Tíminn - 01.02.1944, Side 1

Tíminn - 01.02.1944, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAHSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. I RITSTJÓRASKRIPSTOFUR: i EDDUHUSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. j AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKF.rrrTOFA: ! EDDUHUSI, Lindargötu 9A. ) Sími 2323. 28. árg. TÍMHVN, þriðjudaginn 1. febr. 1944 11. blab Lausn lýðveldismálsins hef- ir veríð ákveðin af Alþingi Lýðveldisnefndin, sem er samvinnunefnd þeirra þriggja þingflokka, sem með yfirlýsingu 1. desember f. á. bund- ust samtökum um framgang lýðveldismálsins á Alþingi, hefir sent blöðum og útvarpi eftirfarandi álit sitt út af nýlega fram komnum tillögum um sérstaka meðferð skilnaðarmálsins: Erleiit yffrllt: Franco beíttur hörðu Sú fregn hefir vakiö mikla at- hygli, að stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna hafa lýst yfir því, að þær muni ekki leyfa olíu- sölu til Spánar fyrst um sinn. Jafnframt hefir sú fregn kvisazt, en ekki hefir hún enn verið staðfest, að Bandamenn hafi einnig takmarkað stórlega siglingar til Spánar. Tilgangurinn með þessum á- kvörðunum Bandamanna er vafalaust sá að knýja Franco til að hætta stuðningi sínum við Þjóðverja. Franco tók þá afstöðu í upp- hafi styrjaldarinnar að lýsa yfir hlutleysi, en lýsti því jafnhliða, að samúð hans væri með Þjóð- verjum. Þessi samúð hans kom stöðugt gleggra og gleggra í ljós meðan öxulveldunum veitti bet- ur í styrjöldinni. Meðal annars var þá stofnuð spönsk sjálf- boðaliðssveit, bláa herfylkið,, er barðist með Þjóðverjum í Rúss- landi. Jaínhliða varð Spánn miðstöð fyrir ýmsa njósnar- og áróðursstarfsemi Þjóðverja, einkum viðkomandi Suður- Ameríku. Bandamenn urðu að sætta sig við þessa afstöðu Francos fyrstu ár styrjaldarinnar og seldu Spánverjum áfram nauðsynja- vörur, t. d. kornvöru og olíu, með svipuðum hætti og áður. En eftir því, sem stríðsgæfan hefir snúizt þeim í vil, hefir að- staða þeirr^ til Spánverja tekið breytingum. Þeir hafa gert kröfur til Francos um að hætta allri aðstoð við Þjóöverja og hefir hann gengið nokkuð til móts við þær, t. d. kvatt heim bláa herfylkið og gert öfl- ugri ráðstafanir gegn njósnar- starfsemi Þjóðverja í hafnar- bæjum, þar sgm ensk skip hafa komið. Hefir borið nokkuð á því, að sprengjum væri komið fyrir í enskum skipum, er fluttu vörur frá Spáni.Franco hefir þó ekki viljað hverfa með öllu frá fyrri afstöðu sinni. Nýlega við- urkenndi hann t. d. leppstjórnir Japana í Burma, Thailandi og á Filippseyjum og vakti það eðlilega gremju Bandamanna. (Framh. á 4. síðu) Seintastu fréttir Loftsóknin gegn Þýzkalandi hefir aldrei verið stórkostlegri en síðustu dægur. Brezkar flugvélar hafa gert stórárásir á Berlín á næstum hverri nóttu, en amerískar flugvélar hafa gert dagárásir á Brunsvick, Frankfurt og Hannover. Þá eru stöðugt gerðar miklar loftárás- ir á bækistöðvar Þjóðverja í N.-Frakklandi. Talið er, að búið sé að varpa samtals 20 þús. smál. af sprengjum á Berlín. Rússar halda áfram sókninni á Leningradvígstöðvunum með miklum árangri. Eiga þeir nú skammt ófarið til Eistlands. Á Ítalíu hafa Bandamenn heldur unnið á, einkum á An- ziosvæðinu, þar sem þeir settu her á land á dögunum. Flytja þeir líka stöðugt aukið lið þangað. Argentína hefir slitið stjórn- málasambandinu við Þýzkaland og Japan. Argentína hefir um langt skeið verið eina Suður- Ameríkuríkið, sem hélt stjón-4 málasambandi við öxulríkin. í Burma hafa hersveitir Breta sótt talsvert fram á ýms- um stöðum. Á Kyrrahafssvæðinu hafa verið gerðar stórfelldar árásir á ýmsar bækistöðvar Japana, einkum á Marshallseyjum. Stefán Þorvatðsson verður sendíherra í London Tímanum barst í gær svo- hljóðandi tilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu: Þegar sendiherraembættið í London varð laust nýlega, fór ríkisstjórn íslands þess á leit við ríkisstjórn Stóra-Bretlands, að hún tæki á móti Stefáni Þor- varðssyni, skrifstofustjóra utan- ríkisráðuneytisins, sem sendi- herra íslands í London. Ríkis- stjórnin hefir nú fengið viður- kenningu brezku ríkisstjórnar- innar fyrir þessu. Á sama hátt hefir ríkisstjórn íslands óskað eftir og fengið viðurkenningu fyrir Stefáni Þorvarðssyni sem sendiherra íslands hjá norsku ríkisstjórn- inni í London. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var í d^ag, hefir Stefán Þor- varðsson því verið skipaður sendiherra íslands í Stóra-Bret- landi og sendiherra íslands hjá norsku ríkisstjórninni í London. Jafnframt hefir Agnar Kl. Jónsson, deildarstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, verið settur skrifstofustjóri þar. Stefán Þorvarðsson er fædd- ur 26. nóvember árið 1900. For- eldrar hans eru Þorvarður Brynjólfsson prestur að Stað í Súgandafirði og Anna Stefáns- dóttir Péturssonar prests að IJjaltastað á Fljótsdalshéráði. Hann lauk lögfræðiprófi 1924 og starfaði síðan í danska utan- ■ríkisráðuneytinu fram að 1929 að hann kom hingað heim. Tók hann við fulltrúastarfi í utan- ríkisráðuneytinu og gegndi því fram að 11. júní 1938, að hon- um var veitt skrifstofustjóra- staða í utanríkisráðuneytinu. Stefán Þorvarðsson hefir tekið þátt í mörgum samninga- gerðum fyrir landsins hönd, þar á meðal verzlunarsamningum við Breta og Norðmenn. Þá hef- ir hann átt sæti í nefnd emb- ættismanna utanríkisráðuneyta Norðurlanda, sem fyrir stríðið hafði hafið skipulagða starf- semi til eflingar samvinnu Norðurlandaþjóðanna. Síðast- liðið ár hefir Stefán átt sæti í samninganefnd ríkisins í við- skiptamálum. Hergagnafram- leidsla Banda- ríkfanna WASHINGTON. Hergagnaframleiðsla Banda- ríkjanna fyrir árið 1943 var 80% hærri en árið 1942. Er Donald N. Nelson, formaður hernaðarframleiðslunnar, sendi út framleiðsluskýrslurnar fyrir desembermánuð síðastliðinn, lét hann svo um mælt, að bú- ast mætti við, að framleiðslan árið 1944 yrði 25% hærri en árið 1943. Á árinu 1944 er gert ráð fyrir smíði 100.000 flugvéla, einkum af stærri ge,rð. Vegna þess hve stærð og þyngd flugvélanna fer stöðugt vaxandi, samsvara þess- ar 100.000 flugvélar 167.000 flug- vélum af fyrri gerðinni. Nelson skýrði frá því, að 60% af þeim hergögnum, er fram- leidd verða árið 1944, munu verða flugvélar, skip, samgöngu- tæki og rafmagnstæki. Fram- leiðsla flugvéla mun aukast um 65%, framleiðsla skipa um 25% og framleiðsla samgöngutækja og rafmagnstækja um 35%, miðað við framleiðsluna á síðastliðnu ári. Árið 1943 voru þessi herskip smíðuð: tvö 45.000 smálesta or- ustuskip, 11 beitiskip, 15 flug- (Framh. á 4. slðu) Jafnskjótt sem ljóst varð, að sambandi íslands og Danmerkur mundi þá og þegar slitið og lýð- veldi stofnað hér á landi, var tekið að íhuga með hverjum hætti ákvarðanir um þessi efni skyldi formlega gerðar. Menn gerðu sér þess þegar grein, að þótt Alþingi eitt eða í sam- vinnu við ríkisstjórn kynni að neyðast til að gera bráðabirgða- ákvarðanir um þessi efni, þá bæri að skjóta þeim til fulln- aðarákvörðunar þjóðarinnar sjálfrar með einum eða öðrum hætti. Um brottfall sambandslag- anna var frá upphafi ákveðið í þeim sjálfum, sbr. 2. mgr 18. gr. lagan^ia, að fyrst skyldi Al- þingi gera um það sínar sam- þykktir en síðan skyldu þær bornar úndir atkvæði þeirra, sem atkvæðisrétt hafa við al- mennar kosningar til löggjafar- þings landsins.Hver leið sem farin er, er það samræmast eðli málsins, að þjóðin sjálf segi á þennan hátt með beinni at- kvæðagreiðslu til um, hVbrt hún vilji láta sambandslögin gilda áfram eða eigi. Um þetta atriði hlýtur þó 2. mgr. 76. gr. stjskr. 1920, sbr. 2, mgr. 75. gr. núgildandi stjskr. að skera úr, en þar segir: „Nú samþykkir Alþingi breyting á sambandslögum íslands og Dan- merkur, og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og sl^al atkvæðagreiðslan vera leynileg." Þetta ákvæði á ekki síður við, ef um er að ræða al- gert brottfall sambandslaganna en einfalda breytingu þeirra. Hvað sem gildi sjálfra sam- bandslaganna líður, fólst það því þegar í stjskr. 1920 og stendur enn óhaggað, að sambandslögin yrðu ekki endanlega afnumin nema með beinu þjóðaratkvæði. Enginn vafi hefir því nokkru sinni leikið á því, að afnám sambandslaganna yrði eigi ráð- ið nema með beinni atkvæða- greiðslu sjálfrar þjóðarinnar. Nokkur meiri vafi lék á um það, hverja aðferð skyldi við hafa um stofnun lýðveldis á ís- landi og setning lýðveldisstjórn- arskrár. Fljótt á litið hefði e. t. v. sýn- ist greiðfærast að fara hina venjulegu stjórnskipulegu leið um breytingar á stjórnar- skránni. Það er að segja, að Al- þingi samþykkti fyrst hina nýju skipan, síðan væri þingið rofið og efnt til nýrra kosninga, mál- ið því næst lagt fyrir hið ný- kosna þing, og ef það þá næði samþykki óbreytt skyldi það lagt til staðfestingar eða synjunar handhafa konungsvalds, þ. e. nú ríkisstjóra. Að athuguðu máli þótti þessi leið þó eigi fær. Hún þótti of svifasein á slíkum ólgutímum sem þessum, þegar allra veðra er von og alltJ getur verið undir því komið, að eigi hafi of lengi dregizt að komið yrði fastri skip- un á stjórn ríkisins. En öðru fremur þótti þjóðinni sjálfri eigi gefið nóg úrslitavald í málinu með þessum hætti. Nú á tímum er það óumdeilt með stjórn- frjálsum þjóðum, að allt vald komi frá þjóðinni sjálfri. Þe|ar ákveða átti hvort hún skyldi í framtíð búa við konungdæmi eða lýðveldi gat því eigi komið til mála,að sú skipun,sem þjóðin kysi sjálf, væri látin stranda á synjunarvaldi neins einstaks manns, hvort sem það væri kon- ungur eða handhafi valds hans, ríkisstjóri. Þess vegna varð að búa svo um, að þjóðin sjálf hefði um þetta hið endanlega ákvörð- unarvald. Af þessum orsökum var því hreyft snemma á árinu 1941, af Jónasi Jónssyni alþm., að eðli- legt væri, að saman yröi kvadd- ur sérstakur þjóðfundur til á- kvörðunar um lýðveldisstofnun (Framh. á 4. síðu) Skipun nýrra skattdómara Fjármálaráðherra hefir skip- að eftirtalda menn skattstjóra til sex ára frá 1. febr. þ. á. að telja: Á Akureyri: Dr. Kristinn Guðmúndsson menntaskóla- kennara, Akureyri. Á ísafirði: Matthías Ásgeirs- son útgerðarmann, ísafirði. í Hafnarfirði: Þorvald Árna- son bæjargjaldkera, Hafnar- firði. Umsækjendur um stöðurnar voru, auk þeirra, sem þegar eru greindir: Um Akureyri: Bergur Sigur- björnsson, Reykjavík, Friðþjóf- ur G. Johnsen, Vestmannaeyj- um, Þorlákur Jónsson, Akureyri, Hinrik Jónsson, Vestmannaeyj- um, Guðm'. Guðlaugsson, Akur- eyri, Björn Halldórsson, Akur- eyri, Kjartan Ragnars, Reykja- vík, Jón Sveinsson, Akureyri, Páll Einarsson, Akureyri, Arnór Sigurjónsson, Þverá,. S.-Þing. Um ísafjörð: Ingvar Jónsson, ísafirði, Sveinn Þórðarson, fsa- firði, Friðþjófur G. Johnsen, Vestmannaeyjum, Stefán Sig- urðsson, frá Vigur, Jón Gríms- son, ísafirði, Guðm. G. Krist- jánsson, ísafirði, Ingólfur Árna- son, ísafirði, Árni Helgason, Stykkishólmi. . Um Hafnarfjörð: Eggert Bachmann, Reykjavík, Þórhall- ur Pálsson, Reykjavík, Jóhann Þorsteinsson, Hafnarfirði, Stein- dór Gunnlaugsson, Reykjavík, Þorleifur Jónsson, Hafnarfirði, Jón Arinbjörnsson, Reykjavík, Sigurður M. Helgason, Bolunga- vík, Páll Magnússon, Reykjavík, Sigurður Guðjónsson, Reykja- vík, Hinrik Jónsson, Vestmanna- eyjum, Friðþjófur G. Johnsen, Vestmannaeyjum. Skattstjórastaðan í Vest- mannaeyjum hefir ekki enn verið veitt. Formannsskípti í Félagi íslenzkra myndlistarmanna Aðalfundur Félags íslenzkra myndlistarmanna var haldinn 28. þ. m. Á fundinum fór fram stjórnarkosning og kosning í nefndir. í stjórn félagsins voru kosn- ir: Gúðmundur Einarsson, for- maður, Finnur Jónsson, ritari og Marteinn Guðmundsson, gjaldkeri. í varastjórn voru kosnir: Jón Þorleifsson og Jó- hann Briem. í sýningarnefnd voru kosnir: Finnur Jónsson, Jón Engilberts Sveinn Þórarinsson, Jón Þor- leifsson og Guðmundur Einars- son. Fulltrúar í bandalagsráð: Jó- hann Briem, Ríkarður Jónsson, Jón Þorleifsson, Finnur Jónsson og Freymóður Jóhannesson. Dánardægur Jón Guðmundsson, bóndi að Ljárskógum í Dölum, lézt að heimili sínu 25. janúar. Á við&vmngi MJÓLKINA VERÐUR AÐ FRAMLEIÐA, ÞAR SEM SKILYRÐIN ERU. Fyrir fáum dögum birtist for- ustugrein í Vísi, þar sem rit- stjórinn miðlar fólki af þeirri vizku sinni, að óþarft sé að leggja Krísuvíkurveginn vegna mjólkurflutninganna, því að framtíðarlausn þess máls sé að frjJSnleiða alla neyzlumjólk bæj- armanna vestan heiðar. Fram- leiðsla neyzlumjólkur austan heiðar sé hrein vitleysa og eigi að leggjast niður hið fyrsta. Það munu allir viðurkenna, að rétt sé að hlynna að mjólk- urframleiðslu vestan heiðar eft- ir því, sem skynsamlegt er. En hverjum skynbærum manni er >að ljóst, að þar eru hvergi nærri nógir landkostir né land- rými til svo stórfelldrar mjólk- urframleiðslu. Þess vegna verð- ur alltaf að fá mikinn hluta neyzlumjólkurinnar lengra að. Ef reyna ætti með ærnum kostnaði að auka mjólkurfram- leiðsluna vestan fjalls umfram það, sem eðlilegt er, væri það álíka viturlegt og að vilja held- ur fást við reitingsafla á grunn- miðum en mokafla á djúpmið- um, vegna vegalengdarinuar. Margt fleira mætti nefna, sem sýmr, að aðalaöstandendur Vís- is vaða fullkominn reyk í þess- um mjólkurskrifum sínum. Það gilda þau lögmál um mjólkur- framleiðslu, að hún verður eink- um að fara þar fram, sem bún- aðarskilyrðin eru bezt. SKRÍPALEIKUR KOMMÚN- ISTA í SKATTAMÁLUNUM. Blað kommúnista er enn einu sinni farið að brigzla Fram- sóknarmönnum fyrir undanhald og svik í skattamálum. Tilefnið að þessu sinni er það, að Framsóknarflokkurinn hefir ekki viljað gerast meðfylgjandi að frv., sem kommúnistar hafa enn einu sinni ungað út um eignaaukaskatt og afnám skatt- hlunninda hjá stórgróðafélög- um, öðrum en útgerðarfélög- um. Þessa synjun sína byggir Framsóknarflokkurinn vitan- lega á því, að kommúnistar hafa sýnt það á undanförnum þingum, að þeir hafa aðeins flutt þessi mál í blekkinga- skyni. Á vetrarþinginu í fyrra, hjálpuðu0 þeir íhaldinu til að fella niður úr dýrtíðarlögunum ákvæðinu um afnámið á skatta- hlunnindum gróðafélaga. Á þinginu síðastl. haust, tafði for- seti þeirra í efri deild eigna- aukaskattsfrv., unz séð varð, að það myndi ekki komast fram á því þingi. Framsóknarflokkurinn getur ekki tekið aftur þátt í þeim skrípaleik, að flytja frv. með flokki, sem hefir sýnt, að hann meinar ekkert með þeim. Hins vegar mun Framsóknarflokk- urinn vitanlega ekki láta fram- gang þessara mála stranda á sér, ef það kemur á daginn, að alvaran er nú meiri hjá kom- múnistum en á undanförnum þingum. FULLT SAMRÆMI. Nýlega dæmdi hæstiréttur Steinþór Guðmundsson kenn- ara fyrir brot á húsaleigulögun- um. Steinþór þessi var í fýrra kjörinn í húsaleigunefnd af bæjarfulltrúum kommúnista. Það er vissulega í fullu sam- ræmi við siðfræði kommúnista að hafa þann mann til að fram- fylgja húsaleigulögunum, er sjálfur hefir brotið þau. ÞEGAR VALTÝR DETTUR AFTUR Á BAK. Valtýr hefir verið átakanlega sunnudagsfúll í Mogganum að undanförnu. Hefir áður verið á það bent hér í blaðinu, að Val- týr hafi talsverða löngun til að (Framh. á 4. síðu) Glímufélagið Ármann 55 ára GlímufélagiSt Ármann efnir til íþróttahátíðahalda alla þessa viku, í til- efni af því, að félagið átti 55 ára afmæli i desembermánuði síðastliðnum. Er Ármann elzta íþróttafélag landsins og hefir jafnan verið meðal allra fremstu íþróttafélaganna. Starfsemi félagsins hefir þó aldrei verið blóm- legri og margþættari en um þessar mundir. — Hér á myndinni sést hinn frægi fimleikaflokkur kvenna 1 Ármanni. Myndin er tekin í Lystigarði Akureyrar i fvrrasumar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.