Tíminn - 24.02.1944, Blaðsíða 4
84
TÓIIXIV, fimmtudaginn 24. fghr. 1944
21. blað
Alþingi skorar
á þjjóðina . . .
(Framh. af 1. síSu)
skrárinnar saman við ákvörðun
Alþingis og þjóðar um stofnun
lýðveldis og setningu lýðveldis-
stjórnarskrár.
Telur nefndin þessa stefnu
heppilegasta til þess að fylkja
þjóðinni einhuga um stofnun
lýðveldisins.
Það leiðir af eðli málsins, að
í sambandi við allsherjarendur-
skoðun stjórnarskrárinnar rísa
mörg vandamál og deilumál,
sem með engu móti má draga
inn í skilnaðarmálið.
Er að sjálfsögðu gert ráð fyr-
ir, að horfið verði að frekari
endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar, þegar lokið er afgreiðslu lýð-
veldismálsins.
Samþykkt lýðveldis-
stjjórnarskrár er
orðin tímabær
Nefndin hefir athugað gaum-
gæfilega stjórnarskrárfrum-
varpið, og er hún einhuga um,
að nú sé tímabært að sam-
þykkja lýðveldisstjórnarskrá og
mælir eindregið með því," að Al-
þingi sameinist nú um sam-
þykkt stjórnarskrárfrumvarps-
ins og skorar jafnframt á þjóð-
ina að fylkja sér samhuga um
málið við þjóðaratkvæða-
greiðslu þá, sem ákveðin hefir
verið.
Nefndin flytur nokkrar breyt-
ingartillögur við frumvarpið.
Þótt þessar breytingartillögur
séu fluttar af nefndinni, þá
hafa einstakir nefndarmenn ó-
bundnar hendur um sumar til-
lögurnar, eins og koma mun
fram við meðferð málsins á Al-
þingi og í þessu nefndaráliti.
Þessi fyrirvari nefndarmanna
um einstök atriði í tillögunum,
raskar hins vegar í engu fylgi
þeirra við frumvarpið sjálft,
þótt tillögur nefndarinnar verði
samþykktar, né dregur úr á-
skorun nefndarmanna allra til
Alþingis og þjóðarinnar um að
fylkja sér einhuga um lýðveldis-
stjórnarskrána. Byggist þessi af-
staða nefndarmanna á þeirri
sameiginlegu skoðun, að ágrein-
ingur um einstök atriði verði að
víkja fyrir þeirri höfuðnauðsyn,
að þing og þjóð sameinist um
stofnun lýöveldisins og setningu
lýðveldisstjórnarskrár. Leggur
nefndin á það mikla áherzlu,
að þannig verði á þessu stórmáli
haldið á Alþingi og við þjöðar-
atkvæðagreiðslu þá, sem fram-
undan er."
Agreiningsatriðið
Hér er sleppt úr álitinu all-
löngum kafla, þar sem gerð er
grein fyrir breytingartillögum
nefndarinnar, en frá þeim er
sagt á öðrum stað. Síðar í grein-
argerðinni er vikið að sam-
komulaginu, sem gert var við-
komandi gildistökudeginum, og
segir svo um það atriði:
„í stjórnarskrárfrumvarpinu
er tekið fram, að lýðveldis-
stjórnarskráin öðlist gildi 17.
júni 1944. Einn nefndarmanna,
Stefán Jóh. Stefánsson, taldi
þetta ákvæði frumvarpsins
valda því, að hann mundi eigi
geta mælt með samþykkt þess á
Alþingi né við þjóðaratkvæða-
greiðslu. Hins vegar lá það fyrir
i nefndinni, að yrði þetta á-
kvæði tekið út úr frumvarpinu,
mundi nefndin öll verða ein-
huga um að mæla með því, að
frumvarpið yrði samþykkt á Al-
þingi og við þjóðaratkvæða-
greiðsluna. Einnig var vitað, að
yrði þannig á málinu haldið,
mundi Alþingi standa saman að
afgreiðslu þess frá þinginu o'g
allir flokkar þingsins fylgja
frumvarpinu við þjóðarat-
kvæðagreiðsluna. Með hliðsjón
af þessu og til þess að koma á
einingu um afgreiðslu málsins á
Alþingi hafa fulltrúar Fram-
sóknarflokksins pg Sjálfstæðis-
flokksins í nefndinni lagt til og
samþykkt ásamt Stefáni Jóh.
Stefánssyni, en gegn atkvæðum
fulltrúa Sósíalistaflokksins, að á
frumvarpinu yrði gerð sú breyt-
ing, að stjórnarskráin öðlist
gildi, þegar Alþingi geri um það
ályktun, í stað þess, að gildis-
tökudagurinn sé ákveðinn í
frumvarpinu sjálfu. Jafnframt
hafa fulltrúar Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins gefið svo hljóðandi yfirlýs-
Drengjaföt
Matrósföt og kjólar 3—14 ára.
Jakkaföt 10—15 ára.
Blússu föt 4—14 ára.
Samfestingar 2—6 ára.
Kvenkápur frá kr. 250,00.
Mikið úrval af allskonar
<¦ barnafatnaði.
Sendum gegn eftirkröfu um
allt land.
Vesturgötu 12. Laugaveg 18.
Sími 3570.
Frelsismynd af Jóh. Kr.
Jóhannessyni King of Lýberti.
Sem frelsis-kóngur stend ég hér
og fríðleiks-kóngur U. S. A.
Ég frelsa_ syndum frá sem ber
og fagran segi sannleika.
TILKYNNING.
Ég lýsi, að gefnu tilefni, því
yfir, að ég verð í kjöri við vænt-
anlega forsetakosningu íslands.
Að draga mig í hlé álít ég svik
við íslenzka lýðræðisríkið, frið-
inn 1 heiminum og alla aðdá-
endur mína.
Hefi í dag fengið ca. 1280 með-
mælendur.
Jóh. Kr. Jóhannesson
Rosevelt.
Þúsundir víta,
að gæfá fylgir trúlofunarhring-
um frá SIGURÞÓR.
Sent gegn póstkröfu hvert á
land sem er.
Sendið nákvæmt mót.
Sigurþór,
Hafnarstr. 4, Reykjavík.
STÚLK U R
óskast til fiskflökunar. — Hátt
kaup. Frítt húsnæði í nýtízku
húsum.
HRADFRYSTISTÖÐ
VESTMANNAEYJA.
ingu í nefndinni, sem færð er
þar til bókar:
„Fulltrúar Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins lýsa
yfir því, að þeir hafi samþykkt
breytingartillöguna um gildis-
töku stjórnarskrárinnar með
þeim fyrirvara, að þeir eftir sem
áður séu bundnir órjúfanlegum
samtökum um að láta stjórnar-
skrána taka gildi eigi síðar en
17. júní n. k." Telja fulltrúar
þessara flokka því eftir sem áð-
ur tryggt, að lýðveldisstjórnar-
skráin gangi í gildi eigi síðar
en 17. júní n. k. og öryggið þó
meira en áður v'egna aukins
fylgis við málið."
Stefán Jóhann gerir m. a.
þá grein fyrir sérstöðu sinni, að
hann vilji ná sambandi við
konung, áður en gildistaka
stjórnarskrárinnar er ákveðin.
Fulltrúar Sósíalistaflokksins
lýsa sig mótfallna því, að gildis-
tökudagurinn sé felldur úr
frumvarpinu, en eins og tekið
er fram áður í nefndarálitinu,
raskar þessi ágreiningur ekki
fylgi þingmanna við frumvarp-
ið í heild.
Titky nnin
um ánnílutmeg á skófainadi.
Bandaríki Norður-Ameríku hafa nú úthlutað Islandi á-
kveðnum skamti af skófatnaði fyrir 1. ársfjórðung þessa árs.
Er skamturinn miðaður við ákveðinn parafjölda af verka-
mannaskóm, karlmannaskóm, kvenskóm, barnaskóm og inni-
skóm.
Viðskiptaráðið mun nú þegar og næstu daga senda verzlunum
gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir þessum skamti. Eru leyfin
bundin við það magn og þá sundurgreiningu sem tilgreind er á
leyfunum.
Vegna þessa breytta viðhorfs vill Viðskiptaráðið benda á
eftirfarandi:
i. Óafgreiddar beiðnir um útflutningsleyfi fyrir skófatnaði til
íslands, sem nú liggja fyrir hjá sendiherra íslands í Washing-
ton, þarf að afturkalla og senda inn nýjar beiðnir í samræmi
við leyfi þau, sem nú verða gefin út.
2. Beiðnir um útflutningsleyfi fyrir skamti 1. ársfjórðungs
þurfa að vera komnar til réttra aðila fyrir 1. apríl n. k. Að öðr-
um kosti fellur útflutningskvótinn úr gildi. Verzlanir utan
Reykjavíkur, sem kunna að fela öðrum að annast innkaup fyrir
sig, þurfa því að gera.það nú þegar.
3. Gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir skófatnaði, sem gefin
voru út á s. 1. ári, gilda ekki fyrir útflutningsskamti þessa árs.
Skófatnaðar-skamturinn fyrir 2. ársfjórðung þessa árs mun
verða svipaður og fyrir 1. ársfjórðung. Gjaldeyris- og innflutn-
ingsleyfi fyrir þeim skamti verða afgreidd í næsta mánuði, en
beiðnir um útflutningsleyfi fyrir honum vestra þýðir ekki að
leggja fram fyrr en eftir 1. apríl n. k.
Reykjavík, 22. febrúar 1944.
Viðskiptaráðið*
Tilkynning
írá Víðskíptaráðinu
Af gefnu tilefni vill Viðskiptaráðið vekja
athygli íiiiiflytjjenda, banka og tollyfirvalda á
eftirfarandi:
1. Gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir vör-
um frá Ameríku eru miðuð við fob-verð að
viðbœttunt vátryggingargjjöldum. Gjaldeyris-
leyfi fyrir vátryggingargjöldum, vegna vöru-
kaúpa, verða því ekki veitt sérstaklega.
2. Hvert gjaldeyris- ©g imiflutningsleyfi
gildir aðeins fyrir þeim vörum, sem tilgreind-
ar eru á leyfinu. I»að er því með öllu óheimilt
að yfirfæra gjaldeyri til annara nota en leyf-
ið segir til um. Ef kaup á vörum farast fyrir,
eftir að gjjaldeyrir fyrir þeim hefir verið yfir-
til kaupa á öðrum vörum en þeim, er leyfið
færður, er ©g óheimilt að nota gjaldeyrinn
segir til um, nema samþykki Viðskiptaráðs
komi til.
' *Reykjávík, 21. febr.~1944.
____. i\* ¦ *
Víðskíptaráðið,
Sökum mjjög mikillar aðsóknar
verður ekki hægt að taka á móti fleir-
um til bekkjar- og inntökuprófs í vor
en þeim, sem þegar* hafa borizt frá
umsóknir.
Rekkjarpróf hefst 14. apríl, inn-
tökupróf 2. maí.
;.»—«-.oima,-GAMLA BÍÓ-
Frú Míníver
(Mrs. Miniver).
Stórmynd tekin af Metro
Goldwyn Mayer.
GREER GARSON.
WALTER PIDGEON.
TERESA WRIGHT.
_____________Sýnd kl. 9.
Auðugi flakkarinn
(Sullivan's Travels).
VERONICA LAKE,
JOEL McCREA.
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
? NÝJA BÍÓ.
Dansinn dnnar
(„Time out for Rhythm")
RUDY VALLY.
ANN MILLER.
ROSMARY LANE.
ij f myndinni spilar fræg
danshljómsveit „Casa
Loma Band".
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Reglur
um innheimtu útsvara í Reykjjavík árið 1944.
1. gr.
Sérhver útsvarsgj'aldandi í Reykjavík, sem gjaldskyldur er
við aðalniðurjöfnun árið 1944 skal greiða upp í útsvar þessa árs
40% af útsvarsupphæð þeirri, er honum bar að greiða árið 1943,
með gjalddögum 1. marz, 1. apríl og 1. maí, sem næst 13% af
útsvarinu 1943 hverju sinni.
2. gr.
Allar greiðslur skv. þessum reglum skulu standa á heilum eða
hálfum tug króna- og þannig jafnað á gjalddagana, að greiðsl-
urnar þrjár verði sem 'næst 40% af útsvarinu 1943.
3. gr.
Nú eru greiðslur skv. reglum þessum ekki inntar af höndum
15. dögum eftir gjalddaga og skal gjaldþegn þá greiða dráttar-
vexti af þvi sem ógreitt er, 1% á mánuði eða hluta úr mánuði,
er líður frá gjalddaga uns greitt er.
Þó verður sá gjaldþegn ekki krafinn um dráttarvexti, sem
greiðir að fullu 40% af útsvarinu 1943 fyrir 20. apríl 1944.
4. gr.
Nú er sýnt, að tekjur gjaldanda árið 1943 skv. skattaframtali
hafi verið minni en árið 1942, svo að muni 30% eða meira, og
skal þá lækka greiðslur hans skv. reglum þessum hlutfallslega
ef hann krefst þess.
¦
5. gr.
Kaupgreiðendum ber skylda til að halda eftir af kaupi starfs-
manna til útsvarsgreiðslu skv. þessum reglum á sama hátt og
með sömu viðurlögum og gilda um almenna útsvarsinnheimtu,
með þeim breytingum, sem leiða af ákvæðum 2. greinar.
Kaupgreiðendum er skylt að halda eftir útsvarsgreiðslum
gjaldskyldra starfsmanna, sem þeir hafa greitt fyrir útsvör árs-
ins 1943, án þess að tilkynna þuffi þeim sérstaklega, á annan
hátt en með birtingu þessara reglna.
6. gr.
Nú verður ljóst, eftir aðalniðurjöfnun 1944, að greiðslur gjald-
þegns á 40% útsvari 1943 skv. reglum þessum, ne/na hærri fjár-
hæð en álagt útsvar 1944, og skal þá endurgreiða það sem of-
greitt hefir verið með y2% vöxtum fyrir hvern mánuð eða hluta
úr mánuði, sem upphæðin hefir verið í vörslu bæjarsjóðs, eftir
rétta gjalddaga, að meðtöldum 15 daga frestinum skv. 3. gr.
7. gr.
Að lokinni aðalniðurjöfnun árið 1944 skal dregið frá útsvars-
upphæð hvers gjaldþegns það sem honum ber að greiða skv.
reglum þessum og jafna því, sem umfram verður á lögákveðna
gjalddaga, að viðlögðum gildandi sektarákvæðum um dráttar-
vexti. ¦>
Það, sem vangreitt kann að vera skv. reglunum, má innheimta
þegar í stað, hjá kaupgreiðanda, eða á hvern annan löglegan
hátt, og ber að greiða af því dráttarvexti frá gjalddögum skv.
reglum þessum.
8. gr.
Lögtak má gera fyrir vangoldnum útsvarsgreiðslum skv. regl-
um þessum, eftir þeim ákvæðum, sem gilda um lögtök fyrir van-
goldnum opinberum gjöldum.
9. gr.
Bæjarstjórn auglýsir reglur þessar í dagblöðum bæjarins, auk
þess, sem þær verða birtar í Lögbirtingablaðinu, en aðrar til-
kynningar eða augiysingar þarf ekki að birta gjaldendum eða
kaupgreiðendum.
Framangreindar reglur voru settar af bæjarstjórn 10. þ. mán.,
skv. lögum nr. 100, 1943, og staðfestar af ráðherra 17. þ. mán.
Reykjavík, 21. febrúar 1944.
BORGARSTJÓRINN.
Óðttrinn til ársins 1944
sem Eggert Stefánsson flutti í Ríkisútvarpið á
nýársdag s. 1. er kominn í allar bókaverzlanir
landsins og kostar 5 krónur.
Geymið „Óðinií44 til minningar um stofnun
lýðveldis á í slandi.
Aðalútsala
HELGAFELL, Adaistr. 18.