Tíminn - 22.01.1944, Side 1

Tíminn - 22.01.1944, Side 1
Aukablað TÍMI1\]\, langardagiim 22. jan. 1944 Aukablað Björn Har a 1 dsson: Sókn gegn mæðíveikinni Umræður. Sízt er það vonum framar, að undanfarna mánuði hafa nokkr- ir menn ritað í blöðin um fram- tíð sauðfjárræktar á landi hér og útrýmin'gu fjárpestanna. Má segja, að ekki lengur hafi þessir menn orða bundizt um skugga- legt framtíðarútlit þeirrar at- vinnugreinar. Það er nú vitaö og viðurkennt, að sauðfjárrækt á mæðiveikis- svæðunum verður ékki rekin sem atvinnugrein, án miljóna- styrkja af opinberu fé, og jafn- vel ekki þrátt fyrir þá. Auk þess horfir þannig við með verðlag sauðfjárafurða á erlendum markaði, að ýmsum þykir tví- sýnt, að í framtíðinni verði byggt,á honum, þótt engin fjár- pest væri. Þeir óvenjulegu tím- ar, sem nú standa yfir, eru þó tæplega til þess fallnir að gefa skýr svör um þá hluti. Því mun varla tímabært að ákveða að gefa erlenda markaðinn upp á bátinn. Á síöustu árum hafa landsmenn lært að verka kjöt og fleiri sauðfjárafurðir fyrir brezkan markað, og hafnar eru á íslenzka fénu kynbætur, sem skapa munu meiri vörugæði og auka álit afurðanna. Ég er ekki óhræddur um, að vonleysi í þess- um efnum, sem gripið hefir suma menn, eigi rót sína að rekja til þess eymdarástands, sem sauðfjárræktin er komin í af völdum fjárpestanna. En þetta eru tvær málshliðar hvor annarri fjarskyld. Að vísu er' ekki annað sýnna en sauðfjár- ræktin dragist það saman af völdum pestanna, ef ekki er að gert, að henni nægi innlendi kjötmarkaðurinn, þar. næst að honum verði ekki fullnægt, en skilyrði til útflutnings geta þrát.t fyrir það orðið hin sömu eða betri. Áhugi Runólfs Sveinsson- ar, skólastjóra á Hvanneyri,fyrir innflutningi erlendra fjárstofna til kynblöndunar og hreinrækt- ar virðist öðrum þræði stafa af þessu vonleysi. Eina ráðið, sem hann bendir á, til þess að vinna móti mæðiveikinni, er sá inn- flutningur. Hann telur reynslu Borgfirðinga, sem lengst hafa búið við mæðiveikt sauðfé, ekki gefa ástæðu til, að treyst sé á „sterka stofna“ eða „vaxantíi viðnám“ fjárins. Það er vissu- lega nálega hrein getgáta, að erlendir fjárstofnar þoli mun betur mæðiveiki en íslenzka féð, en þó svo reyndist, ef stór- felldur innflutningur fjár ætti sér stað og víðtæk kynblöndun framkvæmd — því að með öðru móti væri hér ekki um aö ræða raunhæfa baráttu gegn mæði- veikinni — þá væri vissulega teflt í óvissu á margvíslegan hátt að öðru leyti með slikri tilraun, eins og Sæmundur Frið- riksson, Jón H. Þorbergsson og ýmsir fleiri hafa bent á. Svo mjög sem í óvissu væri stefnt með slíkri byltingu á sviði ís- lenzkrar sauðfjárræktar, þá væri þó ein afleiðing vís, ef er- lenda féð reyndist þola veikina betur en hið íslenzka, og hún er sú, að íslenzki sauðfjárstofninn myndi liða undir lok með öllu — fjárstofninn, sem ísland hefir alið og mótað frá landnámstíð. Þótt enn sem komið er fari lít- ið fyrir skipulegri ræktun á sauðfé íslands, þá er mótun þess af' lífsskilyrðum landsins áreiðanlega svo mikils virði, að allur samjöfnuður á því og er- lendum fjárstofnum, sem aldir eru við mjög ólík lífsskilyrði, er fullkomlega útilokaður. Þó svo færi, sem. alveg er óvíst, að skipti á íslenzka fjárstofninum og erlendum stofnum dragi að meira eða minna leyti úr tjóni af völdum mæðiveikinnar, mundi sauðfjárræktin sem at- vinnugrein líða við þau skipti ómetanlegt tjón. Aö einu leyti er innflutningur og kynblönd- un sem ráð við mæðiveiki vissu- lega athyglisverð tillaga. Hún er e. t. v. bending um það, sem koma skal. Nái mæðiveikin að heltaka allan íslenzka stofninn og hagi hún sér sem hingað til, er allt útlit fyrir að þessi fjár- skipti verði eina úrræðið til að halda við sauðfjárrækt á ís- landi. Það væri vissulega hollt fyrir þá menn, sem ekki geta fellt sig við fjárskipti á sýktu og ósýktu fé innlendu, að hug- leiða þessa fjárskiptatillögu Runólfs Sveinssonar. Hún er bending um það, hvar við erum staddir í baráttunni við mæði- veikina, bending frá manni, sem fylgzt hefir með gangi sýk- innar í því héraði, sem lengsta reynslu hefir. Sæm. Friðriks- son, sem tók sér fyrir hendur að svara R. S., gekk framhjá þessari athyglisverðu bendingUr Málsvari sauðfj árveikivarnanna virðist með þögninni samsinna þeirri frásögn R. S. um mæði- veikina í Borgarfjarðarhéraði, að hún sé enn ekki sýnilega í rénun. í sömu átt benda skýrsl- ur dr. Halldórs Pálssonar, hvað þetta hérað snertir, í riti, sem atvinnudeild háskólans gaf út s. 1. sumar. Rit þeta skýrir frá at- hugunum dr. H. P. á ferli borg- firzku mæðiveikinnar í þeim sýslum, sem hún hefir farið um. Athuganir hans eiga að miða að því að fá svör við tveim spurn- ingum: 1) hvort sýkin veröi vægari á hverjum stað eftir því sem frá líður. 2) hvort fjár- stofnar séu misnæmir fyrir sýk- inni. Ályktar höfundur, að fengin sé vísbending um jákvæð svör við báðum þesum spurn- ingum. Sá galli er á riti þessu og rannsóknunum, að því er virðist, að svo er að sjá, sem höfundur hefji starf sitt með íyrirfram ákveðnum skoðunum um það, sem hann ætlar að leita eftir, og að rannsóknirnar verði afleiðing skoðananna, en ekki skoðanirnar afleiðing rannsóknanna, sem ætti þó betur við. Til þess að fá jákvætt svar við fyrri spurningunni gerir höfundur sér lítið fyrir og slær striki yfir reynslu Borgfirðinga, sem ætti þó, af þvi að hún tekur yfir fleiri ár en annarra héraða, að vera merkilegust. Hann slær bví sem sé föstu, að skýrslur úr því héraði muni vera óábyggi- legri en úr öðrum héruðum. Auk þess gengur hann alveg framhjá ýmsum atriðum, sem mundu hafa neikvæð áhrif á niðurstöður hans, t. d. því, að meðferð á sjúku fé mun hvar- vetna vera betri þegúr frá líður, heldur en var á fyrstu árunum meðan menn þekktu ekki sýk- ina og voru jafnvel í vafa um, hvort hún væri komin í fé þeirra. Þótt meðferðin hafi engin úrslitaáhrif gagnvart sýkinni, er reynsla fengin fyrir bví, að góð meðferð á sjúku fé tefur fyrir sýkinni, þannig að færri einstaklingar innan tveggja ára aldurs verða henni að bráð, þegar betur er farið með féð en gert var í fyrstu. Þá mun það svo, að bændur fylgj- ast því betur með heilsufari og útliti fjárins sem þeir kynnast sýkinni meir. Af þeirri ástæðu lóga þeir grunuðu fé í fullum holdum, til þess að komast hjá tjóni, sem þeir hefðu ekki gert meðan eftirlitið var minna. Ekki er ólíklegt, að hið vaxandi viðnám í unga fénu, sem höf- undur vill sýna í töflum sínum, stafi að nokkru, ef ekki öllu leyti, af þessum ástæðum. Svar höfundar við síðari sprtrningunni um misjafnlega næma fjárstofna virðist byggt á veikum rökum. Til þess að unnt sé að gefa svar við slíkri spurningu, þyrftu óhjákvæmi- lega að vera fyrir hendi að- skildir eða hreinræktaðir fjár- stofnar og þeir margir. Eftir sögusögn höfundar sjálfs, bæði í þessu riti og víðar, er ætt- færsla fjárins mjög í molum hjá bændum hér á landi. Eftirlit með tímgun þess eða skipu- lagning í þeim efnum víðast hvar harla lítil, en þar sem hún er fyrir hendi, stefnir skipu- lagningin að kynblöndun inn- byrðis í hverjum hreppi og milli hreppa. Sérstakir hreinir ætt- stofnar munu því tæplega vera fyrir hendi hér á landi, og virð- ist því vanta undirstöðu þess- ara rannsókna. Til þess samt sem áður að hafa hér einhverja undirstöðu, lætur höfundur svo sem hjörð hvers eiganda eða heimilis sé ættstofn fyrir sig, og þar sem reynslan hefir sýnt, að fjáreigendur hafa orðið fyrir misjöfnum vanhöldum af völd- um sýkinnar á undanförnum árum, telur hann sig hafa fund- ið sterka og veika kynstofna, sem hann skiptir í þrjá flokka (raunar virðist það vera fjár- eigendurnir, sem hann flokkar), eftir því, hvernig þeir þola sýk- ina. Til frekara öryggis slær höfundur þann varnagla, að á- gerist sýkin í sterkum stofni, sém hann svo kallar, beri að flytja þá hjörð yfir í næmari flokk. Megi þá gera ráð fyrir, að veiklunin stafi af._jDVí, að notaður hafi verið hrútur af næmari stofni. Með því að bjargast við svona getgátur og haga skýrslugerð þar eftir, er vafalaust hægt að semja línu- rit og töflur, þar sem sýnd eru mismunandi vanhöld í I., II. og III. flokki. Grundvöll virðist vanta undir þessar rannsóknir. Þar af leiðandi eru þær lítils virði. Þeirri spurningu, hvort það eru ættstofnar fjárins eða einstaklingarnir, sem þola sýk- ina misjafnlega, er enn ósvarað. Rúmið leyfir ekki að tekið sé fleira hér til athugunar í riti þessu, þótt ástæða væri til. Runólfur Sveinsson og Sæ- mundur Friðriksson hafa deilt um gagnsemi sauðfjárveiki- varnanna eins og þær hafa ver- ið framkvæmdar. Sýndist Sitt hvorum og-dró til öfga hjá báð- um. R. S. telur fénu, sem til beirra hefir farið, að miklu, ef ekki öllu leyti, á glæ kastað. Vafalaust er hér ofmælt, því að sumar varnarráðstafanir hafa tafið útbreiðslu fjársýkinnar, a. m. k. í bili. Eins er það í sjálfu sér fundið fé fyrir bændur, sem beim hefir verið veitt sem „að- stoö“ — að vísu tvíeggjuð hjálp, sem hefir ruglað dómgreind þeirra um afkomu búskapar með sýkt sauðfé. Á þann hátt hefir „aðstoðin" unnið atvinnu- greininni tjón. S. F. áætlar tjón bænda af völdum mæðiveikinnar 10 milj. kr. meira en orðið er, ef sýkin hefði útbreiðzt um landið allt, eins og um þau svæði, sem hún hefir þegar farið yfir. Að svo er ekki komið, þakkar hann ráð- stöfnum sauðfjárveikivarnanna, stöfunum sauðfjárveikivarn- anna, sem ekki hafa kostað alls nema brot af þessum 10 milj. Er hér furðu langt gengið i vörn- inni. Það eru Jökulsá á Fjöllum og Þjórsá,sem eiga heiðurinn af þvi, að hafa til þessa varið meg- inhlutann af því fé á íslandi, er enn er ósýkt af mæðiveiki. Fram á sumar 1942 varði Jökulsá, Norður-Þingeyjarsýslu (nema Kelduhverfi) og allt Austur- land hjálparlaust að kalla. Ekki ósvipað mun vera með Þjórsá, sem varið hefir Rangárvalla- sýslu og Skaftafellssýslur báðar. Af því að Ketill Indriðason vék orðum til mín í grein sinni í Tímahum s. 1. vetur, vil ég, þótt seint sé, svara honum með nokkrum línum. Honum þykir það furðu djarft af mér og fleir- um að leggja til, að fórnað verði tugum milj. til útrýmingar fjár- pestunum. Hann virðist ekki gæta þess, að sauðfjárveiki- varnirnar, eins og þær eru nú framkvæmdar, kosta sennilega miljónir króna á hverju ári. Rökræður um, hvor leiðin, fjár- skipti eða uppeldi, hafi meiri kostnað í för með sér, leggur hann ekki út í. K. I. telur þekk- ingu manna á útbreiðslu mæði- veikinnar svo óljósa, að enginn ábyrgur1) maður þori að halda því fram, að viss svæði landsins muni enn ósýkt. Hins vegar víl- ar hann ekki fyrir sér að halda því fram, að mæðiveikin muni réynast „él eitt“. — Allir, sem um mál þetta fjalla, ættu að hafa meðvitund um ábyrgð þá, sem fylgir afskiptum af því. Hins vegar er óþarfi fyrir þá ') Auðk. hér. menn, sem halda með hinni svo- kölluðu uppeldisleið, að setja sig á háan hest. Enn sem komið er hafa þeir ekki neitt að bjóða. Eins og við, sem mælum með fjárskiptum, hyggjast þeir geta bent á dugandi leið, en hvorugir geta nokkur loforð gefið. K. I. og skoðanabræður hans vilja, að gefið sé með sauðfjárrækt- inni af opinberu fé um ófyrir- sjáanlega framtíð. Hann leggur til, að bændur hér nyrðra taki upp nautgriparækt í stað sauð- fjárræktar, sem rekin verði líka með meðgjöf. Stefnumunurinn er greinilegur. Fjárskiptamenn vilja með stóru átaki skapa sauð fjárræktinni heilbrigðan grund- völl, hinir vilja byggja á með- gjöf, sem eins vel gæti þurft að standa í áratugi eða manns- aldra, án þess grundvöllur at- vinnugreinarinnar batnaði til muna. Fjárskipti Á svæðinu milli Jökulsár á Fjöllum og Skjálfandafljóts fær- ist þingeyska mæðiveikin jafnt og þétt í aukana. Margir bænd- ur eru nálega sauðlausir orðnir af völdum hennar, og jafnvel heilir hreppar. Bændur á þessu svæði greiddu atkvæði um fjár- skipti á síðasliðnu vori. Rúm- lega 80% þeirra, er atkvæðisrétt höfðu, greiddu atkvæði. Þar af vildu fjárskipti tæp 64%, en rúml. 36% greiddu atkvæði á móti eða skiluðu auðu. í janúar 1942 eða rúmu ári áöur sendi framkvæmdastjóri sauöfjár- veikivarnanna skrifleg tilmæli í alla hreppa á nefndu svæði, þar sem hann hvetur til al- mennra fundahalda í hreppun- um. Þar segir svo: „Á fundum þessum reyni menn að gera sér ljóst, hvort stefna beri: 1) að allsherjar niðurskurði ogfjár- skiptum á þessu svæði eða 2) hvort menn vilji heldur reyna að búa við veikina í fénu og ala upp fé,') sem kynni að þola hana betur, með því að fá styrki, sem veittir yrðu eftir sömu reglum og á mæðiveikisvæðinu“.1) Fund ir voru haldnir í öllum hreppum eins og til var mælst. Svör við spurningunum voru óákveðin, en enginn fundur óskaði fjár- skipta að svo stöddu. Þá voru uppi háværar raddir um „sterka stofna“ og „vaxandi viðnám“ einnig í þeim sveitum, er mesta reynslu höfðu af sýkinni. Rúmu ári síðar fer atkvæðagreiðslan fram. Þá er afstaðan stórlega breytt. Sú atkvæðagreiðsla gef- ur þó engan veginn réttá hug- mynd um vilja fjáreigenda í bessu efni. Áður en atkvæða- greiðslan fór fram hafði sauð- fjársjúkdómcnefnd lýst sig and - víga fjárskiptum og talið þau lítt framkvæmanleg. Af þeim á- stæðum munu margir hafa set- ið hjá við atkvæðagreiðslu. Einu hugsanlegu leiðina taldi nefnd- in þá, að fé til skiptanna yrði tekið á Vestfjörðum. Ýmsum þótti margt mæla á móti þeirri framkvæmd, t. d. erfiðir flutn- ingar og áhættusamir. Þóttust menn sjá aðra leið æskilegri ein’s og síðar verður vikið að. Munu nokkrir, sem fylgjandi voru fjárskiptum hafa greitt atkvæði gegn þeim-eða setið hjá af þess- um sökum. Loks var fjárskipta- frumvarpið sjálft gallað — ekki nægileg áherzla lögð á einangr- un svæðisins, en hins vegar gengið út frá að fjárskiptin næðu ekki til eins hreppsins á svæðinu (Reykdælahrepps). í þeim hreppi voru gerð fjárskipti haustið 1941. Hreppurinn var og er illa einangraður, á köflum aðeins með einfaldri girðingu og ótryggu vatnsfalli, enda munu samgöngur fjár hafa átt sér stað milli hrepps þessa og sýkta svæðisins allt í kring á þessu tímabili. Féð, sem flutt var í þennan hrepp haustið 1941, var tekið skammt frá. Þar kom líka upp mæðiveiki litlu síðar. Lögin um fjárskipti gera ráð fyrir, að fjárskipti séu hafin á jöðrum sýktra svæða, en hér var byrjað á einum hreppi í miðri bygg'ð, sem öll var sýkt. Fjárskiptin í Reykjadal voru því þann veg framkvæmd, að fremur ber að líta á þau sem aðvörun en fyrirmynd. Þrátt fyrir þetta var það skýrt fram tekið í áðurnefndu bréfi fram- kvæmdastjóra sauðfjárveiki- varnanna, að þessi hreppur n) Auðkennt í bréfinu. skyldi undanskilinn, ef til fjár- skipta kæmi á svæðinu milli Jökulsár og Skjálfandafljóts. Fullvíst er, að undanþága Reykjadals fældi marga gætna menn frá því að greiða fjár- skiptunum atkvæði,- sem þó voru beim fylgjandi. Þótt það sé við- urkennt, að fjárskipti séu ekki annað en tilraun þess að út- rýma mæðiveikinni, þá skiptir öllu máli, að engin snurða komi á framkvæmd slíkrar tilraunar. Sízt af öllu mætti hefja þá til- raun með fyrirsjáanlega en við- ráðanlega áhættu á samvizk- unni. Ýmsum kann að þykja litlu til bess fórnandi að bjarga frá fyrirsjáanlegu hruni þeirri at- vinnugrein, sem sveitafólkið milli Jökulsár og Skjálfanda- fljóts er nálega einskorðað við, en hér er meira í veði en fram- tíð þessa fólks. Þótt Jökulsá á Fjöllum sé frá nátturunnar hendi einhver öruggasta varnar- lína á landinu og hafi stöðvað útbreiðslu mæðiveikinnar hing- að til,þá þorir enginn að treysta dví, að svo verði um alla íram- tíð. Og berist sýkin austur yfir Jökulsá, þá er allt Austurland í veði. Það er þó bezt fallið til sauðfjárræktar allra fjórðunga landsins, en jafnframt mest einskorðað við þá atvinnugrein. Eins og áður er að vikið, þykir mörgum hér einna ófýsilegast af því, sem um er að velja, að fá fé til fjárskipta af Vestfjörð- um. í fyrsta lagi af því, að Vest- firðir eru einangraðir aðeins með girðingum, en reynsla sú, sem fengin er af slíkri einangr- un, er ekki ávallt góð (Snæ- fellsnes, Heggstaðanes o. fl.). í öðru lagi eru flutningar á fé þaðan austur í Þingeyjarsýslu dýrir og harla torveldir og að líkindum óframkvæmanlegir vegna skipaskorts, nema þá í smáum stíl. Loks er það álit ýmsra manna og styðst það við reynslu, að fé, sem flutt er milli héraða, þar sem staðhætt- ir eru ólíkir, farnast ekki vel, nema flutt sé frá rýrari land- kostum til betri, eða af svæði hirðingjafyrirkomulags til bú- ræktar. Bezt af öllu mun þó véra að flytja fé milli staða með sem líkust skilyrði. Möguleikar eru til þess, að fá fé handa Þingeyingum af tveim ósýktum svæðum öðrum en Vestfjörðum, bæði austan Jök- ulsár á Fjöllum og einnig af Suðausturlandi. Fé úr Skafta- fellssýslum er • hægt að reka norður yfir Sprengisand, að vísu varla lömb, heldur rúmlega árs- gamalt fé, sem rekið yrði norð- ur í júlí eða ágúst. Leiðin yfir Sprengisand er að vísu löng, en er talin greiðfær og hagar nægir. Fé var rekið þessa leið fyrir 25 árum og gekk rekstur- inn ágætlega. í hópnum voru bæði lömb og fullorðið fé, ær og hrútar. Reyndist sjö daga rekst- ur milli byggða. Þetta var í byrj- un september. Líklegt er, að slík- ur rekstur yrði mun ódýrari en fjárflutningar á skipum frá Vestfjörðum. Skaftafellssýslur eru vafalaust öruggasta svæði landsins fyrir mæðiveiki. Hugs- anlegt væri, að ársgamalt fé kynni að leita í átt til uppeldis- stöðva sinna. Við því mætti sjá með því að setja það í þá hreppa, sem hafa afgirt heiða- lönd. Ef fé til umræddra fjárskipta væri fengið austan Jökulsár á Fjöllum, yrði framkvæmd fjár- skiptanna leikur einn miðað við aðra möguleika. Þaðan fengist fé líkt að kyngæðum því fé, sem fargað yrði, og við nálega sömu skilyrði alið. Ótti við mæðiveiki á þessu svæði virðist orðinn á- stæðulaus, a. m. k. má telja fé þaðan álitlegra, hvað þetta snertir, en af Vestfjörðum. Það er kunnugt, að forráða- menn sauðfjárveikivarnanna hafa af ótta við garnaveiki verið mótfallnir því, að fé yrði fengið til fjárskiptanna austan yfir Jökulsá á Fjöllum. Það er þó löngu ljóst orðið, að garnaveiki sú, er þeir fyrir nokkrum árum töldu útbreidda um alla Norður- Þingeyjarsýslu austan Jökulsár og víðar, var ímyndun ein; sömuleiðis, að kvilli sá, sem gert hefir vart við sig í fáum bæj- um í Vopnafirði, í Breiðdal og grennd, er fráleitt hvað skað- semi snertir líkur garnaveiki, eftir því sem dr. Halldór Páls- son lýsir henni,1) enda útbreið- ist kvilli þessi lítið eða ekkert í Vopnafirði, þrátt fyrir það þótt ekkert hafi verið gert tiLþess í seinni tíð að hindra útbreiðslu hans. En jafnvel þótt gengið væri út frá því, að þarna væri raunveruleg garnaveiki, þá virð- ist nýfengin reynsla fyrir því, að sú sýki getur borizt á annan hátt en með samgöngum fjár. Það er fullyrt, að garnaveiki hafi borizt austur yfir Þjórsá með mönnum, en ekki fé. Gegn slíkri sýki eru engar varnarlín- ur einhlítar. Loks má geta þess að garnaveikin, sem upp kom í Hjaltadal fyrir nokrum árum, hefir þrátt fyrir síendurtekna niðurskurði, breiðzt út jafnt og bétt. Síðast í haust kemur hún fram í Svarfaðardal. Þaðan get- ur hún borist hindrunarlaust um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu austur að Skjálfandafljóti og einnig inn á hið fyrirhugaða fjárskiptasvæði, ef varnir við fljótið verða ekki bættar frá því, sem nú eru. Að öllu þessu athuguðu liggur nærri að líta á andstöðu forráðamanna gegn fjárflutningi vestur yfir Jökulsá frá stöðvum fjarlægum Vopna- firði sem firru eina. Miðað við mæðiveikina er hinn staðbundni fjárkvilli í Vopnafirði það lítil- fjörlegur, að ekki virðist ná nokkurri átt að láta hann loka auðveldustu leiðinni til útrým- ingar sýkinni. Sú tíð er skammt undan, að garnaveiki herji fjár- skiptasvæðið að vestan, finnist ekki lækning við henni eða a. m. k. ráð til að fýlgjast með út- breiðslu hennar. Forráðamenn sauðfjárveiki- varnanna sýnast tilneyddir að breyta skoðunum sínum á heilsufari og sýkingu fjár aust- an Jökulsár. Reynslan hefir gengið á móti skoðunum þeirra á þeim efnum. Sauðfjársjúk- dómanefnd verður að leyfa, að fé sé tekið austan Jökulsár til fjárskiptanna. Geri hún það ekki, stendur hún í vegi fyrir viðreisn sauðfjárræktarinnar í einu bezta fjárræktarhéraði landsins. Henni er ætlað allt annað hlutverk. Nefndin hefir slæma aðstöðu í þessu efni, ?akir fjarlægðar og ókunnug- leika, en það er þó engin afsök- un, ef hún' lætur sem vind um syru þjóta vilja og skoðanir hér- aðsbúa. Betur færi á því, að hún leiddi þau öfl, er til við- reisnar stefna, heldur en vera hemil á þeim. Vera má, að sauðfjársjúk- dómanefnd líti svo á, að alda sú, sem risin er hér nyrðra, muni brátt lækka af sjálfu sér, að bændur hér nyrðra sætti sig við „ræktun“ mæðiveikinnar, eins og útlit er fyrir, að gerzt hafi sunnan lands og vestan. Svo mun þó ekki fara. Með hverju misseri sem líður fjölgar beim mönnum, er sjá, að „rækt- unin“ stefnir til héraðsauðnar, bví að hér skortir skilyrði til annars konar ' atvinnurekstrar en sauðfjárræktar, eins og allir skilja, sem til þ'ekkja. Það mun ekki heldur takast að fá bænd- ur hér til að sættast á sambúð við mæðiveikina á sama hátt og bændur fyrir sunnan og vestan. Meðan nágrannarnir austan Tökulsár búa við heilbrigt fé, hafa bændur hér það fyrir aug- unum í næstu sveit, sem bænd- ur á mæðiveikisvæðinu eru hætt ir að reikna með sem veruleika: heilbrigðan, íslenzkan fjárstofn. Skipti á heilbrigða fénu og hinu sjúka'eru sýnilega allt of auð- veld til þess að vaxa mönnum í augum. Ég hefi áður skrifað um það, hvernig fjávskiptasvæðið ætti að einangra að vestan. Það verður bezt gert með girð- ingu með Skjálfandafljóti að vestan og fjárlausu svæði vestan fljótsins. Efni til þeirrar girðingar er nægilegt fyrir hendi í nýlega lögðum en aló- börfum fjárpestargirðingum i Þingéyjarsýslu. Segja má, að uógur tími sé til þess að ræða um framhald fjárskipta vestm’ á bóginn. Þau munu koma af (Framh. á 3. siðu) 1) í yfirlitsgrein, um fjár- pestirnar, er ég birti í Tímanum vorið 1942, taldi ég garnaveikina skæðasta „að sögn“ og aðal- heimkynni hennar á Austur- landi. Þennan fróðleik sótti ég þá til dr. H. P. og frajnkvæmda- stj óra sauðfj árveikivarnanna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.