Tíminn - 12.02.1944, Síða 1

Tíminn - 12.02.1944, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKN ARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720, RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 437C. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKET-.7TOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, laugardagiiui 12. febr. 1941 16. blað Hextán byggðahverfi með S15 ii.v| iiiii hýlum Merkíleg álitsgjörð Búnaðarfélags íslands Búnaðarfélag íslands hefir nýlega samið ítarlega álitsgerð um myndun sextán byggðahverfa í sveitum landsins. Álitsgerðin hefir verið send milliþinganefnd Búnaðarþingsins í skipulagsmálum landbúnaðarins, og milliþinganefndinni, er Alþingi kaus í fyrra til að gera áætlun um verklegar framkæmdir eftir stríðið. Áður hafði Alþingi falið Búnaðarfélaginu rannsókn á því, hvar væru heppilegust skilyrði til ræktunar með tilliti til aukins þéttbýlis og stofnunar byggðahverfa fyrir augum. Þeir Steingrímur Steinþórsson og Pálmi Einarsson hafa unnið að samningu álitsgerðar þessarar af hálfu Bún- aðarfélagsins. Það liggur í augum uppi, að hún er byggð á bráðabirgðaathugun, og þyrfti vitanlega að framkvæma rækilega rannsókn (mælingar o. fl.) áður en til framkvæmda kæmi. Samkæmt tillögu Framsókn- armanna fól Alþingi Nýbýlastjórninni að annast ítar- legri rannsókn þessara mála. Erlent yfirlit: Framtíð Ný- íundnaíands Framtíð Nýfundnalands hefir oft verið á dagskrá seinustu mánuðina. Styrjöldin hefir ekki aðeins opnað augu manna fyrir hinni miklu hernaðarlegu þýð- ingu landsins síðan flugvélarn- ar komu til sögunnar. Hún hef- ir einnig aukið athygli manna á því, að Nýfundnaland býr yf- ir miklum ónotuðum atvinnu- skilyrðum. Fiskveiðar geta stór- um eflzt þar og landbúnaður einnig. Ýms verðmæt efni hafa og fundizt þar í jörðu, m. a. kol, en ekki hefir verið hirt um hagnýtingu þeirra til þessa. Telja ýmsir, að Nýfundnaland eigi mjög mikil námuauðæfi. Nýfundnaland er fyrstá ný- lenda Breta. Enskir sjófarend- ur komu þangað fyrst 1497, en formlega komst landið ekki undir yfirráð Breta fyrr en í byrjun 18. aldar. Á næstu ára- tugum voru talsverðir fólks- flutningar til landsins, aðallega frá Skotlandi. Um miðja 19. öld fengu íbúarnir þar talsverða sjálfstjórn og eftir seinustu heimsstyrjöld var Nýfundna- land viðurkennt brezkt sam- veldisland með sömu réttindum og Ástralía, Nýja-Sjáland, Kan- áda og Suður-Afríka. Sjálfstæði Nýfundnalands átti þó ekki að haldast lengi. Ný- fundnalandsmenn höfðu tekið verulegan þátt í heimsstyrjöld-: inni og safnað þá skuldum, m. a. vegna hernaðarþarfa. Fjár- málastjórn þeirra var ekki heldur sem viturlegust fyrstu árin eftir styrjöldina. Það var samt fjárhagskreppan, er hófst um 1930, er reið baggamuninn. Fiskveiðarnar eru aðalatvinnu- vegur landsins og kom verðfall- ið og markaðsleysið eigi síður hart við Nýfundnalandsmenn en íslendinga. Fór svo að lok- um, að Nýfundnalandsmenn báðu Breta ásjár, og gengust aftur undir það að verða brezk nýlenda. Þingi þeirra og stjórn var vikið til hliðar og öll völd lögð í hendur brezka landstjór- ans, er nýtur ráðuneytis sex manna ráðs, sem er að hálfu leyti skipað af Bretum og að hálfu leyti af Nýfundnalands- mönnum. Samkomulag var um, að Nýfundnaland skyldi aftur öðlast full réttindi sem sam- veldisland, þegar það gæti sjálft annast fjárreiður sínar. Nýfundnalandsmenn létu sér (Framh. á 4. síðu.) Seinustu iréttir Rússar halda áfram sókninni í Dnjeprbugðunni og nálgast óðum Krivoi Rog og Kherson. Á Leningradvígstöðvunum sækja þeir einnig fram og stefna til Luga úr mörgum áttum. Stjórn Badoglios hefir nú tek- ið við völdum í þeim héruðum Ítalíu, sem Bandamenn hafa tekið. Hingað til hefir sérstök herstjórn, Amgot, annast stjórnina. Á landgöngusvæði. Banda- manna fyrir sunnan Róm hafa Þjóðverjar mikla gagnsókn í undirbúnin'gi og er búizt við stórkostlegum orustum þar. í Cassino geisa harðar orustur, án þess að til úrslita dragi. Amerískar flugvélar gerðu stórfellda loftárás á Brunswick í fyrradag og kom til stórkost- legra loftbardaga. í Brunswick eru miklar flugvélaverksmiðjur. Spánverjar hafa gert nýja til- slökun við Bandamenn. Þeir hafa afhent Badogliostjórninni ítölsk skip, er lágu í spönskum höfnum. Spánverjar voru búnir að neita að afhenda þau. Fískveíðaráðstefnan í London Áliugamál Ísleiidinga þokast áleiðls Frá utanríkismálaráðu- neytinu hefir blaðinu bor- izt svohljóðandi frétt: Á síðastliðnu sumri barst rík- isstjórninni boð brezku stjórn- arinnar um að senda íslenzka fulltrúa á ráðstefnu, er halda skyldi í London þá um haustið, til þess að undirbúa þar sam- komulag þjóða á milli um eftir- lit með fiskiveiðum í Norður- Atlantshafi og Norður-íshafi, svo og um vernd á ungfiski. íslenzka ríkisstjórnin tók þessu boði og valdi fulltrúa af sinni hálfu til þess að sækja ráðstefnuna, þá 'Stefán Jóh. Stefánsson alþm. og hæstarétt- armálaflutningsmann, er var formaður 'sendinefndarinnar, Árna Friðriksson fiskifræðing og Loft Bjarnason útgerðar- mann. Ráðstefna þessi var haldin í London 12,—22. okt. s. 1., að báð- um dögum meðtöldum, og mætti þar einnig sem skrifari íslenzku sendinefndarinnar, Eiríkur Benedikz, 2. sendiráðsritari við sendiráð íslands í London. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar 15 ríkja, eða frá íslandi, Belgíu, Kanada, Danmörku, Frakklandi, Hollandi, írlandi, Nýfundna- landi, Noregi, Póllandi, Portú- gal, Spáni, Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Aðalverkefni ráðstefnunnar var að undirbúa nýjar og víð- tækar reglur um eftirlit það, er að framan greinir, og ráð- stafanir í samræmi við það, er framkvæmt væri af öllum þeim þjóðum, er gerðust aðilar að reglum þessum. Á ráðstefnunni náðist sam- komulag um frumvarp að ýtar- legri reglugerð um þessi efni, og mæltu allir fulltrúar með því við ríkisstjórnir sínar, að reglugerð þessi yrði endanlega samþykkt í höfuðatriðum á nýrri ráðstefnu, er gert er ráð fyrir að halda að stríði loknu. Þar og þá mun og frá því geng- ið, á hvern hátt einstök ríki ger- ast aðilar að reglum þessum. Áður en íslenzka sendinefnd- in sótti ráðstefnu þessa, fól rík- isstjórnin henni, í samráði við sjávarútvegsnefndir Alþingis, sérstaklega að athuga á hvern hátt unnt væri eða tiltækilegt að koma á framfæri þeim ósk- um, að íslenzk fiskiveiðaland- helgislína yrði viðurkennd 4 sjómílur og að Faxaflói yrði að verulegu leyti friðaður. Á ráðstefnunni komu reglur um lándhelgislínu til athugun- ar, og í frumvarpi því, er þar var lagt fyrir í upphafi, var gert ráð fyrir þriggja mílna land- (Framh. á 4. síðu) LOFTÁRÁS á Seyðisfijörð Laust fyrir hádegi á fimmtu- dag vörpuðu þrjár þýzkar flug- vélar niffur sprengjum á Seyffis- firði. Allar sprengingarnar lentu í sjó og varð ekkert tjón af þeim á íslenzkum mönnum effa mannvirkjum. Hús hvarvetna í kaupstaffn- um léku á reiffiskjálfi, er sprengingar urffu, en vatnssúl- ur stóffu hátt i loft upp, þar sem sprengjurnar komu niffur. Setuliffiff á Seyðisfirði hóf skothríff á flugvélarnar, sem sneru þegar til hafs, er þær höfffu varpað niffur sprengjun- um, og er taliff, að ein þeirra hafi laskazt, svo að vanséff er, hvort hún hafi komizt til bæki- stöffva sinna. Álitsgerð Búnaðarfélagsins er fjórþætt: í fyrsta lagi fjallar hún um stofnun byggðahverfa. Eru gerðar tillögur um stofnun 16 byggðahverfa víðsvegar um landið. í öðru lagi fjallar hún um stóraukna ræktun við sex kauptún landsins. í þriðja lagi fjallar hún um stofnun byggðahverfa á jarð- hitasvæðum. í fjórða lagi fjallar hún um skiptingu ýmsra stærri ríkis- jarða í tvö eða fleiri býli. Af þessum fjórum þáttum, hefir fyrsta þættinum verið gerð langsamlega rækilegust skil. Á þeim svæðum, þar sem gert er ráð fyrir hinum sextán byggðarhverfum, eru nú 120 býli. Þeim er ætlað að haldast, en gert er ráð fyrir að 315 ný býli bætist við og yrðu þá alls 435 býli á þessum svæðum. Auk þess er gert ráð fyrir, að í hverju byggðahverfi geti orðið nokkur smábýli fyrir þá, sem jafnframt stunduðu aðra atvinnu en land- búnað, t. d. bílstjórar og smiðir. Gera mætti ráð fyrir því, að ýms iðnaður rísi upp í þessum hverfum. Gert er ráð fyrir að stærstu byggðahverfin verði í Holtum, Leirár- og Melasveitum, Torfa- lækjarhreppi, Reykjahverfi og Ölfushreppi. Hin hverfin eru fyrirhuguð í Skilamannahreppi, Andakílshreppi, Álftaneshreppi, Staðarsveit, Miðdalahreppi, Saurbæ j arhreppi, Seiluhr eppi, Ljósavatnshreppi, Valla- og Eyðahreppum og Nesjahreppi. Byggðahverfi geta vitanlega risið víðar upp, þótt enn hafi ekki verið gerð áætlun fyrir þau víðar. í álitsgerðinni er ekkert vikið að tilhögun byggðahverfa, enda henni ekki ætlað að fjalla um það. En telja má víst, að ríkið verði að eignast landið, þar sem byggðahverfin verða og síðan verði það að sjá um ræktunina og koma býlunum svo á legg, að búreksturinn verði ekki ofvax- inn hinum fyrstu ábúendum. Gera mætti ráð fyrir meiri sam- vinnu bænda í byggðahverfun- um en nú tíðkast almennt í sveitum. í álitsgerðinni er ítarleg áætl- un um heildarræktunarkostnað þeirra 435 býla, sem gert er ráð fyrir að verði í áðurgreindum byggðahverfum. í álitsgerðinni er eins og áður segir, gerðar tillögur um stór- aukna ræktun við sex kauptún, Akranes, Skagaströnd, Hofsós, Húsavík, Þórshöfn og Höfn í Hornafirði. Fólksfjöldi þessara kauptúna er nú 4034 manns, en gert er ráð fyrir, að hin aukna ræktun geti fullnægt þörfum 10.500 manns, sem ekki er fjar- stætt að ætla að geti búið þar, ef önnur atvinnuskilyrði eru aukin á hliðstæðan hátt. Þá er, eins og áður segir, yfir- lit í álitsgerðinni um nokkrar opinberar jarðeignir víða um land, þar sem gera má ráð fyr- ir fjölgun býla, þótt stærri byggðahverfi geti ekki risið þar upp. En vitanlega verður að halda áfram að fjölga býlum með fleiri móti en byggða- hverfum einum, þar sem heppi- leg skilyrði eru fyrir hendi. í álitsgerðinni er bent á það, að árlega muni þurfa að reisa 90—100 nýbýli í sveitunum, ef þær eiga að taka á móti þeirri fólksaukningu, er þar verður. Samkvæmt svipuðum útreikn- Útsæðiskartöfilur næsta vor Vegna hins mikla uppskeru- I brests á kartöflum síðasta haust, mun verða mikil vöntun á innlendu útsæði á komandi vori víðasthvar á landinu, en sérstaklega austan lands og norðan. Á Suðurlandi, að meðtöldu Akranesi og Austur-Skafta- fellssýslu, var hins vegar nokk- ur uppskera, þótt víða væri með lélegra eða lélegasta móti og munu ýmsar sveitir þar hafa útsæði fyrir sig, en aðrar eitt- hvað fram yfir það, er þær gætu miðlað öðrum. Er æskilegt og nauðsynlegt fyrir alla, sem kar- töflur ætla að rækta á kom- andi sumri, að útvega sér inn- lent útsæði eftir því sem unnt er, en að öðrum kosti erlent. Vitanlega þarf ekki að brýna það fyrir garðræktarmönn- um, að það er fyrir flesta hluti heppilegra, og í rauninni sjálf- sagt, að nota innlent útsæði, þótt hið útlenda sé fáanlegt, geti komið að góðum notum og borið mikinn árangur, ef heppn- in er með. Ættu nú Búnaðarfélög víðs vegar um land eða kaupfélögin, að hafa forgöngu um útvegun útsæðis handa þeim er það ,vanta og eftir því leita. Má það ekki úr hömlu dragast mikið lengur en orðið er, að hefjast um það handa. — Þeir, sem innlendar kartöflur eiga, not- hæfar til útsæðis, ættu að kaupa erlendar kartöflur til neyzlu, í stað hinna innlendu, svo að þær kæmu sem flestum að notum til sáningar. Sökum þeirrar hættu sem á því er, að skortur verði inn- lends útsæðis, hefir Grænmet- isverzlun ríkisins gert ráðstaf- anir um kaup á erlendu útsæði, sem væntanlega tekst að fá til landsins nægilega snemma. Eru það tvö afbrigði — Eyvindur og Stóriskoti — sem keypt verða í þessu skyni. Er þess óskað, að þeir aðilar, sem aðstöðu hafa til þess að taka á móti pöntunum frá ein- staklingum, syo sem búnaöarfé- lög og verzlanir, geri það nú þegar og sendi kaupbeiðnir sín- ar hið fyrsta til Grænmetis- verzlunarinnar. J. fv. Esju hlekkíst á Esju hlekktist á, er hún var að leggja af stað frá Bildudal á miðvikudagsmorgun. Rakst stýri skipsins í marbakkann og skemmdist mjög. Súðin fór vestur til þess að fylgja Esju til Reykjavíkur, en er skipin voru nýlögð af stað frá Bíldudal, spilltist veður, svo að eigi þótti hættandi á ferða- lagið. Fór Esja til Patreksfjarð- ar, en Súðin hélt til Reykjavík- ur með farþegana. Flokksþings- réttindi S. U. F. Vegna línuruglings í tilkynn- ingu frá miðstjórninni í næst- síðasta blaði) skal tekið fram, að réttindi F. U. F. til sóknar á flokksþingið eru þessi, sam- kvæmt 10. gr. flokkslaganna: „Félög ungra Framsóknar- manna eiga rétt til fulltrúa á flokksþingi, eins fyrir hverja Á við&vangi UPPHAFSMAÐURINN. Það er nú upplýst, að Egill Thorarensen hefir fengið hug- mynd sína um stofnun nýs flokks, er berðist fyrir „eigna- rétti og athafnafrelsi“, að láni hjá Jón Pálmasyni. Skýrir Jón frá því í seinasta blaði ísafold- ar, að hann sé upphafsmaður- inn að þessari hugmynd. Jón segir þar, að tillaga Egils sé eiginlega samhljóða grein, sem hann ritaði í ísafold í haust, þar sem hann.hvatti til, að allir, sem væru fylgjandi eignarrétti og athafnafrelsi væru í einum og sama flokki. Það skipti litlu máli, hvort hann héti Sjálfstæðisflokkur eða eitt- hvað annað. Jafnframt því, sem Jón þakk- ar Agli fyrir þessar góðu undir- tektir, lýsir hann ánægju sinni yfir nýja Bóndanum og væntir þess, að „af honum verði nokk- urt gagn“. Annað hljóð var í Jóni, þegar gamli Bóndinn var á ferðinni i haust. Honum var líka ætlað að svara óhróðri reykvísku dagblaðanna um bændur og afurðir þeirra. FRAMSÓKN OG ÍHALD. Sú hugmynd þeirra Jóns Pálmasonar og Egils Thoraren- sen, að menn eigi að vera í ein- um og sama flokki, ef þeir að- hyllast einkaeign og athafna- frelsi, verður því aðeins fram- kvæmd, að öll framsókn og um- bótaviðleitni sé lögð á hilluna. Ef þeir afturhaldssömustu fá ekki að ráða, klofnar fylkingin. Þetta er gömul og ný reynsla í öllum löndum. Þeir, sem að- hyllast einkaeign og athafna- frelsi, eru í öllum lýðræðislönd- um skiptir í tvo eða fleiri flokka. Það er vegna þess, að þessir menn eru misjafnlega fram- sæknir og umbótasinnaðir. Þeir frjálslyndu og framsæknu vilja setja auðsöfnun og yfirgangi auðhringa og auðkónga meiri takmörk til almenningsheilla en hinir afturhaldssömu. Sumir trúa á aukna samvinnu, aðrir telja samkeppnina bezta. Þess- vegna skiptast þeir í flokka. Ef þessi flokkaskipting ætti að hverfa, gæti það því aðeins orðið, að unnið yrði á þeim grundvelli, er afturhaldið sætti sig við. Það er ekki óeðlilegt, þótt Jón Pálmason vilji vinna á slíkum grundvelli. En hvernig það hefir tekizt að fá Egil Thor- arensen á sömu skoðun er ann- að mál. ALLT ER BETRA EN „UNDANHALDIГ. Eftir að sett voru lögin frá 1918, er nokkurn veginn tryggðu íslendingum fullt stjórnfrelsi og athafnafrelsi í þeirra eigin landi, og auk þess áttu að tryggja fullan skilnað við Dani, hófst á íslandi meira umbóta- tímabil en áður þekkist í sögu landsins. Þá var Framsóknar- flokkurinn nýlega stofnaður og litlu síðar íhaldsflokíkurinn. Áttu. þessir flokkar, sem vitað var, oft í hörðum deilum, og ekki sízt um kosningar. Einn glæsilegasti og snjallasti baráttumaður hinna fram- sæknu, fann þá upp hið fræga hnittiyrði um andstæðinga sína í íhaldinu: „allt er betra en íhaldið“. Síðar var íhaldsheitið lagt niður, vegna óvinsælda hjá þjóðinni. — Nú vill enginn leng- ur láta kenna sig við íhaldið. En öðru, sem er enn þá óvin- sælla en íhaldið, skaut upp á s. 1. sumri, en það er „undanhald- ið“. — Nú kveður við um borg og byggð á íslandi: „allt er betra en undanhaldiff“: s. þrjá tugi atkvæðisbærra félags- manna. Þó má fámennara félag senda 1 fulltrúa á flokksþing, ef það fullnægir skilyrðum þeim, er sett eru um flokksfélög í 3. gr.“ (Framh. á 4. síðu) Yfiirfioringi Bandaríkjaflotans Á myndinni sést Ernest J King, yfirforingi alls Bandarikjaflotans, rœða við braziliska flotaforingja, en hann var nýlega í heimsókn þar syðra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.