Tíminn - 08.02.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.02.1944, Blaðsíða 2
54 TÍMINN, þrigjmlaginn 8. febr. 1944 14. blað Eysleinn Jónsson: Dm hvað eiga framleiðendur að sameinast? í meira en 25 ár hefir Fram- sóknarflokkurinn háð þjóö- málabaráttu á grundvelli sam- vinnustefnunnar. í meira en 25 ár hefir Framsóknarflokkurinn barizt fyrir almennum umbót- um í landinu og haft aðaU'or- ustu um öll meiriháttar fram- faramál á sviði löggjafar og stjórnarframkvæmda í þágu landbúnaðarins. * Þessi barátta flokksins hefir verið afar hörð. Óteljandi eru þau ráð, sem upp hafa verið fundin, til þess að leggja stein í götu Framsóknarflokksins í þessum átökum. -Megináherzla hefir að sjálfsögðu verið lögð á að sundra þeim, sem að réttu lagi hefðu átt að standa saman um stefnu Framsóknarflokks- ins. Kjarninn í andstöðuliði Framsóknarflokksins hefir frá fyrstu tíð verið milliliðastéttir landsins og auðmenn bæjanna, sem eigi hafa þolað fram- kvæmd þeirrar stefnu í fjár- málum, skattamálum og verzl- unarmálum, sem var og er nauðsynleg undirstaða umbóta og framfara, ekki sízt í land- búnaðinum. Þetta lið hefir með ærnum kostnaði, allan þennan J tíma, haldið uppi fádæma áróðri, til þess að skapa og viðhalda tor- tryggni í garð Framsóknar- flokksins meðal þeirra, sem flokkurinn hefir fyrst og fremst starfað fyrir. Það hefir verið alið á sundr- ung og tortryggni. Umbæturn- skap inn á þá braut að vera níð um sveitirnar og fólkið þar, geta ekki aftur falið Rithöfundafé- laginu úthlutunina. Margt fleira niætti iiefna, þótt hér verði staðar numið að sinni. Ef skapast á nokkur friður og réttsýni í þessum málum, verð- ur vissulega að taka úthlutun- ina úr*höndum Rithöfundafé- lagsins. Sú tilraun, sem margir gerðu sér nokkrar vonir um, hefir sízt reynzt betúr en út- hlutun menntamálaráðs eða Al- þingis. Athugandi væri að fela úthlutunina norrænu deild há- skólans eða bókmenntapró- fessor hennar og forstöðumönn- um menntaskólanna. Að því verður að stefna, að koma rétt- sýnna, traustara og virðulegra fyrirkomulagi á úthlutun skáldalaunanna en verið hefir til þessa. Þ. Þ. ar kallaðar eyðsla og bruðl, hrópað um skatta, um þjónustu við sósíalista og kommúnista, ef .stuðnings hefir verið leitað við mál til verkamannaflokka og málum verkamanna að ein- hverju sinnt. í hverju byggðar- lagi á landinu hefir verið barizt við íhaldssemi, tortryggni, van- trú á samtök og samvinnu og | öfgatrú á samkeppni og ein- staklingshyggju. Smátt og smátt hefir reynslan afsannað hróp þeirra, sem unn- ið hafa að þessari sundrung. Fylgi Framsóknarflokksins með- al bænda og vinnandi framleið- : enda hefir farið vaxandi að sama skapi. Er nú öllu í vörn snúið fyrir þeim, er áður sóttu á með hrópum og háreysti. Gleggst má marka þetta á því, að þeir, sem mest hafa fyrir þessu staðið í sveitum landsins, telja sér nú orðið vænlegast, til þess að halda enn um stund ein- hverju kjörfylgi, að leggja áherzlu á, hversu nærri þeir standi Framsóknarflokknum um allt er lýtur að málefnum sveit- anna. Atburðir síðustu missira hafa sýnt gleggra en nokkru sinni fyr hvers virði forusta Fram- sóknarflokksins er bændum og samvinnumönnum. Af þessu verða dregnar réttar ályktanir, svo framarlega sem eigi tekst með nýjum ráðum að koma í veg fyrir slíkt. ■ En það má einmitt telja víst, að gerðar verði því öflugri ráð- stafanir til að koma í veg fyrir sameiningu vinnandi framleið- enda um þjóðmálastefnu Frarn- sóknarfl., sem „hætta“ er nú af andstæðingum hans talin meiri á slíkri sameiningu en nokkru sinni fyr. Sú er ein rökrétt afleiðing þeirra atburða, er gerzt hafa í stjórnmálum landsins síðasta aldarfjórðunginn, að bændur, útvegsmenn, fiskimenn og aðrir vinnandi framleiðendur, sam- einist um samvinnustefnuna og frjálslynda umbótastefnu í þjóð- málum. Þá stefnu markar Fram- sóknarflokkurinn og hann hefir með þrotlausu starfi lagt þann grundvöll, sem hægt er að byggja á. Framsóknarflokkur- inn hefir öll skilyrði til þess að vera forustuflokkur í þeirri ný- sköpun, sem framundan er í at- vinnumálum, fjármálum og fé- lagsmálum þjóðarinnar. Með margvíslegum hætti mun verða unnið gegn eflingu Framsóknarflokksins og reynt að koma í veg fyrir, að vinnandi framleiðendur fylki sér saman (um samvinnustefnuna og frjáls- lynda umbótastefnu. Sumar . þessar tilraunir verða jafnvel gerðar undir því yfirskyni, að |Verið sé að vinna að sameiningu J þeirra, sem áður hafi staðið of dreifðir. Eru slík vinnubrögð ekki óþekkt áður. Slíkar tilraunir eru hins vegar hægt að þekkja á því, að þar mun lítt éða ekki verða á það minnst um hvaða stefnu í þjóð- málum sameining eigi að verða. Sameiningartal hefir hins vegar ekkert gildi, nema glöggt sé til tekið, um hvaða stefnu skuli sameinast. — Sé ekki greinilega á því haldið, getur þess konar tal þau ein áhrif haft, að menn hiki við að fylkja sér fastara en áður um þau samtök, sem fyrir eru og ómetanlega þýðingu hafa haft fyrir bænda- stétt landsins og þjóðina í heild sinni. Nú er hins vegar allt undir því komið, að vinnandi framleið- endur í landinu fylki sér enn almennar en áður um sam- vinnustefnuna og þjóðmála- stefnu Framsóknarflokksins. , Það væri fullkomin þjóðar- ógæfa, ef bændur landsins tækju nú þann kost, að miða öll sín stjórnmálaafskipti við , þrengstu stéttarhagsmuni, í | stað þess að hafa þróttmikla i forustu um umbótastefnu í landsmálum, svo sem langsam- lega meginþorri þeirra hefir haft í 25 ár undir merki sam- vinnustefnunnar og Framsókn- arflokksins. Sú þróun myndi hafa í för með sér hrun lýðræðis á íslandi. Af því myndi og leiða, að öll von væri úti um það, að stefna sú milli öfganna, sem verður að eflast í landinu nú án tafar, næði að setja svipmót sitt' á úrlausn vandamálanna, sem framundan bíða. Forusta um slíka stefnu gæti aldrei komið frá stéttarsamtökum, sem eigi aðhylltust neina þjóðmálastefnu og aldrei ættu að ganga lengra fram í . þjóðmálum en þeir íhaldssömustu gætu fellt sig við. Menn geta gert sér í hugar- lund hvért nú væri komið mál- um samvinnumanna og umbóta- málum þeim ýmsum, sem Fram- sóknarflokkurinn hefir barizt fyrir, ef þannig hefði verið á málum haldið af Framsóknar- flokknum og samvinnufélögun- um. Þetta dregur þó engan veg- inn úr þeirri brýnu nauðsyn, sem nú er á því, að bændur og vinnandi framleiðendur yfir- leitt hafi meiri samvinnu um mál sín en verið hefir. Einkum verður að efla félagssamtök sjávarútvegsmanna, sem standa samtökum bænda mjög að baki. Á þetta hefi ég lagt megin- áherzlu á undanförnum árum, að því leyti, sem til minna kasta hefir komið að leggja orð í belg úm þessi mál. En það er ekki nóg, að samtök nái aðeins til stéttar- mála. Það æskilega og nauð- synlega er, að sem allra flestir úr þessum fjölmenna hópi geti sameinazt úm ákveðna félags- og stjórnmálastefnu. Framsóknarflokkurinn bygg- ir á samvinnustefnunni sem grundvallarhugsjón, og hann er kjörinn til þess að eflast - að fylgi einmitt nú, og þó alveg sérstaklega úr hópi þeirra fjöl- mörgu manna úr framleiðslu- stéttum landsins, sem finna æ betur og betur, að úrræði sam- vinnunnar eru þau, sem bezt eiga við, eigi aðeins í málum þeirra, heldur einnig allrar þjóð- arinnar. Framsóknarflokkurinn ei einnig frjálslyndur umbóta- flokkur, sem haft hefir lengst af forustu um hinar stórkost- legu framfarir undanfarinna ára. Engum eru slíkar framfar- ir í verklegum og félagslegum efnum hugstæðari né nauðsyn- legri en framleiðslustéttum landsins. Með því að fylkja sér fast um Framsóknarflokkinn og stefnu hans hafa vinnandi framleið- endur í landinu og samvinnu- menn glæsilegt tækifæri, til þess að byggja upp og forða frá öfgum og upplausn. Með engu öðru móti er slíkt mögulegt. Framkvæmdir til viðreisnar verður að byggja á grundvelli samvinnunnar og á víðtækum þjóðfélagsumbótum. Stefna verður að skipulegum starfs- háttum í atvinnu- og fjármál- um. Framkvæmdirnar verða ekki byggðar á blindri samkeppni einni saman, ótakmarkaðri auð- söfnun einstakra manna, óskor- uðum ráðum einstaklings yfir atvinnu og afkomu fjöldans né handahófi í atvinnu- og fjár- málalífi. Stúdentaráð Háskól- ans mótmælír Vegna ræðu þeirrar, er Guð- mundur Sveinsson guðfræði- nemi flutti í útvarpið 30. f. m. um síðasta áramótadansleik stúdenta, vill Stúdentaráð taka fram eftirfarandi: Á síðasta áramótadansleik stúdenta, er haldinn var eins og að undanförnu, í anddyri há- skólans, voru um 700 manns. Vínveitingar voru þar, sem á öðrum stærri skemmtunum bæjarins þetta kvöld og var öll- um háskólastúdentum fyrir- fram um það kunnugt, ræðu- manni sem öðrum. Þeir, sem gættu dyra og önnuðust eftirlit á samkomunni alla nóttina, og að sjálfsögðu ekki neyttu víns, kveða dansleikinn hafa farið vel fram, og með ágætum sé tekið tillit til þes hve margt fólk var þarna samankomið. Ein barsmíð, framin af manni, sem ekki var stúdent og laumast hafði inn á dansleikinn eftir óþekktum leiðum, vildi til þessa nótt. Sögusagnir ræðumanns um borðveltur og ósjálfbjarga menn hér og þar í húsinu, eru upp- spuni einn. Má einnig í þessu sambandi geta þess, að umsjón- armaður háskólans kveður eng- in spjöll hafa orðið á húsi eður húsmunum um nóttina og er slíkt eins dæmi í jafn miklum þrengslum. Vísar Stúdentaráð. á bug þeim kviksögum, er ræðumaður sagði óg sagðar kunna að vera af ára- mótadansleik stúdenta, en vísar þeim, er vilja fá glöggar upp- lýsingar um málið, að leita um- sagnar lögreglunnar. En þrír l lögregluþjónar höfðu á hendi i dyravörzlu og gæzlu á dans- i leiknum, — og munu þeir geta hlutlaust greint frá atvikum. Telur Stúdentaráð ' það illa farið, er maður úr hópi háskóla- stúdenta gengur fram fyrir skjöldu í því, að rýra heiður há- skólans og sverta skólafélaga sína í augum landsmanna, að ástæðulausu. Stúdentaráð. Menn verða að sinna stétta- málum sínum á þessari miklu öld stéttasamtakanna. En rnenn verða að gera meira, ef lýðræði á að haldast í landinu. Menn verða að velja um þjóðmála- stefnur. Það æ.tti ekki að vera vanda- samt fyrir vinnandi framleið- endur í landinu að ákveða hvaða landsmálastefna er í beztu samræmi við þau úrræði í félags- og atvinnumálum, sem þeim hafa gefizt bezt á undan- förnum áratugum. JOY HOMER: Samvínnumál í Kína Engin þjóð hefir ennþá orðið fyrir þyngri búsifjum af völdum ófriðarins en Kínverjar. Öll beztu héruð landsins og hafnarborgir eru í höndum Japana. Kínaveldi er því nær alveg einangrað frá umheiminúm. Þeim berst lítil hjálp frá bandamönnum sínum. Þeir eru illa búnir að vopnum og vistum. Samt halda þeir áfram að veita Japönum mót- spyrnu af dæmafárri seiglu og fórnfýsi. Grein sú, sem hér fer á eftir, er þýdd úr English Digest, apríl 1942, og fjallar um hið víðtæka samvinnuskipulag, sem Kínverjar hafa gripið til í þrengingum sínum. íjs r ‘©íminrt Þriðjudugur 8. febr. Misheppnuð úthlutun skáldalauna Það er bersýnilegt, að deil- unni um úthlutun skáldalauna er ekki lokið. Rithöfundafélagið hefir ekki reynzt verðugt þess trausts, sem til þess var borið, þegar því var falin úthlutunin. Úthlutunarnefnd þess hefur framið hvert afglapaverkið á fætur öðru. Það hefur látið stjórnast af ýmsum óheilbrigð- um metingi og hlutdrægu mati á yrkisvali skálda. Jafnhliða þessu hefir einsýn flokkspólitík blandast inn í störf þess. Við öðru var heldur ekki að búast, þar sem áhrifamesti maður út- hlutunarnefndarinnar er einn harðsnúnasti kommúnisti þessa lands, sem hefif hsað eftir annað gefið til kynna, að ekkert væri list eða sannur skáldskap- ur, nema það túlkaði ákveðna stj órnmálaskoðun. Eitt af því, sem einkennt hef- ir vinnubrögð nefndarinnar, er að gera hlut Halldórs Kiljan miklu meiri en annarra skálda. í fyrra var þetta rökstutt með því, að hann þyrfti að fá upp- bót vegna þess, að hann hefði hafnað skáldalaunum árið áð- ur! Nú gagnaði þessi röksemd ekki lengur og þá er fundin upp sú átylla, að Halldóri beri sér- stök verðlaun fyrir skáldrit það, sem seinast hefir frá honum komið. Á sama hátt hefði bæði Davíð Stefánssyni og Krist- manni Guðmundssyni borið slík verðlaun, því að Gullna hliðið og Nátttröllið glottir eru vel sam- bærileg við íslandsklukkuna. En hvorki Davíð eða Kristmann fá slíka viðurkenningu. Hlut- drægnin liggur því í augum uppi. ■ Þvi fer fjarri, að hér skuli tekið undir þá skoðun, að Kilj- an beri að svipta öllum skálda- launum vegna árása hans á vissar stéttir þjóðfélagsins eða ýms sóðaskapar, er fyrirfinnst í bókum hans. Skáld eru oft duttlungasöm og hættir til sleggjudóma, sem menn geta látið sig litlu skipta, því að þeir fyrnast fljótt, en skáldskapur- inn heldur áfram að lifa. Lista- gildi skáldverka verður heldur ekki dæmt af efni þeirra einu saman. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar túlka enganveginn mannbætandi kenningu, frið- þægingarkenninguna, en eigi að síður eru þeir ómetanlegt lista- verk. Bækur Kiljans eru víða þrungnar af sóðaskap og mann- fyrirlitningu, en samt eru þær sem skáldverk meðal þess bezta, sem liggur eftir ísl. nútíma- höfunda. Það væri því með öllu rangt að svipta Halldór skálda- launum, ef þau eru veitt á ann- að borð, en á sama hátt er líka rangt að skipa honum æðri sess en öðrum jafn snjöllum eða snjallari skáldum þjóðarinnar, t. d. Gunnari Gunnarssyni og Davíð Stefánssyni. Hjá úthlutunarnefnd Rithöf- undafélagsins kemur það naasta ljóst fram, að hún metur skáld eftir yrkisvali þeirra og er þar raunverulega sömu skoðunar og þeir, sem vilja bannfæra Kiljan vegna sóðaskaparins, sem er í bókum hans. Kristinn Andrés-' son hefir oftar en einu sinni lýst andúð sinni á skáldum, sem hafa aðdáun á sveitalífinu. Þessi stefna hans hefir bersýni- lega ráðið mestu um það glap- ræðisverk nefndarinnar að svipta Guðmund Inga Krist- jánsson skáldalaunum. Hann er sem skáld fullkominn jafnoki margra þeirra, sem hossað er af nefndinni. En hann hefir valið sér yrkisefni, sem áhrifamesti maður úthlutunarnefndarinnar hefir vanþóknun á. Þess vegna er hann dæmdur úr leiknum. Af mörgum hlutdrægnisverkum nefndarinnar er þetta einna verst. Og er þetta nema byrj- unin? Ef hún tekst mótmæla- laust, verður þá ekki haldið á- fram á þessari braut? Þetta eina óhæfuverk nefndarinnar er vissulega svo stórt, að það ætti að nægja til þess, að þeir, sem ekki vilja beina öllum skáld- Það eru nú um 2000 iðnfyrir- tæki með samvinnusniði í þeim hluta Kínaveldis, sem ekki er hernuminn. Forustumenn sam- vinnufélaganna gera sér vonir um að tala slíkra fyrirtækja verði orðin um 30.000 um þær mundir, er stríðinu lýkur. Fjár- hagslegur stuðningur frá ríkis- stjórninni, þjóðbankanum og gjafir innan lands og utan mun nema um 27 milljónum dollara. Þrátt fyrir opinberan stuðning heldur „Indúskó“ áfram að vera sjálfstætt fyrirtæki undir stjórn innlendra og erlendra manna. Trúboðarnir starfa víða í nánu sambandi við samvinnufélögin. Framleiðsla samvinnuiðnaðar- ins nær því nær yfir allar vörur, sem nöfnum tjáir að nefna: sápu, pappír, baðmullarvörur, skófatnað, sokka, þurrkur, ull- arteppi, læknislyf, glervörur, leirvörur, matvæli. Svo eru líka námufélög á sam- vinnugrundvelli, er vinna hrá- efni úr jörð, ennfremur vél- smiðjur, viðgerðastofur, flutn- ingafélög til að annast dreifingu framleiðslunnar og kaupfélög til að selja hana. Einnig eru sútunarverksmiðjur, litunar- verksmiðjur, sykurverksmiðjur, byggingafyrirtæki, trésmíða- verkstæði og prentsmiðjur. Samvinnufélögin eru venju- lega stofnuð af verkfræðingi og fjármálaerindreka, sem fara um eins og tveir postular. Þeir athuga staðhætti í héraði því, sem um er að ræða og ákveða, hvað bezt borgi sig að framleiða úr hráefnum þeim, sem eru þar fyrir hendi, og hvað sé mest þörf fyrir. Því næst safna þeir nauðsynlegu starfsliði meðal flóttamanna í grenndinni, sem eru fúsir til að leggja fram ’krafta sína. Ef skortur er á faglærðum mönnum á næstu grösum, eru þeir sóttir á hættusvæðin ná- lægt vígstöðvunum og látnir setjast að þar, sem hinu nýja iðnfyrirtæki hefir verið valinn staður. Verði þessu ekki komið við, eru atvinnulausir flótta- menn látnir læra starfann. — Meðan að verkfræðingurinn er að útvega vélar og áhöld, aflar skipulagsstjórinn láni, bæði til stofnsetningar og til reksturs- utgjalda fyrsta árið. Vextir af lánum þessum eru mjög lágir. Því næst kaúpa starfsmenn- irnir hlutabréf í fyrirtækinu, minnst þrjá hluti, en enginn yf- ir tuttugu. Þeir greiða í pening- um, ef þeir hafa handbært fé, annars láta þeir nokkurn hluta af kaupi sínu ganga smám sam- an til þess. Verkamennirnir kjósa svo allir í sameiningu nefnd til að sjá um rekstur fyr- irtækisins. Enginn má fara með nema eitt atkvæði við nefndar- kosninguna, hvort sem hann á marga eða fáa hluti i fyrirtæk- inu. Verkamenn fela stjórnar- nefndinni að ákveða vinnutíma og launakjör, en fjármálafull- trúinn starfar með þeim sem ráðunautur og eftirlitsmaður fyrstu starfmánuðina. Á stofnfundinum er það venjulegt að fjármálafulltrúinn segi sem svö: „Jæja, hvað ætlið þið svo að borga sjálfum ykkur í kaup?“ „Er það alvara Eigum við að borga okkur sjálfir?“ segja verkamennirnir steinhissa. Og launin þjóta þegar upp úr öllu valdi. „Allt í lagi. Og hvað hafið þið hugsað ykkur að setja hátt verð á framleiðsluvöruna, svo að fyr- irtækið verði samt rekið með hagnaði?" Það endar með því, að launin þokast niður. Úr því að svona fyrirtæki er komið af stað, misheppnast það sjaldan. Eftirspurnin eftir öll- um nauðsynjavörum er geysi- mikil í Kína, eins og gefur að skilja, þar sem innflutningur er enginn. Þegar tekjurnar taka að streyma inn, er viss hluti þeirra lagður til hliðar til greiðslu vaxta og afborgana. Afganginum er skipt á marg- víslegan hátt: 15 af hundraði sem uppbætur, 20 a. h. í vara- sjóð, 10 a. h. til stækkunar á fyrirtækinu, 10 a. h. í dular- fullt fyrirbrigði, er nefnist „velferðarsjóður" o. s. frv. Mörg samvinnufélög hafa þegar greitt lán sín að fullu, sum fyrir tilsettan tíma. Þau ráða gerðum sínum sjálf og geta lagt eins hart að sér og þau vilja um vinnutíma og sparnað. Þau geta safnað eins miklum sjóðum og þau lystir. En ákvæðin um eitt atkvæði fyrir hvern starsf- mann, bannið gegn því að aðrir en starfsmenn eigi hlutabréf, og enginn þó yfir visst hámark, hafa reynst gagnleg vernd gegn örbirgð þeirri og arðráni, sem menn þessir áttu áður við að búa í verksmiðjunum. Allt sem þeir gera innali vébanda síns eigin félags, gera þeir eftir eig- in geðþótta. Það gerir gæfu- muninn Samvinnufélögin, sem starfa í héraðinu umhverfis Paochi, stóðu með miklum blóma, þótt þau væru engin stórfyrirtæki. Sum héldu til í kumböldum með leirveggjum, sum í hellrum. Verkfærin voru heimaunnin en vel nothæf. Verkamennirnir bjuggu um sig í námugöngum og hellrum út frá þeim. Sam- vinnufélög, sem unnu að bóm- ullarspuna og þurrkuvefnaði, notuðu sams konar spunavélar úr tré og áður tíðkuðust í Ame- ríku á landnámsöldinni. f sápuverksmiðju, sem hafði bækistöðvar í helli einum, voru verkamenn að hella sápulegin- um í mót. Þeir voru símasandi, svo aldrei varð hlé á. Tvær ung- ar konur með börn á brjósti stóðu við hlið manna sinna og hjöluðu með mikilli aðdáun um veðrið, um mig, þetta kynlega aðskotakvendi, og síðast, en ekki sízt, um sápuna. Allur hópurinn hló svo hjart- anlega, að ég var hálfhrædd um að andlitsbjórarnir mundu rifna. Ég varð að taka hvern krakkann af öðrum á hand- legginn og halda á þeim, þang- að til að þau fóru að orga. Og sífellt voru fleiri angar sóttir inn í hellinn til að sýna mér. „Fer nú virkilega vel um ykkur hérna?“ spurði ég, til að vita, hvort enginn kæmi fram með kvörtun. „Já, já, hér er gott að vera“, sögðu konurnar brosandi. „Hér amar ekkert að okkur“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.