Tíminn - 22.01.1944, Side 2

Tíminn - 22.01.1944, Side 2
/lukablað TÍMIM, laiigardaglnn 22. jaa. 1944 Aukahlað Sígurjón Kristjánssoii frá Krumshólmn: Nokkur orð um kjötmatið I. Síðan frystihúsin tóku til starfa og farið var að senda freðið dilkakjöt á brezkan markað hefir það verið flokkað eftir gæðamati, samkvæmt kröfum brezkra neytenda. Þar sem fleiri en eitt slátur- hús eru á sama stað, en aðeins eitt þeirra hefir aðgang að frystihúsi, mun þó ekki alls staðar hafa verið fylgt þessum flokkunarreglum nema að nokkru leyti: Útflutningskjötið flokkað og merkt samkvæmt þeim, en það kjöt, sem selja átti á in'nlendum markaði flokkað eftir gömlu reglunni, þ. e. kroppsþunginn látinn ráða. Þannig hefir kjötið allt verið flokkað í innleggsbækur til bændanna. Af þessu leiðir, að mikill fjöldi bænda, og annara sauð- fjáreigenda, hefir ekkert vitað um þessar flokkunarreglur, fyrr en nú í haust, að ákveðið var með lögum, að eftir þeim skyldi farið um land allt. Þess vegna eru þær taldar nýjar — og strangar. Því er ekki unnt að neita, að þær hafa komið óþægilega við bændur, vegna þess að þær hafa almennt verkað sem verðlækk- un á kjötinu. Þetta kom líka þyngra niður á bændum af því, að dilkar voru með rýrara móti, a. m. k. í sumum héruðúm landsins, síð- astliðið haust. Þorbjörn á Geitaskarði skrifaði grein um þetta efni, sem birtist í Tíman- um 19. okt. síðastliðinn. Getur hann þess, að sumir bændur í Húnavatnssýslu hafi fengið heim aftur um þriðja hlutann af dilkakjöti sínu/ Þótt gert sé ráð fyrir, að tíð- arfarið í vor og í sumar eigi mikinn þátt í þessari útkomu, þá er þó augljóst mál, að hér er ekki um neinn hégóma að ræða. Bæði þetta atriði og fleira í sambandi við kjötmatið þarf að taka til rækilegrar athug- unar. Tilgangur minn með þessum línum er einungis sá að reyna að koma af stað umræðum um þetta efni. Vænti ég þess, að yfirkjöt- matsmennirnir, — og þó eink- um Halldór Pálsson ráðunaut- ur,.— upplýsi bændur um þau atriði, sem þeir þekkja betur en aðrir menn. Um kjötmatsreglurnar ætla ég ekki að ræða — tel að það hlutverk eigi aðrir að taka að sér. Aðalefnið í þessum línum eru bendingar' til borgfirzkra bænda, en geta þó átt erindi til bænda í öðrum héruðum landsins. í áðurnefndri grein í Tíman- um lagði Þorbjörn á Geitaskarði til, að kjötmatsreglunum yrði breytt. í vegi fyrir því stendur sú blákalda staðreynd, að við verðum að flokka kjötið okkar eftir þessum reglum óbreytt- um, ef við ætlum að selja það á brezkum markaði. Hitt er annað mál, að það er fullkomið neyðarúrræði að senda bænd- um heim aftur meira eða minna af kjötinu, sem þeir ætla að selja. Kaupfélög og aðrir, sem við slátrun fást, þurfa að búa sig undir að geta unnið mark- aðshæfar vörur úr því kjöti, sem ekki getur talizt söluhæft í al- mennum kjötbúðum. Úr öllu þessu kjöti má fram- leiða mikið verðmæti, t. d. kæfu, ýmis konar bjúgu og niðursuðu- vörur. Fyrir nokkrum árum gerði Kaupfélag Borgfirðinga í Borg* arnesi tilraun í þá átt að sjóða ærkjöt niður í dósir. Nú er sú leið lokuð vegna þess, að um- búðir eru ófáanlegar, en vænt- anlega rætist úr því þegar ó- friðnum lýkur. II. Við flokkun á kjöti fyrir brezkan markað — kemur fyrst til greina vaxtarlag kroppsins og holdafar. Ég vænti þess, að Halldór Pálsson ráðunautur gefi bænd- um glögt ar og góðar upplýsing- ar um þetta atriði, svo að ég fer ekki nánar út í það . Næst er útlit kroppsins að öðru leyti. Til þess að kropp- urinn geti talizt I. flokks vara má ekkert lýti vera á honum, hvorki fláningsgalli, marblett- ir eða neitt annað. Þótt kroppur sé felldur fyrir fláningsgalla, þá kemur það ekki á bak seljanda. Það lendir á þeirri stofnun, sem annast um slátrunina. Öðru máli gegnir um mar- bletti, hundsbit og annað þéss háttar. Það' lendir allt á baki seljandans. Það hefir oft verið brýnt fyrir mönnum að fara vel með slátur- féð: taka ekki í ullina á því, berja það ekki með svipum né hundbeita það. Af þessúm sökum myndast marblettir, sem skemma útlit kjötsins. Þessar bendingar virðast hafa of lítil áhrif, því að alltaf kem- ur fram talsvert af meira og minna mörðum kroppum, úr flestum eða öllum þeim sveit- um, sem fé hefir komið frá í sláturhús Kaupfélags Borgfirð- inga undanfarin ár. Það er þó einkum ein sveit — stór og glæsileg sveit sunnan Hvítár —, sem er mjög illa á vegi stödd í þessum efnum. Síðastliðið haust voru svo mik- il brögð að þessu, að frá sum- um bæjum í þessari sveit voru nokkrir kroppar svo herfilega útleiknir, að þeir voru alls ekki útflutningshæfir, auk margra annara, sem voru minna skemmdir. Meginhlutinn af öllum þessum kroppum hefði þó verið ágæt I. flokks vara, ef beir hefðu verið óskemmidr af bessum sökum. Þegar ég var að flokka þetta kjöt, flaug mér í hug sú spurn- ing, nær sá dagur mundi koma, að þessir menn lærðu að fara með. lömbin sín eins og lifandi verur. Hér þarf gerbreytingu. Þessi herfilegi ósómi verður að hverfa. " Allir þeir menn, sem eitthvað koma nálægt sauðfé, verða að taka höndum saman um þetta mál. Leitarstjórar, réttar- stjórar og flokksstj órar í út- réttum verða að ríða á vaðið og brýna það rækilega fyrir öllum beim mönnum, sem mál þeirra heyra, að umgangast féð eins og vinir, en ekki eins og illmenni eða böðlar. Svo ætti hverjum fjáreiganda að vera bæði Ijúft og skylt að fara vel með sitt eigið fé. Menn verða að gæta þess — þótt þeir hirði ekkert um til- finningar lambanna sinna — að ill meðferð á þeim kemur ó- notalega við pyngjuna þeirra. Munið þetta: 1. Forðizt að taka í ullina á fénu. 2. Varizt að berja það með svipum eða öðrum bareflum. 3. Varizt að hundbeita það. 4. Rekið sláturfé ávallt hægt og hvílið það oft og vel. Ef fénu er slátrað þreyttu eða móðu af rekstri, getur komið fram súr í kjötinu, sem gerir það óhæft til sölu. 5. Reynið af fremsta megni að forða fénu frá því að lenda í gaddavírsgirðingum. III. Ég hefi orðið þess var, að sum- ir bændur hér í héraðinu kenna mér um, hve illa kjötið þeirra flokkaðist síðastliðið haust. Telja, að ég hafi af venþekk- ingu eða illum hvötum gert hlut þeirra verri en efni stóðu til. Ég hefi hér að framan bent á eina ástæðu, sem átti nokkurn þátt í þessari útkomu, a. m. k. í einni sveit. Að öðru leyti vil ég segja þess- um mönnum, að ég hefi aldrei óskað eftir því, að mér yrði falið að flokka kjöt fyrir brezkan markað; gerði það aðeins fyrir ákveðin tilmæli Guðmundar Jónssonar bónda á Hvítárbakka að taka það að mér um stundar- sakir. En hann hefir, eins og kunnugt er, veitt forstöðu slát- urhúsi Kaupfélags Borgfirðinga um langt árabil. Ef þeir menn, sem bera á mig áðurnefnda ásökun, hafa á réttu að standa, þá liggur nærri að á- lykta, að undarleg mistök hafi hent þenna alþekkta ágætis- mann, Guðmund á Hvítárbakka, að leggja kapp á, að ég tæki að mér þetta umrædda starf, því að ekki er unnt að afsaka hann með því, að hann hafi ekki þekkt mig, eftir áratuga sam- starf í áðurnefndu sláturhúsi. Ég hefi nú ákveðið að draga mig í hlé frá áðurnefndu starfi fyrir næstu sláturtíð, svo að unnt verði að fela það öðrum manni. En það má ekki gleymast, að það er bændunum sjálfum fyrir beztu, að til þessa starfa veljist vel hæfir menn — menn, sem hafa næga þekkingu, einurð og drengskap til þess að leysa það vel af hendi. Að öðrum kosti getur farið svo, að brezkir kjöt-> kaupmenn hætti að taka mark á íslenzku kjötmati, og það get- ur haft hinar alvarlegustu af- leiðingar. Sigurjón Kristjánsson. frá Krummshólum Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, *sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- leg.t að lesa TÍMANN. Sókn gegn mæðíveíkínni (Framli. af 2. síðu) ur sýkin komin á það stig í vesturhluta Suður-Þingeyjar- sjálfu sér. Áður langt iíður verð- sýslu og Eyjafjaröarsýslu, að þessi héruð vilja stíga annað sporið, þegar hér hefir verið stigið hið fyrsta. Þingeyskir bændur og aðrir sauðfjárræktarmenn á svæðinu milli Jökulsár og Skjálfanda- fljóts, ykkar bíður mikið hlut- verk óleyst. Með einhuga á- kveðnu taki ber ykkur að reka af höndum ykkar þann inn- flutta ófögnuð, sem er að gera ólíft í ykkar eigin héraði og öllum sveitum landsins. Þið er- uð jaðarmenn, staddir á víg- stöðvunum nú. í nærfellt tíu ár hefir stríðið við þennan ófögn- uð verið óskipulagt undanhald. Ykkar bíður að snúa því und- anhaldi í sókn til sigurs fyrir ís- lenzka sauðfjárræktarmenn, sundraða og vondaufa. Yk-kur er fengið mikið og sérstætt hlutverk í þessu stríði. Þið og engir aörir eruð kallaðir til að hefja sóknina. Þið eruð útverð- ir hins stærsta ósýkta-en and- varalausasta svæðis á landinu. Komist mæðiveikin austur yfir Jökulsá, er tækifærið hjá liðið, þá er allt landið tapað. Undir- búið vel hið fyrsta mikilsverða áhlaup og gan'gið sameinaðir til sóknar. Látið ykkur ekki henda það, að fylgjast ekki að. Kákið er verra en ekki. Látið heldur engar gyllingar villa ykkur sýn. Innan skamms kunna árlegu ríkisstyrkirnir að þverra, gyllingar og grýlur, sem á tímabili undanhaldsins voru notaðar sem plástrar á vonda samvizku. Látið þær ekki villa ykkur sýn. — Látið rofa til í þoku undanhaldsins með því að snúa baráttunni í sókn. í nóv. 1943. Þakkir Ódýrt Gardínutau Sirts Léreft misl. Tvisttau Kjólatau Fóður Silkisokkar Barnabuxur frá kr. 1.50 — — 1.85 2.00 — — 2.00 -------6,50 -------'3.50 -------5.50 -------7.50 Verzl. Dyngja Laugavegi 25. Yfirlýiingf. Sóknarnefnd Laugarnessóknar flytur hér með alúðar- fyllstu þakkir safnaðarins til allra útsölumanna nýafstað- ins húshappdrættis Laugarnesskirkju og amiarra, sem á ýmsan hátt hafa áðstoöað við happdrættið. S T U L K U R óskast til fiskflökunar. — Hátt kaup. Frítt húsnæði i nýtízku húsum. HRAÐFRYSTISTÖÐ VESTMANNAEYJA. Aðstoðarráðskonu vantar að Vífflsstaðaliæli mi þegar, eða frá 1. fcbrúar n. k. — Upplýsiugar i skrifstofu rík- isspítalaima í Fiskifélagsliásiiiu. Kvörtunnm um rottugang í húsum er veitt móttaka í síma 3210 frá 18. jan. til 25. janúar kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. Einnig getur fólk snúið sér til Aðalsteins Jóhannssonar meindýraeyðis, sem verður til viðtals á Vegamótastíg 6 alla virka daga kl. 9— 12 f. h. til febrúarloka. Ileilbrigðisfulltrúinu. Til sölu Allur búfénaður ásamt búslóð á jörðinni Gíslastaðir í Gríms- nesi, er til sölu nú þegar eða ,í vor. Semja ber við GARMR ÞOUSTEHVSSOJM, Gíslastöðum. P 4 1 Rœstiíhifi — er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, þvi vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir aila þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. Notia O P A U rtestiduft ♦ ÚTBREIÐIÐ TIMANN4 Að gefnu tilefni vil ég upplýsa eftirfarandi: Árið 1931 seldi maðurinn minn sál., Jes Zimsen ræðismaður, ný- lenduvöruverzlun sína og gaf leyfi til að hinir nýju eigendur mættu um sinn nota nafnið Nýlenduvöruverzlunin Jes Zimsen. Síðar seldu þeir eigendur verzlunina, eftir fráfall mannsins míns, og gaf ég þá hinum nýju kaupendum leyfi til að nota mætti fyrst um sinn sama nafn áfram að óbreyttum kringumstæðum. Vegna atburða, er blöðin hafa skýrt frá, vil ég taka fram, að ég hefi þegar krafizt þess að nafn mannsins míns væri ekki notað í firmanafni ofangreindrar nýlenduvöruverzlunar, sem mér er með öllu óviðkomandi. Jafnframt vil ég benda á, að Nýlenduvöruverzlunin Jes Zimsen á ekkert skylt við Járnvöruverzlun Jes Zimsen H.F., sem ég er aðal- eigandi að, og leyfi ég mér að vænta þess, að ég eða Járnvöruverzl- un Jes Zimsen H.F., verði á engan hátt bendlúð við framangreinda matvör uverzlun. Reykjavík, 18. janúar 1944. Ragn^eiður Ztmsen. rjf^r^r^r^r^r^rr^r^r^r^rfr^rfr^r^r^f^r^f^r^r^r^r^.r^*^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r>r>rjr^r>f^r^r>r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^rpr^ .... og svo umíram allt aö senda mér 1 stykki SAVON DE PARIS, hún er svo ljómandl góð.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.