Tíminn - 26.02.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.02.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. [ RITSTJÓRASKRIPSTOFUR EDDUHUSI Lindargötu 9A. í Símar 2353 Og 437C ( AFGREIÐSLA, INNHEIMT - 5 OG AUGLÝSINGASKT—"T: DFA: > í EDDUHUSI rindargötu 9A. | > Simi 2323. ______i 28. árg. Reykjavík, laugardaginn 26. febr. 1944 22. Mað Erlemj yfirlit; Kjordæmamál í Englandí Meðal þeirra mála, sem verða til athugunar og úrlausnar í Bretlandi á næstu missirum, eru kjördæmaskipun og kosninga- fyrirkomulag landsins. Hefir þingið nýlega kosið nefnd til að athuga málið og er foseti neðri málstofunnar formaður hennar. Það var Morrison innanríkis- ráðherra, sem átti frumkvæðið að því, að tillaga þessi var sam- þykkt. Hann hefir undanfarið látið safna skýrslum um kjós- endafjölda einstakra kjördæma og sýna þær, að kjósendatalan er ærið misjöfn. í fólksflesta kjördæminu eru 208 þús. kjós- endur, en í fólksfæsta kjördæm- inu 24 þús. kjósendur. í 17 kjör- dæmum eru kjósendur innan við 30 þús., en í 20 kjördæmum eru þeir fleiri en 100 þús. Morrison hélt þeirri skoðun fram, þegar hann lagði tillög- una um nefndarskipunina fyrir þingið, að bæta þyrfti úr fram- angreindu misrétti og vinna að breytingum á kjördæmaskipun- inni á þann hátt, að kjördæmin yrðu sem jöfnust, miðað við fólksfjölda. Þó kom það fram hjá honum og fleiri ræðumönnum, að ekki væri rétt eða æskilegt að vinna að fullkomnum jöfn- uði. Taka yrði tillit til land- fræðilegra, sögulegra og at- vinnulegra aðstæðna og at- kjördæmin mættu líka vera nokkru fámennari en borgar- kjördæmin. Morrison lýsti sig eindregið fylgjandi einmenningskjördæm- unum og algerlega mótfallinn því, að teknar yrðu upp hlut- fallskosningar. Eden utanríkis- málaráðherra lýsti yfir sömu skoðun. Margir fleiri létu uppi þessa skoðun. Ákveðnastur allra var þó Greenwood, sem er einn aðalforingi jafnaðarmanna. Hann sagðist vilja afnema hlut- fallskosningar í þeim fáu kjör- dæmum, þar serri þær viðgang- ast nú. Einmenningskjördæmin væru traustasta og bezta fyrir- komulagið. Eftir seinustu heimsstyrjöld var gerð nokkur breyting á kjör- dæmaskipuninni í Englandi. Síðan hefir hún haldist óbreytt. Næstum öll kjördæmin eru ein- meriningskjördæmi. Þó eru örfá tvímenningskjördæmi, þar sem þeir tveir frambjóðendur ná kosningu, sem flest fá atkvæði, og loks kjósa háskólarnir fáa þingmenn hlutfallskosningu. Auk breytinga á kjördæma- skipuninni, er talað um, að gerðar verði ýmsar breytingar á kosningarfyrirkomulaginu. M. a. talaði Eden um, að gera þyrfti mönnum mögulegt að bjóða sig fram til þings, án mikils kostn- aðar, en það væri nú svo dýrt, að það fældi efnalitla menn frá framboði. Seinastu iréttir Rússar hafa tekið Krivoi Rog, hinn mesta járnnámubæ í Ukraínu. Þeir hafa og unnið á í Hvíta-Rússlandi og á Lenin- gradvígstöðvunum. Hlé hefir verið á stórorustum á ítalíu seinustu dægur. Loftsókn Bandamanna gegn Þýzkalandi harðnar N stöðugt. Einkum aukast árásir ámeríska flughersins. Stokkhólmur varð nýlega fyr- ir loftárás. Urðu talsverðar skemmdir, en manntjón ekki. Svíar segja, að Rússar hafi gert árásina og muni þeir hafa ætl- að að ráðast á Ábo í Finnlandi. ,t>íð haííð gert Island stærra' Frá 25. píngi Þjóðrækn isíélags Vestur-Is- lendinga Tuttugasta og fimmta þing Þjóðræknisfélags Vestur-ís- lendinga, sem hófst fyrir skemmstu í Winnipeg, hefir farið mjög vel og virSulega fram, segir í fregnum að vest- an. Heimsókn Sigurgeirs Sig- urðssonar biskups, sem er full- trúi íslenzku ríkisstjórnarinn- ar, hefir ekki sízt átt þátt í því, að þingið hefir orðið Vest- ur-íslendingum hugstæðara en ella. Ræða biskups á þing- inu, er hafði verið afburðavel flutt, vakti mikinn fögnuð. Á þinginu hafa einnig mætt fulltrúar frá Kanada og Bandaríkjunum og kveðjur hafa þinginu borizt víðsvegar að. Mikinn fögnuð þingheims vakti ávarp frá ríkisstjóra ís- lands, á talplötu. Forseti félagsins,~dr. Richard Beck prófessor, setti þingið með ítarlegri ræðu. Minntist hann þar m. a. þriggja aðalat- riðanna í stefnuskrá félagsins, að hjálpa íslendingum til að verða betri borgarar, að efla ís- lenzka tungu og menningu og treysta sambúð íslendinga vest- an og austan hafs. Ávarp ríkisstjóra hlióðaði á þessa leið: „Kæru landar vestan hafs. Ungur átti ég í föðurhúsum kost á því að sjá einstaka Vest- ur-íslendinga, sem komu hing- að til lands í heimsókn. Mér fannst þá flestir þeirra vera eins og útlendingar. Árið 1913, þegar verið var að undirbúa stofnun Eimskipafé- lagsins, komu hingað í um- boði Vestur-íslerídinga nokkrir menn að vestan. Erindi þeirra var að ræða við okkur á hvern hátt landar okkar handan hafs- ins gætu rétt hjálparhönd til þess að koma í framkvæmd þessu. þjóðþrifafyrirtæki, sem þá var talið Grettistak fyrir okkar fámennu og fátæku þjóð. Þá fann ég, að Vestur-íslend- 'ingar voru ekki" útlendingar. Þótt þeir væru borgar'ar í öðru landi, var hugur þeirra hér heima og umhyggja þeirra fyrir (Framh. á 4. slðu) Miklar breytingar á skipu- lagí Fískífélags Islands Það verður allsherjarfélag útvegs- og iiskimanna Á fiskiþinginu, sem setið hefir á fundum undanfarnar vikur, hefir aðalmálið verið breytingar á lögum Fiskifélags íslands. Hefir það mál verið lengi á dagskrá, og áhugi manna farið sí- vaxandi fyrir því, að Fiskifélaginu yrði breytt í það horf, að það gæti gegnt svipuðum störfum fyrir sjávarútveginn og Búnaðar- félag íslands fyrir landbúnaðinn. Skipulag Fiskifélagsins hefir hingað til staðið í vegi þess, að þetta gæti orðið. Fiskiþingið helir nú gengið frá breytingum á lögum Fiski- félagsins, er ættu ð tryggja það, að Fiskifélagið gæti orðið svipaður allsherjarfélagsskapur sjávarútvegsmanna og Búnað- arfélag íslands er fyrir bændur. Algert samkomulag náðist á fiskiþinginu um þessar breytingar og milliþinganefndin í sjávar- útvegsmálum, er m. a. átti að athuga þetta mál, mun sennilega telja þær fullnægjandi, enda munu sumar breytingarnar hafa verið gerðar í samráði við hana. Samkvæmt gildandi lögum Fiskifélagsins hafa allir getað orðið félagsmenn í deildum þess, hvort sem þeir stunduðu s-jávar- útveg eða ekki. Stafaði þetta af því, að Fiskifélagið var upphaf- lega stofnað sem áhugamanna- félag. Deildunum var síðan skipt í fjórðungsdeildir og Reykjavíkurdeild. Reykjavíkur- deildin, sem aðeins var skipuð ævifélögum, var langsamlega áhrifamest. Engar breytingar mátti gera á lögum Fiskifélags- ins, án samþykkis hennar, og hún kaus fjóra fulltrúa á Fiski- þing, en hver fjórðungsdeild- anna aðeins tvo fulltrúa. Alls áttu 12 fulltrúar sæti á fiski- þinginu. Aðalbreytingar, sem fiskiþing- ið gerir á lögum Fiskifélagsins, eru þessar: Atkvæðisrétt í deildum félags- ins hafa aðeins þessir aðilar: 1. Allir útgerðarmenn, sem eiga fiskiskip, stórt eða smátt, og koma fimm atkvæði fyrir hvert skip, enda hafi skipið a. m. k. verið gert út í eina ver- tíð áður en atkvæðisréttar er neytt. 2. Allir fiskimenn, sem hafa stundað fiskiveiðar, a. m. k. í eina vertíð, eitt atkvæði hyer. 3. Fiskiðnaðarfyrirtæki (frysti- hús o. fl.) tvö atkvæði hvert. 4. Sérfræðingar í fiskifræði- málum, eitt atkvæði hver. 5. Allir þeir, sem eru í deildum Fiskifélagsins nú. Fiskiþingið verði hér eftir skipað 22 fulltrúum, 4 frá hverri fjórðungsdeild, 4 frá Reykjavík- urdeild og 2 frá Vestmannaeyja- deild. Þau forréttindi Reykja- víkurdeildarinnar að geta synj- að um staðfestingu á lagabreyt- ingum, er Fiskiþingið samþykkir, falla niður. Stjórn Fiskifélags íslands verði skipuð fimm mönnum í stað þriggja nú og formaður hennar nefnist fiskimálastjóri, en ekki forseti, eins og nú. Til . þess að lagabreytingar I þessar verði" formlega sam- þykktar, þurfa þær að leggjast undir fund Reykjavíkurdeildar- j innar og "verður hann haldinn j kl. 2 í dag. Það ætti að mega telja öruggt, j að þessar breytingar geri Fiski- félagið að þeim allsherjarfélags- skap sjávarútvegsmanna, sem það þarf að vera. Er ekki sízt ástæða til þess fyrir Framsókn- armenn að fagna. þessari breyt- ingu, því að það hefir lengi ver- ið stefnumál þeirra, að Fiski- félagið yrði slíkur félagsskapur útvegs- og fiskimanna og Bún- aðarfélagið er fyrir bændur. Lögðu þeir m. a. til, að þegar milliþinganefndin í sjávarút- vegsmálum var skipuð, að henni yrði falið að vinna að slíkri breytingu Fiskifélagsins. Síálfstæðismálin á Alpingi: Skilnaðartillagan afgreidd Þjóðaratkvæðagreiðslan verður 20.-23. maí Sá sögulegi atburður gerðist á Alþingi í gær, að tillagan til þingsályktunar um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslaga- sáttmálans var afgreidd frá sameinuðu þingi, að viðhöfðu nafna- kalli. Allir viðstaddir þingmenn, 51 talsins, guldu tillögunni já- kvæði. Einn þingmaður var fjarstaddur, vegna veikinda. — At- kvæðagreiðsla þessi fór mjög hátíðlega fram, enda verður henn- ar Iengi minnst. Eins og kunnugt er, var fyrri umræðu um tillöguna frestað og henni vísað til skilnaðarnefnd- ar. Álit nefndarinnar var lagt fram í þinginu á miðvikudag- inn, en hún hafði komizt að ein- huga niðurstöðu. Framhald fyrri umræðu hélt svo áfram á fimmtudaginn. Framsögumaður nefndarinnar, Bjarni Bene- diktsson, flutti þá skilmerki- lega ræðu, þar sem hann minnt- ist frelsisbaráttu íslendinga og rétt til sambarídsslita, en síðan töluðu Einar Arnórsson og Stef- án Jóhann Stefánsson, er lýstu fullu fylgi við tillöguna. Henni var síðan vísað til annarrar um- ræðu með samhljóða atkvæðum. Sú umræða fór fram i gær. Enginn kvaddi sér þá hljóðs og var tillagan sa'mhljóða afgreidd frá Alþingi, eins og áður segir. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að niður sé fallin dansk- íslenzki sambandslagasamning- urinn frá 1918. Ályktun þessa skal leggja undir atkvæði allra alþingis- kjósenda til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæða- greiðslan vera leynileg. Nái á- lyktunin samþykki, tekur hún gildi, er Alþingi hefir samþykkt hnaa að nýju að aflokinni þess- ari atkvæðagreiðslu." Lýðveldisstjjórnar- skráin. Þegar skilnaðartillagan hafði verið afgreidd frá sameinuðu þingi, hófst fundur í neðri deild og var frv. um lýðveldisstjórn- arskrána þar tekið til 2. um- ræðu. Fyrstur tók til máls framsögu- maður stjórnarskrárnefndar deildarinnar, Eysteinn Jónsson, en hann hafði einnig verið for- maður samvinnunefnda og stjórnarskrárnefnda beggja deilda, en þær hafa unnið sam- eiginlega að málinu. Eysteinn flutti ítarlega ræðu, þar sem hann rakti sögu kon- ungsvaldsins á íslandi og sýndi m. a. fram á, að það hefði alltaf verið ósk íslendinga, að sam- bandsslit og lýðveldisstofnun héldust í hendur. Hann rakti síðan starf stjórnarskrárnefnda og rökstuddi breytingartillögur hennar. Þá tók hann greinilega (Framh. á 4. slðu) Norrænafélagið 25 ára Norræna félagið verður 25 ára þann 1. marz n. k. — í tilefni afmælisins gengst deild félags- ins hér fyrir hátíðahöldum. NQrræna félagið var stofnað þann 1. marz í Svíþjóð, en það sama ár voru stofnaðar deildir í Noregi og Danmörku. íslands- deildin var stofnuð 1922 og í Finnlandi 1924. Stofnun Norræna félagsins er til orðin með þeim hætti, að þegar síðasta heimsstyrjöld var háð, var samstarf Norðurlanda þjóðanna mikið og til að auka og styrkja það samstarf var Norræna félagið stofnað. Þeir, er gengust fyrir stofn- uninni, komu saman í Dan- mörku í febrúarmánuði 1919. Voru þar mættir af hálfu Dana, Neergaard, þáverandi forsætis- ráðherra, og próf. Aage Friis, sagnfræðingur. Af hálfu Svía Carleson, þáverandi fjármála- ráðherra, og próf. Heckscher, og af hálfu Norðmanna Joh. L. Mowinckel, þáverandi forseti norska Stórþingsins. Starfsemi félagsins er lands- mönnum kunn. Fjöldi nám- skeiða og móta fyrir ýmsar stéttir manna voru jafnan haldin á hverju sumri í öllum hinum Norðurlöndunum. Síðari árin voru jafnan þátttakendur frá íslandi. Meðal annars gekk sænska deildin fyrir „íslenzku vikunnf'í Stokkhólmi 1932. íslenzka deildin hafði mikið aukið starfsemi sína fyrir strið- ið. Félagið gekkst hér fyrir nám- skeiði fyrir norrænustúdenta 1936 og fyrir kennara 1938. Auk þess stóð það fyrir „Sænsku vikunni" hér, ásamt „Sænsk-ís- lenzka félaginu", 1936. Síðan* stríðið hófst hefir þessi starfsemi, sem eðlilegt er, lagst niður, en þá hóf félagið útgáfu ársritsins „Norræn jól", og hefir það komið út þrjú síðastliðin ár og er einkar vandað rit að efni og frágangi öllum. Skömmu eftir hátíðarnar skrifaði stjórn félagstns Háskólaráði og fór þess á leit, að Háskólinn taki upp kennslu í Norðurlandamálum og bókmenntum, en svar við þeirri málaleitun hefir félaginu ennþá ekki borizt. í fyrra var „Veizlan á Sól- haugum" sýnd á vegum félags- ins. Einnig hefir félagið gengizt fyrir Noregssöfnuninni. íslandsdeild Norræna félagsins var stofnuð í september 1922 og verður hún því ekki 25 ára fyrr en 1947. Stofnendur íslandsdeildar voru Sveinn Björnsson, rikis- stjóri, og próf. Frederik Paasche, en fyrsti formaður félagsins var Matthías Þórðarson, þjóðminja- vörður. Félagið starfaði ekki í nokkur ár, en var svo endur- reist 1931 undir forustu próf. Sigurðar Nordals og Guðlaugs Rósinkranz. Var tala félags- manna þá tugur manna, en er nú orðin tæp 1200. Afmælisins verður minnst með útvarpskvöldi 1. marz. En 3. marz verður samsæti að Hó- tel Borg. Aðalræðumaður verður dr. Björn Þórðarson, forsætis- ráðherra. Mesta áhugamál Norrænafé- lagsins er, að hin fyrirhugaða Norrænahöll við Þingvelli kom- Á viðavmngi ÚRRÆÐI GÁINS. Einhver Gáinn, sem kallar sig sveitamann og skrifar að stað- aldri í Morgunblaðið, hefir ný- lega fundið út, hvernig eigi að' leysa dýrtíðarmálið. Hann segir, að ekki sé, nema um tvennt að velja, að lækka kaupið eða verðlag landbúnað- arvara. Verkamenn séu ófáan- legir til að lækka kaupið og þá sé ekki um annað að gera en bændur byrji á því að lækka verðlagið. Fáist bændur til að gera þetta, segir Gáinn, er búið að leysa dýrtíðarmálið! Fyrir stórgróðamenn bæjanna væri þetta vitanlega auðveld lausn. Þeir þyrftu engu að fórna, en gætu safnað meiri gróða, þegar verðlagið og kaupið lækk- aði. Þeir munu áreiðanlega taka vel undir þá hvatningu Gáins, að nú eigi bændur að verá fórn- f úsir! En hvað segja „bændavinirn- ir" Jón á Reyríistað og Pétur Ottesen um þessa kenningu Gá- ins? Álíta þeir, að bændur geti og eigi að færa fyrstu fórnina, án minnstu tryggingar fyrir því, að aðrir komi á eftir? Áreiðanlega er það í mesta samræmi við réttarvitund al- mennings, að eigi einhver ein- stök stétt að byrja á því að klifra niður stigann, séu það stór- gróðamennirnir. Það myndi ekki draga lítið úr dýrtíðinni, ef t. d. heildsalarnir vildu lækka álagninguna að ráði? Þangað ætti Gáinn vinsamlega að beina óskum sínum fyrst og fremst. Hvernig væri líka fyrir þing og stjórn að kenna heildsölunum að fika »sig ofurlítið niður úr dýrtíðarstigánum með einhverj- um öruggari ráðstöfunum en verðlags eftirlitskáki því, er nú tíðkast? „LÍNAN" KEMUR EFTIR NÝJUM LEIÐUM. Síðan Þjóðviljinn hætti að birta einkaskeytin frá Alþjóða- sambandi kommúnista, hefir hann tekið að birta fréttaskeyti frá erlendri stofnun, er néfnir sig General New Service. Frétta- skeyti þessi eru þó mjög ólík fréttaskeytum annara slíkra stofnana, því að þau mega heita ómengaður áróður í kommún- istiskum anda. Hér mun líka að ræða um stofnun, er lengi hefir verið hálfsáluð undir handleiðslu kommúnista, en fékk merkilega aukinn lífskraft, þegar Alþjóðasamband Rússa var lagt niður. Allar líkur benda því til, að „línan" frá Moskvu "hafi hér fundið nýjan farveg og Brynj- ólfur þurfi því ekki að bíða ráð- laus mánuðum saman, eins og fyrst í stað eftir að Alþjóðasam- band kommúnista var lagt nið- ur. ist upp áður en félagið hér á 25 ára afmæli, en þegar hafa nokkrir félagsmenn lagt fram samtals 65 þús. kr. í byggingar- sjóð félagsins. Væntanlega munu allmargir félagsmenn vilja leggja eitthvað fram í byggingarsjóðinn á þessum tímamótum félagsins. Stjórn Norræna félagsins skipa: Formaður Stefán Jóh. Stefánsson og ritari Guðlaugur Rósinkranz. Aðrir meðstjórn- endur eru Jón Eyþórsson, Páll ísólfsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason. Sendiráðið í London Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu hefir Stefán Þorvarðsson sendiherra tekið formlega við forstöðu sendiráðs íslands í London 21. þ. m.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.