Tíminn - 24.02.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.02.1944, Blaðsíða 1
RITSTJORI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIPSTOFUR í EDDUHUSI Lindargötu 9A. í Símar 2353 og 437C AFGREIÐSLA, INNHEIMT. • \ OG AUGLÝSINGASKr.: . ~ _ DFA: | 5 EDDUHÚSI Lindargötu 9A. | ) Sími 2323. __1 2R. árg. Reykjavík, fimmtudagiiiii 24. febr. 1944 21. blað Alþingi skorar á þjóðina að fylkja sér um skilnaðinn oé lýðveldisstofnunina Forseta- kjörið Breytingartillögur stjórnarskrárnefnda Stjórnarskrárnefndir Alþingis gera ekki færri en 20 breyting- artillögur við frv. um lýðveldis- stjórnarskrána, er milliþinga- nefndin hafði samið. Flestar breytingarnar eru þó orðalags- breytingar, er stafa af því, að lagt er til að kalla þjóðhöfð- ingjann FORSETA ÍSLANDS eða FORSETA í stað forseta lýðveldisins. Meginbreytingarnar varða forsetakjörið og frávikningu for- seta, og stafa þær breytingar af því, að lagt er til að hafa forsetann þjóðkjörinn, en ekki þingkjörinn, eins og milliþinga- nefndin lagði til. Nefndin leggur til að ákvæð- ið um forsetakjörið sé svohljóð- andi: „Forseti skal kjörinn beinuni, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til AI- þingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosning- arbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreíðslu. Að öðru leyti skal ákveða með lögum um framboð og kjör for- seta, og má þar ákveða, að til- tekin tala meðmælenda skuli vera úr landsfjórðungi hverjum í hlutfalli við kjósendatölu þar. Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að 4 ár- um liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar." Þá er lagt til, að falli forset- inn frá skuli fara fram forseta- kosningar og skal kjörtímabil hins nýja forseta gilda frá kjóri hans og til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu. Meðan nýr for- seti hefir ekki verið kjörinn, fara forsætisráðherra, forseti sameinaðs þings og forseti hæstaréttar með þjóðhöfðingja- valdið. Nefndin leggur til að ákvæð- ið um frávikningu forseta skuli hljóða svo: „Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóá- aratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi % hluta allra atkvæða í sameinuðu þingi. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan mán- aðar frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir $amþykkt sína, þar til er úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar eru kunn. Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæða- greiðsluna, og telst þá sem kjör- tími forseta hefjist að nýju frá þeim tíma, en Alþingi skal þeg- ar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga." Þá leggur nefndin til að aft- an yið stjórnarskrána bætist Allír þingmenn telja tímabært að sambands- sáttmálanum og samþykkja lýðveldisstjórnarskrá í gær var lagt fram á Alþingi sameiginlegt álit stjórnarskrárnefnda beggja deilda, undir- ritað fyrirvaralaust af öllum nfendarmönnum, þar sem eindregið er lagt til, að frumvarp um lýðveldisstjórnarskrá verði samþykkt'á þessu þingi og skorað á þjóðina að fylkja sér einhuga um málið við þjóðaratkvæðagreiðslu þá, sem ákveðin hefir verið. Einnig var lagt fram í gær á Alþingi nefndarálit skilnaðarnefndar, undirritað fyrirvara- laust af öllum nefndarmönnub, þar sem Iýst er eindregnu fylgi allra nefndarmanna við tillög- una um uppsögn sambandslagasamningins og þjóðin er hvött til að gjalda henni jákvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Lokatakmarkið í frelsisbaráttunni „ÞaS hefir verið lokatakmark íslendinga í frelsisbaráttu þeirra, að ísland yrði alfrjálst lýðveldi. Hugmyndir þjóðarinn- ar um ísland sem sjálfstætt ríki hafa alltaf verið bundnar við það stjórnskipulag, sem þjóðin bjó við, er hún var sjálfstæð, — lýðveldið. Með sambandslagasamningn- um 1918 var viðurkenndur rétt- ur íslendinga til þess að taka öll mál í eigin hendur að liðn- um 25 árum. Það hefir verið ásetningur að stofna lýðveldi á íslandi, um leið og sambands- slit við Danmörku færu fram. Það eru eigi aðeins íslending- ar, sem hafa litið svo á, að slík ráðstöfun væri rökrétt afleiðing sambandsslita. í nefndaráliti meiri hluta fullveldisnefndar Alþingis um sambandslögin 1918 er það tekið fram, að það hafi verið skoðun Dana við samn- ingana 1918, að sambandsslitin hljóti að valda skilnaði, og er án efa átt við konungssamband- ið, þegar þannig er gerður mun- ur á sambandsslitum og skilnaði. Þeim, sem kunnugir eru sjálf- stæðisbaráttu íslendinga, mun aldrei hafa blandazt hugur um, að stofnun lýðveldis á íslandi hefir verið markmið þjóðarinn- ar og að það spor hlaut að verða strtgið, þegar sambands- slitin færu fram. Þessi hefir og verið stefna Alþingis og þjóðarinnar í mál- inu við undirbúning þann, sem fram hefir farið á' Alþingi og uta'n þings nú síðustu árin, og sérstaklega er henni yfirlýst i þingsályktun frá 17. rhaí 1941 og þá einnig i sambandi við stjórnarskrárbreytingu, er gerð var 1942, til undirbúnings lýð- veldisstofnunar. Seinasti áfanginn undirbúinn Eftir samþykkt þessarar svohljóðandi bráðabirgðaá- kvæði: „Stjórnarskipunarlög þessi óðlast gildi, þegar Alþingi gerir um það ályktun, enda hafi meiri hluti allra kosningarbærra manna í landinu með leynilegri átkvæðagreiðslu samþykkt þau. Er stjórnarskrá þessi hefir öðlazt gildi, kýs sameinað Al- þingi forseta fyrsta sinni eftir reglum um kjör forseta sam- einaðs Alþingis, og nær kjör- tímabil hans til 31. júlí 1945." Fyrra bráðabirgðaákvæðið kemur t stað 17. júní 1944, er samkomulag varð um að taka úr frumvarpinu, en síðara bráða- birgðaákvæðið er rökstutt með því, að ekki sé hægt að hafa forsetakjör á þessu ári. þingsályktunartillögu 1941 varð það Ijóst, að undirbúa þurfti gagngerða breytingu á stjórnar- skipunarlögum landsins. Var 1 þessu skyni skipuð sérstök milli- þinganefnd á árinu 1942. Nefnd- inni var falið „að gera tillögur um breytingú á stjórnarskipun- arlögum ríkisins í samræmi við yfirlýstan vilja Alþingis um, að lýðVeldi verði stofnað á íslandi." Frumvarp það, er hér liggur fyrir, er samið af milliþinga- rféfnd þessari, en lagt fyrir Al- þingi af ríkisstjórninni. Á meðan milliþinganefndin starfaði, var á stjórnskipulegan hátt nánar kveðið á um það, hvernig framkvæma skyldi stofnun lýðveldisins, og mótaði sú ákvörðun það stjórnarskrár- framvarp, sem hér liggur fyrir. Sú var ákvörðun Alþingis, gerð með sérstakri stjórnarskrár- breytingu á árinu 1942, að þegar Alþingi gerði þá breytingu á stjórnskipulagi íslands, að ís- land yrði lýðveldi, þá hefði sú samþykkt eins Alþingis gildi sem stjórnarskipunarlög, er meiri hluti allra kosningabærra manna í landinu hefði með leynilegri atkvæðagreiðslu sam- þykkt hana. Þó væri óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiddu af sambands- slitum við Danmörku og því, að íslendingar tækju með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins. Með þessari samþykkt, sem síðan var lögð fyrir þjóðina í almennum alþingiskosningum haustið 1942 og því næst stað- fest á lögformlegan hátt, var mörkuð leiðin síðasta áfangann. Samkvæmt þessu gerir 'stjórn- arskrárfrumvarp það, sem hér liggur nú fyrir, ekki ráð fyrir öðrum efnisbreytingum á stjórnarskránni en þeim, sem nauðsynlegar eru til þess að stofna lýðveldið og ráðstafa æðsta valdinu, er verið hefir í höndum konungs og nú slðast ríkisstjóra. ( Hefir nefndin athugað frum- varpið sérstaklega frá því sjón- armiði, að eigi verði farið út fyrir þau takmörk,sem stjórnar- skrárbreytingin frá 1942 heim- ilar, og flytur af því tilefni nokkrar breytingartillögur, frem- ur til þess þó að taka af allan vafa í þeim efnum en að nefnd- in vilji halda því fram, að farið hafi verið í frumvarpinu út fyr- ir þessi takmörk. Endurskoðun stjórnarskrárinnar ©g lýðveldismálið Það mun almenn skoðun í landinu, að mikil þörf sé gagn- gerðrar endurskoðunar stjórn- arskrárinnar og a,ð sú breyting ein sé ekki fullnægjandi, að lýð- veldi verði stofnað í stað kon- ungdæmisins. Þessi skoðun er einnig ríkj- andi á Alþingi, og sést það á því, að með þingsályktun 8. sept. 1942 er ákveðið að fela milliþinganefndinni í stjórnar- skrármálinu til viðbótar því verkefni að undirbúa lýðveldis- stjórnarskrá „að undirbúa aðr- ar breytingar á stjórnskipulag- inu, er þurfa þykir og gera verð- ur á venjulegan hátt." Stefna Alþingis í þessum mál- um hefir hins vegar verið og er enn sú að blanda alls eigi fram- tíðarendurskoðun stjórnar- (Framh. á 4. síðu) Jón Magnússon skáld Jón Magnússon skáld andað- ist í Landsspítalanum á mánu- dagskvöldið síðastliðið eftir langvinnan sjúkleika, en skamma sjúkrahúsvist. Jón Magnússon var aðeins 47 ára gamall. Hann var meðal hinna fremstu skálda þjóðarinn- ar og mesti ágætismaður i hvi- vetna. Hans verður síðar minnzt rækilegar hér í blaðinu. Dánardægur. Asgrímur Sígfússon útgerðarmaður í Hafnarfirði, andaðist 15. þ. m., eftir van- heilsu um 2—3 ára skeið. Hann var 46 ára að aldri', f. í Njarð- Atkvæðagreiðslan verður að sýna sem mesta þjóðareiningu — ÍTr nefndaráliti skilnaðarnefndar — í nefndaráliti skilnaðarnefnd- ar segir m. a. á þessa leið: „Meginhluti starfsins hefir beinzt að því að koma á sam- komulagi um, að allir flokkar þingsins vinni saman að því á Alþingi, að skilnaðartillagan og lýðveldisstjórnarskráin verði nú samþykkt, og vinni einnig utan þings áð því á allan hátt, að þjóðin sameinist sem bezt i at- kvæðagreiðslu um þessi mál. Er nú loks fengin niðurstaða í því efni. Um skilnaðartillöguna var ágreiningur um það eitt í nefnd- ¦ inni, hvern meiri hluta á Alþingi og við þjóðaratkvæðagreiðslu ! þyrfti, til þess að hún yrði talin lögformlega samþykkt. Allir nefndarmenn nema einn telja, að einfaldur meiri hluti nægi, en einn (Stefán Jóh. Stefáns- son.) telur, að um þetta beri að fylgja ákvæðum sambandslag- anna. Þrátt fyrir þenna ágrein- ing eru allir nefndarmenn þó á einu máli um það, að mjög æskilegt sé, að þátttaka í at- kvæðagreiðslu og fylgi við til- löguna verði sem allra mest, til þess að sýna sem fullkomnasta þjóðareiningu. Telur Stefán Jóh. Stefánsson ennig mjög brýna nauðsyn til þessa vegna 18. gr. sambandslaganna. Þessum ágreiningi er því ekki svo varið, að hann geti sundrað þeim um fylgi við tillöguna, sem efni hennar eru sammála, sem sé því, að dansk-íslenzki sam- bandslagasamningurinn falli nú formlega úr gildi. Allir þeir, sem þess óska, hljóta að beita sér af alefli fyrir sem mestu fylgi við tillöguna, bæði nú á Alþingi og við þjóðaratkvæðagreiðsluna, til þess ^að enginn ágreiningur geti átt sér stað, hvorki um ein- drægni þjóðarinnar né formleg- an rétt hennar til sambands- slita. Því fleiri íslendingar 'sem taka þátt í þjóðaratkvæða- greiðslunni og veita tillögunni samþykki sitt, því meiri líkur eru til, að af sjálfu sér hverfi úr sögunni sá skoðanamunur, sem í nefndinni hefir komið fram um, hvert atkvæðamagn þurfi til samþykktar tillögunni. Allir nefndarmenn munu af al- hug beita^ sér fyrir, að þeim ágreiningi verði eytt með þess- um hætti. Er þess því fastlega að vænta, að allir þingmenn geti á ný goldið tillögunni sam- þykki sitt, er Alþingi kemur saman til lokaákvörðunar máls- ins að aflokinni þjóðaratkvæða- greiðslunni. En tryggt er, að Alþingi komi saman í þessu skyni eigi síðar en um miðjan júnímánuð n. k. Nokkuð var um það rætt í nefndinni, hvort setja skyldi í tillögunni sjálfa ákvæði um, hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram. Þess þótti þó eigi þörf, því að ráðgert er, að sér- stök lög verði sett um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og þá, sem fram á að fara um lýðveld- isstjórnarskrána, og verður þetta að sjálfsögðu ákveðið í þeim. En um það er samkomu- lag, að eigi henti^að láta þessar atkvæðagreiðslur fara fram fyrr en 20. maí n. k." Nefndin gerði þá breytingu á tillögunni, að felld voru úr henni ákvæðin um rétt danskra ríkis- borgaca á íslandi eftir að sam- bandslögin hafa misst gildi, þar sem sérstök lög verða sett um það mál. Sé"rstök lög munu einnig sett um tilhögun og framkvæmd þj óðaratkvæðagr eiðslunnar. víkum í Gullbringusýslu 10. á- gúst 1897, sonur Sigfúsar Jóns- sonar útvegsbónda og konu hans, Sigríðar Jóhannesdóttur. Níu ára gamall fluttist Ásgrím- ur með móður sinni og systkin- um til .Hafnarfjarðar, en faðir hans var þá látinn. Ásgrímur lauk námi við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði vorið 1914 og við Verzlunarskól- ann í Reykjavík 1918. Árið 1923 stofnaði hann sameignarfélagið Akurgerði í Hafnarfirði, í félagi við Þórarinn Egilson o. fl. Hefir það félag verið eign þeirra tveggja, Ásgríms og Þórarins, undanfarin 17 ár. Það hefir rek- ið fiskverkun, verzlun með fisk, kol og salt og annazt útgerð botnvörpuskipa, sem eigendur þess hafa átt hlut í. Atvinnu- rekstur félagsins hefir verið stór þáttur í athafnalífi Hafn- arfjarðar síðustu tvo áratugina og gengið vel, enda verið stjórn- að af fyrirhyggju og dugnaði. Ásgrímur var mesti dugnað- ar- og athafríamaður, drengur góður og vellátinn af öllum.sem kynntust honum. Hann lætur eftir sig konu, Ágústu Þórðar- dóttur, og tvö börn, pilt og stúlku, sem nú eru 15 og 13 ára að aldri. Sk. G. Nýlátinn er Ásgrímur Sigfús- son framkvæmdastjóri í Hafn- arfirði. Hann var maður. á bezta aldri, aðeins 46 ára. Ásgrímur var myndarlegur maður á velli, glaður og geðþekkur. Hann var athafnamaður og stjórnaði m. a. togarafélagi um alllangt skeið. Fyrir nokkrum árum varð hann fyrir alvarlegu heilsutjóni, sem hann bar þó eins og hetja til hinztu stundar. — Sá er þessar fáu línur ritar, hefir oft átt því láni að fagna að taka á móti mörgum gestum, er „lífga skap og hressa". Einn í allra fremstu röð þeirra manna var Ásgrím- ur. Það var ætíð eins og sól- skin færi um allan bæinn, þegar hann var kominn. Ég sakna Ás- gríms mjög úr hópi samferða- mannanna. Þar fór yfir hafið mikla góður og glaður dreng- ur, sem skilur eftir sig birtu og hlýju i hugum okkar, sem eftir erum hériia megin á ströndinni. V. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.