Tíminn - 17.02.1944, Síða 2

Tíminn - 17.02.1944, Síða 2
70 TlMIMV, fimmtHdagiiin 17. febr. 1944 18. blað ^íminn Fimtudtiyur 17. febr. að- • Hömlur á einka- framftakíuu Pyrir nokkru síðan átti ég tal við greinagóðan bónda, sem fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum. Hann sagði, að sér félli þó að ýmsu leyti vel við Pram- sóknarflokkinn, enda væri hann tvímælalaust öruggur málsvari landbúnaðarins. En mér falla ekki ýmsar hömlur, sagði hann, sem þið Framsóknarmenn vilj - ið leggja á einkaframtakið. Það á að fá að vera frjálst, alveg frjálst. Talið barst að öðrum efnum. Alveg blöskrar mér ofvöxtur Reykjavíkur, varð bóndanum meðal annars að orði. Ef ég væri Reykvíkingur, myndi ég þó hafa enn stærri áhyggjur út af því. Útsvörin hljóta að verða óbæri- leg eftir stríðið. Þá verða kröf- urnar til bæjarins enn meiri, en tekjustofnarnir fátæklegri, þegar stríðsgróðinn er horfinn. Það er heldur ekkert gaman að vita af mönnum atvinnulausum og þurfandi, þótt maður sleppi við það sjálfur. Það er annars meira þjóðfélagslega óráðið Reykjavík skuli-hafa verið látin stækka miklu meira en nokkur skynsemi mælir með. Undir þessi ummæli bóndans munu vafalaust allir hugsandi menn geta tekið. En hvers vegna hefir Reykjavík stækkað og þanizt svona óeðlilega út? Er það að kenna hömlunum á at- hafnafrelsinu, sem ýmsir láta svo illa af? Eða er það vegna þess, að það hefir vantað höml- ur til þess að koma í veg fyrir ofvöxt bæjarins? Það mun áreiðanlega ekki torvelt neinum að svara þess- um spurningum. Ofvöxtur Reykjavíkur er talandi tákn þess hvernig fer, þegar einka- framtakið er látið eitt um hit- una. Það lætur ekki stjórnast af neinum þjóðhagslegum sjón- armiðum, heldur oft og einatt af svipulum gróðavonum líðandi stundar. Þeir, sem hafa ráðið yfir fjármagninu, annaðhvort sem einkaeign eða. lánsfé, hafa talið vænlegast að ávaxta það í ýmis konar starfrækslu í Reylrjavík, verzlun, iðnaði og húsabyggingum. Þeir hafa vænzt þess, að það gæfi fljót- astan gróða. Hins hafa þeir ekki gætt, hvort með þeim móti væri bezt og varanlegast búið í hag- in fyrir þjóðina. Ef því fjármagni, sem runnið hefir til óeðlilegrar útþenslu Reykjavíkur, hefði verið varið til hagnýtingar á atvinnuskil- yrðum sveita og sjávarþorpa, þar sem margt manna gæti bú- ið við örugga afkomu, myndu framtíðarhorfur þjóðarinnar vera aðrar og bjartari en þær eru nú. f stað þess blasir við atvinnuleysi þúsunda manna í stórborg, sem hefir vaxið langt úr hófi fram, þegar tillit er tekið til eðlilegra atvinnuskil- yrða. Þessi öfugþróun, sem hér hef- ir verið lýst, er ávöxtur hins hömlulausa og skipulagslausa einkaframtaks. Sambærileg dæmi mætti nefna í þúsunda- tali og þau munu halda áfram að gerast í enn ríkara mæli, ef ekkert verður að gert. Eigi að koma á þeirri skipun, 'að fjármagni og vinnuafli þjóð- arinnar sé jafnan beint að þeim viðfangsefnum, sem heildina varðar mestu, þá verður ekki hjá því komizt, að það opin- bera komi fastri skipun á þessi mál og setji einkaframtakinu nauðsynlegar hömlur, sem haldi því innan þess starfsviðs, er samrímist hagsmunum þjóðar- innar. Slíkt skipulag ætti vissulega ekki að vera til neinnar tálm- unar heilbrigðu einkaframtaki, því að umræddar hömlur stefna ekki að því að þrengja kjör þess, heldur aðeins beina því að hin- um nauðsynlegu verkefnum þjóðfélagsins. í stað þess, að það sé látið byggja of stóra borg, sem skapar fyr eða síðar at- vinnuleysi og óáran í þjóðfé- laginu, er því beint inn á þá braut, að efla byggðina þar, sem Gttðmnndur Hannesson próíessor? Lækníslausu héruðín Eeykjavík eða sveítahérað? Tíminn hefir orðið sér úti um heimild til þess að birta eftirfarandi grein Guðmundar Hannessonar prófessors, sem lit kom í síðasta Læknablaði, þar sem höfundurinn gerir saihanburð á héraðslæknishlutskiptinu og -algengu starfi lækna í Reykjavík. Er greinin hin athyglisverðasta, enda talar hér maður, sem þekkir hvorutveggja af eigin reynd. Á síðustu árum hefir það vilj- að til hvað eftir annað, að læknar hafa ekki fengizt í læknishéruð, svo að þau hafa staðið læknislaus tímum saman, þrátt fyrir allan læknafjöld- ann. Þá hefir það og oft verið erfitt eða ómögulegt að fá staðgöngumann, jafnvel í brýnustu nauðsyn. Þetta er að vísu ekki neitt nýtt fyrirbrigði. Fyj á árum var hér oft og eiriatt mikill lækna- skortur, en nú er ekki því um að kenna. Nú eru læknar fleiri en nauðsyn krefur, og fjölgar með hverju ári, en nálega allir ungu læknarnir setjast að í Reykjavík. Þar eru nú um 63 starfandi læknar, og 25 í hin- um kaupstöðunum. í mínum augum er það al- vörumál, að héruð skuli standa læknislaus, úr því að nóg er til af læknum. Það er læknunum atvinnuskilyrðin eru. í stað þess að það sé látið þenja vissa at- vinnugrein, t. d. milliliðastarf- semina, langt úr hófi fram, er því beint að því að efla líf- vænlega framleiðslu. í stað þess að það fái að nota lánsfé þjóðarinnar til hvers konar þjóðhagslegrar ráðleysu, eins og átt hefir sér stað undir núver- andi stjórn stærri bankanna, þá fær það aðeins lánsfé til skynsamlegra og 'nauðsynlegra framkvæmda. Frá sjónarmiði þeirra, er vilja heilbrigðu einkaframtaki vel, eru slíkar hömlur enginn bjarn- argreiði við það, heldur bjarg- vættur þess. Haldist einkafram- takinu uppi að gera hverja þjóðhagslegu vitleysuna ann- arri stærri, eins og t. d. þá; sem hér hefir verið lýst, og skapa þannig óáran og at- vinnuleysi, þá endar það ekki með öðru en því, að öfgunum er boðið heim og endirinn get- ur orðið einkaframtakinu verst- ur. Þ. Þ. til lítils sóma, og ólíklegt að rík- ið geti unað við slíkt til lengd- ar. Læknadeild háskólans er rekin til þess að sjá landslýðn- um fyrir nægri og sem beztri læknishjálp, en ekki til þess að fylla stærstu bæina með lækn- um, sem hafa lítið að starfa og eru þar ef til vill „inutile pon- dus“. (Þ. e. ávaxta ekki sitt pund). Það ætti ekki að vera ókleift að ráða bót á þessu, og verður vikið að því síðar, en fyrst er ef til vill réttast að athuga hvern- ig fer, ef ekkert er aðhafzt. Ég geri þá ráð fyrir því, að ungu læknarnir haldi upptekxr- um hætti og setjist allir að í stærstu bæjunum, aðallega Reykjavík. Afleiðing þessa er sú, að lækrium fjölgar þar miklu hraðar en svarar vexti fólks- fjöldans, og að meðaltekjur lækna lækka með hverju ári. Þá verða og tekjurnar ærið mis- jafnar, miklar hjá fáeinum, en þeim mun minni hjá hinum. Þeirr sem verða harðast úti, eiga þá um tvo kosti að velja: að sækja um læknishérað eða leita sér annarar atvinnu. Nú er það gömul reynsla, að læknar breyta manna sízt um atvinnuveg, og myndu því flestallir taka fyrri kostinn. Það er því engin hætta á því, að héruðin gangi ekki út er til lengdar lætur, en hitt er óvíst, að þeir, sem báru lægri hlut í samkeppninni í Reykjá- vík, verði ákjósanlegir héraðs- læknar. Það er vandaminna að vera læknir í stórum bæ, þar sem vísa má sjúklingum til sér- fræðinga og leggja þá í sjúkra- hús, heldur en vera einn síns liðs og verða að - gera flest sjálfur. En þótt það sé augljóst, að læknar fáist í héruðin áður en langir tímar líða, og jafnvel að þau verði keppikefli, þá er sá hængur á öllu þessu, að þau þola ekki biðina, og auk þess er hvert ár, sem þau standa læknislaus, læknastéttinni til skammar. Mér finnst það síð- ferðileg skylda hennar að sjá héruðunum fyrir nauðsynlegri læknishjálp, svo framarlega sem lífvænleg kjör eru í boði. Það er og drengilegra að vinna nauðsynjaverk-af eigin hvötum, heldur en að láta neyðina reka ! sig til þess. Læknum er það vorkunnarlaust, að semja regl- ur um það, hversu störfum yrði I skipt milli þeirra. Fljótt á að líta sýnist þetta einfalt mál og hægðarleikur. Og þó er það margt, sem laðar í læknana til Reykjavíkur. Fyrst má nefna það, að lækn- | arnir eru börn sinnar tíðar, og nú streymir fólk úr öllum stétt- um til borganna. Ungu stúlk- urnar eru þar í fararbroddi. Og I það er sama sagan hvert sem vér lítum. Jafnvel í Rússlandi varð svo mikill skortur á sveitalækn- um, að stjórnin veitti lækna- stúdentum sérstakan náms- styrk, gegn því að þeir störfuðu 3 ár í sveitum að loknu námi. Mér þykir það ekki ólíklegt, að konur og heitmeyjar ungu lækn- anna eigi mikinn þátt í því, að flestir þeirra setjast að í Reykja vík. Og hvað vilja ekki lækn- arnir gera fyrir konur sínar, þegar þær biðja þá vel? En það er margt fleira, sem freistar læknanna. Þeir óttast einangrunina, ferðalögin og erf- iðið í sveitahéruðunum, allt um- stangið og áhættuna við hús- næði, lyfjasölu o. fl. Þá getur þeim heldur ekki dulizt, að góð- ur sveitalæknir þarf að kunna fleira en að skrifa lyfseðla og að vísa sjúklingum frá sér til sérfræðinga og sjúkrahúsa, heldur ekki að frelsi sveita- lækna er af mjög skornum skammti. Og tekjurnar hafa víða verið smáar. Þótt nokkuð sé til í öllu þessu, og að þeim einum sé hent að verða héraðslæknar, sem eru heilsugóðir, þá má of mikið úr öllu þessu gera. Ég get ekki fallizt á, að bless- aðar konurnar eða konuefnin eigi að ráða því, hvar menn þeirra setjast að. Það eru þeir, en sjaldnast þær, sem eru lækn- ar, og þeir eiga að ráða hvar þeir Iáta Ijós sitt skína og hvern- ig. Góð kona fylgir manni sín um með glöðu geði, hvert á land sem vera skal, jafnvel út í hin yztu myrkur. Minning Sveins Steindórssonar frá Hveragerði Aðfaranótt 3ja þessa mán- aðar brann eitt af stórhýsum Reykjavíkur til kaldra kola, og varð sá eldur að fjörtjóni ung- um atorkumanni, Sveini Stein- dórssyni frá Hveragerði. Sveinn Steindórsson var fædd- ur að Efri-Steinsmýri í Meðal- landi 7. desember 1913. Voru foreldrar hans Sigurbjörg Þor- kelsdóttir og Steindór Sigur- bergsson. Fluttist hann 3ja ára að aldri með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar og átti þar heima til ársins 1926. Þá flutt- ist hann að Ósgerði í Ölfusi, sem foreldrar hans tóku til á- búðar þá um vorið. Árið 1930 dó Steindór, faðir Sveins, frá fimm börnum, og var Sveinn þeirra elztur. Féll þá í hlut hans, seytján ára unglings, forsjá heimilisins, og mátti kalla það ærið hlutverk, því að efnin voru næsta lítil. Árið eftir, 1931, fluttust þau í Hveragerði og nefndu hús sitt þar Ása, eftir æskuheimili Sig- urbjargar, Ásum í Skaptár- tungu. Sveinn stundaði nú almenna vinnu, akstur og smíðar, því að hann lagði gjörva hönd á flest, eins og títt er um marga hina beztu Skaptfellinga. En skóla- göngur og annað margt, sem hugur hans stóð til, varð að lúta fyrir þeirri nauðsyn að halda saman heimilinu og sjá því farborða, enda tókst þetta með ágætum. Þegar borun hófst eftir jarðhita, á vegum Rannsóknarráðs ríkisins, ár- ið 1940, var Sveinn ráðinn verkstjóri þar, og annaðist hann boranirnar, fyrst með einum, en síðan með tveimur borum, víðs vegar hér suðvest- an lands, en einnig á Norður- (Framh. á 4. síðu) Því hefir verið borið við, að Mér er sagt, að föst laun séu nú sveitahéruðin væru tekjurýr. alls 13—14 þús. kr. á ári að með- altali, og að „consultatio" (þ. e. viðtal) kosti nú um 4 kr. Ég kalla þetta góð kjör, og það má mikið vera, ef Reykjavík býður yfirleitt betur. Hún gerir það ekki til lengdar. Viðvíkjandi ferðalögunum og erfiðinu, þá get ég sagt það af eigin reynd, að þetta kemst upp í vana, og auk þess eru nú ferða- lögin víða leikur einn, er fara má langar leiðir í bílum. Mörg læknishéruð eiga nú bæði lækn- isbústað' og sjúkrahús. Hitt er satt, að héraðslæknar búa við mikið ófrelsi og hafa alltaf næturklukkuna yfir höfði sér. Þó má svo lengi illu venjast að gott þyki. Ég get vel skilið, að sumum læknum vaxi sá vandi í augum, að taka að sér læknishérað. Þeir verða þá meðal annars að geta gert flesta aðkallandi skurði, aðstoðarlítið og stundum í af- leitum húsakynnum. Þá er eins, að þeir þurfa að vita góð deili á öllum sérfræðigreinum, ekki sízt kven- og barnasjúk- dómum. Þá er ekki fátt, sem héraðslæknum ber að hugsa um, viðvíkjandi heilbrigðisá- standi héraðsins. Mér varð ekki svefnsamt fyrstu nóttina, sem ég var hér- aðslæknir! Ég var þá verkfæra- laus og bókalaus, en átti að gegna tveimur héruðum. Það er að vísu ekki á allra færi að verða nokkru sinni góð- | ur héraðslæknir, en fæstir þurfa þó að setja vandann fyrir sig, ef þeir halda vel á sínum spilum. Mér finnst að hvert læknis- hérað sé heilt kóngsríki fyrir ungan lækni. Þar er oftast mikil þörf fyrir dugandi mann, og þar fær læknirinn gþfugt og gagnlegt lífsstarf og tækifæri til þess að láta sitt ljós skína. Verkefnin eru fleiri en nokkur kemst yfir. Eitt er að sjálfsögðu það, að leysa vandræði þeirra, sem til manns leita, ef það er unnt, og að semja nauðsynlegar skýrslur. Þetta er skylduverk hvers skussa, en ötull og áhuga- samur læknir lætur sér ekki nægja þetta. Hann kynnir sér vandlega allt heilbrigðis- og menningarástand héraðsins, eftir því sem tími hans leyfir, hversu húsakynnum, fötum og fæði manna sé háttað, hvort (Framh. á 4. síðu) Amlcrs Frihagcn: Fjármál (JNRRA í fyrri grein Anders Frihagen, sem birtist í seinasta blaði, var lýst skipulagi UNRRA. í síðari grein Frihagens, sem fer hér á eftir, er lýst fjárhagsmálum UNRRA og nokkrum helztu starfsháttum. Eitt af stærstu vérkefnum fyrsta ráðsfundar UNRRA var vitanlega tekjuöflunin. Ákveðið var að aðalforstjórinn skyldi leggja fýrir ráðið árlega tillögur um beinan rekstrarkostnað UNRRA (starfsmenn, skrifstof- ur o. fl.). Fyrsta áætlun for- stjórans, sem var lögð fyrir fund ráðsins í haust og náði yfir seinustu mánuði ársins 1943 og allt árið 1944, hljóðaði upp á 10 millj. dollara. Öll sam- bandsríkin skulu taka þátt í rekstrarútgjöldunum eftir regl- um, sem ráðið ákveður. Nefnd- in, er gerði tillögur um niður- jöfnunina, sagðist hafa farið eftir reglum, sem áður hefði ver- ið fylgt undir svipuðum kring- umstæðum, þó með nokkrum undantekningum. Bandaríkin greiða 44% af öllum rekstrar- útgjöldunum, Bretland og Rúss- land 15% hvort, Kína 5%, Frakkland og Kanada 4% hvort, en önnur ríki frá iy2% til 0.05%. Ekki færri en 15 ríki greiða 0.05% hvert. Annað höfuðatriði tekjuöfl- unarinnar er fólgið í því, að þess var farið á leit við þau ríki, er ekki hafa verið hernumin, að þau leggðu til hjálparstarfsemi UNRRA sem svaraði 1% af þjóðartekjunum á fjárhagsár- inu, er lauk 30. júní 1943. Með þessu móti er ætlazt til að UNRRA fái 2i/2 miljarð dollara til umráða. Framlag Banda- ríkjanna einna yrði iy2 miljarð- ur. Það er þó frjálst hverju ríki að greiða ekki þetta tillag, en siðferðislega séð, er því erf- itt að komast hjá því. í fjár- hagsáætluninni er þess óskað, að sem stærstur hluti af fram- lagi hvers lands, og ekki minna en 10%, sé gefinn á þann hátt, að hægt sé að nota hann utan landamæra þess, en afganginn getur það greitt í innlendri mynt, er UNRRA getur notað til vörukaupa í hlutaðeigandi landi. Þess var ennfremur óskað, að hvert sambandsríki/hvort sem það hefir verið hernumið eða ekki, legði meira af mörkum til starfsemi UNRRA en gert er ráð fyrir samkvæmt framansögðu. Sú skoðun var einnig látin í ljós, að vænzt væri framlaga frá fleiri ríkjum, þótt þau séu ekki með í UNRRA (hér er átt við hlutlaus ríki), og að slík fram- lög verði móttekin. Þriðja aðalatriðið í fjárhags- áætluninni er það, að stjórnir hernumdu landana, er ráða yfir nógu af gulli eða erlendum gjaldeyri, skuli sjálfar annast kostnaðinn við hjálparstarf- semina í hlutaðeigandi landi. Þetta er sett þannig fram, að ekki megi rýra getu UNRRA til að hjálpa bágstöddustu þjóðun- um með þeim hætti, að fjár- magn hennar sé notað til hjálp- ar þeim, er geta staðizt straum af kostnaðinum. Ákvörðun um það, hvort hlutaðeigandi land getur staðið undir kostnaðin- um, skal tekin af aðalforstjór- anum í samráði við ríkisstjórn þess og þá nefnd ráðsins, er þessi mál heyra undir. Slíka ákvörðun má leggja undir-end- anlegan úrskurð ráðsins. Aðal- forstjórinn skal miða slíka ákvörðun sína við umráð hlut- , aðeigandi lands yfir erlendum , gjaldeyri og þörf þess fyrir að j nota hann í öðrum tilgangi. I Frakkland, Belgía, Holland og | Noregur voru meðal þeirra ilanda, er talið var að gætu sjálf borið kostnaðinn af hjálp þeirri, sem þeim yrði veitt. Þau ríki, sem ekki geta staðið straum af kostnaðinum, eiga að láta andvirði þeirra hjálparvara, sem seldar eru til almennings, renna aftur UNRRA, er notar það til annarar hjálparstarfsemi í sama landi. f fjárhagsáætlun UNRRA er þess óskað, að sambandsríkin leggi enga tolla á vörur UNRRA, svo að vörur hennar hækki ekki í verði af þeim ástæðum. Þessi tilmæli ná jafnt til útflutnings- lands, innflutningslands og lands, sem vörurnar eru fluttar um. Ráðið samdi reglur um dreif- ingu vaia, sem skortur er á. Ná- kvæmar skýrslur skulu gerðar um vöruþörf hvers lands, svo að yfirlit fáist um heildarþörfina. Aðalforstjórinn skal hafa beina samvinnu við The Combined Boards*) um fullnægingu á þörfum þess lands, er UNRRA annast greiðslu fyrir. Þau ríki, sem sjálf standa undir kostn- aðinum, geta snúið sér beint til The Combined Boards, en skulu þó jafnframt senda skýrslu um það til aðalforstjóra UNRRA. Aðalforstjórinn skal áður en viðskiptin eru um garð gengin, tilkynna The Combined Boards, hvort hann samþykkir þau. Skal hann áður kynna sér, hvort þau muni geta orsakað misjafna skiptingu þeirra vöru- birgða, sem fyrir hendi eru. Ríkisstjórn eða viðurkennd yfirvöld hlutaðeigandi lands skulu bera höfuðábyrgð hjálp- arstarfseminnar á hverjum stað. Hjálp, sem UNRRA veitir, má ekki nota í pólitískum tilgangi. Það má ekki heldur taka tillit til þjóðernis, ætternis, trúar- eða stjórnmálaskoðana. Á sama hátt og hjálpin til einstakra landa má ekki miðast við getu þeirra til endurgjalds, má ekki *) The Combined Boards sér um vinnuútvegun, flutninga o. fl. fyrir heri Bandamanna. miða dreifingu matvæla, klæðn- aðar o. fl. til einstaklinga við fjái-hagsgetu þeirra. Öll slík dreifing skal háð strangri skömmtun og verðeftirliti og þess skal vel gætt, að einkafyrir- tæki, sem aðstoða við hana, skapi sér ekki óeðlilegan hagn- að. Það skal kappkostað, að yfir- völd og eldri verzlunarfyrirtæki á hverjum stað hafi dreifing- una aðallega með höndum. UNRRA skal því aðeins fela sér- stöku starfsliði það, að slíkt sýni sig nauðsynlegt og stjórn- arvöld hlutaðeigandi lands óski þess. Á sviði heilbrigðismálanna verður það hlutverk UNRRA að vinna gegn hverskonar pestar- faröldrum og smitandi sjúk- dómum, sem algengt er að fylgi í kjölfar styrjaldar. UNRRA skal og á annan hátt vinna að því að koma viðunandi skipulagi á heilbrigðismálin í herteknu lönd unum. Þetta verður mjög um- fangsmikið starf og mun krefj- ast fjölmenns starfsliðs. UNRRA getur líka tekizt á hendur ýmislega félagslega styrktarstarfsemi í samráði við hugsanleg óháð félagssamtök á hverjum stað. Sérstaklega skal þá aðstoðin veitt börnum, mæðrum, gamalmennum og ör- kumla fólki. Eitt torveldasta starf UNRRA, og jafnframt eitt það umfangs- mesta, verður heimflutningur þess fólks, sem af styrjaldar- ástgeðum hefir verið neytt til að yfirgefa heimili sín. Það er áætlað, að 20—25 millj. manna hafi á þennan hátt orðið að

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.