Tíminn - 01.02.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.02.1944, Blaðsíða 2
42 Reykjavík, þrifSjiiðagiim 1. ielir. 1944 11. blað Prtðjudagur 1. febr. „Flýtur á meðan ekki sekkur” Gamli málshátturinn, að á- girnd vaxi með eyri hverjum, hefir nýlega hlotið athyglis- verða, en ekki að sama skapi ánægjulega, staðfestingu. Meðan fiskverðið var lágt, var því ekkert hreyft af útgerðar- mönnum eða skipstjórnarmönn- um að auka þyrfti burðarmagn stærri fiskiskipanna. Hleðslu þeirra var þá háttað á þann veg, sem upphaflega hafði verið talin samrímast bezt byggingu þeirra og sjóhæfni. Hefðu út- gerðarmenn þá verið ásakaðir fyrir að nota ekki betur burð- argetu skipanna, myndi hafa verið hafið mikið heróp í blöð- um þeirra og sagt, að þeir, sem þessar kröfur gerðu, vildu draga úr öryggi sjómanna og eyði- leggja fiskmarkaðinn með lé- legri vöru. Þeir menn, sem slík- ar kröfur hefðu gert þá, hefðu verið kallaðir féndur sjómanna og útgerðarinnar. En svo kemur háa fiskverðið til sögunnar. Stórútgerðin losn- ar við allar skuldir sínar og fer að safna gildum sjóðum. Sjóð- irnir gildna dag frá degi, og hefði nú mátt ætla, að stórút- gerðarmenn væru ánægðir með sinn hlut. En því fer fjarri. Því meiri, sem gróðinn varð, því erfiðara reyndist að fullnægja gróðafíkninni. Eftir miklar bollaleggingar, er loksins kom- ið auga á snjallræðið: Flýtur á meðan ekki sekkur. Fisklest- irnar eru stækkaðar og rýnft til í þeim á allan hátt. Skipin taka miklu meiri fisk en áður og fljó'ta samt. „Sérfræðingar“ út- gerðarmanna komast jafnframt að þeirri niðurstöðu, að skipin séu miklu betri sjóskip eftir en áður! Sjóðirnir vaxa enn hrað- ara en áður. Þetta er allt í stak- asta lagi. Flýtur á meðan ekki sekkur. En svo fara sjóslysin að verða tíðari en áður. Út í blindhríð og ofsaveðrum heyja sjómenn sein- ustu baráttuna fyrir lífi sínu á drekkhlöðnum skipum, á veik- byggðum skipum með allt of sterkum vélum, á skipum, sem gerðar höfðu verið á ýmsar vafasamar breytingar. Enginn er að sönnu til frásagnar um, hver hafi verið hin raunveru- lega orsök slyssins, en hinum ó- hugnanlega grun verður ekki útrýmt, þrátt fyrir yfirlýsingar frá einhverjum „sérfræðing- um“ útgerðarmanna og hin venjulegu skipaeftirmæli blað- anna, „að skipið hafi verið traust og nýlega endurbyggt.“ Annað gerist líka jafnhliða. Það fer að bera undarlega mik- ið á skemmdum á fiskinum, þegar hann kemur á markaðs- staðinn. Hann er stundum far- inn að stórskemmast. Það verður stundum að fleygja miklu af farminum. Einhver sendimaður út í London lýsir því að vísu yfir, að þetta sé allt í stakasta lagi og fiskkaupend- urnir séu prýðilega ánægðir yf- ir þessu! En íslenzkum sjó- mönnum kemur hins vegar saman um, að viðmót Breta sé stórum breytt og þeir taki þeim miklu fálegar en áður. Stórútgerðarmenn hafa svar- að þeim mönnum, sem fyrstir hafa orðið til að segja frá stað- reyndum í þessu máli, með mikl- um ofstopa og offorsi. Einn þeirra á að draga fyrir sjódóm, en höfða sakamál gegn öðrum. Það á bersýnilega að heyja harða baráttu fyrir reglunni: Flýtur á meðan ekki sekkur. Alla gagnrýni á henni skal þagga niður með ógnunum og ofbeldi. Fyrir allan almenning í land- inu er þetta vissulega merkilegt mál. Stórgróðavaldið sýnir hér stefnu sína í hinu rétta Ijósi. Það vill ekki aðeins haga út- gerð fiskiskipanna samkvæmt reglunni: Flýtur á meðan ekki sekkur. Það vill líka haga út- gerð þjóðarskútunnar á þann hátt. Það skal aðeins skeytt um það eitt, að hún geti verið á floti meðan stórgróðamenn- irnir geta grætt á því, en síðan Bjarni Ásgeirsson, alþingísm.: „Upplvsinga‘1 -starfsemi lóns Pálmasonar Nokkru fyrir áramótin birtist | í Morgunblaðinu grein eftir Jón I Sigurðsson alþingismann á | Reynistað, þar sem hann gefur yfirlit frá sínum bæjardyrum um stjórnmálaviðhorfið í land- inu í sambandi við starfshætti síðustu þinga. í lok greinarinnar lætur hann uppi þá skoðun sína, að eina leiðin til þess að koma á skipu- legu og viðunanlegu stjórnmála- starfi í landinu, eins og nú sé högum háttað, væri að samstarf hæfist á milli Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins um þingstörf og ríkisstjórn. Ekki dylst honum þó, að ýmsir örðugleikar muni vera á þeirri leið. í því sambandi getur hann þess, að sumir af flokksmönn- um sínum „umhverfist", er þeir heyri Framsóknarflokkinn nefndan. Eftir áramótin kom svo annar þingmaður flokksins fram á sjónarsviðið í Morgunblaðinu með sínar stjórnmálahugleið- ingar. Var það Jón Pálmason á Akri, sem flytur langloku mikla í þrem blöðum um það, sem síð- asta þing afrekaði. Ekki er nú rétt að segja það, að Jón Pálma- son „umhverfist", þar sem hann minnist á Framsóknar- flokkinn í greinum þessum, og hefir hann sennilega tekið all- mjög á stillingu sinni til að láta það ekki ásannast. En engum ætti að dyljast það eftir lestur þessara greina hans, í hvorum hóp flokksins hann er. í hvert skipti, er hann getur Framsókn- armanna í sambandi við af- greiðslu mála, umhverfir hann öllum staðreyndum með hálf- yrðum, rangfærslum og beinum ósannindum. Hins vegar lætur hann aðra andstöðuflokka njóta fullkomins hlutleysis og vel- vilja og stígur fislétt yfir allar þeirra misgerðir. Verður það ljóst, að honum hefir mikils þótt við þurfa, til að vega á móti áliti og tillögum nafna síns, enda kemur hann á einum stað í greininni með þá smekklegu lýsingu á Framsóknarflokknum, að líkja honum við mæðiveika rollu, sem þurfi að lóga sem fyrst. Ég hefi ekki lagt það í vana minn að hlaupa. upp til handa og fóta til andsvara, þótt ýmsum óhróðri hafi verið að mér beint eða flokki mínum í blöðum andstæðinganna. En þegar að réttu máli er hallað jafn herfilega og víða kemur fram í þessum greinum, og það af samþings- og samstarfs- manni og í málum, sem við höf- um báðir átt hlut að, þá tel ég með öllu óverjandi annað en að leiðrétta það opinberlega. Ég mun þó aðeins minnast á fátt eitt í þessum fréttatlningi, sem þó ástæðu gæfi til athuga- semda, og taka aðeins helztu firrurnar til meðferðar. Skal ég þá fyrst snúa mér að kaflanum, sem hann nefnir landbúnaðarmál. 1. Afnám 17. gr. jarðræktar- laganna. Um það segir J. P.: Frumvarp þetta var flutt af Ingólfi Jóns- syni, Jóni Pálmasyni og Gunn- ari Thoroddsen. Frumvarp þetta var drepið svo sem fyr af Fram- sóknarmönnum og sósíalista- flokkunum. Hafði formaður Búnaðarfélags íslands forustu fyrir því að bjarga þessari frægu grein einu sinni enn, o. s. frv. Þetta tel ég, að þurfi nokkurra skýringa við. varðar þá engu, þótt hún sökkvi, þegar sjóðir þeirra eru orðnir nógu stórir og búið er að koma þeim þannig undan, að þeir far- ast ekki með. Þetta er raunveru- lega fjármálastefnan, sem stór- gróðavaldið hefir fengið fram- gegnt, að fylgt hefir verið hér á undanförnum árum. Þetta er öryggið, sem það býður alþýð- unni hvarvetna í þjóðfélaginu. Enginn framsýni, ekkert öryggi, aðeins að strita og starfa fyr# gróðamennina, samkvæmt þeirri grundvallarreglu, að flýtur á meðan ekki sekkur. Þ. Þ. Á síðasta vetrarþingi var frv. | um sama efni borið fram í efri deild Alþingis af Þorsteini Þor- | steinssyni. Það var þá sent til umsagnar og meðferðar Búnað- arþings, og Búnaðarþing sam- þykkti einróma að visa því til athugunar í milliþinganefnd, er Búnaðarþingið skipaði til at- hugunar ýmsum vandasömum landbúnaðarmálum, til þess að reyna til þrautar, hvort ekki fyndist leið í því mikla vanda- og ágreiningsmáli, sem greinin fjallar um, svo og önnúr hlið- stæð lagaákvæði, helzt svo, að allt búnaðarþingið og flestallir bændur gætu sameinazt um. Að þessari meðferð málsins stóðu m. a. þrír af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins, er sæti áttu á búnaðarþingi, þeir Jón Sigurðsson, Péttur Ottesen og Þorsteinn Þorsteinsson, sem var flutningsmaður málsins á Al- þingi, einmitt þeir mennirnir, er jafnan hafa sýnt einlægastan stuðning við málefni landbún- aðarins á Alþingi, allra þing- manna Sjálfstæðisflokksins. „Formaður Búnaðarfélags ís- lands“ beitti sér fyrir því, að milliþinganefndinni og búnað- arþingi gæfist starfsfriður til að vinna að þessari lausn málsins áður en að tekin væri um það frambúðarákvörðun á Alþingi, og lagði til að því væri vísað frá að þessu sinni með skírskot- un til meðferðar þess á búnað- arþingi. Á þetta féllst meiri hluti landbúnaðarnefndar neðri deildarinnar og afgreiddi málið með rökstuddri dagskrá, þar sem bent var á, að 17. grein jarð- ræktarlaganna og önnur sams konar lagaákvæði væri til með- ferðar hjá búnaðarþingi. Ég hefi minnzt hér á „önnur sams konar lagaákvæði“, og skal nú skýra það nokkru nánar. Því er nú svo einkennilega háttað um Sjálfstæðisflokkinn, að eftir allan storminn, sem hann kom af stað gegn 17. gr. jarðræktar- laganna, hefir hann staðið að því að samþykkja tvenn sams konar ákvæði í öðrum lögum, þ. e. nýbýlalögunum og lögun- um um endurbyggingastyrki til sveitabýla. Og ekki aðeins sams konar ákvæði, heldur stórum strangari. Því er sem sé svo háttað í lögum þessum og fram- kvæmd þeirra, að hverjar 1000 krónur í jarðræktarstyrk mynda að jafnaði ekki nema 500 krón- ur í fylgifé býlisins, en 1000 krónur í nýbýla- og endurbygg- ingarstyrk mynda 1000 krónur í fylgifé. Á þetta minnast sjálf- stæðismenn aldrei og láta sem þeir sjái ekki fylgiféð sem leiðir af nýbýlalöggjöfinni og endur- byggingastyrkjunum, af því að þeir hafa sjálfir staðið að þeirri löggjöf, en flytja frumvarp í tíma og ótíma um afnám 17. gr. jarðræktarlaganna án þess að hrófla við hinu. Þetta sýnir að þeir hugsa fyrst og fremst um málið sem pólitískt áróðurs- mál. Þeir, sem hins vegar vilja taka mál þessi raunhæfum tök- um, halda því fram að öll þessi ákvæði eigi að samræma, og ef rétt teldist að afnema eitt þeirra eigi að afnema þau öll. Því sé rangt að taka eitt út úr, og þá það sem vægast er, en skilja hin eftir. Og ennfremur að ef sú yrði niðurstaðan við óhlutdræga athugun að ákvæði þessi nái ekki tilgangi sínum, hvaða leiðir geta komið til greina til hindrunar óeðlilegu verðlagi á jörðum — en í því skyni hafa öll þessi ákvæði verið sett. Það er þetta allt, seln milliþinganefndinni og búnað- arþinginu er ætlað að rann- saka. Afstöðu minni til þessa máls frá upphafi get ég bezt lýst með því að birta hér kafla úr ræðu er ég flutti á Alþingi þegar á- kvæði 17. greinarinnar var lög- tekið. Þar segi ég um þetta á- ákvæði: „Ég skal játa, að það er ekki nema eðlilegt að mönnum komi til hugar að sú skipan þurfi að verða á, að jarðræktarstyrkur- inn verði ekki eign. einstakra manna, er síðan geti selt hann, og að hann verði þannig til að hækka jarðarverðið, heldur ætti þessi styrkur að verða til þess, að bæta afkomumöguleika allra þeirra bænda, er búa á jörðinni í framtíðinni, og yrði hann þá sem gjafahluti ríkisins til ábú- andans á jörðinni. En ég tel mjög mikið vafamál að þetta takist fyllilega, og að þetta á- kvæði nái tilgangi sínum, en það er tilraun í rétta átt, og mun ég fylgja því ef brt. nefndar- innar verður samþykkt. (í þess- ari brt. var það m. a. ákveðið, að fylgiféð skyldi nota í samræmi við mat jarðabótarinnar). Sjá B-deild Alþ.tíð. 1936, bls. 1157 og 1158. Ég hefi lengi haft þá skoðun, og hún hefir grundvallazt í huga mér því meir sem ég hefi hugsað það mál lengur, að höf- uðátumein bændanna og land- búnaðarins í heild, sé óheft verðhækkun á bújörðunum. Á meðan svo er, verða allar fram- kvæmdir og umbætur í sveit- um alls ómegnugar þess að bæta lífskjör sveitafólksins til frambúðar. Síhækkað jarðaverð leggst jafnóðum með auknum þunga á herðar hverjum nýjum bónda og þrykkir honum niður í sömu fjárhagsörðugleika og giímt var við áður en umbótin hófst. Ótakmörkuð verðhækk- un jarða verður í gegnum hina ,frjálsu sölu“ sogpípa, sem dreg- ur úr höndum sveitafólksins, kynslóð fram af kynslóð, megin- hlutann af þeim arði, sem þeim átti að hlotnast fyrir umbætur á jörðunum og almennar fram- kvæmdir. Allan þann arð inn- heimta þeir, sem jarðirnar selja — og flytja hann venjulegast burt úr sveitunum með ýmsu móti. Það er því undirstaðan undir fjárhagslegri velmegun í sveitum landsins, framförum og vellíðan þeirra, sem þar búa, að senj mestur hluti af því, er þeir framleiða, verði vinnulaun þeirra, er þeir geti varið til lífs- nauðsynja, umbóta og menn- ingar, en þurfi ekki að verja nema sem minnstu af því 1 leigu fyrir landið, hvort heldur er sem jarðarafgjald eða vextir og afborgun af kaupverði lands- ins. Það var þessi skilningur og þessi hugsun, sem vakti fyrir þeim, er útbjuggu ákvæði 17. gr. jarðræktarlaganna á sínum tíma og stóðu að lögfestingu hennar. Þessari skoðun þeirra var ég samþykkur, og áleit ekki rétt að leggjast gegn því, að til- raun sú, er í 17. greininni fólst, væri gerð, enda þótt ég væri í nokkrum vafa um að hún tæk- ist. Nú verð ég þó að viðurkenna, að þessi skoðun mín hefif reynst rétt. Sú reynsla er af 17. grein- inni er fengin, sýnir að hún hef- ir ekki megnað að standa á móti síhækkandi jarðaverði við jarðasölu undanfarandi verð- bólguára. En hún hefir orðið að nokkru gagni á annan hátt. Vegna hinna miklu umræðna, sem um hana hafa orðið, hefir æ fleiri og fleiri mönnum opn- ast skilningur á mikilvægi þess máls, sem ætlað var að ná með henni. Og fyrir þann skilning ætti að vera auðveldara að fá viðunandi lausn á því vanda- máli áður en langir tímar líða. í því sambandi er rétt að minn- ast á mikilsvarðandi löggjafar- atriði, sem komið hefir verið á á undanfarandi árum og stefna að þessu marki. Má þar fyrst nefna lögin um óðalsrétt og erfðaábúð á opinberum jörð- um, svo og um ættarjarðir, sem allt eru stórsigrar í þessu máli. Með þeim er það tryggt, að allar þær jarðir, sem undir þau á- kvæði falla, eru svo lengi sem lög þessi eru í gildi, komnar út úr söluhringiðunni og ábúend- um þeirra um ókomna tíma tryggð hin hagkvæmasta ábúð- araðstaða, hvort sem þeir búa þar í sjálfseign eða sem leigu- liðar. Þá má og nefna lögin um jarðakaup ríkisins, sem einnig hafa komið mörgum jörðum á þennan sama grundvöll. En margar jarðir eru enn braski og |verðhækkun ofurseldar, svo að I enn er mikil þörf raunhæfra laðgerða. Er það mál, sem m. a. bíður áðurnefndrár milliþinga- nefndar og búnaðarþings til at- hugunar. En samfara því að ákvæði 17. gr. jarðræktarlaganna hefir ekki reynst megnugt að vinna gegn verðhæk.kun jarðanna, hefir reynslan sýnt hitt, að kenningin um „jarðránsákvæð- ið“ er aðeins slagorð út í blá- inn. Ég held, að það hafi enginn þurft að kvarta og enginn kvartað um það, þeirra manna er selt hafa jarðir sínar á undanförnum ár- um, að þeir hafi ekki fengið fyrir þær fyllilega það, sem þeir töldu sér bera, þrátt fyrir ákvæði 17. greinarinnar. Kenn- ingin um „jarðránið“ er pólit- iskur uppspuni og ekkert ann- að. Þegar allt þetta er athugað, verður næsta broslegt allt það brauk og braml, sem sumir með- al Sjálfstæðismanna viðhafa sýknt og heilagt um 17. grein jarðræktarlaganna. Kosningar eftir kosningar og þing eftir þing gera þeir afnám hennar aðalatriðið í viðreisn Jandbún- aðarins. Þetta sýnir betur en nokkuð annað hve fátæktin er góður skóli í að kenna mönn- um að lifa á litlum efnum. Læt ég svo útrætt um það að sinni. 2. Önnur breyting á jarð- * ræktarlögunum. Frumvarp þetta var flutt af Framsóknarmönnum í efri deild. Efni þess segir J. P. hafa verið það, „að heimila búnaðar- samböndum að setja sér rækt- unarsamþykktir." „Hugmynd- in“ „allrar virðingar verð“, enda „frá Búnaðarsambandi Skaga- fjarðar“, og þá sennilega frá Sjálfstæðismönnunum í sam- bandinu, þótt þess sé ekki get- ið enn sem komið er. Málinu vísað frá „vegna ónógs undir- búnings", o. s. frv. Nei, Jón Pálmason. Kjarni frumvarpsins var ekki það, að heimila búnaðarsamböndunum að setja sér ræktunarsamþykkt- ir, af þeirri einföldu ástæðu, að þá heimild hafa þau alltaf haft, — bæði Búnaðarsamband Skagafjarðar og önnur sam- bönd. En frumvarpið hafði inni að halda ákvæði um sérstök hlunnindi til handa þeim bún- aðarsamböndum eða búnaðar- félögum, er settu sér slíkar ræktunarsamþykktir og tækju að sér ræktunarframkvæmdir, sem stefndu að því að hvert býli á sambands- eða félagssvæðinu gæti í síðasta lagi að 10 árum liðnum aflað alls heyfengs síns á véltæku landi — og að lág- markið væri 500 heyhestar á býli. Og hlunnindin, sem ætlazt var til að ríkið legði fram, væru þessi: 1. Aðstoð við landmælingar og kortagerð. 2. Þriðjungs framlag af hálfu ríkisins til kaupa á stórvirkum vélum, sem hentuðu til fram- kvæmdanna og aðstoð við út- vegun þeirra. 3. Búnaðarfélagi íslands var ætlað að undirbúa menn til að fara með vélar þessar. 4. Stórhækkaður jarðræktar- styrkur til framkvæmdanna. Máli þessu var í efri deild drepið á dreif með samtökum allra andstöðuflokka Fram- sóknarmanna, að tveim þing mönnum undanskildum, þeim Þorst. Þorsteinssyni og Gísla Jónssyni. Til þess svo að beina athygli almennings frá þessari málsmeðferð hlaupa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í neðri deild út með þvaðrið um 17. grein og reyna að blása það út sem mest í þeirri von, að það geti skyggt á hitt málið. Mál þetta er hægt að tefja um stund, en ekki að eyðileggja. Það er hægt að fela innihald þess fyrir einstaka lítilsigldum mönnum, sem láta sér nægja „upplýsingar“ Jóns Pálmasonar um landsmál. En það verður ekki til lengdar falið fyrir nokkrum hugsandi og vakandi manni, hvar í flokki sem hann er staddur. Ég veit ekki hvaðan J. P. hefir það, að hugmyndir þær, sem í frv. felast, séu frá „Bún- aðarsambandi Skagfirðinga“ sérstaklega. Hitt mun sanni nær, að frumvarpið sé tilraun til að framkvæma „hugmynd- ir“ allra þeirra bænda á land- inu, sem nokkuð megna, og annarra, er láta sig landbúnað varða, um það, að nú og það sem fyrst, verði að gera úrslita- átök til að koma rekstri land- búnaðarins á það stig, að hann verði fær um að tileinka sér alla þá tækni í vinnubrögðum, er þessi vélaöld hefir upp á að bjóða, ef hann á að geta verið hér eftir sem hingað til, annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar. Þess vegna verður mál þetta ekki stöðvað, þó að J. P. og hans líkar leggist á eitt um að gera sem minnst úr því. 3. Breytingar á mjólkur- lögunum. í kafla undir þessari fyrirsögn getur J. P. tveggja frumvarpa, sem um það efni voru flutt. Annað er hið fræga frumvarp sósíalista um eignarnám og bæjarrekstur mjólkurstöðvanna.. Um það segir Jón: „fylgi hafði það ekkert utan þess flokks". Hvaðan kemur honum sú vitn- eskja? Við þá einu atkvæða- greiðslu, sem fram fór um mál- ið, um að vísa því til 2. umr. greiddu því atkvæði, auk sósíal- ista, allir Alþýðuflokksmenn og meirihluti Sjálfstæðismanna í deildinni og meðal þeirra Jón Pálmason sjálfur. Hitt er annað mál að eftir að rigna fór yfir þingið mótmælum gegn frum- varpinu frá bændum hvaðan- æfa af landinu, var Jóni mjög umhugað um að afgreiða málið frá nefndinni svo að hann gæti hreinsað sig af því. En flestir nefndarmenn litu svo á, að eins og þá var komið, væri málinu beztur samastaður í nefndinni, enda þá svo áliðið þings að lítil líkindi væru fyrir að unnt væri að afgreiða það þótt fylgi kynni að vera fyrir því. En á það reyndi ekki til fulls á þinginu. Hitt málið, sem Jón gerir að um- talsefni, er frv. hans og Gunnars Thoroddsen, um að taka til við- bótar inn á verðjöfnunarsvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar Snæfells- og Hnappadalssýslu, Dalasýslu og Húnavatnssýslu og Bæjarhrepp í Strandasýslu, og inn á Eyjafjarðarsvæðið Skaga- fjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu. Mál þetta segir hann að hafi átt að mæta „harðri andstöðu frá fulltrúum þeirra héraða, sem nú njóta einkasöluaðstöðu á þessu sviði“. Það má nú segja um óvildarmenn mjólkurskipu- lagsins, að þeir séu ekki við eina fjölina felldir í ádeilum sínum. Löngum hefir það verið ein höfuðárásin á skipulagið að verðjöfnunarsvæðið væri þanið út úr hófi fram, svo að enginn kostur væri þess að tryggja neytendunum sæmilega vöru. Og seinast á þinginu í vetur þegar Gunnar Thoroddsen flutti sína frægu rannsóknartillögu, sem J. P. af einhverjum ástæð- um gleymdi að minnast á, þá var þetta eitt af árásarefnum hans á stjórn samsölunnar. En svo fáum dögum síðar er blað- inu snúið við og frumvarp það, sem að framan greinir um lög- skipaða útfærlsu verðjöfnunar- svæðanna borið fram. Það er sýnilegt, að þessir menn gjöra sér enga grein fyrir hinni eðli- legu myndun mjólkurverðjöfn- unarsvæðanna. Verðjöfnunar- svæðin hafa ætíð verið byggð á starfsemi fullkominna mjólkur- vinnslustöðva og án þeirra verð- ur mjólkurskipulaginu ekki haldið uppi. Þegar að mjólkur- vinnslustöð hefir verið komið upp á þeim stað, að hún geti að staðaldri komið nýrri mjólk og mjólkurvörum á aðalmark- aðsstaðinn hefir ætíð þótt sjálf- sagt að taka hana inn á það sölusvæði.enda er það bæði eðli- legt og sjálfsagt. Þeir bændur, er hafa aðstöðu til að flytja daglega óskemmda mjólk til mjólkurvinnslustöðvarinnar, eru síðan teknir inn í sölusamtök- in, og myndast verðjöfnunar- svæðin þannig svo að segja af sjálfu sér á eðlilegan hátt. Að vísu eru verðjöfnunarsvæðin á- kveðin á hverjum tíma af þeim, sem til þess eru kjörnir, og get- ur jafnan verið nokkurt álita- (Framh. á 3. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.