Tíminn - 22.02.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.02.1944, Blaðsíða 2
78 TfMIMV, l»riðjmlagiim 22. febr. 1944 20. blað Ólaf ur Guðmandsson, Hellnatáiiis Þetta er vanmat á þroska bænda Kosningar þær, sem snerust um stjórnarskrá upplausnar- innar, eru öllum enn í fersku minni. Er slíkt eigi óeðlilegt, því að þjóðin hefir síðan goldið geigvænlegt afhroð fyrir til- stilli og aðgerðir þeirra manna, sem með lítilli forsjálni vörpuðu sprengjum sundrungar beint í hjartastað þjóðarinnar, þegar henni lá mest á að sameina alla krafta þegna sinna til djarflegra átaka, mót aðsteðjandi hætt- um, sem á sóttu hvaðanæva. í kosningunum vorið 1942 stóð þjóð vor á miklum vegamótum. Hún átti um tvennt að velja, að kæfa í fæðingunni þá stjórn- arskrárbreytingu, sem meiri- hluti þings lagði undir dóm hennar, eða samþykkja breyt- inguna og hleypa um leið flóð- öldu kommúnismans yfir land- ið, sem vitanlegt var að mundi skola burt þeim verðmætum, er þjóðinni hafði fallið í skaut á umliðnum árum, bæði efnalega og andlega. Þjóðin valdi síðari kostinn, og inn á Alþingi íslendinga skol- aði mörgum mönnum með ryðg- aðar kommúnistahugmyndir, ásamt öðrum peðum, sem töld- öllum^ atvinnu og viðunanlegt afkomuöryggi, því að annars er öfgum stéttabaráttunnar boðið heim. Það er skorturinn og ör- yggisleysið, er skapar öfgastefn- urnar á báða bóga. Til þess að fyrirbyggja þessar frumorsakir þeirra, þarf ríkisvaldið að hafa taumhald á þróun einkafram- taksins, og hefjast sjálft handa um framkvæmdir, ef þörf krefur, svo að atvinnuleysið og öryggisleysið sé fyrirbyggt. Það þarf að framfylgja áætlun, sem fullnægir kröfunni um atvinnu- og afkomuöryggi allra, alveg eins og nú er framfylgt áætlun, er fullnægir styrjaldarrekstrin- um. Ef atvinnuleysið, stéttabar- áttan og öfgarnar eiga ekki að komast í algleyming á íslandi, verður þessi stefna einnig að sigra hér. Annars biður þjóðar- innar ekki annað en volæði og kúgun, annað hvort undir for- ustu kommúnista eða stór- gróöamanna. Til þess að koma þessari stefnu fram, þurfa allir frjálshuga og umbótasinnaðir menn að sameinast um sköpun miðfylkingar, er brýtur niður ásókn öfganna til beggja hliða. Þ. Þ. ust til haga hjá Sjálfstæðis- flokknum og hafði lengi dreymt sjálfa sig sitjandi inni í þing- helgi íslendinga. Mér kemur í hug einn af fundum þeim, sem haldinn var hér í Rangárvallasýslu rétt fyrir kosningarnar þetta vor. Fund- urinn var á Stórólfshvoli. Eg- ill Thorarensen í Sigtúnum mætti á þessum fundi til and- svara gegn áhlaupaliði íhalds og kommúnista. Egill sá glöggt hver voði þjóðinni var búinn með þeirri stjórnarskrá, sem nú var í uppsiglingu. Egill flutti þarna mjög snjalla ræðu og skýrði frá gangi mjólkurmál- anna hér austan fjalls á und- anförnum árum, en Sjálfstæðis- menn hafa af eðlilegum ástæð- um mjög forðast umræður um þau mál, þegar kosningar hafa staðið fyrir dyrum. í ræðu sinni komst Egill að þeirri niður- stöðu, að aðgerðir Sjálfstæðis- manna í mjólkurmálinu væru þannig vaxnar, að það væri vanmat á þroska kjósenda austan fjalls, að nokkur Sjálf- stæðismaður skyldi láta sjá sig í kjöri í Árnes- og Rangárvalla- sýslum. Ræða Egils kom mjög við taugar Ingólfs á Hellu, sem vonaði nú í barnslegri einfeldni, að kjósendur í Rangárvalla- | sýslu mundu veita honum nægi- 1 legt kjörfylgi til þess að ná kosningu og verða þannig ann- ' ar þingmaður Rangæinga í stað !Björns sýslumanns. En þessar jvonir brugðust Ingólfi. sem síð- ' an hefir orðið að bíta í það súra j epli að vera aðeins minnihluta- ! þingmaður, sem á alla sína i þingmannstign að þakka stjórn- arskrá upplausnarinnar. Eina vörn Ingólfs gegn hinni þungu ádeilu Egils yar sú, að honum færist lítt að koma austur í Rangárvallasýslu með ræðu, sem aðrir hefðu fengið honum í hendur, en ræða Egils var vélrituð eða prentuð, og taldi Ingólfur því líklegt, áð hægt væri að telja fundar- mönnum trú um, að plaggi þessu hefði verið stungið að Agli um leið og hann lagði leið sína austur yfir Þjórsá til orr- ustu gegn þeim eyðingaröflum, sem nú hugðu að brjóta ríiður hið pólitíska vald íslenzkra sveita. Ég hygg, að flestir þeir, sem hlustuðu á Egil á fyrrnefndum fundi og hafa fylgzt með bar- áttu hans á undanförnum ár- um fyrir málstað bændanna i gegn hatrömmum aðförum jþeirra, sem hafa unnið mark- ,visst að því, bæði ljóst og leynt, j að gera bændastéttina áhrifa- | lausa um sín málefni á hinum hærri stöðum, gætu naumast trúað því, að hann væri faðir þeirrar ævintýralegu tillögu, sem nú nýlega hefir skotið upp höfðinu, sem sé að láta Framsóknarflokkinn v í k j a fyrir öðrum nýjum flokki, sem ætti að sameinast alla atvinnu- rekendur til sjávar og sveita í einn stóran flokk. Inn í fylk- ingu þessa hugsar Egill sér að renni „betri“ ' armur Sjálf- stæðisflokksins og þá auðvitað mennirnir, sem fengu þann fræga vitnisburð hjá Agli Thor- arensen, að þeir ættu að sjá sóma sinn í því að láta ekkert á sér bera um kosningar. Hvað hefir gerzt, sem gerir það að verkum, að Egill sér nú framtíðarvelgengni íslenzku þjóðarinnar svo mjög tengda þeim mönnum, sem hann sjálf- ur hefir talið svo litlum kost- um búna, að ekki væri að þeim nein uppbygging? Og svo fast hyggur Egill á samstarf við þessa menn, að hann ber það á borð fyrir alla sína gömlu samherja, að nú eigi að leggja flokk þeirra niður, — að það eigi að þurrka Framsóknar- flokkinn út. Ég held, að aldrei hafi. verið borin á borð fyrir okkur Fram- sóknarmenn lélegri pólitísk fæða en þessi gæsasteik kaup- félagsstjórans í Sigtúnum. Það er víst, að þótt E. Th. legði nú land undir fót og rölti á milli heimila Framsóknar- manna í Árnes- og Rangár- vallasýslum, að þá yrðu ekki margir til þess að bjóða honum inn, svo fremi sem erindið væri það að bjóða mönnum í erfis- drykkju eftir Framsóknar- flokkinn eða í brúðkaupsveizlu Framsóknar- og Sjálfstæðis- manna. í slíkum erindagerðum myndi Egill áreiðanlega* ganga bónleiður til búðar. Ég hygg, að Egill mundi ótvírætt lesa sama svarið af vörum allra, sem myndu orð hans sjálfs frá fund- inum á Stórólfshvoli, að það væri vanmat á þroska bænda að fara þess á leit við þá að leggja Framsóknarflokkinn nið- ur. (Framh. á 4. síSu) Krýsuvíkur- vegurínn - IJiiu-æður á Alþingi. > Sex þingmenn, þrír Fram- sóknarmenn, tveir jafnaðar- menn og einn sósíalisti, flytja í sameinuðu Alþingi tillögu um að heimila ríkisstjórninni að greiða á þessu ári tvær milj- ónir til framhalds veg:alagningu í Krýsuvíkurvegi. Fyrsti flutn- ingsmaður er þm. V.-Skaftfell- inga, Sveinbjörn Högnason. Tillagan var rædd í þinginu í tvo daga og er komin til fjár- veitingarnefndar. Fjármála- ráðherra vildi vita hjá flutn- ingsmönnum, hvaðan taka ætti þetta fé. Því svaraði Sveinbjörn þannig, að fjárveitingarnefnd mundi að sjálfsögðu athuga, hvort tekjur ríkisins á þessu ári gætu mætt þessum útgjöld- um eða hvort til þess þyrfti sér- staka lánsheimild. Jörundur, Sveinbjörn og Em- il sýndu fram á nauðsyn þessa vegar; í fyrsta lagi vegna Reyk- víkinga, er þurfa að fá mjólk, einnig þann tíma ársins, sem Mosfells- og Hellisheiði eru ó- færar; í öðru lagi vegna bænd- anna, er þurfa að koma mjólk- inni til seljanda; í þriðja lagi, vegna Hafnfirðinga, er með lagningu þessa vegar fá aðgang að jarðhita og landi til ræktun- ar; og í fjórða lagi vegna Sel- vogsmanna, sem með þeim vegi fá sveit sína í vegasamband. í sama streng tók Ingólfur Jóns- son, en taldi sig persónulega móðgaðan, hefði verið búið að lofa sér að vera fluningsmað- ur, en svo hefði tillagan verið flutt, þegar hann ekki var í bæn- um. Sagði Ingólfur, að það, að hann varð ekki flutningsmaður, mundi verða orsök þess, að bæði Gísli Sveinsson og Eiríkur Ein- arsson mundu ekki verða með tillögunni, en hefðu orðið það, ef Ingólfur hefði verið flutn- ingsmaður. Þetta kom mörgum einkennilega fyrir sjónir, og þegar Eiríkur kvaddi sér hljóðs, væntu menn, að hann mundi skýra málið nánar, en af því varð ekki. Hinu lýsti hann yfir, að þrátt fyrir það, þótt hann væri borinn og barnfæddur austan fjalls, og ýmist búið þar eða hér í Reykjavík, væri hann ekki enn búinn að átta sig á því, hvort hann ætti að vera með Krýsuvíkurvegi eða á móti. Á móti vegarlagningunni töl- uðu Jón Pá og Gísli Jónsson. Páll Zophóníasson talaði um nauðsyn vegarins, en benti á, að óviðfeldið væri að samþykkja tveggja milj. kr. fjárveitingu Nokkur aðvöruuar- orð til íslenzku þjóð- arínnar Nú eru fyrir dyrum örlagarík- ustu kosningar, sem nokkru sinni hafa verið háðaf á ís- landi, kosningar, sem munu sýna öllum heiminum á hvaða menningar- og þroskastigi ís- lenzka þjóðin er. Látið ekki afvegaleidda og umsnúna kurteisi gagnvart Dönum villa ykkur sýn. Hafnið ekki viljandi þeim hugsjónum, sem margir ein- staklingar annara þjóða láta lífið í sölurnar fyrir. Það er menningarleg skylda, að íslenzka þjóðin noti nú taf- arlaust rétt sinn og reyni að verða algerlega sjálfstæð, án nokkurrar erlendrar íhlutunar. Það væri óverjandi smán, ef nokkur íslendingur, væri svo óeigingjarn með heiður sinn og þjóðar sinnar, að hann hikaði við að reyna að hjálpa til að fullkomna það verk, sem beztu menn þjóðarinnar á síðastliðn- um öldum, hafa unnið að. Kjósið öll! Þeir, sem kjósa, hljóta að kjósa rétt. Neikvæð kosning — hverjar sem afleið- ingarnar yrðu — væri smán, sem íslenzka þjóðin gæti ekki losað sig við um ókomnar aldir. Svo ömurleg örlög mun vissu- lega enginn íslendingur vilja skapa þjóð sinni. Gísli Albertsson, Hesti, Borgárfirði. með þingsályktun á fjárlaga- þingi, og beindi því til fjárveit- ingarnefndar, að athuga hvort t ekki mætti færa tillöguna í ! það horf, að hún yrði hvort- Jtveggja, áskorun á stjórnina að hefjast handa og láta í -sumar jvinna í veginum, og yfirlýsing þingmanna um, að þeir ætluðu ! sér að standa að tveggja milj. |kr. fjárveitingu í þessu skyni á næstu fjárlögum. Fengist vissa ( fyrir því, mætti vinna fyrir sig 1 fram í ár, og það taldi hann heppilegash Nú er málið hjá fjárveiting- arnefnd. Hvað hún leggur til málanna, er óvíst. Sjálfstæðis- flokkurinn hefir löngum lagt sig fram til að tefja fyrir þess- ari vegarlagningu. En Ingólf- ur fylgir henni, og ætli ein- hverjir flokksbræður hans geri það nú ekki líka, enda þótt hann ekki yrði flutningsmaður. Og þolir Ingólfur, að hans eigin flokksbræður vinni gegn fram- gangi þessa máls, sem varðar svo mikils hag allra bænda austan fjalls. K. Erlcmlir jiættir: Hver verður maður drotlníngarelnisins ? Frásögn af Manstelu marskálki o. fl. Um fátt er nú meira rætt í heiminum en fyrirkomulag ýmissa mála eftir styrjöldina. Það er margt, sem veldur mönnum áhyggjum í því sambandi, og má þar tilnefna hina óiíklegustu hluti. Meðal þess, sem vel getur valdið Bretum nokkrum áhyggjum, er gifting Elísabetar krónprinsessu, sem á í vændum að verða þjóðhöfðingi hins víðlenda brezka heimsríkis. Þri&judagur 22. fébr. Afturhaldsboðskap- ur Morguublaðsins í forustugrein Morgunblaðs- ins á laugardaginn var er brugðið upp mynd af þeirri stefnu, sem Sjálfstæðisflokkur- inn berst fyrir og vill láta ráða hér ríkjum á komandi árum. Það er stefna frjálsu sam- keppninnar -og óskipulagðs einkaframtaks í 19. aldar mynd. Það er stefnan, sem ríkti fyrir styrjöldina og orsakaði þá at- vinnuleysi og fj árhagsöngþveiti í öllum löndum hins menntaða heims. Það, sem Mbl. er að boða, er ný kreppa, nýtt atvinnuleysi, fáir auðkóngar og fjölmennur öreigalýður. Sá sleggjudómur Morgun- blaðsins, að fjármálaöngþveitið og atvinnuleysið í heiminum fyr- ir styrjöldina hafi rakið rætur sínar til afskipta ríkisvaldsins, er vitanlega fjarri öllum sanni. Hvernig var það t. d. í Banda- ríkjunum? Þau eru auðugasta land heims, þar voru mestir auð- kóngar heimsins, þar voru nær éngir skattar, þar voru engin ríkisafskipti, en samt voru þar 11—12 milj. atvinnuleysingja, þegar Roosevelt kom til valda. Það var fyrst, þegar Roosevelt var búinn að koma á ýmsri opin- berri skipulagningu og hækka skattana, svo að hægt væri að auka verklegar framkvæmdir, að aftur tók að lifna þar við. Verk- legu framkvæmdirnar, sem voru ávöxtur skattanna, veittu ekki aðeins atvinnu þeim, er að þess- um framkvæmdum störfuðu, heldur varð aukin kaupgeta þeirra þess valdandi, að sala jókst á framleiðslu ýmsra at- vinnugreina og þær fóru því að geta veitt meiri atvinnu en áður. Þannig kom skipulagningar- og skattastefna Roosevelts atvinnu- lífinu aftur á réttan kjöl. Hvernig var það líka í Bret- landi? Ekki ríkti þar nein sér- stök skipulagningar- og skatta- stefna undir forustu hinna trú- verðugu íhaldsmanna Baldwins og Chamberlains. Samt var þar mesti fjöldi atvinnuleysingja í borgunum og bændurnir lifðu fullkomnu sultarlífi. í löndum Bandamanna eru það ekki aðeins þeir, sem hallast að skipulagningarúrræðum só- sialismans og samvinnunnar, er hafa komið auga á veilur frjálsu samkeppninnar og ó- skipulagðs einkaframtaks. Rit- stjórar Morgunblaðsins ættu að lesa ágætustu blöð enskra íhaldsmanna, „The Times“ og „The Observer“, og sjá þann boðskap, er þau hafa að flytja um lausn framtíðarmálanna. Það er ekki boðskapurinn um að hverfa aftur til skipulagsleysis- ins fyrir styrjöldina, heldur að hagnýta sér margt af þeirri skipulagningu, er lærzt hefir á stríðsárunum og svarað hefir glæsilegum árangri. Bretar hafa á stríðsárunum lært meira um skynsamlega skipulagningu fjármála og at- vinnumála, er samrímist öld hinnar miklu tækni og hröðu viðskipta, en nokkuru sinni áð- ur. Þeir hafa lært að gera áætl- anir, þar sem tilgreint hefir verið nauðsynlegt magn hinna ýmsu vörutegunda til að full- nægja styrjaldarrekstrinum. Til þess að framfylgja þessum áætl- unum hefir þurft að takmarka vissar atvinnugreinar, auka aðr- ar og deila fjármagninu og vinnuaflinu skynsamlega á milli. Þetta hefir tekizt, án þess að afnema einkareksturinn, því að honum hafa ekki aðeins ver- ið settar hömlur, heldur hefir hann einnig verið hvattur til framtaks, þar sem þess hefir þurft. Sú eina stórbreyting hefir orðið, að í stað óskipulagðs einkareksturs, sem hefir haft augnabliksgróða að takmarki, héfir komið skipulagður einka- rekstur, sem vinnur í samræmi við þjóðarhagsmunina. Það er þetta skipulag, sem þarf að haldast eftir stríðið, ef friðurinn á ekki að tapast á ný. Til þess „að vinna friðinn", eins og það er orðað, þarf að tryggja Elísabet prinsessa verður 18 ára í aprílmánuði næstkomandi og mun þá öðlast sæti í krón- ráðinu brezka, en þar eru lögð fyrir konung ýms helztu vanda- mál ríkisins. Elísabet fær sæti í ráðinu m. a. til þess að geta kynnzt betur því starfi, sem bíð- ur hennar i framtíðinni. Elísabet er nú komin á þann aldur, að eigi er ósennilegt, að hún fari að sjá sér út manns- efni. Brezk blöð hafa bent á, að formóðir hennar, Viktoría drottning, hafi gifzt 20 ára. Þrír brezkir hertogasynir hafa.þegar verið tilnefndir sem hugsanleg mannsefni, allir nokkrum árum eldri en Elísabet. Viktoría gift- ist þýzkum prins, eins og kunn- ugt er, og gerðist hann talsvert áhrifamikill um ensk mál. Þess mun vart óskað af Bret- um nú, að drottning þeirra sé gift útlendum manni, enda mun nú tæpast völ á prinsi, sem get- ur talizt henni samboðinn. Flestir eða allir þeir, er til greina geta komið, eru útlagar, og gift- ing þeirra og brezka drottning- arefnisins gætu vakið pólitíska tortryggni, er Bretar munu ekki kæra sig um. Afskipti Alberts prins, manns Viktoríu drottningar, sýndu það bezt, að Bretum má engan veg- inn á sama standa, hvaða mann Elísabet velur sér. Albert var hygginn og ötull maður, hafði mikil áhrif á konu sína og reyndist Bretum hinn þarfleg- asti. En á sama hátt og maður drottingarinnar getur haft æski- leg áhrif, getur hann líka reynzt óheppilegur förunautur. Þótt brezka þjóðhöfðingja- staðan virðist ekki valdamikil, eins og sakir standa, fylgir henni eigi að síður mikill vandi. Hún er aðaltengillinn milli samveld- islandanna og getur oft mikið oltið á lægni og gætinni fram- komu þjóðhöfðingjans. Aðstaða þjóðhöfðingjans er og slík, að í kyrþey getur hann haft mikil áhrif, ef kænlega er unnið. Þess vegna er eðlilegt, að Bretar láti sig talsverðu skipta, hver verður mannsefni Elísa- betar drottningarefnis. * * * Sá hershöfðingi Þjóðverja, sem til þessa hefir hlotið örð- ugasta og vanþakklátasta hlut- verkið í styrjöldinni, er Man- stein marskálkur. Það hefir fall- ið í hlut hans að stjórna undan- haldi Þjóðverja í Rússlandi. Meðan Þjóðverjar unnu hvern sigurinn öðrum meiri í Rúss- landi, bar meira á ýmsum hers- höfðingjum þeirra en Manstein. Þegar sigrunum var lokið og undanhaldið kom til sögunnar, hurfu þeir einn af öðrum. Hins vegar var Manstein stöðugt falið meira og meira verkefni. Á síðastl. ári hvíldi herstjórn Þjóðverja í Rússlandi aðallega á honum. Manstein á ekki vegsauka sinn því að þakka, að hann sé sérstaklega inn undir hjá Hitler og nazistum, eins og t. d. Rom- mel. Hann er prússneskur hers- höfðingi í gömlum stíl, er berst af skyldurækni og hlýðni fyrir þjóðhöfðingja sinn og föðurland og þekkir ekki aðra köllun en hermennskuna. Eitt myndi hann þó kannske setja ofar hlýðninni við þjóðhöfðingjann og yfirherstjórnina. Það er hans eigin stétt, prússnesku herfor- ingjarnir. Því aðeins munu hann og stéttarbræður hans bregðast Hitler, að þeir gerðu sér vonir um að bjarga þannig stétt sinni. En sú von er ekki fyrir hendi, a. m. k. ekki eins og sakir standa. Jafnt Banda- menn og Rússar lýsa yfir því, að þeir vilja ekki síður uppræta prússneska hermennskuandann en nazismann. Þetta gerir hers- höfðingjana og nazistaforingj- ana að samhentum vopnabræðr- um, þótt hvorugur aðilinn beri undir niðri hlýjan hug til hins. Ef það er athugað með sögu- legri íhygli, virðist það rangt að eigna Prússum nazismann. Hann er ekki upprunninn hjá þeim og enginn af leiðtogum nazista er prússneskur. Drottnunar- andinn sem kemur fram hjá nazismanum, er því ekki prússneskt fyrirbrigði, heldur alþýzkt. En hitt er sérstakt ein- kenni Prússa, að hvergi í Ev- rópu hefir hermennskuandinn, sem lýst er í riddarasögum mið- aldanna, lifað lengur en hjá þeim. Maður fram af manni hefir lagt stund á hermennsk- una eins og atvinnugrein. Þess vegna hafa flestir færustu hers- höfðingja Þjóðverja komið frá Prússlandi. Manstein hershöfðingi er 56 ára gamall. Hann var tíunda barn prússnesks hershöfðingja, von Lewinski, er iézt þegar Manstein var kornungur. Annar prússneskur liðsforingi, Georg von Manstein greifi, gekkst honum þá í föðurstað og kost- aði uppeldi hans. Þannig er Mansteinsnafnið til komið. Manstein gekk strax her- mannsveginn, líkt og faðir hans og fóstri. Snemma í fyrri heims- styrjöldinni særðist hann hættulega, en komst þó aftur á vígvöllinn og gat sér m. a. góð- an orðstír við Verdun fyrir at- orku, einbeitni og áræði. Eftir styrjöldina starfaði hann á veg- um þýzka herforingjaráðsins. Eftir valdatöku Hitlers var hann skjótlega hækkaður í tigninni, þó ekki vegna þess, að hann leitaði eftir vinfengi naz- ista, heldur þurfti herinn á fleiri yfirforingjum að halda og nazistar gátu ekki valið þá úr sínum hópi. Þegar ráðizt var á Pólland, var Manstein formaður herráðs Gerd von Rundstedt hershöfðingja, er stjórnaði að- alsókninni. Þegar Þjóðverjar réðust á Frakkland, stjórnaði Manstein fyrstu þýzku her- sveitunum, er brutust í gegn hjá Somme. í Rússlandi var honum ekki falin sjálfstæð her- stjórn fyrr en nokkrir mánuðir voru liðnir af styrjöldinni, en eftir það vann hann ýmsa fræg- ustu sigrana þar, eins og L d. töku Sevastopol. Herstjórn hans vann honum stöðugt meira og meira álit. Þegar til þess kom að stjórna skipulögðu undanhaldi Þjóðverja í Rússlandi, varð hann því fyrir valinu. Réttmæt- ir dómar verða ekki enn felld- ir um það starf hans, en marg- ir sérfræðingar Bandamanna hafa þó látið uppi þá skoðun, að þetta undanhald Þjóðverja sé eigi lakasta sönnunin um góða herstjórn þeirra. Manstein hefir fengið að (Framh. d 4. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.