Tíminn - 17.02.1944, Page 1

Tíminn - 17.02.1944, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMT, OG AUGLÝSINGASKF.T~~_ OFA: EDDUHUSL Lindargötu 9 A. Sími 2323. 28. árg. iloykjavák. fÍMmiÉudag'iim 17. fobr. 1944 18. blað Erlent yfirlit: Semja Finnar fríð? Hin sigursæla sókn Rússa á Leningrad-vístöðvunum hefir að vonum beint athygli manna að Finnlandi. Ef Þjóðverjar hörfa úr Eistlandi og nokkrum hluta Lettlands, sem flestar lík- ur benda nú til, verður stórum örðugra fyrir þá að hafa setu- lið í Finnlandi og líka minni hagur fyrir þá en áður. Meira að segja virðist líklegt, að Þjóð- verjum væri hagkvæmara að nota þetta lið annars staðar. Ef Þjóðverjar drægju lið sitt frá Finnlandi, yrðu Finnar einir eftir um vörnina og virðist hún þá vonlaus með öllu. Aðstaða Finna í styrjöldinni virðist því harla óglæsileg um þessar mundir. Ýmsar fregnir, sem að vísu eru óstaðfestar, benda til þess, að Þjóðverjar hyggist til brott- ferðar í Finnlandi. Sagt er, að yfirhershöfðingi þeirra þar hafi lagt til við Hitler, að þýzki her- inn yrði fluttur þaðan. Enn- fremur er sagt, að Mannerheim hershöfðingi hafi ráðlagt finnsku stjórninni að hefja frið- arumleitanir. Ýmsir telja, að Þjóðverjar muni þó draga brott- flutninginn í lengstu lög, því að þeir álíti það álitshnekki, ef Finnar semji sérfrið. Fleiri virð- ast þó þeirrar skoðunar, að Þjóð- verjar muni ekki horfa í þetta, ef þeir teldu' brottflutninginn hernaðarlega nauðsyn, m. a. vegna liðsskorts á öðrum víg- stöðvum. Þá er á það bent, að Þjóðverjar geri sér nokkrar von- ir um, að friðarsamningar við Finnland gætu spillt sambúð Bandamanna og Rússa, þar sem líklegt sé, að Rússar geri svo órýmilegar kröfur, að þær valdi óánægju í löndum Bandamanna. Margt bendir orðið til þess, að Finnar séu í þann veginn að leitast fyrir um möguleika fyrir viðunanlega friðarsamninga. Til þess bendir meðal annars för Paasikivi, Erkko og finnska inn- anrikisráðherrans til Stokk- hólms. Meðal finnskra stjórnmála- manna virðist sú skoðun yfir- leitt ríkjandi, að æskilegt sé að semja frið. Hins vegar virðast þeir líka sammála um að fall- ast ekki á skilyrðislausa upp- gjöf fyrr en í seinustu lög. Það hefir kvisazt, að Rússar ætli sér að krefjast skilyrðislausrar upp- gjafar, líkt og Bandamenn gerðu við ítali, og halda öllu landinu hernumdu til stríðsloka. Virðist líklegt, að Finnar l^ósi heldur að berjast til síðasta manns en að ganga að jafn órýmilegum kjörum. Finnar telja það gera aðstöðu sína betri en ítala, að stjórn- málasambandið milli þeirra og Bandaríkjamanna hefir aldrei slitnað. Þeir gera sér þess vegna (Framh. á 4. síðuj Seiat&stu fréttir Mesta loftárás styrjaldarinn- ar var gerð á Berlín í fyrrinótt. Varð af gífurlegt tjón. Rússar þjarma jafnt og þétt að þýzku hersveitunum, sem innikróaðar eru við Cherkassy. Þeirra bíður nú eigi annað en uppgjöf eða tortíming. Mikill orðasveimur er um það, að Finnar séu að semja um upp- gjöf við Rússa. Þjóðverjar reyna að gera sem minnst úr þessum fregnum. Skemmdarverk mikil hafa verið unnin í flotahöfnini í Konstanza í Rúmeníu. Þjóð- verjar hafa sett rúmenska flotaforingjann þar af. * Bandamenn virðast ætla að bera sigur úr býtum í orustun- um sunnan Rómar. Fimmtáe menn haiá iarizt Þáð er nú talið vonlaust með öllu, að bátarnir þrír, sem hurfu í ofviðrinu um helgina síðustu, séu ofan sjávar. Eins og áður hefir verið frá sagt voru á þeim fjórtán menn, og hefir þetta veður því orðið fimmtán sjómönnum að aldur- tila. Hefir hér orðið skammt stórra högga á milli, eins og oft áð- ur í skiptum Ægis við sjó- mannastétt okkar, og er mikill harmur kveðinn, bæði að ein- staklingum og þjóð, við þessi nýju áföll. Bátar þeir, sem farizt hafa, eru „Freyr“ og „Njörður“ frá Vestmannaeyjum og „Óðinn“ frá Gerðum. „Freyr“ var 14 smálestir að stærð, eign Enars Sigurðsson- ar. Á honum voru þessir menn: Ólafur M. Jónsson frá Hlíð í Vestmannaeyjum, skipstjóri, fæddur 9. marz 1915. Ókvænt- ur, átti aldraða foreldra á lífi. Matthías Ólafsson vélstjóri, Vopnafirði, 18 ára, ókvæntur. Guðmundur Kristjánsson, há- seti, Sigtúni í Fáskrúðsfirði, 20 ára, ókvæntur. Sæmundur Árnason, háseti, Bala í Þykkvabæ, fæddur 5. september 1924. Ókvæntur. Merkileg samvinna sjálfs- eígnarbííreiðastjóra í R,vík Yfír 100 þeírra ganga í samvinnufélag og reka stærstu híireíðastöð, sem nokkurn- tíma hefír verið rekin hér á landí Hinn 1. des. í^f s. f. Hreyfill starfsemi á eigin bifreiðastöð, en félagið hafði áður keypt allar eignir „Geysis“ neðst í Arnarhóls- túni. Stöð sú var reist árið 1937 með tilstyrk þáverandi fjár- málaráðherra Eysteins Jónssonar, með því hann leigði „Geysi“ lóðarspildu af Arnarhólstúni, sem er eign ríkisins. Húsnæði allra stöðvanna hafði fram að þeim tíma verið í höndum olíu- hringanna, sem höfðu þar af leiðandi ráð bifreiðastjóra að miklu leyti í hendi sér. Bifreiðastöðvarnar voru smákompur, óvistlegar og þægindalausar og eftir að ófriðurinn hófst og leiga milljón í afgreiðslugjald og leigur. 'Með byggingu fyrsta skarð brotið í vald hringanna. ,,Geysis“ var Tíminn hefir haft tal af Bergv steini Guðjónssyni, sem er for- maður og framkvæmdastjóri hins nýja samvinnufélags, og sagði hann þannig frá: Umferðamál Reykjavíkur hafa fram að þessum tíma verið í hinum megnasta ólestri, því bif- reiðastöðvar hafa verið reknar þar sem engin stæði voru fyrir Freysteinn Hannesson, háseti, j bifreiðar nema á akbrautum og Kárastíg 9, Reykjavík. „Njörður" var 15 smálestir að stærð, eign Einars Sigurðsson- ar.. Á honum voru þessir menn: Guðni Jónsson frá Vegamót- um í Vestmannaeyjum, skip- stjóri( fæddur 6. júni 1903. Kvæntur maður, átti þrjú börn, hið elzta ellefu ára. . Jóhannes Þorsteinsson, vél- stjóri, Vöðlum í Önundarfirði, fæddur 28. september 1889.Ekk- ill, átti þrjú börn uppkomin. Björn Jóhannsson, háseti, Norðurgötu 11, Siglufirði. Á þrítugsaldri. Hannes Kr. Björnsson, há- seti, Leynimýri við Reykjavík, fæddur 25. maí 191 . Ókvæntur. (Framh. á 4. síðu) gangstéttum, og hafa mörg slys af því hlotizt. Þó að Lækjar- torg verði nú rýmt og því ó- fremdarástandi kippt í lag, þá er það nú framkvæmanlegt sök- um þess, að bifreiðarstjórar geta nú horfið á stöð sinnar eigin stéttar. Hreyfill er sam- vinnufélag sjálfseignarbifreið- arstjóra, sem aka leigubifreið- um til mannflutninga í Reykja- vík. Félagsmenn eru nú 108. Félagíð hefir frá áramótum hafið bensínsölu fyrir meðlimi sína og aðra, og hefir frá sama tíma tekið við bensínsölustöð Nafta h.f. og gert samning við það félag um sölu á bensíni. | Hefir sú starfræksla gengið ! mjög vel. Nú sem stendur eru samtals 319 fólksbifreiðar á öllum stöðv- unum í Reykjavík. Af þessum bifreiðum eiga bifreiðastjórarn- ♦ Samkomulag um skiln- adarmálið á Alþíngí Ekkcrt i»á láta ógert til þess að skapa ein- ingu iun lijjóðaratkvæðagreiðsluna. Á Alþingi hefir um skeið verið unnið mjög kappsamlega að því af mörgum þingmönnum að ná samkomulagi í skilnaðar- og lýðveldismálunum, svo að þjóðin gæti staðið einhuga í at- kvæðagreiðslunni um þessi mál. Hefir þetta kostað meira starf en flesta grunar, sem ekki hafa getað með því fylgzt, því að svo virðist, sem ýmsir þingmenn hafi talið sér pólitískt hagkvæm- ara að viðhalda óeinungunni um málið en að samfylkja þjóð- inn í atkvæðagreiðslunni. Einkum virðist þessa hafa gætt hjá kommúnistum. Um síðustu helgi náðist sam- komulag, sem á að tryggja, að allir flokkar vinni einhuga að þjóðaratkvæðagreiðslunni sem raunverulega er það eina, sem nokkru skiptir hér eftir fyrir ís- lendinga í þessum málum, og að atkvæðagreiðslan sýni sem eindregnastan vilja þjóðarinnar. Aðalatriði samkomulagsins eru þessi: 1. Atkvæðagreiðslan fari fram eftir 20. maí. Til þess hafði verið ætlazt, að atkvæðagreiðslan færi fyrr fram og þess vegna var þingið kvatt saman 10. janúar í stað þess að það kæmi saman á venjulegum samkomudegi sínum í febrúar. Framsóknarflokkurinn hafði í haust reynt að ná samkomulagi um, að atkvæðagreiðslan færi fram eftir 20. maí, en um það náðist þá ekki samkomulag. Af hálfu nokkurra Alþýðu- flokksmanna hefir verið lögð á það mikil áherzla, að atkvæða- greiðslan færi ekki fram fyrr en eftir 20. maí, því að með því móti telja þeir fullnægt ákvæðum sambandslaganna um uppsagnarfrestinn: Þá eru lið- in þrjú ár síöan Dönum bárust ályktanir Alþingis 1941, en Dan- ir hafa viðurkennt, að þær full- nægðu endurskoðunarákvæðum sambandslaganna. Jafnaðarmenn hafa lagt svo mikla áherzlu á þetta, að þeir hafa talið, að atkvæðagreiðslan fullnægði ekki fyrirmælum sambandslaganna, þótt tilskilið atkvæðamagn fengist, . ef at- (Framli. á 4. síðu) BERGSTEINN GUÐJÓNSSON formaður Hreyfils. ir sjálfir um 260. Allar þessar 319 bifreiðar greiða í stöðvar- gjald yfir 600 þús. kr. á ári. Væru þær allar á einni stöð myndi afgreiðslukostnaður lækka a. m. k. um helming. Félagið hefir nú ráð yfir 98 : bifreiðum, en þeim mun fjölga: eitthvað um næstu mánaðamót.1 Takmark félagsins er að sam- | eina allar leigubifreiðar til ’ mannflutninga í Reykjavík á I einn stað. Félagið virðist eiga vinsæld- ’ um að fagna og hafa bifreiðar þess haft mjög mikið að gera síðan félagið hóf starf sitt. Við horfum vonglaðir til framtíð-! arinnar, því við vitum að skiln- : ingur á yfirburðum samvinn-; unnar fer stöðugt vaxandi, bæði ’ hjá bifreiðastjórunum sjálfum og viðskiptamönnunum. Þannig fórust formanni hins nýja samvinnufélags orð um fé- lag þeirra bifreiðastjóranna. Munu samvinnumenn fylgjast með þessari merku samvinnu- tilraun manna, sem eiga vinnu- tæki sín sjálfir — hvernig þeim gengur að byggja upp félag sitt og gera það að stóru umbóta- og atvinnufyrirtæki í höfuð- staðnum. Stjórn s.f. Hreyfils skipa Bergsteinn Guðjónsson (form.), Ingjaldur ísaksson; Þorgrímur Kristinsson, Tryggvi ■ Kristj áns- son, og Ingvar Sigurðsson. Nýlálitm er Jóhann Þorkelsson fyrrv. dómkirkjuprestur 1 Reykjavík. Hann var vinsæll maður og vel látinn, enda mjög samvizku- samur í störfum sínum. Sýniog á listasafni Markúsarlvarssonar Stjórn Félags íslenzkra mynd- listarmanna og frú Kristín And- résdóttir, ekkja Markúsar heit- ins ívarssonar framkvæmda- stjóra, boðuðu blaðamenn á fund sinn í gær og skýrðu frá því, að í ráði væri að opna sýn- ingu á listaverkasafni Markús- ar heitins á laugardaginn kem- ur. Verður sýning þessi í Sýn- ingarskála myndlistarmanna. Markús heitinn ívarsson var, svo sem kunnugt er, listvinur hinn mesti, og átti hann hið stærsta og bezta málverkasafn, er var í eigu einstaks manns hér á landi. Verður sýning þessi því mjög merkileg og yfirgrips- mikil, alls 156 málverk og högg- myndir og 50 teikningar eftir 32 íslenzka listamenn. Hafði það lengi verið ósk Markúsar að geta sýnt listasafn sitt á einum stað. Að Markúsi látnum stofnuðu vinir hans ýmsir sjóð með 20 þúsund króna framlagi. Skyldi vöxtum þessa sjóðs vaiúð, eftir settum reglum, til þess að kaupa listaverk, er í framtíðinni myndi sérstaka deild í fyrirhug- uðu listasafni ríkisins. Skal deild þessi kennd við Márkús heit- inn. Hefir skipuiagsskrá sjóðs- ins nú hlotið staðfestingu og stjórn hans verð kosin sam- kvæmt henni. Skipa hana frú Kristín Andrésdóttir,, Jón Þor- leifsson listmálari og Valtýr Stefánsson ritstjóri. Ágóði af listsýningu þessari rennur í minningarsjóðinn. Enginn, sem ann- myndlist, ætti að láta undir höfuð leggj- ast að koma á þessa sýningu, ef hann á þess nokkurn kost. Harðindi Tíminn átti örstutt samtal í gær við Steingrím búnaðar- málastjóra. Kvað hann erfitt mjög um beit búfénaðar um land allt. Beztir eru hagar og tíðarfar á Austurlandi. En snjór er mestur í Þingeyjarsýslum.og er hann illa lagður. Annars eru það einkum áfreðar og svella- lög, sem valda því, hve oft og víða á landinu er haglítið. — Hross ganga enn úti í þúsunda- tali í hrossahéruðunum, þótt haglítið sé og sérstaklega ill- viðrasamt. En sauðfé er víðast gefið algerlega inni. Fóðurbæt- ir, einkum síldarmjöl, er gefinn í stórum stíl nær alls staðar á landinu. Heyskapur varð eins og kunnugt er yfirleitt lítill s. 1. sumar. Gengur óðum á heyja- forða manna. ÓSærð hamlar mjólkurflutnmgí í gær brutust nokkrar mjólk- urbifreiðar austan yfir Mos- fellsheiði, sem lögðu af stað að austan í fyrradag. En 14 bifreið- ar voru fastar í fönn á austur- leið, þegar síðast fréttist í gær. Farþegar voru í sumum þeirra. Frá Borgarnesi og Akranesi kemur nokkuð af mjólk, þegar ferðir falla, en skipaskortur o. fl. hamlar flutningum öðru hvoru og í gær var engin ferð sjóleiðina. Það má því búast við að ekki verði nóg mjólk í bæn- um í dag. Hellisheiðarvegur- inn er hulinn svo mikilli fönn, að hann er algerlega ófær. Á VÍÐAVANGI Afturför. Kommúnistar hér á íslandi hafa fengið mikið ámæli hjá flestum þjóð- ræknum mönnum fyrir að tilbiðja Rússa sem hjáguði sína. En þar sem framþróunin er mest hjá Rússum, þar er afturför hjá ísl. kommúnistum. Að- almál „komma" hér, er að verkalýð- urinn fái sem flestar krónur á klukku- stund, en síður hugsað um verðgildi þeirra og kaupmátt, og enn síður hugs- að um, að verkamenn hafi trygga at- vinnu, sem mest er um vert fyrir þá. Rússar hafa komið á hjá sér þannig launakerfi, að menn fá laun fyrir verk sín eftir því, sem þeir vinna. En „kommarnir“ hér á íslandi kosta kapps um, að ónytjungurinn og dugnaðar- maðurinn fái jafnt kaup. í Rússlandi er reynt að borga mönnum eftir verð- leikum, en hér er kapp kommúnist- anna að færa dugnaðarmanninn nið- ur til ónytjungsins. í Rússlandi reyna kommúnistar að byggja upp þjóðfélag- ið og gera menn dugmeiri. Á íslandi þekkjast kommúnistar einkanlega af margs konar niðurrifi og skemmdar- verkum. Ef ísl. lcommúnistar vildu læra góða siði af Rússum, þá myndu þeir hætta að vinna að afturför íslenzkrar alþýðu. Rússavinur. Pagslsrsin svarar. Síðastliðið sumar gengu þrír menn frá Búnaðarfél. íslands og þrir menn frá verklýðsfélögunum, saman í nefnd til þess að reyna að færa niður dýr- tíðina með frjálsum samtökum. Sam- komulag náðist ekki. Fulltrúar bænd- anna voru fúsir á að færa niður verð landbúnaðarvara, gegn því, að verka- menn kæmu á móts við þá um niður- færslu kaupsins. En þeir neituðu. Nú hefir stærsta verkamannafélag lands- ins svarað nánar, með miklum kröfum um kauphækkun og þar með vaxandi dýrtíð. Allir vita þó, að lífsnauðsyn er aö færa niöur dýrtíðina, svo að hér sé ekki dýrara að framleiða, held- ur en í þeim löndum, sem við vejjðum að keppa við. Og allir hljóta að sjá, að eftir því, sem dýrara er að fram- leiða hér heldur en annars staðar, eftir því er meiri hætta á minnkandi at- vinnu eða atvinnuleysi. Eina sann- girnin í þessum kröfum Dagsbrúnar er sú, að all margir menn hafa sópað að sér óeðlilegum gróða i skjóli stríðs- ins og storka fátækum vinnandi al- menningi með óhófslifnaði og auð- drottnun. Það er gamli ójöfnuðurinn, sem fæðir annan ójöfnuð af sér, sem hér er á ferðinni eins og svo oft áður. „Bóiidiiin“ spiirður, Það væri fróðlegt, að „Bóndinn", sem nýiega hóf göngu sína til þess að vera (eftir því sem hann sjálfur segir) „málgagn framleiðenda til lands og sjávar,“ gerði skilgreiningu á því, hverjir séu framleiðendur. Eru það þeir, sem verkin vinna við framleiðsluna eða aðeins þeir, sem hafa ráð á peningunum, er liggja í atvinnutækjunum? Eða eru það báðir þessir aðilar? Tökum dæmi til skýr- ingar: Maðm- á skip, en situr sjálfur án verulegrar vmnu í einhverri „lux- usvillunni" og dundar þar helzt við að telja peningana, sem útgerðin gef- ur af sér. Annar maður vinnur ár eftir ár á skipinu og leggm alla sína orku fram — og oft líf sitt í hættu — við að afla auðæfa úr skauti hafsins. Er aðeins annar þessara manna fram- leiðandi? Og þá hvor þeirra? Vonandi getur blaðið svarað spurn- ingunum, sem liggja svona nærri verkahring þess og útgefendum. Kári. Péfur í HJörsey átfræður Bændaöldungurinn Pétur Þórð- arson í Hjörsey varð 80 ára í gær. Pétur var um alllangt skeið þingmaður Mýramanna, og hef- ir jafnan starfað mikið að al- mennum málum í sveit sinni og héraði. Hann er greindur, sjálf- menntaður maður, tillögugóður (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.