Tíminn - 15.02.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.02.1944, Blaðsíða 3
17. blað TI>1Ij\IV, þi’igpdagimi 15. febr. 1944 67 85 ára og 70 ára: Tvær merkískonur í 0xarfirði Úr Öxarfirði er skrifað í jan- ' úar síðastliðnum: Tvær merkar konur hér í hreppi eiga afmæli um þessar mundir. Guðmunda Jónsdóttir í Sand- fellshaga varð 85 ára hinn 28. des. sl. Hún er dóttir merk- isbóndans Jóns Árnasonar, er bjó lengst að Víðirhóli í Hóls- fjöllum móti bróður sínum Guð- mundi, föður sr. Jóns sál. á Norðfirði og Friðriks Guð- mundssonar rithöf., er andaðist í Vesturheimi fyrir fáum árum. Ung giftist Guðmunda Friðriki sál. Erlendssyni, en hann var sonur Erlends Gottskálkssonar alþm. í Ási í Kelduhverfi. Frið- rik var smiður góður og fjöl- hæfur gáfumaður. Reistu þau bú að Syðri-Bakka í Keldu- hverfi og bjuggu þar allan sinn búskap. Þau áttu margt efni- legra barna og búnaðist vel, enda þótt þau yrðu fyrir því ó- láni að bær þeirra brann til kaldra kola nóttina milli 18. og 19. okt. 1899. Brann þar allt innbú þeirra, svo og fjósið með öllum nautgripum. — Eftir lát manns síns fyrir tæpum 30 árum, fluttist Guð- munda til dóttur sinnar að Sandfellshaga hér í sveit. Þar var tvíbýli þá eins og nú og bjó allt fólkið í einum reisulegum og stórum torfbæ, sem var þó að sumu leyti nýbyggður. Vorið 1928 brann Sandfellshagabær til kaldra kola og var þetta í annað skiptið, sem Guðmunda varð fyrir þeim sorglegu örlögum að lenda í stórbruna, og missa allt sitt, því að litlu var bjargað úr brunanum, svo sem og í fyrra skiptið. Þrátt fyrir allt and- streymi langrar ævi, er Guð- munda enn við sæmilega heilsu, og er vel hress og glöð í anda og kann frá mörgu að segja frá liðnum dögum. Hún nýtur nú góðrar elli hjá Kristínu dóttur sinni í Sandfellshaga, og til skamms tíma hefir hún haft heilsu til að bregða sér í ferða- lag austur á Langanes, til að finna tvær dætur sínar, er þar búa, þær Stefaníu konu Jóns óðalsbónda á Ytra-Lóni og Her- borgu konu Guðm. Vilhjálms- sonar, óðalsbónda og fyrrv. kaupfélagsstjóra á Syðra-Lóni. Guðmunda missti tvo syni sína uppkomna, Jón Erling búfræð- ing og Árna, sem hafði þá ný- lokið gagnfræðaprófi. Voru þeir bræður báðir atgervismenn á marga lund og gáfumenn. Sigurlaug Jósefsdóttir, til heimilis að Gilsbakka hér í sveit verður 70 ára hinn 13. fe- brúar n. k. Hún giftist ung Sigvalda Sigurgeirssyni Krist- jánssonar, (hálfbróður Bólu- Hjálmars) og reistu þau bú við lítil efni, að Byrgi í Kelduhverfi. Vorið 1901 fluttu þau að Gils- bakka hér í sveit, en þá var skuldlaus eign þeirra 1 kýr og 4 ær. Hefir Sigurlaug átt heima að Gilsbakka síðan eða í 43 ár. Mann sinn missti hún haustið 1922. Höfðu þau þá eignazt 12 börn og voru 11 á lífi og mörg í ómegð. Eitt barnið, drengur 10 ára, drukknaði niður um ís haustið 1907. En er hún var orð- in ekkja, tók hún fósturbarn fárra daga gamalt og ól það upp, svo að segja má, að hún hafi lokið miklu og örðugu dags- verki. Lengi framan af voru efnin lítil, en þrátt fyrir hinn stóra barnahóp þeirra Gils- bakkahjóna, batnaði efnahag- urinn með ári hverju og var orð- inn viðunanlegur, er hún hætti búskap vorið 1930. Nú á síðari árum dvelur hún nokkurn hluta ársins hjá börnum sínum, sem eru búsett víðs vegar um land. Sigurlaug á Gilsbakka er gáfukona með heilsteypta skap- gerð, fróð og minnug svo að af ber. Heilsu hennar er nú mjög tekið að hnigna eftir mikið og erfitt lífsstarf. En hún lærði ung að vinna og getur ekki ó- vinnandi verið nokkra stund, og leggur því mikið meira á sig en heilsan leyfir. En jafnframt vinnunni hefir hún lesið afar- mikið, enda er hún talin undra fróð í sögu og ættfræði. Öxfirðingar og aðrir kunn- ugir óska þeim Guðmundu í Sandfellshaga og Sigurlaugu á Gilsbakka allra heilla, langra lífdaga og unaðsríks ævikvölds, á þessum tímum í ævi þeirra, og þakka þeim fyrir samstarfið á liðnu árunum. Asíunefndarinnar var ákveðið að stofna slíkar sérfræðinefndir innan vébanda þeirra. Yfirforstjóri UNRRA og það starfskerfi, sem hann setur á . fót með aðalbækistöð í Was- hington, skal annast allan venjulegan rekstur stofnunar- innar og framkvæmdir hennar. Á fyrstu samkomu ráðsins urðu umræður um það, hve við- tæk starfsemi UNRRA skyldi ' vera. í grundvallarsamningum um UNRRA er það tekið fram, að hún skuli annast hjálparr starfsemi í löndum, sem hafi verið leyst undan oki styrjald- arinnar. Það var endanlega á- kveðið, að það skyldi vera á valdi yfirforstjórans hvar og hvenær slík starfsemi skyldi hafin. Það skyldi þó ekki hafið, nema í samráði við hlutaðeig- andi ríkisstjórn eða aðra viður- kennda stjórn (hernaðarlega eða borgaralega), er annaðist stjórnarframkvæmdir umrædds lands eða landshluta. Það at- riði, hvort UNRRA skyldi veita hjálp þjóðum, sem teldust eða hefði talizt til óvinanna, var leyst þannig, að slík hjálp yrði ekki veitt, nema sámkvæmt á- kvörðun ráðsins, og að kostnað- urinn yrði greiddur af hlutað- eigandi landi. Það var einnig samþykkt, að yfirforstjórinn skyldi njóta aðstoðar hernaðar- yfirvalda, sem færi með stjórn í herteknu óvinalandi, til að flytja þaðan nauðsynjar, sem kynnu að vera umfram þarfir, til annara landa. í ákvæðunum um starfssvið UNRRA er það tekið fram, að hún skuli senda matvæli, fatn- að, eldsneyti og læknislyf til hinna nauðþurfandi þjóða, sem hefðu verið leystar undan oki möndulveldanna. Ennfremur skal hún aðstoða við útvegun húsnæðis til að fullnægja brýn- ustu bráðabirgðaþörfum. Þá skal UNRRA hjálpa til að koma bættu lagi á heilbrigðismálin og veita ýmsa félagslega aðstoð, auk þess, sem hún hjálpar því fólki, sem hefur orðið að yfir- gefa heimili sín vegna styrjald- aldarinnar, til að komast heim aftur. UNRRA skal ennfremur útvega framleiðslunauðsynjar eins og sáðvörur, tilbúinn áburð, veiðarfæri og vélar, sem fram- leiðslan helzt þarfnast. Þá var loks ákveðið, að UNRRA gæti tekið þátt í nauðsynlegustu framkvæmdum, t. d. byggingu rafstöðva, vatnsveitna, viðgerða á vegum og járnbrautum o. s. frv. UNRRA skal og hjálpa til þess að koma skólakerfum í við- unandi horf. Starf UNRRA er í ríkum mæli einkennt með því að vera frum- hjálp. Það er hjálp til sjálfs- hjálpar, m. ö. o. að gera hinar nauðþurfandi þjóðir færar um að hjálpa sér sjálfar. Enn er það þó fyrsta og mikil- vægasta verkefnið að sigra í styrjöldinni. Það var greinilega tekið fram, að starfsemi UNRRA mætti á engan hátt verða til þess að veikja styrjaldarrekst- urinn. Herinn hefir enn for- gangsrétt til nauðsynja og flutningsrúms. Af þessu leiðir, að UNRRA verður háð um allt, sem snertir útvegun nauðsynja og flutninga, The Combined Boards, er annast þessi mál fyr- ir herinn. Áskriftar£iald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. Dótftir viftavarðaríns FRAMHALD Klukkan var orðin þrjú, er þeir komu að skerjaklasanum. Þrátt fyrir úrhellisrigningu, sjógang og brimlöður, þóttist skip- stjórinn eygja vitann. Framundan virtist hrein leið, að þvi er séð varð, og innan stundar mátti vænta, að þeir yrðu komnir í hlé við yztu eyjarnar. Hann skipaði svo fyrir, að menn sínir skyldu vera reiðubúnir að varpa akkerum. En allt var á annan veg en hann hugði. Allt í einu sáust kol- svartir klettar rísa upp úr hvítum löðurskafli fyrir stafni. Jón Humble skipaði svo fyrir, að seglum skyldi hlaðið og stefnu skipsins breytt. En það var um seinan. Ógurlegur brotsjór reið yfir skipið i næstu andrá og kastaði því eins og fis væri upp að klettunum. Það renndi á eina hleinina af slíku afli, að það hrikti í hverju tré. Þessi atburður gerðist með svo skjótum hætti, að eigi vannst tími til þess að aðvara farþegana. En þeir urðu, eins og að líkum lætur, fljótt varir, hvernig komið var og þyrptust upp á þilfarið örvita af hræðslu, margir hverjir á nærklæðum einum. Það tókst aðeins að hleypa einum bát í sjóinn. í hann fóru átta farþeganná og einn skipverji. Árarnar voru aðeins tvennar, og í óðagotinu tókst -svo slysalega til, að þær urðu lausar og skoluðust brott. Mennirnir, sem í bátinn komust, voru því al- gerlega ofurseldir hinni köldu miskunn æðisgengins sjávar. Bar hann fljótt frá skipinu og hvarf þegar í náttmyrkið. En þótt undarlegt mætti teljast, fórst báturinn ekki. Hann hraktist milli eyjanna um nóttina, en morguninn eftir var fólkinu bjargað á fiskiskútu. Var það mjög aðfrafhkomið af vosbúð og kulda og hræðslu. Fólkið, sem enn var á skipinu, gerðist nú að vonum mjög ugg- andi um björgun. Skipið hallaðist mjög og sjórinn gekk yfir það öðru hverju, og þess mátti vænta á hverri stundu, að það leggð- ist alveg á hliðina og skolaðist út af hleininni og sykki. Leitaði hver þangað, sem hann hélt, að hann gæti lengst barizt fyrir lífi sínu. Héldu sumir sig í stafni, en aðrir í skut, og nokkrir klifu jafnvel upp í reiðann og héldu sér þar. En þess var ekki langt að bíða, að örlög flestra þeirra réðust. Ógurlegur brotsjór reið yfir skipið og kastaði því hærra upp á hleinina og þegar á eftir annar engu minni, er braut það í sundur, rétt framan við hjólin. Framhluti skipsins sat kyrr á skerinu, en afturhlutinn vóg litla stund salt, en sogaðist síðan þyngslalega í djúpið. Allir, sem þar höfðu leitað athvarfs eða miðskips, fórust, þar á meðal Jón Humble skipstjóri og kona hans. Þeir, sem kosið höfðu sér vist í stafni skipsins, sluppu flestir lífs úr þessum voða, alls þrettán manns, þar af ein kona og tvö börn. En það virtist aðeins stundarfrestur. Hættan vofði yfir þeim. Örvæntingarfull barátta var fyrir höndum. Brimið súgaði um flakið, og stærstu hrannirnar gengu alveg yfir það. Fólkið hékk, hvar sem afdrep var að fá. Skelfingu þess og þjáningum þessa þrautanótt verður eigi með orðum lýst. Lífshvötin ein veitti því þrek til þess að þola allt það, sem yfir það dundi. Um dögun tók að fjara út. Klettahleinin kom smámsaman úr sjó, og loks áræddi fólkið að klifra niður af flakinu og leita sér athvarfs á skerinu. En hvíldin varð skammvínn. Eftir tvær klukkustundir tók sjórinn að ganga yfir skerið, og fólkið varð aft- ur að forða sér upp á flakið. Nú voru jafnvel þeir vonbeztu teknir að örvænta um björgun. Svo virtist, sem strandsins hefði annaðtveggja ekki orðið vart á eyjunum eða enginn treystist til þess að reyna að bjarga skip- brotsmönnunum. Þess virtist engin von, að fólkinu entist þrek til þess að hanga á flakinu, unz fjaraði út að nýju. En þegar öll von sýndist úti hrópaði einn skipbrotsmannanna allt í einu: „Þar kemur bátur! Stúlka, stúlka á bát!“ Allir rýndu út í brimrótið, og þótt sjónin væri tekin að deprast af særoki og seltu, þá var ekki um að villast: bátur nálgaðist flakið, og í honum var karlmaður og stúlka. Þeim sóttist róðurinn seint að vonum, en þó miðaði nokkuð áfram. * Á heimili vitavarðarins hafði fæstum komið dúr á auga þessa nótt. Þótt stormur og harðviðri væri engan veginn nýstárlegur viðburður á Farneyjum, var samt eins og eitthvað illt legðist í alla i þetta skipti. Grace sofnaði um miðnætti, en hrökk upp eftir litla stund og varð þess þá vör, að faðir hennar var enn á fótum. Hann bað dóttur sína að klæðast og hjálpa sér að draga bátinn sinn upp í vörina, því að háflæður væru undir morguninn og myndi óvenjulega flóðhátt í þetta skipti vegna sjávarrótsins. Grace varð óðar við bón föður síns. Hún klæddist í skyndi og snaraðist út. Sjórinn var þegar tekinn að ganga óvenjulega langt upp á ströndina, og þau voru holdvot af regni og særoki, er þau höfðu loks dregið bátinn svo langt upp, að öruggt væri um hann, hvað sem á dyndi. Að því verki loknu brugðu þau sér inn í vitabyggingu til þess að sannfærast um, að þar væri allt í bezta lagi og ylja sér ofurlítið áður en þau héldu heim. Klukkan var orðin fjögur, er Grace lokaði svefnherbergisdyr- um sínum. Hún dró af sér vosklæðin, lagði þau á stól í einu horninu og snaraðist upp í rúm sitt. En hún gat einhvern veg- inn ekki hamið sig. Það var eins og dularfull rödd kallaði á hana. Hún reis upp í 'rúmi sínu, vatt sér fram úr og gekk út að glugg- anum. Svartamyrkur var úti, og fyrst í staö gat hún ekkert greint, hvernig sem hún rýndi út í náttmyrkrið. En svo fannst henni eins og djarfa fyrir ljósi í sortanum. Hún var fyrst í vafa, en þegar hún gaf nánari gætur að þessu, var ekki um að villast. Þarna hlaut skip að hafa strandað á skerjunum í veðurofsan- um og náttmyrkrinu,. Menn í sjávarháska! Hugsunin þaut eins og elding í gegnum heila hennar. Stundarkorn starði hún á ljós- blikið úti í myrkri næturinnar, eins og hún væri að átta sig á því, hvað gera skyldi. Svo þreif hún föt sín, klæddist í skyndi og hljóp niður stigann til herbergja foreldra sinna. RETKVÍRINGAR! Úrvals saltkjöt fæst nú og framvegis í flestum kjötbúðum bæjarins. Samband ísl. samvinnuféluga. Samvinnan er málgagn samvinnuhreyfingar- innar. Kaupið hana og lesið. Hún flytur ávalt fróðleik um samvinnumál. Opai Kœstiduft — er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. Notið O P A TL raestiduft > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > t í bókizmí J||EIR GERÐU GARÐINN FRÆGAN eftir BALE CARNEGIE eru ævisöguþættir sextíu og níu karla og kvenna, sem vissulega hafa gert garð sinn frægan. DALE CARNEGIE er þegar orðinn að góðu kunnur hér á landi fyrir bókina VINSÆLDIR OG ÁHRIF, sem kom í fyrra. ÞEIR GERÐII GARÐINN FR/EGAN er fróðleg bók, og auk þess einhver skemmtilegasta bók, sem völ er á. Ræði biiidin kosta aðeins kr. 24,60. Kaupið hana :iður en upplag’ið þrýtur. ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Auglýsið í Tímanum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.