Tíminn - 15.02.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.02.1944, Blaðsíða 2
66 TÍMINIV, þrigjjwdagimi 15. febr. 1944 17. blalS lítmirm Þriðjudafiur 15. febr. Lauo ríkísstarfs- manna eíga að miðast við þjóð- artekjurnar Á síðastliðnu ári skipaði rík- isstjórnin nefnd manna til þess að gera tillögur um launakjör starfsmanna ríkisins. Er al- mennt búist við því, að frum- varp til nýrra launalaga verði lagt fyrir Alþingi eftir að nefnd þessi hefir lokið störfum og skil- að áliti sínu til ríkisstjórnar- innar. Síðustu 4—5 árin hafa starfs- menn ríkisins fengið greidda verðlagsuppbót á laun, vegna þeirrar hækkunar á framfærslu- kostnaði, sem orðið hefir á þessu tímabili. Starfsmenn annara, sem vinna fyrir ákveðnu kaupi, hafa einnig fengið slíka verð- lagsuppbót á kaup sitt. Upphaf- lega var uppbótin hlutfallslega nokkru lægri en hækkun verð- lagsins, en fljótlega var ákveð- ið að borga fulla verðlagsupp- bót á laun og kaupgjald, miðað við hækkun framfærslukostn- aðar, og er þeirri reglu fylgt nú, þó með nokkurri undantekn- ingu að því er snertir launa- hæstu starfsmenn ríkisins og ríkisstofnana. Auk verðlagsupp- bótarinnar hafa ríkisstarfs- menn og aðrir launamenn feng- ið grunnlaunahækkun á þess- um árum. Sá annmarki fylgir því að á- kveða verðlagsuppbót launa- manna eftir framfærslukostn- aðinum, að með því er alls ekki tryggt, að tekjur þeirra verði í eðlilegu samræmi við tekjur annara stétta í þjóðfélaginu. Reynslan hefir sýnt, fyrr og síð- ar, að breytingar á framfærslu- kostnaði og þjóðartekjum fara ekki ætíð saman. í stað þess að láta launin breytast eftir fram- færslukostnaðinum, svo sem nú er gert, ætti að taka upp þá reglu að miða launagreiðslurn- ar og breytingar á þeim við at- vinnutekjur þjóðarinnar í heild á hverjum tíma. Snemma á árinu 1943 sam- þykkti neðri deild Alþingis á- lyktun um útreikning þjóðar- teknanna. Samkvæmt þeirri þingsályktun hefir hagstofan samið yfirlit um tekjur þjóðar- innar síðustu árin, og mun því verða haldið áfram. Það getur verið álitamál, á hvern hátt á að reikna þjóðartekjurnar, til þess að útkoman verði sem næst því rétta, en vafalaust er hægt að finna þá aðferð við þetta, sem sýnir nokkurnveginn rétta útkomu af rekstri þjóðarbúsins. Pyrir 1. júlí ár hvert ætti að vera unnt að reikna út atvinnu- tekjur landsmanna næstliðið ár, og eftir þeim niðurstöðum mætti síðan ákveða launa- greiðslur til ríkisstarfsmanna fyrir eitt ár í senn. Breytingar á starfslaunum myndu þannig koma á eftir breytingum á þjóðartekjunum, en það ætti ekki að koina að sök. Það verður tæpast véfengt, að rétt sé að miða laun starfs- manna ríkisins við hag þjóðar- innar á hverjum tíma. Ef sam- komulag næst um slíka tilhög- un á launagreiðslum til ríkis- starfsmanna, má vænta þess, að kaupgjald annara manna verði einnig innan skamms ákveðið á sama hátt og byggt á hagfræði- legum útreikningum um þjóð- artekjurnar. Með því móti einu er unnt að koma á eðlilegu samræmi í kjörum landsmanna og kveða niður meting og tog- streitu um þessi efni. Sk. G. Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa TÍMANN. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. Gunnar Þórðarson, Grænnmýrartnngu: „Nýja kjötmatið“ Gísli hælir skipa- Glámskv^ni Björns Pálssonar Sumum mönnum er þannig varið, að þeir telja sig sjá for- ynjur og drauga, þar sem ekk- ert þvílikt er að óttast, heldur það gagnstæða. Björn á Löngumýri virðist vera einn af þessum mönnum, eftir því sem ráða má af grein hans um „ferðasjóðinn" í Tím- anum 8. jan. s. 1. Þar sem hann kennir mér um vanlíðan sína af þessum ástæðum, — þótt hann ætti öllu fremur sjálfum sér um að kenna,—þá vil ég með nokkr- um orðum reyna að leiða hon- um fyrir sjónir, hve glámskyggn hann er í þessu efni. Hann segir, að milli orlofslag- anna og ferðasjóðs frumvarps- ins „liggi engir skynsamlegir þræðir“. Með orlofslögunum er þó öllum þeim, sem vinnu stunda hjá öðrum, skapaðar aukatekjur til að geta veitt sér hvíld frá störfum, og möguleiki til skemmtiferða í allt að hálf- an mánuð árlega. Þetta fellur í hlut langflestra vinnandi manna í landinu utan bænda- stéttarinnar. Er nærtækt að benda á, að bústjórar ríkisbúa og annara búa í almanna eign njóta sömu hlunninda og aðrir launamenn, þótt bændurnir í sömu sveitinni ekki njóti neinna hlunninda til að veita sér þá á- nægju. Það er því eðlilegt, að þeir, sem markvisst stefna að því að breyta sem mestu af framleiðslu þjóðarinnar til lands og sjávar í ríkisbúskap og ríkisrekstur, vilji gjarnan láta hinn nærtæk- asta samanburð fyrir bændur vera sem óhagkvæmastan fyrir þá. En ég held, að fáir hafi að óreyndu búizt við, að Björn Pálsson fyndi hjá sér hvöt til að færa þeim, sem að því styðja, þakkir sínar. Björn Pálsson kallar það sníkjur, að ætlast til framlags til ferðasjóðs með lítils háttar verðhækkun á landbúnaðarvör- um. Með sama rétti mætti kalla sníkjur þá káuphækkun eða skatt, sem launþegar hafa nú með löggjöf fengið í orlofsfé frá bændum og öðrum, sem hafa verkafólk. Má þó virðast, að sæmilega hafi hagur þess verið bættur með verðlagsuppbótum, grunnkaupshækkun og styttum vinnutíma. Mætti raunar telja flestar kröfur til fjárframlaga frá ríki eða einstökum atvinnu- vegum slíku nafni, ef menn telja þann orðhátt henta mál- flutningi sínum og honum sam- boðinn. Eg hygg annars, að menn hafi enn ekki almennt veitt því at- hygli, sem vert er, að að því er þetta gjald snertir og sem nem- ur um 4% til viðbótar við um- samdar kaupgreiðslur, mun vera fyrsta gjaldið, sem löggjöfin skyldar bændur til að greiða verkafólki sínu, og að þeir verða að greiða því meira, sem þeir verða harðar úti með kaup- greiðslur. Væri eins mikil á- stæða til að áætla, hvað mikill % frádráttur þetta gjald verður á nettótekjur þeirra, sem minnstar nettótekjur hafa af búrekstri sínum, eins og að reyna að láta mönnum vaxa í augum lítilsháttar framlag til ferðasjóðs. Þá væri mjög æskilegt að fá skýringu á því hjá Birni á Löngumýri, hvað hann á við með-því að segja, að ef orlofs- lögin verði „framkvæmd af lip- urð og skilningi þurfi bændur tæplega að hafa mikil útgjöld vegn^ þeirra“. Það er eins og hann vænti einhverrar undan- þágu um greiðslu á orlofsfé því, sem bændum ber að lögum að greiða verkafólki sínu. Og það finnst honum ekki, að metnaður sinn fyrir hönd bændastéttar- innar hamli sér að hagnýta. Þetta er að vísu í samræmi við það, að hann telur að þessi lög „mannúðar og réttlætis", sem hann telur þau vera kaupstaða- fólki, séu ekki nauðsyn í sveit- um. Þótt ég hafi í þessum smá- greinum mælt ferðasjóðsfrum- varpinu bót, aðallega til að and- mæla hinum öfgakenndu um- mælum B. P. um hugmyndina yfir höfuð, þá er fjarri því, að ég telji æskilegast, að fjáröflun til hans verði eingöngu náð með skatti á söluvöru bænda, sem ■eðlilega gæfi tilefni til verð- hækkunar. Sú tekjuleið mun og hafa verið reynd sem málamiðl- un af þeim, sem forða vildu málinu frá strandi, eftir að full- trúar kaupstaðanna, sem í upp- hafi höfðu tekið málinu með uppgerðar vináttu, brugðust því og gerðu allt til að spilla því og eyða. Þar sem ég legg höfuðáherzlu á, er ferðasjóðshugmyndin sjálf. Hana tel ég jafnréttismál, og horfa til menningarbóta, ef skynsamlega væri á haldið. B. P. verður að afsaka, að ég skil ekki við hvað hann á með því að segja, að ég vilji að bænd- ur séu fluttir eins og frímerkt bréf i póstpoka. Mér virðist að ferðalag okkar B. P. og annara, sem troðið er inn í hraðferða- bíla með farmiða upp á vasann innan um ókunnugt samferða- fólk, þar sem engu verður ráðið um viðkomustaði eða ferða- hraða, líkara póstflutningi en hópferðir sveitunga og stéttar- bræðra, þar sem ferðalagið er eingöngu miðað við gagn og gaman farþeganna. Ósamkomu- lag í sambandi við slíkt ferðalag tel ég lítt hugsanlegt. Og ef.B. P. hefir gagnstæða reynslu í því efni, tel ég, að hún hljóti að heyra til undantekninga, og hefir Björn vafalaust óviljandi stofnað til þvílíkra getsaka um sína sveitunga, sem út úr get- gátum hans um þetta efni má lesa. Björn gefur að lokum í skyn, að hann standi á hærra sið- ferðis- og menningarstigi en ég í þessu máli. Ég mun ekki ræða það sjálfsmat hans meira en orðið er að þessu sinni. En ég vil minna á, — einkum þar sem hann hefir áður gefið í skyn að bændur eða fulltrúar þeirra hafi látið sér fátt um málið finnast — að ekki óvirðulegri stofnun en Búnaðarfélag ís- lands, mælti eindregið með ferðasjóðsfrumvarpi því, sem ríkisstjórnin lagði fyrir síðasta Alþingi, en stjórn Búnaðarfé- (lags íslands er, sem kunnugt er, skipuð viðkenndum bænda- skörungum. Má því segja, að fleirum en mér séu skammtað- ar vænar sneiðar. Ég held því, að öllu athuguðu, J að Birni á Löngumýri væri hent- (ast að hafa sama varnað á sér eins og bóndinn í þjóðsögunni, t sem ekki mátti fara lengra frá heimili sínu en svo, að hann sæi jafnan heim, ella voru hon- um búin meiðsl eða bani. Glám- skygnum mönnum er ekki var- legt að fara lengra út á ritvöll- inn en svo, að þeir sjái um hann allan. Leíðrétting Misprentazt hefir í öðru blaði þessa árs, í grein Þórðar Gísla- sonar, „Heyskúffa við sláttuvél“. Greinin er eftir Þórð Gíslason, frá Ölkeldu, bónda að Hólkoti, en ekki Hólakoti eins og prent- að var. í sömu grein hefir ennfremur misprentazt, .þar sem segir: „þegar stigið er hrekkur lausa grasið o. s. frv., á að vera, þegar slegið er o. s. frv. Misskilningur Þor> björns á Geitaskarði Þorbjörn Björnsson á Geita- skarði setur stutt svar í Tímann 5. febr. s. 1. við athugasemd, er ég gerði í Tímanum 29. des. við grein hans frá 19. okt. s. 1. í sama blaði, er nefndist „Stutt hugleiðing um nýja kjötmatið". í þeirri grein kom það greini- lega í ljós, að Þorbjörn stóð í þeirri meiningu, að reglum um gæðamat á dilkakjöti hefði verið breytt á s. 1. hausti, eins og bezt má sjá á eftirfarandi ummælum hans: ,Nú vil ég spyrja þá menn, sem fyrir hönd okkar íslenzkra fjárbænda fara með kjötsölumál og kjötiríat til útflutnings og innanlandsmarkaðs, — hvað eigum við bændur að gera við allt þetta kjöt, sem þið með hinum nýju ströngu kjötmats- reglum ykkar hafið gert ósölu- hæft“. Þenna misskilning Þorbjörns leiðrétti ég í athugasemd minni með því að upplýsa, að reglum um gæðamat á dilkakjöti var alls ekki breytt á s. 1. hausti og sýndi fram á, að breytingar á kjötmatsreglum voru í öðru fólgnar. Bjóst ég við að Þorbirni væri þægð í að fá að vita það rétta. En í svari sínu gengur hann al- veg fram hjá þessu, en talar hins vegar um, að hann vilji ekki samsinna þá staðhæfing mína, að kjötmatið hafi ekki verið strangara s. 1. haust en að 'undanförnu. Þetta staðhæfði ég alls ekki og hafði heldur enga aðstöðu til þess, að því er snert- ir þau sláturhús, sem ég hefi ekki eftirlit með. En ég stað-- hæfði einungis, að reglum um gæðamat og dilkakjöt hefði ekki verið breytt af hálfu ríkisvalds- ins. Einnig gat ég um, að engar óskir eða fyrirskipanir hefðu komið fram frá yfirkjötmats- mönnum á námskeiði, er haldið var í sept. s. 1., um að herða skyldi á gildandi gæðamats- reglum. Ef það er rétt hjá Þorbirni, að matið hafi verið strangara á Blönduósi s. 1. haust en að und- anförnu, hlýtur orsökin að liggja annars staðar en í „hin- um nýju ströngu kjötmatsregl- um“, sem alls ekki gera ráð fyr- ir neinni breytingu í þessu efni. En þar sem ég hefi ekki eftirlit með kjötmati á Blönduósi og er því það mál óviðkomandi, mun ég ekki ræða það frekar. Hins vegar þykir mér líklegast, að ó- j venjuleg rýrð dilka hafi verið j aðalorsök þess, að með meira I móti mun hafa gengið frá af. dilkakjöti á Blönduósi í haust. | efftirlitmn Nýlega er í sameinuðu Alþingi lokið umræðum um tillögu jafn- aðarmanna um skipun nefndar til að endurskoða lög um eftir- lit með skipun og um athugún á framkvæmd skipaskoðunar, og er tillagan nú komin til nefndar. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar, Finnur Jónsson, sýndi með dæmum, hvernig togararn- ir flyttu nú helmingi meiri fisk til Englands í ferð hverri, en þeir hefðu gert 1939, og áleit, að það benti á ofhleðslu eða svo mikla hleðslu, að hætta gæti stafað af í misjöfnum veðrum. Enn benti hann á, að mörgum togurum hefði verið breytt, og vafasamt væri hvort þær breyt- ingar hefðu ekki rýrt sjóhafni skipanna. Gísli Jónsson þm. Barð- strendinga taldi fjarstæðu að tala um ofhleðslu skipanna, og taldi skipaskoðun og eftirlit með sjóhæfni skipa hér á landi standa framar en í nokkru öðru landi. Þörf á nefnd til að rann- saka þessi mál væri því engin, nema þá helzt sú, að skýra al- menningi frá því, hve miklu strangari lög giltu hér á landi um skipaskoðun en í nokkru öðru landi. Þetta þyrftu menn að vita, svo að þeir skildu, að hér væri meira gert til að skapa sjómönnum sem bezt öryggi en í'nokkru öðru landi. Athygli vakti það, að formað- ur Sjálfstæðisflokksins var ekki við umræðurnar, en ekki var vitað, hvort þingm. Barðtrend- inga talaði fyrir munn hans eða ekki, því að nú lét þingmaður- inn þess ekki getið, hvort hann talaði „fyrir hönd flokks síns, eða munn skynseminnar", en þess hefir hann stundum getið áður, þegar honum hefir þótt vafi á því hvort áheyrendur mundu skilja, hvort hann tal- aði heldur fyrir flokkinn eða „skynsemina". K. Það er réttilega fram tekið hjá Þorbirni, að bændum kem- ur mjög illa að verða að taka mikið af dilkakjöti heim til sín. Þarf með einhverjum hætti að sjá fyrir því, að slíkt eigi sér ekki stað. Þar, sem ég þekki til, er úr- gangskjöt ekki meira en það, að litlu máli skiftir fyrir fjáreig- endur, hvað við það er gert. Annaðhvort taka bændur það heim til sín, sér að skaðlitlu, eða reynt er með einhverju móti að I koma því i viðunandi verð á j slátrunarstaðnum. Sæmundur Friðriksson. ttbreiðið Tímaim! Anders Frihagen: Sklpulag (JNRRA Hjálpar- og viðreisnarstofnun sameinuðu þjóðanna er fyrsta alþjóðlega stofnunin, sem sett hefir verið á fót til að annast lausn eftirstríðsmálanna, og er jafnframt fyrsta alþjóðiega stofnunin, er íslendingar taka þátt í. Fýsir því vaíalaust marga að kynnast í aðaldráttum skipulagi og starfsháttum þessarar stofnunar. Fyrir skömmu síðan birtust í „Norsk Tidend“ tvær grein- ar eftir Anders Frihagen ráðherra um þetta efni. Fjallar fyrri greinin aðallega um skipulagsmál stofnunarinnar, en hin síðari um fjárhagsmál hennar. Fer fyrri greinin hér á eftir, en hin birtust í næsta blaði. Hinn 9. nóvember 1944 gerð- ist sá atburður í Washington, að fulltrúar 44 þjóða, sem telja 80% mannkynsins, undirrituðu samning um hjálpar- og við- reisnarstofnun sameinuðu þjóð- anna. Stofnun þessi er nú orðin þekkt undir nafninu UNRRA. Að undirskriftinni lokinni, flutti Roosevelt forseti ræðu, þar sem hann lýsti fögnuði sín- um yfir þessum sögulega at- burði. Hann benti á, hve mikil- vægt það væri, að 44 þjóðir hefðu sameinazt um endurreisn- ina eftir stríðið í þeim tilgangi að skapa heim öryggis og frið- ar. Það væri ekki aðeins verk- efni einnar þjóðar að bæta úr þeim hörmungum, sem möndul- veldin hefðu skapað, heldur allra hinna sameinuðu þjóða. Forset- inn sagði, að það væri kald- hæðni örlaganna, ef við ynnum styrjöldina, en síðan væri heim- urinn í upplausn og öngþveiti, án þess að við hefðum gert okk- ur ljóst, hvernig ætti að bæta úr slíku ástandi og hvernig ætti að fullnægja þeim margvíslegu þörfum, sem þá krefðust full- nægingar. Forsetinn sagði enn- fremur, að það væri ekki ein- göngu mannúð að gefa læknis- lyf, mat og aðrar nauðþurftir þurfandi fólki, sem kæmist und- an oki möndulveldanna. Það væri engu síður hernaðarleg nauðsyn og hagsmunamál gef- endanna. Sameinuðu þjóðirnar notuðu nú hráefni sín, fram- leiðslumátt og aðrar orkulindir til að sigra óvinina, en það væri engu síður mikilsvert að leggja fram kraftana til að tryggja friðinn. Fyrsta ráðstefna UNRRA stóð frá 9. nóvember til 1. desember 1943. Þessar þrjár vikur komu fulltrúar hinna 44 þjóða sér ein- huga saman um skipulag þess- arar stórfelldu heimsstofnunar, starfshætti hennar og fjáröflun. Æðsta vald í málum UNRRA hefir ráöið. Þar á hvert ríki full- trúa með jöfnum atkvæðisrétti. Hlutverk ráðsins er að ráða stefnu og starfsháttum UNRRA og hafa eftirlit með fram- kvæmdum stofnunarinnar. Miðstjórnin, en þar eiga sæti fulltrúar Bretlands, Bandaríkj- anna, Kína og Rússlands, ræður stefnu og störfum UNRRA, þegar ráðið situr ekki á fundum, en ákvarðanir hennar skal þó síðar bera undir ráðið til samþykktar. Þegar mið- stjórnin ræðir sérmál einhvers ríkis, sem ekki á fulltrúa í henni, getur fulltrúi frá því ríki tekið þátt í fundum henn- ar. Auk þessa starfa fjórar aðal- nefndir, sem annast sérstaka þætti af störfum UNRRA. Það eru Evrópunefnd, Asíunefnd, birgðanefnd og fjárhagsnefnd. í Evrópunefndinni eiga sæti fulltrúar Evrópuríkjanna í ráð- inu eða staðgenglar þeirra og ennfremur fulltrúar frá ríkjum utan Evrópu, er hafa sérstakra hagsmuna að gæta í sambandi við staíf UNRRA þar. Þessi ríki eru Kanada, Brazilía og Banda- ríkin. Asíunefndin er skipuð fulltrúum Asíuþjóðanna og svo fulltrúum frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Evrópunefnd- in og Asíunefndin skulu leggja á ráðin um störf UNRRA, hver á sínu svæði, gera tillögur um, hve mikil og hvernig hin veitta hjálp skuli vera, hvernig fram- leiðslan skuli aukin, hvernig dreifingu nauðsynja verði bezt og réttlátlegast háttað o. s. frv. Þær skulu athuga skýrslur yf- irforstjóra UNRRA um fram- kvæmdir stofnunarinnar, leið- beina honum um heilbrigðis- starfsemina, flóttamannamálin o. s. frv. Birgðanefndin er skipuð full- trúum ellefu landa: Kanada, Ástralíu, Belgíu, Brazilíu, Kína Frakklands, Hollands, Nýja-Sjá- lands, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna. Tillaga var flutt þess efnis, að Noregur fengi einnig sæti í nefndinni, en hún fékk ekki nauðsynlegt fylgi vegna þess, að önnur ríki, erjiöfðu meiri útflutning, vildu þá einnig fá fulltrúa í nefnd- inni. Mikilvægasta starf nefnd- arinnar er að leggja á ráðin í samvinnu við yfirforstjórann og hlutaðeigandi stofnanir um út- vegun, flutning og framleiðslu þeirra nauðsynja, sem starf UNRRA útheimtir, og í vissum tilfellum að verðleggja framlög einstakra ríkja. í fjárhagsnefndinni eiga sæti fulltrúar frá þessum ríkjum: Kína, Grikklandi, Mexikó, Nor- egi, Suður-Afríku, Rússlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þessi nefnd skilar áliti um fjár- hagsáæltun UNRRA, semur álitsgerðir um ársfjórðungs- skýrslur þær, er aðalforstjórnin gefur um fjármál stofnunarinn- ar, fylgist með endurskoðuninni á reikningsfærslum hennar og lýsir áliti sínu á fjárreiðunum. Hún fylgist einnig með, hvern- ig rekstrarkostnaður UNRRA skiptist milli einstakra landa og skal yfirleitt vera ráðinu og yfirforstjóranum til leiðsagnar og aðstoðar um hverskonar fjárhagsmál stofnunarinnar. Þá var ákveðið að fela sér- stakri nefnd, sem er skipuð full- trúum frá birgðanefndinni og fjárhagsnefndinni; að gera til- lögur um það til yfirforstjór- ans, hver hernumdu landanna geti sjálf annast kostnaðinn af hjálpinni, sem þeim er veitt, og hver þeirra geti það ekki. Ennfremur var ákveðin skip- un ýmsra sérfræðinefnda, t. d. fyrir landbúnað, fanga- og flóttamannamál, heilbrigðis- starfsemi, endurreisn iðnaðar og ýms félagsmál. Þessar sér- fræðinefndir skulu skipaðar ráðsfulltrúum eða staðgenglum þeirra frá þeim ríkjum, er hafa sérstök skilyrði til þess að vera þátttakandi í slíkum nefndum. Þeir, sem ó.ska að eiga fulltrúa í slíkum nefndum, tilkynna yf- irforstjóranum það. Landbún- aðarnefndin fjallar ekki aðeins um landbúnaðarmál, heldur einnig um fiskveiðar og aðra matvælaframleiðslu. Á fyrstu fundum Evrópunefndarinnar og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.