Tíminn - 05.02.1944, Side 3

Tíminn - 05.02.1944, Side 3
13. blað TÍMINN, lawgardagiim 5. febr. 1944 51 Sjóleið og landleið f,a *W»“ Þú manst, að liann Hvalfjörður áleitinn er, þótt ást okkar gœti’ liann ei slitið Þorst. Erl. Haraldur Böðvarsson skrifar alllangt mál í Morgunblaðið til þess að dásama Hvalfjarðarleið- ina og virðist mestur hluti grein- arinnar ritaður til að andmæla greinarstúf, er ég reit í Tímann. Ég ætla ekki í ritdeilur um þetta mál og því síður að ég ætli að fara að titla H. B. með nokkrum dönskum titlum. Persónulega skiptir mig engu, hvar fólk fer vestur eða norður. Allra leiðir liggja um á Hreðavatni! En ég er þeirrar skoðunar, að ekki sé heppilegt, að nú bráð- lega leggist allar ferðir niður sjóleiðina. Hefi ég þá sér- staklega í huga hérað okkar H. B. og líka Reykvíkinga og lang- ferðamenn, a. m. k. á ýmsum tímum árs. Hefi ég rökstutt þetta nokkuð áður og skal það ekki endurtekið hér. Séð frá hagsmunum þjóðarheildarinnar hefir Hvalfjarðarleiðin verið fram að þessu hálfgerð ráðleysa. Hvað heldur H. B. að 50—100 bifreiðar, sem fara með fólk og vörur fyrir Hvalfjörð frá Akra- nesi eða Borgarnesi, eyði miklu meira erlendu verðmæti í ferð- inni, heldur en skip, sem fer eina ferð með flutning úr þess- um bifreiðum? Og auðvitað verður hið dýra vegaviðhald eftir því meira, sem umferð á veginum er meiri. Vegurinn samt oft ófær o. s. frv. Það skal viðurkennt, að ég talaði í rúmum tölum um ferða- flýtinn, enda hafði aflagast dálítið í prentun um hann. En svipað má nú segja um hann hjá H. B., þar sem hann talar um að fara að jafnaði á 2 klst. milli Akraness og Reykjavíkur og 21/2 klst. frá Reykjavík að Hvítá. En ég vona að H. B. sé sammála mér um að engin sér- stök bjartsýni sé það á þessari tækninnar öld, þótt gert sé ráð fyrir að skip fari á >/2 klst. eða rúml. það milli Reykjavíkur og Akraness. Og þar sem H. B. dá- samar ferðir „Fagraness", sem var talsvert á aðra klst. þessa leið, þá ætti hann að getá orðið mér sammála um að farandi væri með góðu skipi, sem væri aðeins rúml. hálftíma á leiðinni. En að slíkum hraða tel ég að beri að keppa, verði, sjóleiðin farin að mun í framtíðinni. Hlutföll á landleið og sjóleið til Suðurnesja eru ekkert sam- bærileg við hlutföll á landleið og sjóleið milli Akraness og Reykjavíkur. Það gerir hinn óra- langi krókur inn fyrir Hvalfjörð, en til Suðurnesja er h. u. b. bein lína landleiðina. Sjóleiðin er miklu lengri en landleiðin til ýmsra staða þar. Væri hægt að aka beint frá Engey til Akraness myndi ég gjarnan vilja verða samferða H. B. í bíl! Þrátt fyrir skipaskort næst nú oft í talsvert af mjólk úr Borgarfirðinum, svo að J. Pá. og aðrir slíkir fái svolítinn mjólk- ursopa, þegar vegirnir eru lok- aðir vegna fannkyngi, ekki síð- ur í Hvalfirði en annarsstaðar. Sé gott skip í förum, er þægi- legt að hafa Borgarfjörð- inn sem mjólkurforðabúr fyrir höfuðstaðinn. J. Pá. og aðrir slíkir segja reyndar að Borg- firðingar eigi að annast sína vöruflutninga sjálfir. Hann og aðrir slíkir hafa nú hingað til verið fegnir að njóta góðs af framtaki og félagsskap Borg- firðinga, heldur en staulast í ófærð inn fyrir Hvalfjörð, og enn þá kann það að eiga eftir að endurtakast. Lendingin á Akranesi á að vera eitt atriðið, er mæli á móti því að nokkurt skip sé í förum yfir þetta tiltölulega mjóa sund, sem skilur hina hraðvaxandi bæi, Akranes og Reykjavík. Ég hélt að væri mjög áríðandi að lengja hafnargarðinn á Akra- nesi og bæta þar höfnina á fleiri hátt. Eftir því færi mjög aukin umferð og skipakomur. Eitt stærsta lífsskilyrðið í hverjum sjávarbæ hlýtur að vera að hafa höfn og hafnarmannvirki í sem bezta lagi. — Nú dásamiar H. B. bæ sinn fyrir „gott gistihús, fyrsta flokks kvikmyndahús og fegursta sjávarpláss landsins.“ En hann vill endilega koma sem flestum fram hjá þessari dýrð! Það er auðvitað fallegt í HvaÞ firði líka. „Þú manst að hanri Hvalfjörður áleitinn er,“ kvað skáldið. En a. m. k. þegar aur- bleytur og snjóskaflar hindra Hvalfjarðarleiðina vil ég heldur fara um Borgarnes eða Akra- nes, jafnvel þótt hverfa ætti til fortíðarinnar að fara með álíka skipi og hinu harmaða „Fagra- nesi“. Ég tala nú ekki um ef kostur væri á að fara með skipi framtíðarinnar, sem ég tel að H. B. og aðrir góðir Akurnesing- ar og Borgfirðingar, ásamt rík- inu, ættu að eignast á þessa um- ræddu sjóleið. í grein minni í Tímanum benti ég einmitt á að talsvert vit væri — síðan útlendingarnir löguðu veginn — að auka um- ferð um Hvalfjarðarleiðina. Mæla ýmsar ástæður með því, en þó einkum sú, að margir kjósa fremur að ferðast á landi heldur en sjó, vegna sjóveiki eða sjóhræðslu. Úr þeirra hópi má vænta einhverra radda um ágæti landleiðarinnar. Og þeir finna sér ýmsan smásparðatín- ing máli sínu til stuðnings eins og t. d. að miklir örðugleikar séu að komast til skips.og frá skipi í Reykjavík. En sem auð- vitað er ósköp álíka og að kom- ast að og frá langferðabílastöð í bænum. Þó að slíkir menn fari landleiðina og margir aðrir, þá eru hinir og margskonar far- angur nóg til þess, að skip hafi mikið að gera sjóleiðina. En vilji Borgnesingar og Ak- urnesingar endilega losna við alla umferð frá sér, þá þeir um það. V. G. Hintr yngri rithöf- undar Svía (Framh. af 2. siðu) einn allra bezti núlifandi sænskra rithöfunda. — Nokkrar smásögur hans hafa verið þýdd- ar á íslenzku, þar á meðal tvær, sem birzt hafa í tímaritinu ,,Dvöl.“ * % Harry Martinsson er lítið eitt yngri en þeir, sem nú hefir ver ið getið. Hann var alinn upp á sveit við ill kjör. En hann fór fljótt að reyna að bjarga sér upp á eigin spýtur og fór í sigl ingar. Var hann kyndari í nokk ur ár á skipum, sem sigldu um flest heimsins höf. Kom hann meðal annars hingað til Reykja- víkur og var hér veðurteptur í hálfan mánuð um miðjan vet- ur. Það er því ekki að furða þótt hann fyndi hér fátt, sem hrifi hugann. Enda telur hann að það sé ánægjulegra að lesa um „Sögueyjuna" heldur en að búa á henni. Meðan hann var sjó maður gaf hann út tvær ljá&a bækur. En ung ljóðskáld eiga víða erfitt uppdráttar. Bækurn ar seldust lítið, og hann gekk um og bauð þær sjálfur til sölu, til þess að fá eitthvað til þess að geta lifað. Sjómennskuna gat hann ekki stundað áfram, þar eð hann þoldi ekki kyndara- starfið og varð brjóstveikur. Hann skrifaði síðar tvær ferða- bækur, „Kap farvál" og „Resor utan mál“. Þessar bækur vöktu athygli fyrir skemmtilega og lif- andi frásögn og frumlegan og kröftugan stíl. Margir telja Martinsson _ mestan stílsnilling Svía síðan Ágúst Strindberg var uppi. Hugkvæmni höfundarins er mikil og lýsingar hinna hvers- dagslegu atburða verða æfin týralega lifandi og innihalds ríkar. Ekkert hefir, svo mér sé kunnugt, verið þýtt eftir hann, á íslenzku nema ein smásaga og ferðalýsing hans frá Ind- landi, sem kom í Samvinnunni fyrir nokkrum árum. Ivar Lo-Johansson er sonur fátæks hjáleigubónda, sjálf menntaður og lítt skólagenginn, en nú einn afkastamesti rithöf undur Svía. Hann hefir skrifað hverja skáldsöguna af annarri og fjalla flestar þeirra um fólk af hans eigin stétt. Hann hefir FRAMHALD Nú rak hver viðurkenningin aðra. Allir vildu keppast um að votta þessum óvenjulega manni virðingu og sæma hann. Har- vardháskólinn útnefndi hann heiðursdoktor, og var það í fyrsta skipti, sem háskóli í Nýja-Englandi heiðraði Svertingja á slíkan hátt. Tveim árum síðar kom forseti Bandaríkjanna, sem þá var Vilhjálmur Mac Kinley, og frú hans, ásamt öllum ráðherrum Bandaríkjanna, í heiðursheimsókn til Tuskegee. Var þeim fagn- að þar af viðhöfn mikilli. Forsetinn flutti ræðu af svölum stærsta skólahússins og ávarpaði síðar Booker Washington sérstaklega í kirkju stofnunarinna k * Eins og ráða má af þessari frásögu áf ævi Bookers, var líf hans lítt næðissamt. Það var þrotlaust starf. Það var því ekki að ástæðulausu, að nokkrir vinir hans tóku árið 1899 að safna handa honum fé til sumarleyfisferðar. Stungu þeir upp á því, að hann tæki sér ferð á hendur til Norðurálfu. Hann þakkaði gott boð hinna hugulsömu vina, en kvaðst ekki geta þegið það. Skólinn mætti ekki við því, að hann væri svo lengi fjarvistum. Það stóð fyrir dyrum ný fjársöfnun, og hann hafði ekki trú á, að hún bæri verulegah árangur, nema sín nyti við. En vinir hans vildu ekki láta slíkt standa í vegi þess, að hann fengi notað leyfisins. Þeir tóku sig til og fengu því til leiðar komið, að skól- anum yrði veitt allt það fé, er fyrirhugað hafði verið, að safnað yrði með samskotum. Þá gat Booker ekki skorazt undan því að þiggja boðið. * Hinn tíunda dag maímánaðar þetta vor steig hann svo á skipsfjöl ásamt konu sinni.' Ferðinni var heitið til Antwerpen. Þau hlutu hið ágætasta veður á Atlantshafi, og stigu glöð og hress á land í Hollandi eftir sjóferðina. Hið fyrsta, sem þar vakti athygli Bookers, var búnaðurinn: fjöldi fallegra og þrautræktaðra nautgripa, sem hvarvetna var á beit, og sánir akrar, hvert sem litið var. Þetta var honum að skapi. Slíkt hafði hann kosið kynstofni sínum framar öllu öðru. Hann var sannfærður um, að ekkert væri jafn þroskandi og göfgandi og jarðyrkja og kvikfjárrækt. * Frá Hollandi lagði hann leið sína suður um Belgíu til Parísar. Þar dvaldi hann um mánaðarskeið. Frakkar báru hann og konu hans á höndum sér og kepptust um að votta þeim sem mesta virðingu. Frá Frakklandi héldu þau yfir Ermarsund og komu til Lund- úna í júlímánuði. Og ekki voru viðtökurnar síðri þar en í París. Þar gekk Booker fyrir Viktoríu drottningu, og kynntist hinum fræga Afrikufara og landkönnuði Hinrik M. Stanley. Tókst með þeim góð vinátta, enda voru báðir mannvinir miklir og meðal ágætustu manna veraldarsögunnar. Síðla sumars héldu svo Bookershjónin aftur vestur um haf, auðug af björtum endurminningum um komu sína til Norður álfu og dvölina þar. Áttu þau lengi síðan í bréfaskiptum við ýmsa þá, sem þau kynntust í Englandi og Frakklandi, og sumir þeirra komu meira að segja síðar til Tuskegee og kynntust af sjálfs raun því mikla starfi, sem þar hafði verið leyst af höndum. * Booker hafði snemma tekið upp þann sið að efna til fjöl- mennra Svertingja ráðstefna á ári hverju. Sátu þær löngum 800—1000 manns, og voru þar rædd baráttu- og framtíðarmál Svertingjanna. Jafnframt voru þar fluttir fyrirlestrar til fræðslu og hvatningar. Urðu samkomur þessar upphaf mikillar vakning- ar, og má víða rekja áhrif þeirra. Sumarið 1900 stofnaði Booker svo allsherjarsamband svartra kaupsýslumanna og var fyrsta þing þess haldið í Boston. Var það mjög fjölsótt af iðnrekendum og kaupsýslumönnum úr hópi blökkumanna. * Skólastofnun Bookers hélt áfram að vaxa og dafna í skjóli hins mikla brautryðjanda. Þegar kom fram yfir aldamót, fóru einnig aþ sækja hann Svertingjar úr öðrum löndum — Afríku, Mið-Ameríku, Kúbu, Haiti, Portó Ríkó, Jamaíku og víðar. Rík issjóður Haitis og Portó Ríkós lögðu meira að segja árlegan styrk til skólans, gegn því að ungir Svertingjar frá þessum löndum ættu þar vísa skólavist. Hróður skólans var floginn langt út fyrir landsteinana, og í Bandaríkj unum sjálfum voru það hin mestu meðmæli, sem nokkur Svertingi gat lagt á borðið, að hann hefði stundað nám í Tuskegee. Verður það ekki tölum talað, hvaða blessun Bandaríkjaþjóðin hefir hlotið af starfi Bookers, og þaðan af síður, hverju hann áorkaði fyrir kynstofn sinn, er hann var að stíga fyrsta sporið frá þrældómi og lægingu til frels is og fremdar. sannarlega ekki gert neina til- raun til þess að flýja frá upp- runa sínum og ætterni, þótt komizt hafi til vegs og virðingar fyrir skáldverk sín. Hann gerist ákveðinn forsvarsmaður þeirrar stéttar, sem hann er vaxinn upp úr, hjáleigubændanna. Mesta og og sennilega merkasta rit hans er bók hans „Statare" (Hjá- leigubændur), þar sem hann lýsir striti, aðstöðu og lífskjör- um hjáleigubændanna og fjöl- skyldum þeirra. Hag þessa fólks, sem alltaf vinnur baki brotnu, ber lítið úr býtum, nýtur lítils af lífinu og er litið niður á af þeim, sem það er að vinna fyrir, ber hann fyrir brjósti. Þessi lýs- ing hans er sönn og lifandi, enda hefir hann hlotið viðurkenningu fyrir þetta ritverk sitt. — Ekk- ert er, svo mér sé kunnugt, þýtt eftir hann á íslenzku. * Það, sem er einkennandi fyr- ir alla þessa ungu rithöfunda, er að efni skáldverkanna er að meira eða minna leyti úr ævi þeirra sjálfra. Þeir tjá sínar til- finningar og leyndustu hugsan- ir. Ritverk þeirra eru sökum þess sönn. Það eru ekki neinar ímyndaðar hugsanir og athafn ir, sem þeir láta söguhetjurnar gera, heldur eru þetta raunhæf ar lýsingar á eðli, hugarástandi lífi og kjörum nútímafólks færðar í listrænan búning. Óhætt má segja, að skáld- sagnalistin standi með miklum blóma meðal Svía nú, enda er þar geysilega mikið gefið út af bókum, en ekki síður hér. ORÐSEMDING til kaupenda Tímans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAl afgreiðslumanns, i síma 2323, helzt kl. 10—12 hád. eða kl. 3—5 e. hád. Vinnið ötullega fyrir Timann. Samband ísl. samvinnufélaga. Viðskipti yðar við kaupfélagið efla hag þess og yðar sjálfra. O p A ^ Rœstiduft' — er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir ala þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. IVotið O P A E rœstiduft Esperantó sem alpjóðamál (Framli. af 2. síðu) (Framh. af 2. síðu) það útheimtir margra ára erf- iði að tileinka sér þau til hlítar. Tungumál hinna ýmsu þjóða hafa flóknar beygingar- reglur með fjölda undantekn- inga, og nemendurnir verða að sitja tímum saman kófsveittir við að læra utanbókar beyging- ar óreglulegra sagna og ann- arra óreglulegra orða; þau hafa oft mjög óreglulegan framburð og úrelta stafsetningu; og þau hafa viðamikinn og þunglama- legan orðaforða með óþarflega miklum orðstofnáfjölda, og er því oft mjög erfitt fyrir útlend- inga að læra orðaforða þeirra, nema að mjög litlu leyti. Til þess að sem flestir geti tileinkað sér eitthvert mál, verður það fyrst og fremst að vera auðlært. Alþjóðlegt hjálparmál verður að hafa einfaldar beygingarreglur, auðveldan og reglulegan fram- burð og stafsetningu og auð- lærðan orðaforða með ekki mjög miklum orðstofnafjölda (undir flestum kringumstæðum nægir eitt orð fyrir hvern hlut eða hugtak). Mál, sem ekki upp- fyllir það skilyrði að vera auð- lært, verður aldrei lært af öll- um mönnum og þjóðum og get- ur því aldrei orðið alþjóðlegt hjálparmál. Ein ástæðan fyrir því, að ekkert þjóðlegt mál (þ. e. mál, sem talað er sem móður- mál í ákveðnu landi eða lönd- um), er nothæft sem alþjóða- mál, er sú, að þau eru undan- tekningarlaust öll of erfið til þess. Önnur ástæða er sú, að þjóð- irnar myndu aldrei geta komið sér saman um, hvaða mál ætti að útvelja fyrir alþjóðamál, ef um það væri að ræða að velja móðurmál ákveðinnar þjóðar eða' þjóða, þar sem hver myndi halda fram sínu eigin móður- máli (a. m. k. allar stórþjóð- irnar myndu gera það). Þá vofði líka sú hætta yfir, að sú þjóð, sem ætti það mál að móð- urmáli, er útvalið væri fyrir al- þjóðamál, myndi næstum því gleypa í sig aðrar þjóðir í menn- ingarlegum efnum, því að auð- vitað myndi hún hafa forust- una á sviði bókmennta og lista fyrir öðrum þjóðum. Þá er hætt við, að öfund vaknaði hjá öðr- um þjóðum, og gæti þannig al- þjóðamál, sem væri móðurmál ákveðinnar þjóðar, beinlínis vakið sundrung í stað samúðar meðal þjóðanna. Alþjóðamál verður því óhjákvæmilega að vera hlutlaust, þ. e. það má ekki vera séreign neinnar sérstakrar þjóðar, heldur sameign allra þjóða. Þegar fyrir nokkrum öldum var ýmsum orðið þetta ljóst. Þess vegna hafa nokkrir einstakling- ar gert tilraunir til að búa til ný tungumál, sem uppfylltu þessi skilyrði og gætu orðið al- þjóðamál. Aðeins eitt af slík- um tilbúnum málum hefir hlot- ið verulega útbreiðslu; það er Esperanto. Enda er það tví- mælalaust langfullkomnast af þeim. Það stendur nær því en nokkurt annað mál, að geta orðið almennt, álþjóðlegt hjálp- armál. Það hefir nú gengið í gegnum reynslueld 56 ára og verið notað sem lifandi mál á öllum sviðum talaðs og ritaðs máls allan þann tíma. Kostir Esperantos, sem mæla með því, að það geti oröið al- mennt, alþjóðlegt hjálparmál, eru einkum fólgnir í eftirfar- andi: 1) Það er hlutlaust. 2) Málfræði þess er einfald- ari en málfræði nokkurs ann- ars máls. Engar undantekning- ar eru til frá málfræðireglun- um. 3) Stafsetning Esperantos er mjög auðveld. Hver stafur táknar aðeins eitt hljóð, og öll orð eru rituð eftir framburðin- um. 4) Esperantó er skýrt í fram- burði og hljómfagurt, áherzl- an hvílir alltaf á sama stað (á næstsíðustu samstöfu orðsins). 5) Orðaforði þess er mjög auðlærður, einkum fyrir Vest- ur-Evrópumenn. Hann er sam- settur af alþekktum orðstofn- um úr Evrópumálunum. Mynda má á mjög einfaldan hátt næst- um ótakmarkaðan fjölda orða úr orðstofnunum — sem eru til- tölulega fáir — með hjálp for- skeyta og viðskeyta. 6) Esperanto tjáir hvaða hugs- un sem er, eins og hinar blóm- legu bókmenntir þess bera gleggst vitni um. Líklegt er, að hvers konar al- þjóðlegar hreyfingar, sem stefna að friði og bræðralagi meðal þjóðanna (Esperantohreyfing- unni hefir jafnan verið sam- fara sterk friðarhreyfing), muni mjög eflast að styrjöldinni lok- inni, og mun þá áreiðanlega myndast sterk hreyfing um inn- leiðing alþjóðlegs hjálnarmáls, enda munu augu manna al- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.