Tíminn - 22.02.1944, Side 3

Tíminn - 22.02.1944, Side 3
20. blaS TtMlM, þrigjadagmn 22. febr. 1944 79 FRAMHALD Húsgagnavínnustofan Baldursg. 30 Sími 2292. Meðan Montgomery stjórnaði 8. liernum hrezka á Ítalíu, fékk hann heimsókn nokkurra rússneskra hershöfðingja. Á myndinni sést Montgomery (meö koll- húfuna) vera að kveðja rússneska hershöfðingjann Vasiliev, sem stjórnaði í sumar sókn Rússa syðst á rússnesku vígstöövunum, og vann þá frœga sígra. Tveir af œðstu hershöfðingjum Bandaríkjanna, Arnold œðsti maður flug- hersins og Marshal œðsti maöur landhersins. A herskip þau, sem stunda varðgœzlu á norðurliöfum yfir veturinn, festist oft mikil ísing, eins og sjá má á myndinni, sem er a) amerískum tundurspilli. Myndin er af tveimur Japönskum flugvélum, er gert hafa aras a ameriskt flugvélaskip, og liafa verið skotnar niður. Nokkur hluti jlugvélaskipsins sést líka. Með tilstyrk Bandaríkjanna eru Kínverjar að koma sér upp fjölmennu flug- liði. Kinverskir flugmenn eru taldir fullkomlega jafnokar Japanskra flug- manna .Myndin er af nokkrum Kinverskum flugmönnum. Forðum hafði Ayyúb bjargað Zengý. Nú var það Ayyúb og Shirkúh bróðir hans, sem leituðu á náðir Zengýs. Tók Zengý fús- lega við þeim, enda gengu þeir báðir í sveitir hans. Það var nægt verkefni hraustum mönnum. Þegar Zengý tók Baalsekk herskildi, gerði hann Ayyúb að landstjóra þar vestur frá og þar í upplöndum Sýrlands lifði Saladín litli fyrstu sjö ár ævi sinnar. Líkt og önnur Arababörn, sem af göfugum ættum voru, var hann ungur settur til nokkurra mennta. Var sú menntun fyrst og fremst fólgin í því að þekkja hvern stafkrók í Kóraninum, en einnig var hann þjálfaður í mælskulist, látinn nema bragfræði og temja sér ljóðagerð. Loks var honum ætlað að læra rækilega hina flóknu málfræði arabískunnar. Svo liðu fimmtán fyrstu ár ævi hans, og bar fátt það fyrir hann, sem tíðindum sætti. Voru þetta þó miklir umbrotatímar í löndum Araba og mörkuðu djúp spor á hinni löngu slóð mannkynsins. En þeirra átaka gætti lítt í fjalllendi Sýrlands. Á þessum árum var Zengý fursti veginn, og synir hans tveir, sem báðir gerðu tilkall til ríkisins, tóku að berjast um völdin. Lyktað bræðravígum þessum með sigri hins yngra, Núr-ed-Dín, enda var hann kappi hinn mesti. Sneri hann brátt vopnum sín- um gegn kristnum mönnum, settist um Damaskus og vann hana. Átti hann meginþátt í því, að önnur krossferðin misheppnaðist. Aýyúb og Shirkúh höfðu neytt aðstöðu sinnar til hlítar, létu lík- lega við báða aðila, en komu svo til sögunar, þegar sýnt þótti, hvernig leikurinn réðist, en meðan liðveizla var þó enn mikils ver§. Varð Ayyúb landstjóri í Damaskus, en Shirkúh einskonar undirkonungur víðlendra héraða fyrir botni Miðjarðarhafs. Saladín fluttist til Damaskus með föður sínum og gisti land- stjórahöllina þar næsta áratug. Lærði hann þar allt það, er sæma þótti hinum göfugustu mönnum, og gerðist hann brátt lærður maður um trúfræði og skáldskap. Voru oft veizlur góðar haldnar frægum mönnum í höll landstjórans, og tók Saladín þar oft þátt í orðræðum hinna spökustu manna. En milli veizlnanna þreytti hann ljónaveiðar og annað það, sem manns- bragur og virðing þótti að, með öðrum ungum mönnum. Kom brátt í ljós, að Saladín var mjög fyrir öðrum mönnum, þegar í harðbakka sló, ekki síður en við skemmtan og skáldamál heima í höllu. * Hann var orðinn tuttugu og fimm ára, er honum gafst loks færi á að reyna þolrifin. Þá hélt Shirkúh frændi hans með her mikinn inn í Egiptaland til liðs við El-Adhíd kalífa, sem um langt skeið hafði keypt sér frið við frönsku krossferðariddarana með miklum fégjöfum, er þeir notuðu til þess að festa sig í sessi á Sýrlandsströnd og í Jórdandalnum. Eftir að Núr-ed-Din hófst til valda í Sýrlandi tók hann þegar að sælast eftir áhrifum í Egiptalandi. Konungur Frakka í'Jerúsalem sá fljótt hættuna, sem honum gat stafað af þessu, og reyndi að auka ítök sín sem mest. Kalífinn var sem milli steins og sleggju. Hann hafði ekki bolmagn til þess að veita krossferðariddurunum viðnám, sem honum hefði þó verið hugþekkast, og gerði yfirskyns-sáttmála við konunginn í Jerúsalem. En litlu síðar sneri hann blaðinu alveg við og hét á Núr-ed-Dín sér til liðveizlu. Fór Shirkúh sigur- för mikla um Egiptaland og var tekið með kostum og kynjum í borg kalífans, er nú þóttist hafa sloppið úr miklum háska. Sett- is hann að í Egiptalandi og þáði miklar virðingar af kalífanum og varð æðsti ráðgjafi hans. Því fór fjarri, að Saladín sjálfan fýsti í þessa för. En frænd:, hans taldi ungum mönnum gott að kanna ókunna stigu og kom- ast í harðræði, og svo varð að vera sem hann vildi. En Saladín reyndist því traustari þegar á hólminn kom. Það var eigi aðeins, að hann væri hraustur hermaður og snjall her stjóri, heldur kom það og á daginn, að hann var hygginn stjórn- málamaður. Setti Shirkúh jafnan Saladín hið næsta sér og fól honum margskiptis hin ábyrgðarmestu vandastörf, er jafnan leystust vel. Var nú þegar sýnt, að honum myndi greiður vegur til mikils frama, ef allt færi að líkum. Árið 1169 andaðist Shirkúh af ofsæld og býlífi, og þá valdi kalífinn Saladín sér að æðsta ráðgjafa. En þessi mikla upphefð Saladíns vakti hinn mesta storm í Egiptalandi. Gamlir og reyndir embættismenn bólgnuðu af öfund og þóttust meira hafa til þessa embættis unnið heldur en útlendur unglingur. Þess var jafnvel ekki langt að bíjða, að þeir tækju að búa honum hvers konar launráð, þrátt fyrir innbyrðis sundurþykkju. En það var happ Saladíns, að bæði kalífinn og Sýrlandskonungur treystu honum hið bezta, enda gerði hann sér vitanlega allt far um að tryggja sér vináttu þeirra. * Allt til þessa hafði tilviljun meira ráðið lífi Saladíns og frama heldur en sjálfráð viðleitni hans. En nú tók hann að marka sér braut. „Þegar guð gaf mér Egiptaland," sagði hann, „vissi ég, að hann hlaut að gefa mér Palestínu einnig." Hann einsetti sér að hrekja kristna menn með öllu brott úr löndunum við botn Miðjarðarhafs og frelsa allar arabískar þjóðir undan oki þeirra. Hann sá þó skjótt fram á, hve aðstaða sín sem æðsta ráðgjafa kalífans og herstjóra Núr-ed-Díns gat verið tvíbent. Óvinir og öfundarmenn voru á hverju strái, og sífellt yfirvofandi sú hætta að annarhvor eða báðir, kalífinn og Núr-ed-Dín tæki að gruna hann um græzku. Hann tók því það ráð að safna frændum sín um í öll áhrifamestu embættin í Egiptalandi. Til þess að blekkja kalífann lézt hann vilja afsala sér ráðgjafatign sinni í hend ur föður síns. En Ayyúb vildi ekki þekkjast það, og lét Saladín hann þá takast á hendur vörzlu dýrgripa kallfans og fjárhirzlna ríkisins. Þegar Saladín hélt áfram að kveðja hina nánustu frændur sína til þess að gegna öllum áhrifamestu embættum ríkisins, fór kal ífann að iðra þess sárlega að hafa falið þessum unga manni svo mikil völd í ríki sínu, því að honum var ekki grunlaust um, að hann myndi hyggja enn hærra. En nú hafði Saladín náð þeim tökum, sem hann sleppti ekki. Og þegar yfirgeldingurinn við hirð kalífans gerði uppreisn og hugði að hrifsa til sín völdin með tilstyrk Svertingjasveita frá Súdan, brást Saladín hart við og sigraði uppreisnarmennina og kvað öll áform þeirra niður skyndi. Samvinnan er málgagn samvinnuhreyfingar- innar. Kaupið hana og lesið. Hún flytur ávalt fróðleik um samvinnumál. Sökum mjög mikillar aðsókuar verður ekki hæg’t að taka á móti fleir- um til bekkjar- og’ iiintökuprófs í vor eu lieiiii, sem þegar liafa borizt frá umsókuir. Bekkjarpróf liefst 14. apríl, iun- tökupróf 2. maí. OpAi Rœstiduft — er fyrir nokkru komið A markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir Ula þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. \otið O P A t rœstiduft Í bókinni EIR GERÐU GARÐINN FRÆGAN t- v eftir DALE CARNEGIE eru ævisöguþættir sextíu og níu karla og kvenna, sem vissulega hafa gert garð sinn frægan. DALE CARNEGIE er þegar orðinn að góðu kunnur hér á landi fyrir bókina VINSÆLDIR OG ÁHRIF, sem kom í fyrra. ÞEIR GERÐE GARÐEVN FRÆGAN er fróðleg bók, og auk þess einhver skemmtilegasta bók, sem völ er á. Bæði bindin kosta aðcins kr. 24,60. Kaupið hana áður en upplagið jirýtur. ◄ < i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i Kanpnm tnsknr allar tegtmdir, hœsta verdi. JUynda I r é ttir Saladín soldán Satnband ísl. sainvinnufélaga. i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.