Tíminn - 19.02.1944, Síða 3

Tíminn - 19.02.1944, Síða 3
19. blað TÍMIXX, langardagiim 19. fcbr. 1944 75 Ararp frá aðstaiideiidiim þeirra, er fórust mcð v. s. Þormóði 12. febr. 1943. íslenzka þjóð! í heilt ár höfum við Bílddæl- ingar þagað. Við áttum þess kost fyr, miklu fyr, að láta þakklæti vort koma fram á al- mannafæri. En margt hefir valdið því, að svo hefir ekki ver- ið gert. En verið viss um að því hefir ekki valdið vanþakklæti frá okkar hálfu. Ekki heldur hirðuleysi eða tómlæti. Við vor- um lömuð, orðlaus og þögul. Það mátti segja, að allt fram á sumar væru hin blæðandi hjartasár að ýfast upp, því að í bókstaflegum skilningi sönnuð- ust á okkur hin athyglisverðu orð skáldsins: „Sunnan bar snekkja sorgarfarm að ströndu". Nærri með hverri skipsferð að sunnan voru flutt lík til greftr- unar. Og það talar sínu máli í sál syrgjandans. Hefir nokkur maður nokkurn- tíma lýst sorginni eins og hún er? Af öllum okkar snjöllustu skáldum, sem gert hafa hana að umtalsefni, höfum við engan vitað, sem hefir getað túlkað hana til nokkurrar hlítar. Sorg- in á engan sinn líka og verður aldrei mæld né vegin. Hjartað eitt skynjar hana. Og vér vit- um ekkert sem getur huggað og grætt eins og samúð og út- réttar vinarhendur. Gefendur! Mikli fjöldi! Gjaf- ir yðar hafa gert þiggjendunum ómetanlegt gagn. Gjafir yðar eru samúð og vinarhendur, sem hafa fullkomlega talað sínu sefandi máli. Öli höfum við skilið tilganginn. Og öll höfum við skynjað, að fjármunirnir eru ekki aðalatriðið. Vinarþelið, samúðin og umfram allt þjóð- arsorgin mikla, sem birtist í hinum miklu almennu samskot- um, það er sá mikli styrkur, sem öllu öðru framar, af því, sem mennirnir máttu í té láta, hefir stutt þá, sem bágast áttu. Ef til vill er það sú mikla blessun, sem sorginni fylgir, að hún lamar allt nema barnseðl- ið, sem efalaust er mannsins dýrasta eign. Vafalaust komum við ríkari út úr hinni miklu hörmung, sem Þormóðsslysið var. Það má full- yrða, að Bílddælingar standa sameinaðri, meiri bræður, trú- arsterkari og meiri heild út á við, en umfram allt inn á við. Það má fullyrða, að hér hafí orðið vakning, hljóðlát og lítt áberandi, en þess dýpri og sann- ari. Og má ekki geta Kins sama til um þjóð vora. Vér viljum mega trúa því. Vér sjáum í anda hina miklu fylkingu fjarlægra, óþekktra vina, sem koma með gjafir sínar, til þess að leggja þær á sorgaraltarið. Vér sjáum fyrir oss glaðvært, ungt fólk tæma skrifstofur og vinnu- stöðvar, til þess, með gjöfum sínum, að miðla af ríkidæmi hjarta síns, sem vér hin eldri efumst svo þráfaldlega um, að ekki hafi úrættast hin síðari ár. Vér göngum þess ekki dulin, að það er fullkomin ofætlun að þakka sem vert er þessar stórbrotnu gjafir. Og það er víst, að þögnin segir jafnvel meira en orðin. En þótt orðin séu dauft endurskin þess, er innra fyrir býr, eiga þau þó að tákna það, sem við öll vildum segja. En það er í stuttu máli þetta: Guð launi ykkur öllum gjafir ykkar. Guð launi ykkur samúð- ina, kærleikann, fórnarlundina og drengskapinn. Vér miklumst af því, menn- irnir, að hugá vorum séu engin takmörk sett. Hann geti svifið um órafjarlægðir stjörnugeims- ins og rofið efnisheiminn inn að minnstu frumeindum. En reynslan hefir kennt oss, að mikil, svipleg og þung sorg, eins og sú, er hið ógurlega Þormóðs- slys olli, tekur með öllu fyrir hugsunina. Oss er mörgum svo varið, að enn eftir ár, staðnæmist hugs- unin eins og við hyldýpisgjá, er hún hvarflar til hinnar miklu örlaganætur fyrir ári síðan. Eins og þáttur hugsunarinnar sé allt í einu klipptur sundur. Eins og vitundin sé lostin rot- höggi. Ef til vill hefir eitthvað brostið þá í sálarlífinu. Eitt- hvað, sem aldrei verður bætt. Eitthvað, sem engin orð fá túlkað. Vinir! t>essi fáu, fátæklegu orð eru tákn þakklætis vors. Við biðjum- velvirðingar á þeim. Við reiðum okkur á, að hjarta yðar leiði yður að því, sem ósagt er, og hefði átt að segjast. Það er engan veginn undarlegt, þó að öll sú samúð, er hefir umvafið okkur, jafnvel frá fjarlægustu landshlutum, sé í eðli sínu svo máttug, að engin orð nái til að þakka hana svo sem vér vildum. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. að lifa í borgum og bæjum niður við sjóinn, á stóriðnaði, fiski- veiðum og verzlun. Lífi hennar væri sennilega ekki stefnt í neinn voða, þótt bændurnir hyrfu frá jörðum sínum og sett- ust við kjötkatlana stóriðnaðar- ins og stórútgerðarinnar, en það myndi verða ný þjóð, sem byggði þetta land. Það myndi að vísu vera þjóð, sem nefndist íslend- ingar, töluðu íslenzka tungu og teldu sig góða og gilda þjóðfé- lagsborgara. Sami íslenzki him- ininn myndi hvelfast yfir hin- um auðu, íslenzku sveitum og fjalladölum, þar sem þjóðin á alla sína sögu, en þetta myndi allt vera eitthvíið fjarlægt og framandi. Fjöllin hverfa í skugga hávaxinna húsa og borgabörnin hætta að þekkja heiti nálægustu fjalla. Jafnvel stjörnur og norðurljós heið- skírra vetrarkvelda fölna í skini rafljósanna. Enginn hvessir nú lengur sjónir á litbrigði himins- ins til að skyggnast um veður- far komandi dags. Engin tengsl eru lengur á milli fólksins og hinnar lifandi náttúru. Enginn leitar lengur til hinna tignu fjalla og öræfa nema fámennir hópar úr þéttbýlinu, sem iðka sport, og þó því aðeins að það sé móðins að ganga á fjöll. All- ur fjöldinn er ósnortinn af þeirri tign, þeim mikilleik og þeim uppeldisáhrifum, sem móðir náttúra býr yfir. Enginn horfir þá lengur upp til hinna tignu fjalla. Umferðaþys um malbikuð stræti gerir menn nærsýna og niðurlúta. Hinn merki, danski eðlisfræð- ingur og heimspekingur Ludvig Feilberg segir frá því, að hann hafi eitt sinn hitt ökumann í Kaupmannahöfn, sem aldrei hafði veitt því eftirtekt, að það væru stjörnur á himninum. Þetta er í fám orðum harmsaga þeirra, sem alast upp á malbik- uðum strætum. Fjöllin hverfa, sjálfur himininn hverfur, mað- urinn verður hálfgerður gestur á þessari fögru jörð. Þar sem maðurinn er einn með náttúr- unni, leitar hugurinn inn á við og upp. í ys og þys þéttbýlisins horfa menn eitthvað burtu frá sjálfum sér. Hinn víði heimur er nú miklu nær en áður. Hver get- ur hlustað á lestur íslendinga- sagna og fáskrúðugar fréttir frá lífi íslenzkrar alþýðu, þegar þess er nú kostur að hlusta á hjartslátt sjálfrar heimsmenn- ingarinnar, sitjandi í sínum mjúku stólu, jafn vel þótt sá hjartsláttur sé fallbyssugnýr og sprengikúlnahríð? Hver getur unað við að hlusta á fossanið og fuglasöng, þegar hljómsveit- ir heimsborganna leika fyrir hálfan heiminn? Er ekki jass- inn miklu ágætari en húslestrar og kvöldvökur, sem feður okkar og mæður gátu ornað huga sín- um við? Nei, þetta verður ekki sama íslenzka þjóðin, sem eitt sinn fyllti íslenzkar sveitir með lífi og starfi. Hún getur orðið auð- ugri og voldugri, hún getur orð- ið lærðari og hún kann ef til vill að bera sig á heimsborgaravísu, en þetta verður þjóð með nýja sál. En hvar á sú þjóð að eiga ræt- ur? Verður hún trúuð þjóð, sem í „vetrarhríð vaxinnar ævi“ leit- ar skjóls hjá höfundi alls lífs? Ef til vill. En sagan og reynslan 8aladín soldán Þessi frásaga hermir frá uppvexti og ævi hins fræga soldáns, Saladín, er hófst til valda 1171, við dauða EI-Ad- híd, kalífa í Egiptalandi. Hann lagði síðar undir sig Mesó- pótamíu, Sýrland og Gyðingaland og rak hina kristnu krossferðariddara gersamlega af höndum sér. Hann var stríðshetja hin mesta og átrúnaðargoð Múhameðstrúar- manna í Austurlöndum, og hann var jafnframt réttvís og göfugur þjóðhöfðingi. Jafnvel í Frakklandi og Englandi, heimalöndum krossferðariddaranna, var nafn hans nefnt með aðdáun og virðingu í margar aldir. YKMEKKIRNIR, sem þyrluðust upp, þar sem flóttasveit- irnar geystust áf¥am, var fyrsta merkið um komu þeirra. Brátt gátu varðmennirnir í Tekrítvígi við Tígrisfljót greint, að pær höfðu uppi fána og skjaldarmerki Zengýs, furstans í Mósíl. Framundan áttu þær breitt fljótið, á eftir þeim leituðu óvígir herskarar óvinanna. Innan lítillar stundar þustu fremstu sveit- irnar niður á fljótsbakkann. Lúðursveinar þeirra blésu ákaft í horn sín. Þær voru í úlfakreppu, og nú reið á, að hjálpin bærist skjótt. Ayyúb vígisstjóri var hygginn maður, ef því var að skipta, og skjótur til ákvarðana. Hann lét þegar ýta ferjum sínum frá bryggjunni og róa yfir fljótið. Flóttasveitirnar voru öruggar, ef þær komust í vígið. Það var hið ramgervasta, byggt á háum og torsóttum höfða, og fáum mönnum auðvelt til varnar. Auk þess áttu þeir, sem eftir leituðu, yfir fljótið að sækja. Zengý fursti var líka sannarlega sá maður, sem ekki gleymdi því á samri stundu, er honum var vel gert. Árum síðar, þegar gæfan hafði aftur snúizt honum í vil, launaði hann Ayyúb vígisstjóra lífgjöfina. En hvorugan þeirra hefir sjálfsagt grun- að, að upphaf mikils stórveldis, er síðar réði straumhvörfum í sögu mannkynsins, myndi eiga rót sína að rekja til þessa at- burðar og þeirrar vináttu, sem af honum spratt milli þeirra Zengýs og Ayyúbs. Oft er mjór mikils vísir. * Ayyúb var Múhameðstrúarmaður frá Armeníu, Kúrdi að þjóð- erni. Gekk hann ungur, ásamt bróður sínum, Shirkúh að nafni, í þjónustu kalífans í Bagdad. Eftir nokkurra ára dygga og ör- ugga fylgd við kalífann, var hann gerður foringi setuliðsins í Tekrítvígi. Ekki var hann þó fastari í sessi en það, að hann komst í ónáð hjá yfirboðurum sínum fyrir liðveizluna við Zengý fursta. Spunnust út af þessum atburði viðsjár miklar og langar deilur, og Varð Ayyúb loks að flýja brott árið 1138. Sömu nóttina og hann varð að flýja úr víginu ól kona hans honum sveinbarn og var því þegar nafn gefið og nefnt Júsuf Salah-ed-Dín. En þetta at- vik mátti ekki valda langri töf. Hann varð að komast brott, ef hann átti að umflýja umsátur og svelti í víginu, því að óvin- irnir voru á næstu grösum. Hver mínúta gat skilið milli lífs og dauða. Var búið um sveininn nýfædda og móður hans í burðar- stól, og voru þau síðan borin niður á fljótsbryggjuna og út á ferju, er þar beið. Síðan sigldi hann með lið sitt niður Tígris- fijót til Mósil á náðir Zengýs fursta, sem þá hafði aftur náð ríki sínu. Líf Zengýs fursta hafði verið allviðburðaríkt þessi síðustu ár. Hafði hann styrkt sig mjög í sessi og getið sér mikla frægð í orrustum við riddara, sem þá flykktust austur um lönd í því skyni að hrekja Múhameðstrúarmenn brott frá þeim löndum og borgum, sem kristnir lýðir töldu sér heilagar fyrir sakir Jesú Krists. Var það þó einkum gröf Krists, sem mjög þótti um vert, að ekki væri á valdi Múhameðstrúarmanna. Fór það orð af Zengý, að enginn myndi vaskari hermaður í liði Múhameðstrúarmanna en hann. Meðal kristinna manna vakti nafn hans alls staðar hinn mesta beyg, og því meiri sem kynni þeirra af honum og framgöngu hans á vopnaþingum urðu meiri og lengri. munu þó hafa sannað það, að stx-jálbýlið, hin lifandi náttúra, kyrrð og friður sveitalífsins, skapi yfirleitt heilbrigðara trú- arlíf heldur en þéttbýlið, þar sem alls konar ólík viðhorf þjappa mönnum í þrönga og þröngsýna hópa og þar, sem ekki er tími til að kryfja nein mál til mergjar. Eignast þessi nýja þjóð svo göf- ugar hugsjónir, að hún geti sótt þangað trú, styrk og þor? Ef til vill. En á hinu er einnig nokk- ur hætta, að með slíkri þjóð vaxi upp færri og færri einstakling- ar, sem hugsa sjálfstætt, heldur fleiri eða færri múgsálir, sem láta tiltölulega fáa „foringja" hugsa fyrir sig. Engum getur dulist að þessi geigvænlega hætta er komin að bæjardyrum okkar og sums staðar inn fyrir þröskuldinn. Þegar svo er kom- ið gagna okkur ekkert fullar hendur fjár. Jafnvel stjórnar- farslegt frelsi verður þá eins og kóróna á höfði þess þjóðhöfð- ingja, sem ekki er maður til að bera hana. i Af öllum þeiem þéttbýlissjúk- dómum, sem fram hafa komið á síðari tímum, tel ég einn al- varlegastan fyrir persónulegt frelsi einstaklingsins, en það er fjöldahugsunin, múgsálin, sem gleypir hugsana-og persónufrelsi fjöldans og steypir úr því ein- hverja ófreskju, sem nefnd er stjórnmálaskoðun, trúmálaskoð- un, almenningsálit, eða eitthvað slíkt. Það er hnappasmiðurinn úr Pétri Gaut, sem þarna er á ferð, og verður því fengsælli, sem stjórnmálabaráttan, trúar- ofsinn eða stéttaskiptingin er harðvítugri og blindari, og mannfólkið þjappar sér saman á þrengri svæði. Þjóð, sem læt- ur fáeina foringja teyma sig að kjörborði og segja sér þar fyrir verkum, verður aldrei farsæl, aldrei sjálfstæð þjóð, þótt hún fái viðurkenningu allrar verald- arinnar fyrir sjálfstæði sínu. Nei, ræktun jarðarinnar, hæfilegt strjálbýli og sjálfstæð- ur atvinnurekstur skapar sjálf- stæða hugsun og sjálfstæða menn. „Þeim er veröldin opin, sem staðizt gat einn, það er einbúa- viljinn, sem harður og hreinn á að hefja til vegs þessar strend- ur“, segir skáldið. Múgsálin á ekkert skylt við samvinnu og samtök. Henni er allt ósjálfrátt, sem hún gerir, þar leiðir blindur ur blindan. En frjálsum ein- staklingi, sem leggur það á sig að hugsa sjálfir, er veröldin opin. Hann sér hlutina, menn og málefni miklu fremur eins og þau eru, en ekki eins og foring- inn segir að þau séu „Að hverfa inn í múginn er likt því að verða fullur,“ segir Hux- ley. Það er hægt að heimska sig og blinda á fleira en áfengi, og þá meðal annars með því að varpa sér inn í einhverja póli- tíska hópsál, sem ekki getur gert greinarmun á svörtu og hvítu. Spekingurinn og uppeldis- fræðingurinn Rousseau, sem var einhver mesti náttúrudýrkari sinnar aldar, sagði að guðshug- myndin muni hafa komið fyrsta manninum í hug eitthvert fag- urt sumarkvöld eftir sólsetur. Hversu margar konunglegar og dásamlegar hugsanir hefir ekki' hin lifandi náttúra skapað með töfrum sínum. Hvernig hefðu t. d. ljóð Jónasar Hallgrímssonar orðið, ef hann hefði verið borg- arbarn. Ættum við þá nokkur Hulduljóð, nokkurn Gunnars- hólma, nokkur Ferðalok? Ég ef- ast um það. Það myndi hafa vantað einhvern streng í hörpu (Framh. á 4. síðu) Samband ísl. samvinnufélaga. Samvinnan er málgagn samvinnuhreyfingar- innar. Kaupið hana og lesið. Hún flytur ávalt fróðleik um samvinnumál. Innilegar þakkir færum við öllum fjær og nær fyrir þá miklu samúð og hluttekningu, er okkur hefir verið auðsýnd við fráfall og jarðarför Sveins Steimlórssonar. Eiginkona, móðir og systkini. O P A L f Rœstiduft — er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað & allan hátt. Opal ræstiduft hefir iila þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. Notið O P A L rœstiduft r' % Söknm mjjög mikillar aðsóknar verífnr ekki liæg't að taka á móti fleir- um til bekkjar- iuntöknprófs í vor en ficim. sem þegar liafa borizt frá umsóknir. Bekkjarpróf hefst 14. apríl, iun- tökupróf 2. maí. í bókinni þEIR GERÐU GARÐINN FRÆGAN eftir DALE CARNEGIE eru ævisöguþættir sextíu og níu karla og kvenna, sem vissulega hafa gert garð sinn frægan. ÖAEE CARNEGIE er þegar orðinn að góðu kunnur hér á landi fyrir bókina VINSÆLDIR OG ÁHRIF, sem kom í fyrra. ÞEIR GERÐC GARÐINN FRÆGAN er fróðleg bók, og auk þess einhver skemmtilegasta bók, sem völ er á. Ræði bindin kosta aðeins kr. 24,60. Kaupið liana áður en upplagið þrýtur. ◄ ◄ ◄ i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i TÍMINN er víðlesnasta anglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.