Tíminn - 24.02.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.02.1944, Blaðsíða 2
82 TÍMEVN, fimmtiidaglim 24. febr. 1944 21. blað Svcrrir Gíslason, Hvammis Tjón bænda ai völdum mæðiveikinnar í grein þeirri, sem hér fer á eftir, sýnir höfundurinn fram á hið mikla tjón, sem hlotnast hefir af völdum mæðiveikinnar. í þeirri sveit, þar sem hann þekktir bezt til, reiknast honum tií að fram til ársloka 1942 hafi tjónið numið kr. 348.650,00 eða kr. 16.600 á bæ. Styrkir þeir, sem ríkið hefir greitt bændum í þessari sveit, vegna tjónsins af mæðiveikinni, nema kr. 2.201,00 á bæ. Sést bezt á þessu, að næsta ástæðulítið er að telja þessa styrki eftir. hluta vetrar og fram á vor. Enda þótt að úr ánum sé slátr- að öllu, sem sér á veiki fram- yfir jól. Ennfremur má benda á það, að ungt fólk og gamalt í sveitum, sem hefir dvalið heima hjá foreldrum sínum eða í vist- um, hefir átt kindur sér til gagns og gamans Hefir það orðið mörgum ungum manni sterk stoð til undirbúnings bú- skaps síðar. Þessi viðleitni er nú stórlömuð vegna sauðfjár- sjúkdómanna, og á vafalaust nokkurn þátt í því, hve margir leita nú atvinnu utan sveit- anna. Ég hefi hér að framan í stór- um dráttum bent á það tjón á sauðfjárafurðum bænda í Norðurárdalshreppi, sem mæði- veikin hefir bakað þeim, en þó er ótalið, að enn þá vantar 1371 á til þess að ná þeirri tölu, sem var 1936, er mæðiveikin kom hér upp. Hvað það kostar að koma þessum ám upp, er ekki auðvelt að svara, eins og upp- eldið gengur nú. En ætti að kaupa ærnar nú, þá mundu þær kosta minnst kr. 219.360.00. Ég hefi nokkuð kynnt mér, hvernig uppeldið gengur í öðr- um hreppum hér í héraði, og birti nokkrar tölur því viðvíkj- andi. í Reykholtsdal voru 1934 3904 ær 708 gemlingar. 1939 voru þar 1413 ær og 562 gemlingar. Á þessu tímabili eru fluttar inn í hreppinn 310 kindur. 1942 eru ærnar 2025 og gemlingar 962. Á tímabilinu 1939—1942 hafa verið sett á í Reykholts- dalshreppi 3128 lömb; viðhald ánna er um 44%. í Stafholtstungum voru ærn- ar 1935 5230, gemlingar 853. 1940 voru ærnar 2105, gemling- ar 1006. 1942 eru ærnar 2481, gemlingar 988. Á tímabilinu 1940—1942 hafa verið sett á 2970 lömb. Viðhald ánna er um 41%. í Andakílshreppi voru ærnar 1937 3325, gemlingar 499. 1940 voru ærnar 1268, gemlingar 637. 1942 eru ærnar 1564, gemlingar 658. Á tímabilinu 1940—1942 hafa verið sett á í Andakílshr. 1823 lömb. Viðhald ánna um 40%. í þessu yfirliti er Hvanneyr- arféð ekki tekið með. Það má öllum vera ljóst, eins og nú er ástatt með sauð- fjárræktina hér í héraði, að það er enganvegin glæsilegt. Hefir verið og verður mjög erfitt við þetta að búa, ef ekki raknar eitthvað úr bráðlega. Það mætti líka öllum vera ljóst, að þeir, sem fyrst og fremst bera fjárhagstjónið, eru fjáreigend- urnir sjálfir, þótt að sumir ó- sanngjarnir menn hafi í sam- bandi við fjárstyrki ríkisins, vegna sauðfjársjúkdómanna, talið bændurna vera ölmusu- lýð. Eins og áður er sagt, hefir skólastjórinn á Hvanneyri, Runólfur Sveinsson, skrifað um þá lausn á mæðiveikinni, að flytja inn sauðfé á ný. Ég skal taka það fram, að ég hefi ekki haft trú á því, að við mund- um hafa neinn verulegan hagn- að af innflutningi sauðfjár. Ég hefi haldið, að innflutningur holdafjár til einblendingsrækt- unar mundi hafa þann kostnað í för með sér í auknu fóðri ánna og í afföllum á blendingslömb- num í hörðum árum, að hagn- aðurinn ætist upp. Viðkomandi hinu atriðinu, að við verðum að flytja inn erlent fé til þess að bæta byggingu íslenzka fjár- stofnsins og holdafar, þá efast ég ekki um, að því mætti ná með bættri meðferð og kynbót- um á íslenzka fénu, og mundi það verða sterkt hjálparmeðal við að flokka -kjötið til verðs eftir byggingarlagi og holda- fari fjárins. Enda er vitað, að mjög margir bændur hafa náð miklum árangri í byggingu og holdgæðum sauðfjár síns. En það verður hins vegar að líta á, að nú eru breyttar ástæður og ef til vill eitt af úrræðunum gegn því tjóni, sem mæðiveikin veldur bændum árlega, að gera nýja tilraun til innflutnings sauðfjár. Það verður líka að hafa í huga, að nú er þegar byrjað að blanda erlendu sauðfé við ís- lenzkt fé, sennilega því fé sem sizt skyldi. Lingerðu, þurftar- freku láglendisfé ensku og hinu ljóta og illræmda Karakúlfé. Framhjá því verður ekki heldur komizt, að allt bendir til þess, að blendingarnir þoli mæði- veikina miklum mun5 betur en íslenzka féð. Að öllu þessu at- huguðu, er ég skólastjóranum, Runólfi Sveinssyni, sammála um það, að það beri að gera nýja tilraun til innflutnings sauðfjár, betur úr garði gerða en hina fyrri. Við höfum ágæt skilyrði til þess að flytja inn sauðfé, án þess að verði að tjóni. Hér eru sjálfgirt eylönd og nes, sem auð- velt væri að girða sauðheldum girðingum, þar sem hægt værf að geyma féð og gera þær til- raunir, sem þyrfti, áður en féð væri fengið almenningi í hend- ur, ef raunin yrði sú, að það yrði gert. Það sauðfé, sem ég hugsa helzt til að yrði flutt inn, er Cheviot eða Svarthöfðaféð eða hvorutveggja. Cheviot fé ætti að falla vel í Kleifaféð, ef það er rétt, að það sé upp- haflerga komið af Cheviot fjár- kyni. Svo ætti og að vera með Svarthöfðaféð og Möðrudals- féð. Hefi ég heyrt þvi haldið (Framh. á 3. siðu) Fimtuduyur 24. febr. Þáttur heiiásaianna í dýrtíðínni Samkvæmt skýrslum Hagstof- unnar voru talsvert yfir 100 einkaheildverzlanir skráðar í landinu í árslok 1942. Flestar þessar verzlanir eru mikið skrif- stofubákn, hafa fleiri eða færri forstjóra og fjölmennt starfs- lið. Sumar þeirra hafa skrifstof- ur í tveimur löndum. Tekjur flestra forstjóranna nema margföldum tekjum meðal- bónda eða verkamanns, oft hundraðföldum. Engar áreiðanlegar tölur eru vitanlega fyrir hendi um það, hve kostnaðarsamt þetta mikla verzlunarbákn er fyrir þjóðina. Eitt er víst, að þangað má rekja eina meginorsök dýrtíðarinnar. Það er oft gert mikið úr því, að verðlag landbúnaðarvara hafi aukið dýrtíðina. Á árinu 1942 nam sala Mjólkursamsölunnar á mjólk og mjólkurvörum í Reykjavík og Hafnarfirði tæp- um 14 milj. kr. Enginn kunn- ugur maður dregur í efa, að á þessu sama ári, hafa hreinar tekjur heildsalanna í Reykja- vík fullkomlega numið þeirri upphæð og riflega það. Hver og einn getur því vel gert sér í hug- arlund þann þátt, sem verzlun- arhættir heildsalanna eiga í dýrtíðinni. Þetta þurfa þeir, sem vilja raunhæfar aðgerðir í dýrtíðar- málunum að gera sér vel Ijóst. Innflutningsverzlunin er nú rekin eins óhaganlega fyrir þjóðina og framast getur hugs- ast. Skrifstofumennskan getur ekki meiri verið, fyrirtækin ekki fleiri eða starfsmennirnir fleiri. Samt safna þessi fyrirtæki stór- felldum gróða. Meðan slíkur blóðskattur er lagður á verzl- unina, verður erfitt að knýja kaupið niður, því að vöruverðið hlýtur jafnan að ráða miklu um það. Meðan stórgróði heildsalanna er látinn óhaggaður, mun líka reynast erfitt að finna siðferði- legar röksemdir fyrir niður- færslu á launum bænda og verkafólks. Verkamenn geta þá jafnan bent á með verulegum rétti: Hvers vegna lækkið þið laun mín, en hróflið ekkert við margfallt meiri tekjum Jóhanns Ólafssonar, Garðars Gíslasonar og Björns Ólafssonar? Ég skal færa mína fórn, en ég geri það ekki sjálfviljugur, nema þeir, sem betur eru settir, geri það líka. Framhjá slíkum röksemdum verðum ekki gengið. Hversu stórlega mætti spara mannahald, skriffinnsku og ó- þarfan kostnað við innflutn- ingsverzlunina, geta menn bezt séð á því, að tiltölulega fátt ínanna vinnur við innflutnings- deild S. í. S., sem annast allstór- an hlut innflutningsverzlunar- innar. Þó annast innflutnings- deild S. í. S. kaup á hverskonar vörum, sem landsmenn þarfn- ast, og mun til jafnaðar hafa náð sízt lakari innkaupum en heildsalarnir. Heildsalarnir skilja líka vel þá hættu, sem þeim er búin, ef innflutningsverzlun kaupfélag- anna eykst. Þess vegna hafa þeir jafnan barizt fyrir hömlum til að stöðva vöxt hennar, og þeim forustumanni þeirra, sem nú ræður viðskiptamálastjórn- inni, hefir tekizt að fá settar reglur, sem varna kaupfélögun- um að fá meiri hlutdeild í inn- flutningsverzluninni en þau hafa haft seinustu árin. En þeirri tilhögun verður vart hlítt til lengdar. Þegar hafizt verður handa um lausn dýr- tíðarmálanna, ber það verkefni einna hæst að koma betra og ódýrara fyrirkomulagi á inn- flutningsverzlunina. Þá mun ekki spurt um reglur Björns Ól- afssonar heldur hlustað á hinar sígildu röksemdir Sigurðar á Yztafelli og Benedikts á Auðn- um um það, hvernig innflutn- ingsverzluninni verði bezt hag- að. *J>. Þ. Það má Segja, að það sé að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um mæðiveikina. Hafa ýmsir um hana skrifað og nú nýlega fjórir þingeyskir bænd- ur. Standa þar tveir gegn tveimur. Tveir með niðurskurði og fjárskiptum og tveir á móti. Þó hygg ég, að það komi betur og betur í Ijós, að útrýming veikinnar með niðurskurði og fjárskiptum hefði verið það bezta. Með öðru móti verður því ekki afstýrt, að veikin verði landlæg og fari um síðir um allt landið. Jón Þorbergsson lætur skína í það, að ekki sé víst, að um innfluttan sjúkdóm sé að ræða. Hefði verið æskilegt, að Jón hefði rætt það nánar, ef hann hefir nokkuð fyrir sér í því, að veikin kunni að hafa verið hér fyrir. Hér í Borgarfirði bland- ast ekki hugur manna um það, að sjúkdómurinn sé óþekktur í mannaminnum og hafi ekki orð- ið vart fyrr en í sambandi við karakúlhrútinn í Deildartungu. Ég ætla, að það hafi verið haustið 1928, að forystulömb voru flutt norðan úr Þingeyjar- sýslu að Deildartungu og Gils- bakka. Var Gilsbakkalambið um tíma í Síðumúla. Vorið eftir kemur upp skæð lungnabólga í Deildartungu og Síðumúla og mun hafa orðið vart á Gils- bakka einnig. Veturinn eftir er hún á mörgum bæjum í Hvít- ársíðu og víðar. Það er álit margra, að lungnabólgan hafi flutzt hingað í hérað með þess- um forystulömbum. Spurningin er þá, hvort hér sé um þann möguleika að ræða, að mæðiveikin hafi einnig kom- ið með lömbunum. Hins vegar verður ekki varizt þeirri hugs- un, hvenær hefir veiki þessi þá verið í Þingeyjarsýslum og hvernig stendur á því, að hún geisar svo mjög þar nú. Allt, ; sem ég hefi heyrt um gang þess- arar þingeysku mæði, bendir til þess, að hún hagi sér eins og mæðiveikin gerir nú um Borgarfjörð, með öðrum orðum sé eins og síðara stig veikinnar hér. Skólastjórinn á Hvanneyri hefir skrifað um nýjan innflutn- ing sauðfjár. Hefir grein skóla- stjórans orðið til þess, að fram- kvæmdastjóri sauðfjársjúk- dómanefndar lét til sín heyra. Ýmsir væntu einhvers af grein framkvæmdastjórans: Hvað nefndin ætlaði fyrir sér eða hefði í bakhöndinni, ef uppeld- isleiðin lánaðist ekki, eða yrði svo dýr, að ekki yrði við unað. Það er þetta, sem að margur spyr um: Er unnið að nýjum leiðum, ef uppeldisleiðin reynist ófær? En framkvæmdastjórinn vék sér hjá hugleiðingum um það. Það hefir lítið verið rætt um tjón bænda af mæðiveikinni eða reynt að benda á það í tölum. Mun ég í þessari grein freista að gera þeirri hlið málsins nokkur skil, þó að það verði engan veginn tæmandi. Mun ég fyrst og fremst byggja á reynslu minrti og sveitunga minna. Um fjárfjölda byggi ég á vorfram- tölunum. Sumir munu ef til vill draga í efa réttmæti þeirra. En ég hygg og veit, að fram- tölin hin síðari ár eru ekki mæðiveikinni í óhag. Sauðfé er talið á bæjum nú árlega og ekki svo hægt um undandrátt, enda renna fleiri stoðir undir það, að menn eru ekki mikið fyrir það að leyna fjáreign sinni nú. í eftirfarandi yfirliti um sauð- fjártölu í Norðurárdalshreppi, er sleppt einu heimili, Svarta- gili, af þeim ástæðum, að það er notað með annarri jörð ut- anhrepps; eru þar að jafnaði á fóðri lömb til viðhalds báðum búunum, og mundi því rugla allan samanburð. 1936 eru í Norðurárdals- hreppi 3068 ær og 449 gemling- ar. 1937 eru ásett 318 gimbrar. 1938 eru ásettar 44 gimbrar. 1939 eru ærnar komnar niður í 1429 og eru þá fæstar: Ær Gimbrarl. 1939 1429 378 1940 1444 706 1941 1654 594 1942 ■ ’ 1697 756 Afurðatjón það, sem að mæði- veikin hefir bakað bændum í Norðurársdalshreppi, nemur kr. 348650,00, eru þá lömbin reikn- uð með gangverði hvers árs. Bústofnsskerðingin er ekki reiknuð hér með. Viðhaldið hefir verið um 38%, var áður 15—18%. Hefi ég athugað ær- bækur mínar um 10 ára skeið fyrir 1936, og sýna þær, að 15% hafa gert betur en að duga til viðhalds. Þó kemur á þetta tímabil vanhaldakafli, vegna ormaveiki 1932—1933, en þau komu hér að vísu frekar fram í afurðarýrnun en fjárdauða. Aukaviðhald ærstofnsins vegna mæðiveikinnar nemur minnst um kr. 10 á hvert sölu- lamb, miðað við verðlag fyrir stríð. Niðurstaðan verður þá þessi, að mæðiveikin hefir valdið af- urðatjóni, sem nemur krónum 348.650,00 eða um kr. 16.600 á bæ að meðaltali. Ríkið hefir greitt styrki til þeirra bænda, sem hafa misst yfir 10% af sauðfénu. Hefir styrkurinn verið með ýmsu móti: Vaxtastyrkur, jarðaraf- gjaldastyrkur, uppeldisstyrk- ur, aukajarðræktarstyrkur og vegafé. Allir þessir styrkir saman- lagðir gera _ að meðaltali á bæ kr. 2.201,00, fram til ársloka 1942. Eftir eru þá kr. 14.399,00, sem er afurðatjón bóndans. En hér kemur fleira til greina. í fyrsta lagi árlegt tap í aukn- um viðhaldskostnaði, sem nem- ur að minnsta kosti kr. 10 á hvert sölulamb miðað við verð- lag fyrir stríð. í öðru lagi er æði mikill aukafóðurkostnað- ur vegna óhreysti fjárins. Mun ekki of ílagt, að 6—10% ánna sé á sérstöku sjúkrafóðri síðari un sjúkrasamlaga. Málið liggur því fyrir til atkvæðagreiðslu og úrskurðar á þessú ári víðs vegar í sveitum landsins. Ber því nauðsyn til, að allir kjósendur í sveitum geri sér þess glöggva grein, hvaða réttindi og hags- bætur sjúkrasamlag veitir, og hvaða fórnir því fylgja. Ætlazt er til, að hver hrepp- ur sé sér um sjúkrasamlag. Frá því má þó víkja, ef ástæða þykir til vegna staðhátta. En öll lúta samlögin yfirstjórn og eftirliti Tryggingarstofnunar ríkisins. Stjórn hvers samlags skipa þrír eða fimm menn. Skip- ar ráðherra formann en hrepps- nefnd kýs meðstjórnendur. Þar sem sjúkrasamlag er stofnað, hefir sérhver maður, sem á lögheimili á samlags- svæðinu og er eldri en 16 ára og yngri en 67 ára, rétt og skyldu til að tryggj-a sig í sam- laginu, nema hann sé haldinn alvarlegum langvinnum sjúk- dómi og geti þess vegna notið stuðnings ríkisins samkvæmt öðrum lögum. • Hvert sjúkrasamlag setur sér samþykkt, þar sem ákveðið er í smærri atriðum um rétt manna og _ skyldur gagnvart samlaginu. í hverri samþykkt skal ákveða upphæð iðgjalda til samlagsins. Getur það verið misjafnt eftir aðstöðu og þörf- um á hverjum stað og er alger- lega á valdi hreppsbúa. Ber að haga upphæð iðgjaldanna eftir því sem nauðsyn krefur. Má og gera breytingar á því svo oft sem þurfa þykir. Ríkissjóður og hlutaðeigandi sveitarsjóður greiða hvor um sig 33 */3% greiddra iðgjalda í sjóð hvers j samlags. FramlagP' ríkissjóðs takmarkast þó við tólf króna grunngjald á ári fyrir hvern tryggðan mann. Ákveði t. d. eitt sjúkrasamlag að innheimta fimmtán króna iðgjald af hverj- um tryggingarskyldum aðila á samlagssvæðinu, greiðir rikis- sjóður fimm krónur og hrepps- sjóður fimm krónur fyrir hvern tryggðan mann. í sjóð samlags- ins ryn'ni þá 25 króna framlag á ári fyrir hvern aðila. Allir þefr aðilar, sem tryggðir eru í samlaginu, eiga síðan kröfu á hendur því um aðstoð og hjálp vegna veikinda þeirra. Samlaginu ber að greiða að fullu vist í sjúkrahúsi, sem sótt er að ráði samlagslæknis, almenna læknishjálp og'lyf í sjúkrahúsi og hjá samlagslækni (héraðs- lækni í sveitum), en að þremur fjórðu hlutum, ef sjúklingurinn vitjar annars læknis. Þurfi ein- hver aðili að nota meðöl að staðaldri heilsu sinnar vegna, greiðir samlagið þau að fullu, en lyf, sem fengin eru við og við og notuð um stundarsakir, að þremur fjórðu hlutum. Enn- fremur ber samlaginu að greiða sængurkonum fæðingarstyrk, er eigi sé lægri en fjörutíu krónur, auk verðlagsuppbótar. Þurfi einhver samlagsmaður að láta lækna rannsaka heilsufar sitt með töku röntgenmynda, greiðir samlagið þriðjung þess kostnaðar. Þetta eru þær lág- markskröfur, sem samlögunum j ber að uppfylla, en heimilt er að j ákveða í samþykktum þeirra 'víðtækari hjálp en hér er talin, ;þar á meðal fulla læknishjálp, einnig hjá öðrum en trygging- arlækni (héraðslækni), tann- lækningar, styrk upp í útfarar- kostnað, kostnað við læknisvitj- un, hjúkrunarkostnað utan samþykktra sjúkrahúsa o. s. frv. Ýmsum kann að finnast miklu fórnað fyrir slíkan félagsskap, þar sem hver sveit verður raun- verulega að leggja fram fjórar krónur af hverjum fimm, sem í sjóði samlaganna renna. En með þátttöku hreppssjóðanna er létt nokkuð á þeim, sem erfiðast eiga í hverri sveit. Ekki þarf að greiða iðgjald fyrir börn innan 16 ára aldurs, þótt þau njóti fullra réttinda. Það ákvæði- miðar að því að hlífa þeim nokk- uð, sem eru að ala upp börnin, er síðar eiga að bera byrðar þjóðfélagsins. Vera má, að sumum sýnist ó- þarft fyrir hraustbyggða menn, sem sjaldan leita læknis, að greiða árlegt gjald í öryggis- skyni vegna þess. Þeim sé nær að sjá um sig sjálfir, ef þeim reki nauður til að leita læknis- hjálpar. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er, og heilsu- brest getur borið að höndum hvers einasta manns óðar en varir. Flestir eyða fé sínu að mest eða öllu fyrir daglegar þarfir eða verklegar fram- kvæmdir. Fæstir hafa aðstöðu til þess eða fyrirhyggju að geyma fé svo að um muni til ör- yggis sér og sínum, er heilsan j brestur. j Hvers er sá megnugur, éf heilsan bilar og starfsþolið Páll Þorsteinssoii, alþm.: Njokrasamlóg Á seinasta Alþingi var ákveðið að hafa á komandi vori allsherjaratkvæðagreiðslu í þeim sveitum og kauptúnum, þar sem nú eru ekki sjúkrasamlög, um stofnun sjúkra- samlaga. Er því fullkomlega tímabært, að farið sé að ræða þetta mál og skýra það fyrir fólki. í grein þeirri, sem hér er birt, er þetta mál allrækilega reifað. Sjúkrasamlög eru tryggingar- stofnanir, sem hafa það hlut- verk að tryggja samlagsmönn- um sjúkrahjálp og uppbót á fjárhagstjóni, sem veikindi valda. Nú eru liðin meira en þrjátíu ár, síðan fyrst voru sam- in lög um sjúkrasamlög, en á síðustu árum hefir orðið ör þró- un í þessum málum í samræmi við þær margháttuðu breyting- ar, sem orðið hafa á atvinnu- háttum þjóðarinnar. Með trygg- ingarlögunum frá 1936 var gerð gagngerð - breyting á sjúkra- tryggingunum, en sá kafli tryggingarlaganna, sem um þær fjalla, var aftur tekinn til end- urskoðunar á síðasta þingi og þá breytt að mun. Skylt er að stofna og reka sjúkrasamlög í öllum kaupstöð- um landsins. Á hinn bóginn er íbúum sveitanna það í sjálfs- vald sett, hvort þeir stofna sjúkrasamlag eða ekki. Meiri- hluti atkvæðisbærra manna í hverju sveitarfélagi á að hafa úrskurðarvald um það. Sam- kvæmt ákvæðum laganna, sem sett voru á síðasta þingi, um sjúkratryggingar, skal á þessu ári fara fram atkvæðagreiðsla í öllum þeim sveitarfélögum, þar sem eigi hafa verið stofnuð sjúkrasamlög, um það, hvort þau skuli stofna. Stofna skal sjúkrasamlag í hreppnum, ef meirihluti þeirra, sem kosningarrétt hafa í mál- efnum sveitarfélagsins, greiðir atkvæði með því. Nú næst meirihluti atkvæða með því að stofna sjúkrasamlag, án þess þó að sá meirihluti sé meira en helmingur atkvæðisbærra manna í hreppnum, og skal þá fara fram atkvæðagreiðsla á ný innan fjögurra vikna. Ræður þá einfaldur meirihluti at- kvæða úrslitum. Sé fellt að stofna sjúkrasamlag, getur at- kvæðagreiðsla ekki farið fram á ný, fyr en að ári liðnu. Að öðru leyti fer um atkvæða- greiðsluna eins og sveitarstjórn- arkosningar. Tiltölulega fáir hreppar hafa notað þá heimild, sem áður hefir verið fyrir hendi um stofn- \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.