Tíminn - 17.02.1944, Qupperneq 4

Tíminn - 17.02.1944, Qupperneq 4
TÍJHIXiX, fimmtmlagiim 17. febr. 1944 72 18. Iilað IJR BÆI\UM Skemmtun Framsóknarmanna í Listsvningar- skálanum byrjar kl. 8% í kvöld. Fyrst veröur spiluð Framsóknarvist, að henni lokinni verðm' verðlaunum úthlutað til sigurvegaranna. Síðan flytur Her- mann Jónasson stutta ræðu, hópur stúdenta syngur nokkur lög, og loks verður almennur söngur og dans undir dillandi tónum hljómsveitar Bjarna Böðvarssonar, eitthvað fram á nóttina. Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrir kl. 3 í dag. Aðeins örfáir miðar voru ólofaðir í gærkveldi, og ganga fyrir þeim félagsbundnir Framsóknarmenn, meðan þeir endast. Oddrún Bergsteinsdóttir frá Torfastöðum í Fljótshlíð, nú til heimilis á Njálsgötu 84, á áttræðisaf- mæli í dag. Áheit á Strandarkirkju afhent afgreiðslu Tímans: Frá konu kr. 15,00, frá N. N. kr. 10,00, frá Þ. Þ. kr. 5,00 Fimintán iiieiin. (Framh. af 1. siðu) „Óðinn“ frá Gerðum var 22 smálestir, smíðaður í Dan- mörku 1930, eign dánarbús Guðmundar Þórðarsonar í Gerð- um. Á honum voru þessir menn: Geirmundur Þorbergsson að Bræðraborg í Garði, skipstjóri, fæddur 9. september 1910. Kvæntur, lætur eftir sig þrjú börn. Þorsteinn Pálsson, vélstjóri, Garði, fæddur 8. júní 1909. Kvæntur, lætur eftir sig fjögur börn. Þórður Óskarsson, háseti, Gerðum, fæddur 16. september 1925. Ókvæntur. Tómas Árnason, háseti, Flat- ey á Skjálfanda, fæddur 28. september 1925. Ókvæntur. Sigurður Jónasson, háseti, Súðavík, fæddur 4. nóvember 1923. Ókvæntur. Fimmtándi maðurinn, sem drukknaði í þessu mannskaða- veðri, var Sigurður Björnsson frá Geirlandi í Sandgerði, er drukknaði af vélbátnum ,,Ægi“, er honum hvolfdi í Garðsjó á laugardagsmorguninn. „Ægir“, sem skipverjar yfir- gáfu eftir áfallið það, er hann fékk, og flestir hugðu, að hefði bráðlega sokkið, rak á land undir Melabökkum í Melasveit. Situr hann þar á sandi, ofar- lega í flæðarmálinu. Er bolur bátsins heill að öllu leyti og allar líkur til þess, að honum megi ná á flot aftur. Þykir það furðulegt, að bátinn skyldi reka gegnum skerjagarðinn, sem er framundan Melasveitinni, án þess að brotna í spón. Samkomtilag um skilnaðarmálíð (Fravih. af 1. síðu) kvæðagreiðslan færi fram fyrir 20. maí. Þótt ekki væri gengiö inn á þetta sjónarmið þeirra, var fall- izt á að fresta atkvæðagreiðsl- unni fram yfir 20. maí. Við nán- ari athugun þótti líka vart faert, vegna sveitanna, að hafa at- kvæðagreiðsluna fyrr, og auk þess tryggði þessi frestur aukna einingu um málið. 2. Gildistökudagurinn 17. júní 1944 yrði tekinn úr sjálfu stjórn- arskrárfrv., en sett í hans stað, að stjórnarskráin skyldi öðlast gildi, þegar Alþingi ákvæði það. Jafnaðarmenn lögðu áherzlu á þetta með tilliti til þess, að konungi ynnist með þessu nokk- ur frestur til að segja af sér eða frá atkvæðagreiðsludegi og þar til þingið kæmi saman til að ákveða gildistökuna. Hafa þeir jafnan talið æskilegt, að kon- ungi yrði ekki vikið frá völdum fyrr en búið væri að sýna hon- um vilja þjóðarinnar og gefa honum nokkurn frest til af- sagnar. Af meirihluta þingmanna var á þetta fallizt, en það þó skýrt tekið fram, að þetta breytti ekki þeirri ákvörðun, að lýðveldið yrði stofnað 17. júní. Alþingi er ætlað að koma saman aftur um miðjan júní til að leggja fullnaðarsamþykkt á skilnaðar- tliöguna, og var tekið fram, að þá yrði lýðveldisstjórnarskráin líka endanlega samþykkt með gildistöku 17. júní. Af hálfu þeirra meirahluta- Frækileg sigiíng Esju stýrislaust í oisaveðri irá Vestijörðum til 332 Reykjavíkur Þegar „Esja“ fór frá bryggju á Bíldudalshöfn hinn 9. þ. m., vildi það óhapp til, að stýri skipsins rakst í marbakkann við bryggjuna og brotnaði af. Var þá varðskipið „Ægir“ þegar sent vestur til þess að veita „Esju“ aðstoð og draga hana eða stýra með dráttar- taugum til Reykjavíkur. Lögðu skipin af stað hinn 10. febrúar. Veður, sem hafði verið mjög gott, tók þá heldur að spillast, og fóru þá skipin inn á Pat- reksfjörð, með því,að ekki þótti öruggt að láta „Esju“ halda þannig áfram með á annað hundrað farþega innan borðs. Var „Súðin“ þá þegar send eft- ir farþegunum og jafnframt fenginn dráttarbátur hjá brezka flotanum hér, til þess að fara vestur og draga „Esju“ suður, því „Ægir“ er ekki byggð ur sem dráttarskip, hefir t. d. of viðspyrnulitla skrúfu til þess, og var því vitað, að hann myndi eiga erfitt með að ráða við „Esju“, ef nokkuð væri að veðri. Klukkan 10 að kvöldi þess 11. febrúar fór Ægir frá Patreks- firði til aðstoðar báti, sem var vélbilaður sunnan við Látra- manna, er vilja sem jákvæð- astan árangur atkvæðagreiðsl- unnar, var þessi tilslökun að ýmsu leyti ekki óaðgengileg. Allir hafa lýst sig fylgjandi lýð- veldisstofnun, en ágreiningur verið um gildistökudaginn. Með því að taka gildistökudaginn úr stjórnarskránni, var tryggt, að það ágreiningsatriði torveldaði ekki jákvæðan árangur at- kvæðagreiðslunnar um hana. Að framangreindum sam- komulagsatriðum standa Alþ.- flokkurinn, Framsóknarflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn. Alþýðuflokksmenn hafa lýst yfir, að þeir myndu vinna ein- huga að jákvæðum árangri at- kvæðágreiðslunnar, ef þessum atriðuum yrði fullnægt. Kom- múnistar hugðust hins vegar ætla að leika hina skeleggustu sjálfstæðismenn með því að standa gegn þessu samkomu- lagi og sýndu þar einu sinni/ enn, að þeir meta flokkshags- muni sína meira en einingu um málið. Þeir lýstu þó yfir því, að þeir myndu ekki láta þetta hafa áhrif á aðstöðu sína til atkvæðagreiðslunnar. Síðan samkomulag þetta náð- ist, hefir það gerzt, að allmarg- ir þingmanna hafa lagt fram þingsálýktun um þjóðhátíð 17. júní n. k. í tilefni af lýðveldis- 1 stofnuninni. Þótt jafnaðarmenn telji tillöguna ekki neitt brot á samkomulaginu, þar sem því var marglýst yfir, að staðið yrði við ákvörðunina um stofnun lýð- veldis 17. júní, þá munu þeir telja hana óheppilega á þessu stigi málsins, þar sem hún við- haldi deilunni um gildistöku- daginn, er æskilegt væri, að lægi sem mest niðri, a. m. k. fram yfir atkvæðagreiðsluna. Það er hins vegar óhugsandi, að þeir rjúfi það samkomulag, sem orðið er. Það, sem nú skiptir öllu máli er að skapa sem mesta þjóðar^- einingu í atkvæðagreiðslunni, Til þess að skapa slíka þjóðar- einingu, verða menn að vinna það til að láta ýms sérsjónarmið víkja. Það er jafn skaðlegt að vinna gegn slíkri þjóðareiningu, hvort heldur það er gert af undanhaldsástæðum eða því, að menn ætla að reyna að auglýsa sig sem framúrskarandi sjálf- stæðiskempur. bjarg. En með því að veður var gott þá um miðnættið, fór hinn brezki dráttarbátur af stað með „Esju“ í eftirdragi suður á leið. Gekk ferðin vel suður fyrir Bjargtanga, en þá tók að hvessa af suðri og síðar suðvestri, og um hádegisbil var komið af- spyrnurok, vindhraði 12 stig. Klukkan 12,45 slitnaði „Esja“ aftan úr dráttarbátnum, þá um 20 sjómílur suður af Bjargtanga, og rak skipið þá fyrir sjó og vindi í 35 mínútur, því að ekki mátti hreyfa skrúfurnar með- an vérið var að draga inn dráttarvíra og keðju. En að því búnu voru vélar settar í gang og skipinu siglt áfram, aðallega með annarri skrúfunni í senn, en hin notuð til að stýra með. Veðurofsinn hélzt til klukkan 3 síðdegis, en þá fór að smá- lægja, og þegar komið var inn í Faxaflóa, var vindhraðinn kominn niður í 6 vindstig. Lagðist „Esja“ á ytri höfnina í Reykjavík klukkan 2,48 árdegis á sunnudaginn 13. febrúar. Hinn brezki dráttarbátur hafði fengið dráttartaug í skrúf- una eftir að „Esja“ slitnaði aft- an úr honum og tafðist við það, enda sáu skipverjar á „Esju“ hann ekki nema skamma stund á eftir, og hann og „Ægir“ komu ekki til Reykjavíkur fyrr en um níu leytið á sunnudags- morguninn. Frá því laust eftir hádegi á laugardag og til ferð- arloka, sigldi því „Esja“ sína leið án hjálpar annara skipa, enda þótt hún væri stýrislaus, þrátt fyrir það mannskaðaveð- ur, sem var á laugardaginn. Þetta er glöggt dæmi um það, hvílíkt öryggi er í því fólgið að hafa tvær gangvélar og tvær skrúfur á skipi. Og virðist ein- sætt að leggja beri áherzlu á það í framtíðinni, þegar skip eru keypt eða byggð til siglinga á hættulegum leiðum, svo sem til ’strandferða og landhelgis- gæzlu hér við land, að hafa þau með þeim útbúnaði. Gert er ráð fyrir, að viðgerð á stýri Esju verði lokið um miðja næstu viku. Raimagnsólagíð í Reykjavík Rafmagnið í Reykjavík hefir verið í hinu mesta ólagi í vet- ur. Spennan er oft svo lág, að ekki eru hálf not af rafmagn- inu. Húsmæður eiga í hinu mesta stríði með matsuðu. Vél- ar, sem ganga fyrir rafmagni, stanza oft langa tíma dagsins og stöðvast við það verksmiðj- ur og verður af mikið vinnu- tjón. Einnig eyðileggjast vélar, þannig, að þær brenna í sundur í hinni breytilegu spennulægð. En ofan á allt þetta hækka svo bæjarvöldin rafmagnsverð- ið um 100%. Þetta myndi þykja okur hjá einstaklingum, þegar svo að segja er um lífs- nauðsynjar að ræða. En hverju má búast við, þar sem íhaldið og kommúnistar hafa aðal ráðs- mennskuna, Hörgfull á fiski Blaðið átti í gær tal við hina þekktu fisksala í Reykjavík,Jón og Steingrím. Kváðu þeir erfitt að fá nógan fisk til neyzlu. Ógæftir hafa verið svo miklar síðan á nýári,að fiskafli er yfir- leitt fremur lítill. En mikill fiskur virðist vera kominn á miðin. Læknislausu héruðin. (Framh. af 2. síðu) hætta stafar af smitandi eða arfgengum sjúkdómum (berkl- ar, lús, geitur, kláði, geðveiki & cet.) — Og hann segir öllum þeim ófagnaði, sem kemur í leitirnar, stríð á hendur, þótt venjulega verði að leggja alla áherzluna á eitt í senn. Þá gild- ir um að vera hygginn herfor- ingi, og að hafa tryggt sér að- stoð og fylgi beztu manna, því læknirinn þarf helzt að vinna sigur í hverri orustu. Samvizkusamleg rannsókn á einu læknishéraði væri ærið efni í doktorsritgerð, og barátt- an fyrir endurbótum væri nægi- legt’ ævistarf fyrir hvern lækni eftir annan. Það er viðbúið, aö vinnan yrði meiri með þessum hætti, og margt yrði unnið ókeypis. En gleðin yrði líka ósvikul, þegar vel gengi, og lífið margfalt auð- ugra. Að ýmsu leyti er aðstaða hér- aðslækpis betri og virðulegri en flestra borgarlækna. Hann er „héraðslæknirinn", sem allir þekkja, og ekki einn af mörg- um. Og standi hann vel í stöðu sinni, fer ekki hjá því, að hann eignist fljótlega marga vini og samherja. Það var einu sinni sú tíðin, að læknar hikuðu ekki við að sækja um héruð, þótt erfið væru, því að þá gátu þeir búizt við betra héraði síðar, svo framar- lega sem þeir stæðu vel í stöðu sínni. Það myndi til bóta, ef þessari reglu væri enn fylgt, þótt tíð læknaskipti séu ekki allskostar heppileg fyrir hér- uðin. Þá vil ég að lokum leggja það til, að aðgangur að læknadeild háskólans sé því skilyrði bund- inn, að nemendur skuldbindi sig til þess að starfa eitt ár í sveitahéraði, að loknu námi, ef heilbrigðisstjórnin gerir kröfu til þess, annað hvort sem settir héraðslæknar eða staðgöngu- menn. Þá kæmi það aldrei fyrir, að héruð stæðu læknislaus. Og það mun engan lækni iðra þess, að hafa litið upp úr skræð- unum eitt ár og séð sjálft lífið og þess þarfir. Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) vonir um, að Bandaríkjamenn muni miðla málum til hagsbóta fyrir Finna. Það er líka bersýni- legt, að aukinn skriður hefir komizt á friðarumleitanir Finna síðan Cordell Hull tók að að- vara þá um að halda ekki styrj- öldinni áfram. Þá telja Finnar einnig full- kominn mun á afstöðu sinni og ítala. ítalir réðust á Bandamenn í ávinningsskyni og á hinn ó- drengilegasta hátt. Hins vegar voru það Rússar, er réðust á Finna að fyrrabragði og hindr- uðu síðan hernaðarbandalag Norðurlandaþjóðanna, svo að Finnar neyddust til að leita verndar Þjóðverja. Þrátt fyrir þetta hófu Finnar ekki þátttöku í þýzk-rússneska stríðinu fyrr en þeir höfðu orðið fyrir árás Rússa. Jafnframt benda Finnar á, að þeir hafi aðeins haldið uppi sókn gegn Rússum meðan þeir voru að ná því landi, er Rússar tóku aftur 1940. Síðan hafa Finnar aðeins háð varnarstyrj- öid. Finnland hefir því raun- verulega ekki verið notað til sóknar eða árása gegn Rússum. Um allan hinn siðmenntaða heim er þess beðið með mikilli eftirvæntingu, hvernig þessum málum Finna lýkur. En vissu- lega mun mörgum finnast, að til lítils heyji Bandamenn styrj- öldina fyrir frelsi smáþjóðanna, ef sú þeirra, sem er einna fremst og gagnmerkust, verður beitt þrælatökum og ofbeldi. Péíur I Hjjörsey. (Framh. af 1. síðu) og velviljaður. Hann hefir því jafnan átt miklum vinsældum að fagna meðal samferðamanna sinna. Óska þeir honum alls góðs og þakka fyrir samveruna og samstarfið, nú þegar hinn áttræði heiðursmaður heldur yfir á níunda áratuginn. GAMLA Frú Míníver (Mrs. Miniver). Stórmynd tekin af Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: GREER GARSON. WALTER PIDGEON. TERESA WRIGHT. Sýnd kl, 6V2 og 9. BARÁTTAN UM OLÍUNA (Wildcat). RICHARD ARLEN, ARLINE JUDGE. Sýnd kl. 4. • NÝJA BÍÓ. Með íióðínii (Moontide). JEAN GABIN, IDA LUPINI og CLAUDE RAINS. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýning kl. 5: ÆFINTÝRIÐ í RAUÐARÁRDALNUM (Red River Vally). „Cowboy“ söngvamynd með ROY ROGERS. Lellcfélag Reykjjavlkur „Vopn gnðannaM Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. iveðnsprof verða haldin hér í Reykjavík fyrri hluta marzmánaðar n. k. Umsóknir um próftöku skulu sendar formanni prófnefndar í viðkomandi iðngrein fyrir 1. marz n. k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 14. febrúar 1944. ACÍÁAil BOFOEP-HAMSEN. Rennilásar fyrirliggjandi. Líisfykkj abúðín h.f. Hafnarstræti 11. Sími 4473. Miiming Sveins Steimlóessouas*. (Fravih. af 2. síðu) landi. Fórst honum það starf vel úr hendi, því að hann var maður bæði hagsýnn og verk- ! laginn. Árið 1941 kvæntist; Sveinn Ástrúnu Jónsdóttur, frá ! Sauðárkróki, og re.isti sér síðan lítið hús fyrir ofan Hveragerði. Síðasta ár rak hann garðyrkju- stöð í Reykjakoti, er hann hafði á leigu, og nú í vetur reisti hann sér allmikla gróðurskála hjá bæ sínum, sem hann stækkaði jafn- framt, en hvorttveggja hitaði hann með gufu, er hann fékk með borun úr gróðurlausum mel skammt frá. Nokkru fyrir ára- mót hóf hann borun eftir hita í Reykjakoti. Það var hans síð- asta borun og allsöguleg. Gufa kom upp svo mikil, að ekki virt- ist tiltök að virkja hana, heldur horfði svo um hríð sem yrði hún aðeins til stórtjóns. En með hugvití, áræði og dugnaði tókst Sveini að sigrast á þessu foraði og leiða það til fullrar hlýðni. Þegar hér var komið virtist framtíðin brosa við Sveini, eftir harða baráttu æskuáranna. Hann stóð á þrítugu og ætlað- ist mikið fyrir, þó að hann bær- ist ekki mikið á og miklar vonir stóðu til hans. „En fram eru feigs götur“. Nú um mánaða- mótin þurfti hann að bregða sér hingað til Reykjavíkur vegna framkvæmda sinna, og hér lét hann lífið, sem kunnugt er, aðfaranótt hins 3. þessa mánaðar, í hinum mikia eldi, er Hótel ísland brann. Á þessum tíma harðviðra og hörmunga berast mörg ótíðindi að eyrum manna. Þó held ég, að flestum hafi runið til rifja hin hryggilegu afdrif Sveins Stein- dórssonar. Og víst er það, að vinum sínum varð hann harm- dauði, enda hygg ég, að hann muni gleymast þeim furðu seint. Sveinn var þannig skapi far- inn, sem flestir mundu kjósa sér: glaður við hóf, en gáska- og græskulaus, mælti aldrei hnjóðsyrði um aðra, en hafði ætíð á hraðbergi góð orð og gleðimál, enda var það eðli hans, að geta komið öðrum í gott skap. Þetta vissu allir, sem nokkur kynni höfðu af Sveini. Hitt vissu færri, að hann var óvenjulegur mannkostamaður um aðra hluti, barnavinur og dýra, svo að sjaldgæft 'var, en slíkt tel ég góðs manns aðal. Langfæstir vissu þó um hæfileika Sveins til hlítar, en hann var maður ó- venjulega mikilhæfur á marga grein, gáfaður í bezta lagi, glöggskyggn á menn og málefni, og sá jafnan fremur kosti en galla á hvoru tveggja. Skáld- mæltur var hann bæði á bundið mál og óbundið, þó að fáir vissu af, og unni kveðskap um flesta hiuti fram. — Húsið sitt nefndi hann Álfafell. Sjálfur gerði hann oft gamari að nafninu, en þó var það öðrum þræði ávöxtur af skáldhneigð hans. Hann þótt- ist ekki geta gefið sig að ljóða- gerð né sagnaaritun, en þó vildi hann gæða sitt daglega líf skap- andi orku og fegurð. Hann fann skáldskap í því að leiða yl úr skauti jarðar til manna og mál- leysingja. En um fram allt vildi hann þó yrkj-a sín óskráðu ljóð í moldii' landsins, láta þau lifna af skauti jarðarinnar, sem lit- fögur, angandi blóm. Þó að þrítugur maður falli í valinn,verður ekki héraðsbrest- ur né þjóðarsorg. Furðu margir munu þó kveðja Svein Stein- dórsson klökkir í huga og geyma minningu hans lengi „í engla- röðum glaðværðar og góðs“. Og vissuiega er einum, góðum og mikilhæfum manni færra eftir fráfall hans. Pálmi Hannesson. Tvöfaldar kápur og hvítar BARNAKJUSUR komnar aftur. 4 H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Kvenregnfrakkar Karlmannaregnfrakkar Unglingaregnfrakkar Tvöfaldar kápur. H. Toft Skólavörðustíg. 5. Sími 1035.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.