Tíminn - 19.02.1944, Qupperneq 1

Tíminn - 19.02.1944, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: ! EDDUHUSI, Llndargötu 9 A. Símar 2363 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMT. ! OG AUGLÝSINGASKF.3T _ OFA: ! EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. ! Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, laugardaginu 19. febr. 1944 19. blað Erleut yfirlit: Þann 28. september 1939 var birt í Moskvu svohljóðandi yfir- lýsing, undirrituð af Ribbentrop og Molotoff: „Þar sem stjórnir Þýzka- lands og Sovét-Rússlands hafa í dag undirritað sátt- mála, er leysir endanlega öll viðfangsefni í sambandi við hrun pólska ríkisins, og hafa með því lagt varanlega undir- stöðu friðar í Austur-Evrópu, lýsa þær yfir því sameigin- lega áliti, að það væri öllum þjóðum í hag, að styrjöld þeirri, er nú stendur yfir milli Þýzkalands annars veg- ar og Englands og Frakk- lands hins vegar, verði hætt. Þess vegna munu bæði rík- in sameiginlega — og ef þarf með samkomulagi við viri- veitt ríki, stuðla að því, að þetta mark náist sem fyrst. En verði tilraunir beggja ríkisstjórna árangurslausar, þá er með því sýnt, að Eng- land og Frakkland bera ábyrgð á framhaldi styrjald- arinnar — og haldi styrjöldin áfram, munu stjórnir Þýzka- lands og Sovétríkjanna ráðg- ast um nauðsynlegar ráð- stafanir.“ Þannig var hljóðið í valda- mönnum Rússa fyrir 4y2 ári síð- an. Þá var ekki hrópað hátt um stríð gegn nazismanum, heldur voru Bretar og Frakkar ásak- aðir fyrir að hætta ekki styrj- öldinni. Frjálst og fullvalda Pól- land var og lýst endanlega úr sögunni. Á þeim 4i/2 ári, sem liðið hefir síðan, hefir margt breyzt. Rúsrf- ar og Þjóðverjar eru ekki leng- ur bandamenn. Þeir hafa háð baráttu upp á líf og dauða um langa hríð. Nú hvetja þeir Bandamenn til styrjaldarinnar gegn nazismanum, en ekki til sáttar. Og nú birta þeir hátíð- legar yfirlýsingar um, að þeir óski innilega eftir endurreisn frjáls og fullvalda Póllands. En þótt Rússar hafi þannig, a. m. k. í bili, horfið frá yfir- lýsingum sínum frá 1939 um endanlega lausn ríkjaskipunar í Austur-Evrópu, er þó engan veg- inn komið samkomulag milli þeirra og Pólverja. Sambúð þeirra er líkleg til að verða eitt mesta vandamál Bandamanna á næstu árum. Allar líkur benda til þess, að Rússar ætli að halda fast við þá kröfu, að sá hluti Póllands, sem þeir innlimuðu 1939, verði óaðskiljanlegur hluti Rússa- veldis i framtíðinni. Það land, sem Rússar tóku af Pólverjum 1939, var rúmlega helmingur Póllands, eins og það var þá, og þar bjó rúmur þriðj- ungur af íbúum alls landsins. Hér er því um meira en lítið þrætuepli að ræða. Rússar styðja kröfur sínar með því, að þennan landshluta byggi aðallega Ukraínumenn og Hvít-Rússar. Sannleikurinn mun hins vegar sá, að næsta erfitt er að greina á milli þjóðernis á þessum slóðum, því að þjóð- flokkarnir hafa blandast mjög á liðnum öldum, og ekkert ör- uggt manntal eftir þjóðerni því til. Sú röksemd Pólverja er aft- ur á móti þung á metunum, að þessir landshlutar hafa lotið Póllandi um aldaraðir eða allt til svokallaðrar „þriðju skipt- ingar Póllands" um 1800, og hafa því menning og venjur fólks á þessum stöðum mjög mótast af pólskum áhrifum. Hvít-Rússar og Ukraínumenn í þessum landshlutum eiga því (Framh. á 4. slðu) F Island leggur 5-6 miljón kr. líl UNRRA Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu, eru fjárframlög til UNRRA í tvennu lagi, annars vegar þátttaka í beinum rekstr- arkostnaði og hins vegar þátt- taka í kostnaði vegna hjálpar- starfseminnar. Samkvæmt tilkynningu, sem utanríkismálaráðuneytið hefir sent blöðunum, var hlutur ís- lands í rekstrarkostnaðinum fyrir síðari árshelming 1943 og allt árið 1944 greiddur aðalfram- kvæmdastjóra UNRRA í desem- bermánuði síðastl. Nam hann 50 þús. dollurum. Jafnframt var aðalfram- kvæmdastjóranum send fyrsta afborgun af framlagi íslands til hjálparstatrfseminnar, að upp- hæð 50 þús. dollarar, og var ís- land fyrsta ríkið, er það gerði. Vakti það töluverða athygli í Bandaríkjunum að minnsta þátttökuríkið skyldi verða fyrst til að inna þessa greiðslu af hendi, og var skrifað lofsamlega um ísland í því sambandi. Framlagið til hjálparstarf- seminnar er aðeins greitt af þeim ríkjum, er eigi hafa orðið fyrir innrás. Var ákveðið að leggja til að þessi ríki greiddu í sameiginlegan sjóð, í eitt skipti fyrir öll, einn af hundraði af þjóðartekjunum miðað við tímabilið frá 1. júlí 1942 til 30. júní 1943. Enn hefir ekki verið reiknað út til fullnustu, hve hátt þetta framlag íslands verður, þar sem fyrst nú er farið að safna áreið- anlegum skýrslum um þjóðar- tekjur íslendinga. Hins vegar mun gizkað á, að þetta framlag íslands komi til að nema 5.6 milj. króna. Tíllögur sjómanna um öryggismálm Siðastl. sunnudag var haldinn sameiginlegur fulltrúafundur stéttafélaga sjómanna í Reykja- vík og Hafnarfirði. Á fundinum voru gerðar fjölmargar álykt- anir um bætt eftirlit með skip- um og þeim ýmist beint til ríkis- stjórnarinnar, skipaskoðunar- stjóra, útgerðarmanna og sjó- manna sjálfra. Þessar samþykktir sjómanna eru ljóst merki þess, að eftirlit með breytingum skipa, skipa- smiðum og hleðslu skipa hefir verið stórum ábótavant. Verður að vænta þess að hlutaðeigend- ur, og þá ekki sízt hinir opin- beru aðilar, verði fullkomlega við kröfum sjómanna um aukið ör- ýggi- Scínustu erl. fréttir Rússar telja sig nú hafa ger- sigrað þýzka liðið, er þeir kró- uðu inni í Dnjeprbugðunni. Telja þeir manntjón Þjóðverja um 80 þús, manns, þar af aðeins 11 þús. fanga. Stærsta loftárásin á Berlín til þessa var gerð aðfaranótt 16. þ. m. Varpað var niður 2700 smál. af sprengjum. Tjón er talið gífurlegt. Helsingfors hefir orðið fyrir stórfelldum loftárásum Rússa undanfarið. Truk, eitt kunnasta eyvirki Japana, hefir orðið fyrir stór- felldum árásum flota og flug- hers Bandaríkjanna. Japanir segja frá landgöngu á eyjunni. Deílur Rússa og Pólverja Þjóðræknisfélag Vestur-ís- lendingatuttuguogfimm ára Hina næstu daga verða hátíðahöld mikil meðal íslend- | inga vestan hafs, og er til þeirra stofnað af tilefni þess, að Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi er tuttugu og ! fimm ára. Er herra biskupinn Sigurgeir Sigurðsson fulltrúi | heima-íslendinga á hátíðar-ársþinginu, í boði félagsins. Þjóðræknisfélagið var stofn- að eftir heimsstyrjöldina fyrri, þegar allt samband milli íslend- inga vestra og heimaþjóðarinn- ar var mjög að rofna, og ís- lenzk þjóðerniseinkenni í bráð- ari hættu en nokkurn tíma áð- ur. Má segja, að það hafi haf- , izt á legg, þá er mest lá við, og verður starf þess íslandi og ís- lendingum til gagns og sæmdar vart fullmetið. Ótrauðasti baráttumaður fé- lagsins frá upphafi var dr. Rögnvaldur Pétursson í Winni- peg, sem jafnframt var löngum forseti þess. Átti hann allra manna ríkastan þátt í því að gera það að svo sterkri, um- fanksmikilli og ágætri stofnun, sem það hefir orðið, þrátt fyrir styr þann, er stóð um það manna meðal fyrstu árin. Verö- ur þó ekki rakin hér sú bar- áttusaga dr. Rögnvaldar né ann- arra þeirra ágætismanna, sem hafið hafa Þjóðræknisfélagið til vegs og sæmdar og helgað krafta sína málum þess að meira eða minna leyti. Mál þau, sem Þjóðræknisfé- lagið hefir haft með höndum, e_ru mörg og merkileg. Það hefir verið sjálfkjörið til meðalgöngu um margvísleg menningarskipti íslendinga vestan hafs og aust- an. Það hefir gefið út Tímarit Þjóðræknisfélagsins, sem er eitthinna virðulegustu og beztu tímarita á íslenzku, ritað af hinum fremstu rithöfundum beggja megin hafsins. Það hefir haldið uppi skólum, þar sem ís- Pófesssor RICHARD BECK, dr. phil., forseti Þjóðrœknisfélagsins. lenzka er kennd, og fyrir áhrif þess og atbeina var samþykkt það lagaákvæðið að í sumum ríkisskólum í Manitóba skyldu þau börn, sem þess óskuðu, eiga kost á íslenzkunámi. Er þetta ákvæði einstætt og mjög merki- legt, því að annars er aðeins kennd enska og franska í rík- isskólum í Kanada. Jafnframt hefir Þjóðræknis- félagið einnig haldið uppi um- fangsmikilli söngkennslu og jafnan haft á að skipa hinum færustu mönnum í þessu efni — fyrst þeim Brynjólfi Þorláks- syni organista og Björgvini Guð- mundssyni tópskáldi, en síðar Ragnari H. Ragnars píanóleik- ara. Framlðg ríkissjóðs til kaupa á fiskiskípum í fjárlögum þessa árs er ríkisstjórninni heimilað aff verja úr Framkvæmdasjóði ríkisins allt að 5 miljónum króna til bygglng- ar fiskiskipa samkvæmt reglum, er Alþingi setur. í samræmi við þetta hefir milliþinganefndin í sjávarútvegs- málum samið frv. um stuffning við nýbyggingu fiskiskipa og hefir atvinnumálaráðherra lagt það fyrir Alþingi. Aðalefni frv. er á þessa leið: Fé því, sem veitt er úr fram- kvæmdasjóði ríkisins til smíði fiskiskipa, skal leggja í sjóð, er nefnist styrktar- og lánasjóður fiskiskipa. Fé úr honum skal verja svo sem segir í lögum þess- um, annað hvort sem beinum styrkjum eða vaxtalausum lán- um til skipakaupa. Enginn ge.tur fengið styrk né lán samkvæmt lögum þessum nema skip séu srníðuð sam- kvæmt teikningu, er atvinnu- málaráðuneytið hefir samþykkt og Fiskifélag íslands hefir mælt með og vél keypt í skipið með samþykki ráðuneytisins. Smíði skipanna fari fram undir eftir- liti þeirra, er atvinnumálaráðu- neytið ákveður. Þegar styrkur eða vaxtalaust lán eru veitt, skulu að öðru jöfnu sitja fyrir útgerðarmenn, sjómenn, félög sjómanna og út- gerðarmanna, er stundað hafa útgerð eða fiskveiðar sem aðal- starf, enn fremur bæjar- eða sveitarfélög, sem láta smíða skip til atvinnuaukningar í bænum eða hreppsfélaginu. Við ákvörð- un um styrkveitingu eða lán- veitingu skal taka tillit til efna- hags umsækjanda. Upphæð styrks má ekki vera hærri en 75000 kr. á skip, og má styrkurinn ekki nema meiru en 25% af byggingarkostnaði skips- ins. Lán verða aðeins veitt gegn 2. eða 3. veðrétti. Mega þau að viðbættum lánum með betri veðrétti ekki nema meiru en 85% af byggingarkostnaði skips, þó aldrei hærri en 100 þús. kr. Lánið sé vaxtalaust til 10—15 ára og greiðist með jöfnum 'af- borgunum. Sala á bát, sem styrk hefir hlotið eða vaxtalaust lán §am- kvæmt lögum þessum er óheim- il nema atvinnumálaráðuneyt- ið hafi ritað samþykki sitt á af- salið og jafnframt ákveðjð, hvort styrkurinn eða lánið eða hluti þar af skuli endurgreið- ast. Sé verðmæti báta, þegar sala fer fram, jafnmikið eða meira en kostnaðarverð, skal endur- greiða styrkinn að fullu. Að Má af þessu marka, að það er ekki lítið, sem Þjóðræknisfé- lagið hefir fengið áorkað til viðhalds íslenzkri tungu vestan hafs. Þjóðhátíðarárið hafði félagið, að beiðni íslenzku ríkisstjórnar- inar, með höndum undirbúning að heimför Vestur-íslendinga og þátttöku þeirra í hátíðahöld- unum, og var þáverandi forseti Þjóðræknisfélagsins, séra Jónas A. Sigurðsson, aðalræðumaður Vestur-íslendinga á Þingvöllum. Margra annarra merkra þátta í starfi Þjóðrækfiisfélagsins mætti geta. Er þar meðal ann- ars, að það hefir verið ómetan- legur málsvari íslendinga vest- an hafs og haldið uppi stór- gagnlegri kynningu á íslenzkri menningu, bæði i Kanada og Bandaríkjunum. Ekki sizt hefir það staðið á verði gagnvart okkar annars góðu frændþjóð- um, sem ekki sjaldan vilja eigna sér margt það sem íslenzkt er og frami þykir að. Mun viður- kenning Bandaríkjanna á ís- lenzku þjóðerni Leifs heppna með myndastyttugjöfinni 1930 ekki sízt eiga rót sína að rekja til þess, hve ágætlega Þjóð- ræknisfélagið og einstakir menn innan þess hafa haldið á ís- lenzkum málstað. Þjóðræknisfélagið á traustar rætur í flestum helztu byggð- um íslendinga í Vesturheimi, og er Þjóðræknisstarf deildar félagsins þar ekki veigaminnsti þátturinn í störfum þess. Enn sem fyrr nýtur það góðrar og ó- trauðrar forustu hinna beztu manna, sem eiga þökk allrar heimaþjóðarinnar fyrir fórn- fúst starf sitt í þágu íslenzkrar þjóðmenningar. Er nú forseti þess dr. phil. Richard Beck, pró- fessor við háskólann í Grand Forks, í Norður-Dakóta, vara- forseti séra Valdemar J. Eylands í Winnipeg, skrifari Jón J. Bíld- feld kaupsýslumaður í Winnipeg, varaskrifari frú E. P. Jónsson í Winnipeg, féhirðir Ásmundur P. Jóhannsson fasteignasali í Winnipeg, varaféhirðir S. E. Björnsson læknir í Ái’borg í Manitóba, fjármálaritari Guð- mann Levy í Winnipeg, varafjár- málaritari Sveinn Thorvaldsson kaupmaður við íslendingafljót og skjalavörður Ólafur Péturs- son í Winnipeg. Gervöll heimaþjóðin sendir þeim og öðrum íslendingum vestan hafs, er gengið hafa fram fyrir skjöldu íslandi og íslenzkri menningu til vegsauka, fölskva- lausar þakkarkveðjur og árnað- aróskir á tuttugu og fimm ára af mæli Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi. öðrum kosti skal endurgreiða mismuninn á verðmæti bátsins, miðað við verð þegar selt er, og þeirrar fjárhæðar, sem upp- haflega var fyrir bátinn goldin af eiganda sjálfum. Sé verð- mætið minna en upphaflega var fyrir bátinn goldið af eiganda að frádreginni styrktarupphæð, skal eigi krefjast endurgreiðslu á styrknum. Nú óskar eigandi skips, er styrk eða lán hefir hlotið sam- kvæmt lögum þessum, að selja það, og skal þá hlutáðeigandi sveitarfélag hafa forkaupsrétt að skipinu að öðru jöfnu. Nú er skipi, sem styrkur eða lán hefir verið veitt til sam- kvæmt lögum þessum, eigi hald,- ið út til fiskveiða, eða skipið hefir verið tekið til annarra af- nota meira en 6 mánuði, og Sexfugnr: Jöruodur Brynjólfs- soo, alþingísmaður Einn af kunnustu stjórnmála- mönnum . landsins, Jörundur Brynjólfsson, verður sextugur á morgun. Jörundur er fæddur að Star- mýri í Álftafirði 20. febr. 1884, kominn af kunnu bændafólki í Suður-Múlasýslu og Austur- Skaftafellssýslu. Hann var með- al þeirra fyrstu, er lauk námi við Kennaraskóla íslands, og var um hríð kennari við barna- skóla Reykjavíkur. Á þeim ár- um gaf hann út kennslubók í reikningi, með öðrum, og náði hún miklum vinsældum. Jörundur dróst fljótt inn í fé- lagslíf í bænum, varð einn af helztu mönnum ungmennafé- laganna, mjög framarlega i samtökum verkamanna og einn hinna ákveðnustu sjálfstæðis- manna, er þá áttu lítið skylt við þá menn, er nú kalla sig því nafni. Hann var i framboði til Alþingis í Reykjavík • 1916, studdur af verkamönnum og sjálfstæðismönnum, og náði kosningu meö langhæstri at- kvæðatölu, þótt á móti væru á- hrifamiklir valdamenn. Við næstu kosningar bauð hann sig ekki fram aftur, enda var 'hann þá farinn að búa í Úthlíð í Biskupstungum, en þaðan fluttist hann skömmu síðar að Skálholti og hefir búið þar stóru búi síðan. Jörundur hafði ekki dvalið lengi eystra, þegar á hann tóku að hlaðast ýms trúnaðarstörf. Árið 1923 bauð hann sig fram til þings í Árnessýslu fyrir Framsóknarflokkinn, náði kosn- ingu, og hefir verið 1. þing- maður Árnesinga jafnan síðan. Á þingi hefir Jörundur verið atkvæðamikill og yrði það langt mál að gera grein fyrir öllum störfum hans þar. Forseti neðri deildar hefir hann verið síðan 1931, að tveimur aukaþingum undanskildum. Þykir hann stjórnsamur og réttlátur forseti. Jörundur hefir starfað í ýms- um milliþinganefndum. Hann átti sæti í launamálanefnd fyrir nokkrum árum og er nú formaður rafmagnsmálanefnd- ar. Endurskoðandi Landsreikn- inga hefir hann verið um nokk- urt skeið. Fleiri opinberum trúnaðarstörfum hefir hann gegnt og gegnir. Heima í sveit sinni og héraði hafa mörg störf verið falin. honum, auk þing- mennskunnar, m. a. hrepp- stjórn. Jörundur er manna bezt máli farinn. Honum er þó eigi gjarnt að hefja deilur að fyrra bragði. Hann nýtur jafnt vinsælda andstæðinga sem samherja, þótt oft hafi hann reynzt þeim þungur í skauti. Það er því víst, að honum munu berast marg- ar hlýjar kveðjur og óskir á sextugsafmælinu. getur þá atvinnumálaráðherra krafizt endurgreiðslu að fullu á styrk eða láni að fengnum til- lögum Fiskifélags íslands og sveitarstjórnar, þar sem skiplð er skrásett.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.