Tíminn - 18.01.1944, Side 3

Tíminn - 18.01.1944, Side 3
6. folað mirv*. ln-igjadagmM 18. jan 1944 23 Sllfnrbrúðkanp Þórlindur Jóhannsson útvegs- taóndi, og Guðlaug Magnúsdótt- ir kona hans, í Hvammi í Fá- skrúðsfirði áttu 25 ára hjúskap- arafmæli 5. þ. m. Þórlindur er enn á bezta aldri. Hann er fæddur í Hvammi 10. júní 1896. Faðir hans Jóhann bjó þar um langt skeið. Hann var einn af stofnendum Búnað- arfélags Fáskrúðsfirðinga. Var hann kjörinn heiðursfélagi, er 40 ára starfsafmælis félagsins ■var minnzt árið 1941. — Þór- lindur ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann var hraustur og bráðþroska og 10 ára gamall byrjaði hann að stunda sjóróðra sem hálfdrættingur á róðrabát. En 14 ára var hann talinn hlut- gengur. Og formaður varð hann 19 ára og hefir verið það síðan. Kona Þórlindar er Guðlaug Magnúsdóttir frá Fossárdal við Berufjörð, hin mesta dugnaðar- og myndarkona. Eru þau jafn- aldrar hjónin að heita má, því Guðlaug er fædd 31. marz 1897. Var Þórlindur 22 ára, er þau giftust, en hún tæpu ári yngri. Byrjuðu nýju hjónin búskap um vorið á nokkrum hluta jarðar- innar Hvammi og hafa búið þar til vorið 1941, að þau fluttu að Búðum í Fáskrúðsfirði. Þau ár, sem þau hjónin bjuggu í Hvammi, stundaði Þórlindur landbúskap og sjó- sókn jöfnum höndum og vann auk þess að bátasmíði. Er slíkt ekki heiglum hent, að hafa svo mörg járn í eldi í senn. Oft var lítið sofið á þeim árum og lang- ur vinnudagur. Búið var þó aldrei stórt; mun sjósóknin hafa gefið meiri arð, enda var Þórlindur kappsfullur og mun hlutur hans sjaldan hafa verið minni en annarra. En oft mun hann hafa komizt í krappann dans á sjónum, því skjót eru veðrabrigðin á Austfjörðum og víða boðar og blindsker og Aust- fjarðarþokan hin mesti mein- vættur. Og Þórlindur var einn af þeim, sem urðu fyrir árás þýzkrar flugvélar 1941, svo sem kunnugt er, og komst þá í hinn mesta lífsháska. Þau hjónin bjuggu í Hvammi 23 ár og eignuðust 11 börn, tvö þeirra dóu ung en 9 eru á lífi, 3 drengir og 6 stúlkur, mann- vænleg og flest uppkomin. For- eldrar Þórlindar nutu skjóls hjá þeim hjónum í 12 ár, er þau voru orðin aldurhnigin og lítt fær til vinnu. Heimiliskostnað- ur var því alltaf mikill. En það var hin mesta hjálp, að hús- freyjan var bæði sparsöm og myndarleg til allra verka. Saumaði hún t. d. hverja flík á börnin, auk venjulegrar bú- sýslu. Og eftir að börnin kom- ust á legg, vann hún oft að saumum fyrir nágranna og afl- aði búinu aukatekna á þann hátt. Má með sanni segja, að hún var húsbóndans önnur hönd. Gott þótti öllum að koma að Hvammi, þvi hjónin bæði eru glaðlynd og gestrisin. Ég heim- sótti þau eitt sinn fyrir nokkr- um árum. Og ekki þurfti glöggt gestsauga til að sjá, að allt bar vott um hirðusemi og árvekni húsbændanna, hæði úti og inni. Þótt húsakynnin væru ekki stór eða sérstaklega ríkmannleg, þá leið manni vel þar innanveggja. Allt var hreint, og öllu smekk- lega fyrirkomið, kaffið ágætt og húsbændurnir virtust ekkert hafa annað aö gera en að skemmta gestunum sem bezt með fjörlegum samræðum. Þetta var þó um mesta annatímann til sjós og lands. Er þetta að mínu áliti aðaleinkenni þeirra heimila, þar sem verkstjórn og samvinna er góð, að þá virðist (Framh. á 4. síðu) Vissulega munu einhverjir í- haldsmenn reyna að fá fólk til að trúa því, að við þurfum að- eins hvíldar við, og þá muni allt lagast og verða sem fyrr. Þeir skrifa nú þegar greinar, þar sem fullyrt er alveg út í bláinn, að hermennirnir kæri sig ekki um neitt framtíðar- ráðabrugg. En sannleikurinn er sá, að það verður örðugt fyrir Bretland að taka sér nokkra hvíld eftir stríðið. Það verður að halda áfram einbeittu starfi til þess að rétta við, ella fljóta sof- andi að feigðarósi getuleysis og armóðs. Ég held áreiðanlega, að þeir menn séu til r vestan hafs, er halda að við höfum lifað okkar fegursta: En það eru hinir sömu sem héldu árið 1940, að úti væri um okkur. Þeir skilja ekki brezkar lyndiseinkunnir. Þeir skilja ekki, hversu frelsið, sem við höfum notið um aldar raðir, er runnið okkur í merg og bein, háum sem lágum, ungum sem gömlum. Sannleikurinn er sá, að ill nauðsyn utan frá og þjóðlegt hugrekki innan frá knúðu okkur til stórfelldrar og sigursællar baráttu í einni svipan. Það er skoðun mín og trú, að rás við- burðanna muni á svipaðan hátt knýja okkur til jafn stórfelldra friðárafreka, þegar vopnahlé er komið á. Við verðum að halda áfram að skipuleggja framleiðslu okk- ar eftir þörfum þjóðarinnar. Við verðum að halda áfram að skammta sjálfum okkur. Við verðum að halda áfram að berj- ast gegn örðugleikum. Allt mun þetta verða óhjá- kvæmilegt, ekki aðeins af því, að hernaðarútgjöld okkar munu að miklu leyti halda áfram, heldur verðum við einnig að veita hjálp hinum þjökuðu þjóðum Norðurálfunnar. Allur þorri manna í herteknu lönd- um býr nú þegar við ógurlegar þrengingar og um þær mundir, er nazistum verður komið á kné, mun neyðin verða ægileg hjá þessum þjóðum. Við verðum ásamt Bandaríkj- unum að láta þeim í té matvæli, læknislyf, fatnað o. s. frv. Fram- leiðslan verður þá að halda á- fram með stríðshraða. Mér segir því svo hugur um, að ástandið verði miklu líkara ófriðará- standi meðan viðreisnin fer fram, — og hún tekur langan tíma, en flestir mundu ætla. En vitanlega mun mörgum kvelj- andi stríðsráðstöfunum verða af létt. Það, að losna við myrkunina eina saman, mun gera vinnu- skylduna og ríkiseftirlit með framleiðslunni léttbært. Við komumst ekki hjá því að halda áfram að skipuleggja og halda áfram opinberu eftirliti með iðnaðinum, og sennilega verður ríkið að taka allmargar starfs- greinar í sínar hendur. Sam- keppni milli einkafyrirtækja getur vart orðið leyfileg nema þá í smáframleiðslu á munað- arvöru. Sennilega verðum við að halda uppi þjóðnýtingu á flestum svið- um í raun og veru, þótt við hins Upp frá áþján FRAMHAED Að þessu skólaleyfi loknu byrjaði Booker nám að nýju. Ekki hafði honum græðst mikið fé, svo að hann hélt áfram starfi sínu sem umsjónarmaður. Um þessar mundir tók hann að temja sér mælskulist, því að hæfileika í þá átt hafði snemma gætt hjá honum. Ein kennslu- konan í Hampton-stöfnunjini, Natalía Lord, sók sér sérstaklega fyrir hendur að leiðbeina honum og þjálfa hann í þessu efni. Þakkaði hann henni mjög, hvílíkur ræðusnillingur hann varð. En auk leiðbeininga Natalíu hlaut hann mikla virka æfingu í ræðumennsku í Hampton. Á hverju laugardagskvöldi voru haldnir umræðufundir í skólanum, og í þeim umræðum, sem þá fóru fram, tók hann jafnan mkinn þátt. En þó setti hann sér þegar í upphafi þær skorður að ganga alcjrei upp að ræðupallin- um til þess eins að tala, ef hann hefði ekki eitthvað til málanna að leggja, sem nokkurs var vert. En þessi æfing þótti Booker ekki næg. Hann tók sig þvi til og efndi ásamt tuttugu félögum, til stuttra málfunda dag hvern eftir að kennslustundum var lokð. Þá var tuttugu mín- útna hlé fram til kvöldverðaj', sem flestir notuðu til þess að viðra sig og spjalla við náungann. Booker vildi nota þessar mínútur betur og setti þá jafnan fund með félögum sínum. Þegar öðru skólaárinu var lokið, fékk Booker enn fjögurra mánaða leyfi. Að þessu sinni fór hann heim til sín og naut til þess styrks frá nokkrum kennara sinna, auk þess sem honum hafði borizt lítil penngasending frá móður sinni og Jóhanni bróður sínum. Eins ög nærri má geta var honum vel fagnað í Molden. Kunn- ingjar hans og frændur báru hann á höndum sér og hlýddu með andakt á frásagnir hans af skólalífinu í Hampton. Hann steig meira að segja í stólinn í þorpskirkjunni, og flutti einnig ræður í skólahúsinu. En glöðust allra og hrifnust og hreyknust af þem frama, er Booker hefði hlotið, var þó móðir hans. Booker vildi ekki sitja auðum höndum meðan hann dvaldi í Malden, enda var honum brýn nauðsyn á að vinna sér inn ferðapeninga. En svo stóð á,^að um þessar mundir var verkfall í saltbrennslustöðvunum í Molden, og verkfallsbrjótur vildi hann ekki gerast. Hann gerði þá það ráð að leita sér atvinnu í grannbyggðunum. Lagði hann fótgangandi af stað að heiman í þessum erindagerðum. En þótt hann leitaði víða fyrir sér, bar það engan árangur. Þegar dagur var að kvöldi kominn, sneri hann heim á leið. Hann var bæði þreyttur og hnugginn eftir árangurslausa vinnuleit. Leiðin heim var löng, svo að hann tók það ráð að leggjast til hvíldar í auðan kofa, sem var við veg- inn. Hann sofnaði fljótt og rumskaði ekki fyrr en árla næsta morgun, að Jóhann bróðir hans snaraðist inn. Hann var dapur mjög í bragði, enda flutti hann döpur tíðindi: Móðir þeirra hafði orðið bráðkvödd um nóttina. Þetta var mikil og óvænt harmafregn. Hann hefði viljað standa sjálfur við banabeð hennar og kveðja hana í hinzta sinn. En umfram allt hafði hann dreymt um að búa henni í ellinni góð kjör á notalegu og þokkalegu heimili. Nú var þess ekki Tcostur. Hún var horfin úr tölu lifenda — dáin. Booker drúpti höfði. Hversu litla umbun hafði hún hlotið fyrir alla móð- urumhyggju sína, ást og blíðu. Dvölin heima varð honum þannig sorgartími. Þar við bætt- ist, að atvinna var stopul, enda þótt frú Ruffner, sem ætíð hélt tryggð við sinn gamla þjón, reyndi að greiða fyrir honum. Að lokum hvarf hann brott nokkru áður en leyfistíminn var úti. Þriðja og síðasta skólaárið varði Booker hverri mínútu, þegar hlé varð á skyldustörfum hans, til lesturs og náms. Þegar hann tók burtfararpróf í júnímánuði 1875, varð hann einn i hópi þeirra, er beztu prófi höfðu lokið við skólann. En þó einblíndi Booker aldrei á prófskírteini sitt. Þegar hann var spurður að því, hvað hann teldi, að sér hefði orðið til mests gagns og gæfu af því, sem hann sótti til Hampton, svaraði hann hiklaust: „Það er þrennt. í fyrsta lagi að hafa komizt í náin kynni við mikilmenni sem Armstrong hershöfðingja, í öðru lagi að hafa lært, að enginn er að minni maður, þótt mann vinni hvaða erfið- isvinnu sem er, og i þriðja lagi, að ég komst að raun um, að sú hamingjan er mest að hjálpa öðrum“. Þegar hér er komið sögu, var undirbúningstíma Bookers Washingtons lokið. Hann hafði hafizt til óvenjulegs andlegs þroska og var reiðubúinn að hefja frumherjastarf sitt meðal kynbræðra sinna. Béndl — Kaapir l>n búiaaðarblaSiíS FRETY? Sambund ísl, samvinnufélaga. S AMB ANDSFÉLÖG! Dragið ekki að senda S. f. S. tölu félagsmanna yðar í árslok 1943. ÖPA1 Raestiduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. Notib O P A L rœstiduft ------------------ Geíur aukna eggjaframleiðslu Fóðurblaiida fyr- ir varp hænur Framleiðum ágætis fóðurblöndu fyrir varphænur. Leiðarvísir fylgir hverjum poka. Fisliiiu|öl li.f. Sími 3304. Hafnarstræti 10. Sími 3304 Reykjavík. 4ÚTBREIÐIÐ TIMANN + vegar verðum að verulegu leyti efnamannaþjóð, sakir þess, hve margir hafa eignast fé og safn- að fé í stríðinu. Þetta mætti að sönnu virðast firra og öfugmæli, en það er þjóðareinkenni Breta að vera undarlegir og órökvísir, jafnframt því sem þeir leitast við að ráða fram úr hlutunum á sklítinn, en þó viðunandi hátt. Ég gizka ennfremur á, að hreyfing sú, sem vaknað hefir í stríðinu og stefnir að fyllra félagslegu, fjárhagslegu og stjórnarfarslegu lýðræði, meiri jöfnuði og réttlæti, muni ekki hverfa, þótt friður komist á. Hermennirnir hugsa líka sitt á vígstöðvunum, og áhrif þeirra, sem verða mikil, er þeir koma heim, munu vissulega ekki bein- ast í þá átt að hindra þróun lýð- ræðis. Ég held líka, að konur þær, sem í miljónatali hafa fórnað svo miklu vegna stríðsins, muni ekki þegja með öllu eftir ófrið- inn. Að vísu hafa störf þau, er þær hafa haft með höndum, engan veginn gert þær ókven- legar, og fjöldinn af þeim þráir ekkert heitar en að stríðinu ljúki, svo að þær geti snúið aft- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.