Tíminn - 22.02.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.02.1944, Blaðsíða 1
j RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 28. árg. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 og 4371 AFGREIÐSLA, INNHEIMT. OG AUGLÝSINGASKr.:-r : DFA: EDDUKÚSI, ^indargötu 9A. Sími 2323. Reykjavík, þriðjuclaginn 22. felir. 1944 20. Maö Erlent yfirlit: Eftírmaður Churchills Churchill verður sjötugur á komanda hausti. Hinn hái ald- urhans, ásamt veikindum þeim, sem hafa ásótt hann undanfar- ið, hefir mjög ýtt undir það um- tal manna í seinni tíð, hver taki við forustu íhaldsflokksins, er Churchill dregur sig í hlé. Að vísu eru ekki nein sýnileg merki þess, að Churchill óski að draga sig í hlé að svo stöddu, en at- vikin'geta snúizt á aðra leið, og þess vegna hafa ýmsar getgát- ur komizt af stað í þessu sam- bandi. Valið á eftirmanni Churchills verður ekki sízt örlagaríkt fyrir íhaldsflokkinn. Meðan Chur- chills nýtur við, er ekki ólíklegt, að vinsældir hans geti tryggt flokknum sigur í kosningum. Slíkt er hins vegar stórum vafa- samara undir forustu nýs manns, enda .þótt flokkurinn hafi sterkan þingmeirihluta nú. Fyrir Bretland í heild og heims- málin yfirleitt, getur þetta val líka orðið þýðingarmikið, eink- um á meðan íhaldsflokkurinn hefir meirahluta á þingi. Almennt er álitið, að Chur- chill sjálfur óski eftir Anthony Eden sem eftirmanni sínum og af flokksbundnum íhaldsmönn- um er hann sá eini, sem talinn er geta komið til greina. Því fer þó fjarri, að fullt samkomulag sé.um Eden. Þröngsýnir íhalds- menn telja hann of frjálslynd- an, bæði í innánríkis- og utan- ríkismálum. Einnig er reynt að . finna honum til foráttu, að hann sé ekki nógu þróttmikill. Mun það einkum rekja rætur til þess, að hann hefir sýnt Churchill mikla hollustu. Hins vegar benti afsögn hans, þegar hann gekk úr Chamberlains- stjórninni, til þess að hann hefði næga einbeitni og djörfung. Ýmsir andstæðingar Edens halda því fram, að Cranborne lávarður hafi ráðið mestu um þær gerðir hans. Þótt Eden hafi þannig and- stöðu ýmsra flokksmanna sinna, ekki sízt þeirra, sem miklu ráða bak við tjöldin, leikur enginn vafi um það, að hann nýtur mestrar alþýðuhylli af foringj- um íhaldsmanna, þegar Chur- chill er undanskilinn. Auk Edens eru tveir menn einkum nefndir til að taka við af Churchill, en þeir eru báðir utanflokkamenn. Það eru ráð- herrarnir Anderson og Woolton. Hinir afturhaldssömu , menn íhaldsflokksins hafa einkum auga á Anderson. Hann hefir (Framh. á 4. síðu) Seinnstu fréttir í stórárás á herskipalægi Japana í Truk er floti og flug- her Bandaríkjamanna gerði fyrir nokkru, segjast þeir hafa sökkt 19 skipum, og ef til vill 7 að auki, og eyðilagt rúmlega 200 flugvélar. Meðal skipanna voru tvö beitiskip, þrír tundur- spillar og tvö olíuskip. Tjón Bandaríkjamanna var lítið. Þeir segja Japana hafa verið óvið- búna og líkja þessari árás við árás Japana á Pe.arl Harbour. Stórkostlegar loftárásir hafa verið gerðar undanfarnar næt- ur á þýzku borgirnar Leipzig, Stuttgart og Miinchen. Rússar herða stöðugt sóknina á Leningradvígstöðvunum. Þeir hafa tekið Staraya Russa og sækja hratt til Pskov. Á ítalíu hafa Þjóðverjar haldið uppi stórkostlegum á- hlaupum á Anziovígstöðvunum, án verulegs árangurs. Sala ísl afurða tíl Bretlands Saina verð á fiski og kjöti og í fyrra Samninganefnd utanríkis- viðskipta sendi Tímanum á laugardagskvöld svohljóðandi tilkynningu: Samningur milli Bandaríkj- anna, Bretlands og íslands, um sölu á þessa árs fiskframleiðslu, var undirritaður í dag, og er verðið óbreytt frá því, sem gilti síðastliðið ár. Samtímis var undirritaður samningur um sölu á útflutn- ingskjöti af framleiðslu ársins 1943 og er verðið sama og fram- leiðsla ársins 1942 var seld fyrir. Samningarnir voru undirrit- aðir fyrir hönd Bandaríkjanna af R. H. Fiedler forstjóra fiski- deildar, Foreign Economic Ad- ministration, .fyrir hönd Bret- lands af F. S. Anderson forstjóra fiskideildar brezka matvæla- ráðuneytisins og fyrir hönd ís- lands af Magnúsi Sigurðssyni, bankastjóra. 2 íbúðarhús brenna Tvö íbúðarhús brunnu aðfara- nótt föstudagsins síðastl., annað á Þórshöfn, en hitt í Mosfells- sveit. Bærinn Jaðar við Þórshöfn brann til kaldra kola á 15 mín- útum. Mun eldurinn hafa kom- ið upp í torfþekju. Bærinn var vátryggður, en innanstokks- munir ekki, en þeir eyðilögð- ust allir. Bóndinn, er heitir Guðjón Þórðarson, hefir því orð- ið fyrir miklu tjóni. Fjós og hlöðu, er stóðu við bæinn, tókst að verja fyrir eldinum. Húsið Ás við Reynisvatn í Mosfellssveit brann til grunna á 45 mín. og eyðilögðust allir innanstokksmunir. Mun hafa kviknað í fötum, er verið var að þurrka við eldavél. Húsið var vá- tryggt, en innanstokksmunir ekki. Eigandi hússins, Halldór Guðmundsson og kona haris, voru ekki heima, er eldurinn kom upp. Stjórnargkrármálið á AÍpingi: Forsetinn verður bióðkiö Kommúnistar vilja spilla samheldni þjóðarinnar í atkvæðagreiðslunni Störfum nefnda þeirra, er fjalla um skilnaðartillöguna og lýð- veldisstjórnarskrána á Alþingi, er nú það vel á veg komið, að vænta má nefndarálita í þessari viku. Mörgum mun hafa þótt störf nefndanna dragast á langinn, en hér er um vandasöm mál að ræða, og sá árangur hefir líka náðst, að samkomulag mun verða um endanlega afgreiðslu mála þessara í þinginu og að allir flokkar munu fylkja sér um jákvæða þátttöku í þjóð- aratkvæðagreiðslunni, þótt á milli bæri einstök smærri atriði. Það mun og víst, að þjóðin fagnar þessum árangri af vinnu- brögðum nefndanna, því að sú afgreiðsla þessara mála, að þing og þjóð standi einhuga, mun mælast bezt fyrir hjá öðrum þjóðum. Ný flugvél Þrír íslendingar, sem nýlega luku flugnámi í Kanada, hafa nú fengið flugvél til landsins. Eru það þeir Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Sigurður Ól- afsson. Keyptu þeir flugvélina áður en þeir fóru að vestan. Flugvélin er af Stimsonsgerð, knúin 450 hestafla vél, ber fjóra farþega, auk flugmanns, og get- ur lent jafnt á sjó og landi. Er þetta önnur flugvélin, sem nú er eign íslendinga. Flugfé- lagið á nú aðeins eina flugvél, stóru landflugvélina. Inneígnir í bönkum nema 453,5 milj. kr. í seinustu Hagtíðindum er skýrt frá nokkrum atriðum úr reikningum bankanna við sein- ustu árslok. Eru þau hin at- hyglisverðustu. Innlögin í bönkunum námu í árslokin um 453.5 milj. kr., en voru 353 milj. kr. í árslok 1942. Hafa þau því aukizt um 105 milj. kr. á árinu. Útlán bankanna námu á árs- lokin 193.7 milj. kr„ en voru 173.1 milj. kr. í árslok 1942. Seðlaveltan nam í árslokin 144.2 milj. kr., en var 108 milj. kr. í árslok 1942. Inneignir bankanna í útlönd- (Framh. á 4. síðu) Nefndirnar munu hafa • gert talsverðar breytingar, bæði á skilnaðarlögunum og stjórnar- skrárfrumvarpinu. Meginbreyt- ingin mun þó verða sú, að lagt er til, að forseti verði þjóðkjör- inn, kosinn einfaldri kosning'u, þar sem sá, er flest fær atkvæöi, nær kjöri. Þó mun lagt til, að fyrsti forsetinn verði þingkjör- inn til eins árs, þar sem erfitt mun þykja að hafa forsetakosn- ingar á þessu ári. . Ekki mun tryggt, að þingið standi saman um allar fyrir- hugaðar breytingar, eins og t. d. aðra þeirra, er varðar sam- komulagið, en slíkur ágreining- ur er þó svo lítill, að allir þing- menn munu greiða atkvæði með skilnaðartillögunni og lýðveldis- stjórnarskránni í heild og allir flokkar munu vinna að sam- þykki beggja við þjóðaratkvæða- greiðsl'una. Eins og kunnugt er, höfðu þingmenn Alþýðuflokksins nokkra sérstöðu í upphafi þingsins, þar sem þeir vildu taka meira tillit til uppsagnará- kvæða sambandslaganna en aðrir þingmenn og auk þess gefa konungi nokkurn frest til af- sagnar eftir að atkvæðagreiðsl- unrii væri lokið. Eins og áður hefir verið lýst, hefir nú náðst samkomulag milli þeirra og meirihlutans og er það'á þá leið, að atkvæðagreiðslan fari fram eftir 20. maí og að gildistöku- dagurinn verði eigi ákveðirin í sjálfri stjórnarskránni, heldur verði þinginu heimilað að á- kveða hann síðar. Um fyrra atriðið af þessum tveimur munu allir flokkar sammála, enda hefði það getað reynzt hreint óráð að knýja at- kvæðagreiðsluna fyrr fram. Um síðara atriðið munu kom- múnistar ætla að skerast úr leik í þeim tilgangi að reyna að herma svik upp á Framsóknar- flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, bregða þeim um undanhald og látast vera þeir einu, er vilja stofna lýðveldið 17. júní. Telja kommúnistar, að þeir geti aflað sér flokkslegra vinsælda með þessu, því að hitt veldur þeim engum áhyggjum, þótt afleið- ingarnar yrðu þær, ef fylgt væri stefnu þeirra, að þjóðin yrði sundruð í atkvæðagreiðslunni og henni kannske á þann hátt unnið ómetanlegt tjón. Hins vegar má það undarlegt heita, ef þessi leikaraskapur kommúnista verður þeim ekki fremur til dómsáfellingar en framgangs. Þótt Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn geri það til samkomulags að fella gildistökudaginn úr stjórnarskrárfrumvarpinu, svo að deilur um hann hafi engin á- hrif á atkvæðagreiðsluna, hafa þeir eigi að síður tekið afdrátt- arlaust fram, að þeir haldi enn (Framh. á 4. síðu) Sýningín á safni Markúsarlvarssonar Sýningin á listaverkasafni Markúsar ívarssonar vanrpn- uð á laugardaginn, að viðstödd- um fjölda gesta. Er þetta ein glæsilegasta listsýning, er efnt hefir verið til hér á landi, enda þótt ekki rúmaðist í sýningar- skálanum alveg öll listaverk Markúsar heitins. Eru eins og áður hefir verið skýrt frá4 Tím- anum á sýningunni listaverk eftir yfir þrjátíu helztu lista- menn íslendinga, undantekn- ingarlítið hin glæsilegustu verk. Opnun sýningarinnar hófst með því, að Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal kvaddi Matt- híasi Þjóðarsyni hljóðs, en siðan flutti Matthías stutta ræðu, minntist Markúsar ívarssonar og minritist hins frábæra starfs hans í þágu myndlistarinnar, rakti síðan í fáum orðum sögu listasafns ríkisins og minntist lítillega þróunar íslenzkrar myndlistar og lýsti að ræðu- lokum sýninguna opna. Svo var ráð fyrir gert, að sýn- ingin verði opin í tíu daga. Listunnendur í Reykjavík og hinum næstu byggðum skyldu ekki láta sér að engu verða þetta tækifæri til þess að kynn- ast íslenzkri myndlist. Rannsókn I»ormóðssIyssins: Hversvegna birtír dómsmála ráðuneytið aðeíns útdrátt? Dómsmálaráðherra hefir loks að nokkru leyti orðið við þeim óskum almennings að gera kunna rannsóknargerð Sjódóms Reykjavíkur í tilefni af Þormóðsslysinu. Ráðherrann hefir gert þetta mjög á aðra leið en menn munu hafa vænzt, því að hann hefir aðeins sent blöðunum hrafl úr rannsóknargerðinni, sem bersýnilega virðist þannig úr garði gerð, að sleppt er veigamiklum eða veigamestu atriðunum. Þann- ig koma hvergi fram ályktanir dómsins um breytingar þær, sem gcrðar hafa verið á skipinu, er líklegt verður þó að telja, að þær séu í rannsóknargerðinni. Þess verður að krefjast, að ráðherrann gefi almenningi kost á að kynnast allri rannsóknargerðinni, en ekki því einu, er hon- um finnst sjálfum þóknanlegt. Annars styrkist sú grunsemd, að vissar kunningsskaparástæður valdi' því, að ráðherrann óski eftir leynd um þýðingarmikil atriði. Er slík tortryggni eðlileg í fram- haldi af því, að ráðherrann hefir þrjózkazt við það í marga mánuði, að gera mönnum rannsóknargerðina kunna. Þetta hrafl úr rannsóknár- gerðinni, sem ráðherrann hefir sent blöðunum, er þó fullnægj- andi til þess að upplýsa nokkur þýðingarmikil atriði. í fyrsta lagi er það upplýst, að rnjög stórfelldar breytingar hafa verið gerðar á skipinu fyrri hluta ársins 1941. Skrifstofa Gísla Jónssonar, sem síðar eign- aðist skipið, tók að sér að gera teikningar af breytingum þeim, er gerðar voru, fá þær sam þykktar af skipaskoðun ríkisins og síðan hafa eftirlit með fram- kvæmd verksins. Skrifstofa Gísla sendi skipaskoðunarstjóra (Framh. & 4. síðu) Kaupdeilan leyst Samkomulag náðist í gærkvöldi Verkfalli því, sem verka- mannafélagið Dagsbrún hafði boðað að hef jast skyldi í morg- un, var aflýst seint í gær- kvöldi. Höfðu samninganefnd Dags- brúnar og umboðsmenn at- vinnurekenda þá náð samkomu- lagi um samningsgrundvöll, sem báðir aðilar geta við unað. Munu báðir hafa slakað nokk- uð til. Samkomulag þetta verður lagt fyrir Dagsbrúnarfund í kvöld klukkan átta. Framfaramál Húsvíkinga Almennur borgarafundur, sem haldinn var á Húsavík 17. þ. m. til að ræða ýms framtíðarmál kauptúnsins, lýsti yfir því, að það væri mesta nauðsynjamál þess, að hafnargerð Húsavíkur yrði lokið sem fyrst. Skoraði fundurinn á ríkisstjórn að hefj- ast handa um þessar fram- kvæmdir strax á næsta sumri. Ennfremur beindi fundurinn þeim tilmælum til ríkisstjórnar og Alþingis að veita styrk til verksins úr Hafnárbótasjóði, 300 þús. kr. á þessu og næsta ári, og ennfremur að tvöfalda tillag ríkissjóðs á fjárlögum 1945 og og 1946 frá því, sem nú er. Þá var skorað á ríkisstjórn- ina, ef mögulegt reyndist, að festa þegar kaup á efni í raf- magnslínu frá Laxárvirkjun- inni til Húsavíkur, en þingið hefir þegar veitt heimild til þess. A viðmvmngi ÁRÁSD3. BÓNDANS A EYSTEIN JÓNSSON. Fyrir nokkru ritaði Eysteinn Jónsson hér í blaðið rökstudda áskorun til bænda og sjávarút- végsmanna um að' sameinast um samvinnustefnuna og um- bótastefnu Framsóknarflokks- ins. í tilefni af þessu hefir „sam- einingar"-blaðið Bóndinn brugð- ist mjög illa við og ræðst með dylgjum og illgirnislegum ásök- unum að Eysteini. í grein sinni sagði Eysteinn m. a.: „Það væri fullkomin þjóð- arógæfa, ef bændur lands- ins tækju nú þann kost að móta öll sín st;jórnmálaafskipti við þrengstu stéttarhagsmuni í stað þess að likfa þróttmikla forustu um umbótastefnu í landsmálum, svo sem langsamlega megiri- þorri þeirra hefir haft í 25 ár undir merki samvinnustefnunn- ar og Framsóknarflbkksins." Þessi ummæli þolir Bóndinn ekki. Út af þessu spyr hann E. J. þannig: „Álítur E. J. það „þjóðar- ógæfu", að bændur landsins sameinist innbyrðis og taki hondum saman við útvegsmenn og aðra framleiðendur til að reisa atvinnulífið úr rústum og verjast ásókn kommúnista?" Finnst mönnum ekki „drengi- lega" spurt af þessu tilefni? Al- veg sérstaklega virðist líka til- efnislaust að beina sundrungar- aðdróttunum að E. J. Enginn maður hefir betur unnið að samstarfi vinnandi framleið- enda en hann. Árangurinn af því starfi hans sést ekki sízt á því, að samstarf þessara aðila var orðið svo öflugt í kjördæmi hans, að upplausnarstjórnar- skráin gat ekki svipt þá öðru þingsætinu, eins og til var ætl- azt. Slík samheldni reyndist Hvergi eins sterk og þar og í Norður-Múlasýslu, þar sem Páll Zóphóníasson hafði unnið að samstarfi framleiðenda. En E. J. og Páll hafa ekki unnið að sam- starfi framleiðenda með innan- tómum gífuryrðum, heldur með verkum. En fyrst Bóndinn þolir svo illa áreitnislausar áskoranir um að bændur sameinist um sam- vinnustefnuna og umbótastefnu Framsóknarflokksins, sem meira en % hlutar bændastéttarinnar hafa þegar sameinast um, þá mun mörgumþykja tímabært,að hann stynji því upp, um hvaða þjóðmálastefnu bændur eigi að sameinast aðra en samvinnu- og umbótastefnu Framsóknar- flokksins. ÍHALDSMENN OG „HÖMLURNAR". Af hálfu íhaldssamra manna er nú talað um það, að allt muni verða í bezta lagi, ef lagðar væru niður allar opinberar hömlur. Hins vegar verður þó reynsl- an oftast sú, að þegar þessir menn vilja beitast fyrir umbót- um, þá biðja þeir um nýjar hömlur. Þannig hefir Jón á Reynistað nýlega bent á öngþveitið 1 hrossakjötsverzluninni og talið nauðsynlegt, að komið yrði á hömlum, er tryggðu skynsam- legan og skipulegan verzlunar- máta. Þegar Jón Pálmason vill vinna að aukinni mjólkurfram- leiðslu í Húnaþingi, sér hann ekki annað ráð betra en að teygja mjólkurskipulagið þang- að og koma kjósendum sínum þannig undir „hömlurnar", sem hann og flokksforingjar hans hafa fordæmt manna mest. Slík dæmi mætti fleiri nefna. Þau sýna bezt, að frjálsa sam- keppnin er ekki eins haldgott úrræði og forsvarsmenn henn- ar vilja vera láta. Þegar þeir (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.