Booker síðar svo að orði, að hann hefði aldrei á lífsleiðinni fyrir- hitt mann, er verið hefði andlegt stórmenni á borð við hann. Kynnin af honum hefðu ein verið ómetanleg næmum unglingi til andlegs vaxtar og þroska. Þessi maður varð síðan nánasti vinur Bookers í heilan manns- aldur og dvaldi að lokum síðustu sex mánuðina, er hann lifði, á heimili hans i Tuskegee. Var hann þá svo þrotinn að líkams- þreki, að hann gat ekki gengið og mátti vart mæla. En þrátt fyrir allar þjáningar var hugur hans allur við þau málefni, sem hann hafði helgað líf sitt. Á þeim árum, er Booker var í skólanum, voru nemendur að jafnaði 300—400. Voru þeir á ýmsum aldri, þar á meðal fáeinir, sem orðnir voru fertugir. Booker var meðal hinna yngstu. En allt þetta fólk hafði eitt sámeiginlegt áhugamál, er gegnsýrði sérhverja hugsun þess: að búa sig undir að verða kennarar og menningarfrumherjar meðal hins svarta kynstofns í Vestur- heimi. Það var veglegt hlutskipti, og engum duldist vandinn, sem þeirri vegsemd fylgdi. Námið var því sótt af einlægu kappi, jafnt bóklegt sem verklegt. Eftir eins árs skólavist fengu allir nemendur fjögurra mán- aða leyfi. Það notuðu þeir til þess að vinna sér inn fé til áfram- haldandi náms. Leituðu þó margir jafnframt heim í skólaleyfinu, en aðrir sættu þeirri vinnu, sem þeir fengu bezt borgaða, hvar sem hana var að fá. Nær allir nemendurnir voru öreigar. Þeim veitti því ekki af að afla sér sem mestra tekna. Booker langaði mjög til þess að sjá ættingja sína, en féleysi bannaði löng og dýr ferðalög. Hann ákvað þess vegna að vinna í Hamptonþorpi í sumarleyfi sínu. Að vísu var kaup þar lágt, en hins vegar var ekki auðhlaupið að hálaunuðu starfi, þótt lengra væri leitað. en f-ara eins og nú er oft að eins farið út í sveitina og liggja þar á túni og móka í sól- skininu í leti og iðjuleysi. Menn eru miklu glaðari og ánægðari eftir eina slíka veiðiferð, sem vel hefir heppnast, en eftir marga „fylliriistúra“, sem sumt „orlofsfólk" lætur sér sæma að fara, til mikils álitshnekkis fyrir þjóðina og sveitina, eða kaupstaðina, sem þetta fólk er frá. Ég hefi hér bent á nokk- ur af þeim framtíðarviðhorfum, sem eru til athugunar og í hug- um umbótamannanna, þau sjónarmið, sem að ber að keppa. Engan atvinnuveg má leggja niður, heldur skipuleggja og vinna markvist að þeim um- bótum, sem geta orðið til heilla fyrir þjóðarheildina. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMBANDSFÉLÖG! Dragið ekki að senda S. í. S. tölu félagsmanna yðar í árslok 1943. Allt á sama stað Bílafjaðrir, fram og aftur í Rullulegur „Timken“. Studebaker, Ford, Chevrolet Rafkerti, Pakkningar. o. fl. teg. Bremsuvökvi, bremsuborðar í „settum‘“ og metratali. Bílabón, Bónklútar. Brettamillilegg, Bílaperur. Blöndungar, Boddyskrúfur. Boltar, rær og skífur. Framfjaðraklemmur. Fram- og afturluktir. Frostlögur „Preston". Hraðamælisleiðslur. Hurðarlamir. Hurðarhúnar. Kúlulegur, „Fafnir“. Ávalt mest úrval á íslandi af öllu til bifreiða Seudnm gcgn póstkröfu livert á land sem er. H.f. Egíll Vílhjálmsson Laugaveg 118, Reykjavík. Koplingsdiskar og borðar. Rúðuvindur. Rafmagns-benzíndælur. Rafgeymar. rafleiðslur. Sagarborar, sagarblöð. Skrúfjárn, smá og stór. Stimplar og stimpilhringar margar tegundir. Skrár og tangir. Vökvabremsuhlutar. Miðstöðvar. Viftureimar. Þéttikantur. Þakrennur, og margt fleira til bifreiða. Notib O P A L rœstiduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft heflr alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. P A L Rœstiduft — Gefur aukna eggjaframleiðslu FóOurblaiida fyr- ir varphænur Framleiðum ágætis fóðurblöndu fyrir varphænur. Leiðarvísir fylgir hverjum poka. Fiskimlöl h.f. Sími 3304. Hafnarstræti 10. Sími .3304 Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.