Tíminn - 18.01.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.01.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: \ ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. f RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. [ AFGREIÐSLA, INNHEIMTA I OG AUGLÝSINGASKEirCTOFA: ! EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. > Sími 2323. 28. árg. Iteykjjavík, þriðjudag'mn 18. jan. 1944 6. blað 91ax Peinberton talinn af Öll von er talin úti um það, að togarinn „Max Pemberton“ sé ofansjávar. Hafa mörg skip og flugvélar leitað að honum dögum saman, en árangurslaust. Ennfremur hefir verið leitað með sögn sambandslaganna rædd á Alþingi Furduleg afstaða nokkurra Alþýðuflokksmanna fjörum á Snæfellsnesi, og fannst þar ekki neitt, er benti til um afdrif hans. Eins og skýrt var frá í seinasta blaði, varð Max Pembertons seinast vart að morgni 11. þ. m. (þriðjudag), við Malarrif á Snæ- fellsnesi og var hann þá á heimleið með fullfermi úr veiðiför. Ólögleg viðskipti við setuliðið Síðastliðinn föstudag var tekin til fyrri umræðu í sameinuðu þingi tillaga til þingsályktunar um niðurfellingu sambandslag- anna. Tillagan er flutt af ríkisstjórninni, en milliþinganefndin í stjórnarskrármálinu hefir samið hana. Umræður um tillöguna urðu allmiklar og varð þeim ekki lokið þá um daginn. Mun framhaldsumræðan verða í dag eða Á Max Pemberton var 29 manna áhöfn, flest menn á bezta aldri og allir hinir vöskustu. Hefir íslenzka þjóðin hér orðið fyrir miklu áfalli og mörg heimili orðið fyrir þungum og sárum missi. Þessir menn voru með skipinu Pétur Maack, skipstjóri, Rán- argötu 30, fæddur 11. nóv. 1892. Kvæntur, á fjögur * uppkomin börn á lífi, en einn sonur hans, Pétur, 1. stýrimaður, var með honum á skipinu. Pétur A. P. Maack, 1. stýri- maður, sonur skipstjórans, Rán- argötu 2, f. 24. febr. 1915. Kvæntur, átti 2 börn, 4 og 3 ára og eitt fósturbarn 8 ára. Jón Sigurgeirsson, 2. stýri- maður, Ásvallagötu 28, f. 9. nóv. 1912. Kvæhtur, átti tvö börn, 5 ára og á 1. ári. Þorsteinn Þórðarson, 1. vél- stjóri, Sólnesi við Baldurshaga, f. 19. maí 1892. Kvæntur, á sex börn á lífi, 2, 6, 10, 13, 15 og 17 ára. Sonur hans Þórður, var 2. vélstjóri á skipinu. Þórður Þorsteinsson, 2. vél- stjóri, Sólnesi við Baldurshaga, f. 10. maí 1924. Ókvæntur. Hilmar Jóhannsson, kyndari, Framnesveg 13, f. 4. marz 1924. Kvæntur. Benedikt R. Sigurðsson, kynd- ari, Hringbraut 147, f. 19. des. 1906. Kvæntur, átti 4 börn, 6, 14 15 og 2 ára. Gísli Eiríksson, bátsmaður, Vífilsgötu 3, f. 1. apríl 1894. Kvæntur og átti þrjú uppkomin börn, yngsta 14 ára. Björgvin H. Björnsson, stýri- maður, Hringbraut 207, f. 24. ág. 1915. Kvæntur og átti 1 barn 2 ára. Bróðir hans var og á skip- inu. Guðjón Björnsson, háseti Sól- vallagötu 57, f. 27 febr. 1926. Ókvæntur, bjó hja foreldrum sínum. Hann var bróðir Bjöýg- vins, sem talinn er næstur á undan. Valdimar Guðjónsson, mat- sveinn, Sogamýrarbletti 43, f. '21. ág. 1897. Kvæntur og átti þrjú börn, 6, 8 og 11 ára og sá fyrir öldruðum tengdaföður. Guðmundur Einarsson, neta- maður, Bárugötu 36, f. 19. jan. 1898. Kvæntur og átti 2 börn, 10 ára og á 1. ári. Guðmundur Þorvaldsson, bræðslumaður, Selvogsgötu 24, iHafnarfirði, f. 7. des. 1899. Kvæntur, lætur eftir sig 6 börn. Sigurður V. Pálmason, neta- maður, Bræðraborgarstíg 49, 'f. 25. nóv. 1894, ekkjumaður, átti 2 börn, 11 og 13 ára. Sæmundur Halldórsson, neta- maður, Hverfisgötu 61, f. 2. apríl 1910. Kvæntur og átti 1 barn ársgamalt. Bróðir Sæmundar var og á skipinu. Kristján Halldórsson, háseti, Innri-Njarðvík, f. 20. marz 1906, átti 3 börn. Hann var bróðir Sæ- mundar, sem talinn er næst á undan. Guðni Kr. Sigurðsson, neta- maður, Laugaveg 101, f. 15. jan. 1893. Kvæntur. Jens Konráðsson, stýrimaður, Hringbraut 152, f. 10. okt. 1914. Ókvæntur. PÉTUR MAACK, skipstjóri á Max Peviberton. Hann hafði lengi verið skipstjóri og var tal- inn einn aflasœlasti maður fiskiflotans. Jón M. Jónsson, stýrimaður, Hringbraut 152, f. 10. okt. 1914. Ókvæntur. Valdimar Hlöðver Ólafsson, háseti, Skólavörðustíg 20A, f. 3. apríl 1921. Ókvæntur í foreldra- húsum. Magnús Jónsson, háseti, Frakkastíg 19, f. 11. ágúst 1920. Ókvæntur í foreldrahúsum. Hann var mágur Péturs 1. stýrimanns. Jón Þ. Hafliðason, háseti, Baldursgötu 9, f. 19. sept. 1915. Kvæntur og átti 1 barn á 1. ári. Halldór Sigurðsson, háseti, Jaðarkoti, Árnessýslu (Hverfis- götu 89), f. 26. sept. 1920. Ó- kvæntur. Elzti sonur ekkju, fyr- irvinna hennar og systkina sinna í ómegð. Gunnlaugur Guðmundsson, háseti, Óðinsgötu 17, f. 15. jan. 1917. Kvæntur, átti 1 barn. Kristján Kristinsson, aðstoð- armatsveinn, Háteigi, f. 2. júní 1929. Ókvæntur. Ari Friðriksson, háseti, Látr- um, Aðalvík (Hörpugötu 9), f. 4. apríl 1924. Aðalsteinn Árnason frá Seyð- isfirði. (Efstajsundi 14), f. 16. sept. 1924. Jón Ólafsson, háseti, Keflavík, f. 22. marz 1904. Ókvæntur. Arnór Sigmundsson, háseti, Vitast. 9, f. 3. okt. 1891. Kvænt- ur. Eins og sést á framansögðu, voru tvennir feðgar á skip- inu og tvennir bræður. An- ton Björnsson íþróttakennari, er fórst með m. s. Hilmi á svip- uðum slóðum fyrir skemmstu, var bróðir þeirra Björgvins og Guðjóns, er fórust með Max Pemberton. Max Pemberton var 323 rúm- lestir br., smíðaður í Englandi 1917. Þótt skipið væri orðið nokkuð gamalt, var það vel traust, enda alltaf verið vel við haldið og allur útbúnaður hinn bezti. Eigandi skipsins var Halldór Þorsteinsson í Hátelgi. Þrjú íslenzk verzlunarfyr- irtæki hafa nýlega orðið upp- vís að því að hafa rekið stór-" felld ólögleg viðskipti við brezka vörubirgðastöð hér í bænum. Viðskipti þessi hóf- ust fyrir alvöru í ársbyrjun 1943. Fullnaðarrannsókn þess- ara mála er ekki enn lokið. Fyrirtæki þau, sem hér ræðir um, eru nýlenduvöruverzlun Jes Zimsen, Ingólfsbakarí og heildverzlun Þorkels Ingvars- sonar. Nýlenduvöruverzlun Jes Zim- sen hefir keypt ýmsar vörur af einum starfsmanni þessarar birgðastöðvar fyrir tugþúsundir kr. Eru það mest allskonar ný- lenduvörur. Þorkell Ingvarsson stórkaupmaður hefir ásamt einum starfsmanni sínum, Sig- urði Þorkelssyni, *keypt whisky og gin af sama starfsmanni þessarar birgðastöðvar. Mun þar vera að ræða um marga tugi af whisky- og ginkössum. Þá hefir Ingolf Petersen, eig- andi Ingólfsbakaris, keypt all- mikið af ýmsum nýlenduvörum af öðrum starfsmanni þessarar birgðastöðvar. Verzlunarstjóri í Nýlendu- vöruverzlun Jes Zimsen er Gunnar Jónsson. Hefir hann, í viðbót við að reka þessi við- skipti við birgðastöðina, keypt allmikið frá erlendum skipum, sem hér hafa verið. Þorkell Ingvarsson hefir, á- samt Sigurði Þorkelssyni, selt áfengi það, er hann keypti frá birgðastöðinni, til ýmissa bif- reiðastjóra, er síðan hafa selt það til annara. Vcglcg gjöf Kvenfélagið Framtíðin á Ak- ureyri var 50 ára 13. þ. m. í tilefni af- afmælinu barst elliheimilissjóði félagsins 50 þús. kr. gjöf frá Kristjáni Krist- jánssyni, eiganda Bifreiðastöðv- ar Akureyrar, og konu hans, til minningar um mæður þeirra. Auk þess gaf Kristján 50 þús. kr. í sjúkrasjóð félagsins til minningar um 3 bræður sína. á morgun. Gert er ráð fyrir, að auk þess, sem Alþingi samþ. hana, verði um till. sérstök þjóð- aratkvæðagreiðsla, en jafn- framt er ætlazt til að stjórnar- skráin um lýðveldisstofnunina verði borin_ undir þjóðarat- kvæði. Mun þjóöin því verða að svara tveimur spurningum: í fyrsta lagi, hvort hún sé með sambandsslitum, og í öðru lagi, hvort hún sé fylgjandi lýðveld- isstofnun. Forsætisráðherra fylgdi til- lögunni úr hlaði með stuttri ræðu. Vísaði hann til yfirlýs- ingar stjórnarinnar um skiln- aðarmálið frá 1. nóv. síðastlið- inn, en í samræmi við þá yfir- lýsingu hefði stjórnin nú tekið að sér flutning tillögunnar. Hann kvað stjórnina þó vilja breyta tillögunni og myndi hún koma þeim breytingartillögum sínum síðar á framfæri. Stefán Jóhann Stefánsson talaði næstur. Taldi hann rétt þjóðarinnar til sambandsslita vafasaman og væri því rétt að fresta málinu. Hann kvað sig þó geta fylgt uppsögn sam- bandslaganna eftir 19. maí 1944, því að þá væru þrjú ár liðin síð- an Danastjórn bárust yfirlýs- ingar Alþingis 1941, en hins veg- ar vildi hann eigi ganga frá endanlegri samþykkt á lýðveld- isstjórnarskrá fyrr en búið væri að tala við Danakonung. Ólafur Thors andmælti þeirri skoðun Stefáns, að réttur okkar til sambandsslita væri vafasam- ur. Þau ummæli Stefáns væru lika fullkomlega í andstöðu við fyrri afstöðu Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn hefði, ásamt öðrum flokkum þingsins, stað- ið einhuga að þeirri ákvörðun þingsins 1941, að íslendingar ættu þá þegar rétt til sam- bandsslita. Alþýðuflokkurinn hefði aftur staðið að því, á'samt öðrum flokkum, að skilnaðar- málið yrði leyst sumarið 1942. Loks hefðu tveir aðalmenn Al- þýðuflokksins fylgt því í stjórn- arskrárnefndinni síðastl. var, að lýðveldið yrði stofnað 17. júní 1944. Lýðveldisstjórnarskrám til 1. umr. í neðri deild Frumvarpið um lýðveldisstjórnarskrána var til 1. umræðu í neðri deild í gær. Frumvarpið er flutt af ríkisstjórninni, en milliþinganefndin í stjórnarskármálinu hefir samið það. Efni þess hefir áður verið rakið hér í blaðinu. Forsætisráðherra fylgdi frv. úr hlaði. Sýndi hann, að stjórn- in teldi nauðsynlegt að gera nokkrar breytingar á frv., eink- um viðkomandi kjöri og valdi forsetans, og myndi hún leggja þær fyrir stjórnarskrárnefndir þingsins. Hann benti á, að miklu skipti, að menn sameinuðust um lausn málsins og héldu því hófsamlega á kröfum sínum. Hann kvað stjórnina hallast að því, að forsetinn yrði þjóð- kjörinn. Stefán Jóhann Stefánsson tal- aði næstur. Gagnrýndi hann frv. nokkuð, enda þótt hann sé einn af höfundum þess. Enn- fremur lýsti hann sig mót- fallinn því, að lýðveldisstjórn- arskrá yrði endanlega sam- þykkt fyrr en tekizt hefði að tala við konung, og eins mót- mælti hann því, að stjórnar- skránni yrði breytt, án undir- skriftar þjóðhöfðingja. Gísli Sveinsson svaraði gagn- rýni Stefáns á frv. og gerði grein fyrir sjónarmiðum stjórn- arskrárnefndar. Frh. á 4. s. Eysteinn Jónsson talaði næst. í inngangi ræðu sinnar rakti hann sögu málsins, og sýndi m. a. fram á, að það hefði alltaf verið yfirlýst markmið íslend- inga að leysa skilnaðarmálið strax og sambandslögin heimil- uðu það eða í ársbyrjun 1944. Hernám Danmerkur hefði hins vegar orðið þess valdandi, að ekki hefði verið hægt að fram- fylgja þessu máli fullkomlega á þann hátt, er samningarnir gerðu ráð fyrir. Framsóknarfl. sagði Eysteinn, hélt flokksþing veturinn 1941. Þá tók flokkurinn ákveðna af- stöðu til skilnaðarmálsins og lýsti sig eindregið fylgjandi því, að stofna lýðveldi, eigi síðar en innan þriggja ára frá þeim tíma, það er 1944. Afstaða flokksins var þá þegar reist á þeim grundvélli, að sjálfsagt væri að framkvæma skilnaðinn, jafnskjótt og samn- ingstíminn væri á enda, þ. e. á árinu 1944, en þó fyrr, ef stríð- inu yrði lokið fyrir þann tíma. Nú eru komin þau tímamót, sem sambandsslitin hafa ávallt verið miðuð við, og telur Fram- sóknarflokkurinn því sjálfsagt að láta ekki dragast lengur en fram á þetta ár að leiða skiln- aðarmálið til lykta. Ályktanir Alþingis í sjálfstæð- ismálinu frá 17. maí 1941 eru byggðar á sama grundvelli og Framsóknarflokkurinn lagði á flokksþingi sínu fyrr á árinu. Það er kunnugt, að þessar sam- þykktir voru eins konar samn- ingur milli þingflokkanna um þann grundvöll, sem Alþingi vildi standa á við lausn máls- ins. Þar segir svo: „Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að það telur ísland hafa öðlast rétt til fullra sambands- slita við Danmörku, þar sem ís- land hefir þegar orðið að taka í sínar hendur meðferð allra sinna mála ....“. Þar segir ennfremur: „Alþingi ályktár að lýsa yfir þeim vilja sínum, að lýðveldi verði stofnað á íslandi, jafn- skjótt og sambandinu við Dan- mörku verður formlega slitið“. Þarna er beinlínis lögð höf- uðáherzla á það, að formleg sambandsslit og lýðveldisstofn- un skuli fara saman, og, að ís- land hafi þá þegar öðlast rétt til fullra sambandsslita, þótt talið væri rétt að bíða með af- greiðslu málsins um sinn til fyllra öryggis. En þá var aldrei gert ráð fyrir að draga lengur að stofnsetja lýðveldið en til ársins 1944. Allir flokkar þings- ins fylgdu þessari málsmeðferð 1941 og meira að segja guldu allir þingmenn, sem þá áttu sæti á þingi, þessum ályktunum já- kvæði sitt. Stefna sú, sem hluti af Al- þýðuflokknum hefir nú tekið í þessu máli, er því alveg óskilj- anleg, þar sem allur sá flokkur stóð að samþykktunum 1941, á- samt öðrum flokkum. Andstaða gegn lausn málsins nú verður því óskiljanlegri, þegar þess er (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi „ALGERLEGA GRIPIÐ ÚR LAUSU LOFTI OG RANGT MEÐ FARIГ. Jón Pálmason hefir undan- farið verið að skrifa í Mbl. greinaflokk um störf seinasta Alþingis. Er fátt af því satt, sem þar segir um aðra flokka, enda var ekki annars að vænta af Jóni. Svo langt hefir Jón gengið í þessum þinggreinum sínum til þess að réttlæta framkomu Sjálfstæðisflokksins við fjár- lagaafgreiðsluna', að Pétur Ottesen, sem var formaður fjárveitinganefndar, hefir séð sig til knúðan að leiðrétta ó- sannindi hans. Birti Morgun- blaðið síðastl. föstudag, á litið áberandi stað, svohljóðandi leið- réttingu frá Pétri: „í grein Jóns Pálmasonar í Morgunblaðinu 13. þ. m. með f yrirsögninni: „Hvað af rekaði þingið“ (3. grein), kemst hann svo að orði, þar sem hann ræð- ir um hug minn og aðgerðir sem formanns fjárveitinga- nefndar til stöðvunar á útgjöld- um fjárlaga yfirstandandi árs, að ég hafi ekki haft fylgi nema þriggja manna af níu í nefndinni“. Ef þetta ber að skilja svo, að allir aðrir nefndarmenn hafi haft önnur sjónarmið í þessu efni, þá er það algjörlega grip- ið úr lausu lofti og rangt með farið, því ýmsir nefndarmanna áttu þar jafnan hlut. Pétur Ottesen.“ Þessi leiðrétting Péturs er al- veg nægjanlegt svar við þing- greinum Jóns. Þeim verður ekki betur lýst en að þar sé flest „al- gjörlega gripið úr lausu lofti og rangt með farið“, eins og Pétur Ottesen kemst að orði. MISSÖGN LEIÐRÉTT. Það hefir nokkrum sinnum sézt á prenti, að Eysteinn Jóns- son, Skúli Guðmundsson og Steingrímur Steinþórsson hafi verið óðfúsir að sitja lengur í samninganefnd með kommún- istum til að ræða um stjórnar- myndun, en kommúnistarnir hafi þá gert þeim þann grikk að hætta að sækja nefndarfund- ina og hafi samningar þannig fallið niður. Sannleikur þessa máls er hins vegar sá, að kommúnistar marg- óskuðu þess, meira að segja bréflega, að samningarnir héldu lengur áfram, en Framsóknar- mennirnir lýstu því hins vegar yfir, að þeir teldu frekari við- ræður óþarfar, þar sem kom- múnistar hefðu neitað þeim starfsgrundvelli fyrir umbóta- stjórn, er fulltrúar Framsókn- arflokksins höfðu gert tillögur um. HVAÐ SEGIR NÚ AL- ÞÝÐUBL AÐIÐ ? „Lögskilnaðarmennirnir“, sem svo kalla sig, barma sér mjög yfir því, að reynt sé að varna þeim málfrelsis. Síðastl. sunnudág héldu þeir fund í Iðnó. í upphafi fundar- ins spurðist Ólafur Friðriksson, sem er ákveðinn skilnaðarmað- ur, fyrir um það, hvort frjálsar umræður yrði leyfðar. Var því tekið mjög þunglega og gekk Ólafur þá af fundi. Alþýðublaðið hefir mjög fár- ast yfir því, að „lögskilnaðar- menn“ nytu ekki málfrelsis. En skyldi það verða eins hneyksl- að yfir því, þegar frumherji Al- þýðuflokksins fær ekki að tala hjá „lögskilnaðarmönnum" á opinberum fundi?___________ Hljómleíkar Samkór Reykjavíkur og karla- kórinn Ernir halda hljómleika í Gamla bíó á fimmtudaginn kemur. Hefjast þeir kl. 11,30 að kvöldi. Þetta er í fyrsta skipti, sem þessir kórar syngja opinberlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.