Tíminn - 08.02.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.02.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI-: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Simar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKr.Z-.rrOPA: EDDUHUSI, Lindargötu- 9 A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, þriðjudagiim 8. febr. 1944 14. blað Erlent yfirlit: Gyðingarnir og Palestina V Uthlutun ríkísstyrks tíl skálda og lísta- Af mörgum vandamálum eft- ir styrjöldina, munu Gyðinga- málin verða einna torveldust lausnar. Eins og kunnugt er, hafa Gyð- ingar öldum saman ekki átt neitt heimaland. Þeir hafa dreifst um flest lönd veraldar, en þrátt fyrir það, hafa þeir jafnan haldið svo vel saman, að aðrir þjóðflokkar hafa ekki bet- ur gert. Hvarvetna hafa þeir reynzt duglegir fésýslumenn og hafa í mörgum löndum náð undir sig ábatasömustu verzl- unar- og iðnaðargreinunum. Heimaþjóðunum hefir jafnan fallið illa þessi yfirgangur Gyð- inga og'hafa þeir jafnan verið óvinsælir og ofsóttir. Enski blaðamaðurinn Douglas Reed hefir komizt svo að orði, að raunverulega hafi Gyðingar ekki átt nema einn Messías og hann sé Adolf Hitler. Hitler hafi tekizt það, sem engum öðrum hafi tekizt, að gera Gyðinga vinsæla með því að beita þá hin- um mannúðarlausustu ofsókn- um. Hitt viðurkennir Douglas Reed og margir aðrir hlutlausir blaðamenn, sem þekktu til i ÞýzkalandTf að yfirgangur Gyð- inga þar hafi vissulega gefið tilefni til, að Þjóðverjar hefðu andúð á þeim. Af svipuðum á- stæðum fer Gyðingaandúð nú óðum vaxandi í Bandaríkjun- um. Talið er, að Gyðingar þar ráði yfir mestu af kvikmynda- iðnaðinum og áfengisverzlun- inni. Þeir eru og taldir haf a ein- okað fleiri arðsamar verzlunar- og iðngreinar í Bandaríkjunum. Ýmsir telja, að Gyðingamálin geti orðið eitt af erfiðustu vandamálum Bandaríkjanna í framtíðinni. Það hefir lengi verið draum- ur þeirra þjóða, er mest hafa orðið fyrir ágangi Gyðinga, að Gyðingar fengju eitthvert land til umráða og yrðu fluttir þang- •að. Margir forráðamenn Guð- inga hafa líka stutt þessa hug- mynd. Af þessum rótum var sprott- in hin fræga Balfouryfirlýsing, er gefin var af brezku stjórninni 2. nóv. 1917. Samkvæmt henni skyldi Palestína verða hið fasta heimkynni Gyðinga. Eftir frið- arsamningana 1919 var strax hafizt handa um framkvæmd þessarar yfirlýsingar. Þá voru (Framh. & 4. siðu) Seinnstu Íréttir Rússar hafa unnið mikið á, bæði í Póllandi og Dnjeprbugð- unni. í Póllandi hafa þeir tekið borgirnar Rovno og Lutsk og sækja hratt fram til Lwow (Lemberg), sem er miðstöð fyr- ir flutninga Þjóðverja á mjög stófu svæði. í Dnj eprbugðunni hafa Rússar unnið mest á við Krívoi Rog og Níkópól, þar sem þeir hafa innikróað 5 þýzk her- ' fylki. Á ítalíu geisa mjög harðir bardagar bæði á Cassino- og Anzio-vígstöðvunum. Verulegar breytingar hafa þó ekki orðið á vígstöðvunum. Á Marshalleyjum gengur inn- rás Bandaríkjamanna að ósk- um. Þeir hafa lokið töku Kwaja- lein-hringrifsins og flestra eyj- anna innan þess. Á þessum eyja- klasa er m. a. bezti flugvöllur Marshalleyj anna. í Varsjá hafa þrír helztu yfir- menn þýzku leynilögreglunnar verið myrtir. Þjóðverjar hafa tekið 100 pólska gisla af lífi í hefndarskyni. manna Nefnd rithöfundafélagsins, sem var kjörin til þess að út- hluta skáldalaunum, hefir lokið því starfi sínu og gert niður- stöðuna kunna almenningi. Hefir hún að þessu sinni skipt laununum í tvo flokka, A-flokk,- sem ætlast er til að verði föst laun, og B-flokk, sem eiga að vera viðurkenning fyrir sérstök skáldverk eða ritstörf. Fer hér á eftir úthlutunar- skrá nefndarinnar: A-flokkur: 4000 krónur: Davíð Stefáns- son, Akureyri, Guðmuhdur Frið- jónsson, Sandi, Guðm. G. Haga- lín, ísafirði, Halldór Kiljan Lax- ness, Reykjavík, Kristmann Guðmundsson, Hveragerði, Tómas Guðmundsson, Reykja- vík, Reykjavík, og Þorbergur Þórðarson, Reykjavík. Sjöunda flokksþing Framióknarmanna Tilkynning frá Miðstjórn Framsóknarflokksins Miðstjórn Framsóknarflokksins ákvað á fundi sínum 31. janúar s.l. að kveðja saman flokksþing í Reykjavík miðvikudaginn 12. apríl næstkomandi. Sæti og atkæðisrétt á flokksþingi eiga, samkvæmt flokkjslögunum, kjörnir fulltrúar flokksfélaganna, al- þingismenn flokksins og miðstjórnarmenn. Flokksfélög í héruðum hafa rétt til að senda jafn marga fulltrúa á flokksþingið og hreppar eru á félags- svæðinu. Flokksfélög í kaupstað jafn marga og alls eiga sæti í bæjarstjóm kaupstaðarins, þó aldrei fleiri en sem svarar einum fulltrúa á hverja fulla tvo tugi félagsbund- inna Framsóknarmanna í kaupstaðnum. Félög ungra Framsóknarmanna eiga rétt til að senda jafn marga fulltrúa á flokkksþingið, einn fyrir hverja krónur: Guðmundur þrjá tugi atkvæðisbærra félagsmanna. Þó má fámenn- ara félag senda 1 fulltrúa á flokksþing, ef það fullnæg- ir skilyrðum þeim, er sett eru um flokksfélög í 3. gr. flokkslaganna. Miðstjórnin hefiir falið sérstakri nefnd að annast allan nánari undirbúning flokksþingsins. í nefndinni eru: Guðbrandur Magnússon, forstjóri og er hann formaður, Daníel Ágústínusson, erindreki, Einvarður Hallvarðsson, bankafulltrúi, Guðmundur Kr. Guðmundsson, skrif- stofustjóri, Gunnlaugur Pétursson, skrifari, Kristjón Kristjónsson, fulltrúi, Magnús Björnsson, ríkisbókari, Ólafur H. Sveinsson, forstjóri, Páll Zóphóníasson,.alþm., Sigurjón Guðmundsson, skrifstofustjóri, og Vigfús Guð- mundsson, gestgjafi. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er Daníel Ágústínus- son, erindreki flokksins, og gefur hann allar nánari upp- lýsingar varðandi flokksþingið. Tilkynningar um þátttöku í flokksþinginu þurfa að vera komnaí til skrifstofu Framsóknarflokksins, Lind- argötu 9A (sími: 2323), fyrir 1. apríl næstkomandi. F.h. miðstjórnar Framsóknarflokksins, 3600 Kamban, Kaupmannahöfn, Jó hannes .úr Kötlum, Hveragerði, og Magnús Ásgeirsson, Hafnar- firði. 3000 krónur: Steinn Steinar, Reykjavík. 2400 krónur: Guðmundur Böðvarsson, .Kirkjubóli, Guðm. Daníelsson, Eyrarbakka, Jakob Thorarensen, Reykjavík og Ól- afur Jóh. Sigurðsson, Reykjavík. 1800 krónur.: Friðrik Brekkan, Reykjavík, Theódór Friðriksson, Reykjavík, og Unnur Bjarklind, Reykjavík. 1500 krónur: Elínborg Lárus- dóttir, Reykjavík, Gunnar Bene- diktsson, Hveragerði, Jón Magn- ússon, Reykjavík og Þórunn Magnúsdóttir, Reykjavík. 1200 krónur: Guðfinna Jónsr dóttir, Húsavík, Kristín Sigfús- dóttir, Akureyri, og Sigurður Jónsson, Arnarvatni. 600 krónur: Halldór Helgason; Ásbjarnarstöðum, og Jón Þor- steinsson, Arnarvatni. B-flokkur: 2500 krónur: Halldór Kiljan Laxness fyrir „íslandsklukk- una", Halldór Stefánsson fyrir smásagnagerð og Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson) fyrir smásagnagerð. 1200 krónur: Kolbeinn Högna- son fyrir nýútkomin ljóðasöfn og Steindór Sigurðsson, Krist- neshæli, fyrir söguna „Laun dyggðarinnar". Bréf Gunnars. Áður en nefndin lauk starfi sínu, barst henni svohljóðandi bréf frá Gunnari Gunnarssyni, sem er' tilefni þess, að nefndin úthlutaði honum ekki skálda- launum að þessu sinni: (Framh. á 4. síðu) Dagsbrún krefst 16°|« grunnkaupshækk- unar Stjórn verkamannafélagsins Dagsbrún hefir nú lagt uppkast að nýjum kaupsamningi fyrir Vinnuveitendafélag fslands. Er þar farið fram á, að tímakaupið hækki úr kr. 1.10 í kr. 2.50 eða um 16%. Auk þess er farið fram á aukningu ýmissa hlunninda. Ef fallizt yrði á kröfu félagsins um hækkun tímakaupsins myndi það raunverulega hækka úr kr. 5.52 í kr. 6.50, miðað við núgildandi vísitölu. Kaupsamningur sá, sem Dagsbrún hefir sagt upp, renn- ur út 20. þ. m. Verði nýr samn- ingur ekki gerður fyrir þann tíma, mun koma til verkfalls. JONAS JONSSON formaður. EYSTEINN JONSSON ritari. Noregssöinunínni lokíð Það söfnuðust 828 f>ús. kr. í peníngum og allmikið af fatnaði Noregssöfnun Norræna félagsins lauk 1. þ. m. og höfðu þá safnazt krónur 828.007.45 og auk þess allmikið af prjónafatnaði. Mun þetta vera stærsta söfnun, sem farið hefir fram hér á landi. I nefndinni, sem stjórnaði söfnuninni, áttu sæti Guðlaug- ur Rósinkranz, ritari Norræna félagsins, Harald Faaberg, þáv. formaður Nordmannslaget, og TVEIR FORVÍGISMENN í KÍNA Hér á myndinni sjást tveir þeir menn, sem mestu ráða af hálfu Bandamanna í styrjöldinni í Kína. Það eru Chiang Kai Shek, forseti og yfirhershöfðingi Kínaveldis, og Stillíbell hershöfðingi, er stjórnað hefur flugher Bandaríkja- manna i Kína, og jafnframt hefur verið ráðunautur Bandamanna hjá kínversku stjórninni um allt viðkomandi hernaðarmálum. Sigurður Sigurðsson, formaður Rauða krossins. Guðlaugur var formaður nefndarinnar og hef- ir hann nyiega skýrt blaða- mönn frá niðurstöðum söfnun- arinnar. Sagðist honum m. a. svo frá: - i Söfnunin hófst 17. maí 1942 með merkjasölu og fjársöfnun í Reykjavík og flestum kaup- stöðum og kauptúnum landsins. Söfnunarlistar voru sendir um allt land, öllum prestum og mörgum einstaklingum Nor- ræna félagsins og 'Rauða kross- ins. Mjög margir þessara manna hafa gengið mjög vel fram við söfnunina, t. d. safnaði séra Jón Skagan á öllum bæjum í presta- kalli sínu. Flest bæjarfélög og nokkur hreppsfélög hafa gefið til söfn- unarinnar og reið Þingvalla- hreppur á vaðið með 1000 kr. gjöf. Reykjavík gaf 100 þús., Akureyri 20 þúsund og Hafnar- fjörður 20 þúsund kr. Gjafir bæjarfélaga námu samtals 153 þús. kr. Ríkissjóður lagði fram 350 þús. kr. og hafa því gjafir frá bæjum og ríki numið sam- tals 528 þús. kr. Stærstu gjafir frá einstaklingum og félögum (Framh. á 4. síðu) Samþykkt stúdenta í lýðveldísmálinu Á framhaldsfundi Stúdenta- félags Reykjavíkur, sem hald- inn var í Háskólanum síðastl. föstudagskvöld, var samþykkt með 151:50 atkv. svohljóðandi tillaga: „Fundur í Stúdent&félagi Reykjavíkur, haldinn í háskól- anum 4. febrúar 1944, lýsir yfir þeim eindregna vilja sinum, að lýðveldi verði stofnað á íslandi, eigi síðar en 17. júní næstkom- andi, og með þeim hætti, er stjórnarskrárbreytingin frá 15. des. 1942 segir fyrir um og fram er tekið í 81 gr. stjórnarskrár- frumvarps þess, sem nú liggur fyrir Alþingi, og skorar jafn- hliða á íslendinga að beita sér einhuga fyrir því, að þátttaka í fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um yfirlýsingu varðandi niður- fellingu dansk-íslenzka sam- bandslagasamningsins og lýð- veldisskrána verði sem allra mest og samboðin þjóð, sem öldum saman hefir þráð sjálf- stæði sitt og barizt fyrir því". Svokallaðir lögskilnaðarmenn höfðu sig allmikið í frammi á fundinum og höfðu safnað liði eins og atkvæðagreiðslan ber með sér. Umræður urðu nokkuð harðar. Árásir hermanaa á íslendinga Amerískir hermenn frömdu tvær árásir á íslenzkt fólk í fyrradag, — stúlku, sem var á ferli á götu úti, og bifreiðar- stjóra, sem sat í bifreið sinni. Varð bifreiðarstjórinn fyrir all- miklum meiðslum. Stúlkan var að fara vestur Skothúsveg. Er hún kom á móts við Tjarnargötu, staðnæmdist útlend bifreið skammt frá henni. Kom hermaður út úr bif- reiðinni og réðist hann þegar að stúlkunni og barði hvert höggið af öðru í andlit henn- ar. Féll hún á götuna, og komst loks nauðulega inn í hús við Tjarnargötu, illa útleikin. Bifreiðarstjórinn sat í bifreið sinni við Iðnó og beið eftir far- Á vtðavmngi HÁMARK SÓÐASKAPARINS. í seinasta hefti tímarits Máls og menningar birtist sóðaleg- asta og svívirðilegasta grein, sem nokkurn tíma hefir sést á prenti. Fara hér á eftir nokkur sýnishorn af málaflutningi þeim, sem þar er í frammi hafð- ur: _ „Ómyndarskapurinn í land- búnaðarmálum hefir náð því stigi, að hann heldur við hall- æri í landinu mitt í hinni svo- kölluðu valmegun. Ein eða tvær tegundir kjöts eru framleiddar af þesskonar heimsku og blindni, að einkum minnir á fordæmi kvarnarinnar, sem malaði bæði malt og salt í djöfuls nafni, unz skipið var sokkið. ... .. . Tugmiljónir króna greið- ast úr ríkissjóði til að troða ís- lenzku kindakjöti upp á brezka neytendur, sem fúlsa við því jafnvel á sultartímum eins og nú v.. ... Um hið legna freðkjöt ís- húsanna hér, sem íslenzkum neytendum er selt á sumrin, er það að segja, að slíkur óþverri í matarstað myndi hvergi^boð- inn mannfólki í neinu landi jarðarinnar, þar sem ekki væri ríkjandi hungursneyð. Við kmdakjötsframleiðsluna keppa klepptækir hrossakjöts- framleiðendur, sem leggja undir sig Ríkisútvarpið og láta æpa þar seint og snemma út yfir landslýðinn: hrossakjöt, hrossa- kjöt, og gengur sú óskemmtun fram eftir öllum vetri. ... .. . Fróður maður hef ir reikn- að út, að félli allt sauðfé lands- manna, svo að við yrðum að kaupa neyzlukjöt frá útlöndum, myndi vísitalan lækka um 40 stig. ... ... Samt heldur löggjafinn fast við þá skipun að hóta mönnum sektum og tugthúsi fyrir að framleiða góðar og ó- dýrar mjólkurvörur í nýtízku búum í nágrenni stærstu-neyt- endasvæðanna.en verðlauna ein- yrkja í fjarsveitum, sem kunna lítt eða ekki til nautgriparækt- ar og mjólkurframleiðslu, fyrir að framleiða mjólk, sem nálgast oft að mega heita óþverri, þeg- ar hún er komin á markað í höfuðborginni, skítug, mögur, fjörefnalaus, súr eða fúl ... Það þarf ekki að taka fram, að höfundur þessarar dæma- lausu níðgreinar er Halldór Kiljan Laxness. Virðist hann um þessar mundir ganga .með þann sjúklega ásetning að hrúga saman sem mestu af fúk- yrðum og lygum um bændastétt landsins. Þessi vitfirring Kilj- ans er vissulega þannig vaxinn, að skynbornir menn geta ekki lagt sig niður við að hrekja all- ar fjrrurnar lið fyrir lið, enda væri það sama óvitaverk og að ætla að rökræða við brjálæðing á Kleppi. Hitt er meira alvöru- mál, að menn, sem vafalaust bera ekki óvild til bændastétt- arinnar og vilja vel íslénzkri menningu, likt og Sigurður Nor- dal, skuli geta látið bendla sig við félagsskap, er annast útgáfu slíks óþverra. ^ SVONA Á AÐ TAKA Á MÓTI RÚSSUM. Lengsta greinin í seinasta sunnudagsblaði Þjóðviljans er bersýnilega birt í.þeim tilgangi, að búa menn undir þá hegðun, sem þeir eiga að temja sér í hinu fyrirhugaða framtíðar- ríki kommúnismans hér 'á landi. Grein þessi fjallar aðallega um komu rússnesks knatt- spyrnuflokks til Búlgaríu. Þrátt fyrir versta veður biðu þúsund- ir manna við flugvöllinn, þar sem von var á Rússunum. Þegar úr henni og ruddust inn í ís- lenzku bifreiðina og réðust um- svifalaust á bifreiðarstjórann. Tókst honum að komast út, en (Framh. á 4. síðu) þegum. Bar þar að hermanna bifreið. Komu þrír hermenn út Rússarnir svo komu, missti öfl- ugur lögreglu- og hervörður stjórn á öllu saman, því að fólk- ið brauzt inn á flugvöllinn, um- krfngdi flugvélarnar með há- (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.