Tíminn - 29.01.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.01.1944, Blaðsíða 1
RITSTJORI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4372. APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKr.:r-~OFA: EDDUHUSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. íteykjíivík, iaugardaginn 29. jan. 1944 10. blað Erlent yfirlit: Stjórnmála- horfur á Italíu Þar sem líklegt þykir, að Bandamenn taki Rómaborg inn- an skamms tíma hefir komist ný hreyfing á stjórnmálabar- áttuna í ítalíu. Liggja til þess þær orsakir, að Badoglio hefir lýst yfir því, að hann muni leggja niður völd, þegar Banda- menn hafa náð Rómaborg, og beitast fyrir því, að mynduð verði þar ítölsk stjórn, sem styðjist við helztu stjórnmála- flokkana. Eins og kunnugt er, hugðist Badoglio að mynda samstjórn allra flokka á síðastl. hausti, en það mistókst vegna þess, að miðflokkarnir, sem njóta for- ustu hinna öldruðu, en mikils- metnu stjórnmálamanna, Sforza greifa og Croce prófessors, neit- uðu að taka þátt í henni, nema Viktor Emmanuel konungur og Umberto krónprins afsöluðu sér völdum og kornungur sonur Umberto yrði tekinn til kon- ungs. Viktor Emmanuel neitaði að verða við þessari ósk, þrátt fyrir tilmæli Badoglio, og varð þjóðstjórnartilraun hans þann- ig úr sögunni. Myndaði hann þá embættismannastjórn til bráða- birgða. Flokkaskiptingin í ítalíu er margklof in, en aðalf lokkarnir virðast þp þrír. Það eru kóngs- sinnar og eiga þeir mest fylgi meðal yfirmanna hersins. Þá eru þeir, sem vilja halda kon- ungdóminum, en þó víkja frá Viktor Emmanuel og Umberto, vegna samvinnu þeirra við fas- ista. Loks eru lýðveldissinnar og er kommúnistar þeirra öfl- ugastir. Virðast þeir bezt skipu- lagðir og hafa efIzt mest allra flokka undanfarið. Sterkast fylgi eiga þeir þó í borgum Norður-ítalíu. Stjórnmálahorfur eru annars taldar mjög óvissar á ítalíu. Telja erlendir blaðamenn, sem hafa dvalið í þeim hluta. ítalíu, sem Bandamenn ráða yfir, að ringulreiðin og rótið á hugum almennings sé miklu meira en menn annarsstaðar geti gert sér grein fyrir. Það sé einna líkast því, að fólkið sé hamstola og kunni sér ekki hóf, þegar það hefir losnað undan kúgunar- valdi nozista. Þar sem landið sé líka mjög illa statt efnalega og margvíslegar þrengingar fyrir höndum, megi búast við, að þessi upplausn eigi heldur eftir að aukast. Framtíð ítalíu sé því næsta óviss, og vart annað fyr- irsjáanlegt en stjórnleysi eða harðstjórn einhvers öfgaflokks, ef Bandamenn sleppa alveg taumhaldinu af stjórn landsins. Seinustu fréttir Rússar vinna enn á á Lenin- gradvígstöðvunum. Aðalsókn þeirra beinist nú til Luga og Tsudova. Landgöngulið Bandamanna heldur áfram að færa út yfir- ráð sín sunnan við Rómaborg. Þjóðverjar eru þó byrjaðir að veita því mótspyrnu. Harðar or- ustur eru enn á Cassino-víg- stöðvunum. Rússar hafa hafnað mála- miðlun Breta og Bandaríkja- manna í deilum þeirra og Pól- verja. Eden hefir lýst yfir því, að Bretar viðurkenni ekki önnur landamæri Póllands en þau, sem giltu fyrir styrjöldina, og verði þessi afstaða þeirra óbreytt, nema samningar náist um ann- að milli hlutaðeigandi þjóða. Mikil loftárás var gerð á Ber- lín í fyrrinótt. Vetrarvertíðin í Vestmanna eyjum Um 80 bátar ganga paðau í vetur Vetrarvertíðin í Vestmanna- eyjum er byrjuð. Um 80 skip munu ganga þaðan til fiskveiða og er það með mesta móti. Síðan í fyrra hafa bætzt við fjögur ný skip í flota Vest- mannaeyinga. Efu það skipin Jökull og Friðrik Jónsson, bæði um 50 smálestir að stærð, Týr, um 30 smál. og Von, sem er um 70 smálestir. Þrjú fyrrnefndu skipin eru smíðuð af Skipa- smíðastöð Vestmannaeyja, en Von er smíðuð af Gunnari Jóns- syni skipasmið. Af þessum 80 bátum verða 20 á botnvörpuveiðum, 50 á lfnu og 10 á dragnótaveiðum. Senni- lega munu bátarnir, sem byrja með línu, skipta um og hefja dragnótaveiðar, síðar á vertíð- inni. Kaupsamningum ' var ekki sagt upp í Véstmannaeyjum og verður kaupgjaldið því hið sama og í fyrra. Horfur eru taldar góðar með aflabrögð. Er það vafa- laust með að þakka hinni lang- varandi friðun á miðunum. Fyr- ir styrjöldina voru um 500 er- lendir togarar stöðugt að veið- um á þessum stóðum, en síðan styrjöldin hófst, hafa íslenzkir togarar veitt þar nær eingöngu, enda sést mikill munur á hvérsu betur aflast. Ekki mun vera neinn veruleg- ur skortur á veiðarfærum eða öðrum vörum, sem nauðsynleg- ar eru til vertíðarinnar. Það mun og hafa tekizt að fá nóga sjó- menn og landverkamenn. Biskupinn heimsæk- Vestur-Islendínga í næsta mánuði á Þjóðrækn- isfélag íslendinga í Vesturheimi tuttugu og fimm ára afmæli og mun þess verða minnst með há- tíðahöldum í Winnipeg 21. til 23. febrúar. í tilefni af þessu afmæli hefir Þjóðræknisfélagið boðið rí.kis- stjórn íslands að senda fulltrúa vestur um haf til að vera við- staddur hátíðahöldin. Ríkis- stjórnin hefir ákveðið að taka boði Þjóðræknisfélagsins og hefir biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, samkvæmt tilmæl- um ríkisstjórnarinnar, lofað að vera fulltrúi hennar á afmælis- hátíðinni; en eins og kunnugt er, er það einmitt kirkjan, sem hefir verið einn sterkasti þátt- urinn í samheldni íslendinga vestan hafs, og stuðlað að við- gangi þeirra bæði í Kanada og Bandaríkj unum. Verður áfengíssala bönnuð í Reykjavík? Á fundi bæjarstjórnar Reykja- vikur í fyrradag var samþykkt tillaga frá þeim Sigfúsi Sigur- hjartarsyni og Jóni Axel Péturs- syni þess efnis að skora á ríkis- stjórn og Alþingi að loka áfeng- isútsölunum. Tillaga þéssi var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 2. Árekstur Vélskipið „Hólmsberg", sem haldið hefir uppi ferðum frá Reykjavík til Akraness og Borg- arness, renndi á hafnargarðinn í Reykjavík, þegar það var að leggja af stað í, gærmorgun. Brotnaði stefni skipsins og fleiri skemmdir munu hafa orðið á því. — Verður eigi sjófært um sinn. Stórmerkílegar upplýsíngar varðandí Þormóðsslysið Stjórn og ping verða að gera. margháttadar ráðstal- anir vegna breytinganna á fiskiskipunum Skrif blaðanna um breytingar þær, sem gerðar hafa verið á hinum stærri fiskiskipum, til að auka burðarmagn þeirra, hafa vakið geisimikla athygli. Hefir athygli þessi orðið enn meiri vegna þess, að það virðist sameiginlegt álit fróðra manna, sem hafa látið skoðun sína uppi, að breytingarnar dragi úr öryggi skipanna og spilli fiskinum sem markaðsvöru. Svo mikla athygli hefir mál þetta vakið, að það hefir komið tvívegis til umræðu á Alþingi. í síðara skiptið hófu fulltrúar stórútgerðarmanna þar umræðurnar og heimtuðu réttarhöld og málshöfðanir gegn þeim, sem mest höfðu um þessi mál skrifað. Finnst stórútgerffarmönnum, eins og von er, að hlutur þeirra sé ekki glæsilegur, og vilja því rétta hann með bægslagangi og of- forsi. í þessum umræðum upplýstist það, að mjög treglega gengi að fá riiðurstöður af rannsóknum sjóslysa birtar. Þannig hefði enn ekkert verið birt um rannsókn Þormóðsslyssins hörmulega, þótt margir mánuðir séú síðan henni lauk. Einn þingmaður, Bjarni Benediktsson, taldi sig þó hafa heimild fyrir því, að sú rann- sókn hefði gefið bendingu um, að hættulegt væri öryggi skipa að gera á þeim slíkar bréytingar, sem gerðar hefðu verið á ýms- um togurum eftir að Þórmóðsslysið varð. Eru þessar upplýsingar vissulega þess eðlis, að s'tjórnarvöldun- um má ekki lengur haldast það uppi að leyna rannsókn þessa hörmulega sjóslyss fyrir almenningi. Þormóðsslysið. Þormóðsslysið mun sérstak- lega hafa komiö á dagskrá vegna mjög merkilegra og rökstuddra upplýsinga, er dagblaðið Vísir birti um þetta mál 25. þ. m. Þykir Tímanum rétt, að birta þessa athfglisverðu frásögn Vísis orð- rétta. Hún hljóðar svo: „Slysið, þegar vélskipið Þor- móður fórst, er enn í fersku minni. Ekki er ástæðulaust að ætla, að þær breytingar, sem gerðar höfðu verið á skipinu, hafi verið byggðar á oftrú á þol þess 'og aldur. Op.inberar skýrsl- ur frá þeirri rannsókn, sem gerð var á tildrögum slyssins, hafa ekki fengizt birtar, en sagt er að þetta skip hafi upphaflega verið byggt sem reknetabátur af Englendingum. Skyldi það fara út til veiða í Norðursjóinn á kvöldin, vera úti yfir nóttina en koma inn í höfn að morgni. í samræmi við þetta hlutverk skipsins var allur bolur þess úr þynnra efni og með lengra millibili milli styrktarbanda, en gerist um skip, sem ætluð eru til útilegu eða lengri siglinga. Hitt er víst, að þegar skipið var keypt hingað til lands, var það nálega tuttugu ára. Það hafði gufuvél og afar litla yfirbygg- irigu. Hinir nýju eigendur skipsins hér á íslandi létu skjótt breyta því í úthafsskip. Hin gamla 150 hestafla gufuvél var tekin úr því, ásamt katli og öllu tilheyr- andi, en létt 240 hestafla vél, sem brenndi olíu, sett í staðinn. Hin nýja vél var hvort tveggja í senn: miklu léttari sem botn- þyngd í skipið, en ólíkt afl- meiri. Auk þess var sett stór yfirbygging ofan þilfars, yfir vélarrúminu, í stað hinnar gömlu og lágu yfirbyggingar, og þar ofan á stórt og myndarlegt stýrishús. Þessu til viðbótar var svo sett bátadekk fyrir tvo báta, einn björgunarbát og^ annan minni bát á skipið. í stuttu máli, að um leið og skipið er stórlega létt að neðan með því að taka úr því tiltölulega þunga gufuvél og setja í það létta og miklu aflmeiri vél, er yfirbygging þess aukin stór- kostlega, án þess að vitað sé um, að bolur skipsins sé styrkt- ur að nokkrum mun eða kjöl- festu bætt í það til móts við hina miklu viðbótar-yfirbygg- ingu. Flak úr síðu skipsins, er rekið hefir og mælt var, reyndist ekki (Framh. á 4. síðu) Árshátíð Framsókn- armanna í Vestm.- eyjum Árshátíð Framsóknarmanna í Vestmannaeyjum var haldin í samkomuhúsi bæjarins, laugar- daginn 22. janúar s. 1., og hófst hún um kl. 9 síðdegis. Mikið fjölmenni sótti sam- komuna, eða nálega 300 manns. Þegar fólk hafði setzt undir jborð, setti formaður Framsókn- iarfélags Vestmannaeyja, Sveinn , Guðmundsson forstjóri, sam- • komuna með ræðu. Auk þess I fluttu ræður, þeir Skuli Guð- i mundsson alþm. og Jens Hólm- I geirsson, er mættir voru á sam- | komunni af hálfu Framsóknar- f lokksins. Þá söng Konráð Bjarnason verzlunarmaður ein- söng við ágætar undirtektir. Einnig lék Lúðrasveit Vest- mannaeyja nokkur lög, undir stjórn Oddgeirs Kristjánssonar. Milli skemmtiatriðanna var al- mennur söngur samkomugesta. Þegar staðið var upp frá borð- um, var sýnd stutt kvikmynd. Siðan var stiginn dans til morg- uns. Samkoman fór mjög vel fram og skemmtu menn sér ágætlega. Er það margra manna mál, að árshátíðir Framsóknarmanna i Vestmannaeyjuro séu meðal beztu skemmtiviðburða ársins. Brezkt r id d ar alid á í t alíu / áttunda hemum brezka, sem berst á ítalíu, eru nokkrar riddaraliðss'veitir, sem getið hafa sér góðan orðstír í fj allabardögum. — Hér á myndinni sjást nokkrir brezkir riddaraliðs menn í áttunda hernum. Hæstaréitardémur í ínáli Jénslvarssonar Síðastl. miðvikudag kvað hæstiréttur ( upp dóm í máli valdstjórnarinnar gegn Jóni ívarssyni fyrv. kaupfélagsstjóra. Dæmdi hann Jón í 400 kr. sekt. Hæstirétturinn sýknaði Jón vegna kærunnar út af kolasöl- unni, sem málið reis út af, en dæmdi hann fyrir smávægilega formgalla á framkvæmd verð- lagslaganna viðkomandinokkr- um öðrum vörum. Dómsniðurstöðu hæstaréttar og þessa sögulega máls í heild verður nánar getið síðar. Uthlutun lista- mannastyrkja til málara Á fundi Félags íslenzkra mynd- Iistarmanna 13. þ. m. voru þessir menn kosnir til þess að úthluta launum til myndlistarmanna fyrir árið 1944: Jón Þorleifsson, Finnur Jónsson, Ríkarður Jóns- son, Þorvaldur Skúlason og Jó- hann Briem. Þessir menn hafa nú lokið út- hlutun launanna og skiptu þeir fénu þannig: Kr. 3000,00: Ásgrímur Jónsson, Ásmundur Sveinsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson og Rík- arður Jónsson. Kr. 1800,00: Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Gunn- laugur- Blöndal, Jón Þorleifsson og Kristín Jónsdóttir. Kr. 1200,00: Gunnl. Scheving, (Framh. á 4. síðu) Á víSævmngi INGÓLFUR Á HELLU AFHJÚPAR SIG. Blaðið „Bóndinn" hóf aftur göngu sína í gær, eftir nokkurt hlé. Einna lengstu greinina í blaðið ritar Ingólfur Jónsson á Hellu og vill hann auðsjáan- lega láta blaðið fyrst og fremst sinna hagsmunum „stærri" framleiðenda en bænda. Segir svo i grein hans: „Hvernig hefir löggjafinn4bú- ið að útgerðinni? Skattalög hafa verið samin, sem ganga það langt, að næstum allt, sem þénast, er tekið í skatta, svo lítið eða ekkert verður til að leggja í varasjóð". Það á svo sem að ýta hér und- ir gömlu rógmælgina, að lög- gjáfinn búi illa að útgerðinni, taki fé hennar með skattaráni og eyði því -siðan í styrki og uppbætur til landbúnaðarins. Þetta var söngur íhaldsroanna, sem greiddu atkvæði gegn verð- uppbótunum til landbúnaðarins á þingi í vetur, og nú auglýsa þeir eignarhald sitt á Ingólfi á þann hátt að láta hann taka undir með sér. Hvernig er svo búið *að stór- útgerðinni? Hún fær að leggja 33J/3% af gróða sínum skatt- frjálst í vara- og nýbyggingar- sjóð. Auk þess verður vitanlega mikið af gróða hennar af- gangs sköttuni. Stórútgerðin á nú tugi milj. kr. í sjóðum, sem engin trygging er fyrir að verði notaðir 'í þágu útgerðarinnar, heldur má alveg eins búast við, að verði hreinn eyðslueyri. Eiga bændur kannske að hjálpa til, að stórútgerðarmennirnir fái enn meiri hlunnindi til slíkrar sjóðasöfnunar? Annars er það gott, að Ing- ólfur á Hellu skuli sýna það með þessum málflutningi í þjónustu hverra hann raunverulega er. Honum hefir allvel tekizt að - leyna því í seinni tíð.En þeir, sem bezt hafa fylgzt með hon- um, vita hver hann er. Þeir muna, þegar hann að boði hús- bænda sinna í Rvik lofsöng „mjólkurverkfallið" og ofsótti mjólkurskipulagið. Þeir muna, þegar hann að boði heildsal- anna í Reykjavík klauf sam- vinnuhreyfinguna í Rangár- vallasýslu til þess að verzlunin þar færi ekki öll til kaupfélaga, sem eru í S. í. S. Þeir eru heldur ekkert undandi, þótt hann að boði Ólafs Thors" sé nú gerður út af örkinni til þess að véla bændur með nýjum hætti undir handleiðslu stórgróðavaldsins. HLEÐSLA TOGARANNA. Guðmundur Guðmundsson úr Ófeigsfirði á Ströndum, sem verið hefir togarasjómaður í 20 ár, skrifar athyglisverða grein um hleðslu togaránna í gær. Guðmundur segir m. a.: „Ófriðurinn teygir anga sína langt og að sönnu er hann al- heimsbrjálæði, sem kemur fram í fleiri myndum og víðar, beint eða óbeint, en menn gera sér al- mennt grein fyrir. Eitt slíkt ó- friðarfyrirbæri ætla ég að sé* hln almenna ofhleðsla togar- anna, sem hefir aukizt jöfnum skrefum svo að segia frá stríðs- byrjun, þannig að skip, sem fyrir stríð voru talin fullfermd af 15—16 hundruð kíttum fiskj- ar, þeim er nú ætlað að fljóta landa milli með 28—30 hundruð. Undanfarið hafa sjómenn oft leitt orð að því, sín á milli, hvort búið sé að „stækka" þenna eða hinn togara, eða jafnvel hvort búið sé að stækka hann í annað sinn. Þetta á þó ekki við það, að skipin séu raunverulega stækk- uð, lengd, heldur er það aðeins farrýmið sem átt er við. Nú er ekki lengur spurt um stærð skipanna sjálfra, heldur hvað koma megi miklum fiski í þau. Fáir virðast ljá því lengur nokk- ura hugsun, hve mikið megi (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.