Tíminn - 12.02.1944, Page 2

Tíminn - 12.02.1944, Page 2
62 TÍMITVN, laHgarclagiim 12. felir. 1944 16. hlað Hímtrtn Laugardttyur 12. febr. Ffogur slórmál íslenzkur landbúnaður á framundan mörg stór verkefni. Fjögur verkefni ber þó einna hæst. Fyrsta verkefnið er skipu- lagning landbúnaðarframleiðsl- unnar. Steingrímur Steinþórs- son búnaðarmálastjóri hreyfði því máli rækilega á seinasta búnaðarþingi. Það kaus sér- staka milliþinganefnd til að at- huga málið. Hlutverk hennar er að kynna sér hvaða framleiðslu- þættir landbúnaðarins eigi að eflast, hverjir kunni þegar að fullnægja þörfunum og hvernig framleiðslunni skuli skipt milli einstakra héraða með tilliti til framleiðsluskilyrða. Er það vit- anlegða stórkostlegt velferðar- mál fyrir landbúnaðinn, að framleiðsía hans beinist jafnan inn á réttar brautir og fram- leiðsluskilyrðin séu réttilega hagnýtt. Annaff verkefniff er að koma rekstri landbúnaðarins í full- komið nýtízkuhorf. Hann verð- ur að byggjast á vel ræktuðu, véltæku landi, ef hann á að þola samkeppnina við aðra atvinnu- vegi. Frumvarp Framsóknar- flokksins um viðauka við jarð- ræktarlögin stefnir að þessu marki. Tilgangur þess er að koma þvi til leiðar, að innan 10 ára verði allur landbúnaður stundaður á ræktuðu, véltæku landi. Til þess að ná slíkum ár- angri, þarf ríkið að auka fram- lög sín til kaupa á afkastamikl- um ræktunarvélum og koma þarf á fót sérlærðum vinnu- flokkum, er vinna að ræktun- inni fyrir bændur. Opinber framlög til slíkrar ræktunar þurfa líka að stóraukast. Þriffja verkefniff er bygging nægilegrar stórrar áburðarverk- smiðju til að fullnægja þörfum landbúnaðarins. Án nægilegs á- burðar kemur ræktun landsins vitanlega ekki að fullum notum. Vilhjálmur Þór atvinnumála- ráðherra hefir tekið þetta mál upp, þar sem frá því var horfið af stjórn Hermanns Jónassonar. Fjórffa verkefniff er raflýsing sveitanna. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að fólk uni í sveitunum við miklu minni þæg- indi en hægt er að verða að- njótandi annars staðar á land- inu. Auk þess myndi rafmagnið á margan hátt létta störfin í sveitunum. Að tilhlutun Fram- sóknarflokksins fjallar nú sér- stök milliþinganefnd um málið. Undirstaða þess, að hægt sé að leysa þessi verkefni landbún- aðarins, er vitanlega að afla fjármagns til þeirra. Hér, eins og endranær, eru peningarnir afl þeirra hluta, sem gera skal. Hvernig er hægt að afla fjár- magnsins? Ekki hafa bændurn- ir það. Þótt þeir hafi safnað lít- ilsháttar ' fé, sumir 'hverjir, þá mun það vart hrökkva til húsa- bóta og annara slíkra endur- bóta, er tafizt hafa vegna stríðs- ins. Ekki er heldur fé í ríkis- sjóði. Samt eru peningarnir til, miklu meiri en nokkuru sinni áður. Vegna óheilbrigðs fjár- máiaskipulags hafa þeir lent í höndum tiltölulega fárra kaup- sýslumanna og stórútgerðar- manna, er eigi munu verja því til landbúnaðarins eða sjávar- útvegsins, heldur til persónu- legrar . eyðslu og ýmsrar vafa- samrar gróðabrallsstarfsemi. Ef landbúnaðurinn á að eiga þá framtið, sem honum ber, verða allir unnendur hans að sameinast um, að hann fái sinn réttláta skerf af því fé, sem er nú í höndum braskaranna, til áðurgreindra umbótamála sinna. Það er um þetta réttlæt- ismál • og viðreisnarmál, sem bændur þurfa að sameinast. Meff því eru bændur ekki að sameinast um neinar óheil- brigffar stéttarkröfur,því aff við- reisn landbúnaffarins er ekki síffur mál þjóffarinnar en þeirra. Þeir, sem prédika fyrir bænd- um. að þeir eigi að sameinast til að lækka skattá á stórgróð- anum, eru raunverulega að prédika það fyrir bændum, að þeir eigi að sameinast gegn um- bótamálum sínum. Þ. Þ. Steingrímiir Steínpórsson: ikáldið á Litln-itrönd Helgafellsútgáfan er í þann veginn að hefja heildarút- gáfu á ritum Þorgils gjallanda, og mun Arnór Sigur- jónsson búa ritsafnið undir prentun. Er gert ráð fyrir að það verði fimm bindi, nálægt tuttugu arkir hvert. Auk áður prentaðra rita skáldsins munu meðal annars verða i því tvœr stórar skáldsögur, „Seingróin sár“ og „Snœfríðarþáttur,“ er hann lét eftir sig i handriti — Fyrsta bindi ritsafnsins á að koma út síðsumars eða á hausti komandi. Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri,. sem lifði œskuár sín undir sama þaki og skáldið og hreifst ungur af þeim menningarstraumum, sem léku um Þing- eyjarsýslu á uppvaxtarárum hans og knúðu Þorgils gjall- anda til bókmenntaafreka, lýsir i grein þessari skáldinu og bóndanum á Litluströnd. I. Síðustu áratugir 19. aldar voru á- taka- og umbrota- tímar í Þingeyjar- sýslu. Fyrsta samvinnu- félag landsins var stofnað 1882 í ein- hverri hörðustu illviðrahrynu, sem yfir landið hefir gengið. Enn hefir þjóð vor ekki nema að nokkru leyti kunnað að meta, hversu mikið hún á að þakka þing- eysku bændunum, sem næstu áratug- ina eftir stofnun Kaupfélags Þing- eyinga stóðu í þrotlausri baráttu við erlent auðvald og kaupmanna- vald, stutt af skammsýnum, aft- urhaldssömum ís- lendingum, er voru ■ þjónar og fylgismenn hinna er-,sem höfðu barizt gegn því, að lendu drottna — hinna erlendu j sveltitilraun Þórðar Guðjónsen selstöðukaupmanna, sem ekk- j gegn félagsmönnum í K. Þ. ert höfðu þekkt áður, annað en heppnaðist og borið sigur úr Þorgils gjallandi (Jón Stefánsson) undirgefni þingeysku verzlunar- blinda hlýðni og bændanna íslenzku. Sá sigur, sem bændurnir unnu í málunum síðustu áratugi hinn- ar 19. aldar, í baráttu við hina dönsku selstöðuverzlun, vannst vegna fórnfýsi og ' samtaka þeirra. Og þótt einstakir for- ustumenn hafi þar brotið ísinn og'staðið í fylkingarbrjósti, þá hefðu þeir orðið að gefast upp fyrir ofureflinu, ef liðsmennirn- ir, sem að baki þeim stóðu, hefðu ekki verið jafn einbeittir og samhuga og raun gaf vitni. En það var á fleiri sviðum mannlegs lífs en verzlunar og viðskipta, sem vorleysing fór um lendur Þingeyjarsýslu síð- ustu áratugi hinnar 19. aldar. Hin unga kynslóð, sem þá br^uzt til valda, heimtaði rót- tækar breytingar á fornum erfðavenjum og kenningum. Bókasöfn og lestrarfélög voru stofnuð. Málfunda- og skemmti- félög risu upp, og þar voru rædd þjóðfélagsleg vandamál og bók- menntaleg viðfangsefni tekin til meðferðar. Unglingaskólar voru stofnaðir í nokkrum sveit- um, sem veittu hinni fróðleiks- þyrstu æsku nokkra þekkingu, þótt þeir stæðu aðeins yfir nokkrar vikur í senn. Ungir menn lærðu erlend tungumál og kynntust erlendum bók- menntum, aðallega frá Norður- löndum. Kreddum og erfikenn- ingum buðu hinir ungu menn birginn. Einkum þótti ungu kynslóðinni þá kirkjan vera íhaldssöm og vanaföst. Prest- arnir urðu í augum þeirra ímynd hræsni, skynhelgi og vanafestu. Þeir heimtuðu, að öll bönd, sem heftu frjálsa hugsun, væru hlífðarlaust slitin. Kjarni þessarar nýju stefnu var fólginn í því að uppræta hið rótlausa og fúna í lífi ein- staklinga og þjóða. Segja sann- leikann hlífðarlaust, hver sem í hlut átti. Það var raunsæis- stefnan í íslenzkum bókmennt- um, sem þessir fulltrúar þing- eyskrar alþýðumenningar komu til liðs við og veittu mikilvægt fylgi. Við, sem vorum að komast til vits og ára upp úr aldamótun- um síðustu, urðum varir við þennan þyt og vorum snortnir af honum. Fi'umherjar K. Þ., býtum í þeirri baráttu, urðu í okkar huga fullkomnar fyrir- myndir og foringjar, sem sjálf- sagt væri að fylgja. Þeir, sem beittu sér fyrir nýjungum á sviði annara félagsmála og menningarmála, áttu óskipt fylgi okkar unglinganna,_ sem þá vorum að alast upp. Og þeir, sem voru frumherjar á vettvangi bókmennta, ruddu nýjungum braut á því sviði, heimtuðu fullt frjálsræði fyrir hugsanir sínar, hvað sem erfðavenjur og kenni- setningar segðu, urðu nokkurs konar dýrlingar í okkar augum. Sá Þingeyingur, sem á síðasta tug 19. aldar og fyrsta tug þeirrar tuttugustu, fór eldi um hug hinnar ungu kynslóðar í Þingeyjarsýslu og miklu víðar um land, með rithöfundarstarfi sínu, var bóndinn Jón Stefáns- son, sem tók sér rithöfundar- nafnið Þorgils gjallandi. II. Árið 1892 kom fyrsta bók Þor- gils gjallanda út. Það voru smá- sögurnar „Ofan úr sveitum". Kverið var ekki stórt og_ lét lít- ið yfir sér. Smásögur þessar vöktu mikla eftirtekt, einkum þegar kunnugt var, að höfund- ur þeirra var smábóndi norður í Mývatnssveit, sem engrar skólamenntunar hafði notið. Þeir, sem ritdæmdu þessa fyrstu bók Þorgils gjallanda, höfðu að vísu margt við hana ^ð athuga — þóttust__ sjá sterk áhrif frá norskum skáldum, töldu málinu all-ábótavant og sögurnar að ýmsu leyti gallaðar. En þær vöktu eftirtekt, einkum sá til- finningahiti og ákafi, sem í ljós kom, — og hversu ófeim- inn höfundur var að segja skoð- anir sínar afdráttarlaust, þótt þær brytu algerlega í bág við ríkjandi skoðanir og venjur. Þá varð þess og strax vart, með hve miklum innileik, hlýju og sam- úð höfundur tók svari þeirra, sem miður voru settir, hvort heldur var efnalega eða af öðr- um ástæðum. Þorgils gjallandi hefir sjálfur lýst því, hvað það var sem kom honum til þess að gerast rit- höfundur. Hann segir svo í árit- unarorðum með „Ofan úr sveit- um“, rituð árið 1910, eða fáum árum áður en hann andaðist: „í huga mínum var uppreisn og ólga gegn ýmsum venjum og kreddum. Ég gat ekki þagað. Þá sköpuðust sögurnar. Ósjálfrátt var söguformið hendi nær en ritgerðarsniðið. Dæmin voru nóg til að benda huganum í áttina; þó tók ég ekki neinn einstakan mann til framleiðslu". Það, sem knúði Þorgils gjall- anda til ritstarfa, var sann- leiksást hans annars vegar, en stolt hans og sjálfstæði hins vegar. Hann varð að segja sam- tíð sinni hug sinn — benda á þaö, sem honum þótti varhuga- verðast og hættulegast í menn- ingu og venjum samtíðarinnar. Eftir útkomu „Ofan úr sveit- um“ komu margar smásögur eftir Þorgils gjallanda í ýmsum tímaritum. Sumpart voru það dýrasögur, sem strax vöktu mikla . eftirtekt, en sumpart smásögur um önnur efni. Þá birtust og allmargar greinar eftir hann í blöðum þessi árin. Það var því ekki svo lítið, sem birt var eftir Þorgils á áratugn- um 1892—1902, þegar þess er gætt, að hann var einyrkja- bóndi, sem aðeins hafði kvöld- vökur og nætur til ritstarfa. Árið 1902 kom út á Akureyri skáldsagan „Upp við fossa“. Það er án efa mesti viðburður á rithöfundarferli Þorgils gjall- anda, og jafnframt mjög merk- ur atburður í bókmenntasögu íslands. Þessi saga er mesta skáldverk höfundarins. Almennt er viðurkennt, að „Upp við fossa“ sé fyrsta sveitalífssagan, er út kom hér á landi, sem jafn- ist á við sögur Jóns Thoro^d- sen — og standi þeim fyllilega jafnfætis. Þó getur ekki ólíkari rithöfunda. Hin mikla alvara og ástríðuþungi, sem einkennir Þorgils gjallanda, og þó einkum þetta aðalskáldrit hans, er í al- gerri andstöðu við hinn létta blæ og „húmor“, sem er yfir sögum Jóns Thoroddsen. Eng- um getur því í hug dottið, að Þorgils hafi tekið sér hann til fyrirmyndar, þótt hann hins vegar teldi Jón Thoroddsen eitt af höfuðskáldum vorum. „Upp við fossa“ er brautryðjandaverk í íslenzkri skáldsagnagerð. „Upp við fossa“ vakti geysi- lega eftirtekt, en dómar um söguna voru mjög misjafnir. Sumir merkisklerkar landsins prédikuðu gegn henni í kirkjun- um, vegna þess hve ósiðsöm og spillandi sagan væri. Gamlar æruverðar hefðarmaddömur krossuðu sig og blöskruðust yfir þeim óþverra, sem kæmi úr penna höfundar. Dæmi munu vera til þess, að póstafgreiðslu- menn hafi eyðilagt póstpakka með bókinni, til þess að forða á þann hátt fólki frá því að hnýs- ast í þessa hættulegu, „sið- spilltu" bók. Þessar viðtökur eru næg rök fyrir því, að hér var merkilegt skáldrit á ferðinni. Rit, sem risti svo djúpt í kaun samtíðarinnar, að hrikti í ýms- um kreddum og vanaböndum þjóðfélagsins, gat ekki verið neitt miðlungsverk. Hin aldraöa kynslóð um síðustu aldamót hneykslaðist miklu meir á þess- ari sögu Þorgils gjallanda, en núlifandi kynslóð á ýmsu í rit- um Halldórs Kiljans Laxness. Sér í lagi voru það prestarnir, sem þóttust eiga um sárt að binda, því að oftast voru þeir í sögum Þorgils ímynd hræsni og skynhelgi. En Þorgils eignaðist strax sína aðdáendur. Ýmsir hinna yngri manna skipuðu sér um hann, hófu sögur hans til skýja, ef til vill um skör fram. Allir, sem ritdæmdu „Upp við fossa“, viðurkenndu, að hún væri merkilegt skáldverk, og um geysimiklar framfarir væri að ræða, um meðferð efnis og máls, frá því að „Ofan úr sveitum“ kom út. Ég ætla mér ekki þá dul að ritdæma „Upp við fossa“ hér. Tel mig ekki heldur til þess færan. En ég er þess fullviss, að hún verður ávallt talin eitt af höfuðskáldverkum íslenzkra bókmennta og að íslenzk bók- menntasaga verður aldrei skrif- uð svo, að þeirrar bókar verði ekki gétið og þess storms, sem hún vakti í lognmollu þeirri, Bókabálknr „TRAUSTIR SKULU HORN- STEINAR HÁRRA SALA“ Eins og í heimsstyrjöldinni fyrri er nú mjög um það talað, að upp af rústum ófriðarins skuli rísa nýr heimur, þar_ sem öllum mönnum og þjóðum verði búið réttlátt frelsi og raunveru- legt öryggi við friðsamleg störf. Sir William Beveridge Hafa fleiri bækur heldur en tölu verður á komið verið rit- aðar um þetta hin síðustu miss- eri, og er þar á ýmsa vegu fjallað um megindrætti hinnar miklu nýskipunar, er menn ráð- gera, eða einstaka þætti þess vandamáls, sem sambúð mann- anna á þessari jarðkringlu okk- ar er. Skoðanir manna, tillögur og sjónarmið eru raunar all- sundurleit, og lætur það að lík- um. En bak við þessi rit öll stendur sá vilji að láta blóð- akurinn bera þann ávöxt, að fórnirnar hafi ekki verið einskis færðar. Um tvö mikilvæg atriði ber mjög að sama brunni hjá flest- um, sem til þessara mála hafa lagt: í fyrsta lagi: þjóðir heims hafa í þessu stríði, þegar líf þeirra pg hugsjónir eru í veði, fært þær fórnir og áorkað þeirri einbeitingu, sem á friðartimum myndu margfaldlega endast til þess að skapa almennari og traustari hagsæld en nokkurt þjóðfélag hefir enn haft af að segja. í öðru lagi: ef hinar sam- einuðu þjóðir bera sigur úr býtum — og þess viröist ekki langt að bíða — þá er það grundvallarskilyrði þess, að friðurinn verði farsæll og eigi aðeins nýtt vopnahlé, að þær standi að öllu leyti við yfirlýs- ingar um frelsi, jafnrétti og heiðarleik í samskiptum. Tvær bækur, sem um þessi mál fjalla, hafa þegar verið þýddar á íslenzku, önnur ensk en hin amerísk, báðar mjög merkar, hvor á sinn hátt. Eru það „Traustir hornsteinar“, rit enska prófessorsins Sir Willi- ams Beveridges, þýtt af Bene- dikt Tómassyni skólastjóra, nýkomið út á vegum Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu, og „Nýr heimur“ eftir Wendell L. Willkie, er Guðjón Ó. Guð- jónsson gaf út í lok síðasta árs. * „Traustir hornsteinar" er safn greina og erinda um fé- lagsleg öryggismál. Skipaoi enska stjórnin hann sem kunn- ugt er til þess að gera áætl- anir og tillögur um framtíðar- skipan slíkra mála í Bretlandi. Sir William Beveridge segir, að hornsteinar félagslegs öryggis séu atvinna, heilbrigði, sæmi- leg híbýli og þekking. Hann tel- ur, að sérhver maður eigi ský- lausan rétt til einfaldra lífs- gæða, og þjóðfélaginu beri skylda til þess að sjá'um, að all- ir fái notið þeirra. Enginn megi safna auði fyrr en þeirri þjóð- félagsskyldu hafi verið fullnægt. Úrræði Beveridge eru mjög víð- tækar almannatryggingar, þar sem allir sitji við sama bovö, bæði ríkir og fátækir, þótt hann að hinu leytinu ‘telji til dæmis atvinnuleysistryggingu lítilfj ör- legar sárabætur fyrir atvinnu- missi og leggi á það mikla á- herzlu, að vinnuaflið verði hag- nýtt og atvinnuleysinu útrýmt. — Annars er rit þetta þess eðlis og efni þess svo samanþjappað, að ekki. verður gerð grein fyrir því í fám orðum. Fólk verður að lesa það. * Bók Willkies er tvíþætt — annars vegar ferðasaga hans til Afríku, Miðjarðarhafslanda, Rússlands, Kína og Síberíu, hins vegar ályktanir hans og tillögur um nýjan, samvirkan heim, sem hann sér í deiglunni. Skírskotar hann þar í senn til mannkynssögunnar og víðtækr- ar þekkingar sinnar á heimsmál ; unum. Varar hann mjög við hvers konar undanbrögðum um röggsamlega og afdráttarlausa framkvæmd þeirra hugsjóna, er liggja til grundvallar bar- áttu hinna sameinuðu þjóða. Þar verði eitt yfir alla að ganga, hvíta menn og svarta, kristna menn og heiðingja. Samgöngu- og viðskiptatækni sé nú komin á það stig, að jörð okkar sé einn V/endell L. Willkie heimur — ein órjúfanleg heild, sem hljóti öll að sæta sama rétti og sömu skyldum. Meðal Araba, Kínverja og þjóða í Mið- Asíu, er staðið hafa í stað um þúsundir ára, segir hann sé að hefjast ein stórkostlegasta við- reisnar- og vakningaröld í sögu mannkynsins, og það væri eitt hið mesta glapræði, ef vest- rænar þjóðir hyggðust að standa gegn þessari þróun af ótta við vöxt þeirra og viðgang. * Af sæg annarra bóka um þessi mál skal aðeins tveggja getið lauslega. Heitir önnur þeirra „The World of Four Freedoms“ (Heimur hins fjórþætta frelsis) erindi, er Sumner Welles, sem var aðstoðarutanríkismálaráðh. Bandaríkjanna, hefir flutt. Gerir hann þar grein fyrir styrjaldarmarkmiðum Banda- ríkjamanna og úrræðunum, sem beita skuli til þess að ná þeim. Hin er eftir þekktan kristni- boða í Arabíu og heitir „Meet the Arab“. Talar hann þar máli arabísku þjóðanna, sem nú eru að vakna til vitundar um rétt sinn og mátt eftir aldalanga kyrrstöðu. Hefir höfundur þess- arar bókar dvalið fjörutíu ár í Arabíu og er gagnkunnugur öll- um málum austur þar. er hér á landi var ríkjandi í bókmenntalegu tilliti um alda- mótin síðustu. Árið 1910 kom þriðja aðalverk Þorgils gjallanda út. Það voru „Dýrasögur" hans. Var þar sum- part safnað saman eldri sögum, sem birzt höfðu áður, en að nokkru birti Þorgils þar nýjar dýrasögur. Viðtökur voru hinar beztu. Voru dómar manna mjög á einn veg um það, Æð þetta væri ágæt bók. Síðasta sagan í dýrasögunum var „Heimþrá", perlan í bókinni, og án efa ein- hver áhrifamesta og listræn- asta smásaga, sem samin hefir verið á íslenzka tungu. Þegar Þorgils gjallanda er minnzt sem rithöfundar, verður ekki fram hjá því gengið að nefna þá hlið bókmenntastarf- semi hans, er snerti sveitina hans. Handskrifuð sveitablöð höfðu um alllangt skeið verið gefin út í Mývatnssveit. Ritaði Þorgils löngum mikið í þau. Þá flutti og Þorgils mjög oft ræð- ur á skemmtisamkomum. Skrif- aði hann slíkar ræður alltaf og flutti þær þannig. Loks flutti hann oft eftirmæli við jarðar- farir. Fátt af þessu hefir birzt á prenti, enda margt ritað um dægurmál þess tíma. En þó fæst ekki heilsteypt mynd af Þorgils gjallanda sem rithöf- undi, nema rannsökuð sé þessi hlið á ritstörfum hans — og þarf að birta úrval þess á prenti. Allt ber það merki hins sérstæða persónulega ritháttar hans, og (Framh. á 3. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.