Tíminn - 15.02.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.02.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMT. OG AUGLÝSINGASKF.ir.r _OFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simi 2323. 28. árg. Reykjavík, þrfðjudagiim 15. febr. 1944 17. blatf Erlent yfirlil: Kommánísm- ínn og Rússar Hjá þeim, sem ræða um al- þjóðamálin í framtíðinni, taer þá spurning einna hæst, hver af- staða Rússa muni verða. Um það er bollalagt fram og aftur, hvort Rússar muni taka upp friðsamlega og vingjarnlega sambúð við aðrar þjóðir á grundvelli venjulegrar milli- ríkjasamvinnu eða hvort þeir muni halda áfram fyrra hætti að leggja fram fé og aðra að- stoð til kommúnistisks áróðurs í öðrum löndum og skapa þann- ig margvíslega örðugleika fyrir viðunanlega sambúð þjóðanna eftir stríðið. Þeir, sem um þessi mál ræða, virðast enn ekki hafa áttað sig til fulls á því, hvort sú ákvörð- un Rússa að leggja niður al- þjóðasamband kommúnista sé á fullum heilindum byggð. Ýms- ir telja, að það hafi aðeins ver- ið pólitískt herbragð til að þókn- ast Bandamönnum, þar sem Rússar hafa margt undir þá að sækja um þessar mundir. Þá kemur mönnum heldur ekki saman um, hvort utanrík- ismálastefna Rússa í framtíð- inni muni meira miðast við rúss- neska stórveldishagsmuni eða úbreiðsla kommúnismans. Ef Rússar hugsa aðallega um efl- ingu sína sem stórveldis, mætti vel álykta, að þeir reyndu að afla sér fylgis og vinsælda annara þjóða eftir venjulegum diplo- matiskum leiðum, en gerðu minna að kommúnistiskum á- róðri, er alltaf myndi skapa verulega andúð gegn þeim. Ýms- ir telja, að Stalin beri meira fyrir brjósti stórveldisaðstöðu Rússa en kommúnismann og þess vegna megi vænta þess, að Rússar muni í náinni framtíð, leggja meiri áherzlu á vinsam- lega stjórnmálasamvinnu við aðrar þjóðir en aðstoð við kommúnistaflokkana. Hins veg- ar sé það engan veginn ólíklegt, að Rússar haldi áfram dulbún- um stuðningi við kommúnista- flokkana utan Rússlands í stað þess að hafa við þá beint sam- band eins og áður. Þessu til sönnunar er það nefnt, að það þjóni beinlínis stórveldishags- munum Rússa að efla slíka flokka, þótt Rússar hafi engan raunverulegan áhuga fyrir út- (Framh. á 4. síðu) Sefintssftu fróftftfir Aðstaða Finnlands í styrjöld- inni er nú komin mjög á dag- skrá, þar sem líklegt þykir að Rússar nái baltisku löndunum fljótlega. Cordell Hull hefir hvað eftir annað aðvarað Finna um að leita friðarsamninga. Mörg sænsk blöð taka í sama streng. Þrír áhrifamiklir Finnar eru nýkomnir til Stokkhólms, þeir Erkko fyrv. utanríkisráðherra, Ehrenroth innanríkisráðherra og Paasikivi. Þykir líklegt, að þeir séu í mikilsverðum erinda- gerðum. Erkko hefir flutt í Stokkhólmi útvarpsræðu til Bandaríkjanna og sagði þar, að Finnar vildu frið, en þó ekki svo dýrkeyptan, að þeir misstu frelsi sitt. Eftirtekt vekur, að sænski sendiherrann í Moskvu hefir verið kvaddur heim. Ri'issar hafa tekið Luga, sem var eitt öflugasta vígi Þjóðverja á Leningradvígstöðvunum. Þeir hafa og unnið á í Póllandi. í styrjöldinni á Ítalíu helzt enn sama þófið, bæði á Cass- ino- og Anziovígstöðvunrum. Bandamenn telja öruggt, að Þjóðverjar muni ekki hrekja þá af Anziosvæðinu, en ýmsir óttuðust það um skeið. Krýsuvíkur- vegurinn Þmgsályktunartiliaga í sameinuðu pingi Sex þingmenn, Sveinbjörn Högnason, Emil Jónsson, Helgi Jónasson, Jörundur Brynjólfs- son, Brynjólfur Bjarnason og Stefán Jóhann Stefánsson hafa lagt fram í sameinuðu þingi til- lögu um heimild handa ríkis- stjórninni til að veita fé til lagn- ingar Suðurlandsbrautar um Krýsuvík. Tveimur þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, sem þetta mál ætti að vera einna skyldast, Gísla Sveinssyni og Eiríki Ein- arssyni, var boðið að vera með- flytjendur tillögunnar, en þeir höfnuðu því. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að veita ríki$stjórninni heimild til að greiða á þessu ári allt að 2 millj. króna úr ríkissjóði til viðbótar peirri upphæð, sem veitt er í fjárlögum 1944 til lagningar Suðurlandsbrautar um Krýsu- vík. Enn fremur skorar Alþingi á ríkisstjórnina að hraða fram- kvæmd þessa verks eftir þvi, sem frekast er unnt.“ í greinargerðinni segir m. a.: Undanfarandi mánaðartíma hafa verið óvenjumiklir flutn- inga- og samgönguerfiðleikar milli Reykjavíkur og sveitanna austan fjalls. Snjóalög hafa ver- ið svo mikil á Hellisheiði og Mos- fellsheiði, að marga daga hefir verið ógerningur að halda leið- um þar opnum, og þá daga, sem brotizt hefir verið á þeim, hefir það kostað mikiö erfiði og stór- fé, bæði í vinnu og skemmdum á samgöngutækjum. Eins og kunnugt er, er hér um að ræða fjölförnustu og mik- ilvægustu samgönguleið landins. Annars vegar eru mestu land- búnaðarhéruðin, sem byggja orðið framleiðslu sína að lang- mestu leyti á þvi að framleiða mjólk og mjólkurafurðir til dag- legrar sölu, og hins vegar kaup- staðir, þar sem meir en y3 hluti þjóðarinnar er búsettur og verð- ur að fá mikilvægustu lífsnauð- synjar sínar daglega frá landbúnaðarhéruðunum austan heiðarinnar, auk annarra marg- háttaðra viðskipta. Reykjavík ein þarf orðið um 28 þús. lítra mjólkur daglega auk annarra mjólkurafurða, og af því magni verður að flytja 16—20 þús. lítra austan að, þótt allt sé tekið, sem hægt er, af því, sem framleitt er vestan heiðar og í Borgarfirði. Mun Mjólkurbú Flóamanna eitt (Framh. á 4. síðu) Styrkir ftil ftón- lisftarmanna Nefnd sú, sem kjörin var af Félagi íslenzkra tónlistarmanna til þess að úthluta fjárveitingu til íslenzkra tónlistarmanna fyrir 1944, hefir nú lokið því verki. — í nefndinni eiga sæti: Emil Thoroddsen, Páll ísólfsson og Þórarinn Guðmundsson. * Skipti hún fénu sem hér segir: 3000 krónur: Jón Leifs. 2400 krónur: Karl Ó. Runólfsson. 1500 krónur: Árni Björnsson, Árni Thorsteinsson, Pétur Á. Jónsson, Rögnvaldur Sigurjóns- son og Þórarinn Jónsson. 1200 krónur: Björgvin Guðmundsson, Hallgrímur Helgason og Sigvaldi Kaldalóns. 1000 krónur: Eggert Stefánsson, Friðrik Bjarnason, Helgi Pálsson, Sigurður Birkis, Sigurður Skagfield og Sigurður Þórðarson. F Ottast um íímm báta og þrjár skipshaínir Úftg^erdfin varð fyrfir sftórkosftlegu ftjónfi í ofveðrinu á laugardaginn var Aðfaranótt laugardags síðastliðins skall skyndilega á afspyrnurok, er valdið hefir geysimiklu tjóni, bæði á mönn- um og verðmætum. Var fjöldi fiskibáta á sjó um nóttina og eru mestar líkur til þess, að fimm hafi farizt, en fjöl- margir aðrir lentu í margvíslegum hrakningum. Veiðar- færatap mikils fjölda báta var gífurlegt. « Veðrið var mjög hart, eins og hann. Brotnaði hann mjög og marka má af því mikla tjóni, valt alveg yfir sig í rótinu. Var sem það olli, og dundi yfir mjög ' skipstjórinn við annan mann í Útsvörin í Reykja- vík hækka um 20% að óvöru. Hefir hér enn einu stýrishúsinu. Varð það sinni verið höggvið skarð í hóp 1 stjóranum til lífs, að hinna vöskustu sjómanna, og stóð mjög tæpt, að það yrði enn geigvænlegra. Þrír hátar horfnir — á l»eim 14 ineiin. Um þrjá báta þeirra, sem nú er talið, að farizt hafi, er ekkert vitað. Eru tveir seirra frá Vestmannaeyjum, ,Freyr“ og „Njörður", og vorii fimm menn á „Frey“, en fjórir á „Nirði“. Hinn þriðji er frá Gerðum og heitir „Óðinn“. Voru honum fimm menn. Hefir lessara báta verið leitað á skip- um og flugvélum, en það hefir engan árangur borið. Bjarg- hring úr „Nirði“ mun hafa rek- ið við Landeyjasand. Litlar sem engar líkur eru til þess taldar, að þessir bátar séu ofan sjávar. „Freyr“ vár 14 smálestir að stærð, tuttugu ára gamall, smíð- aður í Færeýjum, skipstjóri Ól- afur Jónsson frá Hlíð, eigandi Einar Sigurðsson. „Njörður" var einnig eign Einars Sigurðssonar, 15 smál- að stærð, tuttugu ára gamall, smíðaður í Vestmannaeyjum, skipstjóri Guðni Jónsson frá Vegamótum. „Óðinn“ var 22 smálestir að stærð, skipstjóri Geirmundur Þorbergsson, eigandi Finnbogi Guðmundsson. Tvcir hútar sökkva — eiim ntaður ferst. Hinum tveim bátunum hlekktist á í námunda við önn- ur skip og varð mannbjörg, nema einn maður drukknaði. Voru bátar þessir „Ægir“ úr Garði og „Björn 11“ frá Akra- nesi. „Ægi“ hvolfdi út af Garð- skaga, er brotsjór reið yfir skip- hann skorðaðist undir bita, en mann- inn, sem með honum var, tók út og drukknaði hann. Hét hann Sigurður Björnsson, frá Geir- 4andi í Sandgerði, kvæntur maður um þrítugt, þriggja barna faðir. Þrír menn voru niðri í káetu, er bátnum hvolfdi, og sakaði þá ekki. Nokkru eftir að slysið vildi til bar að vélbátinn „Jón Finnsson“ og björguðu skipverjar á honum mönnunum fjórum og fór með þá til Kefla- víkur. Skipstjórinn á „Ægi“, Þorlákur Skaptason, meiddist talsvert í fæti, er brotsjórinn fór yfir bátinn. Að „Birni 11“ frá Akranesi kom leki, og sendu bátverjar neyðarskeyti til Slysavarnafé- lagsins. Vélbáturinn „Fylkir“ kom til hjálpar og bjargaðist áhöfnin af „Birni II“, fjórir menn, yfir í „Fylki“. Maraði báturinn í hálfu kafi, er hann var yfirgefinn. „Ægir“ var eign Finnboga Guðmundssonar ‘er einnig átti ,,Óðinn“). „Björn 11“ var 40 smálestir að stærð, eign Stefáns Franklín og Ragnars Bjarna- sonar í Keflavík. Skipstjóri á honum var Kristinn Jónsson. Hrakiitngar og svaðilfarir. Margir bátar lentu í ýmis konar hrakningum, svo sem vél- báturinn „Bangsi“, er var á leið til Bolungarvíkur frá Reykja- vík. Bilaði vél hans og munaði minnstu, að hann ræki upp við Skor. Vélskipið „Ægir“ var statt vestra — átti að hjálpa „Esju“, sem var með bilað stýri, til Reykjavíkur, en hún slitnaði aftan úr og sigldi eftir það ein síns liðs suður og var skipinu stýrt með skrúfunum — og fór (Fravih. á 4. síðu) Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- bæjar fyrir 1944 var endanlega afgreidd frá bæjarstjórnarfundi, er haldinn var síðastl. fimmtu- dag. Samkvæmt fjárhagsáætlun- inni eru útsvörin áætluð 25.151.000 kr„ en í fjárhags- áætlun síðastl. árs, voru þau áætluð 19.942.000 kr. Hækkun útsvaranna nemur því 5.2 millj. kr. eða um 20% frá fyrra ári. Þessi hækkun útsvaranna gæti verið réttlætanleg, ef verja ætti meira fé af hálfu bæjarins til eflingar aðalatvinnuvegum hans, sjávarútvegi og iðnaði. En íví er ekki að heilsa. Aukin rekstrarútgjöld virtist aðal- ástæða útsvarshækkunarinar. Mun innan skamms nánar vikiö að afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar og því yfirleitt, hvernig fjárhag bæjarins er komið undir hinni sameiginlegu fjárstjórn íhaldsmanna og kommúnista. FRÁ STYRJ0LDINNI í BURMA Bretar hafa nú byrjað sókn í Burma. Þeir hafa farið yfir landamœri Burma á allmörgum stöðum og tekið nokkra smábœi af Japönum. Með Bretum eru indverskar herdeildir, og þykja þœr liafa reynzt vel. Hér á myndinni sést . indverskur liermaður af Gurkha kynkvíslinni gœta varðstöðvar, þar sem von er á japönskum njósnarflokkum. Rannsókn á reksfri kvíkmyndahúsanna Á fundi bæjarstjórnar Reykja- víkur var samþykkt svohljóð- andi tillaga frá Árna Jónssyni: „Bæjarstjórn ályktar að kjósa manna nefnd til að athuga, með sérstöku tilliti til reynslu Háskólans af rekstri kvik- myndahúss, hvort tekjur bæjar- ins af rekstri kvikmyndahúsa eigu einstakra manna, séu hæfi legar. Jafnframt sé nefndinni falið að athuga, hvort allri aðgöngu miðasölu að kvikmyndahúsum bæjarins sé ekki bezt fyrir kom ið í höndum fulltrúa bæjarins". í ræðu sinni um þessa tillögu upplýsti Árni að Tjarnarbíó, sem hefir 387 sæti, skilaði 400 þús. kr. ágóða eftir fyrsta starfs- árið eða 1000 kr. á sæti. Tjarn arbíó greiðir sama sætagjald og skemmtanaskatt og önnur bíó, en er hins vegar undanþegið sköttum. Virðist því ekki of hátt að ætla að nettótekjur Nýja og Gamla Bíós, sem hafa samtals 1100 sæti, hafi s. 1. ár numið um 1 miljón króna. En þegar flett sé upp í útsvarsskránni komi í ljós að Nýja Bíó hafi greitt 50 þús. kr. í skatt, en Gamla Bíó 65 þús. í skatt. Slysfarftr Þann 10. þ. m. féll Konráð Guðmundsson kyndari af e. s Dettifoss í höfnina í New York og drukknaði. Hann var heim- ilisfastur hér í bænum og lætur eftir sig konu og tvö ung börn. 1 t t Fyrir nokkrum dögum slas aðist á Súgandafirði ungur maður, Karl Kristjánsson, Guðmundssonar skipstjóra, með þeim hætti, að hann var að (Framh. á 4. siðu) Á víðxvmngi LÆRDÓMSRÍK LÝSING. Síðastl. laugardag birtist ó- venjulega athyglisverð forustu- grein í Morgunblaðinu. Þar var dví lýst, hve auknar framfarir hefðu jafnan fylgt í spor sér- hvers sigurs í sjálfstæðismálinu. Meðal annars var sagt: „Svo kom fullveldisviðurkenn- ingin 1918. Geröust þá enn snögg umskipti. Gömlu stjórn- málaflokkarnir, sem höfðu marga hildi háð í baráttunni við danska valdið, riðluðust, og ný flokkaskipting var senn til. Mismunandi þjóðmálastefnur, mismunandi afstaða til með- ferðar fjármála, fyrirkomulags atvinnurekstrar og innri stjórn- skipunar skipti mörkum. Þjóðin einbeitti huganum að innri um- bótum og félagslegri framþróun. Landið tók enn á sig annan blæ. Samgöngum á sjó og landi fleygði fram. Fræðsla og ment- un varð almenningseign, senni- lega í ríkari mæli en víðast ann- ars staðar. Iðnaður til sjós og lands varð aflgjafi bættrar efnahagsafkomu og meiri vel- megunar. Síldarverksmiðjur risu upp. Nýtízkubyggingarlist hélt innreið sína. Nýrækt huldi móa og mýrarfen. Það varð nýtt tímabil.“ Þessi lýsing er vissulega rétt. Það er gott að hafa hana i huga, þegar verið er að stíga lokasporin í sjálfstæðisbarátt- unni við Dani. Það er líka gott að hafa hana í huga, þegar menn eru að glöggva sig á flokkaskiptingunni. Ávinning- urinn hefði vissulega ekki orðið svona glæsilegur, ef ekki hefði verið starfandi ötull og viðsýnn umbótaflokkur í landinu, er héldi uppi merki framfaranna. Flest þau umbótamál, sem nefnd eru í lýsingu Morgunblaðsins, kostuðu harða baráttu við íhald- ið í landinu. Hefði verið fylgt ráðum Jóns Pálmasonar og Eg- ils Thorarensen og þeir, sem aðhylltust einkaeign og einka- rekstur, staðið í einum og sama flokki, hefði vissulega ekki verið hægt að lýsa þessu 25 ára tíma- bili eins glæsilega og Mbl. gerir. Þá hefði það verið afturhaldið, sem hefði ráðið ferðinni. Þetta ættu þeir að athuga, sem vilja leggja umbótaflokkinn niður og sameinast afturhaldinu eða broti af því i einum og sama flokki. FARISEI SPURÐUR. Ingólfur á Hellu vitnar eins og Farisei í seinasta blaði Bónd- ans og þykist alltaf hafa fylgt málstað bænda. í tilefni af þessu þykir rétt að spyrja Ingólf: Var hann með setningu mjólk- urlaganna og studdi þau meðan baráttan var hörðust um fram- kvæmd þeirra? Var hann fylgjandi kjötlög- unum, þegar þau voru sett? Barðist hann gegn kjördæma- breytingunni seinustu, sem mjög hefir rýrt áhrifavald bænda, m. a. með fjölgun þingmanna fyrir kaupstaðina? HRÆSNI MBL. Morgunblaðið birti á sunnu- daginn frekar ömurlega lýsingu á andstöðuflokkum íhaldsins 1 bæjarstjórn Reykjavíkur. Blað- ið segir, að þeir hafi borið fram stórfelldar útgjaldatillögur, en síðan fárist þeir yfir hækkun útsvaranna. Morgunblaðinu væri síður en svo láandi, þótt það hneykslist yfir þessu, ef ætla mætti, að sú hneykslun þess ætti sér eðli- legar rætur. En því miður ber það lítinn vott um slíka hneykslunartilfinningu hjá Mbl.,að nýlega birti það at- hugasemdalaust grein eftir Jón Pálmason, þar sem hann hælist yfir því, að flokkur hans hafi staðið að öllum útgjaldatillög- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.