Tíminn - 12.02.1944, Side 3

Tíminn - 12.02.1944, Side 3
16. blað TÍMKVIV, laMgardagimi 12. febr. 1944 63 Svor víð fyrirspurnum til sauðfjársjákdómanefndar Dóttir vitavardarins FRAMHALD Gufuskipin voru þá mjög í bernzku fram um miðja nítjándu öld. Þótt slík skip þættu þá hin mestu furðusmíð, myndu þau nú vart haffær talin. Slíkar hafa framfarirnar orðið í skipa- smíðum. Glæsilegasta skipið, er sást við Englandsstrendur á þessum ár- um, hét ,„Forfarshire,“ stórt og vandað gufuskip á þeirrar tíðar vísu. Hafði það siglt milli Dundee og Hull nær fjögur ár og allt gengið slysalaust. Ýmsir þeir, sem íhaldssamir voru og vantrú- aðir á stórbreytingar og framfarir, höfðu þó óspart spáð því hrak- spám í upphafi. En nú voru þær raddir teknar að hljóðna. En þótt gufuskipin yrðu fararkostir framtíðarinnar, hvort sem kyrrstöðu- og bölsýnismönnum líkaði betur eða ver, þá var þó rétt, að gufuskip á borð við „Forfarshire“ gátu verið hinir verstu manndrápsbollar. Það sannaðist líka átakanlega. Skipstjórinn á „Forfarshire“ hét Jón Humble. Hann var ötull maður og djarfur og trúði bókstaflega á skip sitt. 6. september- mánaðar 1838 lét hann létta akkerum á höfninni í Hull og hélt af stað norður með landi, líkt og svo oft áður. Veður var allgott, íarþegar margir og verðmætur farmur á skipinu. Engan grunaði neitt illt. Eftir skamma stund varð þess þó vart, að gufuketillinn var ekki í fullkomnu lagi, en þar eð aðeins virtist vera um mjög lítilfjör- lega bilun að ræða, var því enginn sérstakur gaumur gefinn. Klukkan fjögur morguninn eftir var skipstjóranum tilkynnt, að bilunin hefði ágerzt, en hann skeytti því engu. Það hafði ekkert dregið úr hraða skipsins, og þó eitthvað kynni að vera athuga- vert við gufuketilinn var nógur tími til þess að gera við hann, er til hafnar kom, ef þess gerðist þá þörf. Stýrimaðurinn hafði stungið upp á því, að leitað væri hafnar við Flamborough-höfða, en skipstjóri skipaði svo fyrir, að haldið skyldi hiklaust áfram til Dundee. En nú tók veður mjög að spillast, og loks skall á ofsaveður. Samt sat skipstjórinn við sinn keip. Hann var staðráðinn að komast til Dundee eins og ráð hafði verið fyrir gert. Enginn skyldi segja, að hann kæmist ekki leiðar sinnar á skipi sínu á tilsettum tíma. Nú tók gufuketillinn að leka, og lét þá skipstjóri grípa til dæl- anna og skipaði jafnframt svo fyrir, að dregið skyldi úr kynd- ingunni í þeirri von, að tæki fyrir lekann. Storminn lægði ekki, heldur herti enn, ef nokkuð var. Tók skipið að bera af leið, og varð þá aftur að auka eldana. Við það jókst lekinn á ný, og höfðu skipverjar nú vart undan að dæla burt sjóðandi vatninu, er flæddi um kjölsogið. í þokkabót gátu kyndararnir ekki lengur hamizt við störf sín. Var ekki annars úrkosta en hleypa gufu af kötlunum. Vindurinn snerist nú til norðausturs, og skipið tók aftur að bera af leið. Fjallháar öldur riðu yfir það og hröktu það og skóku. Þessu fór fram í nokkrar klukkustundir. Skipverjar reyndu af fremsta mætti að halda í horfinu, unz vélar skipsins gáfust loks alveg upp laust eftir miðnætti aðfaranótt 7. sept. Þá fyrst lét skipstjórinn sannfærast um það, að ógerlegt myndi að kom- ast til Dundee, eins og sakir stóðu. Hann sá nú fram á, að skipið myndi bera til strandar, ef ekk- ert væri aðgert. Hann skipaði því svo fyrir, að segl skyldu undin upp, ef vera mætti, að þeir gætu þannig bjargað sér til hafs. En stormurinn var ægilegur og torvelt að haga seglum. Þegar þeir höfðu um síðir komið seglum upp, lét skipið ekki að stjórn. Rak þá nú hjálparvana suður á bóginn. Síðasta úrræðið var það freista þess að komast í hlé við Farneyjar. Jón Humble sá vita- skuld manna bezt, hve mjög það gat brugðizt til beggja vona, en hann átti ekki um neinn skárri kost að velja. Er hér var komið sögu, skall yfir úrhellisrigning. Náttmyrkrið var eins og það getur svartast orðið um óveðursnótt að haust- lagi. Siglingaleið við eyjarnar vaf mjög óhrein og vandrötuð, og í slíku veðri var það aðeins sérstök mildi, ef komist varð klakk- laust inn úr skerjagarðinum. Ritstjóri Tímans hefir gefið ] mér kost á að lesa próförk að grein Jóns H. Bjarnasonar, Skarði í Strandasýslu. í grein þessari er nokkrum fyrirspurn- um beint til Sauðfjársjúkdóma- nefndar og óskað eftir svári um leið og greinin verður birt. Ég vil fyrir hönd Sauðfjársjúk- dómanefndar gera tilraun til að svara nefndum fyrirspurnum, þó tími til þess sé naumur. 1. Vestfjarðagirðingin. Fram til vors 1941 var einföld 5-þætt girðing milli Þorska- fjarðar og Steingrímsfjarðar. Þá um sumarið var sett girðing úr Berufirði um 8 km/ upp á heiðina og tengd þar við Þorska- fjarðargirðinguna. Hefir því girðingin raunverulega verið tvöföld á þeim kafla síðan. Auk þess var það sama sumar bætt þrem gaddavírsstrengjum í girð- inguna frá áðurnefndum sam- skeytum á heiðinni og norður í Steingrímsfjörð. Var talið af kunnugum að með þessari end- urbót og sömu vörzlu og áður væri varnarlínan allvel tryggð. Nú þótti þetta þó ekki nægi- lega öruggt til lengdar, einkum þar sem vitað var, að mæðiveik- in var að færast nær línunni. Því ákvað sauðfjársjúkdóma- nefnd á s. 1. vetri að tvöfalda alla girðinguna frá Berufirði í Steingrímsfjörð. í tilefni af því var snemma í sumar sent girð- ingarefni til Hólmavíkur og Króksf j arðarness. Eins og kunnugt er voru mikil snjóþyngsli á Vestfjörðum s. 1. vetur og vorið svo kalt, að snjó- fannir lágu á heiðum og jafnvel niðri í byggð langt fram á sum- ar. Varð að kosta miklu til að moka girðingar upp úr snjó þar og víða um land. Snjóþyngslin og afleitt tíðarfar varð orsök sök þess, að mjög seinkaði ýms- um framkvæmdum, ekki sízt girðingalagningum á heiðum. Þó tókst fyrir mikinn dugnað og fyrirhyggju fulltrúa okkar og verkstjóra við Steingríms- fjarðargirðinguna að fullgera þann hluta, þó ekki fyr en kom- ið var langt fram á sumar. Full- trúi okkar við Berufjarðargirð- inguna mun hafa gert það, sem hann gat, og hafði lengi von um að takast mætti að ljúka verk- inu einhverntíma í sumar eða haust, en að lokum tilkynnti hann að búið væri að tvöfalda 8 km., en meira væri ekki hægt að gera í sumar fyrir mannleysi og ótíð. Kom þá til orða að reyna að útvega vinnuflokk hér syðra, en frá því var horfið, enda vafa- samt, að það hefði tekizt, og tíminn þá orðinn of naumur. Segja má að illa tækist til með þetta, en hins vegar dylst ' engum, sem með sanngirni vill líta á málið, að við mikla erfið- leika var að etja. Bót er það í máli, að girðingin var þó tvöfölduð á þeim kafla, sem fé leitar mest á. Strax og unnt verður í vor verður girðingin fullgerð. 2. Gæzlan í sumar. í umræddu tilfelli er, eins og annars staðar þar sem varnir eru hafðar með girðingum, full- trúa sauðfjársjúkdómanefndar falið að ráða varðmenn. Vörzlu með girðingunni að sunnan- verðu hefir haft um mörg und- anfarin ár sami maður. Er hann af kunnugum talinn duglegur og trúverðugur varðmaður. Hafi hapn stundað bifreiðaakstur um tíma í sumar tel ég víst að fulltrúinn hafi sett hæfan mann í hans stað, til að sinna vörzl- unni, enda hefir engin umkvört- un komið fram um það að varzlan væri ekki í lagi, frá neinum, er nærri línunni búa. 3. Greinarhöfundur segir að það sé kunnugt að tvær kindur hafi farið yfir línuna í sumar. Þetta er ekki hægt að taka trúanlegt, þar sem fulltrúi, Magnús Stein- grímsson, fullyrðir að ekki sé vitað um að nein kind hafi far- ið yfir línuna. Ekki er ósennilegt að þessi sögn hafi spunnizt út af því, að norðan girðingar kom fyrir dilkær, er var með marki frá Ósi í Hrófbergshreppi. Sið- ar sa.nnaðist að ærin var úr Nauteyrarhreppi. 4. - Getgáta greinarhöfundar um að dilkærin hafi komizt fyrir enda girðingarinnar fellur nið- ur, þar eð engin kind fór yfir línuna. En um fráganginn við sjóinn Steingrímsfjarðarmegin má segja það, að hann mun vera eins traustur og möguleik- ar eru á, enda er staðurinn tal- inn hentugur, og sérstaklega valinn með tilliti til öryggis. Að vísu geta stórsjóar og fannkyngi gert allt ótryggt í bili, og þarf að hafa vakandi auga á svona stöðum. Til slíks eru valdir beztu menn. Það er sízt við það að athuga, þó menn komi fram með bend- ingar og fyrirspurnir viðvíkj- andi þessum málum. En ég hygg að engum sé ljósara en sauð- fjársjúkdómanefnd, hversu á- ríðandi er að verja Vestfirði, enda hafi hún á því fullan hug. Þetta svar verður að nægja við fyrirspurnum Jóns H. Bjarnasonar, þó fleira mætti fram taka. F. h. sauðfjársjúkdómanefndar Sæm. Friðriksson. búskaparár sín, en síðar bjarg- álna. Skulduðu aldrei og komust vel af.^ Einyrkjabóndi var Jón ! því nær allan sinn búskapar- tíma; aðeins síðustu árin, þeg- ar kraftarnir tóku að þverra, varð hann að hafa ársmann. Jón andaðist 21. júní 1915. Jón varð hreppstjóri í Mý- vatnssveit 1889 og gegndi því embætti til dauðadags. Sýnir það greinilega, hvert álit hann hefir þá verið búinn að vinna sér í sveit sinni og héraði, að hann, fátækur einyrkj abóndi, sem verið hafði á hrakningi úr einum stað á annan, skyldi verða valinn æðsti valdsmaður sveitarinnar, því að venjan mun þá hafa verið sú, að oftast voru valdir gildir og grónir sjálfs- eignarbændur til þess starfa. Jón gegndi þessu starfi með mikilli alúð og samvizkusemi, og var hann þó mjög frábitinn því að hnýsast í einkamál manna eða hafa á sér nokkurt valdsmannssnið. Jón Stefánsson var röskur meðalmaður á hæð, vel limaður, jarpur á hár og skegg, en grán- aði snemma. Höfuðlagið var mjög fallegt. Hann var fríður maður sýnum, gráeygur og skutu augun neistum, þegar honum hitnaði í skapi. En venjulega voru þau hýr og mild. Hann var mjög svipmikill, svo að honum var veitt eftirtekt, hvar sem hann fór. Mynd sú, sem til er af Jóni Stefánssyni og birt er hér með grein þessari, gefur alls ekki rétta hugmynd um yfirbragð hans. Það vantar líf og fjör í svip hans og þá I skerpu, sem einkenndi allt yfir- bragð hans. Hversdagslega var Jón gæfur maður í skapi. En 'geðríkur var hann mjög. Hann segist sjálfur hafa verið blóð- heitur. Hann var nokkuð gefinn fyrir vín, en fór ávallt vel með það. Við fyrstu sýn virtist Jón oft stuttur í spuna og stríðlund- aður, einkum er áttu í hlut ó- kunnugir, sem eitthvað létu yfir sér. Gátu svör hans og athuga- semdir þá orðið eldsnögg og hárbeitt, því að hann var stór- lyndur og þoldi ekki að sér væri troðið um tær. Jón hafði tamið mikið og strítt skap svo, að af bar. Við alla, er minna máttu sín, var hann hlýr og góður. Undir hálfgerðum kuldahjúp, sem hann stundum varpaði yfir sig, var tilfinningaríkt góð- menni, sem ekki mátti aumt sjá, án þess að vilja úr því bæta. Eins og ævikjörum Jóns hefir verið lýst, er ljóst, að ekki hafa verið miklir möguleikar til þess að afla sér menntunar. Hann gekk aldrei í neinn skóla — var eitt ár utan sveitar sinnar. Þó varð hann einn bezt mennti maður sinnar samtíðar. Hann skrifaði prýðilega rithönd og var ágætlega að sér í sögu lands- ins og bókmenntum og varð fróður um bókmenntir Norður- landa og fleiri þjóða. Einkum varð hann fyrir áhrifum frá norskum rithöfundum eins og fyrstu sögur hans bera vitni um. Ég hygg, að hann hafi haft mest dálæti á Jónasi Lie af hinum glæsilegu norsku skáld- um, sem uppi voru um aldamót- in. Vitnaði hann oft í rit Jón- asar Lie. (Framh. á 4. slðu) Skáldið á Lillu-Strönd (Framh. af 2. síðu) þar er að finna gullkorn, sem hafa varanlegt bókmenntalegt gildi á öllum tímum. Mikið af ritverkum Þorgils gjallanda er óprentað enn, og þau, sem gefin hafa verið út, eru löngu uppseld. Hann er því sem rithöfundur lokuð bók fyrir nútímafólki. Það er illa farið og ekki vanzalaust. Það þarf að gefa út myndarlega útgáfu af ritverkum hans, og jafnframt skrifa ýtarlega um hann sem rithöfund. Von er til, að þessu' verði hrundiö í framkvæmd nú fljótlega, og er það vel farið, því að hann hefir helzt til lengi legið óbættur hjá garði. | Þessi fáu orð, sem ég hér hefi ( ritað um ritstörf Þorgils, eiga, alls ekki að skoðast sem nein bókmenntaleg gagnrýni, enda ] munu aðrir mér færari inna jaað af hendi. En ég vildi minna hina ] ungu kynslsóð á þenna merki- lega fulltrúa íslenzkrar alþýðu- [ menningar. Ég vil benda hinni, uppvaxandi kynslóð á það, að henni er vissulega hollt að ( kynnast skoðunum Þorgils gjallanda og ritverkum hans. | En hún þarf einnig að þekkja manninn sjálfan — aðstöðu hans í þjóðfélaginu, hvernig þjóðfélagsborgari hann var og hvort hann, sem dæmdi hræsni og skynhelgi harðar en nokkra aðra bresti, var sjálfur laus við slíkt. Þess vegna vil ég að lok- um fara nokkrum orðum um bóndann á Litlu-Strönd, Jón Stefánsson. III. Jón Stefánsson fæddist á Skútustöðum í Mývatnssveit 2. júni 1851. Foreldrar hans voru Stefán Helgason frá Skútustöð- um og Guðrún, laundóttir séra Jóns Þorsteinssonar í Reykja- hlíð. Jón er því runninn af tveimur merkustu ættum í Mý- vatnssveit, Skútustaðaætt og Reykjahlíðarætt. Jón missti foreldra sína ungur. Þegar hann var sextán ára að aldri, varð hann að vinna fyrir sér sjálfur. Var hann eignalaus með öllu. Réðist hann þá í vinnumennsku, sem ekki var glæsilegt ungum, námfúsum mönnum með útþrá, í þá daga. Þegar Jón var 26 ára kvæntist hann frænku sinni, Jakobínu Pétursdóttur Jónsson- ar Þorsteinssonar frá Reykja- hlíð. Var hún ein af hinum nafnkunnu og stórmyndarlegu Reykjahlíðarsystkinum. Ekki var annars úrkosta fyrir hin ungu, fátæku hjón en að hefja einyrkjabúskap. Voru þau fyrst á ýmsum stöðum í margbýli. En árið 1889 fluttu þau að Litlu- strönd og bjuggu þar síðan. Þau hjón voru mjög fátæk fyrstu Samband ísl. smnvinnufélaga. Samvinnan er málgagn samvinnuhreyfingar- innar. Kaupið hana og lesið. Hún fiytur ávalt fróðleik um sámvinnumál. 1 «f örðin Hörgsholt | | í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu, fæst til kaups og :í: | ábúðar í næstu fardögum, ef um semst. Bústofn getur :j: 1 fylgt' ;i; « Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar | Eið Signrðsson. $ Jörð til sölu* Hof á Skagaströnd er til sölu og laust til ábúðar frá næstu fardögum 1944. Jörðinni fylgja góð íbúðarhús (tvíbýli. Beningshús yfir 5 kýr, 20 hross og 200 fjár. Tún og mikiö af landi jarðarinnar er girt. Tún véltækt, gefur af sér ca. 500 hesta. * Mjög góð skilyrði til rafvirkjunar. Silungsveiði. — Æðarvarp í byrjun. Semja ber við undii’ritaða eigendur jarðarinnar. Áskilinn réttur að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öll- um. Pctur og Páll Jóiissynir. O I* A 1 R œstíduft — NotiS O P A E rasstiduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mestá lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir uia þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundlr búsáhalda og eld- húsáhalda. J í bókinni þEIR GERÐU GARÐINN FRÆGAN eftir DAEE CAKAEOIE eru ævisöguþættir sextíu og níu karla og kvenna, sem vissulega hafa gert garð sinn frægan. DAEE CARAEGIE er þegar orðinn að góðu kunnur hér á landi fyrir bókina VINSÆLDIR OG ÁHRIF, sern kom i fyrra. PEIR GERÐU GAKDIAA FRÆGAA er fróðleg bók, og auk þess einhver skemmtilegasta bók, sem völ er á. __ Ræði bindin kosta aSeins kr. 24,60. Kaupið liana áður en upplagið þrýtur. ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ < i i i i i i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.