Tíminn - 24.02.1944, Blaðsíða 3
21. blað
TÍMEJW, fimmtndaginn 24. fehr. 1944
83
Tjón bænda af völdum
mæolveikinnar
(Framh. af 2. síSu)
fram, að MöSrudalsféð mundi
vera komið af Svarthöfða-fjár-
kyni. Annars er ég „enganveg-
inn umkominn þvi að gera til-
lögur um, hvaða fé ætti að gera
tilraun með innflutning á. Hjá
því verður ekki komizt, að til-
raunir með erlent sauðfé, hvort
heldur er til ræktunar eins sér
eða með blöndun með íslenzku
fé tekur alllangan tíma. Er því
illa farið, að ekkert hefir verið
gert í þessu enn þá og þyrfti
að hefjast handa sem fyrst.
Meðal annars þarf að fá skorið
úr eftirfarandi atriðum:
. 1. Að sauSféð flytji ekki með
sér nýja sjúkdóma. Þarf því að
hafa saman íslenzkt fé heil-
brigt og erlent fé.
2. Hvort innflutta féð tekur
mæðiveiki.
3. Hvernig þola kynblending-
ar af íslenzku og erlendu fé
mæðiveiki, og hvernig þrífast
þeir. Er hægt að gegnumfæra
erlenda féð með áframhaldandi
blöndun.
4. Hvernig innflutta féð reyn-
ist í fóðrun, afurðum, endingu
o. fl., sem vitanlega kann að
hafa áhrif á þá hagfræðilegu
hlið, hvort rétt væri að hverfa
að almennum innflutningi
sauðfjár. Hér kæmi einnig til
greina, hvaða áhrif kynblöndun
hefði á verðlag á kindakjöti á
erlendum markaði.
Það er sagt, að mæðiveikin
sé komin upp á Heggstaðanes-
inu. Hvernig væri nú að semja
við bændurna á nesinu. Farga
fé þeirra er flytja inn Cheviot-
eða Svarthöfða-fé eða hvoru-
tveggja? Þá fengist úr því skóriS
hvernig þetta fé reyndist við
almenn skilyrði. Bændunum
yrði vitanlega að greiða tjón
það, sem þeir kynnu að hafa af
fjárskíptunum.
Ég hefi verið samþykkur
gerðum sauðfjársjúkdóma-
nefndar í aðalatriðum, það sem
þær hafa náð. Reynist nú svo,
að uppeldisleiðin svokallaða
verði torsótt og seinfær vegna
vanhalda, þá tel ég alveg óvið-
unandi, að ekki hafi verið und-
irbúnir og athugaðir aðrir
möguleikar tíl uppeldis sæmi-
lega hrausts sauðfjár og verði
að fá úr því skorið, hvort inn-
flutningur og ræktun erlends
fjárkyns geti ekki svarað
kostnaði,. annaðhvort eitt sér
eða meS blöndun eSa hvoru-
tveggja.
Eftirmáli:
Grein þessi var skrifuS í ap-
ríl síðastliðnum. Hefi ég litlu
við hana að bæta. Set ég hér í
lokin yfirlit yfir fjárdauða af
mæðiveiki í heimilisfé mínu frá
l.des.1942 til 30.nov.1943. Á vet-
ur voru settar 194 ær. Úr ánum
var drepið allt, sem sá á í nóv.
Af'mæðiveiki fara6t og er slátr-
að þetta ár 31 á. Þær eru á þess-
um aldri: 9 vetra 2, 8 vetra 2,
7 vetra 2, 6 vetra 1, 5 vetra 4,
4 vetra 10, 3 vetra 9, 2 vetra 1.
Ærnar drepast í þessum mán-
uðum: des. 4, janúar 3, maí 2,
júní, júlí, ágúst 6, sept. 3, okt.
12, nóv. 1. Ásigkomulag ánna er
þannig, þá er þær drepast eða
er slátrað: Óvitað er um 12,
horaðar 9, þó hirtar í refi, æt-
ar eru 3, sæmilega feitar 3,
feitar 4 = 31. Sjö af þessum ám
komu fram lömbum.
þverr, sem telur sig ekki færan
um að láta af mörkum nokkrar
krónur árlega til öryggis og
hjálpar í veikindum, meðan
hann er hraustur og allt leik-
ur í lyndi? Oft verður þá leiðin
sú, þegar í óefni er komið, að
leita á náðir samborgaranna um
stuðning á einn eða annan
hátt. Á hinn bóginn eru það
flestum þung spor að ganga til
hreppsnefndar með beina fjár-
bón sér og sínum til handa,
enda eru hreppssjóðir fátækra
hreppa þess lítt megnugir að
mæta óvæntum kröfum. Liggur
í augum uppi, að það er eigi lítið
öryggi í því fólgið fyrir hvert
sveitarfélag, að eiga nokkurn
sameignarsjóð til til að mæta
þeim útgjöldum, er veikindi
valda. Þótt sumir þeir, sem
greiða iðgjöld til samlaganna,
kunni ávallt að komast hjá að
mæta veikindum, mega þeir
gjarna minnast þess, hvers virði
það er. Með því að greiða iðgjald
sitt eigi að síður af fúsum og
frjálsum vilja, sýna þeir nokk-
Platcylarlbólii
er í prentsm
Hún verður gefin úí í fjórum bíndum9
alls á þriðja þúsund
með drjúgu skýru letri. Ekkert verður til sparað að gera útgáfuna sem bezt úr garði.
Handritum vcrður nákvæmlega fylgt, en stafsetning þó sainræmd svo bókin verði hverjum manni
auðlesin.
Sigurður Nordal, prófessor mun rita formála með hverju bindi, greinargerð fyrir sögu og efni
handritsins og leiðbeiningar um lestur bókarinnar.
tJtgáfan verður prýdd myndum af sögustöðum úr handritinu.
Hvert bindí verður bundíð í sérstaklega vandað skinnband
Tvö fyrri bindin koma út í sumar og tvö síðari bindin fyrri hluta næsta árs.
Flateyjarbók er stærsta og frægasta skinnbók, sem rituð hefir verið hér á landi. — Hún er varðveitt
heil og ósködduð; glæsilegur minnisvarði þeirra alda, þegar fslendingar báru af öllum þjóðum
Norðurlanda í frumlegri bókmenntastarfsemi.
Meiri hluti efnis hennar er almenningi liér á landi ókunnur.
AÐALEFNI bindanna er þetta:
1. bindi: Ólafs saga Tryggvasonar hin meiri.
2. bindi: Ólafs saga helgá hin meiri.
3. bindi: Sverris saga eftir Karl ábóta Jónsson.
Hákonar saga gamla, eftir Sturla Þórðarson.
4. bindi: Saga Magnúsar góða og Haralds harðráða hin meiri.
Annáll frá upphafi heims til 1394.
En inn í eru felldar ýmsar heilar sögur, m. a. Orkneyingasaga, Fær-
eyinga saga, Jómsvíkinga saga og sægur af merkilegum og skemmti- x
legum þáttum, t. d. af Eindriða ilbreið, Eymundi Hringssyni, Blóð-
Agli, Hemingi Áslákssyni, Völsa þáttur og mikið af frásögnum, sem
hvergi eru nema í Flateyjarbók, allt austan úr Garðariki og vestur
til Vínlands.
Hver íslendingur, sem vill kynnast auðlegð og fjölbreyttni fornsagn-
anna og sækja þangað andlega heiísu og þrek, ætti að eignast þessa
útgáfu Flateyjarbókar.
Hún mun halda gildi sínu, vera hverjum eiganda sínum dýrmætur
fjársjóður, þegar flest af því, sem nú er prentað verður gleymt og
dautt
Eignist Flateyjarbók. Með því móti getið þér fengið fá-
eina af seðlunum ykkar innleysta með gulli.
Því miður verður, vegna pappírseklu, að hafa upplag útgáfunnar
mjög takmarkað. Áskrifendur, sem gefa sig fram fyrir 1. maí næst-
komandi, fá bókina með lægra verði en hún kostar í lausasölu. Þeir
verða látnir sitja fyrir eintökum í sömu röð sem þeir gefa sig fram.
Ég undirritaður gerist hérmeð áskrifandi að hinni
nýju útgáfu Flateyjarbókar, og er undirskrift mín bind-
andi fyrir allt ritið.
Hvert bindi greiðist við móttöku.
Nafn
Heimili (Póststöð)
Hr. yfirkennari, Bogi Ólafsson, Reykjavík.
Pósthólf 523.
Dragið ekki að senda pantanir yðar. — Eftir tvo mánuði getur
það orðið of seint.
Verð hvers bindis — í úrvals skinnbandi — verður til áskrif-
'enda krónur 100.00, og tekur herra yfirkennari Bogi Ólafsson,
Reykjavík á móti áskriftum ( og áskriftalistum).
Flateyjarútgáfau.
Samband ísl. samvinnufélaga.
Munið að af hverri krónu, sem þér kaupið fyrir
í félagi yðar, fáið þér nokkra aura í stofnsjóð.
urn þakklætisvott fyrir þá ómet-
anlegu blessun, sem þeim veit-
ist í lífinu með því að njóta
góðrar heilsu. Það er og tryggt,
að þetta framlag renni þá til
stuðnings þeim, sem verða að
þola raunir veikinda í hverri
sveit fyrir sig. Mun mörgum sú
tilfinning í brjóst borin að geta
glaðst af því að ljá þeim raun-
hæfan stuðning á þennan hátt.
En sá, sem bregst á móti
stofnun sjúkrasamlags með það
í huga að vilja sjálfur leiða
sjálfan sig án aðstoðar annarra,
tekur um leið á sig þá ábyrgð að
vilja hamla því, að aðrir, einnig
þeir, sem bágast eiga í lífsbar-
áttunni, fái aðstöðu til að njóta
hagkvæmrar samhj álpar' sveit-
arfélagsins vegna sjúkdóma.
Þeir, sem skerast þar úr leik,
þokast út úr götu með því að
binda eigi bagga sína sömu
hnútum og samferðamenn.
Páll Þorsteinsson.
Rit Þorgíls Gjallanda
Fyrsta bindi (Ofan úr sveitum og Upp við
fossa) kemur út í haust, en alls er gert ráð
fyrir að rit safnið verði 4—5 bindi og hefír
fæst af því, er þar birtist, verið áður prentað.
Þótt Þorgils Gjallandi hafi að sjálfsögðu
jafnmikið erindi til allra íslendinga, hefir
þótt vel við eiga að bjóða Þingeyingum að
ganga fyrir um áskriftir að verkum þessa
merka og ágæta sýslunga þeirra og hefir
þeim verið sérstaklega skrifað um þetta. —
Þeir aðrir, sem óska að njóta áskriftarverðs-
ins, eru vinsamlega beðnir að senda pantanir
sínar beint til útgefandans.
BELGAFELLSÍTGÁFAN
Garðastræti 15—17
Reykjavík.