Tíminn - 15.01.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.01.1944, Blaðsíða 4
20 TfML\T\, laugardagiun 15. jau. 1944 5. blað ÍJ R BÆNHM Atkvæðagreiðslan í Dagsbrún. Atkvæðagreiðslan í verkamannafé- laginu Dagsbrún um uppsögn kaup- samninga félagsins hófst í gær og mun standa yfir í dag og á morgun. Fer hún fram á skrifstofu félagsins. Nær 3000 menn eru skráðir fullgildir fé- lagsmenn. Fangahúsið yfirfullt. Rannsóknarlögreglan hefir orðið að handsama svo marga menn undanfar- ið vegna grunsemda um ýms brot (svik, innbrot, þjófnaði), að fanga- húsið við Skólavörðustíg 9 hefir yfir- fyllst og hefir orðið að fá rúm fyrir allmarga menn í Parsóttahúsinu. Húsaleigubrot. Hæstiréttur hefir nú fellt dóm í máli því, sem höfðað var gegn einum bæjar- fulltrúa Sosialistaflokksins, Steinþóri Guðmundssyni, fyrir brot á húsaleigu- lögunum. Hafði Steinþór látið félag, sem hann ræður yfir, leigja flokknum íbúðarhúsnæði fyrir skrifstofur. Hæsti- réttur dæmdi Steinþór i 300 kr. sekt fyrir brot á húsaleigulögunum. Tveir piltar (Frainh. af 1. síðu) 2 og stálu þar 1400 krónum í peningum', sem Samband ís- lenzkra berklasjúklinga átti. Einnig brutust þeir inn í við- byggingu Útvegsbankans við Lækjartorg við þriðja mann og stálu þar peningum og skipti- mynt. Enn brutust þeir inn í kjall- ara Mogensens lyfsala og stálu áfengi og ávöxtum. Til þessa höfðu þeir enn einn fylgdar- mann. , Loks brutust þeir inn í veit- ingastofuna „Fróðá" við Lauga- veg við fjórða mann og stálu þar peningum. Alls flæktust fimm menn í innbrot með piltum þessum. Þá hafa allmörg börn gerzt sek um og orðið uppvís að hnupli og þjófnaði. Skýrði Sigurður Magnússon kennari svo frá, að þarna hefðu verið að verki 9—16 ára gömul börn. Aðsópsmestir hefðu þó verið 6 drengir, sem alls hefðu framið ellefu margvislega þjófnaði, og þrír, sem framið hefðu 27 þjófnaði og einkum stolið munum í búðum og selt. Hinir fyrrnefndu stálu pen- ingum úr mannlausum íbúðum, frömdu innbrot í Sanítas við Lindargötu, tveir stálu herbíl, fjórir stálu áfengi og seldu, tveir stálu gullúri, tveir stálu skamm- byssu um borð í „Esju" og tveir armbandsúri af drukknum manni sem bað þá að fylgja sér IJiim. Mjög oft er hnupl barna því að kenna, hve illa fólk gætir eigna sinna. Mannlausar íbúðir eru iðulega skildar eftir opnar og peningar látnir liggja á glámbekk. Með þessum hætti er barnanna oft beinlínis freist- að. Mundi mjög draga úr þess- um afbrotum barna, ef fólk sýndi meiri aðgát í þessu efni, en gert er. Víðskipfajöinuður- inn óhagstæður um 14,8 milljónir Samkvæmt bráðabirgðayfir- lit Hagstofunnar hefir hallinn á viðskiptajöfnuninni á síðast- liðnu ári orðið um 15 milj. kr. Samtals hefir útflutningur- inn á áfinu numið 233 milj. kr., en innflutningurinn 247.8 milj. kr. Árið 1942 var verzlunarjöfn- uðurinn óhagstæður um nærri 50 milj. kr. Þá nam andvirði útfluttra vara samtals 200.4 milj. kr., en innfluttra vara samtals 248.1 milj. kr. Aftur á móti var verzlunar- jöfnuðurinn hagstæður árið 1941. Þá var flutt út fyrir 188.5 milj. krff en inn fyrir 129.6 milj. kr. Lesendur! Vekjlð athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa TÍMANN. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. Max Pemberton (Framh. af 1. síðu) ar um kl. 11,30 f. h. hafi Max komið til Patreksfjarðar og sett þar á land Magnús Guðjónsson, sem verið hafði annar vélstjóri á skipinu síðan 3. janúar. Ekki hefir tekizt að frétta neitt um ferðir skipsins síðan kl. 7,30 á þriðjudagsmoguninn. Leitað verður að skipinu með flugvélum strax og veður leyfir. Skipstjóri á skipinu er Pétur Maack, og er áhöfn alls 29 manns. Erlent yfirlit (Framh. af 1. siðu) 4. Lög, sem ákveði skaðabæt- ur til handa þeim, er orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna hinnar þjóðlegu afstöðu sinn- ar á tímum hernámsins, t. d. atvinnumissi. 5. Lög um eignarnám stríðs- gróða. 6. Lög um refsingar fyrir naz- istiska og ólýðræðislega starf- semi á tíma hernámsins. 7. Stofnun sérstakrar dóm- stola, er fjalli um 'mál samkv. næstseinasta tölulið. í ávarpi frelsisnefndarinnar er hver einstakur liður skýrð- ur sérstaklega. Þess er getið, að frelsisnefndin telji ekki uppgjöf landsins 9. apríl 1940 refsiverða samkv. landslögum né samvinnu ríkisvaldsins við Þjóðverja þar á eftir, þótt vafalaust hefði verið betra að samvinnan hefði engin verið. Hins vegar kunni þó einstakir ráðherrar að hafa unnið sér til sakfellingar. En þegar það sé undanskilið, verði ekki hægt að refsa þeim mönn- um, sem ábyrgð báru á þessari stjórnarstefnu nema þá á þann hátt, er þjóðin kann að gera það sjálf við kjörborðin. Hins vegar telur frelsisnefnd- in það nauðsynlegt, að þeim, sem hafi verið Þjóðverjum ó- eðlilega hliðhollir, sé refsað sérstaklega og sömuleiðis dönsk- um nazistum. Það sé líka þess- um mönnum bezt, að ríkið taki það að sér að refsa þeim, því að annars kunni almenningur sjálfur að taka það verk að sér og gæti það orðið þeim enn verra, auk þess sem það gæti skapað óöld í landinu. Á framangreindum atriðum úr ávarpi dönsku frelsisnefnd- arinnar má sjá, að stjórnmál Dana fyrst eftir styrjöldina munu að verulegu leyti snúast um uppgjörið við hin nazist- isku öfl í landinu. Slíkt upp- gjör mun þó valda enn meiri á- tökum í flestum hinna her- numdu landanna, einkum þó í Noregi, þar sem nazistar hafa látið enn meira að sér kveða. Norska stjórnin í London hefir þegar fjölda manna á „svört- um lista", er fá að standa reikningsskap ráðsmennsku sinnar, þegar tími frelsisins kemur. Tryggíngarráð Tryggingarstofnunar ríkisins Alþingi kaus á miðvikudag tryggingarráð Tryggingarstofn- unar ríkisins til næstu fjögurra ára. Kosnir voru þesir aðalmenn: Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúi, Helgi Jónasson, læknir, Brynj- ólfur Stefánsson, forstjóri, Gunn ar Möller, lögfræðingur. Varamenn voru kosnir: Stefán Jóh. Stefánsson, Jens Hólmgeirsson,- Sigfús Sigur- hjartarson, dr. Björn Björns- son, Einar Ásmundsson. ORÐSFNDING til kaupenda Tímans. Ef kaupendur Tímans verða i'yrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, í síma 2323, helzt kl. 10—12 f. hád. eða kl. 3—5 e. hád. Blaðagreinar . . . (Framh. af 2. síðu) að stefnuskrá flokksins þarf að endurskoða, því að nýir og breyttir tímar fara í hönd, án þess þó að grundvallarstefnu flokksins sé raskað. Á meðan grundvallarstefna flokksins er óbreytt, er ekki völ á öðru betra nafni en hann ber nú, auk þess, sem það hefir unnið sér verð- skuldaða hefð og virðingu. Ég hefi líka engan mann heyrt hreyfa þessu í alvöru, nema ör- fáa menn, sem hafa farið úr flokknum yfir til kommúnista, og svo Egil Thorarensen. Kom- múnistarnir segja, að flokkur- inn eigi að breyta um nafn, því að hann sé ekki framsóknar- flokkur lengur, en Egill færir fram þau rök, að nafnið standi í vegi þess, að gamlir Sjálfstæð- ismenn gangi í flokkinn. Þeir. menn skipta hundruðum, er hafa afsannað þessi rök Egils með breytni sinni, og er Egill sjálfur meðal þeirra. Vel get ég samsinnt því hjá B. B., að mikill glundroði sé á Alþingi. En hins vegar get ég ekki fallizt á, að leiðin úr ó- göngunum sé að fjölga flokk- unum. Ef bændur ætla að leggja fram sinn skerf til að lækna glundroðann, þá er hann ekki sá að bæta við nýjum flokki, heldur að efla og treysta þann flokk, sem þeir hafa fyrir og gera hann sem öflugastan til að ráða bót á vandræðunum. Reynslan hefir jafnan sýnt, að fjölgun flokka leiðir til aukins glundroða. Bændur hafa heldur ekki það marga málssvara á Alþingi, að þeir megi við því að veikja aðstöðu sína þar með því að eitthvert brot þeirra efni til „fimmta flokksins". Glundroðinn, sem af slíku hlyt- ist, gæti orðið bændum sjálfum verstur. Vel get ég skilið það, að B. B. vill að þessu sinni ekki leggja neinn dóm á flokkshugmynd Egils Thorarensen, því að það væri næsta ósennilegt, að slík- ur dómur hans myndi verða til þess að mýkja sár Egils. B. B. er áreiðanlega ekki hlynntur þeirri hugmynd, að reynt sé að skipa bændum, stórframleiðend- um og kaupmönnum í einn flokk eða eins konar Alþýðu- samband. Hann telur áreiðan- lega, að verkamennirnir á Sandi, Ólafsvík og Eyrarbakka séu eðlilegri og æskilegri sam- starfsmenn bænda en stór- gróðavald höfuðstaðarins. Það er misskilningur hjá B. B., að veitzt hafi verið hér í blaðinu með talsverðum þjósti að Agli Thorarensen fyrir störf hans við félagsskap bænda á Suðurlandi. Því fer fjarri, heldur hafa verk hans á því sviði verið fullkom- lega viðurkennd. Hins vegar er bezt að lofa svo einn mann, að það sé ekki gert á kostnað annara. Ég hygg, að B. B. sjái það við nánari at- hugun, að það sé helzt til of- mælt, að önnur vinna við framkvæmdir mjólkurlaganna hafi verið „barnaleikur", sam- anborið við vinnu Egils og Sveinbjarnar Högnasonar. Öll baráttan við klofning Fram- sóknarflokksins og kosninga- baráttan 1934, var undirbún- ingur þess, að mjólkurlögin og fleiri umbótalög yrði sett. Áður hafði E. Th. reynt að koma sæmilegu skipulagi á mjólkurmálin með samningum við Sjálfstæðismenn, en öll sú vinna hafði orðið árangurslaus. Stórframleiðendurnir og kaup- mennirnir, sem bændum er sagt 'að samfylkja með nú, reynd- | ust þá ekki betri viðskiptis. I Kosningasigurinn 1934, 'og það, jað Magnús Torfason vildi ekki jfylgja Bændaflokknum eftir að hann sá, að um dulbúinn í- j haldsflokk var að ræða, gerði setningu mjólkurlaganna mögu- ' lega. Án þeirra hefði Egill iThorarensen og aðrir verið 'næsta máttlausir í starfi sínu fyrir mjólkurframleiðendur, 'eins og reynslan hafði líka 1 sýnt. Öll þessi barátta, er var j aðdragandi mjólkurlaganna, var vissulega enginn barnaleikur. Það verk, sem Egill hefir unn- ið í þessum málum, er vissu- lega - ágætt. En þegar mest reyndi á, var það ekki hann, er gerði þau átök, er riðu bagga- muninn. Auðvitað var það ekk- ert sérstaklega þakkarvert, þótt Hermann Jónasson, sem landbúnaðarráðherra Fram- sóknarflokksins, héldi uppi framkvæmd mjólkurlaganna og vörnum fyrir þeim. Ef einhver annar hefði verið ráðherra af hálfu Framsóknarflokksins, myndi hann hafa unnið svipað verk. Á sama hátt myndi ein- hver annar, sem bændur hefðu til þess kjörið, getað unnið verk E. Th. austanfjalls. Samskonar verk hefir verið unnið af kaup- félagsstjóranum og mjólkurbús- stjóranum í Borgarnesi, og ekki síður hefir það starf verið unn- ið á Akureyri af kaupfélags- og mjólkurbússtjóranum þar. Fyrst byrjað er á því að þa,kka einstökum mönnum fyrir framkvæmd mjólkurskipulags- ins, virðist það ekki úr vegi að minnast þess manns, sem borið hefir hita og þunga hinna dag- legu framkvæmda. Þessi maður er Halldór Eiríksson. Hann tók við stförn Mjólkursamsölunnar, þegar óvænlegast horfði, og hefir gert hana að einu bezt rekna stórfyrirtæki landsins. Tillögur þeirra manna, sem hafa gengið inn í raðir bænda og fara ,með trúnaðarmál fyrir þá, eru náttúrlega mikils virði, en því má samt ekki gleyma, að þessir menn eru starfsmenn bænda, en ekki húsbændur. Hetjudýrkun hefir aldrei verið siðfræði Framsóknarflokksins og verður vonandi aldrei. Það er vissulega slæm hetjudýrkun og siðfræði, ef bændur ættu, vegna þess, að þeir hafa falið ein- hverjum . verzlunarlærðum manni trúnaðarstarf, að trúa á pólitískar skoðanir hans. Það skal ekki' efað, að E. Th. vilji kaupfélagsskapnum og bændum vel. En það er ýmislegt í lífi ýmsra manna, Egils og annara, bæði gamlar og nýjar •»!>«*—<>« GAMLA BÍÓ««>—¦(.—**-¦ Skógar vei'fí i v i • l v (Forest Rangersj Kvikmynd í eðlilegum litum. FRED MACMURRAY PAULETTE GODDARD. Sýnd kl. 7 og 9. KONUDAGUR. (Ladies Day). Lupe Velez. Eddie Albert. Sýnd kl. 5. ? NÝJA BÍÓ—^—"—..—.? Forðum í Califormu. (In Old California). Spennandi og ævintýra- i rík mynd. j Aðalhlutv.: JOHN WAYNE, BINNIE BARNES, HELEN PARRISH. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Leikfélag Reykjavíkur M Topn gnðanna^ Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Tilkynniné Bókaverzlun mína, bókaforlag og fornbækur, hefi ég selt nú frá áramótum, þeim Jóhanni Péturssyni, Bræðraborgarstíg 52, og Vilhjálmi Guðmundssyni, Sogabletti 1, Reykjavík, og reka, þeir hana áfram undir firmanafninu: Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar. . i Allar útistandandi skuldir verzlunarinnar greiðast til mín, og ég er líka ábyrgur fyrir þeim skuldakröfum, sem kunna að koma, íram á verzlunina og áfallnar eru fyrir áramót. Um leið og ég þakka öllum hinum mörgu viðskiptavinum nær og fjær ánægjuleg viðskipti um 40 ára skeið, vil ég láta þá ósk og von í ljós, að hinum nýju eigendum verzlunarinnar verði sýnd hin sama velvild og ég hefi ávallt notið víðsvegar að um land allt. Reykjavík, 3. janúar 1944. Guðm. Gamalíelsson. Samkvæmt framanrituðu höfum við undirritaðir-keypt „Bóka- verzlun Guðmundar Gamalíelssonar", og munum reka hana á- fram undir sama nafni og á okkar ábyrgð að öllu leyti. Munum við kappkosta að reyna að fullnægja óskum viðskipta- manna, og vonum að við reynumst verðugir þess sama trausts og velvildar, sem verzlunin hefir ávallt notið fram að þessu. Vilhjálmur Guðmundsson. Jóhann Pétursson. Aðalfundur Fískiiél. Islands verður haldinn laugardagiim 15. janúar kl. "Z e. h. í Kaunþingssalnum. DAGSKRÁ: Venjjuleg aðalfundarstörf. FÉLAGSSTJÓRNIN. Halldór Stefánsson: Refskák stjórnmálaflokkanna Þættir úr sögu stjórnmálanna 1017-1942 Frásögn — ályktanir — tillögur. Framsóknarútgáfan, Rv„ Fæst hjá hóksölum um land allt. Húsmæðrakennara- sköli Islands Vegna mikillar aðsóknar eru þær stúlkur, sem hafa hug á að stunda nám í kennaradeildum skólans, næsta skólaár, beðnar að senda umsóknir fyrir 1. maí n. k. Umsóknum fylgi upplýsing- ar um aldur og menntun. Viðtalstími forstöðukonu er kl. 11—12 f. h. hvern miðviku- dag í Háskólanum. Fyrirspurnum einnig svarað skriflega. HFLGA SIGITRÐARDÓTTIR, forstöðukona. persónulegar og. málefnalegar ástæður, er geta haft annarleg áhrif á skoðanir þeirra, og beint þeim inn á óheppilegustu brautir eins og flokkshugmynd Egils Thorarensen er. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.